Lögberg


Lögberg - 26.12.1929, Qupperneq 1

Lögberg - 26.12.1929, Qupperneq 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1929 NÚMER 52 ] Lögl berg ós kar öl lum Islendingum góðs og gifturíks . N ýárs! ^ Nýfundnir hellar í Noregi í Ranefjorden í NorÖur-Noregi liggur litiÖ sveitaþorp, sem kallað er Mór. Það er fæstum kunnugt, að þar er stærstu hellar i Evrópu. I Rövarsdalnum liggur einn fegursti kalksteinshellir í Norður-Evrópu. Grænuhlíðarhellir. Fáir eru þeir, sem komið hafa í þennan helli, að- eins örfáir menn úr nágrenninu og jarðfræðingar, sem hafa mælt hann og rannsakað. Hann er 1220 metr- ar á lengd, og var til skamms tíma álitið, að hann væri lengsti hellir í Norður-Evrópu. En nú er komið í ljós, að and- spænis. þessum helli í Rövarsdaln- um, eru tveir gríðarstórir hellar, Larshellir og Lappahellir, sem tæp- lega tugur manna hefir enn aug- um litið. Þeir eru hvorugir rann- sakaðir að nokkrum mun, en óhætt er að gera ráð fyrir, að þeir séu að minsta kosti 3CXX) metra langir hvor. Larshellir er nefndur eftir Lars Björneset bónda í Rövarsdálnum, ^em fann hann fyrir nokkru. Út- -lendur blaöamaður, sem gekk í hell- inní ásamt aðstoðarmönnum sínum, eftir tilvísun Lars segir svo frá ferðalaginu: Larshellir. —Þegar við höfðum útbúið okk- ur með ljóskerum, ljósmyndavél- um, köðlum, vistum og magnium- ljósum, lögðum við af stað áleiðis til Larshellisins. — Það er ekki hlaupið að því að finna hellismunn- ann, því að opið er svo lítið, að ó- trúlegt má þykja, að svo mikill hell- ir sé falinn á bak við það. Það er engin furða, að hellarnir hafa ekki fundist fyr en á okkar tímum. Þeir eru á afrétt, þar sem engin umferð er, og Rövarsdalur- inn er fámenn sveit, enda þótt fög- ur sé. Hér í dalnum var hin ódauð- lega saga Hamsuns, “Gróin jörð” fMarkens Gröde) tekin á kvik- mynd. Það væri ekki kostnaSarsamt að ryðja til í hellismunnanum, þannig að auðvelt yrði að komast niður í hellinn. En eins og munninn er nú frá náttúrunnar hendi, er það miklum erfiðleikum bundið aS kom- ast niður í hellinn. Það olli okk- ur lika mikillar fyrirhafnar að komast með ljósmyndatækin niður um hellismunnann, sökum þess hve þröngur hann er. En hér um bil 100 metrum fyrir innan munnann víkkar gangurinn og við blasir undrafögur hvelfing. 300 metrum fyrir innan munnann er smáfoss, sem eleki er hægt að stikla yfir, nema með því aö ganga fast upp að honum. En við eigum eftir að undrast enn meira, því að brátt komum við að andyrinu á háreistri hvelfingu, sem er svo stórkostleg, að maður lækþar sjálfrátt róminn. Hvelfingin er að minsta kosti 15 metra há. — Til vinstri handar rennur áin og til hægri breiðist hell- irinn út eins og feiknastór salur, þar til hann endar á geysistórum kletti, sem snýr sléttum fleti sínum fram i salinn. Á klettinum eru daggardropar úr ánni, og þeir glóa í öllum regnbogans litum í ljósinu frá ljóskerum okkar. Út úr hell- inum liggur Iangur gangur, þar sem áin fellur í miðju, en beggja vegna eru rennisléttir stallar eins og gang- stéttir. Þessi gangur er mörg hundruð metra á lengd. Við endann á þessum gangi skift- ist hellirinn í tvo hluti Liggur ann- arsvegar gangur til vinstri, og renn- ur áin fram eftir honum. Hann heldur áfram um 800 metra, en þá tekur við botnlaust gap. Við lét- um karbid-l jós síga niður í 60 metra löngum kaðli. Ekki kendum við botns, en það sloknaði að lokum á ljósinu af vatnsúða. í ganginum til hægri er rólegra. Botninn er hulinn smágerðum sandi. Sumstaðar er sandurinn í hrúgum, og gerir það manni erfið- ara að komast áfram. Hér sjást líka drög að dropsteinamyndunum. Ivoks komum við að hárri sand- hrúgu, og urðum við þá að skilja Ijósmyndatækin eftir en skríða sjálfír yfir hrúguna, uppi undir hvelfingu gangsins. Komum við þá í aðra hvelfingu, miklu fegursta. Þar eru dropsteinar, ekki tröll- auknir, heldur smáir og í fegurstu litbrigðum. Ýmist hanga þeir í lofti hvelfingarinnar, eða þeir rísa frá gólfinu. Sumir standa í vatnspoll- um eins og kórallar og sumir liggja eins og íshroði á veggjunum. Með ónákvæmum mælingum reik'naðist okkur að hellirinn mundi vera um 3000—3500 metra langur. Við vorum klukkutíma og 20 mín- útur á leiðinni upp á yfirborðið og flýttum við okkur þó mikið. Hæð- armælir okkar sýndi, að botn hell- isins er 350 metrum fyrir neðan hellismunnann og 50 metr. fyrir ofan sjávarmál. Lappahellir. Daginn eftir gengum við í Lappa- hellinn. Hann er hið fegursta völ- undarhús, sem hægt er að hugsa sér. Aðeins 50 metrum fyrir neS- an munnann byrjar hellirinn að greiðast í ýmsar áttir. Gangam- 'r ÚRgja. sumstaðar samsíða, sum- staðar í kross og víða í greinum. Þeir eru hver yfir öðrum á ýmsa vegu. En allsstaðar er hátt undir loft. Aftur á móti er erfitt að kom- ast áfram, þvi að víða þarf að klifra, og urðum við því að neyðast til að skilja eftir ljósmyndatækin okkar, og gátum við ekki tekið með okkur annað en ljósker og hæðar- mæli. Veggirnir eru ósléttir og með ótal nybhum og hyldjúpar sprungur, og alt fjallið virðist sprungið og tætt sundur. Við vorum 180 metrum fyrir neðan hellismunnann, þegar við fór- um að hugsa um það, hvort við mundum geta ratað út aftur, því að þarna voru göngin orSin svo flók- in, að erfitt var að finna rétta leið. Við áæthrÖum, að við hefðum geng- ið um 3000 metra inn á við. Eg hirSi ekki að þreyta lesarann með því hve oft við viltumst af leið, en nóg er að geta þess, að eitt skiftið vorum við algerlega viltir og áttuð- um okkur ekki nema fyrir tilviljun eina.—Eitt sinn datt geisistórt bjarg úr loftinu, og munaði minstu að það kæmi í höfuð eins af förunautum minum. Okkur létti, þegar viS kom- um aftur út í dagsbirtuna. Hellir þessi er eitt hið mesta furðu verk, sem eg hefi séð, en endurminningin um hann er ekki skemtileg. Mér rennur enn kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar eg hugsa til æfin- týra þeirra, er við lentum í þama niðri. Grcenuhlíðarhellir. Loks ákváðum við að ganga í Grænuhlíðarhelli til að reyna, ef hægt væri að taka ljósmyndir. — Enda þótt við ættum við hina sömu erfiðleika að striða og í Larshelli, þá auðnaðist okkur samt að taka nokkrar góðar myndir. Að vísu gefa myndirnar litla hugmynd um hina stórfenglegu fegurð hellanna, vegna þess, aS aðallega eru það hin- ir fögm litir, sem setja svip á þá, en myndin gefur samt hugmynd um formið. Ferðafélag í Rövarsdaln- um hefir látið setja grindur og stiga i hellinn, og á eirium stað er líka bekkur, sem hægt er að setjast á til að hvíla sig. Þessi hellir hefir tvo munna, og er hægt að haga ferðum sínum svo, að komið sé inn um ann- an munnan, en farið út um hinn. Á þennan hátt er mjög auSvelt að rata og getur þvi gamalt fólk haft jafn- mikla ánægju af að ganga í hellinn og hinir yngri. Við sjónum vorum hlasa allir regnbogans litir í hinum einkenni- legustu samlböndum, marmarahvítt, grænt, gult, brúnt, dökkrautt, svart og blátfe. Hið krystaltæra vatn neðanjarðarfljótsins myndar hring- iður og fossa ogý Ijósinu frá ljós- kerum okkar myndast regnbogar, sem bera við mannarahvítan kalk- steininn.--------- —Mbl. Litaskifti Allir hafa heyrt sögur um, að menn yrðu stundum gráhærðir á einni nóttu, e:f þeir yrðu ákaflega hræddir, eða mættu einhverjum slikum hörmungum. En þetta kem- ur ekki aðeins fyrir menn, held- ur skepnurnar líka, ef sönn er smáfrétt frá London, sem blöðin fluttu fyrir skömmu. Fiskiskip lenti í miklum sjávarháska í Norðursjónum nú í vetur, en komst þá af við illan leik. Þegar veðrinu slotaði, tók skipstjórinn eftir því, að svartur köttur, sem þeir höfðu innan borðs, var orðinn nærri hvítur. Kendu þeir þvt um, að hann hefði orðið svona afar- hræddur í ófviðrinu. HELZTU HEIMSFRÉTTIR Skall hurð nœrri hælum Dagblöðin hafa undanfarna daga flutt þær fréttir, að miklar líkur væru til, að stjórnin á Bret- landi mundi falla við aðra um- ræðu kolanáma frumvarps stjórn- arinnar. Köfu fhaldsmenn kom- ið fram með viðauka-tillögu þeSs efnis, að ef hún hefði náð sam- þykki þingsins, þá væri stjórnin þar með fallin. Hafði Llyod George lýst yfir því, að hann, og frjálslyndi flokkurinn yfirleitt, væri frumvarpi stjórnarinnar al- gerlega mótfallinn og fann hann því margt til foráttu. Eins og kunnugt er, getur stjórnin ekki haldið völdum, nema með stuðn- ingi frjálslynda flokksins. Þeg- ar til atkvæa gom, fóru leikar þannig, að frumvarp stjórnarinn- ar var samþykt við aðra umræðu með 281 atkv. gegn 273, eða að- eins átta atkvæða mismun. Með stjórninni greiddu atkv. 275 þing- menn, fjórir af hinum óháðu þing- mönnum og tveir frjálslyndir. En á móti henni 228 íhaldsmenn, 41 frjálslyndir og fjórir óháðir. Allmargir þingmenn voru fjar- verandi og var mikill meiri hluti þeirra tilheýrandi íhaldsflokkn- um. Þ^tta umrædda frumvarp á enn langa leið fyrir höndum til að verða að lögum, og þykir mjög óvíst, að það varði það nokkurn tíma. Talið er líklegt, að í raun og veru hafi mótstöðuflokkar stjórnarinnar ekkert kapp lagt á að fella hana að þessu sinni, en að eins vilja sýna henni í tvo heimana. Takmörkun herflotanua Eins og kunnugt er, hafa fimm störþjóðir úr þrem heimsálfum, komið sér saman um, að halda þing eitt mikið í London í vetur, þar sem mæta fulltrúar frá öllum þessum fimm þjóðum, og er til- gangurinn sá, að þessar þjóðir reyni að koma sér saman um takförkun heriflotanna og koma þar á samræmi hvað snertir stærð og fjölda herskipa þessara þjóða, en aðallega er það mergurinn málsins, að koma í veg fyrir að hver þjóðin keppist við aðra um að hafa sem öflugastan og mest- an herflota. Þetta þing verður, eins og fyr segir, haldið í Lon- don, og hefst 12. janúar. George V. setur þingi og flytur þing- setningarræðu. * Er þetta í fyrsta sinni, sem hann kemur þannig opinberlega fram, síðan hann veiktist í fyrra haust. Kuldi Hér í Vesturlandinu hefir tíðin verið köld og snjókoma mikil, síðan snemma í nóvember, harð- inda tíð að heita má. í vikunni sem leið, var afar-kalt, 38 stiga frost (bejlow) á búnaðafskjólan- um, skamt sunnan við Winnipeg, ogt40 í Moose Jaw, Sask. Er þetta óvanalega mikið frost, svona snemma að vetrinum. Nýtt pósthús í Calgary Fyrir fáum dögum hefir veýið tekið út byggingarleyfi fyrir nýju pósthúsi í Calgary, Alta., sem á að kosta $1,297,000. Alls nema bygg- ingaleyfin þar í borginni á þessu ári, $11,227,636, og er það hér um bil fimm miljónum nteifa, heldur en á öllu árinu 1928. Má af þessu sjá, að afar mikið hefir verið bygt í Calgary á þessu ári. Hálf sextugur Hinn 17. þ. m. var W. L. Mac- kenzie King, forsætisráðherra Canada, 55 ára gamall. Fæddur í Kitchener, Ontario (sem áður hét Berlin) 17. desember 1874. Nú, eias og jafnan, barst honum mik- ill fjöldi samfagnaðarskeyta, á afmælisdegi hans. Þingið verður líklega sett 16. Jan. Það er búist við, að fylkisþing- ið í Manitoba verði kallað saman fimtudaginn hinn 16. janúar næstkomandi. Þó mun það ekki fyllilega ákveðið enn og getur skeð, að þingið mæti ekki fyr en svo sem viku seinna. óvanalega mikið verkefni liggur fyrir þing- inu, sérstaklega vegna þess, að fylkið er nú að taka við yfirráð- um yfir náttúruauðæfum sínum frá sambandsstjórninni. Auk þess mun stjórnin hafa mörg ný uaga- frumvörp að flytja. Þá er og bú- ist við, að þingið þurfi langan tíma til að athuga skattamálin. Stjórnin hefir þegar lýst yfir því, að hún hafi ákveðið, að lækka ýmsa skatta, en hún hefir ekkert um það sagt, hvernig hún ætlar að ná upp hallanum, sem af þeirri skattalækkun flýtur, en þess er getið til, að hann komi niður á bjórnum og bensíninu. Atvinna eða atvinnuleysi Það heyrist allmikið talað um atvinnuleysi í Canada um þessar mundir, sérstaklega í Vestur- Canada. Er ekkert undarlegt að svo sé, því uppskera var lítil og auðunnin og gaf því verkamönn- um litla atvinnu. Einnig hefir C. P. R. félagið sagt fleiri mönn- um upp vetrarvinnu, heldur en vanalega. Hefir æði mikið verið um þetta atvinnuleysi talað nri að undanförnu og farið hefir verið fram á það við sambandsstjórn- ina, að hún héldi nokkurs konar þing með helztu verkveitendum í þeim tilgangi, að reyna að ráða bót á atvinnuleysinu. Hlutaðeig- andi ráðherra, Hon. Peter Heen- an, segir hins vegar, að almenn atvinna í Canaída sé nú allmikið meiri, heldur en hún hafi nokkurn tíma verið á þessum tíma árs síð- an 1920. Sýnist því ekki ástæða til að ætla, að atvinnuskortur sé mjög tilfinnanlegur í landinu yfirleitt, þó hann sé sjálfsagt æði tilfinnanlegur í ýmsum bæj- um og þar á meðal í Winnipeg. Tvíheilagt Borgarstjórinn í Regina, James McAra, hefir, samkvæmt heimild frá borgarráðinu, látið það boð út ganga, að í Regina skuli annar í jólum (26. des.)) vera helgidag- ur eða frídagur. Að vísu hefir borgarstjórinn ekki vald til að skipa neinum að halda þennan dag helgan frekar en þeir sjálfir vilja, en hann skorar á þá að gera það, og borgarbijar flestir telja sér vanalega skylt að hlýða slíkum áskorunum frá borgar- stjóra, hvar sem er. Það gera borgararnir í Regina sjálfsagt líka. Góður fjárhagur Mellon fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, lýsir yfir því, að al- ríkistekjurnar, á fjárhagsárinu 1929, hafi orðið $4,033,000,000, en útgjöldin $3,848 000,000, og sé því tekju afgangurinn $186,000,000. Næsta ár gerir hann ráð fyrir, að tekjuafgangurinn verði um 226 miljónir dala. Lord Byng veikur Lord ÍByng, fyrverandi land- stjóri í Canada, hefir verið veik- ur að undanförnu, og er enn. Hefir honum verið ráðlagt, að flytja í hlýrra loftslag um tíma og ætlaði hann til Suður Afriku, en hefir enn ekki verið fær um að leggja af stað í þá ferð sökum lasleika. Námaslys í síðastliðinni viku varð gas- sprenging mikil í kolanámu einni í Oklahoma ríkinu, og fórust þar sextíu menn, sem voru að vinnu í námunni. Illviðri og manntjón Stormar miklir, með afar mik- illi snjókomu 0g kulda, hafa að undanförnu gengið yfir miðhluta BandaríRjanna norðanverðan. Hafa þessi illviðri orðið 36 manneskj- um að bana, sem kunnugt er, þar af seytján í Chicágo. Byljirnir hafa víða gert flugferðir ómógu- legar og snjórinn bílerðir. Er sagt að snjókoman hafi verið al- veg óvanalega mikil, margir bæ- ir verið einangraðir um tíma og jafnvel járnbrautalestir komust ekki ferða sinna um tíma. Vel sótt kirkja Hinn 20. þ. m. voru liðin 50 ár síðan Pius páfi flutti sína fyrstu messu. Mintist hann þessa hálfrar aldar afmælis með því að flytja messu í St. Péturs kirkjunni miklu í Róm. Er sagt að við þá messu h*fi verið viðstaddar 70,000 manna. Er nú orðin sú breyting á högum páfans, að hann er ekki lengur inniluktur í hinum mikla páfagarði afar miklum fagnaðarlátum bæði á leið hans til kirkjunnar og heirn aftur. , og á liann það að þakka þeim rétt- arbótum, sem Mussolini hefir veitt honurn. Var páfanum tekið með Hœrri skattar Það lítur út fyrir að stjórnin á l Bretlandi verði að auka skattana að miklum mun, aðallega til ! fram- færslu hinum mikl sæg atvinnu- lausra manna þar í landi. Fjárhags- áætlun upp til 21. þ. m. gerir ráð fyrir $45,000,000 auka-útgjöldum, sem aðallega er ætlað til að hjálpa þeim, sem atvinnulausir eru. Það lítur ekki út fyrir að þeirri stjórn, sem nú er við völdin ætli að hepn- ast að bæta úr atvinnuleysis bölinu, frekar en þeirri, sem áður var, enda mun þar ekki vera hægðarleikur við að gera. Sundskáli Svarfdæla Um mörg ár hefir Ungmennafé- lag Svarfdœla halcSð uppi sund- kenslu af miklu kappi og áhuga, pg voru þó skilyrði hvergi nærri góð, ekki um aðrar sundlaugar að ræða en kalda polla. Því var það, að árið 1925 fór félagið að hugsa um^ að koma upp hlýrri sundlaug og nota til þess þá einu hitauppsprettu, sem finst í Svarfaðardal. Er það laug uppi i fjalli. -Fyrst i stað var ekki hugsað hærra en það, að búa til þró, er vatnið væri leitt i. En nú þegar, er þessari hugmynd var hreyft, bættist félaginu liðstyrkur Varð Ungmennafélagið “Þorsteinn Svörfuður” fyrst til þess að bjóða fram aðstoð sína, og eins lofuðu sveitar og sýslufélög fjárhagsleg- um stuðningi. Var þá horfið frá þvi að byggja sundþró, en ráðist í að reisa sundhöll. Var byrjað á því verki vorið 1928, og var sundhöllin, eða “Sundskóli Svarfdælinga,” opn- aður til almennra afnota á sumar- daginn fyrsta 1929. Skálinn er allur úr járnbentri steinsteypu. Hann er 15.2 metrar á lengd, 8,8 metrar á breidd og vegghæð 2.4 metrar. Sundþróin er 13 metrar á lengd og 6.7 metrar á breidd. Þvert um skálann við norðuríjtafn eru svalir, og til hliðar við vesturvegg, eru klefar og salerni. í einum klefanum eru steypiböð, bæði heit og kóld. Eins og áður er sagt, et heita vatnið tekið í laug uppi í f jallshlíð. Er það leitt í gufuþrýstipípum nið- ur að skálanum, 550 metra veg, og er leiðslan höfð ofanjarðar og hlað- ið utan að henni til þess að forðast kælingu. Uppi í lauginni er vatnið 29 stiga heitt (á Celsius), en þeg- ar það kemur niður að lauginni er það 28 stiga heitt. í þrónni er hit- inn altaf um 22—23 stig. Sund- skáli þessi hefir kostað um 21 þús- und krónur. Er það nú í ráði að sund verði gert að skyldunámsgrein þegar á næsta ári við barnaskóla Svarfdælinga. Sundíþróttin hefir verið Svarf- dælingum áhugamál. Meðan kent var í köldum sundlaugum voru sundnemendur 20 — 40 á hverju vori, en þegar sundskálinn var kom- inn upp, brá svo við, að nemendur urðu þegar á fyrsta ári 130 talsins. \ Eiríkur gamli Vindur stóð af víðu hafi. Við mér brosti særinn fagur. íBlámans dökkva fól í fangi furðubjartur júnídagur. Aldan lék um ægisanda upplitsdjörf og bernskuglettin. lyfti og bylti bleiku þangi, brotagjörn og löðurslettin. Sé ég hvar í hvítum sandi hvolfdi gamall sexæringur, stóð þar upp við öðru megin aldurhniginn Vestfirðingur. Undan höllum húfugarmi hnyklar sáust yglibrúna. Nið’rum munn og upp á enni ófust flækjur lífsins rúna. Gekk ég að og kvaddi karlinn * kunnuglega — að staðarsiðum, tók í hendi hnúabera, hnýtta mjög og krepta í liðum. Alt ég sá á augabragði, úlpu grófa,—á hnjánum bætur,— sígnar axlir,—sveigðar herðar,— sokkaræksni—skakka fætur. —Hver á skipi? skýrt ég spurði, —skælt og lekt af sól og vindi? Víst er það, að ef ég ætti, í eldinn strax það höggva myndi, yrði þó að notum nokkrum, notum meiri en þessi siður, að láta feyskna og fúna báta flagna í smátt og rotna niður. Svar hann óðar að mér rétti. —Engin brigð á svipnum kendi,— —Bátinn á ég, áður fyrrum oft ég vað í sjóinn rendi. Munum báðir tíma tvenna, tíma nú og fyr á fyr á dögum. Skipin með sér höfðu í hauga höfðingjar í fornum sögum! —Alveg rétt, þeir höfðu í hauga hesta, skip og dýra málma. Karlinn svarar.—Á þeim öldum eldur gnast af höggum skálma. Þá varð enginn elli-dauður, allir hraustir féllu í stríði. Eg hef grun, að enn með óðni öl og róstur gleðji lýði. Eg hef grun, að enn sem áður ellidauðinn þyngstur verði, — betra að falla fullur orku fyrir 'Mfsinsí skapasverði. Betur hæfir hrannasyni hafsins fang en sængurdýna. Samt mun fár á sama máli. Situr hver með skoðun sína. Rétt á eftir kvaddi’ ég karlinn, kleif um fjöll í næstu sveitir, gleymdi alveg atburð’ þessu, unz að þausti, rétt um leitir, kom þá gestur göngulúinn, gisti sömu húsakynni. Hann að morgni sagði sögu, sem mér fyrnist vart í minni. —Eitt sinn var í sumar, sagð’ ’ann, —svartaþoka, en logn á sæínn. Eiríkur frá Yzta-Vogi ýtti á flot um miðjan daginn. Gamall maður gömlu skipi gutla kvaðst þar út með landi. . . . . . Viku seinna báti brotnum brimið velti að Illasandi. — Böðvar frá Hnífsdal.—Eimreiðin. WINNIPEG ELECTRIC CO. Margir hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að því auðugri sem menn eru, því kærulausari eru þeir um það, hvernig þeir eru til fara. Auðmaðurinn getur sem allra bezt verið illa til fara, án þess nokkur taki til þess. Fólk hugsar sem svo: “Hann þarf ekki að sýnast, hann er.” Hinum, sem fátækari eru, finst þeir þar á móti ekki geta. komist hjá því, að berast heilmikið á, bæði í klæða- burði og öðru. Mörgum finst það jafnvel virðingu sinni og áliti ó- samboðið, að ferðast með stræt- isvögnunum vegna þess, að þar sé svo margt af allskonar fólki, sem þeir vilja ekki vera með. Þeir vilja heldur ferðast í sínum bíl, láni. Hinn ferðast með stræt- isvögnunum, þegar honum er það hentugt, og kærir sig ekk- er það hentugt, og kærir sig ekk- ert hverjir þar eru fyrir eða hvað aðrir segja um það. Þeir eyða ekki fé sínu að óþörfu, eða bara til að fullnægja hégómaskapnum. Gleðileg Jól, 1929 (Brot.)i Þúsundföld þakkargjörð hljómi, þíðustum barna með róml. Blessi ykkur sólkerfa-sjólinn, er sendi’ ykkur barnið um jólin. Guðs náðargeislum skrýdd sólin, gefi ykkur hlutdeild um jólin í öllu, er lífið skal læra og lifandi kærleik má færa. Jafnt bláeygu fuglarnir blíðu og barnslegu raddirnar þýðu. Ó, leyfðu’ öllum, sólkerfa sjólinn, sjálfs þín að njóta um jólin. Er ljósanna lýsa’ ykkur ljósin, svo lífsvona frjósi’ eklci rósin; hver einasta marinshönd hér megi, merki þitt bera’ á þeim degi. Eg tilbið þig, kærleikans kraftur, að koma til syndarans aftur, er mist hafði merkið sitt góða — meðbræðrum lið sitt að bjóða. F. H. Revkjalín. Hinn heilagi “draum- kaktus,J Frá þeim, sem ekkert á, mun tekið, verða það, sem hann ekki Það er eins og þetta hafi ræzt á Indíánunum í Wyoming. Indí- ánar þessir eru afkomendur af stórum þjóðflokki, sem nefndist Amerinda. í fornöld voru Indí- ánar þessir stórir og sterkir, hraustleikamenn á allan hátt, metnaðargjarnir og hugrakkir. En þegar Norðurálfumenn komu til Ameríku, flæmdu þeir Indíána frá löndum sínum, drápu þá eins og hráviði og komu þeim á flæk- ing. Nokkrir eirra settust að í Wyoming, allslausir. Það var að- eins eitt, sem hvítu mennirnir höfðu ekki getað tekið frá þeim, og iþað var hin einkennilega peyote-jurt. — kaktus, er upp- runa sinn á í Mexico. Indíánar tyggja jurt þessa, og hún hefir þau áhrif á þá, að þeir gleyma öllum raunum sínum og þá dreym- ir fagra vökudrauma, líkt og menn sem neyta ópíums. í draumum sínum mintust þeir fornar frægð- ar og þess vegna hafa þeir geymt og varðveitt sögu sína, með sama áhuga og ýmsir þjóðflokkar varð- veita trúarbrögð sín. En það var örðugt að ná í kak- tusinn. Hann vex aðeins upp til háfjalla, þar sem varla er fært yfir öðrum en fuglinum fljúg- l andi. Og einmitt vegna þess, hve örðugt er að ná í kaktusinn, og hverja eiginleika hann hefir, hafa Indíánar talið hann heilag^ jurt og af guðdómlegum uppruna. Það eru því aðeins útvaldir menn, sem fá leyfi til að sækja kaktusinn upp til fjalla, og áður en þeir geri það, fer fram helgiathöfn og eru þeir'vígðir hátíðlega til farar- innar. En nú hafa hinir vísu löggjaf- ar í Wyoming bannað Indíánum að eta þessa jurt. Þeir segja, að hún sé áfeng, og það sé því bannlagabrot að éta hana. Hvíti þjóðflokkurinn, sem rænt hafði Indíá’ana öllu, sem þeir áttu, fé og frelsi, geta nú ekki unnað þeim hinna fögru drauma. — í fjölda- mörg ár hafa Indíánar lifað kyr- látu og friðsömu lífi og ekkert skift sér af því, hver lög voru sett í landinu. En nú risu þeir upp og mótmæltu. Og ýmsir merkir menn tóku málstað þeirra, þar á með- al einn merkur prestur. Þeir halda því fram, að ekki sé hægt að benda á neitt dæmi þess, að notkun kaktussins hafi orðið til tjóns, en að hún sefi hug og sé til huggunar fyrir þessa þjóð, sem er að deyja út. Enn fremur benda þeir á, að notkun hennar standi í sambandi við guðsdýrkun þeirra og trúarbrögð. — Lesb.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.