Lögberg - 09.01.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚARÚ 1930.
Höaöerg
(Jefið út hvem fimtudag af The Col-
umhia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðains:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The ‘‘Lögrberg" ís printed and publlshed by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Buílding, 695 Sargent Ato., Winnipeg, Manitoba.
Framtíðarhorfur.
Tæpast getur hjá því farið, er alt kemur til
alls, að sá verði dómur sögunnar, að hið ný-
liðna ár hafi yfir höfuð að tala reynst canadisku
þjóðinni næsta giftudrjúgt. Innbyrðis samræm-
ið milli landshluta þeirra allra, eða fylkja, er
canadiska fylkjasambandið mynda, hefir verið
traustara og innilegra en líklegast nokkru sinni
fvr, og ber slíkt gleðilegan vott um glædda þjóð-
emislega meðvitund.
Iðnaðarframleiðsla þjóðarinnar jókst til
muna á árinu, sem leið, og þótt uppskera í hin-
um ýmsu landshlutum, sérstaklega vestanlands,
væri með rýrara móti, þá varð slíkt að allmiklu
leyti ba>tt upp með sapiilegu verðlagi. í hvaða
átt, sem litið er, er því gild ástæða til að fagna
hinu nýbyrjaða ári með vonbirtu og djörfung.
Hin canadiska þjóð er á 'hröðu framfara-
skeiði. Syjiir hennar eru frjálshuga framsókn-
armenn, er aidrei láta sér neitt það fvrir brjósti
brenna, er til sannra þjóðheilla miðar. Er hið
sama auðvitað um hinar glæsilegu dætur þjóð-
arinnar líka að segja.
Þótt mörg hafi þau verið og risafengin
framfarasporin, er canadiska þjóðin steig á ár-
inu, sem leið, ]>á hefir þeirra sennilega þó hvergi
gætt eins mikið, eins og í hinum norðíægu hér-
uðum. Fyrir tiltölulega fáum árum hugðu menn
þar vera eyðimörk eina, nakta og snauða af öll-
um verðmætum. Nú er þessu alt á annan veg
farið. Nú er það komið á daginn, að þessi norð-
lægu víðflaani, hafa til brunns að bera ógrynnin
öll af verðmætum málmum, jafnvel langt um-
fram það, er nokkru sinni hefir annarstaðar
þekst í víðri veröld. Má því vel svo að orði
kveða, að hér sé nú að renna upp ný gullöid
iðju og athafnalífs.
Mannvirki þau hin risafengnu, sem um þess-
ar mundir eru að rísa upp í Flin-Flon námu-
héruðunum í norður parti Manitoba, eru slík,
að sajnboðin væru hvaða stórþjóð sem er. Er
þar nú verið að leggja undirstöðu að voldug-
um námabæjum, þar sem hver vinnufær hönd
verður sístarfandi ár út og ár inn. Auður sá
hinn mikli, sem falinn er í jörðu þar nyrðra,
er meiri en svo, eftir því er vísindamönnum á
sviði nápaarekstursins segist frá, að tölum tjái
að nefna. Canadisk nýyrkja, ef svo mætti að
orði kveða, er nú í sköpun þarna norður frá,
sennilega í margfalt stærri stíl, en nokkum mun
hafa órað fyrir. Yesturlandið hefir til margra
ára verið kallað kornforðabúr heimsins. Svo
hefir það líka með réttu verið. En nú verður
þess ekki langt að bíða, að Sléttufylkin takist
einnig á hendur forystuna, hvað námafram-
leiðslunni viðvíkur, og þá ekki hvað sízt Mani-
tobafylki. *
Svo má heita, að nú sé lagningu Hudsons
flóabrautarinnar að fullu lokið. Fjöldi manns
hefir verið þar að verki undanfarin ár, og er
því í rauninni ekki annað eftir skilið, en nauð-
synlegustu mannvirki og umbætur við 'hafn-
stað járnbrautarinnar, Fort Churchill, og hefir
þar þó unnist mikið á, í þessu tilliti. Hudsons
flóabrautin, eða réttara sagt lagning hennar,
hefir um langt ára skeið verið hið mesta þrætu-
epli. Vesturfylkin kröfðust hennar sýknt og
heilagt, en er á þing kom, reyndu þingmenn
Austurfylkjanna, margir hverjir', að stinga mál-
inu svefnþorn,—óttuðust auðsjáanlega, að hin'
væntanlega braut til Hudsons flóa, ásamt reglu-
bundnum siglingum þaðan, mvndi einkum og
sér í lagi koma hart niður á Montreal.
Við sambandskosningar þær, er fram fóru
um haustið 1926, sendu Sléttufylkin að heita
mátti ekki aðra fulltrúa á sambandsþing, en þá,
er frjálslynda flokknum fylgdu að málum, eða
bandamenn hans, liberal-progressive þingmenn-
ina. Hétu þeir allir undantekningarlaust mál-
inu um lagning Hudsons flóabrautarinnar ein-
dregnu fylgi. Sjálfur forsætisráðgjafinn, Mr.
King, varð einn af þingmönnunum Sléttufylkj-
anna, og var hið sama um Mr. Dunning að
segja, fyrverandi ráðgjafa jámbrautarmálanna.
Það gat því í raun og veru ekki hjá því farið, að
málinu yrði rækilega sint, er á þing kom. Var
fjárveiting til brautarinnar aukin til muna á því
hinu fyrsta þingi, er Mr. Dunning hafði á hendi
forystu járnbrautarmálanna, og hefir svo ver-
ið jafnan síðan, auk þess sem hann, vitanlega í
samræmi við vilja ráðuneytisins, steig það þýð-
ingarmikla spor, að flytja hafnstaðinn frá Port
Nelson til Fort Ohurchill. Viturlegri fyrir-
hyggju Mr. Dunnings, sem og reyndar ráðu-
neytisins í heild, má það því augljóslega þakka,
hve vel hefir nú tekist til um lagning hinnar
nýju brautar til Hudsons flóa, sem og mann-
virkin við höfnina.
Með. fullnaðarlagningu Hudsonsflóa braut-
arinnar, hefir ræst ein af langþráðustu óskum
Sléttufylkjamia, eða réttara sagt íbúa þeirra.
Þegar til framkvæmdanna kemur, liljóta áhrif-
in frá hagfræðilegu sjónarmiði, að verða geysi-
mikil. Flutningsleiðin fyrir canadiskt hveiti
til markaðar, styttist afarmikið, og við það
lækkar hlutfallslega flutningskostnaðurinn.
Nær þetta og að sjálfsögðu til margra annara
framleiðslutegunda, bændum og búalýð til ó-
metanlegra hagsbóta.
Einkenni canadiskrar æsku, hafa jafnan
verið þolgæði og þrek. Þó mun ekki ofsagt, að
af slíkum manndómseinkennum, sé nútíðar
æskan hvað ríkust. Það eru flest alt ungir
menn, er mest láta til sín taka um þessar mund-
ir á sviði athafnalífsins, svo sem til dæmis á
sviði rafvirkjunar og námareksturs. Á sviði
stjórnmálanna kemur hið sama til greina. Þar
eru það ungu mennimir, er mest kveður að.
Jafnvel hinn ágæti stjómarformaður vor, Mr.
King, og núverandi fjármálaráðgjafi, Mr.
Dunning, era báðir enn svo að'segja á bezta
aldri.
“Ef æskan rill rétta þér örvandi hönd,
]>á ertu á framtíðarvegi.”
Sannleikur sá, er ljóðlínur þessar hafa að
geyma, er sígildur. Hann hefir ef til vill samt
sem áður hvergi komið skýrar í ljós, en í cana-
disku þjóðlífi um þessar mundir.
í'ljárhagur hinnar canadi.sku þjóðar er óneit-
anlega á hraðri ferð til aukinnar velmegunar.
Crynt er nú árlega á þjóðskuldinni, að veraleg-
um mun, þrátt fyrir það þótt skattar hafi mikið
verið lækkaðir, og í mörgum tiifellum afnumdir
með öllu. Sannari spegil af efnalegri afkomu
'þjóðarinnar, er ekki unt að fá, en ársskýrslur
hinna ýmsu canadisku banka, er bera með sér
stóraukna umsetning frá í fyrra. Er hið sama að
segja um fjárhagsskýrslur hinna ýmsu sam-
starfsstofnana, svo sem hveitisamlagsins,
gripasamlagsins og margra fleiri.
Svo má segja, að með hveyjum mánuðinum,
er líður, komi í ljós nýjar og nýjar auðsupp-
sprettur. Landinu verður því eigi um kent, ef
ekki verður hver starfsfær hönd starfandi frá
morgni til kvölds, hið nýbyrjaðarár á enda.
Svo eru framfarirnar hraðfara í Canada um
þessar mundir, að kyrstaða virðist því nær ó-
hugsanleg. Auðæfi landsins mega teljast ó-
þrjótandi, jámbrautir spenna landið frá hafi
til hafs, jafnframt því sem verið er árlega að
auka og endurbæta bílvegu. Innan fárra ára,
verða samgöngutæki canadisku þjóðarinnar
orðin fullkomnari en með nokkurri annari þjóð
í víðri veröld. Þar sem svo er um hnútana bú-
ið, getur ekki hjá því farið, að efnalegt sjálf-
stæði þjóðarinnar, hljóti að færast í aukana
jafnt og þétt.
Meðal stórviðburða þeirra, er gerðust á ný-
liðnu ári og djúpt grípa inn í efnalegt sjálf-
stæði Sléttufylkjanna, má telja samningana um
endurheimt náttúrafríðinda þeirra, eða auð-
æfa. Hafa fullnaðarsamningar náðst um þetta
mikilvæga mál, milli sambandsstjórnarinnar
annars vegar, og fylkisstjórnanna í Manitoba
og Alberta hins vegar. Hefir löng og harðsnúin
barátta verið háð um úrslit þessa máls, en nú
liafa þeir samningar náðst, er allir aðiljar mega
vel við una. Og þótt enn hafi ekki greiðst úr
flækju þessari hvað Saskatchewan fylki áhrær-
ir, þá má þess þó örugglega vænta, að slíkt tak-
ist í náinni framtíð, og það því fremur, sem
kunnugt er um einlægni og lipurð núverandi
sambandsstjómar formanns, máli þessu við-
víkjandi.
Það, sem ef til vill hvað mestan óhug vakti
með hinni canadisku þjóð, eða að minsta kosti
með nokkrum hluta hennar á nýliðnu ári, var það
tiltæki nágranna þjóðarinnar sunnan landa-
mæranna, að hækka til muna verndartolla gagn-
vart innflutningi canadiskra framleiðsluteg-
unda. 1 sumum tilfellum varð nokkru minna
úr tollmúrahækkuninni en í fyrstu var ráðgert,
þótt víða væri að vísu alllangt gengið. Æ'rið
varð canadiskum blöðum skrafdrjúgt um þetta
mál, einkum þó flokksblöðum íhaldsmanna, sem
og ýmsum forkólfum þess flokks, er kröfðust
þess óðir og uppvægir að komið skyldi þegar
á tollhefnd af hálfu hinnar canadisku stjórnar
fyrir tiltækið. Tiltölulega fengu þó slíkar radd-
ir lítinn byr, með því að sambandsstjómin kvað
slíkt ekki koma mundu til nokkurra mála. Toll-
mál hverrar þjóðar sem væri, yrðu að skoðast
sérmál hennar, og þá ekki síður Bandaríkja-
þjóðarinnar en annara þjóða.
Af.hinni nýju tollvemdunarstefnu Banda-
ríkjanna hefir það leitt, að rætt er nú meira í
Canada um aukin og efld viðskifta sambönd við
samlendumar brezku, en nokkru sinni fyr, og
virðist sú leiðin eiga hlýtt ítak í huga núverandi
sambandsstjórnar, sem og fjölda áhrifamikilla
manna, er henni fylgja að málum. Það er enn
yfirfljótanlegur markaður fyrir canadiskar
framleiðslutegundir. Þrengistum á einum staðn.
um, rýmkast jafnskjótt til á öðrum, jafnframt
því sem nýir markaðir opnast.—
Að öllu athuguðu, verður ekki annað sagt,
en hið nýliðna ár hafi reynst canadisku þjóð-
inni farsælt og gæfuríkt. Reynsla þess ætti að
hvetja hvem einasta canadiskan mann, og
hverja einustu canadiska konu, án tillits til þjóð-
ernislegs uppruna, til þess að fagna árinu ný-
byrjaða með glæsilegum áformum um ennþá
stærri afreksverk!
Sir Henry Thornton
og þjóðbrautakerfið.
Forseti þjóðbrautakerfisins — Canadian
National Railways, er nú fyrir skömmu kominn
til Montreal, eftir allanga dvöl á Englandi.
Lýsti hann yfir því, er heim kom, hve sann-
færðari og sannfærðari hann væri að verða
með hverju ári, um framtíðar vöxt og viðgang
hinnar canadisku þjóðar. Um járnbrautarkerfi
það hið stórfenglega, er hann stjómar, hafði
hann það eitt að segja, að því hlyti að sjálf-
sögðu að vaxa fiskur um hrygg í réttum hlut-
föllum við efnalegan þroska þjóðarinnar í heild.
Ekki kvað Sir Henry það 'hafa að nokkru leyti
hnekt trausti sínu á Canada, þótt uppskera síð-
asta árs hefði verið með rýrara móti; því hefði
farið fjarri að um uppskerubrest hefði verið
að ræða, og að sjálfsögðu yrði það eigi umflú-
ið, að áraskifti hvað framleiðslu áhrærði, ætti
sér stað hér í landi, engu síður en annarsstaðar.
Verðbréfahran það liið mikla, er geysað hefði
yfir Bandaríkin fyrir skemstu, hefði einnig að
sjálfsögðu komið nokkuð við Canada. En hinu
mætti jafnframt ekki gleyma, að hér hefði ein-
ungis verið um stundartruflun að ræða, sem
spuming væri jafnframt um, hvort ekki hefði
eitthvað gott í för með sér þegar fram í sækti.
Eins og síðasta fjárhagsáætlun þjóðbrauta-
kerfisins ber með sér, var ákveðið að verja á
hinu nýbyrjaða ári tuttugu miljónum dala, til
umbóta á fartækjum og eldri brautum. Vinn-
unni við þetta, kvað forseti að jafnað mundi
níður á því sem næst tólf mánuði.
Til lagningar nýrra brauta, heimilaði síð-
asta sambandsþing tíu miljón dala fjárveit-
ingu, og kvað Sir Henry verkinu á þeim brautum
verða haldið áfram jafnt og þétt. Umbætur á
kerfinu frá hafi til hafs yrði feikna miklar á
hinu nýbyrjaða ári, og mvndi slíkt hafa í för
með sér afarmikla atvinnu.
Sit Henry Thomton er ekki canadiskur að
uppruna, en ást hans á landinu og traustið á
framtíð þess, hefir skotið svo djúpum rótum,
að sönn fyrirmynd má teljast.
Um það leyti er Sir Henry tók við forstjóra-
stöðu við þjóðbrautakerfið, var það komið í
hina mestu niðurníðslu og f járhagur þess slík-
ur, að til stórvandræða horfði. A tiltölulega
fáum árum, hefir hann með skarpskygni sinni
og framtakssemi, komi því svo á laggirnar, að
nú er það eigi aðeins sjálfbirgt, heldur og lík-
legt til að verða ríkissjóði Canada 'hin mesta
tekjulind.
Hon. T. A. Crerar.
Að því hefir áður verið stuttlega vikið hér
í blaðinu, að Hon. T. A. Crerar, forstjóri United
Grain Growers félagsins, hafi aflagt embættis-
eið sem járnbrautarmálaráðgjafi í sambands-
stjórninni. Tekur hann við af Mr. Dunning,
sem tekist hefir á hendur forustu f jármálaráðu-
neytisins.
Mr. Crerar er engan veginn óþekt stærð í
opinbera lífi hinnar canadisku þjóðar. Hann
hefir gengt ráðgjafaembætti áður, því, eins og
kunnugt er, var hann til þess kjörinn, að- veita
landbúnaðarráðuneytfnu forustu í bræðings-
stjórninni frá 1917. Um hæfileika Mr. Crerar
verður eigi efast. Hann hefir nú um langt
skeið veitt all-umsvifamiklu fyrirtæki forustu,
þar sem Grain Growers félagið er, og það með
slíkum dugnaði, og slíkri ráðdeild, að það hefir
fært út kvíarnar jafnt og þétt. Mr. Crerar hefir
alla jafna átt mikil og stöðug mök við bændur
Sléttufylkjanna, og um hríð stundað landbún-
að sjálfur. Högum Vesturlandsins, eða réttara
sagt íbúa þess, er hann flestum fremur kunn-
ugur, og má þess því með fullum rétti vænta, að
hann taki fyllilega til greina réttmætar kröfur
þeirra, sem járnbrautarmálaráðgjafi.
Mr. Crerar er mælskur vel, og gat sér, að
• minsta kosti sem leiðtogi bændaflokksins á
þingi, hinn bezta orðstír; þótti yfir höfuð að
tala hagsýnn og tillögu góður.
Einhverjir finna það ef til vill Mr. Crerar
til foráttu, að hann skyldi nokkru sinni láta sig
það henda, að gerast ráðgjafi í bræðingsstjórn-
inni frá 1917. Slíkir tímar era nú löngu um
garð gengnir, og aðrir nýir komnir í staðinn.
Engar mannlegar athafnir, né ályktanir, mega
stjórnast af henfdarhug, og þessvegna virðist
sanngjarnt, að hinum nýja ráðgjafa járnbraut-
armálanna verði yfir höfuð vel fagnað, og það
því fremur, sem kunnugt er fyrir löngu, hve
mikilhæfur maður hann er.
Nú verandi stjórnarformaður, Mr. King, hef-
ir alla jafna haft orð á sér fyrir viturlegt val
í ráðuneyti sitt. Að honum hafi mistekist val-
ið að þessu sinni, fáum vér ekki undir nokkr-
um kringumstæðum séð.
Canada framtíðarlandið
í hinum fvrri greinum hefir
verið nokkuð að því vikið, hvers
vegna að hugur svo margra ís-
lenzkra bænda, hefir hneigst að
Manitobafylki. En í þessari
grein verður leitast við að lýsa að
nokkru ástandi og staðháttum í
Saskatchewanfylki. í mörgum til-
fellum gildir það sama um Mani-
toba og Saskatchewan, enda liggja
þau saman hlið við hlið. Þó eru
ýms atriði, að því er snertir Sas-
katchewan, sem væntanlegir inn-
flytjendur hefðu gott af að kynn-
ast, þar sem öðru vísi hagar til,
og skal hér drepið stuttlega á
nokkur helztu atrjðin, sem gera
það fylki frábrugðið Manitoba.
Það sem nú er kallað Saskatche-
wan, var áður fyrri víðáttumikið
landflæmi í Vestur-Canada, sem
Hudsons Bay félagið hafði fengið
samkvæmt erindisbréfi frá Char-
les II., árið 1670. Síðan komst
landspildan undir hina canadisku
stjórn, og var henni stjórnað frá
Regina, sem nú er höfuðborg þess
fylkis, með hér um bil 55,000 í-
búa. Árið 1882 var megin hluta
þessa flæmis skift niður í Alberta,
Assmiboia og Saskatchewan. Það
var ekki fyr en 1905, að Saskat-
chewan hlaut fylkisréttindi, með
Manitoba a*ð austan, Alberta að
að vestan, Bandarikin að sunnan,
en North West Territories oð
norðan.
Saskatchewanfylki er 257,700 fer-
mílur að stærð, og er því ummáls-
meira en nokkurt Norðurálfuríkið,
að undanteknu Rússlandi; það er
tvisvar sinnum stærra en Eng-
land, Wales, Skotland og írland
til samans, og hefir um sjötíu og
tvær miljónir ekra, sem hæfar eru
til kornræktar og annarar yrkju.
Af þessu flæmi hafa enn ekki
tuttugu miljónir ekra komist und-
ir rækt. Það er þvi sýnt, að tæki-
færi fyrir nýbyggja í Vestur-
landinu, eru enn þvínær ótakmörk-
uð.
íbúatala fylkisins er nú nálægt
800,000. Eins og nú standa sak-
ir, framleiðir Saskatchewan af
hinum litla, ræktaða ekrufjölda,
meira korn en nokkurt annað fylki
í Canada. , Saskatchewan hefir á
einu einasta ári framleit alt að
384,156,000 mæla af hveiti, byggi,
höfrum og hör, og er þess vegna
eitt hið mesta kornframleiðslu-
land innan brezka veldisins.
í meir en þriðjung aldar hafa
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
skamt til kornhlöðu og járnbraut-
arstöðva. .
Á liðnum árum hefir miklu ver-
ið úthlutað af heimilisréttarlandi
í fylkinu, og enn er talsvert af
þeim þar. En rétt er að geta þess,
að í flestum tilfellum eru þau
nokkuð frá járnbraut. Auðvitað
breytist það fljótt, þegar nýbyggj-
ar koma og taka löndin, því þá
fylgja járnbrautirnar jafnan á
eftir.
Mikið er þar af góðum löndum,
er fást til kaups fyrir þetta frá
$18 til $45 ekran, og má í flestum
tilfellum fá þau með slíkum skil-
málum, að borga má fyrir þau á
mörgum árum. Ræktuð lönd kosta
vitanlega sumstaðar miklu meira,
og fer það alt eftir því, í hverju
helzt að umbæturnar liggja. Enn
fremur má fá mikið af löndum a
leigu, til dæmis fyrir vissa hlut-
deild í ársarðinum. — Það, sem
væntanlegir innflytjendur ættu
samt fyrst og fremst að hafa í
hyggju, er það, að hinar miklu
umbætur seinni ára í fylkinu hafa
gert það að verkum, að erfiðleik-
ar frumbýlingsáranna þekkjast
ekki lengur. Eða með öðrum orð-
um, að það er margfalt auðveld-
ara fyrir nýbyggjann að byrja
búskap nú, en átti sér stað hér
fyr meir. Sléttan býður engum
heim upp á ekki neitt. Hún borg-
ar iðjumanninum handtök hans
vafningalaust. Skilyrðin til ak-
uryrkju og griparæktar í fylki
þessu eru að heita má ótæmandi.
Loftslagið í Saskatchewan.
Fyrir hálfri öld eða svo, var
fylkið að heita mátti óbygt. Hin
litla jarðrækt, er þektist þar þá,
var á mjög ófullkomnu stigi. En
stórar buffalo hjarðir undu sér
lítt truflaðar á beit, um sléttu-
flæmið víðáttumikla.
Rauðskinnarnir, það er að segja
Indíánarnir, þóttust hafa tekið
sléttuna að erfðum og þar af leið-
andi hefðu engir aðrir hið minsta
tilkall til hennar. Fáeinir stór-
huga æfintýramenn, tóku að leita
þangað vestur fyrir rúmum fjöru-
tíu árum. Jafnskjótt og tekið var
að leggja járnbrautirnar, þyrptist
fólkið úr öllum áttum.
Jarðvegurinn er framúrskar-
andi auðugur að gróðrarmagni og
á því vorit nýbyggjarnir ekki
lengi að átta sig. Erfiðleikarnir
voru að miklu leyti hinir sömu og
átti sér stað í Manitoba, en þeir
urðu samt enn fljótar yfirstignir.
Nú hafa verið reistir skólar og
kirkjur um alt fylkið. Símalínur
tengja borg við borg, sveit við
sveit. Bifreiðar eru komnar á
allflesta bóndabæi og járnbraut-
arkerfin liggja um fylkið þvert
og endilangt. Alls eru um 6,500
mílur af járnbrautum í fylkinu,
og er það meira en í nokkru öðru
fylki, að undanskildu Ontario.
Nútíðarþægindi í iðnaði, sam-
göngum og verzlun, hafa komið í
stað örðugleikanna, sem land-
nemalífinu voru samfara.
En þó nú séu við hendina flest
þau þægindi, sem nútíminn þekk-
ir, þarf samt engu að síður að
leggja alúð og rækt við störfin.
Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl-
ar miklu fremur að því að veikja
jarðveginn en styrkja. Og þess
vegna tóku landnemarnir snemma
upp á því að rækta sem mest af
gripum.
Örðugt var til markaðs hér fyr-
á árum og það svo mjög, að bænd-
ur áttu fult í fangi með að láta
hveitiræktina borga sig. Nú er
þetta alt saman breytt til hins
betra; hvar sem bóndinn á heima
í fylkinu, á hann tiltölulega mjög
Það er nú orðið viðurkent, að
þegar alt kemur til alls, þá er
loftslagið og veðráttufarið ein
mesta gullnáma fylkisins. Ekki
einasta, er loftslagið heilnæmt,
heldur skapar það skilyrði fyrir
allan hugsanlegan jarðargróða.
Sáning hefst venjulegast í apríl-
mánuði og í maí er þar oftast
miklu heitara, en í Austurfylkj-
unum. Heitast verður þar í júlí
og fer hitinn stundum upp í 100
stig, en venjulegast eru svalar
nætur og hressandi. Vetrarnir eru
kaldir, frost stundum 40 stig og
snjófall mikið. Þó er þess að
gæta, að slíkt frost stendur mjög
sjaldan nema örlítinn tíma. Þrátt
fyrir kuldann, er vetrarveðrið og
loftið þó heilnæmt og styrkjandi.
Loftið er oftast heiðskírt og raka-
lítið. Flest fólk sættir sig langt-
um betur við kalt þurviðri, en
stöðugar slyddur. Það er al-
gengt, að heyra nýbyggja lýsa
yfir því, að þeir kunni betur við
kuldann í Vestur-Canada, en hrá-
slagaveðrin heima.
í Saskatchewan eru heyskapar-
lönd þau allra beztu. Enn frem-
ur má rækta þar eins mikið af
allskonar garðávöxtum og vera
vill. Allar tegundir berja vaxa
þar í stórum stíl. Yfir sumar-
mánuðina skín sól í heiði að með-
altali níu klukkustundir á dag, en
til jafnaðar mun mega fullyrða,
að aldrei séu færri sólskins
klukkustundir á árf, en 2,000.
ELDGOS í JAPAN.
1 sumar er leið, tók eldfjallið
Asama Jama í Japan að gjósa og
varð gosið feykilega mikið og stóð
lengi. Olli það miklu tjóni. —
Asama er 2,560 metra hátt eldfjall
og er um miðbik stærstu eyjar-
innar, Nippon. Það gaus seinast
vellanda hrauni árið 1783 og lagði
þá 48 þorp í auðn. Er þéttbýlt
mjög í dalnum umhverfis fjallið.
Síðan hefir Asama legið niðri, en
alt af hefir staðið öskustrókur
upp úr þv^, þangað til nú, að það
byrjaði að gjósa að nýju. — Lesb.
I