Lögberg - 09.01.1930, Blaðsíða 2
r
Bls. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
9. JANtJARÚ 1930.
Heimsbylting í landbúnaði.
i.
‘ Eitt hið stærsta mál vort er við-
reisn landbúnaðarins. Mikill áhugi
er og vakinn fyrir úrlausn þess
ntáls, land'búnaðarnefnd situr á rök-
stólurti og við borð liggur banka-
stofnun búnaðinum til hjálpar.
Mikil hætta er samt á því, hér
eins og annarsstaðar, þar sem
dreifðir kjósenda hagsmunir ráða,
að landinu verði ekki einungis bak-
að miljónatjón með skakkri úr-
lausn, er hrindi okkur ,út úr heil-
brigðri santkepni á sviði landbúnað-
ar.
Aður en við hröpuni að stórUm
fre.mkvæmdum, verðum við því aÖ
setjast augliti til auglitis við aug-
ljósa staðreynd, sem menn þó sýn-
ast forðast að nefna á nafn, og þó
er hún hvorki meira né minna en
það, að nú stendur yfir bylting í
iandbúnaöi um gjörvallan heim.
Og árangur þessarar byltingar er
þegar farinn að sjást mjög áþreif-
anlega, einnig hér á landi, að viss
tegund búnaðar — er auðsjáanlega
verður framtíðarbúnaðurinn — ber
sig ágætiega, en hin tegundin—for-
tióarfonnið—ber sig ekki þótt gef-
in séu bókstaflega öll þau bestu skil-
yrði, sem upphugsuð verða önnur
en sjálf formbreytingin.
(;g, til þess að Komast inn að
kjarna málsins—þá er nú einmitt
að gerast í landbúnaðinunt sama
byltingin, sem varð á sviði iðnað-
arins, þegar stóriðjan útrýmdi smá-
iðjunni með hjálp vélanna.
Það er stóryrkjan í landbúnaS-
inum, sem nú cr að útrýma smá-
yrkjunni.
1 stærsta framfaralandi nútím-
ans, liandaríkjum Norður-Ame-
riku, hafa smáyrkjunni verið lögð
í hendur öll þau gæði, seni islenzki
landbúnaðurinn er nú að hrópa á—
bændamentun, nóg lánsfé, góð að-
búð, ágætur innlendur markaður,
fullkomið veganet og vélar og bílar
á hverju heimili! — Og árangur-
inn? — Bændurnir flosna nú upp
í hundruðum þúsunda og flytjast
til borganna, en vélar þeirra eru
seldar sem járnarusl!
Þetta er alt ofurskiljanlegt. Síð-
an á stríðsárunum hafa þar vestra
verið smíðaðar landbúnaðarvélar í
stórum stíl. Þetta leiddi af sér
ræktun í stórum stíl og stórlega
aukna framleiðslu á landbúnaðar-
afurðum, sem hægt var með góðum
hagnaði að selja ódýrara en dreifÖ-
ir bændur gátu sélt sínar afurðir.
En J)að, sem skar úr var það, að
enginn var til að kaupa alla þessa
miklu framleiðslu.
Stóriðnaðurinn var ])ó nokkurn
tíma að þvi tvennu, að offylla mark-
aðinn að iðnvörum og útrýma smá-
iðjunni, — já, það verk er ekki
einu sinni fullkomnaÖ J)ann dag í
dag, og þess vegna halda menn
væntanlega, að smáyrkjan í land-
búnaði geti enn átt sér nokkra
framtíð. En þess er að gæta, að
hinn fjölþætti iðnvörumarkaður
getur þanist út á svo marga vegu,
en stórfeld aukning landsafurða
hlýtur að segja til sín strax, vegna
þess að það eru mjög þröng tak-
mork fyrir því, hvað fólk getur
aukið neyslu sína af landsafurðum,
sérstaklega þegar það bætist nú
viÖ, að fiskafurðirnar eru skæður
keppinautur — stóriðjan er líka
komin þar inn og meÖ hjálp bættra
samgangna og verkunaraðferða á
fiskmarkaðurinn ennþá eftir að
færa stórlega út kviarnar.
Það er nú greinilegt, að á sama
hátt og stóriðjan á svo mörgum
sviðunt hefir lent í “ofiðju,” þ. e.
of mikilli framleiðslu, eins hlýtur
vélyrkjan að Ienda í ,‘ofyrkju” og
^offylla markaðinn, eins og Jægar er
orðið sumstaðar. Og sölutregða
afurðanna kemur þá auðvitað fyrst
niður á þeim, sem erfiðasta eiga að-
stöðuna—hinum dreifða bændalýð.
—Og það, sem átti að verða bænd-
um til hjálpar, vélarnar og lánsféð,
verður að eins til þess að koma
þeim fyr á höfuðið.—
Alstaðar þar sem vélyrkjan er
að búa um sig er ofyrkjan farin að
koma í ljós. í breska ríkjasam-
bandinu er sölutregða landafurð-
anna orðin svo tilfinnanleg, að
Bretar eru nú aÖ hugsa unr að loka
að sér fyrir öðrum þjóðum og
kaupa landafurðir að eins af sam-
bandsþjóðum sínum. Danir ræða
mikið urn Jætta, J>ví að landbúnað •
ur þeirra byggist að miklu leyti á
versluninni við Breta. Heyrast þar
nú sterkar raddir um að taka upp
samyrkju í stórum stíl, steypa sam-
an mörgum landbúnaðarfyrirtækj-
unt til að gera framleiðsluna ódýr-
ari.
Rússar álíta sömuleiðis, að ef þeir
eigi ekki að lenda aftur úr í sam-
kepninni, verði þeir að taka upp
samyrkjuformið strax. Eiga þeir
nú í smíðurn landbúnaðarvélar fyr-
ir hundruð miljóna. Má nærri geta
| hvort það finst ekki á markaðinum
| þegar þessar vélar eru komnar í
j gang.
Eg hygg nú að það sjáist af of-
! annefndum staðreyndum að bylt-
! ingin i landbúnaðinum er í fullum
j gangi út um heiminn, og hvorki
I líkur til að hún verði stöðvuð né
J til hins, aÖ menn óski aÖ stöðva
! hana.
Hitt mun aftur nær sanni, að
! |)jóðirnar keppist við að komast
sem fyrst yfir byltinguna og inn i
hið nýja ástand reglu'bundinnar
samyrkju, sem forðast aðalhætt-
una, ofyrkjuna, eins og heitan eld,
en leggja stund á að sameina ódýrt
og gróðavænlegt framleiðsluform,
sem væntanlega fæst með því að
nota mikilvirkar vélar og ná með
sterkræktun sent stærstum afrakstri
af sem minstu flatartnáli jarðar-
innar.
Þær Jtjóðir, sem erfiðast eiga
með að nýskapa atvinnuvegi sína,
eru þær sem fest hafa mikið fjár-
magn í úreltum aðferðum, tækjum
og eignum, setn að ntiklu leyti tapa
I verÖmæti sínu viÖ breytinguna. —
! Þess vegna standa sjálfar menta-
i þjóðirnar tiltölulega ver að vígi að
jnýskapa atvinnuvegi sína, heldur en
j sumar hálfmentaðar þjóðir. í ýms-
' um Asíulöndutn er nú talað um
j stóreflis nýræktarfyrirtæki undir
leiðjögn Norðurálfutnanna, enda er
þar minna aÖ veðsettum eignum og
úreltum fyrirtækjum, sem treina
þarf lífið í. Auk þess er ofríki
hinna dreifðu kjósendahagsmuna
ekki eins mikið og hér vestra, og
þar af leiðandi njóta hin stjórnandi
öfl sín betur.
Lánsfjárpólitik nútímans er vold-
ugt afl til góðs og ills. Með henni
má endurreisa heilar þjóÖir og opna
takmarkalausa starfsmöguleika.
Með henni má líka halda við úr-
eltum og ólífvænum atvinnugrein-
um með því að draga fjármagnið
frá hinum lífvænni til styrktar
styrktar þeim dauðvona.
Hér h«_fir verið stofnaður “Bygg-
ingar- og landnámssjóður.” Nafn-
ið bendir á að heilbrigð hugsun
hafi légið stofnuninni til grund-
vallar. Því að það þarf einmitt
að nema landið og byggja það að
nýju! — En svo víst sem þetta er,
eins áreiðanlegt er hitt að sá sjóður
getur ekki nú þegar tekið til starfa
á heilbrigðum grundvelli. Að ó-
undirbúnu máli getur hann ekki
gert annað en að rígnegla niður úr-
elta búnaðarháttu, ósamkepnishæfa
smáyrkju á víð og dreif, og tefja
fyrir eiginlegum framförum á
sviði landbúnaðar, um ófyrirsjáan-
legan tíma.
Ameríka var um skeið hið fyrir-
heitna land þeirra, sem ekki trúðu á
framtíð Islands. Með tryggilega
stofnuðum og vel stjórnuðum land-
búnaðarbanka má gróðursetja
“Ameríku” víða á voru landi. En
til þess þarf að taka landbúnaðar-
málið til meðferðar á alveg nýjum
grundvelli.
II.
í fyrri grein minni benti eg á að
landbúnaður um allan heim stæði
í tákni byltingar. Stóryrkjan lenti
Rosedale Kql
Lump $12.00 Stove $11.00
FORD COKE $15.50 Ton
SCRANTON HARDKOL
POCA LUMP og
CANMORE BRICQUETS
Thomas Jackson & Sons
370 COLONY ST.
PHONE: 37 021
í ofyrkju, sem gerði smáyrkjunni
erfitt eða ómögulegt að losna við
afurðir sínar við viðunandi verði.
—Eg benti á hvaÖ skaðlegt það
væri að leggja nú á þessu stígi máls-
ins dýrt átlent lánsfé i landbúnað
vorn. Aður yrði að kynna sér ná-
kvæmlega síðustu reynslu i þeim
efnum og hefja umbætur á róttæk-
um visindalegum grundvelli.—Láns-
fé og styrkir eru einu verkfæri
hinna stjórnandi valda til að ráða
stefnu atvinnuveganna, og leiðir af
sjálfu sér aÖ slíkt má ekki veita út
i bláinn, ekki til að treina líf í úr-
eltri fortíð heldur til að koma heil-
brigðri framtíð á legg.
Eg benti á aÖ vélyrkja og stór-
yrkja mundi eiga framtiðina fyrir
sér í formi einhverskonar sam-
yrkju, en þetta þarf þó nánari skýr-
ingar. — I Ameríku hafa mörg
stóryrkjufyrirtæki farið á höfuðið
og rétt er það einnig að enn er
fjöldi smábænda við bú. Skýring-
in á þessu, er sú, að mikið hefir
verið stofnað af fyrirtækjum “í
braski’’ eða á óheilum grundvelli.
Þó hafa mörg þeirra verið svikin á
ónýtum tækjum og þegar þetta fer
saman við það að vinna kannske
með dýru lánsfé, þá er ekki von að
vel fari. Svo kemur hið stóra at-
riði, sem jafnvel bestu fyrirtæki fá
ekki staðist, það er ofyrkjan og
þar af leiðandi sölutregða á afurð-
um. — Aftur á móti hefir þetta alt
furðu lítil áhrif í bili á efnaða
sjálfseignabændur, sem ekki kaupa
dýrar vélar, fyrir lánsfé. En til
lengdar er þó líklegt að einnig þeir
verði að láta hlut sinn fyrir vel
stjórnuðum auðfélögum og sam-
vinnufyrirtækjum, sem náð hafa í
sterk markaðssambönd, nema þeir
færi sig aftur i tímann og geri því
minni kröfur til lífsins. En það
eru smábændur og miðlungsbænd-
ur, sem vinna með lánsfé, sem eru
í aðalhættunni. Það sýnist ekkert vit
í því aðveita þeim aukið lánsfé til
vélakaupa, né annars. Eina ráðið
fyrir þá er að hverfa að arðvænni
framleiðslu og þarf ríkið og láns-
fjárstofnanir að stuðla aÖ því að
þeir geti byrjað hana.
Það var lengi skoðun hagfræð-
inga, að bændur stæðu algerlega
f>rir utan lög og rétt félagshag-
fræðinnar. Engar byltingar t at-
vinnulífi heimsins hefÖu áhrif á þá.
Þeir liföu alt slíkt af. — Þetta er
auðvitað rétt á meðan bændur eru
“sjálfbirgir” þ. e. framleið.a flest
allar nauðsynjar sínar sjálfir. En
])egar því sleppir og' bændur eru
farnir að framleiÖa verslunarvöru
og eru orðnir í vaxandi rnæli háðir
sölu hennar, þá eru þeir komnir inn
í keðjuna. í stað þess að bænda-
stéttin var áður kjarni þjóðarinnar
og takmark út af fyrir sig, þá verð-
ur hana nú meira aÖ skoða sem
meðal, sent starfslið í stærri heild,
og ]>á er hún orðin háð hreyfinga-
lögmáli ])eirrar heildar.
Og þetta er einmitt heilbrigð rás
timans — að þjóðirnar leiti saman
til nánara samneytis og félagsmenn -
ingar. Og þaÖ er þaÖ sem hér þarf
að skiljast, að í þessu efni eru
heppileg tímamót með þjóð vorri.
Rányrkjuöldin, sem heimtar að
bygðin sé sem dreifðust, er nú á
enda, og fólkið leitar saman af
sjálfsdáðum og það gefur mögu-
leika fyrir ræktun og samstarfi.
Menn hafa streymt til kaupstað-
anna. Vegna hvers að amast við
því? — Það eru einmitt innlendu
kaupstaðirnir, sem verða framtíðar-
bjargvættir landbúnaðarins, og eru
enda orðnir það nú þegar. — Menn
bera áhyggjur fyrir því að jarðir
leggist i eyði. — En eg segi — betur
að allar miðlungssveitir og þaðan af
lakari legðust í eyði! — Landið er
nú einu sinni ofstórt fyrir okkur og
þjóðin alt of litil, frá því verður
ekki komist. Og það er á allan
hátt gróði fyrir 'þjóðina í heild
sinni að heimta fólk úr fásinni af-
dala og útnesja landsins til þess að
drýgja dáð þar sem betur vegnar.
Nútímamenning þrifst ekki nema
■bygðin sé miklu þéttari en hér ger-
ist. T. d. hrein heimska að vera að
tala um rafvirkjun sveita eins og nú
hagar til. Jafnvel það eitt að halda
uppi fullkomnu veganeti, símum
og samgöngum er nú alveg ógern-
ingur, og tilraun til þess hlýtur að
hefta allar skynsamlegar framfarir
þjóðarinnar.
Þeir stjórnmálamenn eru stein-
gerð nátttröll, sem láta sér nú leng-
ur dyljast að hið eiginlega sjálf-
stæðismál vort hvílir svo að segja
eingöngu á stjórn fjármálanna.
Flest af því, sem nú er ritað uni
sjálfstæði, hvílir á alt of mjög til-
búnum grundvelli eða aftur í for-
tíð. Þaö verða fjármálin, sem
framvegis skera úr um sjálfstæði
vort og ekkert annað.
Landbúnaðarmál vort er óað-
skiljanlegur hluti af þessu og leys-
ist best í nánu samræmi við önnur
atvinnumál vor. Að reyna að snúa
hjóli tímans aftur á bak og leggja
stund á að ala upp aftur sjálfbirga
bændastétt, það er hvorki unt né
æskilegt.
Líklega er sú stefna réttust, að
leggja ekki stund á framleiðslu
Við Hósta, Kvefi, Bron-
chitis og Influenzu
Reynið
Peps
töflur
PEPS
Zoc asKja með 35 silfurKi. toiium
mikið meiri landafuröa en við sjálf-
ir getum notað eða breytt í auð-
seldar iðnaðarvörur. Eitt fyrsta
sporið í áttina til styrktar heilbrigð-
um landbúnaði er það að efla arð-
væn iðnfyrirtæki, sem þarfnast
landafurða og taka það fólk í vinnu,
sem enn um skeið hlýtur að leita
burt úr sveitunum vegna þverrandi
afkomu. Síldarbræðslurnar sýnast
vera heilbrigt spor í þessa átt, þvi
þótt þær vinni aÖeins stuttan tima
á ári, þá ættu þær að flytja pen-
inga inn í landið.
Ef við tökum þessa stefnu, þá
ættum við meÖ hverju ári sem líÖ-
ur aÖ geta oröið mipna háðir út-
lendum markaÖi með landsafurðir
vorar, og þá komumst við hjá því
aÖ taka upp samyrkjuform af stór-
virkasta tæi, en getum látið oss
nægja að nema blómlegustu bletti
landsins, fyrir nýræktarhverfi.
Að ávaxta dýrt lánsfé á rústum
rányrkjunnar er óhugsandi. Það er
ekki unt nema umskapa atvinnu-
veginn frá rótum eftir nútímahætti
og nýjustu þekkingu. Og það er
það sama sem nýtt landnám. Slik
landnámsstefna er og þegar byrjuð
af sjálfu sér meÖ byggingu kaup-
staðanna, sem eru orðnir og verða
kjarninn í komandi þjóðskipun.
Auðvitað kemur ekki til mála
nein ráðstöfun um að “flytja fólk-
ið saman,” eins og sumir tala um.
Engri þvingun skal beita, og þeir
menn verða að sjálfsögðu ekki
rifnir upp af jörðum sínum, sem
þar geta haldiÖ áfram að vera af
því að þeir eru nægilega efnaðir og
gera ekki hærri kröfur en sjálfbirg-
ur búskapur á fortíðarvísu getur
veitt. En að halda við slíku fyrir-
komulagi með styrkjum og gjafa-
lánum, það getur ríkið ekki, af því
að kraftar þess verða að fara ó-
skiftir í þaÖ aÖ byggja upp lífvæn-
an landbúnað, og aðra nauðsynlega
atvinnuvegi, sem ekki verða undir-
boðnir í samkepninni og gefa þó
hverjum duglegum manni góða
möguleika, þótt hann byrji með
tvær hendur tómar.
Hér er ekki að sinni rúm fyrir
meiri málalengingar. Þessum stuttu
athugasemdum, sem reyndar eru
teknar út úr stærra samhengi um
nauðsynlega nýskipun þjóðfélags-
ins, er beint til allra flokka, en þó
einkum til þess s^n nú fer meö
völd. Að vísu skal viðurkent að
ekki er hægt um hönd, kjósenda
hagsmunir leggjast alt* af á móti
rótækum umbótum. — En hafa ekki
flokkamir átt mestan þátt í því
sjálfir að þyngja kjósenda- okið á
stjórn landsins?
H. J.
—Vísir.
gæta, hvort ekki hefði sprungið
aftur. Einu sinni, þegar tiann
opnaði hurðina, for annar bíll
fram hjá og hann reif hurðina
af bílnum okkar, en það breytti
engu öðru en því, að nú gat bíl-
etjórinn alt af litið út án þess að
þurfa að opna hurðina. Á öðrum
stað riðum við niður mann a bíl-
unga. Hann vildi ekki víkja, svo
að við ókum bara á hann — hisp-
urslaust, hægt en ákveðið. L'n þá
höfðum við setið í bílnum sex
stundir og vorum svo aðsettir, að
við höfðum engan áhuga fyrir
þessu og urðum ekki einu sinni
hissa.
Einn glugginn í bílnum brotn-
aði af hristingnum. Eg Var altaf
með hausinn uppi í bílþakinu, og
var sem eg kæmi varla við bílinn
annars staðar og einu sinni, er
eg rak mig hastarlega upp undir,
hljóðaði eg, en bilstjórinn sagði:
“Þetta fer í vana hér á íslandi.”
Ekki var betra á heimleiðinni,
því að þá var ekið ofan í móti og
bílstjórinn hraðaði ferðum, vegna
þess að hann var orðinn of seinn.
Á einum stað hljóp fjárhundur
fyrir bílinn og við ókum yfir
hann. Mér varð litið aftur og sá,
að bíllinn hafði farið yfir hund-
inn, en hann stökk á fætur og sá
ekki að neitt gengi að honum.
Hundurinn var líka íslenzkur.
Það borgaði sig að fara þessa
ferð. En mundi nokkur annar
staður en Þingvöllur hafa getað
bætt manni upp ferðalagið? Eg
reyndi ekki að rannsaka það, þvi
að næst þegar eg fór í ferð, fékk
eg mér hest og var ánægður með
hann. — Lesb.
i En hvöt ætti það að vera okkur
1 íslendingum, að taka þátt i rann-
sóknastarfinu þar vestra, og aug-
ljóslega stöndum við að ýmsu
leyi betur að vigi, en nokkrir aðr-
ir, til þess að ráða rúnir hinna
grænlenzku fornminja. Atvinnu-
hættir voru þar með líku sniði og
hér hafa verið. Tungan, sem ör-
nefnin gaf þar, hin sama og töluð
hefir verið í íslenzkum sveitum.
Á þv leikur enginn vafi, að ís-
, lenzkir sagnfræðingar myndu fús-
I lega leggja á sig það erfiði, að
fara um hinar fornu byg'öir í
Grænlandi, ef þeim gæfist kostur
á að komast þangað.
Hefir Morgunblaðið ákveðið,
j að gangast fyrir því, að fá ís-
j lenzka sagnfræðinga og vismda-
j menn til þess að taka þátt í vís-
indalegum leiðangri til hinnar
Varð albata þegar hún
var með fjórðu öskjuna
Það Sem Kona í Saskatchewan Seg-
ir Um Dodd’s Kidney Pills.
Islenzkar rannsóknir á
Grænlandi.
Bílferð um Island.
—Englendingur, sem hér var i
sumar, R. Herring að nafni, hef-
ir skrifað í enskt blað grein um
bSlferð til ÍÞingvalla, og ’birtist
hér útdráttur úr henni:
“Eg hefi aðeins stigið upp í
einn af hinum 300 bílum, sem eru
í Reykjavík, og þótt eg hafi í
hyggju að fara til íslans aftur,!
þá efast eg um, að eg stigi þar[
upp í annan bíl. Ekki svo að
skilja, að bíllinn hafi ekki verið
þægilegur og að bílstjórinn hafi
ekki bæði verið verið kurteis og
áræðinn, heldur er vegurinn
þannig, að hann blátt áfram svift-
ir mann þeirri tilfinningu að hafa
fasta jörð undir fótum.
Bíllprm var ;amerískur og við
ætluðum að fara til Þingvalla.—
Vegurinn var góður í Reykjavík
og nágrenni. En svo fór að rigna
og vegurinn versnaði stöðugt.
Hann var ósléttur, grýttur og
holóttur. Bílstjórinn reyndi að
krækja fram hjá holunum, en svo
sprakk einn hjólhringurinn. f
hálfa klukustund var bílstjórinn
að gera við hann, og kom aft-
ur rennvotur upp í bílinn. Þetta
var miðja vegu milli Reykjavík-
ur og Þingvalla. Eftir þetta opn-
aði hann bílhurðina, eftir allra
verstu nykkina, til þess að að-
Morgunblaðið ætlar að gangast
fyrir því, að íslenzkir vísinda-
menn taki þátt í rannsóknum í
hinum fornu Grænlandsbygðum.—
Um þetta efni farast Mgbl. nýlega
orð á þessa leið:
fslenzk vísindi eru ung og hafa
átt erfitt uppdráttar. En eftir
því sem efnalegt bolmagn þjóð-
arinnar eykst, og víðsýni manna
þroskast hér, er þess að vænta,
að vísindi vor og visindalegar
rannsóknir fái byr undir vængi.
Eðilegt er, að íslenzkir vísinda-
menn leggi meginstund 'á ranm
sóknir á sögu vorri og náttúru
landsins, og leggi eigi leiðirnar
út fyrir hin innlendu takmðrk.
Þó er eitt rannsóknarsvið, utan
við núverandi íslenzk takmörk,
sem við margra hluta vegna, get-
um eigi látið afskiftalaust, þ. e.
hinar fornu Grænlandabygðir.
Harmsagan, grænlenzka, um
bygðirnar sem gleymdust, land-
nemana, sem dóu út, er svo ná-
tengd íslenzkri sögu, að það er
blátt áfram skylda okkar, að sýna
það í verkinu að við finnum til
þess, að hún komi okkur við.
Tæpast munu til vera merkari
fornmenjar, er varpa ljósi yfir
vora eigin menningarsögu, en
leifar þeirra mannabústaða, sem
staðið hafa óhaggaðar öld eftir
öld vestur í Grænlandsdölum. Nú
þegar sögurannsóknir vorar eru
að eflast og komast á rekspöl, er
það blátt áfram ekki hægt, að
ganga fram hjá rannsóknarefn-
um þeim, sem enn biða óleyst þar
vestra.
Ýmsir ágætir vísindamenn hafa
sem kunnugt er starfað í Græn-
landi. í hvert skifti, sem fund-
ist hafa nýjar staðreyndir af
minjum hinna fornu bygða, höf-
um við íslendingar getað glaðst
yfir því, að um leið hefir leyftri
verið varpað ýfir( oklkar eigin
sögu. — Er skamt að minnast
hinna ágætu rannsókna dr. Nör-
lunds i Herjólfsnesi og Görðum.
--------------------------------
j fornu bygðar á Grænlandi.
Þegar eg var í Danmörku nú
j nýlega, átti eg. tal um það viðj
! nokkra ráðamenn grænlenzkraj
mála, hvernig þeir myndu taka
því, ef gerður yrði út íslenzkur
vísindaleiðangur til Grænlands.
Eftir þeim undirtektum, sem eg
fékk, tel eg fullvíst, að Danir
myndu greiða götn slíks leiðang-
urs, sem bezt þeir mega.
Enn fremur hefi eg átt tal um
þessar fyrirætlanir við Matth.
J Þórðarson, Sig. Nordal, Finn Jóns-|
j son o. f 1., og hvarvetna fengið
hinar beztu undirtektir.
Helzít ætti leiðangur jþessi að
komast á sumarið 1931, og ætti
að vera hæfilegur undirbúningsj
tími þangað til. Leiðangurinn
yrði að gera út á íslenzku skipij
j héðan úr Reykjavík, og væri ætl-
í andi, að þing og stjórn vilduj
styrkja !þetta fyrirtæki með því
að lána til þess eitt varðskipanna.
Verkefni þessa fyrsta íslenzka
vísindaleiðangurs yrði að fá yf-j
irilit yfir landshætti í hinum fornuj
bygðum, rannsókn örnefna o. j
þessh. Síðar myndi geta komið
til greina, að fást við nákvæm-
ari rannsóknir takmarkaðra
sviða.
Að sjálfsögðu fá lesendur
Morgunblaðsins fregnir af því,
, hvernig menn taka í mál þetta, og
í hvernig undirbúningi miðar á-
fram. — Mgbl.
Mrs. O. íBaraniasky Hefir Mjög
Mikið Álit á Dodd’s Kidney Pills.
Crowtherview, Sask., 8. janúar
(Einkaskeyti)—
“Dodd’s Kidney Pills eru bezta
meðal, sem eg hefi nokkurn tíma
reynt,” segir Mrs. Baraniasky.
Eg hafði óttalegan bakverk og
gat varla rétt mig upp. Eftir að
hafa tekið úr þremur öskjum af
Dodd’s Kidney Pills, leið mér
miklu betur, svo eg fékk eina til,
og fann ekki eftir það til verkjar-
ins. Það má eg þakka Dodd’S Kid-
ney Pills.”
Að veikindi Mrs. Baraniasky
stöfuðu frá nýrunum, er auðsætt,
fyrst henni batnaði af Dodd’s
Kidney Pills. Þær eru eingöngu
nýrnameðal. Margar konur hafa
bakverk við og við, og þegar þær
komast yfir miðjan aldur, verður
hann oft miklu verri og^ tíðari.
Hvíldin dregur kannske úr hon-
um um tíma, en Dodd’s Kidney
Pills gera miklu meira en það.
Þær styrkia veik nýru og eyða or-
sök veikinnar.
Ef nýrun eru heilbrigð; þá er
blóðið hreint, og ef blóðið er
hreint, þá er heilsan góð.
TÓLF FÓSTURBÖRN,
eða þrettán þó.
Hjá Zúlúum í Afriku er það
siður, þegar tvíburar fæðast, að
fórna þeim, sem seinna fæðist,
fyrir sólarupprás. Fyrir hálfu sjö-
unda ári eignaðist drotning
Mkwaenazi - þjóðflokksins tvíbura,
dreng og stúlku, og eftir öllum
réttum reglum, átti að fórna stúlk-
unni. En ensk trúboðshjón, Mr.
og Mrs. Hawkins, skárust í leik-
inn og björguðu lifi litlu prins-
essunnar þannig, að taka nana
sér i dóttur stað. Zúlúar höfðu
ekkert á móti þessu, en afleiðing-
in varð sú, að í hvert skifti, sem
tviburar fæddust, urðu þau hjón-
in að taka yngra barnið og eign-
uðust þannig 12 fósturbörn á sex
árum. Nú eru þau komin t'eim
til Lundúna með allan hópinn og
bættist hið 13. við áður en þau
lögðu á stað, því að litla prins-
essan vildi alls ekki skilja við
tvíburabróður sinn, og urðu trú-
boðshjónin að taka hann að sér
líka. — Lesb.
tvO
seto
er
ve\ VeV
Ag*1
ttv
og
ebttisett’
Yteítt
BREWED IN
WE5TERN
CANADA
FOR OVER
40 YEARS
STOCK
A L E
SHEAS U/INNIPEG BREU/ERY LIMITED
MACDONALD'S
Fiite Oú
Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem
búa til sína eigin vindlinga.
HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM