Lögberg - 28.11.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28 NÓVEMBER 1929.
Hinir nýju “Double Sealed”-pakkar
geyma haframjölið áreiðanlega
óskemt, eins lengi og vera vill
Robin Hood
Rðpid Odts
Ur bænum
Mr. Eggert Björnson kom til
borgarinnar í síðustu viku.
Mrs. Lena Thorleifsson, Lang-
ruth, Man., var stödd í borginni
í vikunni som leið.
Messuboð — Séra Haraldur Sig-
mar flytur guðsþjónustu í Eyford
kirkju. sunnudaginn þann 1. des.
næstkomandi, kl. 2 eftir hádegi.
Mr. Walter Austman leikari, son-
ur Mr. Snjólfs Austman, er fyrir
skömmu kominn aftur til Winni-
peg, eftir að hafa ferðast víða um
heim með leikflokkum og sýnt list
sína á mörgum stöðum.
í síðustu viku var þess getið
hér í blaðinu, að Ólafur Goodman
fiskimaður hefði borist frá landi
á ísspöng á Moose Lake, þar sem
hann var vjð fiskiveiðar og væri
talið nokkurn veginn víst, að hann
hefði druknað. Síðan hefir trézt,
að með honum hafi verið annar
maður, H. Davidson, sonur Mr. og
Mrs. Guðm. Davíðssonar, Antler,
Sask.
Gefin vo-ru saman í hjónaband,
hinn 16. þ. m., í St. James Presby-
terian Church, Miss Svanfríður
Lilja, dóttir Mr. Boga Sigurgeirs-
sonar, Hecla, Man., og Mr. Thor-
valdur Runiberg Thorvaldson,
sonur Mr. 1 Sveins Thorvaldson,
Riverton, Man. Hjónavígsluna
framkvæmdi Rev. J. O. Ralston,
með aðstoð Rev. Hermanns Olsen.
Að hjónavígslunni afstaðinni var
rausnarlegt samsæti haldið að
heimili Dr. og Mrs. D. Wheeler,
2196 Portage Ave. Samdægurs
lögðu ungu hjónin af stað áleiðis
til Minneapolis, en í Riverton
verður framtíðarheimili þeirra.
Messur í prestakalli séra Sig-
urðar Ólafssonar í desembermán.:
1. des.: í Hnausakirkju kl. 2 e.h.
að Riverton (ensk messa), kl. 8
síðd. — 8. des.: í Geysiskirkju kl.
2e. h., að Árborg, kl. 8 síðd. —
15. des.: að Riverton, kl. 2 e.h. —
23. des.: í Víðir Hall (jólamessa)
kl. 2 e.h.. — 25. des:. Árborg (jóla-
messa), kl. 3 e. h. — 26 des: Geys-
ir (jólamessa, kl 2 e h — 29 des:
í Framnes Hall (nýársræða)i kl.
2 e. h. ----—
TIL SÖLU.
Bújarðir teknar yfir af Man.
Farm Loan Ass’n, Hudsons Bay
lönd, og einnig prívat kúabú með
nýjum byggingum og verkfærum.
G. S. Guðmundsson,
Box 48 Arborg, Man.
Phone: 47-2.
Men’s Ciub, Fyrsta lút. safnað-
ar í Winnipeg, heldur annan fund
sinn í kveld, fimtudag, í sam-
komusal kirkjunnar. Sezt verður
að borðum kl. 6.30' og að máltíö-
inni lokinni flytur L. St. G. Stubbs
dómari fyrirlestur um Þjóðbanda-
lagið. Stubbs dómari er forseti
Winnipegdeildar Þjóðbandalags-
ins og manna fróðastur um alt,
sem að þeim stórmerkilega fé-
lagskap lýtur. Mega menn óhætt
reiða sig á, að hann hefir fróð-
legt erindi að flyjta.
Ge'fin voru saman í hjónaband
í fyrstu lútersku kirkju, síðastlið-
ið þriðjudagskveld, þau Miss
Euphemia Thorvaldson frá Win-
nipeg, og Mr. Björgvin Jóhannes-
son í Selkirk. Hjónavígsluna fram-
kvæmdi séra B. B. Jónsson, D.D.
Framtíðarheimili nýju hjónanna
verður í Selkirk. Flytur Lögberg
þeim hér með innilegar hamingju-
óskir.
Messur í Vatnabygðum 1. des.:
Elfros kl. ir árd., Hólar kl. 3 síðd.
Elfros (á ensku), kl. 7.30 síðd.
Alir boðnir og- velkomnir. Vin-
samlegast. Carl J. Olson.
Embættismenn stúkunnar Heklu
nr. 33, I.O.G.T., fyrir ársfjórðung-
inn frá 1. nóv. til 31. janúar n. k.,
settir í embætti af St. U. H. Skaft-
feld, eru sem fylgir:
Æ. T.: Miss S. Eydal.
V. T.: Thora Sveinson.
G.U.T.: óskar P. Söebeck.
Rit.: B. A. Bjarnason.
FR.: Jón E. Marteinsson.
Gjaldk.: J. Th. Beck.
Dr.: Vala Magnússon.
Kap.: Sigríður Jakobson.
V.: Sigfús Anderson.
A. R.: óskar P. Söebeck.
A. Dr.: Lára Marteinsson.
F.Æ.T.: B. M. Long.
B. A. Bjarnason, ritari.
Tvær íslenzkar hjúkrunarkonur,
Anna Bjarnason og Margrét Back-
man, lögðu á stað á þriðjudaginn
var suður til New York. Ætla
þær báðar að stunda nám við Man-
hattan Hospital í vetur. Hafa þær
verið undanfarið við hjúkrunar-
störf á Almenna spítalanum hér í
borg og getið sér þar ágætis orð-
stír. Þær útskrifuðust af hjúkr-
jnarkvenna skólanum hér vorið
1928, en ætla sér nú rullkomnara
nám (post graduate coursej þar
?yðra. Hugheilar hamingju-óskir
fylgja þeim.
Eftirfylgjandi meðlimir stúk-
innar Liberty, nr. 200, I.O.G.T.,
/■oru kosnir og settir í embætti á
mdurreisnarfundi stúkunnar þ. 5.
íóv. s. I.:
Æ.T.: Harald Jóhannson.
V. T.: Anna Backman.
Rit.: Thorvaldur Peterson.
F. R.: Jón S. Bjarnason.
Gjaldk.: Karl L. Bardal.
Dr.: Thorun Johnson.
Kap.: Steinun iBjarnason.
V.: Albert Johnson.
. V.: Meti Jóhannesson.
A. R.: Eggert A. Bjarnason.
A. Dr.: Guðný K. Markússon.
Org.; G. Ása Jóhannesson.
F.Æ.T.: Axel L. Oddleifson.
St. U.: Bjarni A. Bjarnason.
Stúka þessi samanstendur af
uppvaxandi íslenzku fólki, sem
finnur þó enskuna sér tamari, var
stofnsett á ný snemma í þessum
mánuði. Meðlimatalan eftir fyrsta
fundinn var 26, en fer vaxandi,
svo að á síðasta fundi stúkunnar
bættust við 15, svo að nú telur
stúkan 47 meðlimi. Spáir það
góðu fyrir framtíð stúkunnar og
fyrir bindindismálið yfirleitt, hve
vel íslenzku unglingarnir hér í
b°rg taka til starfa, þegar tæki-
færi er veitt.
B. A. Bjarnason.
Kolbeinson—J asonson.
Þann 23. þ.m. voru þau, Jó-
hannes Torfi Kolbeinson og Jó-
hanna Helga Jasonson, gefin sam-
an í hjónaband af séra Carli J.
Olson, á heimili brúðurinnar ná-
lægt Foam Lake, Sask. Myndar-
hjónin Narfi og Jakobína Narfa-
son, sem eru búsett að Foam Lake,
stóðu upp með brúðhjónunum. Hr.
Narfason er kaupmaður í þeim
bæ, en frú hans er systir brúður-
innar. Foreldrar brúðgumans
bjuggu lengi í grend við Tantal-
lon, Sask.. Faðir hans hét Þórð-
ur Kolbeinsson, en móðir hans
heitir Guðríður Jónsdóttir og á
heima nálægt Kenoki, Sask. For-
eldrar brúðurinnar heita: Bjarni
og Guðrún Eiríksdóttir Jasonson,
og eiga heima, eins og tekið var
fram að ofan, skamt frá Foam
Lake. Báðar kynkvíslirnar eru á-
gætar og brúðhjónin sjálf hinar
myndarlegustu og beztu mann-
eskjur. — Eftir hjónavígsluna
fóru fram rausnarlegar veitingar
(wedding dinner) með allskonar
lostætum og ljúffengum réttum.
Aðeins nánustu skyldmenni voru
viðstödd.
Margir vinir óska þessum brúð-
hjónum til hamingju og blessunar.
Carl J. Olson.
Thorlakson—Becker.
31. okt. voru þau Ragnar Thor-
lakson og Annie Becker, gefin
saman í hjónaband af. séra Carlí
J. Olson á heimili hans að Wyn-
yard, Sask. Fólk brúðgumans á
heima í þeim bæ, en brúðurin er
ættuð frá Carman, Man., og er af
enskri rót runnin. Brúðguminn
er sonur Þorláks sál. Schrams,
vel þektur og mikilsvirtur maður í
sögu íslenzku bygðarinnar í Min-
nesota. Brúðhjónin eru myndar-
leg. Carl J. Olson.
NÝ BÓK.—“Ljóðmál”, eftir Dr.
Beck, er til sölu hjá undirrituð-
um og einnig í bókaverzlun 0. S.
Thorgeirssonar,—-Þeir, sem vildu
eignast bókina, geta símað 80 528
og mun hún þá.send við fyrsta
tækifæri. — Verð bókarinnar er
$1.50 í góðri kápu, en $2.00 í
bandi. — J. Th. Beck, 975 Inger-
soll St., Winnipeg.
BJARMI kostar $1.50 um árið,
og geta nýir áskrifendur fengið í
kaupbætir einn eldri árgang, eða
þrjú af neðangreindum smáritum,
sem eg hefi einnig til sölu: Kana-
mori, 50c, Sonur hins blessaða,
20c,; Sókn og vörn, 25c.; Aðalmun-
ur gamallar og nýrrar guðfræði,
25c; Úr blöðum frú Ingunnar, 25c;
Hegningarhúsvistin í Rvík, 20c.
— Þeir kaupendur. sen enn skulda
fyrir yfirstandandi eða eldri ár-
ganga, eru vinsaml. beðnir að
borga þetta sem allra fyrst. —
Til jólagjafa eru þessar bækur á-
gætar: í skóla trúarinnar (minn-
ingarrit um Ólafíu Jóhannsd.), í
bandi $1.75, ób. $1.25 (n&fnd bók
og einn árg. Bjarma $2.50)', og
Hvar eru hinir níu?, saga frá
Krists dögum, í b. $1.50, ób. $1.00.
— S. Sigurjónsson, 724 Beverley
St., Winnipeg.
Séra Kristinn K. Olafsson flytur
fyrirlestur um ísland í kirkjunni
á Lundar, miðvikudagskveldið,
hinn 4. desember næstkomandi.
Byrjar kl. 8.
Sunnudaginn þann 1. desember
næstkomandi, kl. 3 e.h., flytur séra
John J. Clemens, Icelandic-Amer-
ican guðsþjónustu í Trinity Dan-
ish Lutheran Church, Francisco
og Cortex St., Chicago. Allir vel-
komnir.
Ársfundur Fyrsta lút. safnaðar
í Winnipeg, var haldinn á þriðju-
dagskveldið í þessari viku. Báru
skýrslur embættismanna safnað-
arins það með sér, að alt safnað-
arstarfið hefir gengið mjög vel og
t
anægjulega á árinu. Öll útgjöld
höfðu verið greidd og hafði söfn-
uðurinn dáðítinn tekjuafgang.
Söfnuðurinn er að breyta lög-
um sínum þannig, að safnaðar-
fulltrúarnir verði tíu í staðinn
ifyrir fimm, eins og jafnan hefir
verið. Fimm af þeim kosnir til
eins árs, og fimm til tveggja ára.
Samkvæmt því voru kosnir tíu
fulltrúar: A. C. Johnson, T. E.
Thorsteinson, Jónas Jóhannesson,
John A. Vopni, og Eggert Fjeld-
sted, alir endurkosnir til eins árs.
Til tveggja ára voru kosnir: W.
J. Jóhannsson, Albert Wathne,
Fred. Thordarson, O. G. Björnson
og Lincoln Johnson.
Djáknar voru endurkosnir: W. H.
Olson, S. 0. Bjerring, Mrs. L.
Burns, Mrs. Albert Wathne og
í stað Mrs. C/ B. Julius, sem baðst
undan kosningu, Mrs. 0. J. Bild-
fell. — í þetta sinn gefst ekki
kostur á að skýra frekar frá
fundinura.
Athugasemd við
aukaferðir
í sambandi við tslandsferðina
næsta ár.
Fyrir nokkru síðan skýrði eg
frá fjórum aukaferðum til annara
landa, í sambandi við Cutlard línu
ferðina til Islands næsta ár.
Fyrsta ferðin verður frá Reykja-
vík til Leith, þaðan til Edinburgh,
svo yfir þann hluta Skotlands, sem
frægur er gegn um sögur Sir
Walter Scott. Þaðan til Eng-
lands og sjá sig um í hinu fræga
Shakespeares héraði, síðan til Lon-
don og þaðan til París, Rouen
(Rúðuborgar) og Havre, þar sem
ferðafólkið stígur á Cunard skip.
Allur kostnaður við þessa ferð
(farbréf, fæði, herbergi, þjónusta
og leiðsögn), var áður auglýstur
að vera $190; en þar var ekki tek-
ið til greina, að farþegar munu
hafa ifarbréf til Leith, og þegar
það er dregið frá, verður kostnað
urinn aðeins $153.25, að öllu
samantöildu. Yfirleitt munu þeir,
sem til íslands fara, kaupa far-
bréf fram og til baka um Leith.
Þeir sem þessa ferð nota sér, fara
frá Reykjavík annan júlí, koma til
Leith þ. 8., dvelja tvo daga í Ed-
inburgh, þrír dagar ganga í að
ferðast um héruðin kend við Scott
og Shakespeare, svo þrjá daga í
London og þrjá í París.
Margir af þeim, sem fest hafa
sér farbréf, haifa í hyggju að
fara fjórðu aukaferðina, gegn um
Danmörku, Þýzkaland, Sviss,
Frakkland og England; sjá í
þeirri ferð Passíuleikinn í Ober-
ammergau. Það ferðalag stend-
ur yfir í 26 daga og kostar að
öllu samantöldu $335.00. í tilöfni
af því, að margir af þeim hafa
látið í ljós löngun til þess að fara
til ítalíu líka, gefst kostur á að
farmlengja þá ferð um sex daga.
í staðinn fyrir að fara frá Lucerne
til Paris, þá fara þeir þaðan til
Milan, síðan til Róm, þá til Genoa,
Nice, Marceilles, Paris, London og
Southampton. Dvalið mun verða
tvo daga í hverri af borgunum:
Róm, París, Berlín og London.
Aukakostnaður við ferðina til
ítalíu, verður $110.00; alls myndi
ferðalagið frá Reykjavík til Róm
og þaðan aftúr til Southampton,
kosta $445.00 og standa yfir í 34
daga.
Thorstína Jackson Walters.
Walker L«ikhúsið.
Á mánudagskveldið, hinn 9. des-
ember og alla þá viku, verður leik-
urinn “Mother Goose” leik/nn á
Walker leikhúsinu. Er þar hver
leikarinn öðrum betri, svo sem
Wee Georgie Wood, Dan Leo Jr.
Conquest, Hal. Bryan, John Har-
eourt, Florence Hunter og Maisie
Weldon. Þessi leikur er með af-
brigðum vel leikinn.
Hljómliekurinn “Blossom Time”,
sem nú er verið að leika í Vínar-
borg, verður eftir fáa mánuði leik-
inn á Walker.
Capt. Plunkett kemur eftir ný-
árið með ‘The Dumbells”. Alt af
eitthvað nýtt og skemtilegt þar.
Frú Thorstína Jackson-
Waltersflytur fyrirlestra
Frú Thorstína Jackson Walters,
hefir að undanförnu tflutt fyrir-
lestra um ísland og AlþingishátlC-
ina fyrirhuguðu, á nokkrum stöð-
um í Bandaríkjunum. Hinn 9. þ.
m. flutti hún fyrirlestur í Minna-
apolis, hinn 13. í University of
Chicago. hinn 16. í Wheaton Col-
lege, Wheaton, 1111, og hinn 18. í
North Park College, Chicago.
Allir voru tfyrirlestrarnir prýðis-
vel sóttir, og allmargir Chicago-
búar trygðu sér far til íslands með
Cunard línunni, þar á meðal Sir
William og Lady Craigie.
All-margir háskólakennarar hafa
trygt sér far með Cunard-línunni.
Meðal þeirra eru, prófessor Hall-
dór Hermannsson frá Cornell há-
skólanum, prófessor Cawley, Har-
vard; prótfesor Ádolph S. Benson,
Yale, og prófessor Watson Kirk-
connell, Wesley College, Winni-
peg og ýmsir fleiri. Einnig Vil-
hjálmur Stefánsson, landkönnun-
armaðurinn heimfrægi.
Palnting and
Decorating
Látið prýða húsin fyrir jólin.
ódýrast og bezt gjört af
L. MATHEWS og Á. SŒDAL
Phone 24 065.
Einfalt
svar
í vikynni sem leið kom eg auga
á smágrein í “Lögbergi”, með fyr-
irsögninni: “Vinsamleg bending”.
Þar tekur séra Carl J. Olson til
athugunar fáeinar línur úr smá-
riti, sem þá hafði nýlega komið út
í sama blaði, og kallast: “Áhrif
bænarinnar.”
Þessi áminsta grein, sem tekin
er til athugunar, er á enskunni
þannig:
“The heads of our Colleges and
Institutions of Learning, the
great scholars of our day, to-
gether with the masses of the
people, do not believe in a God,
who hears and answers prayers.”
—Á íslenzku er þessi grein eitt-
hvað á þessa leið: ‘ “Þeir, sem
standa fyrir skólum vorum og
mentastofnunum, vorir miklu lær-
dómsmenn, jafnframt fjöldanum,
trúa ekki á Guð, sem heyrir og
svarar bæn.”
Þetta þykir prestinum “gUur-
leg staðhæfing”, en hér segir þó
ckki allir. Eg tók það svo, að hér
veru heiðarlegar undantekningar,
en eg sé við athugun, að hér hefði
mátt segja “æði margir”, og hefði
þá þessi grein orðið vægari og
skýrari.. Þökk fyrir “vinsamlega
bendingu.”
Thora B. Thorsteinsson.
1602, 41 st Ave. E.
Vancouver, B. C.
SAFETY TAXICAB C0. LTD.
Beztu bílar í veröldipni
Til taks dag og nótt. Sann-
gjamt verð. Sími, 23 309.
Afgreiðsla: Leland Hotel.
N. CHARACK, forstjóri.
100 herbergi,
með eða án baðs.
Sanngjarn'
verð.
SEYMOUR HOTEL
Sími: 28 411
Björt og rúmgóð setustofa.
Market og King Street,
C. G. Hutchison, eigandi.
Winnipeg - , Manitob
Eina hótelið er leigir herberí
fyrir $1.00 á dag. — Húsið elc
trygt sem bezt má verða. -
Alt með Norðurálfusniði
CLUB HOTEL
(Gustatfson og Wood)
652 MalnSt. Winnlpeg
Ph. 25 738. Skamt norðan ví
C.P.R. stöðina. Rejmið oss.
Brúkuð Piano, Orgt
og Hljómvélar '
BIBLlUR
bæði á ensku og íslenzku
Veggspjöld, Jólakort, hefir til
sölu
Ámi Sveinbjörnsson,
618 Agnes St. Sími: 88 737
Big DANCE
AT THE , 8 8
ICELANDIC HALL
EVERY
Saturday
r \
New Snappy J«>ftt)íirid in Attendance
Ladies, 35c - Gents, 50c
Shorndorf
..... $2
Morris 2
Lesage 2!
Canada 2'
Ennis.... 3:
Doherty 3
Columbia ..
Brunswick
Fictor....
Focalian ...
Fictor....
Edison.....
ORGANS
Doherty....N. ...$25,
Thomas ........ 30,
Bell ...f.’ .... 37
Goderich.........45,
Dominion..... 50,
Estey.....^...... 75.
All Reconditioned
and Recommended
Easy Terms monthly
quarterly og yearly.
Stólar með Pianos og Or;
pökkuð F.O.B. Winnipeg
immis-s
Buy from Established ai
Reliable Specialists.
n
1 ■
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
BDMONTON
100 Plnder Block
SASKATOON
401 Lancaster Bldg.
CALGARY
270 Maln St.
WINNIPEG, Man.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá
Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferðast
með þessari línu, er þaö, hve þægilegt
er að koma við í London, stærstu borg
heimsins.
J6 Welllnftton St. W.
* TORONTO, Ont.
227 St. Sacrament St.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir
Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er
Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd-
um' íslenzkt vinnufólk vinnumenn og
vinnufkonur, eða heilar fjölskyldur.—
Það fer vel um frændur yðar og vini,
ef þeir koma til Canada með Cunard
línunni. »
Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp-
lýsingum og sendið bréfin á þann stað,
sem gefinn er hér að neðan.
ÖHum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
Od
BÚJARÐIR
í Árborg og grendinni
með ýmsum umbótum og
mannvirkjum
TIL SÖLU
Skrifið eftir upplýsingum til
THE MANITOBA FARM
LOANS ASSOCIATION
166 Portage Ave. E., Winnipeg
Tœkifœriskaup
I góí5um bæ úti á landi fæst nú
þegar til kaups. Knattleikastofa
með öllu tilheyrandi, sem gefur góð-
an, arð, og sem ennfremur innibind-
ur rakarstofu og fruit og Confection-
ery sölubúð. Á bezta stað bæjarins.
Va^glr söluskilmálar ef óskað er.
Allar frekari upplýsingar gefur Mr.
Finnur Johnson að Lögbergi.
HENTUGUSTU TEG-
UND AF KOLUM
er nauðsyn að hafa, ef
þér eigið að hafa bezta
hita sem eldstæðið get-
ur gefið, með minsta
kostnaði.
Slík kol getið þér
fengið hjá oss.
rARCTIC..
ICEsFUELCaim_
439 PORTAGE AVL [
ÖPtwiU hkjd*on\ i
PHONE
42321
GÓÐ SKEMTUN
Föstudagskveldið, hinn 6. des. næstkomandi, efnir
Sambandssöfnuðurinn í Árborg til skemtisamkomu í sam-
komuhúsi bæjarins. Skemtikratftar ágætir. Frá Winnipeg:
P. S. Pálsson og Gunnar Erlendsson píanóleikari. Mr. H. D.
Gourd, Árborg, syngur einsöng og S. R. Sigurðsson og G.
Björnson frá Riverton leika á hljóðfæri. Ýmislegt fleira
til skemtunar, þar á meðal dans.
Business Education Pays
ESPECIALLY
“SUCCESS TRAINING”
Scientifically directed individual instruction and a high
standard of thoroughness have resulted in our Placement
Department annually receiving more than 2,700 calls—a
record unequalled in Canada. Write for free prospectus
of courses. Train in Winnipeg, Westem Canada’s largest
employment centre.
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
l’ORTAGE AVE. at Eílmonton St.
Winnipeg, Manitoba.
(Oivners of Reliance School of Commerce, Regina) ,
MENN INNVINNA SÉR $5 TIL $10 Á DAG
Oss vantar 100 flelri menn strax. Vér greiðum 50c um tímann, nokkuS af
tímanum, sem þeir nota til að læra hjá oss vel borgaða iðn og verða fullkomnir
í btla aðgerðum, meðferð flutnings bíla, véla-aðgerðum, loftfara aðgerðum, raf-
ledðslu og allskonar raffræði, tr'ésmíði, múrara íðn og plastrara iðn, einnig
rakara iðn. ókeypis leiðbeininga bæklingar. Skrifið eða komið inn og fáið
allár upplýsingar.
DOMINION TRADE SCHOOLS LIMITED
580 Main Street - - WINNIPEG
Útibú og ókcypis ráöninga skrifstofur í helztu borgum stranda á milli.
■5
Ef velja skal sérstœða og þarflega jólagjöf,
veljið rafáhöld
Yður er vinsamlega boðið að koma í búðir vorar og skoða
vort Ijómandi úrval af
Bridge and Junior Floor Lamps
Toasters
Waffle Irons
Washing Machines
Curling Tongs
ferculators
Heating Fans
Vacuum Cleaners
Electric and Gas ranges
Irons.
WIMMIPEC ELECTRIC
—^COMPAMY'"1''
Your Gnrtrantee of Good Scrvice.”
New Appliance Showroom. Power Building.
Tvær aðrar búðir: 1841 Portage Ave., St. James;
Marion and Tache St. St. Boniface