Lögberg - 26.12.1929, Side 2

Lögberg - 26.12.1929, Side 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1929. Jóns Bjarnasonar skólinn ‘‘Þér finst alt bezt sem fjarst er, þér finst alt verst sem næst er.” Það var Steingrímur Thorsteins- son, sem þannig kvað. Sjálfsagt hefir hann gert það af því, að hann hefir fundið þennan veikleika í sinni samtíð. Fundið hann svo berlega að hann varð honum að yrkisefni. Það, að horfa á drauma- ' löndin þar til maður gleymir þvi ná- læga, finst alstaðar, þar sem menn eru, af því það á heima í mannlegu eðli. Einar Benediktsson hefir komið auga á það sama, þó framsetning sé á annan veg, þar sem hann segir: “Að eiga sig sjálfur er auðlegðin manns, að óska og vona er sælan hans, og miðið — til marksins að keppa.” Þegar vonin er uppfylt, kemur önnur tilfinning til sögunnar, á meðan á hnossinu er haldið. Glat- ist það, kemur ])ráin aftur. Þar við á, og sannar merginn i öllu þessu máli, íslenzki málshátturinn: “Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir.” Fleiri hafa fundiS það sama. Fundið að þó að draumalöndin séu góð Guðs gjöf, í sjálfu sér, er um þau gengið á næsta syndsamlegan hátt, þegar öllu er offrað fyrir þau, en skyldurnar vanræktar. Sú dulda freisting liggur í því að hylla það, sem er í fjarlægð, að vér komumst hjá erfiði framkvæmd- anna. ísköld skyldan er þar í fjar- lægð frá oss, fjöllin eru þar í blá- móðu og rósirnar hafa enga þyrna. Vér þilrfum að leggja svo mikið minna að oss fyrir það, sem í fjar- lægð er og skyldan tengir oss ekki við, heldur en það sem nauðsynin krefur af oss dagsdaglega. Hversdagslífið reynir mest á manngildið. Hvernig vér þjónum þeim mönnum og þeim skyldum, sem dag eftir dag, ár út ög ár inn og ár eftir ár reyna á taugakerfi vort, á alla vora veru. Höritin þolir meira slit en baðm- ullin jafnvel þó þræðirnir séu smærri, af því uppruna eðli hans er haldbetra. Nákvæmlega á sömu leið reyn- ist mannslundin. Drenglyndur mað- urur þolir meir, getur gefið meir, umborið mikið meir, en sá ódreng- lyndi, orkað miklu meir af því eðli hans er hreinna og því sterkara. Og hversdagslífið er mælikvarðinn, sem næst gengur. í samstarfi við þá, sem vér eig- um alt af að skifta við, byggjum vér upp heimili, sveitafélag, þjóð- félag og þá þær stofnanir sem þess- ar heildir mynda. Uppvaxandi kynslóðin á alla sina ábyrgð og velferð undir þeirri eldri. Það er ein af þyngstu skyldunum, sem liggur á herðum vorum í dag. Sú eldri hefir máttinn, vitið, lífsreynsluna, alt í mikið þroskaðri stíl, en sú yngri, því er það stærsta og fyrsta skylda hennar, að miðla þeirri yngri af því, afhenda lifsarf- inn í eins fullri mynt og hún á kost á. Það blöskraði öllum að heyra um það úr siðasta veraldarstríði, að þegar hermennirnir komu á vígvöll- inn, höfðu þeir ónýt vopn. Það var grátlegt. Það er vart til sú siðuð mannssál, sem hugsar um meðbræður sína standa augliti til auglitis við háska og hafa ekk- ert sér til bjargar, og finnur ekki til. Engu síður er það átakanlegt að hugsa um vopnlausan mann í lífs- stríðinu. Að fyrra atriðið tekur méira á taugar þeirra, er um hugsa kemur af því, að bardaga kröfurn- ar með öllum sínum ógurleik eru öllum ljósar, en í lífinu eru þær erfiðustu oftast duldar. En lífið innilykur allar hugsanlegar og ó- hugsanlegar kröfur og — bardaga- vellina líka. Og hvar sem menn miða við, stendur það óhaggað, sem Jón Vídalín segir, að í mótgangi vina sinna, skyldi maður gráta, en barnanna ólukka sé stærri en svo að hún taki tárum. Hefi eg ekki at- hugað enn, hvort það er i þeim lestrum, sem oss er nú sagt að hann hafi tekið að öllu .eða nokkru úr Harmóníu, eða eigi, en eg veit, að hvort sem hann hefir tekið það frá öðrum eða fyrst hugsað það sjálf- ur, þá er það ódauðlegt orð og líka að það er partur af hans eigin sál. Sannleikur þess ætti að bergmála í hverri þeirri sál, sem er undir kristnu flaggi. Vor á meðal er nú mikið hugsað og talað um skemtiferð næsta vor, ferð heim til ættjarðarinnar, á stór- hátíð þjóðarinnar. Það er mikil ástæða til þess að hlakka til slikrar ferðar. Það er ekki óskemtilegt viðfangs- efni, þeim, sem vel eru á sig komn- ir og eiga nóg í bauknum, að fara nú að sinna því, svona upp úr ný- árirru, að fá sér ný föt, töskur og j pjönkur til ferðarinnar. Bæði þeim | sem eru uppaldir á ættjörðinni og hlakka nú til að stíga á fornhelgar slóðir og líka þeim, sem kanna ætt- Iands stiguna i fyrsta sinn, er ferð- in óþrjótandi uppspretta til ánægju og fróðleiks. En svo dýrðlegt sem það er, að verða þess arna aðnjótandi, þá verð- ur manngildi vort ekki mælt á það í framtíðinni. Fræðandi og skemtandi ferðalög er nokkuð sem vér verðum aðnjót- andi, það getur aukið manngildið að þekkingu og máske fleiru góðu, en vér erum mæld eftir útlátunum, al- veg eins og moldin er. metin eftir ávöxtunum, sem hún gefur af sér. Þegar vér höfum öll gengið til hvíldar, sem nú erurn uppi, og spurt verður um hvað tið vor og þjóðar- brot hafi af hendi látið, hverju hún hafi orkað í þarfir heimahaganna, þá verður ekki litið á það, hve oft vér höfum farið skemtiferð til heimalandsins né annað, heldur hvað vér höfum lagt á altari tím- ans og þjóðarnnar, sem hér var að byggjast upp og vér höfðum unnið eiðana að, að verða partur af. Fjöldi fólks mun benda mér á að íslendingar hafi reynst hér góðir og gildir borgarar, unnið dagsverk sín dyggilega, sem einstaklingar og heild, í miklum meiri hluta. Það er satt. Ekki er eg mér þess meðvitund að hafa reynt, né sé eg hér að hnekkja því.' En það er ómögulegt að lifa ein- göngu í horfinni dýrð.. Hver dag- ur kemur með nýjar kröfur, nýjar skyldur til allra manna og stundin sem er að líða, er eina stundin, sem vér eigum til að svara þeim og sinna. sinna. Vestur-íslendingar eiga almenna þjóðþrifastofnun, það er Jóns Bjarnasonar skólinn. Stofnun, sem er að leggja hönd á plóginn með að menta æskulýðinn, borgarana, sem eiga að verða í sínu landi á morg- unn. Skólinn er að þroska manns- sálir, hvetja og fullkomna æskulýð- num vopn í hendur til taks þegar kemur út á vigvöllinn mikla—lífið sjálft. Göfug, atgervisrik vopn,— manndóminn í nemendanna eðli. Það getur ekki verið nema fallegt og íslendingum til sóma að styrkja slíka stofnun. Þegar fram líða timar, verður það býsna stór spönn á manngildi vort sem þjóðarbrots, hvort skólinn lifir eða deyr. Margir hafa gert vel til skólans, unnað honum fyrir það að þar er kend kristin trú og íslenzk tunga, auk annars nauðsynlegs; unnað honum í kyrþey og hlynt að hon- um með þeirri trúmensku, sem ein- kennir göfugar sálir, fundið að þó að þeir eða þeirra gætu ekki notið hans, þá hvíldi svo stór partur af íslenzkum sóma á honum, að það fólk mátti eigi til þess hugsa að hann félli. Stofnunin er fyrst og fremst bygð á hugsjónunum, sem hún reynir að miðla mönnum af. En það var einn stórgöfugur maður, sem sérstaklega kveikti húseldinn þar. Það var séra Jón Bjarnason. Allir sannir menn nefna séra Jón Bjarnason með virðingu. Vinum hans, mönnunum, sem hann starf- aði með í blíðu og stríðu, ber öllum saman um það, sem herra Jóhann Briem ritar um hann í “Minningar- rit um séra Jón Bjarnason, dr. Theol.” Þessi sérstöku ummæli eru svona : “Eg þekti séra Jón Bjarna- son frá þvi að hann fyrst kom til safnaðarins i Nýja íslandi árið t877 og til þess tima að hann lézt árið 1914. Æfhlega, hvort heldur það var heima hjá mér eða heima hjá honum, var hinu sama að mæta hjá séra Jóni: f jörinu glaðsinninu, einlægninni, velvildinni, alvörunni og göfuglyndinu.” fBls. 137J. Það er góð lýsing þetta, gefin eins og hún er af viðurkendum heið- ursmanni. Allir, sem rita í minn- ingarritið, minnast dr. J. B. á sama hátt. Eg ætla að leyfa mér að taka upp úr téðu riti tvö atriði en eftir herra Jóhann Briem. Það er vel við eigandi fyrir oss Vestur-íslen<þ- inga að ryfja þau upp nú. “Enginn vafi er á því fyrir mér, að séra Jón Bjarnason er mesti ís- lendingurinn, sem tekið hefir sér bólfestu vestan hafs. Ekki einasta mesti íslendingurinn, heldur sann- asti íslendingurinn. Eginn hefir borið jafn ákveðið fyrir brjósti sanna velferð landa sinna. Fullan helming æfinnar barðist hann fyrir íslenzka skólamálinu hér vestra, kristindóminum og íslenzkunni til eflingar. Auðnaðist honum að sjá þetta sitt langþráða áhugamál kom- ast í framkvæmd. Eftir fráfall séra Jóns var, sem kunnugt er, skólanum gefið nafn hans, en það mun ekki jafn kunn- ugt, að nafnsins vegna gafst skól- anum svo tugum þúsunda dollara skiftir, vitanlega með hliðsjón af þvi, hvað sú stofnun var mikið á- hugamál séra Jóns. “Ef séra Jón Bjarnason verður ekki það sama hjá islenzku þjóð- inni sem þeir séra Hallgrímur Pét- ursson og Jón biskup Vídalín nú eru, þá verður hugsunarhátturinn gjörspiltur, þakklætis tilfinningin rýr og kristindómurinn fer þverr- andi. Það hefir jafnan verið einn göfugasti þátturinn i íslenzku þjóð- erni, að virða sín fremstu mikilmenni og hakla minning þerra á lofti, hvort sem þau hafa skarað fram úr á and- lega eða veraldlega vísu. Mér dett- ur ekki í hug að kveða á um það hver þessara þriggja trúahetja Hall- grímur Pétursson, Jón Vídalín eða Jón Bjarnason sé mestur eða hver minstur, en grun hefi eg á þvi að hinn síðastnefndi, hafi lagt mest á sig, andlega og líkamlega til út- breiðslu og stuðnings kristindóm- inum hjá þjóð sinni.” fBls. 138- 139^ Það er sannarlega vel þess virði að athuga ummæli hr. J. Briem og mun margir hugsandi menn verða tl að samþykkja þau. Mennirnir þrir, sem hann bend- ir oss á lifðu undir mismunandi kringumstæðum, og þykist eg þess fullviss að ef tveir þeir fyrst nefndu hefðu verið í sporum séra Jóns, þá hefðu þeir líka gert það sama, en það dregur ekki að neinu leyti úr hans mikla og dyggilega fram- kvæmda dagsverki, sem ófyrirgef- anlegt væri að landar hans gleymdu svo snemma. Hr. Jóhann Briem endar mál sitt með þessari setningu: “Eg mun jafnan minnast sé’ra Jóns Bjarna- sonar, sem þess mesta og bezta manns, sem eg hefi kynst. (‘Bls. J39J- í niðurlagi síns skýra og skemti- lega máls, um hann segir W. H. Paulson: "Séra Jón Bjarnason hefir mér þótt í ýmsum þýðingar- miklum greinum, bera af öllum þeim mönnum öðrum, er eg hefi kynst um dagana.” ýlBs. 76). Hann kendi Guðs orð af einlægni, og góðum gáfum og studdi dygðir allar. Hann var áhugamaður svo mikill að hann flaug yfir svell og klungur föðurlandsins sinu máli til útbreiðslu. Um það ritar prýðilega enn annar mætur maður í áminst rit: Sigur- björn Sigurjónsson, sjáanlega hand- genginn honum um langt skeið. Af öllu því, er vel hefir verið sagt um séra Jón Bjarnason, er vart hægt að hugsa sér betri Lýsingu á æfistarfi nokkurs manns i jafn fá- um orðum, en séra B. B. Jónsson gerir í sinni grein. Hún er þetta: "Hvert verk var trúarfórn.” ("Bls. 78). Öll lýsingin þar af séra Jóni, er svo fögur að eigi minnist eg að hafa betra séð neinstaðar, og hjarta þess er málsgreinn öll, sem ofan- téð setnng er tekin úr. Sannleikurinn er sá, að allar rit- gerðirnar i áminstu riti, eru prýði- legar, skemtilegar og fróðlegar, langt yfir meðallag. Eg gekk í kirkju til séra Jóns af og til í nokkur ár, án þess að vera í neinu félagssambandi við hann eða söfnuð hans, öðru en því, að eg fann mig þar andlega talað heima. Eg var ánægð með hann sem kennimann, féll aldrei úr samræmi við hann, i þau skifti sem eg heyrði hann. En hitt er mér ljóst að bezt hefi eg notið hans sem rithöfundar. Eitt atriði man eg úr messu hjá honum. Hann dæmdi um bók, sem honum féll illa. Hann talaði um hana svolitla stund, svo setti hann hana með rothöggi ('andlega talað) út í horn. Þar lá hún með dollars markið eitt að grafskrift. Það hitt- ist hvorki betur eða ver á en það, að eg var að lesa bókina og fanst mér, sem sumt af því, er í henni var sagt, væri í samræmi við það, sem eg hefði séð og heyrt. Ekki gerði eg staðhæfingu prestsins samt, en eitt var mér þá óskiljanlegt, það var hvers vegna hann setti dollars mark- ið yfir hana — sagði að “svona skrifa menn, þegar þeir fara að skrifa fyrir dollarinn.” Bg þráði mikið að fá úrlausn á þessari mér þá óskiljanlegu stað- hæfingu. Sársaukinn yfir hinum einstöku atriðum sögunnar sat kyr í huga mínum og sannfæringin fyr- ir því að hann væri til, en eg trúði því líka fastlega, að einhver mikill sannleikur lægi falinn á bak við það er svo merkur maður staðhæfði svo hispurslaust og þaö á þessum stað. Mér skildist líka að það væri frem- ur endir bókarinnar ,en einstök at- riði í henni, sem kæmu honum til þess að kveða upp dóminn. Á móti því fann eg ekkert, heldur þvert á móti óskaði eg með prestinum eftir meiri birtu yfir endalokunum. Eftir fjórtán ár datt skelin utan af þessum kjarna. Mér auðnaðist loks að skilja við hvað séra Jón haföi átt, og eg fann þar heilan heim. Guðspjalllamál, það rnikila verk sannfærir mig enn betur um það, að séra Jón var rithöfundur, í mín- um huga annar sá snjallasti á meðal minnar þjóðar. Hann var ákaf- lega vel kristinn maður, samt er bókin ekki þruma um synd og náð, heldur skynsamleg útlistun á lífinu viðskiftum Guðs og manns og um- fram alt: tilhögun guðs á því. Hann finnur fjarska mikið til meö mönnunum, sumstaðar nærri of mikið fyrir kennimann, samt er hann ekki likt því eins heitur og Vidalín. Hann stansar víðast hvar til þess að skoða með náttúrlegum augum Guðs dýrð, lífið í gerbreyti- legum myndum og útskýra það alt sem bezt fyrir áheyranda. Maður gleymir því þá á meðan, að maður er syndari, og eltir prestinn til þess að skoða líka. Þeir, sem vilja lesa sér bæði til yndis og sáluhjálpar, ættu að lesa lesturinn á föstudaginn langa i Guðsp j allamálum. í Ben Húr lýsir dýrðlega af kær- leika séra Jóns á móðurmáli hans. Islenzk tunga á þar engilandlit svo fagurlega ljómar þar fegurð og hreinleiki hennar. Áður en eg skilst við þessa hliö máls míns, ætla eg að minnast á atvik, sem sannfærði mig um það, að séra Jóhann Bjarnason hefir verið kærleiksríkur maður í eðli sínu, kom það fyrir áður en eg tók aö lesa rit hans. Eg spurði hæfileikamann að því í prívat samtali, hvort hann héldi ekki að séra Jón hefði verið kald- lyndur. Eg gleymi aldrei hvernig honum varð við. Hann hrökk við eins og hjn.rta hans hefði verið snert, leit fast á mig. Hver taug í andliti hans var spent og um leið og hann byrjaöi að tala vöknaði honum um augu. “Nei! nei! Eg segi þér satt, hann var elskulegur maður,” sagði hann í málrómi, sem samsvaraði útliti. Sem gefur að skilja, getur enginn reiknað út hve mikið bctur séra Jón naut sín, fyrir konuna sem hann átti. Konu, sem af mörgum var hörmulega misskilin, en sem í raun- inni hefir verið kvenval. Um það hafa mér verið sagðar sögur af kunnugum, hvernig hún tindi saman fátæk böm, kendi þeim vers, söng og alt sem fagurt er. Um margt fleira af starfi frú Láru því göfuga og mikla hefi eg heyrt og séð. En mér þótti sér- lega vænt um að heyra söguna um það, að hún tók með sönnum móð- urhöndum á þeim, sem vora yfir- gefnar í vanvirðu og að hjá henni, þrátt fyrir vandlætandi eðli hennar- ar á sliku, var hægt að finna hjarta Guðs slá í gegnum móðurhjartað. Það er vel gefin kona undir flaggi sambandsmanna, sem hefir sagt mér frá því, með öllum gild- um rökum. Er að undrá þó slíkar sálir, slíkir menn, er þau litu yfir landið ó- kunna og hálfunna, og sáu að hver einasta þjóð, sem að kvað, og hafði flutt hér inn í Norðuí-Ameríku hafði reist mentastofnun, haföi á grundvölluðu bjargi lagt tígulstein í bygginguna. Er að undra þó að hjá þeim vaknaði ómótstæðileg löngun, til þess að þjóðin þeirra gerði það sama? Sýndi sig að vera ekki minni mann en hina. Síðan séra Jón Bjarnason D.D. féll frá, kemur manni einn maöur öðrum fremur i huga, sem sá, er hafi háð harðast stríð fyrir tilveru skólans. Sá maður er séra Rúnólf- ur Marteinsson, skólastjóri, sem mörgum finst að takist að ýmsu leyti að feta í fótspor séra Jóns, enda er hann systursonur hans. Séra Rúnólfur á rætur sínar í ís- lenzku þjóðjífi og tekur þvi sér- staklega sárt til íslenzkrar tungu og islenzkra framafar. Hann er, sem kunnugt er, kenni- maður góður. Vandaður og vel greindur maöur sagði mér fyrir stuttu, að hann hefði sent son sinn til hans um tveggja mánaða tíma til fermingaruppfræðslu. “Og lengi fyrst eftir að hann kom aftur,” sagði hann, “var hann eins og heil- agur maður.” Má af því ráða, að séra Rúnólfi sé það í sál borið, að efla kristna trú. Ræður og fyrirlestra hefi eg sem aðrir, heyrt séra R. M. flytja.- Þykir mér þær sérlega fræðandi og áheyrilegar. Minnist eg sérstak- lega erindis, er hann flutti hér í Leslie fyrir mörgum árum og nefndi “Minnisvarða.” Þótti mér það bæði fagurt og fróðlegt og prýðisvel flutt. Tiu ára telpa sagði seinna, er hún sá nafn hans við rit gerð í Lögbergi: “Eg ætla að lesa eftir séra Rúnólf. Eg hætti alveg að vera hrædd viö alt, sem kallað eru fyrirlestrar, eftir að eg heyrði fyrirlesturinn hans. Þetta eru fáir drættir úr veru þess manns, sem hefir, auk þess að vera kennimaður og kennari sins fólks, í gegnum heilsuleysisstrið og fátækt, hefir gengið manna á milli til þess að áminna landa sína enn fremur, um að viðhalda trú þeirra tungu og þjóðarheiðri og orðið að biðja þá um fé þar til, sem er þyngsta þrautin. Það hlýtur æfinlega að vera fag- urt að styðja það, sem á ekta erindi inn á mannlifssviðið. Oft á það við erfitt að stríða. Illgresið vex fyrirhafnarlaust og veður yfir alt, en hveitið tekur sálar og líkamans krafta, til sinnar framleiðslu. Til lífs þurfa menn að klífa björgin og sækja sjóinn og “engin rós er án þyrna.” Það er með ýmsu móti að menn sækja “sannleiksperlur á sorgarhafsbotn.” “En þurfum við sársaukann?” Þannig spurði góður ræðumað- ur okkur hér í Leslie, fyrir nokkr- um árum. Já, þurfum við sársaukann, það er nú víst. En þurfum við altaf að þrengja forsjóninni til að typta okkur til þess að vera góð börn ? Hver svarar því fyrir sig. Eg er rétt nýlega búinn að heyra talað um gleðina—gleðina í Drotni, á dýrð- legan hátt. Gleði þeirrar sálar sem finnur sig í samræmi við Guð og miðar öll sín verk þar við. Það er jafnvægisbraut lífsins og nátt- úrleg heillabraut hverjum, sem hana getur fetað. Það er að verða draumalandanna aðnjótandi, en rækja þó skylduna. Þeir, sem ætla heim, þeir sem eru nú í óða önn, eöa verða bráðum, að búa sig til ferðarinnar; mikið væri ángjulegt fyrir þá að minnast þessarar þjóðlegu stofnunar, Jóns Bjarnasonar skólans, þegar þeir eru við það að fá svo stóra uppfyllingu drauma sinna. Gjalda til Guðs og náungans, með því að gefa einn lítinn pening í skólans þarfir á móti mörgum, sem þeir þurfa aö eyða sjálfum sér til ánægju. Gott eftirdæmi í þessu efni gaf Björgvin Guðmundsson tónskáld. Björgvin á ekki moldarhnaus til að standa á né þak yfr höfuð sitt né sinna, en strax og hann kom frá námi, rétti hann skólanum liðshönd. Það er drenglund að minnast gleðiatburða með því að gleðja aðra og styrkja gott málefni. Það er líka ánægjulegt að geta með góðri samvizku komist hjá á- vítunarhreimnum i orðum skálds- ins, sem segir; “Þér finst alt bezt sem fjærst er” — og orðið aðnjót- andi mildinnar, sem lýsir sér hjá vngra skáldinu: “að eiga sig sjálf- an er auðlegðin manns.” Heilbrigður maður finnur sig frjálsastan, þegar hann orkar ein- hverju öðrum til góðs. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. I sjávarháska Níu menn flækjast í heila viku á Atlantshafinu í smábát. Potter skipstjóri, sem þá leysti mikið verk og hetjulegt af hendi, skýrir hér frá ferðalaginu. —Það var orðið hálft annað ár, síðan við lögðum á stað frá Fíla- elfíu með “Horatio Foss.” Það er lítil fjórsigld skúta, 845 tonn. Við höfðum hláðið kolum eigin- lega heldur mikið, og ætluðum til Guadelope á eynni Martinigue., Mér hefir alt af þótt vænt um Horatio gamla, enda þótt hann væri ekki annað en gamall og skítugur kolabarkur. Þann 20. október lentum við í stormi. Hann var svakalegri en nokkur storm- ur, sem eg hefi lent í þau 35 ár, sem eg hefi siglt. Tveim dögum síðar rak skipið hjálþarlaust á Atlantshafinu. Þegar Iþar við bættist, að stýrið brotnaði, varð mér það Ijóst, að við urðum að yfirgefa skipið, enda var það far- ið að hallast ískyggilega mikið. Við höfðupi smábát um borð. Hann var með bensínhreyfli, en þar sem við þurftum allir níu að komast í bátinn, var hreyfillinn of þungur fyrir hann. Við tókum því hreyfilinn úr úr bátnum og út- bjuggum hann sem seglbát. Þrátt fyrir storminn, gátum við unnið óhikað 0g rólega að þessu verki. Árar 0g rær notuðum við fyrir siglu, og sængurver og presenn- ingar notuðum við fyrir segl. .— Bill — negra-matsveinninn — sem eiginlega hét Joseph Noticee, sá um að nóg væri í bátnum af vist- um, lax og nokkrir kassar af kexi. Síðan tókum við 125 lítra af vatni, það urðu um 14 lítrar á mann. — Að þessu loknu létum við bátinn síga niður. Eg var á þiljum, til að gæta þess, að bátur- inn kæmi örugt niður í sjóinn, en síðan kastaði eg mér á sund og synti eftir bátnum. Þetta var í afturelding, og nokkurri stund eftir að báturinn var kominn á flot, sökk “Horatio Foss” hægt ög rólega, og nokkr- um mínútum síðar var ekkert ann- að til marks um, að hann hefði nokkurn tíma verið til, en nokkr- ar loftbólur, sem komu upp úr hringiðunni, sem myndaðist í kringum staðinn, þar sem hann hafði sokkið. Nú vorum við úti á Atlantshaf- inu, 400 sjómílur eða 720 kíló- metra frá Bermuda-eyjum í norð- ur. Það var ekkert annað að gera, en að reyna á allan hátt að ná landi, hvernig sem það kynni að takast, því að enda þótt storm- inn væri farið að lægja, var enn hátt í sjó og mikil undiralda. Fyrsti dagurinn leið á enda, slysalaust að mestu. Við vorum allir orðnir rólegir, og mér er ó- hætt að fullyrða, að við vorum allir vongóðir um að komast lífs af. Það gekk ver seinna. Alla þá sjö daga, sem við flæktumst þarná, get eg ekki sagt, að eg hafi sofið dúr. Það var hvergi al- mennilegur staður til að sofa á, og flestum varð ekki svefnsamt, nema þeim tveim, sem halda áttu vakt, því að þeir þurftu auðvitað að sofa sem bezt, svo að þeir gætu safnað kröftum. En það var heldur ekki auðvelt fyrir þá, því að Bill prédikaði hárri röddu, milli þess sem hann bað eða söng sálma. Rill þessi — sem, eins og eg sagði áður, rét réttu nafni Joseph Notice — hafði ávalt verið mikill trúmaður, en nú keyrði svo um þvert bak, að hann þagnaði varla alla þá sjö daga, sem við vorum í þessu volki. Hann söng sálma sína hárri röddu og ákallaði guð með fögrum orðum um að frelsa okkur úr háskanum. Síðan las hann í biblíunni og bað bænir, Það er okkur enn hulin ráðgáta, hvernig ha.nn fór að því að halda biblíunni sinni þurri, gegn um alla brotsjóana, sem á okkur riðu. Venjulega þótti okkur ekkert að því að hlusta á Bill syngja, því að hann hafði fallega baritón- rödd og var söngelskur eins og margir Negrar. En það var ekki laust við, að okkur væri farið að leiðast bænir hans og sálmasöng- ur, því að það var honum ekki sízt að kenna, að við gátum varla sofnað dúr. Það var ekki fyr en á þriðja degi, að við fórum að verða ein- mana þarna úti á rúmsjó. Við og við flaug máfur yfir bátinn og um tíma fylgdi delfin okkur eftir. Það virtist unna vel félagsskap okkar og gerði mörg falleg stökk fyrir okkur, en þó leið að því, að það varð leitt á hinum hungruðu og alvarlegu sjómönnum, og þess vegna yfirgaf það okkur. Þegar • það var farið, var eins og alt yrði leiðinlegra, og við vorum enn meira einmana en áður. Brots'jóarnir skullu á okkur í sífellu, og við vorum allan tímann holdvotir. En allan ímann auðn- aðist Negranum þó að halda biblí- unni sinni þurri. Það duttu sár á hendur okkar og líkaminn bólgn- aði undan saltvatninu. Á sjöunda degi voru sex kexstykki eftir af vistunum og nokkrir lítrar af fúlu vatni. — Þá kom ítalinn auga á land. Negrinn byrjaði hrifinn á lof- sálmi, og eg man það, að eg tók eftir því, aði þrátt fyrir langa og kalda nótt, sem hann hafði eytt með því að syngja og biðja bæn- ir, eins og endranær, var hann alls ekki hás. Þetta var lika í fyrsta skifti, sem enginn gerði það að tilögu sinni, að kasta hon- um fyrir borð. Eg held líka, að við höfum í aðra röndina verið honum þakklátir fyrir sönginn, að minsta kosti fyrirgáfum við honum allir. Ylfirleitt fundum við ekki til f jandsamlegra tilfinn- inga, því að nú byrjaði lífróður- inn að landi, og allir voru sam- taka í erfiðinu. Landið, sem við sáum, var rifið, sem liggur langt fyrir utan Bermudaeyjarnar. Áð- ur en við vorum komnir miklu nær því en við vorum, þegar kom- ið var auga á það, kom stormur, sem rak okkur langt út á haf. Smátt og smátt mistum við sjón- ar af skerinu, og löks hvarf það okkur alveg. í fyrsta skifti á allri þessari æfintýraferð fann eg til þreytu, þegar alt erfiði okkar virtist ætla að verða fyrir gýg, og við færð- umst óðfluga frá landi aftur. Eg held líka, að eg hafi lokað aug- unum og mér hafi runnið 1 brjóst, en það var ekki lengi, sem eg svaf, því eftir nokkrar mínútur vaknaði eg við, að einhver kallaði að hann sæi skip, er var að koma frá Bermuda-eyjum. Það stefndi í áttina til okkar, en við gátum ekki siglt í leiðina fyrir það, enda virtist þess tæplega þurfa, þar sem það nálgaðist óðum, og auð- séð var, að það mundi ekki fara langt frá okkur. Negrinn kast- aði sér á kné og öskraði af Ilfs og sálar kröftum og að þessu sinni æptum við með. En brátt kom| annað hljóð í strokkinn. Skipið beygði nú af fyrri leið sinni og fjarlægðist okkur aftur. Eg ætlaði varla að tfúa mínum eigin augum. Loks áttaði eg mig, reif upp eldspýtur og fór að bisa við að kveykja á þeim, en það var ekkert áhlaupa- verk, því að þær voru allar blaut- ar. Eg sé það núna, að við hefð- um átt að geyma þær innan í biblíunni negrans. En um síðir tókst mér þó að kveykja á einni, og gat eg þá kveykt á einum af kyndlunum, sem eg hafði tekið með. Þetta var skömmu eftir sól- arlag, og rautt ljósið frá kyndl- inum var vel sýnilegt. Nú breytti skipið aftur um stefnu, og stefndi beint á okkur á fullri ferð. Við sáum það líka betur núna. Það var stórt skemtiskip. Það hélt sig með mikilli viðhöfn og var auðsjáanlega fult af banka- stjórum og auðmönnum, sem höfðu farið til Bermuda-eyjanna til að hvíla sig. Um borð mættum við hinni bestu ðhlynningu. ISkipslæknirinn tók okkur að sér. Hann helti ofan 1 okkur meðulum, og hrestumst viö brátt. Áður en við háttuðum, átti eg tal við aldurhniginn mann í samkvæmisfötum. Hann spurði mig mikið um mat okkar og að- búð. Eg sagði honum, að næsL þegar eg lenti í svona æfintýrn mundi eg hafa meira með af a' vöxtum, en minna af kjötmetn Þessi orð mín skrifaði hann hjá sér, og lýsti yfir því, að hann mundi kaupa þessa setningu a^ mér til auglýsinganotkunar. Hann var forseti geysi-mikils banana" verzlunarhúss. — / 'Annar vUdi kaupa biblíuna af Bill, og bauð honum í hana 500 dollara, en vildi ekki láta hana af hendi, hvað sem í boði væri. Skipbrot okkar var aðal umræðu- efnið í marga daga á skipinu. En eitt urðu auðmennirnir aldúei á- sáttir um. Það var, hvort vi5 hefðum átt björgun okkar að þakka seglunum, róðrinum, eða bænagerð negrans. — Lesb. MACDONALD'S Eitte Oú Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Gefinn meö pakki af vindlingapappír. HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.