Lögberg - 26.12.1929, Page 4

Lögberg - 26.12.1929, Page 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1929. &«=- Xögtierg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jcnsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. idocz—>o<m><xzzzo>o<ru—>o<—~>o I----------------- Icelandic Choral Society Eins og vikið hefir verið að stuttlega hér í blaðinu áður, þá efndi söngflokkur sá, er The Icelandic Clioral Society nefnist, til hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju, þriðjudagskvöldið þann 10. þ. m., við svo góða aðsókn, að heita mótti, að kirkjan væri þéttskipuð. Hljómleikun- um stýrði hr. Halldór Thórólfsson, söngstjóri flokksins, með aðstóð þeirra frú Bjargar V. ís- feld og frú Sigríður Olson. Söngskráin, sem var all-löng, fór að mestu leyti fram á íslenzku. Bar það þess ljósan vott, hve enn er langa-Iangt í frá, að íslenzk tunga og hljómar, sé aldauða í landi hér. Margt var að þessu sinni sungið íslenzkra þjóðlaga, og sungust þau yfirleitt vel. Um búning laganna, eða raddsetningu, virtist oss nokkuð öðru máli að gegna. Jafnvel þó vel geti verið, að búningurinn geti staðist frá sjónar- miði hljómfræðinnar, þá dr um hitt þó engum blöðum að fletta, að hann er óíslenzkur, og það svo mjög, að annað var óhugsandi, en að hann þrengdi þannig að frumblæ laganna, að þau hlytu að tapa sér til muna. Hér var við bend- ina ágætur, íslenzkur hljómfræðingur, þar sem hr. Björgvin Guðmundsson er. Því var ekki leitað til hans, að því er búning þessara íslenzku gimsteina áhrærði? Hkki er því að leyna, að raddir hafa oss bor- ist til eyrna um það, að svo hafi komið í ljós lítil -framför hjá söngflokknum, að vafamál væri, hvort hann ætti í rauninni nokkum rétt á sér sem framtíðarstofnun. Slíkar raddir eru ó- sanngjarnar og þess vegna eiga þær að kveðast niður. Því má heldur ekki gleyma, hver afstaða söngflokksins er. Allir meðlimir hans, að með- töldum söngstjóra, eru önnum kafnir við dag- leg skyldustörf. Það era aðeins kvöldin, og það ef til vill ekki nema einu sinni eða tvisvar í viku, sem hægt er að verja til æfinga. Með þetta fyrir augum, fáum vér ekki betur séð, en að söngflokknum tækist sæmilega til á áður- greindum hljómleikum, þótt vafalaust sé það sitthvað, er með fullum rétti má að finna. Að öllu samanlögðu, virtist oss blandaði kór- söngurinn takast bezt; þar næst mætti telja kvenkórinn, en karlakórinn síðast. Ber þar til einkum það, hve ósamhljóma tenórstyrkurinn var. Skáru þar vmsar raddir svo úr, að til stórlýta varð. Er þar ærið svigrúm til um- bóta. Eigi yrði hljómleika þessara sanngjarnlega getið, ef eigi væri jafnframt minst þess hins ágæta og mikla verks, er frú Björg V. tsfeld leysti af hendi. Lék hún undir á piano með söngflokknum alla hljómleikana út, auk þess sem hún lék langt og aðlaðandi einspil á píanóið, mannfjöldanum til óblandinnar ánægju. Munu margir gevina í þlýrri endurminningu, túlkan Iiennar á “Variation” Björgvins Guðmunds- sonar úr “Vilta barninu.” Þá skemti og frú Sigríður Olson, með nokkr- um einsöngvum. Er rödd hennar slík, að engu líkara er, en að um sálu manns fari svalandi vorblær. Fer ])ar saman hvorttveggja í senn, sjaldgæf raddmýkt og æskileg skerpa. Mrs. Paul Thorlaksson, lét einnig til sín heyra við þetta taíkifa'ri, og söng með þeirri viðkvæmni og smekkvísi, sem henni er lagið. — !)r. A. Blöndal flutti stutta, en skorinorða tölu um starfsemi söngflokksins, og benti á það réttitega, hve lífsnauðsynlegt það væri fyrir í ramtíðarstarfið, að flokkurinn gæti orðið sem allra almennastrar samúðar aðnjótandi af hálfu Islendinga. Stofnunin væri ung\úði, er þyrfti á góðhug almennings að halda. Það ætti að vera Winnipeg-Islendingum metnaðarmál, að hlynna að Tcelandic Choral Society. Því þótt vafalaust megi ýmislegt finna að flokknum enn, þá stendur hann til bóta, og á vonandi eftir að skemta fólki voru mörgum sinnum í framtíðinni. Gripasamlagið og þroski þess Ein þeirra mörgu, samstarfsstofnana í Vest- ur-iCanada, er fært hafa mjög út kvíarnar, og það á afar-skömmum tíma, er gripasamlagið. Er nú svo komið, að þessi ungi félagsskapur, er fyrst skaut rótum innan vébanda Manitoba-. fylkis, nær nú yfir Sléttufylkin öll, og er þegar farinn að hafa víðtæk áhrif á viðskiftalíf hinn- ar canadisku þjóðarheildar, tiltölulega engu síð- ur en hveitisamlagið, þótt umsetning hans sé vitanlega lxvergi nærri eins stórfengileg. Þeir, scm fengið hafa glögga liugmynd um hagnað þann hinn mikla og margvíslega, er fall- ið hefir bamdum Sléttufylkjanna í skaut, frá því er hveitisamlagið var stofnað, geta að sjálf- sögðu gert sér þess ljósa grein, hve hagnaðar- vænlegt fyrirtæki gripasamlagið er, og hlýtur að verða, sýni kvikfjárræktarbændur því á ann- að borð verðskuldaðan sóma. Ýmsir þeir, er í fyrstunni litu gripasam- lagið hornauga, eru nú orðnir ákveðnir stuðn- ingsmenn þess. Þó standa enn allt of margir hjá, er bæði sjálfs sín vegna og annara, ættu að fylgja því eindregið að málum, og vinna af alefli að viðgangi þess. Það va'ri ef til vill ekki úr vegi, að menn rifjuðu uj)]) fyrir sér á ný ummæli P. M. Fergu- sons, rétt um það leyti, er til þess kom, að gripasamlagið yrði stofnað. Er innihald þeirra slíkt, að vel væri, að gripaframleiðendur allir festu þau í minni. Fórust Mr. Ferguson, ineð- al annars, orð á þessa leið: “Ekki er óhugsandi, að einhverjir kynnu að spyrja sem svo: Hví ættum vér að tefla í tví- sýnu, og gerast meðlimir í öldungis óreyndum félagsskap? Ovggjandi svar við slíkri spurn- ingu, er bygt á tvennskonar hugar-afstöðu, það er-að segja, samstarfi eða einangrun. Gripa- framleiðendur eiga að ganga í samlagið af því að það vinnur að aukinni velfaman allra jafnt, en ekki hinna fáu, útvöldu. “Eftir að menn á annað borð, eru orðnir sammála um siðferðilegt og hagsmunalegt gildi samstarfsstefnunnar, þá liggur næst fvrir, að koma sér niður á þá starfstilhögunina, er lík- legust er til að bera beztan árangur. “Þegar eg rita eða ræði eitthvað um hin ýmsu samlög, þá verður mér á að líkja þeim við vél, en meðlimunum við ])á hina ýmsu hluta, sem vélin er samsett af. Vélin getur undir engum kringumstæðum, int hlutverk sitt æski- lega af hendi, nema því að eins, a.ð hinir ýmsu partar hennar starfi í fullu samræmi. “Samlagsstofnun, getur heldur ekki þrif- ist, eða komið að tilætluðum notum, nema því að eins, að innan vébanda hennar sitji að völd- um órjúfandi .samræmi, í einu og öllu. « “Hluthafi livaða félags sem er, skygnist fyrst um eftir árangrinum. Gripaframleiðand- inn spyr sjálfan sig að því fyrst og síðast, hvaða hagnað hann sé líklegur til að fá, með því að gerast meðlimur í gripasamlaginu. Eg ætla ekki að eyða tíma í þau atriði, er litlu máli skifta, heldur benda stuttlega á þau hin stærri og þýðingarmeiri atriðin, í sambandi við hagn- að þann, er sérhver griparæktarbóndi hlýtur af því að hafa, að gerast starfandi meðlimur samlagsins: 1. Framleiðandi fær fylsta markaðsverð fyrir gripi sína, að frádregnum þeim kostnaði, er meðferð og sölu er samfara. 2. í',ramleiðandinn greiðir ekkert, er nokkru verulegu nemur, af ágóða sínum, til tryggingar gegn áhættunni af óstöðugum markaði. Kostn- aður sá, er slíkri áhættu fylgir, er borinn af samlaginu í heild, og kemur því, eins og gefur að skilja, undur létt niður á hvem einstakan félagsmann. Með því að draga úr áliættukostn- aði einstaklingsins, eykst söluvferðið, eða ágóð- inn að sama skapi., 3. Samlagið losar gjipaframleiðendur við marga óþarfa milliliði, og veitir þeim þaraf- leiðandi drjúgum meira í aðra hönd, en ella myndi verið hafa. 4. Samlaginu skal heimilt, að starfrækja trvggingar-félagsskap (insurance), og verður ágóðinn, hver sem vera kann, eign samlags- meðlima. 5. Sérhver samla^smeðlimur, til hvaða deildar sem helzt hann telst, fær sína ákveðnu gróða-hlutdeild frá miðstöð samlagsins í St. Boniface.” Af þessu, sem nú hefir sagt verið, er það sýnt, að með því að selja gripi sína að tilhlutan samlagsins, fær framleiðandinn allan þann hagnað, er framast má verða, og stendur því betur að vígi, en nokkru sinni fyr. Verð það, er gripaframleiðandinn fær fyrir vöru sína, byggist einvörðungu á gæðum henn- ar. Hlýtur ])að að leiða til þqss, að hann leggi sig í lína með, að framleiða aðeins fyrsta flokks- vöru. Forstjórar hinna ýmsu samlagsdeilda, standa ávalt í beinum samböndum við miðstöð samlagsins, og geta því svo að segja á hvaða tíma sem er, veitt gripaframleiðendum leið- beiningar um markaðshorfur, sem og um það, hvaða tegund gripa sé arðvænlegust í þann og þann svipinn. Má með þeim hætti koma í veg fyrír, að verðlitlum, eða sama sem verðlausum gripum, sé hrúgað á markaðinn, þegar verst stendur á. Það liggur í hlutarins eðli, að sameinaðir, samstarfandi framleiðendur, hljóti að standa drjúgum betur að vígi í baráttu sinni við marg- sameinaða verzlunar-hringi, en einangraðir einstaklingar, er eins og sigraðir menn, verða að sætta sig við alt. Af samstarfinu leiðir það, að hlutfallið milli frainboðs og eftirspurnar, verður eins nákvæmlega réttlátt og hugsanlegt er. Engum blöðum er um það að fletta,, að gripasamlagið hafi þegar komið að miklu liði. Það liefir þegar mjög breytt til liins betra, nú- gildandi markaðs-aðferðum, opnað nýjar markaðsleiðir erlendis, og endurglætt heima fyrir, traustið á griparæktinni, og framtíðar- þróun hennar. Allir alvarlega hugsandi menn, þrá efnalegt sjálfstæði og beina óskiftri orku að því marki. .Margir yfirstíga erfiðleikana, og komast alla leið upp yfir örðugasta hjallann. Aðrir gefast upp magnþrota á miðri leið, einangraðir, með ógnir örvæntingarinnar í hjarta. Engan veg- inn er þáð óhugsandi, að samúðarríkt sam- starf, hefði getað leitt slíka menn, og marga aðra, er Jíkt var ástatt fyrir, út úr ógöngunum, og gert þá að andlega og efnalega sjálfstæðum borgurum. Gripasamlagið, Tho Central Livestock Co- operative, hefir nýverið lialdið ársfund sinn. Verður eklci annað sagt, eftir ársskýrslu þess að dauna, en að starfsemi þess á liðnu fjár- hagsári, hafi gengið vfirleitt mæta vel. Eftirfarandi samanburðar-skýrsla, yfir ár- in 1928 og 1929, sýnir Ijóslega, hve gripasam- laginu er jafnt og þétt að vaxa fiskur um hrygg, og hvers vænta má af því í framtíðinni, gangi alt sinn eðlilega gang, sem ástæðulaust er að efast um: The Central Livestock Co-operative, Ltd., er útsölu- deild alls búpenings, er sendur er í gripakvíarnar í St. Bonifare frá eftirfyljandi samvinnufélögum kvikfjár- ræktarbænda, og stofnuð eru með samlags-fyrirkomu- lagi, til þess að útrýma milliliðum og láta búpening allan ganga beint frá framleiöanda til sölu-umboðsins : Mani- toba Co-operative Livestock Producers, er telur 5,500 framleiðendur; Saskatchewan Co-ojlerative Livestock Producers, er telur 14,000 framleiðendur; Alberta Co- operative Livestock Producers, er telur 24,000 fram- leiðendur. Eftirfylgjandi skýrsla sýnir sölu og .umsetningu á St. Boniface markaðinum yfir árin 1928 og 1929: KAUPVELTA 1928. Tala búfjár send frá öllum stöðvum innan Mani- toba, nautgripir 147,082; svín 166,723; sauðfé 32,843. Heildartala seld af Central Co-Op. frá öllum stöðv- um í Manitoba, nautgripir 17,167; svin 27,810; sauðfé 10,455; peningaverð $1,452,229.11. Af hundraði selt, nautgripir 11.7; svin 16.6; sauðfé 3,2% ■ Tala búfjár sent frá öllum stöðvum innan Saskat- chewan, nautgripir 160,047; svin 122,126; sauðfé 12,- 605. Heildartala, seld af Central Co-Op. frá öllum stöðv- um í Sask., nautgripir 17,703; svín 28,449; sauðfé 2,802; peningaverð $1,533,621.26. Af hundraði selt, nautgripir 11.1; svín 23.2; sauðfé 23%- k KAUPVELTA 1929 (Tíu fyrstu mánuðind). Heildartala búfjár, selt á öllum stöðvum innan Manitoba, nautgripir 116,384; svín 117,356; sauðfé 16,694. Heildartala seld af Central Co-Op. frá öllQm stöðv- um Manitoba, nautgripir 27,384; svín 39,268; sauðfé 12,724; peningaverð $2,340,271.71. Af hundraði selt, nautgripir 23.6; svin 33.5; sauðfé 76.5%- Heildartala búfjár seld frá öllum stöðvum innan stöðvum í Sask., nautgipir 18,286; svín 33,926; sauðfé fé 13,576. Heildartala seld af Central Co-Op., frá öllum stöðvum i Sask., nautgripir i8,2j6; svin33,92Ó; sauðfé 3,127; peningaverð $1,810,982.15; Af hundraði selt, nautgripir 17.2; svín 28.8; sauðfé 23^0- SELT TIL ÚTLANDA. Með því að þetta er félagsskapur framleiðenda, verður markmið stjórnarnefndarinnar, að vinna stöð- ugt að þvi að skapa sem beztan mrkað að auðið er. Framleiðendur i Vesíurfylkjunum framleiða meira búfé, en koma má í ló innan þeirra héraða, er gerir það nauðsynlegt, að selja töluverðan hluta þess fjár burtu, til Austurfylkjanna eða suður í Bandaríki. Sölu- umboði setti því deild, er vera skyldi sér úti um út- lendan markað fyrir búfé. Deild þessi hefir nú á ár- inu selt og sent út þá tölu sem hér segir: Nautgripir, 4,208; Svin, 18,567 ; Sauðfé, 397 ; Sölu- verð $615,974.29. FRA HAFI TIL LIAFS. Eftir að hafa rannsakað' möguleikana á að bæta markaðinn innanlands, hefir stjórnarnefndin myndað sölusamtök yfir alt landið, er nefnist The Central Live- stock Co-Operative, Ltd. Þetta er deild af alríkis-fé- lagsskap, er hlotið hefir alríkis stofnskrá og starfar undir nafninu, The Canadian Livestock Co-Operative, Limited. í sambandi þessu eru eftirfylgjandi deildir: The Maritime Co-Operative Marketing Board, með höfuðtöðvar i Moncton, N. B. The Co-Operative Federeé De Quebec, með höfuð- stöðvar í Montreal. United Farmers Co-Operative Livestock Producers, Ltd., með höfuðstöðvar i Toronto. Manitoba Co-Operative Livestock Producers, Ltd., með höfuðstö'ðvar í Winnipeg. Saskatchewan Co-Operative Livestock Producers, Ltd., með höfuðstöðvar í Moose Jaw. Alberta Co-Operative Livestock Producers, Ltd., með höfuðstöðvar í Edmonton. Sá maður, er hvað ötullegast hefir barist fyrir gripa- samlaginu, og á margan hátt leitt það til sigurs, er Is- lendingur, hr. I. Ingaldson, þingmaður Gimli kjördæmis í fylkisþinginu. Var hann á nýlega afstöðnum ársfundi þess, endurkosinn framkvæmdarstjóri og féhirðir.— Canada framtíðarlandið Verzlunar-samtök meðal bænda eru alt af að aukast. Aðallega gangast akuryrkjuskólar og fyrir- myndarbú stjórnanna fyrir því. Það er ekki langt síðan að bænd- ur þurftu víðast hvar að selja af- urðir búa sinna í bænum næst við sig, og láta vörurnar, hvort sem þeim þótti verðið, sem þeim var boðið, fullnægjandi eða ekki. — Oft var að líka, að peningar teng- ust þá ekki, nema fyrir lítinn part af því; sem bóndinn hafði að seljaö Mikið af hveitinu var selt strax að haustinu, þegar verðið var lægst, því að eins efnaðri bændur voru svo stæðir, að þeir gætu borgað kostnað við uppskeru o. s. frv. og aðrar skuldir að haustinu, og geymt svo hveitið þar til það hækkaði í verði. Hið sama má segja um aðrar afurðir. Stundum var það kunnáttuíeysi eða kæruleysi, sem að olli því, að varan var í lágu verði. T. d. egg voru send til markaðar, þó þau væru ekki öll fersk. Það var þá ekki verið að( rekast í því, hvort þau væru ný eða nokkurra daga gömul. Verzlunarmenn urðu svo fyrir tapi, þegar eggin reyndust ekki eins góð og búist var við. Þar af leiðandi gáfu þeir aidrei mjög hátt verð fyrir þau. Nú er komin breyting á þetta. Egg eru nú flokkuð og verðið, sem bóndinn fær, er undir því komið, hvaða stigi eggin ná, þeg- ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg fæst að jafnaði töluvert meira nú en áður og á sama tíma hafa bændur lært, að það borgi sig ekki, að bjóða nema góð egg til sölu. í Suður - Manitoba hefir korn- uppskeran verið léleg undanfarin ár. Bændur sáu ekki, hvernig þeir ættu að bæta hag sinn, og voru sumir sem álitu, að bezt væri að flytja lengra vestur, þar • sem land væri nýtt og þar sem uppskeruvon væri betri. En slíkt hefði haft mikinn kostnað, auk annara erfiðleika í för með sér. Þá ráðlögðu búfræðingar þessum bændum að gefa sig meira við kvikfjár og fuglarækt, en þeir hefðu gert. Þeir bentu á, að þó kornið væri ekki gott til mölunar, gæti það verið hið allra bezta fóð- ur, og að jafnvel mei'ri peninga mætti hafa upp úr því með þessu móti, en með því að selja það eins og þeir höfðu gert. Bændur fóru svo að reyna þetta og hefir það gefist ágætlega. Það hefir verið aðal gallinn á búskap manna í Vesturlandinu, að þes3- um tíma, að svo margir bændur hafa gefið sig við kornrækt að- eins. Það eru fljótteknir pening- ar, ef alt gengur vel. En það er ekki alt af hægt að byggja á því, að vel gangi. Bændur í Suður-Manitoba fóru að rækta fugla — tyrkja og hæns —mikið meira en áður. Sérfræð- ingar frá búnaðarskólum og fyr- irmyndarbúum ferðuðust svo um á haustin (þeir gera það enn) og sýndu fólki hvernig bezt væri að búa fuglana til markaðar. Það þarf vist lag við þetta, og ef ráð- leggingum er fylgt, fæst inun meira fyrir pundið af fuglakjöt- inu, en ella, og það var sent þang- að, sem beztur var markaðurinn. Bændur í hverju héraði um sig Iögðu svo saman og sendu vagn- hlass (carload)i með jámbraut austur til stórborganna, eða þang- að, sem beztur var markaðurinn. Þetta gafst svo vel, að þessi að- ferð að búa fuglakjöt til markað- ar og selja það, er nú notuð víða í Vesturandinu. Það þurfa að vera svo margir bændur í hverju héraði^ sem reyna þetta, að hægt verði að senda vagnhlass þaðan að haustinu. Þá verður flutn- ingskostnaðurinn minni. Til þess að svona hepnist, þarf bóndinn að rækta fuglategundir, sem seljast æfinlega vel. Búnað- arskólar og fyrirmyndarbúin gefa fullkomnar upplýsingar þessu við- víkjandi. Það hefir lítinn árang- ur, þó bóndinn rækti mikið af fuglum, ef þeir eru úrkynja (það sem kallað er scrub)i eða ómögu- leg markaðsvara. Ef lánið er með og ef leitað er allra upplýsinga, er hægt að hafa góða peninga upp úr fuglarækt- irini. Margt fólk, sem komið hefir hingað frá Mið-Evrópulöndunum, hefir það, er -^ér kallast smábýli, og býr vel. Það hefir ekki nema nokkrar ekrur af landi, en hver ekra er látin framleiða alt, sem mögulegt er. Það iðkar garðrækt, og sú uppskera bregst sjaldan — aldrei svo, að eitthvað sé ekki í aðra hönd. Það hefir tvær eða þrjár kýr(/og svo fugla, vanalega heldur stóran hóp. Enn fremur hefir það korn, nógan fóðurbætir handa skepnunum fyrir veturinn. Fólki, sem hefir þekkingu á garð- rækt, vegnar vel á svona bújörð- u.m, þó smáar séu. Inntektirnar eru auðvitað ekki eins miklar eins og á stórbúi, en kostnaðurinn er heldur hvergi nærri eins mikill. Enn fremur verður svona blettur, segjum &— 10 ekrur, ræktaður miklu betur heldur en þar sem landið er stórt. Uppskeran verður, og er, tiltölu- lega meiri. Landið kostar ekki eins mikið til að byrja með, skatt- ur er ekki eins hár og, sem sagt, útgjöld verða öll lægri. Austur í Ontario fylki eru nú bændur að minka bújarðir sínar. Það telst nú að meðal bújörð í þeim héruðum, sem eru gömul og þéttbygð, sé um 100 ekrur, og bændur þar græða nú meira, en meðan þeir höfðu meira land undir höndum. Ástæðan er sú, að nú gefa þeir sig við fleiru en kornrækt, — hafa mjólkurbú, bý- flugnarækt, aldinarækt og garð- rækt. Það má geta þess, að bændur í Manitoba og Vesturfylkjunum, eru nýlega farnir að gefa sig að býflugnarækt. Var mikið af hun- angi, er framleitt var í Manitoba, selt haustið sem leið, og fékst gott verð fyrir það. Þess verður ekki langt að bíða, að fleiri bændur fari að stunda býflugna- rækt og auka inntektir sínar að mun, án mikillar fyrirhafnar. Meira um skógrækt Kæri ritstjóri Lögbergs! Má eg enn einu sinni biðja um rúm í blaði þínu? Nýlega hafa mér verið send 3 rit frá íslandi, sem mig langar til að geta um, og um leið að þakka þeim er sendi, fyrir þá velvild, er hann hefir sýnt mér, með því að senda þessi rit. Fyrsta ritið er um trjá og runna- rækt, eftir herra Sig. Sigurðsson, búnaðarmálastjóra. Er það hm fróðlega ritgerð, er birtist í Tím- anum í fyrra, og sem gefur skýrt yfirlit yfir það, er unnist hefir á í skógræktarmálum íslands. Fit þetta er gefið út 1928. Annað ritið er Ársrit ræktunar- félags Norðurlands, 1909. Getur það um gjörðir félagsins og til- raunir í skógrækt, og árangur þoss og annara tilrauna, upp að árinu 1909. Þriðja ritið er um skógrækt. Fyrsta ritgerð í því er eftir hr. Sig. Sigurðsson, með fyrirsögn- inni: “Að klæða landið”. lnn- gangsorð hans eru: “Gróðursettu eitt tré, og það vex meðan þú sefur.” Hr. Sig. Sigurðsson er svo kunn- ur öllum þeim, er nokkuð fylgja eftir skógarmálum íslands, að ó- þarfi er fyrir mig, að fara að lýsa áhuga og einlægni þessa á- gæta manns, sem minnir þjóð sína á það bezta, sem hann þekkír til að gæti orðið henni að góðu. Rit" gjörð hans er þrungin sama a- huga og einlægni, er aðrar rit- gerðir hans bera með sér, og sem ættu að verða til þess að vekja áhuga allra sannra íslendinga til að vinna að þessu áhugamáli. Hann endar ritgerð sína svona: “Látum oss verja kröftum vor- um í þarfir fósturjarðar vorrar, og hjálpumst allir að í samein- ingu til að klæða landið á ný, svo nú rísi ný framfaraöla, sem ber vitni um dáð og dug íslenzkr- ar þjóðar. Ef vér allir leggjum krafta vora saman og viljum klæða landið, þá líður ekki á löngu, unz samtökin hefjast, og börn Fóstur- jarðarinnar ganga öll að starfi. “Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum, moðurmold- in frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.” __ Sannarlega ættu allir, er unna íslandi og íslenzkri þjóð, að lesa ritgerð þessa og vakna til með- vitundar um höfundarins góða málefni. Næst er ritgerð eftir hr. C. V.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.