Lögberg


Lögberg - 26.12.1929, Qupperneq 3

Lögberg - 26.12.1929, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1929. Bls. 3. ? Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN A 8 T Afí F AÐ I R . Ástarfaðir hinmahæða, heyr þú barna þinna kvak. Enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þitt döggin himni frá, er mig hressir, elur nærir eins og foldarblómin smá. Einn þú hefir alt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, Ó, svo veit í alnægð þinni Einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan ger huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. —Saml.b. Stfjr. Th. þýddi. ÍÞRÓTTAMAÐURINN. Hann hét Hrólfur og var 18 ára gamall. — <lVið verðum víst að kalla hann Hlaupa-Hrólf héreftir, því Göngu-Hrólfur verður hann að minsta kosti ekki nefndur, ” sögðu menn. Og þetta var satt. Hrólfur vann hver “fyrstu verðlaunin” á fætur öðrum í kapphlaupum. Hann var “sá bezti” í íþróttafélaginu, enda var hann einnig meðal liinna betu í hástökki, og í kringlukasti var hann ágætur. 1 kúluvarpi hafði hann reyndar ekki enn náð nema 3. verð- launum, og svo gátu þeir tveir, sem voru hon- um fremri, ekki hlaupið. Að öllu samanlögðu var hann því langfremstur í íþróttunum. Fé- lagar hans voru Uka hreyknir af honum, þegar félag þeirra þurfti að keppa við hin íþróttafé- lögin í sveitinni, því Hrólfur var drengur, sem jafnaðarlega færði þeim fyrstu verðlauriin heim úr kappleikjunum! Það var að eins eitt, sem þeim líkaði ekki við Hrólf og sem þeim var óskiljanlegt í fari hans. Og ’það var þetta: Að hann skyldi vera í barnastúkunni enn þá. Þeir höfðu reyndar einu sinni verið sjálfir í barna- stúkunni, en það var meðan þeir voru börn. Síðan þeir urðu stórir og komust í íþróttafé- lagið, fanst þeim barnastúkan ekki vera við sitt hæfi. Þeir gátu þess vegna ekkert skilið í lionum Hrólfi, þeirra fremsta og mesta íþrótta- manni, að hann skvldi ekki enn þá vaxinn upp úr ‘ ‘ barnaskapnum ’ ’. Og þegar það kom fyrir, að þeir fengu sér dálítið í staupinu eftir sigur- vinningar, sem þeir áttu Hrólfi aðallega að þakka, þá fanst ]>eim alveg óþolandi, að hann fékst aldrei til að vera með þeim. “Eg er templar”, sagði hann þá, “og eg hefi lofað að bragða aldrei áfengan drydck. Og sannir í- þróttamenna drekka s'ig livorki drukna né svíkja loforð sín. ” Svo var hann vís til að þjóta frá þeim eins og eldibrandur og kalla um leið til þeirra hlæjandi: “Verið þið nú sælir, félagar mínir, og þakka vkkur fyrir samvinn- una. Nú þarf eg að fara á barnastúkufund. Þar er beðið eftir mér!” — Já, aldrei gátu þeir skilið bannsetta sérvizkuna í honum Hrólfi — að vera að binda sig við slíkt smábarnafélag. Einu sinni liafði það jafnvel gengið svo langt, að hann kom ekki, þegar íþróttafélagið háði kappleik við annað félag úr nágrannabvgðinni. Svo hafði hans félag tapað fyrir bragðið. Og hver var svo ástæðan? Jú, hún var sú, að Hrólf • ur hafði verið í skemtiferð með barnastúkunni! Hann var vara-gæzlumaðum stúkunnar og hafði sjálfur sam])ykt snemma í maí, að ferðin yrði farin þennan dag. Þetta hafði hann sagt formanni íþróttafélagsins nógu snemma, og fanst þá ITrólfi óþarfi að liann gengi á rétt stúkunnar. En því svaraði formaðurinn þann- ig, að sér dytti ekki í hug, að láta íþróttafélag- ið víkja fyrir slíkum hégóma, sem barnastúkan væri. “Skárri væri það nú heimskan,” hafði hann sagt við Hrólf. “Jæja, þá verðið þið án mín þann dag. Sem sannur íþróttamaður verð eg að halda loforð mín,” svaraði Ilrólfur. — Og svo tapaðist leikurinn. Félagsmönnum sveið það sárt, og voru þeir gramir Hrólfi und- ir niðri, þótt þeir ]>yrðu ekki að láta á því bera. Það var ekki við iambið að leika sér, þar sem Hrólfur var, hvorki í einu né neinu. Ekki mátti beinlínis móðga hann, því án hans gátu þeir ekki verið. — Svo var það seinna, um sumarið. Héraðs- kappmót átti að halda þar skamt frá. Félag Ilrólfs hafði fengið sérstaka áskorun, því sam- bandsstjórnin hafði heyrt getið um “hinn mikla hlaupagikk” þess. Og 'Hróifur og tveir aðrir voru sendir í kappleikinn. Það var í fyrsta skiftið, sem nokkur úr þeirri sveit hafði hætt sér út í slíka “stórorustu.” Formaðurinn var kvíðafullur ur úrslitin, en Hrólfur brosti og sagði: “Eg skal að minsta kosti ekki verða síðastur.” Hann varð það heldur ekki; þvert á móti. Hann reyndist annar í 200 met. hlaup- inu, og fyrstur í 400 m. og 1500 m. hlaupunum. “í 5000 m. hlaupinu keppi eg ekki,” sagði Hróifur. “Það eyðileggur heilsuna, að hlaupa svo langt. ” En að gamni sínu tók hann þátt í hlaupinu, án þess að vera talinn keppandi. Þeg- ar hann var ávítaður fyrir að hafa ekki kept, svaraði hann: “Eg gat það, en eg vildi það ekki, af því eg veit að það getur spilt heils- unni.” — Hrólfur vanu fleira sér til frægðar á þessu móti. Hann var annar sá bezti í kúluvarpi, en en fyrstu verðlaunin vann annar þeirra, er mót- ið sótti með Hrólfi frá íþróttafélagnu. >— Með ]>essum sigurvinningum var félag Ilrólfs dæmt bezta félagið, sem kepti á mótinu. Svo var haldin hátíð á laugardagskvöldið. Var þá verð- launum útbýtt. Engum var tekið með eins miklum fagnaðarlátum og Ilrólfi. Og það var ekki laust við það, að honum fyndist þá, að hann væri orðinn töluvert “stór” — jafnvel ofstór, þegar liann gekk inn að ræðupallinum, til þess að veita verðlaununum viðtöku, enda ætlaði fagnaða'rlátunum <og húrrahrópunum aldrei að linna. Nokkrir skrautbúnir menn komu líka þangað og heilsuðu honum. Voru tveir þeirra jafnvel í einkennisbúningi með m(>rki úr skíru silfri, til að festa á treyjukraga Hrólfs. “En hvað er þetta? Gangið þér með annað eins og þetta?” spurði maðurinn í ein- kennisbúningnum mjög undrandi. Það var sem- sé merki fyrir treyjukraga Hrólfs — barna- stúkumerki. “Þetta merki verðurðu að taka af þér núna, karl minn,” sagði sá einkennis- búni um leið og hann gerði tilraun til að losa merkið. — Hrólfi fansJt hann verða svo undar- legur, jafnvel skömmustulegur. “Þetta er víst satt. Nú er víst bezt oð losa sig við þetta merki,“ hugsaði Hrólfur með sjálfum sér. Hon- um varð litið upp. úti í mannþyrpingunni — biðjandi, aðvarandi, hughreystandi augum.' Hann þekti þau. Maður hafði heilsað honum mjög vingjarnlega um kvöldið, er líka bar góð- templaramerhi. Hrólfur varð sem þrumu lost- inn, en áttaði sig strax. “Nei,” sagði liann hátt og skýrt. “Þetta merki verður kyrt.” Allir litu upp, og fát kom á manninn í einkennisbún- ingnum. “Já, já — fyrirgefið,” stamaði hann og festi sigurmerki Hrólfs ofan við barnastúku- merkið. “Nei,” sagði Hrólfur brosandi. “þetta nýja merki á að vera neðar.” Og neð- an við barnas-túkumerkið festi liann það sjálfur. Stundu seinna kom formaður héraðssam- bandsins til Hrólfs, þar sem hann var að tala við manninn með templaramerkið. “Okkur langar til að meða aka vður heim í bíl í kvöld eða á morgun, eftir því sem þér viljið sjálfur,” mælti formaðurinn kurteysislega og brosandi. — “Þakka yður kærlega fyrir,” sagði Hrólf- ur; “en eg hefi sterka fætur, eins og þér vitið, og eg hefi ákveðið að fara gangandi yfir fjall- ið lieim til mín. Þessi félagi minn fer með mér. Við ætlum að vera á umdæmisstúkufundi í ung- lingareglunni á morgun. Eg þakka vður samt mjög vel. ” -— Fonnaðurinn kveður undrandi og gengur á brott.------ —Smári (ÍJr norsku. — S.) VÖGGUVÍSUR. (Ort við lag eftir J. K. Jónasson.) Hnigin er sólin og syrtir að nótt, saklausa barnið dreymir; síginn er dagur og sofnuð drótt sorgum og þreytu gleymir. Himininn vakir og lieldur oss vörð, horfir með þúsund augum; viknandi lætur liann vora jörð vökvast í daggar laugum. Opnaðu dýrðlega draumlandið þitt, drottinn, og lát ei saka, meðan að blessað barnið mitt blundar — en ég skal vaka. Sig. Júl. Jóhannesson. SKUGGSJA. Enski flugmaðurinn Ilubert Broad, sveif í ótal bogum og krókum yfir Englandi fram og aftur til að æfa sig í þolflugi. Hann hafði nú meira með sér en matinn einn — hann hafði líka með sér andlega fæðu þarna löndum ofar. Það voru tvær þykkar skáldsögur og tvö hefti af smásögum. Hann var á svifi í sólarhring og tókst að háma í sig stóru skáldsögurnar báðar og annað smásöguheftið; hann ætlaði að fara að byrja á hinu, en þá þraut benzínið, svo liann varð að lenda. “Ilefði ég ekkert haft að lesa, þá liefði mér.orðið tíðin leið og löng,” sagði hann um leið og hann steig út úr flugvélinni, hálfstirður eftir ferðalagið. Þegar fastar loftferðir eru komnar á milli heimsálfanna, þá getum við hinir, ef til vill, bætt nokkuð upp })að, sem vér höfum vanrækt af skáldsagnalestrinum. Hvað myndu t. d. ölt skáldrit Dickens hafa að segja, ef vér brygðum oss til Astralíu? Mjög er deilt um það, hvort fiskar finni nokkuð verulega til, þegar þeir eru veiddir á öngul. Og vir því er ekki skorið enn. Þýzkur dómari dæmdi, að fiskar væru tilfinningarlaus- ir og gætu því ekki kent til. Aftur hefir annar spakur maður sagt, að þeir finni, ef við þá er komið og hafi eftir því tilfinningu. Fiskimenn eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að fiskar kenni ekki til. Blóðið í fiskum er kalt og þess vegna er tilfinning þeirra líklega frábrugðin tilfinn- ingu annara dýra. En þetta er erfitt að sanna; en staðreynt er þó það, að taugakerfi þeirra er einkar fullkomið. Þegar fiskur spriklar, ný- veiddur á önglinum, þá virðist það benda á, að hann kenni til. Að minsta kosti hefir enska dýravemdunarfélagið dæmt margan einn fvrir það, að hann “kveldi fiska” eða væri “fiska- níðingur.” — Heimilisbl. MAMMA RORGAR. Eftir llarry Edward Mills. Til kaupmannsins rétt við búðarborðið svo brosfögur kom hún Stína og sagði: “ Eg ætla að kaupa klæði í kjól á brúðuna mína.” “Og hvaða lit viltu?” ljúfur spurði hann: “á litlu brúðuna þína?” “Hvað! Auðvitað rauðan! ósköp rauðan!” með ákafa sagði hún Stína. Með góðlegu brosi klipti hann klæðið: “Hvað1 kostar það?” spurði hún Stína. “Einn koss,” hann svaraði, “kostar efnið í kjól á brúðuna þína.” t búðinni glumdi gleðihlátur, er glaðlega sagði Stína: “Hún mamma kemur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína.” Sig. Júl. Jóhannesson. Afí ÞYKJA VÆNT UM. Sá, sem ekki lætur sér þykja vænt um neitt, liann getur ekki verið góður maður, og honum getur ekki liðið vel. Láttu l)ér þykja vænt um hana mömmu þína og hann pabba þinn, ömmu þína og afa þinn, systur þína og bróður þinn. Láttu þér þykja vænt um liestinn og kúna, hundinn og köttinn, kindina og svínið. Láttu þér þykja vænt um fuglana í loftinu og blómin á jörðinni. Láttu þér þykja vænt um skólann þinn og kennarana þína, blöðin þín og bækurnar þínar. Eftir því sem þér þykir vænna um fleira, eftir því verður þú betri piltur eða stúlka og eftir þ\n líður þér betur. Sig. Júl. Jóhannesson. KOMDU INN. Komdu inn í kofann minn, er kvölda og rökkva fer. Þig skal aldrei iðra þess, að eyða nótt hjá mér. Við æfintýraeldana er ýmislegt að sjá, og glaður skal ég gefa þér alt gullið, sem ég á, tíu dúka tyrkneska og töfraspegla þrjá, níu skip frá Noregi og naut frá Spaníá, austurlenzkan aldingarð og íslenzkt höfuðból, átta góða gæðinga og gyltan burðarstól fjaðraveifu fannhvíta og franskan silkikjól, evrnahringi, ennisspöng og alabastursskrín, liundrað föt úr fílabeini full með þrúguvín, og lampa þann, sem logaði og lýsti Aladín, kóraninn í hvítu bandi og kvæðin eftir Poe, myndastyttu meitlaða af Michelangelo, alla fugla fljúgandi og fiska alla í sjó, rúnakefli, reykelsi og ríki mitt og lönd, indversk blóm, egypsk smyrsl, ítölsk perlubönd og róðukross úr rauðavið, sem rak á Galmarsströnd. Komdu inn í kofann minn, er kvölda og skyggja fer. Alt af brennur eldurinn á arninum hjá mér. Eg glejnndi einni gjöfinni og gettu, liver hún er. —Samlb. Davíð Stefánsson. LtFIfí. Enginn dagur líður svo hjá á æfi minni, að eg gleymi að gjalda þakkir almættinu eilífa, sem veitti mér þá blessun, að kveðja mig úr meðvitundarvana fortíð inn í nútíð þessa heims, — veraldar, sem er svo fögur og vndis- leg, að vér getum enga hugsað oss ástúðlegri — nema himnaríki eitt. Mér er það næg ástæða til þess að þakka á hverri einustu stundu, sem yfir mig kemur, að mér -skuli í raun og veru leyft að búa í slíkri Paradís, skreyttri öllu því, er augað fær glatt og unað vakið hverju skilviti. Og orð mundi mig með öllu bresta, ef eg ætti að reyna að gera H. A. BERGMAN íslenzkur lögfræSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Craliam og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aS hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Alts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdöma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsctur. Til viStals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá 6—8 að kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 STANDARD BANK BLDG. Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNlPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 MARYLAND STREET. (Priðja hús norðan við Sargent). PHONE: 88 072 Viðtalstími kl. 10-11 f. h. og 3-5 e. h. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkístur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 58 302 pJÓÐLEOASTA KAFFI- OO MAT-SÖLUHÚSIÐ sem þessi borg hefir nokkurn tíma haft innan vébanda sinna. Fyrirtaks máltlðir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjóðræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sími: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandi. RAGNAR H. RAGNAR Píanökennari Nemendur, er njöta vilja pianö- kenslu hjá Ragnari H. Ragnar, geta byrjað nú þegar.—Nemend- ur búnir undir öll próf, bæði byrj- endapróf og A.T.C.M. Allar upplýsingar g e f n a r að kenslustofu 693 Banning St. PHONE: 34 785 BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Sulte 7, Acadla Apts. Telephone: 72 025 grein fyrir hverri blessun, sem jafnvel ein ein- asta unun hennar veitir augnm mínum. Lífið virðist vera dýrðlegt tækifæri, þar sem engri svipstund má eyða til ónýtis, — lífið, sem mér er ætlað til þess að neyta sem bezt þeirra krafta, er náttúran og uppeldi mitt hef- ir veitt mér. Það er dálítið svigrúm, þar sem eg á að vinna svo mörg góðverk sem auðið er, segja svo margt fallegt, sem mér er unt, með- bræðrum mínum, sem eru samferða mér á veg- inum áfram — og upp á við. —Saml.b. Marie Corelly.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.