Lögberg - 09.01.1930, Blaðsíða 7
LÖGBERG, P'IMTUDAGINN 9. JANÚARÚ 1930.
Bls. 7.
Út úr heimskauta-
nóttinni.
Byrd og félagar hans við
Suðurpól.
Eftir fjögra mánaða langa
.vetrarnótt,. er nú dagur runninn
í Suðurheimskautslöndunum. Þeg-
ar veturinn gengur í garð hér^ á
Norðurhjara veraldar, fer sumar-
ið í hönd þar suður frá. Og nú
(í okt. 1929)i eru þeir Byrd og
félagar hans farnir að búa sig
undir rannsóknarstarf sitt.
í ofanveírðumj desembler 1928,
braut *fCity of New York”, skip
Byrds, sér leið í gegnum rekísinn
í hvalflóa, og lagðist að íshell-
unni inni í flóanum. Og áður en
veturinn gekk í garð, höfðu þeir
leiðangursmenn gert sér bækistöð
a ísnum, vetursetubúðir, sem þeir
uefndu “Litlu Ameríku.” — Hús!
°g flugvélar höfðu þeir flutt með
®ér á skipinu, kola- og matvæla-
birgðir til árs, loftskeytatæki, raf-
uiagnsvélar og áhöld til vísinda-
rannsókna.
Leiðangur þessi er einstakur í
sinni röð að því leyti, hvað hann
er vel út búinn. Það var öðru
máli að gegna með leiðangra
Þeirra Scotts, Amundsens og
Shackletons. Þá urðu menn að
treysta á eigin mátt og megin og
brjótst áfram með hundasleða
yfir mestu torfærur og í grenj-
andi stórhríð. Það er ekki lengra
síðan, en 1912, að Amundsen fór
t*I Suðurpólsins, en nú er þó alt
svo breytt, að nú eru það flugvél-
ar og loftskeytatæki, sem Byrd og
félagar hans treysta mest á.
Þorp reist á heimskautaísnum.
Byrd-leiðangurinn er ekki gerð-
ur út til þess að “finna” Suður-
Pólinn, því að hann er áður “fund-
mn.” Tilgangur fararinnar er
sá’ að rannsaka hið gríðarmikla
isi- 0g snæviþakta land, sem þarna
er á “vindhafs víðum botni”. —
Land þetta er á stærð við Norður-
Ameríku, er í rauninni heil heims-
alfa, og að mestu algerlega ó-
rannsakað.
Hjá Hvalflóa, skamt þaðan sem
Amundsen hafði áður vetursetu,
reistu þeir Byrd og félagar hans
heilt þorp. Þar eru fjögur íbúð-
arhús, vélahús, þar sem rafvél-
unum er fyrir komið, rannsókna-
stofa, matvælaskemmur og skálar
fyrir flugvélarnar. Þrjár stórar
stálstengur bera uppi vírnet loft-
akeytatækjanna — hins eina sam-
bands, sem þeir félagar hafa við
hinn mentaða heim, sem er í þús-
und mílna fjarlægð.
Húsin eru ekki ]ýst með grútar-
■ompum, eins og títt er í heim-
ahautalöndum, heldur með raf-
magni. Símasamband er á milli
allra husanna. En póstgöngur
eru ógreiðar — það er nú rúm-
eSra hálft ár síðan að þeir félag-
ar fengu seinustu bréfin að heim-
an' Ekki fá þeir heldur blöð, en
loftskeytastöðin í “Litlu Ameríku”
afendur í daglegu sambandi við
umheiminn. Þrisvar á dag fá þeir
elagar útvarpsfréttir frá New
orlc’ °g einu sinni á dag fá þeir
norskar útvarpsfréttir, því að
nokkrir af leiðangursmönnum eru
orðmenn, þar á meðal Petersen,
o fakeytamaðurinn. Auk þess
S,1 tast t^ir félagar daglega á
S eytum við ástvini sína heima.
oir eru ekki eins einangraðir og
* rir. heimskautafarar hafa ver-
* ’ 011 þessi skeyti eru send í
_ U,tum bylgjum, en á kvöldin eru
beir n langbyl«ur> Þá hlusta
... 6 agar á hljóðfæraslátt í
Ban!t?ohÚSUm 1 Ny->'a SJ'álandi «g
ari Junum, og láta sig um
það dreyma, að þeir séu komnir
inn í fagurlega skreyttar dans-
hallir, umkringdir af glæsilegum
og fögrum konum. Og þeir segja,
að þarna í einverunni úti á hjara
veraldar, komi það næmast við
tilfinningar sínar, þegar þeir
heyra konur syngja í útvarpið.
Þá fyllist hugurinn óteljandi
minningum og þrárnar streyma
að —-------.
Náttmyrkrið mæðir á.
Þrátt fyrir það, þótt þeir félag-
ar hafi haft loftskeytasamband
við umheiminn, hafi getað hlust-
að á útvarp, stytt sér stundir við
grammófón og lestur góðra bóka,
varð hin langa heimskautsnótt
þeim erfið og mæddi á taugunum.
Sá, sem aldrei hefir kynst hinni
fjögurra mánaða löngu vetrar-
nótt, getur gert sér í hugarlund
hvernig hún er. Hún heldur
manni i járnviðjum myrkurs og
ömurleika. Alt er tilbreytinga-
laust, engan gest ber að garði,
aldrei sér maður ný andlit né
heyrir nýjar raddir. — Tilbreyt-
ingarleysið og ímyrkrið ílegst á
menn eins og mara, og hefir riðið
mörgum hraustum dreng að fullu,
gert menn önuga, sturlaða og
jafnvel brjálaða. Lífið fær alt
annan svip en áður. Góðir vinir
verða leiðir hver á öðrum, og smá-
atvik og viðvik geta gert öllum
gramt í geði, jafnvel það, ef ein-
hver hlær. Blæbrigði í rödd og
áherzla orða, sem menn mundu
ekki veita neina athygli i fjöl-
menni, verða ábérandi og særandi
í einverunni, geta jafnvel gert
menn fokreiða. Þannig eru áhrif
heimskautsnæturinnar á tauga-
kerfið og þótt menn reyni af
fremsta megni að sitja á sér,
tekst þeim það ekki. Þeir verða
afundnir og uppstökkir.
En þegar hin langa nótt er lið-
in og sólina sér aftur, hverfur
þetta. Nýtt líf færist í menn —
og fram undan er fagur fjög-
urra mánaða langur dagur.
Þrátt fyrir vetrarmyrkrið hafa
leiðangursmenn starfað að rann-
sóknum og orðið talsvert ágengt.
Sérstaklega hafa veðurfræðing-
arnir gert ýmsar merkilegar at-
huganir, þegar veðrin voru sem
verst. Loftskeytafræðingar hafa
rannsakað, hvaða áJhrif suðurljós-
in (aurora astralis)i hafa á loft-
skeyta sendingar, og þeir hafa
rannsakað “bergmálið frá al-
heimsrúminu.” Hefir það vald-
ið truflunum á loftskeyta sambandi
þeirra við umheiminn. Þetta
“bergmál” stafar af því, að stutt-
bylgjuskeytin berast þeim fyrst
skemstu leið, en koma síðan úr
öllum áttum, og seinast lengstu
leiðina, hinum megin yfir hnött-
inn.
Flugvélarnar verða nú teknar
úr skálum sínum og hefja bráð-
lega rannsóknarferðir að nýju inn
yfir póllandið. Og þá kemur líka
til kasta “Scotty” Allens. Hann
er einvaldur yfir sleðahundunum,
sem nú verða leystir og hleypt út,
eftir að hafa kúldrast fjóra mán-
uði í snjóhúsum, þar sem þeir
hafa ekki gert annað en éta og
fljúgast á í illu.
Undir eins og siglingaleið verð-
ur fær til Hvalflóa vegna íss —-
en það verður ekki fyr en í des-
ember — kemur “City of New
York” og stálskipið ‘^Eleanor Bol-
ling”, sem nú liggja í höfn á Nýja
Sjálandi, og færa þeim félögum
nýjar birgðir matvæla og alls
annars, sem þeir þarfnast — og
enn fremur blöð og bréf að heim-
an.
Og svo ætlar flugmaðurinn
Wilkins að koma við hjá þeim
Byrd og félögum hans, um leið
og hann flýgur til Suðurpólsins.
—Lesb. 20. okt.
HWlllll—
Löggilt 1914
Stofnað 1882
Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82”
D. D. WOOD & SONS, LTD.
V1CTp°*1*00d howard wood lionel e. wood
Treasuser
Secretary
(Piltamir, sem öllum reyna að þóknast)
KOL og KÓK
Talsími: 87 308
Þrjár símalínur
Siggeir Tliordarson
1848—1929.
Hann andaðist í svefni að heimili tengdasonar síns
Tryggva S. Arasonar og Ólafar dóttur sinnar i Argyle-
bygð í Manitoba aðfaranótt 16. nóv. síðastl. Hafði ver-
ið við vanlega heilsu deginum áður, en fanst örendur í
rúmi sínu næsta morgun. Mun hjartabilun hafa valdið
dauða hans.
Siggeir hafði verið til heimilis hjá tengdasyni sínum
og dóttur síðan 1917. Flutti hann þá til þeirra ásamt
konu sinni Önnu Guðnýju Stefánsdóttur. Höfðu þau
hjón verið búsett í Winnipeg í 31 ár, eða frá því þau
komu frá íslandi 1886. Voru í hópi þeirra er mikinn og
góðan þátt tóku þar i íslenzku félagslifi. Anna lézt 1918.
Þessi hjón voru vel þekt og mikils metin bæði heima
á ættjörðunni og eftir að hingað kom. Anna var ættuð
frá Kalmanstungu í Mýrarsýslu, af hinni alkunnu
Stephensens ætt, en Siggeir var Borgfirðingur að ætt,
uppalinn að Hofsstöðum í Hálsásveit. Fekk hann hið
bezta uppeldi hjá ágætum fósturforeldrum og minstist
þeirra ætíð með virðingu og þakklæti. Eini sonur Sig-
geirs, sem er á lifi, ber nafn fóstra hans og heitir Kol-
beinn. Naut Siggeir mentunar fram yfir það sem alment
tíðkaðist um bændasyni á þeirri tíð, enda var hann vel
að sér og gegndi um hríð starfi sem sýslumannsskrifari
áður en hann kvæntist. En þar eftir (19. sept. 1872)
stunduðu þau ibú á íslandi í 14 ár, fyrst að Siðumúla,
síðar að Laxfossi og Melum.
Börn Siggeirs og Önnu voru átta, þó aðeins tvö
næðu fullorðinsaldri. Tveir drengir og ein stúlka dóu á
Islandi í bernsku, en þrjá drengi mistu þau í Ameríku
hvert árið eftir annað. Þau tvö er upp komust eru enn
á lífi: Ólöf, sem þau áttu heimili hjá í ellinni, og Kol-
beinn prentari í Seattle. Eru þau vel látin eins og for-
eldrarnir.
Sá, er þetta ritar þekti Siggeir aðallega síðustu árin,
og lærði að meta hann sem virðulegan öldung og mikil-
hæfan. Hann var greindur vel, bókhneigður og skemti-
legur í viðræðum. Þó að hann eins og aðrir frumbyggj-
ar yrði að ryðja sér braut í nýjum heimi, þá lét hann
aldrei daglega umsý’slu og annir taka upp allan hug sinn,
því hann fylgdist með af áhuga bókmentum þjóðar sinnar
og andlegu lífi og því sem upp er í samtíðinni. Hafði
hann næman smekk fyrir öllu bóklegu og kunni vel að
meta fegurð bæði í hugsun og framsetníngu. Með skiln-
ingi og sanngirni leit hann á opinber mál, vildi forðast
ósanngirni jafnt og meiningarlaust hlutleysi, því hann var
örlyndur áhugamaður að upplagi. Hann var mjög ís-
lenzkur í anda og hafði til að ibera mörg beztu einkenni
íslenzkrar alþýðu.
Hann var hið mesta lipurmenni og prúðmenni í
umgengni, snyrtilegur og smekklegur í framkomu og glað-
legur í viðmóti. Var hjónaband hans hið ástúðlegasta
og mjög innilegt var með honum og börnum hans. Og í
ellinni var ógleymanlegt og fagurt vináttusamband með
honum og dóttúrsonum hans, sem hann var samtíða.
Hann átti ungan anda og bjartan hug til hins síðasta.
Trúmaður var hann einlægur. Trúrækni var hon-
um inndæl iðja, og andleg mál öll lágu honum mjög á
hjarta. íslenzkir sálmar voru hans hjartans mál og is-
lenzkum guðsorðabókum mörgum unni hann mjög. Og
líf hans var fagur vitnisburður um hans kristnu trú.
Hann var jarðaður frá heimilinu og kirkju Fríkirkju-
safnaðar mánudaginn 18. nóv. og lagður til hvíldar í graf-
reitnum á Brú við hlið konu sinnar. Margir voru við-
staddir, þrátt fyrir* óhagstætt veður.
K. K. Ó.
Gamankvœði.
ort á jólum á Akureyri 1884.
(Hdr. Lbs. 565 8vo.)
úEyjafjörður finst oss ei
fegurst bygð á landi hér.”
Akureyri er þar fremst,
enginn þaðan fullur kemst.
Höfðinginn, Hansen minn,
hefir blek og Apótek.
Þar mun koma Þórhallur
og þar er séra Guðmundur.
Dunar hátt í hamrahöll,
hleypum upp á Möðruvöll;
þar er hvorki þras né vín,
þar er rektor Hjaltalín.
Þar er arg, þar er garg;
þar er Tryggvi og bankabygg.
Anna gamla fer í fjós,
fuglinn syngur, grætur rós.
Læknar strax
Meltingarleysi
MeS öllum hinum miklu framíörum
í læknisfræðinni hefir ekkert betra
meðal fundist enn við meltingarleysi
heldur en hið gamla og gðða meðal
Bisurated Magnesia, sem er rétt eins
gott og vinsælt enn ( dag, eins og fyrir
mörgum árum, þegar það var fyrst
fundið. púsundir manna nota Það
daglega og Það bregst aldrei. Risurated
Magnesia læknar meltingarleysi 4 þann
eina hátt, sem rétt er og eðlilegt, eða
með því að eyða þeim efnum, sem veik-
inni valda og gera meltingarfærin þar
með sterk og hejlbrigð. Bisurated
Magnesia, bæði töflur og duft, fæst hjá
lyfsalanum og í öllum gððum búðum,
þar sem meðul eru seld, og alstaðar
er mælt með þessu meðali, sem hinu
allra bezta og ákjðsanlegasta melting-
arlyfi.
Gullskortur í heiminum.
Ríðum inn á Laugaland,
lítum fegurst meyjastand,
kvennaskólans klóka fjöld
klórar sér um vetrarkvöld.
Þar er nál, þar er prjál;
þar er alt, þar er kalt.
Gásasteik og grásleppur
og göfug frúin Valgerður.
Lifi gort og glamrandinn
ogj gullhamranna slátturinn.
Allir meina ég Andra jarl,
ýtar fleina þessi karl,
húajá, hopsasá,
halelúja syngjum nú.
“Eyjafjörður finst oss er
fegurst bygð á landi hér.’
Ben. Gröndal.
Að undanförnu hefir þaS gengið
eins og Ramakvein í gegnum heims
blöðin, að heimurinn eigi alt of lítið
af gulli. Menn hafa reiknað, að
menningarlöndin þurfi á hverju ári
að auka gullforða sinn um 3%. Sú
þjóð, sem átti 100 miljónir i gulli
árið 1905, þurfti að eiga 103 milj.
árið 1906. En það sem verst er:
gullviðbótin þarf að fara vaxandi ár
frá ári, því að 3% af 103 milj. er
3,1 miljón, og 2>c/c J°6 miljón-
urn er .3,2 rniljón. Sama ríki hefði
því þurft að auka gullforða sinn urn
3,5 miljónir árið 1910, og 1915 hefði
hún þurft að auka gullforðann um
4 miljónir. Og þannig þarf við-
bótin að fara vaxandi ár frá ári.
Að vísu á heimurinn talsvert
mikið gull, þegar öll kurl korna til
grafar. En ekki er gott að segja
hve mikið það er. Forstjóri pen-
ingasláttunnar í Bandaríkjum seg-
ir að gullforðinn 1924 hafi numið
4 miljörðum. En þá reiknar hann
ekki í krónum og ekki heldur í doll-
urum. Þessir 4 miljarðar eru góð
og gegn Sterlingspund, eða með
öðrum orðum nærri þvi 90 jiúsund
miljónir króna.
Á þessu geta menn séð, að það
•þarf að grafa æði mikið gull úr
jörðu árlega, til þess að við bætist
3%. Árið 1924 hefði þannig þurft
! að nema 2658 miljónir kr. í gulli, en
gullviðbótin varð ekki nærri því
svo mikil. Árið 1922 varð gullvið-
bótin ekki nema 1,9% af þáverandi
gullforða heimsins. Síðan hefir
þetta farið dálítið batnandi og árið
1924 var gullframleiðslan 2,2% af
gullforðanum. En það nægði ekki.
Afleiðingin af því, hvað gullfram-
leiðslan er lítil, er sú, að skortur er
orðinn á gulli á heimsmarkaðnum.
Og þá er ekki nema eðlilegt að gull
t hækki í verði. En þar sem gullið
er nú verðmælir i heiminum, verður
afleiðingin sú, að þegar gull hækk-
ar í verði, lækkar vöruverð. En sí-
j feld verðlækkun heldur við við-
! skiftavandræðum. Og þessi verð-
hækkun gulls hefir í för með sér
verðlækkun á framleiðslu vörum
til skiftis, stundum bitnar það að-
allega á landbúnaðarvörumí stund-
um á fiskiafurðum eða iðnaðarvör-
um. Lækkandi verð á framleiðslu-
vörum dregur á eftir sér atvinnu-
leysi, kauplækkun og háa skatta.
1 Þetta var öllum þegar ljóst árið
1922 og á hinum alkunna Genua-
fundi, voru allir sammála um, að
nauðsynlegt vær að festa vöruverð.
í gullnámum heimsins er alt gert,
sent hægt er, til þess að bæta úr
vndræðunum, og stöðugt er verið
að leita að nýjum gullnámum.
Bandarikjamenn hafa tekið upp vís-
indalega leit að gulli. Menn vita,
að gull finst helzt í sérstökum berg-
tegundum. Og nú er verið að leita
uppi þessar bergtegundir um allar
jarðir, og jarðfræðingar vinna að
því hópum saman. Þar sem örðug-
ast er að komast yfir, eru flugvélar
notaðar til þess að leita uppi ]>essar
bergtegundir. Þær taka myndir af
landslaginu, hverja á fætur annari,
og svo eru þessar myndir settar
saman, og mynda þá eitt stórt víð-
sýniskort af landslaginu. Er þrátt
fyrir alla þessa fyrirhöfn, hefir á-
rangurinn ekki orðið fullnægjandi.
Gullframleiðsla heimsins nægir
ekki. En hvað er þá til ráða? Jú.
t. d. það að láta gullverðið hækka
enn. Þá mun afleiðingin verða sú,~
að farið verður að vinna í ýmsum
gullnámum, sem nú þykir ekki
borga sig að starfrækja.
En þessi úrlausn málsins er eins
og tvieggjað sverð. Því, eins og
áður er sagt, verðhækkun gulls
skapar viðskiftavandræði. Og þeir
sem bezt eru að sér í þessum málum
ætla því, að gullfratnleiðslan á næstu
árum rnuni verða alt of litil.
En hvernig stendur þá á gullskort-
inuin? Hvar er alt gull heimsins?
Myntsláttuforstjórinn í Washing-
ton skýrir frá því. Eftir því sem
honum segist frá, var gullforðinn
þessi (talinn í miljónum sterlings-
pundaj:
1913 1924 Aukn.
þessum árum lenti því í kjöllurum
seðlabankanna, sem altaf þurfa að
bæta við sig gulli, sem tryggingu
fyrir sívaxandi seðlaútgáfu. Ind-
verskir furstar, sem safnað hafa að
sér ógrynni gulls, gleyptu 19% af
framleiðslunni, og þannig varð
heimsverslunin og gulliðnaðurinn
að láta sér nægja 21%.
Á þessu má sjá, að illa er farið
með gullið. Seðlabankar og ágjarn-
ir furstar safna því í fjárhirslur
sínar og láta það liggja þar arðlaust.
En er þetta nauðsynlegt? Að vísu
segja bankarnir, að þeir þurfi að
eiga gullið til þess að ekki verði
verðfall á síaukinni seðlaútgáfu.
Á flestum seðlum stendur, að þeir
verði útleystir með gulli, ef þess sé
óskað. En látið ykkur ekki detta í
hug, að þetta sé satt! Kæmi t. d.
margir með seðla og heimtuðu gull
fyrir þá í einhverjum heimsbanka,
þá mundi svarið.verða: “Ónei! Hér
fæst ekkert gull!”
—Lesb. Mbl.
Hœstu reynitré í
Reykjavík
Hæstu reynitré í Reykjavík
eru í garði dr. Bjarna Sæmunds-
sonar. Standa þau nyrzt í hin-
um fallega trjágarði hans., vestan
við húsið í Þingholtsstræti.
Reynitré þessi eru sennilega
um 50 ára gömul og er annað
6.80 metrar á hæð. en hitt 6.45
metrar. Eru þau því bæði hærri
en önnur reynitré, sem Morgun-
blaðið hefir haft fregnir af hér
í bænum.
Saga þeirra er í stuttu máli
þessi, eftir því sem eigandinn hef-
ir skýrt Morgunblaðinu frá:
Franz Siemsen, sýslumaður í
Hafnarfirði fann tré þessi sem
nokkurra ára gamlar plöntur
skamt fyrir ofan Hafnarfjörð. —
Hann flutti þau hingað til bæj-
arins. Voru þau í fyrstu gróður-
sett í garðinum við Ingólfsstræti
9. Þá bjó þar Theódór Jónassen
amtmaður. Árið 1898 fluttí frú
Carolina, ekkja hans í húsið við
Þingholtsstræti. Tók hún þá tré
þessi með sér, svo að þau hafa
verið í þessum garði i rúm 30 ár.
í sömu röð í garði þessum er
reynitré, sem vaxið hefir upp af
fræi þar. Er það 22 ára gamalt,
og er nú orðið nærri því eins hátt
og þessi tvö, sem hér um ræðir.
í þessum sama garði, við hús Bj.
Sæmundssonar, er birkitré, sem
er svipað á hæð og hæstu reyni-1
trén; mældist í fyrra að vera 6.40
metrar. Það er 25 ára gamalt.
Er það vaxið upp af fræi úr Hall-
ormsstaðaskógi.
Þá er og í garði þessum hlynur
einn hár, sem þar hefir þróast og
Ef þú hefir
GIGT
Þá Kliptu Þetta Úr Blaðinu
75c. askja ókeypis fyrir hvern
sem líður.
í Syracus;i, N. Y. hefir meðal yerið
fundið, sem fjöldi manna segir að hafi
göðan árangur. Oft hefir það komið
fyrir að fólki hefir batnað af þessu
meðali eftir fáa daga, þar seln öll önn-
ur meðul hafa brugðist.
J>að hj&lpar til að losna við óholl
og óþörf efni, sem setjast að I líkam-
anum og orsaka veikindi. pað örfar
líffærin, svo sem lifrina og gallið og
eyðir þeiim kalkefnum, sem setjast 1
blóðið og varna því að blóðrásin verði
eðlileg. petta meðal eyðir verkjunum
og kemur heilsunni I gott lag.
petta rneðal, sem Mr. Delano fann
fyrst, hefir reynst svo vel, að sonur
hans hefir komið með það til Canada
og bjður öllum, sem líða af gigt 75
centa öskju af þessu . meðali ókeypis
rétt til að reyna það. Mr. Delano seg-
ir: “Til að lækna gigt, hvað langvinn
og vond sem hún kann að hafa verið,
þá skal eg senda yður öskju af þessu
meðali sem kostar 75c, ókeypis, ef þér
hafið ekki reynt það 4ður, ef þér skerið
úr þessa auglýsingu og sendið oss hana
með nafni yðar og utanáskrift. Ef
yður þóknast getið þér sent oss lOc til
að borga póstgjaldið.
Utanáskrift: F. H. Delano, 1814
Mutual Life Bldg. 455 Craig St. W.
Montreal, Canada. Get aðeins sent einn
pakka í hvern s>tað.
DELANO’S
RHEUMATIC
CONQUEROR
Free
annað í garði frú Soffíu Claessen
við Skólabrú. — Við Bröttugötu
3, er reynitré, sem er aðeins 10
ára gamalt, og er nú 5.40 metrar.
Mun það óvenjulega hraður vöxt-
ur hér um slóðir.
1 garði Sveins Jónssonar við
Kirkjustræti 8, hafa reynitré og
vaxið óvenjulega vel. Tré, sem
þar hefir verið í 9 ár, og var sett
niður hálfan meter á hæð, er nú
1
j fimm metrar. Fleiri tré eru þar,
I er haft hafa ágætan vöxt.
Tré Jón>s Eyvindssonar við
| Stýrimannastíg, er—eða var, þeg-
pr það var mælt, 6.30 metrar. Er
það eitt af trjám þeim, sem
Thomsen flutti hingað, og fyr er
um getið.—Mgbl.
NYRZTA KIRKJA 1 HEIMI.
Knud Rasmussen landkönnuður
er nýlega kominn heim til Kaup-
dafnað síðan árið 1907. Var hann mannahafnar eftir sumardvöl í
á þriðja meter á hæð, er hann' nýlendu sinni, Thule á Græn-
var gróðursettur þarna. Ditlev landi, sem er langt fyrir no>*ðan
Thomsen konsúll flutti talsvert Gripar og talin vera
af trjám frá útlöndum á þeim ár- lenda á jörðinni.
nyrzta ný-
um og meðal þeirra var hlynur
þessi. Hann hefir á síðustu ár-
um borið þroskuð fræ og hefir
nýgræðingur sprottið upp af sum-
um fræunum. Er einn af þeim
lifandi nú, en hinir hafa dáið.
Af háum reynitrjám, sem Morg-
unblaðið hefir haft fregnir af,
í sumar var verið að reisa þarna
kirkju og prestssetur, og sá Knud
Rasmussen um bygginguna, en
þar er “Grönlandsk Kirkesag”,
sem lagði fram fé til þessa. Efni-
viður til húsanna var sendur frá
Danmörku og þaðan fóru tveir
húsasmiðir, og hafa þeir nú kom-
standa þessi næst trjám Bjarna: ið upp báðum húsunum með að-
tré í garði danska sendiherrans.j stoð Skrælingja. Kirkjan rúmar
sem er 6,35 metrar á hæð. Næst! 100 sálir, en í Thule eru bara
koma tré í garði Jóns Eyvinds-j 67 sálir og 1 öllu héraðinu aðeins
sonar við Stýrimannastíg 9, og 284 íbúar. — Lesb.
ASK FOR
Aths.-VKvæði þetta hefir lifað.Tj - , .. .
, _ ... , .1 Hja seolabonkum. . ií87 2100 ?n
a vorum manna nyrðra oll þessi f , . 3/ , 3 3
_ x . T 1 skrautgnpum. . .. 1062 1263 201
ar siðan það var ort, en jafnan- GuIlskattar j Indlandi ^ ^ IÓ2
slitrott og afbakað. Hér mun það Gullskattar j Egypta-
vera i sinni upprunalegu myndJ landi og Kína. .. . 73 77 4
Lesb. 1 Um 60% af gullaukningunni á
DryGingerAle
OR SODA
Brewers Of
COUNTRYCLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR E W E R.V
OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG
PHONES 411II 42-304 56
PROMPT DELIVERY
TO PERMIT HOLDERST
t