Lögberg - 26.12.1929, Qupperneq 6
BIs. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1929.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPíRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: öth Floor, Bank of HamiltonChambert
Mánadalurinn
EFTIR
J AC K LON DON.
xxr. KAPITULI.
Það var bjartan og blíðan júnímorgun, að
Willi sagði Saxon, að nú skyldi hún fara í reið-
fötin sín og reyna reiðhestinn, sem hann hefði
keypt handa henni.
“Ekki fyr en eftir klukkan tíu,’’ sagði hún.
“I>á verður vagninn farinn á stað í annað
sinn. ”
Þrátt fyrir það, hve mikið hún hafði nú um-
leikis, þá hafði hún þó komið öllu svo hagan-
lega fyrir, að hún liafði alt af töluverðan tíma
afgangs. Hún gat oft heimsótt Hale fjölskvld-
una, sem alt af var henni mikið ánaígjuefni og
sérstaklega nú, síðan Hastings hjónin komu
heim og Clara var oft hjá móðursvstur .sinni.
Hún fann, að þarna var hún í hollum félags-
skap. Hún var farin að lesa meira en áður og
hún las með meiri og hetri skilningi en áður.
Það var eins og hún hefði alt af nógan tíma til
að lesa, til að vinna við hannyrðir og til að
fara til og frá með Willa.
Willi var meir önnum kafinn, heldur en
hún. Verk hans var þannig vaxið, að hann
hafði í svo mörg horn að líta. Þótt verk hans
væri aðallega utan himilis, þá hafði hann þó
jafnan auga á, að alt væri í lagi heima fvrir,
eða að minsta kosti hvað hestana snerti og alt
sem þeim kom við. Hann var nú orðinn at-
vinnurekandi og verkveitandi. Mrs. Mortimer
hafði ámint hann mikið um, að gæta vandlega
að útgjaldahliðinni, og með aðstoð Saxon, hafði
hún fengið hann til að halda reikninga yfir alt
sem atvinnu hans viðkom. Þau hjónin höfðu
því hvort sitt bókhald, sem þau jafnan gerðu
eftir kveldmatartíma. íiftir það settust þau
oftast í stóra hægindastólinn, sem hann hafði
endilega viljað kaupa skömmu eftir að þau
settust þarna að. Stundum spilaði hún þá
fyrir liann á hljóðfæri, en oftast töluðu þau um
fyrirætlanir sínar og um það, sem þau þá höfðu
fyrir stafni.
“Eg er farinn að gefa mig við stjórnmál-
um, sagði hann eitt kveldið. “Það borgar sig,
það má eg segja þér. Það verður ekki langt
þarigað til eg fæ vinnu fyrir svo sem tólf hesta
við vegabótavinnu, sem stjórnin er að láta
gera, og fyrir það fæ eg góða borgun.”
Saxon hafði líka sínar fyrirætlanir, og hafði
engai síður en Willi auga á tækifærunum að afla
fjár, og hún hafði líka eitthvað um þær að
segja:
“Þeir eru byrjaðir að byggja nýtt gistihús
milli Caliento og Eldridge, og það er verið að
ráðgera að byggja heilsuhæli uppi í hæðunum.
Þar verður tækifæri að selja meira af kartöfl-
um og öðrum garðmat. Þú verður að láta mig
hafa þessa ekru, sem þú ætlaðir að rækta fóður
á. Eg þarf að fá hana fvrir kartöflur. Eg skal
borga þér góða leigu eftir hana.”
“Þú getur svo sem fengið þessa ekru,”
sagði Willi. “Eg hefi alt of mikið að gera til
að gera nokkuð við hana hvort sem er.”
“Það er langbezt,” svaraði hún. “Þú hefir
ekkert með svo lítinn landblett að gera. Það
væri heldur þessar hundrað og fjörutíu ekrur.
Það kemur að því, að við kaupum þetta land
einhvern tíma, ef gamli Chavon skvldi einhvern
tíma deyja. Þessar liundrað og fjörutíu ekrur
eiginlega tilheyra okkar bletti. Það var alt
sama landið upphaflega.”
“Ekki óska eg nokkrum manni dauða,”
sagði Willi. “En Jietta land er honum ekki til
annars en að beita á það gripum, og þeir eru
svo lélegir, að þeir gefa honum ekkert í aðra
hönd. Eg hefi skoðað landið nákvæmlega. Það
eru að minsta kosti fjörutíu ekrur af því skóg-
lausar. Og þú getur ekki ímyndað þér, hve
mikið fóður er hægt að rækta á þeim ekrum.
Fimtíu ekrur eru ágætt beitiland, þar sem eg
gæti látið hestana vera, þegar eg er ekki að
brúka J>á, og svo eru fimtíu ekrur af þéttum
skógi. Þarna er stórt og all-stæðilegt fjós, sem
eg gæti notað fyrir hestana, með því að setja á
það nýtt þak. Það væri mér sérlega hentugt,
að hafa }>etta land. Eg vildi bara að Chavon
vildi leyfa það.”
Willi var ekki alt af jafn áhugasamur, og
einu sinni, þegar þau sátu þarna í stólnum,
sagði hann : “Eg ætla að skreppa til Petaluma
á morgun, Saxon. Það er uppboðssala þar, og
það getur vel verið, að eg geti fengið J>ar góð
kaup.”
“Fleiri hestar!”
“Mér veitir ekkert af }>ví. Eg er nýbúinn
að fá vinnu handa fjórum hestum, sem endist
nokkuð lengi. Einn af hestunum er veikur og
annar er að verða alveg ónýtur, og sumir hinna
þurfa langa hvíld, ef þeir eiga ekki að fara
sömu leiðina. Það ríður á, að fara vel með
hestana, og það marg-borgar sig, og það eru
engar skepnur, sem þarf að sýna aðra eins ná-
kva>mni, eins og hestum. Eg ætla einhvern tíma
að kaupa eins marga múlasna, eins og komast í
járnbrautarvagn. Eg get fengið þá, stóra og
sterka, í Colusa. Hér væri hægðarleikur að
selja Jm með góðum ábata. En ekki vildi eg
hafa }>á sjálfur. ”
“Það er eitt, sem eg þarf að tala um við
þig, Saxon mín,” sagði Willi einu sinni dálítið
gletnislega. “Þú ert alt af svo nákvæm með
þetta bókhald. Hvers virði heldurðu að Hazel
og Hattie séu nú? Eg á við sanngjarnt verð. ”
“Því spvrðu um það?”
“Mig langar til að vita, hvað þú heldur um
það. ”
“ Jæja, }>ær eru þess virði enn, sem }>ú borg I
aðir f.yrir þær. Það var þrjú hundruð dalir.”
Willi hugsaði sig um, stundarkorn. “Þær I
eru töluvert meira virði, en látum það nú samt j
gott heita. En nú kem eg aftur að bókhaldinu.
Filtu gera svo vel og gefa mér bankaávísun
fyrir þrjú hundruð dölum ? ’ ’
“Þetta er reglulegt rán!”
“Það þykir mér skrítið. Þegar þú færð fóð-
ur hjá mér handa hryssunum, þá borgar þú mér
fvrir það, og til þess að bókhaldið verði ekki
alt rangt og villandi, þá verður }>ú að reikna
verð hryssanna á móti búinu, því þær eru brúk-
aðar eingöngu í búsins þarfir. Eg veit ekki
hvað langt er síðan eg hefi brúkað þær til nokk-
ur.s skapaðs hlutar. ”
“Eg er viss um, að þú ætlar þér að eiga fol-
öldin sjálfur, ” sagði hún. “Og svo er á það
að líta, að þessar lirvssur eru alt of dýrar fyrir
það gagn, sem eg hefi af þeim. Búskapurinn
má ekki við því, að hafa eins dýr. hross eins
og Hazel og Hattie eru Þú verður að útvega
mér ódýrari hross og eg skal borga þér fyrir
þau.”
‘‘ Jæja }>á,” sagði Willi. “Eg skal taka við
Hazel og Hattie, en þú verður að borga mér
leigu eftir þær fvrir þann tíma, sem þú hefir
haft þær.”
“En }>ú verður líka að muna eftir því, að þú
borgar mér aldrei neitt fvrir fæði þitt, og eg á
þó áreiðanlega eitthvað fyrir það.”
Ef eg á áð borga þér fyrir fæði mitt, þá verð-
ur þú að borga mér leigu af öllum þeim pening-
um, sem eg hefi lagt í þetta býli okkar hér.”
“Nei, það getur ekki komið til nokkurra
mála, þetta er sameign.”
“Sameign er einstaklega fallegt orð,” sagði
Willi hægt og seinlega “Það mesta, sem við
gátum látið okkur detta í hug eða gert okkur
vonir um, þegar við giftum okkur, var stöðug
vinna og eitthvert rusl af húsmunum, sem
myndu liafa enst lítið lengur en meðan verig
var að borga fyrir þá Með því lagi hefðum við
aldrei eignast neitt, en það, sem við nú höfum,
er alt þér að þakka”
“En sú vitleysa! Hvað hefði eg getað gert
einsömul ? Þú veizt fullvel, að þú aflaðir alls,
sem við höfðum til að byrja með hér. Þú borg-
aðir vinnufólkinu og þú hefir eiginlega gert
þetta alt sjálfur. Það eru þínir sterku arm-
leggir, sem hafa gert það alt.”
“Nei,” svaraði Willi; “það er nú eitthvað
annað. Til hvers eru kraftamir, ef vitsmun-
ina vantar til að stjórna þeim? Það er lítið
unnið við það, að berja á öðrum mönnum, oft-
ast .saklausum, og ryðja sér veg að vínborðinu.
Eg segi þér alveg satt, Saxon mín, að eg á þér
alt að þakka.”
“Eg á þér meira að þakka, en þú mér,” sagði
Saxon. “Hvað hefði orðið um mig, ef þú hefð-
ir ekki tekið mig út úr þvottahúsinu? Eg gat
ekki komist. þaðan sjálf, og eg var bara ósjálf-
stæður vesalingur. Eg væri þar líklega enn, ef
þú hefðir ekki komið til sögunnar. Mrs. Mor-
timer hafði fimm þúsund dali, en eg hafði þig.”
“Stúlka hefir minna tækifæri heldur en
karlmaður, eg veit það. Við þurftum hvort
annars, og við þurftum að vinna saman. Ef
við værum enn bæði ógift, þá getur vel verið, að
}>ú værir enn þá í þvottahúsinu, og ef hepnin
hefði verið með, þá væri eg kannske enn að
keyra hesta á daginn og sækja ómerkilega
dansa á kveldin,” sagði Willi.
Saxon stóð úti og horfði á eftir Hazel og
Hattie, sem keyrðar vom út um hliðið og drógu
vagn, fullan af garðávöxtum, þegar Wiíli reið
í hlað og tevmdi jai7>a hryssu, fyrirtaks fall-
ega og gljáði á skrokkinn á henni í sólskininu.
“Fjögra vetra, bráðfjörug, en vel tamin og
hrekkjalaus,” sagði Willi. “Hún heitir Ram-
ona — það er víst spanskt nafn”
“Vilja þeir virkilega selja hana?” spurði
Saxon, og var auðséð, að henni leizt vel á
hrvssuna
“Þess vegna kom eg með hana, til að sýn^
þér hana”
“En hvað vilja þeir fá fyrir hana?” spurði
Saxon næst, og henni fanst það víst naumast
taka nokkru tali, að hún eignaðist þessa ljóm
andi falle,gu skepnu
“Kærðu þig ekkert um }>að,” svaraði Willi.
“Þú þarft ekki að borga fyrir hana af því, sem
}>ú færð fyrir kartöflurnar, en þú getur fengið
liana, ef þú bara ert ánægð með hana. Segðu
hara af eða á.”
“Eg skal nú hráðum gera, það.”
Saxon fór að reyna að komast á bak, en það
gekk ekki vel, því hryssan var svo óstilt, að hún
fékst ekki til að standa kvr, og seinast varð
Willi að láta hana á bak.
“Farðu nú varlega,” sagði Willi, “því hún
er eldfjörug Cefðu lienni dálítið lausan taum-
inn og talaðu við hana svo hún verði ekki
hrædd.”
Saxon reið á harða spretti út um hliðið og
niður veginn og hvarf fljótt sjónum Willa. Þeg-
ar lnin kom aftur, var Ramona orðin sveitt og
dálítið móð, en auðveld, svo Saxon réði vel við
hana Hún reið fram hjá húsinu og berjarunn-
unum og upp á hæðina, ofan við húsið. Þar
sat Willi á hestsbaki og var að reykja vindling.
Þau horfðu niður á sléttuna milli trjánna. Það
var nú revndar ekki lengur grasslétta, heldur
ræktað land, og þar uxu nú margskonar teg-
undir af garðmat. Þar var alt vinnufólkið við
vinnu sína, nema Mrs. Paul, sem var í eldhús-
inu, og Carl, sem var að járnbenda kassa. Þau
heyrðu Possum gelta í mesta ákafa, því hún
átti alt af í stöðugum ófriði við íkomana. Það
leit út fyrir, að Willi væri í þungum þönkum og
hann virtist naumast veita því eftirtekt, sem
Saxon var að segja við hann.
“Portúgalsmennirnir í San Leandro, gera
ekkert betur en við, þegar um garðrækt er að
ræða, ’ ’ sagði hann, “og okkar vatnsveita er
betri en þeirra. Líttu bara á vatnið, sem renn-
ur þarna niður í garðinn. Stundum finst mér,
að mig langi til að drekka }>að alt sjálfur”.
“Það er álveg auðsynlegt, að hafa nóg af
vatni í loftslagi eins og hér, ” sagðí Saxon.
“Þú þarft ekki að óttast, að það muni nokk-
nrn tíma þrjóta hér. Þó alt annað vatn þrjóti.
þá verður þó alt af nóg af því í Sonoma lækn-
um, og það er auðvelt að veita vatni úr honum
hingað.”
“Það kemur ekki til, Willi. Eg liefi talað
við mann, sem hefir verið hér í dalnum síðan
1853, og hann segir, að hér hafi aldrei síðan
orðið uppskerubrestur vegna þurka.”
“Við skulum fá okkur dálítinn reiðtúr,”
sagði Willi. “Þú hefir alt af nógan tíma.”
“Eg skal koma með þér, ef þú vilt segja
mér um hvað }>ú ert að hugsa. Eg sé, að þú ert,
eitthvað áhyggjufullur. ’ ’
Hann leit til hennar allra snöggvast.
“Það er ekkert,” sagði Iiann. “Og þó get
eg nú ekki sagt, að alt gangi að öskum. En
hvað er um það að tala ? Þú færð að vita það
fyr eða seinna. Þú ættir að sjá gamla Chavon.
Hann hefir orðið fvrir miklum vonbrigðum út
af gullnámunni sinni.”
“Gullnámunni!”
“Eg á við leirinn, það er hvað öðru líkt.
Félagið, sem býr til múrsteininn, fær leirinn úr
hans landi, og hann hefir fengið góða borgun
fyrir hann, en nví er hann að þrjóta.”
“Það þýðir, að vinnan, sem þú hefir hjá fé-
laginu, þrýtur þar með,” Saxon fanst, ■ að
Willa fögru vonir væru að hrynja til grunna.
“hvernig lízt félaginu á þetta?”
“Þeir hafa óttalegar áhyggjur út af þessu,
en þeir segja ekkert um það, og láta það ekki
berast út. Þeir hafa menn til að leita að hent-
ugum leir, allstaðar hér í kring, og þessi efna-
fræðingur þeirra vakir næstum nótt og dag til
að rannsaka það sem þeir finna. En þeir eru
víst ekki ánægðir með neitt af því. Þeir, sem
gerðu áætlun um, hve mikið væri þarna af
þessum sérstaka leir, hafa víst reiknað hræði-
lega vitlaust, eða ekki nent að rannsaka þetta,
eins og þeir áttu að gera. Nokkuð er það, að
þarna er ekki nærri eins mikið af þessum leir,
eins og þeir sögðu En það er ekki til neins að
ergja sig út af þessu. Við getum ekki við þetta
ráðið, og það ræðst einhvem veginn fram úr
því. Þú getur ekkert gert við þessu.”
“.Iú, eg get,” sagði Saxon með töluverðri
áherzlu. “Við skulum ekki kaupa Ramona.”
“Það kemur þessu ekkert við,” svaraði
Willi. “Eg er að kaupa hana, og það sem hún
kostar, gerir hvorki til né frá, þegar um svona
mikið er að ræða. Eg get auðvitað alt af selt
þessa hesta. En það þýðir, að eg hefi ekki meiri
tekjur af þeim, en eg er að hafa gott upp úr
þeim núna.”
“En geturðu ekki fengið vegabótavinnu
hjá stjórninni fyrir eittlivað af þeim?”
“Það er einmitt það, sem eg er að hugsa
um, og eg skal ekki láta það fara fram hjá mér,
ef eg get að því gert. En jafnvel þó eg þurfi að
selja hestana, þá getum við þó alt af gefið okk-
ur að garðyrkjunni, og það bregst ekki. Það er
ba.ra miklu seinlegra, að græða penínga á því.
Eg er ekki lengur neitt hræddur um, að við
komumst ekki áfram hér úti í sveitinni. Eg er
farinn að skilja, hvemig hægt er að komast af
hér. Eg hefi séð ótal tækifæri á okkar ferða-
lagi. En hvert eigum við nú að ríða?”
XXII. KAPITULI.
Þau riðu á harða spretti fram hjá Trillium
Covert í áttina til Wild Water gljúfranna.
Saxon hafði kosið að fara þá leiðina.
“Heyrðu, Saxon, eg varð var við nokkuð,
þegar eg var að sækja Ramona, sem getur haft
töluverða þýðingu,” sagði Willi og hafði nú
gleymt örðugleikunum um stund. “Það er við-
víkjandi þessum hundrað og fjörutíu ekrum,
sem við höfum oft talað um. Eg mætti Chavon
vngra í morgun, og án þess eiginlega að hugsa
nokkuð um það, þá spurði eg hann, hvort gamli
maðurinn mundi ekki vilja selja þetta land.
Og hvað heldurðu að hann hafi sagt? Hann
sagði mér, að gamli maðurinn ætti }>að ekki, en
leigði það bara. En hann á land alt í kring um
það á þrjá vegu. Eg fékk svo að vita, að eig-
andinn væri Hilyard, og að hann vildi gjaman
selja, en Chavon gæti ekki keypt. Eg fór og
talaði við Paine, hann er nú hættur við járn-
smíði og orðinn fasteignasali. Hann sagði mér,
að hann liefði það sjálfur til sölu, og eins hitt,
að Hilvard vildi ekki leigja Chavon það leng-
ur. ’ ’
Þau riðu upp á dálitla lia>ð og horfðu yfir
þenna landblett, sem þau höfðu lengi haít hug
á að eignast.
“Það verður okkar eign, áður en langt líð-
ur,” sagði Saxon.
“ Já, auðvitað,” svaraði Willi, rétt eins og
það væri ekki neitt efamál. “Eg hefi skoðað
hesthúsið aftur, 'og það kostar ekki eins mikið
að gera við það, eins og eg hélt fyrst. En hvað
sem því líður, þá er eg ekki tilbúinn að kaupa
landið nú sem stendur.”
Þegar þau komu }>ar, sem Redwood Thomp-
son átti heima, stigu þau af baki og bundu hest-
ana. Thompson var að raka hey á enginu og
heilsaði þeim glaðlega. Það var alveg logn og
mjög heitt, svo þau kusu heldur að fara út í
skóginn, þar sem þau gátu verið í forsælu. Þar
Þar komu þau auga á einhverjar slóðir.
“Þetta era kúaslóðir, það er eg viss um,”
sagði Willi. “Við skulum fylgja þeim.”
Eftir litla stund vom þau komin út úr
skóginum og upp á dálitla brekkubrún, sem öll
var grasi vafin. Landið, sem þau höfðu hug
á að kaupa, var lægra en þar sem þau nú stóðu,
svo þau sáu vel yfir }>að. Willi starði á þetta
langþreyða land,' og það gerði Saxon líka.
Á landinu voru þrír hólar, sem nú blöstu
við þeim. “Hvað er þetta?” spurði hún og benti
á hólana. “Þarna í litla gilinu lijá hólnum,
sem fjarstur er, rétt hjá trénu, sem hallast út
á aðra hliðina?”
Willi kom auga á eitthvað hvítleitt í gil-
barminum.
“ Ja, það er nokkuð, sem eg veit ekki,” svar-
aði hann. ‘ ‘ Eg liélt, að eg þekti þetta land eins
og fingurnar á mér, en þetta hefi eg aldrei séð
fyrri. Eg kom hér snemma í vetur, en satt að
segja er erfitt að átta sig á öllu liér, því hér er
alt fult af lyngi og smáskógi, og hér hefir ekk-
ert verið hreinsað til.”
“Hvað er }>að?” spurði hún aftur. “Er
}>að skriða?”
“Það er líklega,” sagði hann. “Hefir fall-
ið einhvern tíma þegar mikið hefir rignt. Ef
mér missýnist ekki—” sagði hann, en komst
ekki lengra, eins og liann hefði gleymt, livað
hann ætlaði að segja, en hélt áfram að stara á
hólinn og gilið.
“Hilyard vill selja fyrir þrjátíu dali ekr-
una,” tók haim aftur til máls, eins og hann
væri hættur að hugsa um það, sem hann hafði
séð. “Alt með sama verði, hvort sem það er
betra eða lakara. Þrjátíu dalir ekran, það er
fjörutíu og tvö hundruð. Payne er rétt að byrja
fasteignasölu, eg get fengið hann til að skifta
sölulaununum jafnt á milli okkar, og eg reyni
að fá eins þægilega borgunarskilmála eins og
mögulegt er. Við getum fengið l>essi fjögur
hundrað aftur lánuð hjá Gow Yum, og eg get
fengið peninga lánaða út á hestana og vagn-
anai—”
“Ætlarðu að kaupa landið strax í dag?”
spurði Saxon.
Hann sýndist naumast veita því, sem hún
sagði, nokkra eftirtekt.
“Nú ríður á að nota höfuðið,” tautaði hann
fyrir munni sér. “Eg skal líka gera það.”
Hann lagði af stað niður brekkuna, sömu
slóðina, sem þau komu, svo hratt, að Saxon gat
ekki fylgt honum. Hann leit um öxl og kallaði
til liennar:
“Við skulum flýta okkur. Eg ætla að fara
þarna yfir og skoða þetta betur.”
Svo* hratt gekk hann niður brekkuna og yfir
engið, að Saxon hafði ekkert tækifæri að
spyrja hann neins. Hún átti fult í fangi með
að fylgja honum og var orðin lafmóð, þegar
}>au komu til hestanna.
“Hvað er það?” spurði hún eins og í bænar-
róm, um leið og hann lyfti henni í söðulinn.
“Það er kanuske tóm vitleysa alt saman. —
Eg skal segja þér það seinna.”
Þau riðu hart, ag Saxon hafði okki tækifæri
að tala við liann. En liún tók fyrsta tækifæri
að minast á það, sem hún hafði rtokkra undan-
farna daga haft í huga.
Jólin
Loksins voru jólin komin, þessi inndæla fagnað-
arhátíð bamanna. — Ljósin loguðu glatt. Alt var
sópað og prýtt eftir föngum.
Lengi höfðum við börnin hlakkað til jólanna.
Við Tryggvi vorum í svo góðu skapi, að við kjöss-
uðum hundana í hvert sinn, er þeir urðu á vegi okk-
ar, og Guðríður litla strauk kisu þangað til hún fór
að mala, en Nína var alt af að gala og klappa saman
lófunum af kæti.
Húsmóðirin setist við orgelið og fór að spila
jólasönginn, og alt fólkið tók undir:
“í dag er glatt í döprum hjörtum,
því drottins Ijóma jól.
í níðamyrkrum nætur svörtum
upp náðar rennur sól.
Er vetrar geisar stormur stríður,
þá stendur hjá oss friðarengill blíður,
og þegar ljósið dagsins dvín,
oss drottins birta kring um skín.”
En hvað jólasálmurinn hafði góð áhrif á mig.
Það var eins og einhver ósýnilegur friðarengill
væri að svífa kringum mig á þessari heilögu stundu.
Satt að segja tók eg lítið eftir lestrinum. Eg
sökti mér niður í mínar eigin jólahugsanir:
“Mér er sem eg sjái barnið í jötunni, með blá
augun og stóra geislabauginn í kringum höfuðið.
Þarna hallar það sér upp að brjósti móður sinnar.
Ó, hvað Jesús var gott barn. Einu sinni var María
móðir hans á ferð með hann. Þá kom rigning, og
María ætlaði að fara að gráta. En Jesús bandaði
hendinni móti rigningunni, svo það varð glaða sól-
skin. Aldrei hefir betra barn verið til, enda fóru
englarnir að syngja, þegar hann fæddist. Og svo
komu vitringarnir með gjafirnar sínar. — Skyldi eg
þá ekki fá einhverja jólagjöf? Eg fæ þó að minsta
kosti jólakertið mitt og . . . ”
Nú fór eg að átta mig. Lesturinn var á enda.
Húsmóðirin stóð upp. Hún ætlaði að fara að skamta
blessaðan jólamatinn.
Svo voru jólin haldin með venjulegum hátíðabrag
og ljósagangi; en ekkert sögulegt bar við annað en
það, að fólkið fór í pantaleik á jóladagskvöldið, og
Tryggvi var dæmdur til að rífa ræfil upp úr svelli.
— Bernskan — Sigurb. Sveinsson.