Lögberg


Lögberg - 23.01.1930, Qupperneq 4

Lögberg - 23.01.1930, Qupperneq 4
Bls. 4. LÖGRERG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1930. ^ögberg (JefiS út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor _____»_____________________________ Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg" is printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbla Buildlng, 595 Sargent Ave., Winnlpeg, Manltoba. Lundúnastefnan SíðastliíSinn þriðjudag, gerðust þau afar- merkilegu liðindi, .að sett var í Lundúnum fimmveldastefna súr er kvatt var til að undir- lagi þeirra Ramsay MacDonalds, stjórnarfor- manns Breta, og forseta Bandaríkjanna, Mr. Herberts Hoover. Tilgangur móts þessa er sá, að ræða um takmarkanir vígvarna á sjó, og hrinda þaraðlútandi ráðstöfunum í fram- kvæmd, að svo miklu leyti sem auðið er. Að mótinu standa Bretar, Bandaríkjamenn, Frakk- ar, ítalir og Japanar. ' • . •* . . V ■ tf' . " * Stefna þessi, sem vel má teljast einstök í sinni röð, og sennilega hlýtúr að skoðast einn al'lra merkasti viðburðurinn, frá því að friðar- þinginu í Versölum sleit, hófst með velkomenda minni, ér hans hátign Georg Breta konungur flutti. Er þettá fyrsta opinbera athöfnin, er konungurinn hefir tekið þátt í, frá því er hann veiktist. Er hann nú sagður að hafa náð aftur fullri heilsu. Að lokinni ræðu konungs, er borin var á vængjum víðvarpsins út um allan hinn ment- aða heim, flutti Ramsay MaoDonald snjalt er- indi, um leið og hann bauð fulltrúa þá, er mættir voru frá hinum ýmsu 'þjóðum, velkomna í nafni ráðuneytisins. Til stefnu þessarar hinnar stór-þýðingar- miklu, var boðað með næsta ólíkum hætti frá því, er venjulegt var í liðinni tíð, þá er um milliríkja- mót var að ræða. Að þessu sinni voru ekki þræddar hinar gömlu launkofaleiðir, heldur var opinberlega til mótsins kvatt, rétt á eftir að samtalsfundi þeirra Ramsay MacDonalds og Hoovers forseta lauk, svo ekki verður annað sagt, en að nægur væri tími til undirbúnings. Það verður heldur engu haldið levndu, er á stefnunni fer ifram. Hún er alþjóðaeðlis, og grípur samtímis inn í líf og framtíð allra þjóða, eins og Mr. MacDonald komst að orði. Engum getur blandast hugur um það, að til- gangur þeirra mætu manna, er að stefnu þess- ari standa, hafi verið fagur og tímabær. ÚJt- gjaldabyrði hinna ýmsu þjóða, til vígvama á sjó, var orðin slík, að þær fengu ekki Iengur risið undir henni, og horfðu beinlínis fram á gjaldþrot. Þó var andi sá, er samkepnin í víg- búnaði jafnan hefir í för með sér, jafnvel enn ægilegri. Framleiðsla vopna og vígvirkja hefir ávalt stríð í för með sér. Vopnaði friðurinn svo- kallaði, er í raun og veru einn allra skæðasti óvinur mannkynsins. Þessvegna hlaut að draga að því, að forustumenn mannkynsins gengju í eina og sömu breiðfylking með friðarfánann undinn að hún, í þeim tilgangi, að færa alþjóð manna heim sanninn um það, að takmarkanir vígvama, og síðar algert afnám væri það eina, er stefna bæri að. Vel sé hverjum þeim, er af lífi og sál skipar sér undir slíkan fána! Stjómmálamenn þeir og sérfræðingar á hin- um ýmsu sviðum, er í Lundúnastefnunni taka þátt, komu þangað vitanlega engan veginn ó- undirbúnir. Þeir hafa kvnt sér allar aðstæður síðustu sex mánuðina, og viðað að sér upplýs- ingum úr öllum hugsanlegum áttum. Það get- ur því ekki hjá því farið, að starf þeirra beri heillarikan árangur, jafnvel þótt ekki verði því öllu í framkvæmd hrundið, er fram á kann að verða fariðj— Afstaða stjómar þeirrar til friðarmálanna, er nú fer með völd á Bretlandi, er löngu þunn. Mun næsta vafasamt, hvort nokkur önnur þjóð eigi, á því sviði, jafnoka Mr. MacDonalds. Nokkram dögum áður en stefna þessi hófst, flutti núverandi flotamálaráðgjafi Breta ræðu, þar sem hann lýsti vfir því afdráttarlaust, að stjóm sú, er hann teldist til, væri eigi aðeins viljug til, heldur og jafnframt áfram um að fækka tölu brezkra beitiskipa um tuttugu og fimm. Eða með öðrum orðum, láta fimmtíu beiti.skip nægjá í stað sjötíu og fimm, er brí- veldastefnan í Geneva kom sér saman um. Slíka takmörkun kvað flotamálaráðgjafinn byggjast á því þjóðaöryggi, er Kellogg sáttmálanum væri samfara og þeim öðrum alþjóðasáttmálum, er líkir væru að innihaldi. Vígbúnaður á sjó væri orðið slíkt heljarfarg, að þjóðirnar fengju ekki lengur undir því risið. Þessvegna gæti ekki annað komið til mála, en að hef jast þegar handa og hrinda öllum hugsanlegum takmörkunum á 'því sviði í framkvæmd. Að Bretar og Bandaríkjamenn gangi í ein- lægni til verks á þessu nýbyrjaða Lundúna móti, verður ekki um vilst, og er þess að vænta, að slíkt hið sama megi segja um fulltrúa þeirra annara þjóða, er að málum standa. — Ganga má þó vafalaust út ifpá því sem gefnu, að um skoðanamun nokkum verði að ræða í hinum og þessum atriðum. Er engan veginn ólíklegt, að Frakkar kunni að verða nokkuð þungir í skauti. Getur og svo farið, að hið sama megi segja um ttali. Þó mun mega gera sér nokkra von, að svo skýrist málin við um- ræður og gögn þau, er fram í dagsljósið hljóta að koma á mótinu, að þröngsýnar hagsmuna- hvatir verði eigi alþjóðahagnum að fótakefli. 'Ekki verður sagt, að öTI brezku blöðin séu sammála um Lundúnastefnuna, né afstöðu stjóraarinnar til hennar. Blöðin Daily Tele- graph og London 'Times, telja þjóðarömgginu 'stofnað í háska, nái tillögur stjórnarinnar fram að ganga. Er einkum þó hið fvrnefnda blað biturvrt og vondauft um viturlegan árangur. Blöð þau, er verkamannaflokknum, eða stjómarflokknum fylgja að málum, virðast næsta vongóð um giftudrjúgan árangur, og má hið sama segja um all-flest blöð frjálslynda flokksins, svo sem Manchester Guardian, er eigi aðeins telur takmörkun vígvama á sjó tímabæra, heldur og beinlínis sjálifsagða. Rgeða hans hátignar, konungsins, við setn- ing Lundúnarstefnunnar, hljóðar á þessa leið: “Það fær mér óumræðílegrar ánægju, að vera viðstaddur til þess að bjóða velkomna fulltrúa þeirra fimm stórvelda, sem hér era mættir í þeim tilgangi, að reyna að draga úr þeirri háskalegu og eyðileggjandi samkepni, sem þjóðiraar hafa átt í viðvíkjandi vígbúnaði á sjó. Sérhver sú þjóð, sem að stefnu þessari atendur, finnur til metnaðar yfir flota sínum og afrekum hans í liðinni tíð. Hvorki hinum sögulega metnaði, né heldur flotum voram yfir höfuð, verður um kent, þótt samkepni í her- skipasmíð, sökum ímyndaðrar náuðsynjar, hafi ; leitt til vantrausts meðal þjóðanna, og jafnvel stríðs. Frá því er styrjöldinni miklu sleit, hafa allar þjóðir skýlaust lýst yfir því, að ekkert mætti ógert látið, til þess að fyrirbyggja að slík ógur- leg harmsaga gæti endurtekið sig. t þeirri friðarhöll, sem vér eram nú í þann veginn að byggja, er mænirásinn í raun og veru gagn- kvæmur skilningur þeirra þjóða, er mest eiga til sjóflota að sækja, og sem komið hafa sér saman um sérhverja þá takmörkun herskipa, er sam- rýmanleg sé þjóðarörygginu. Ekki verður því neitað, að það hafi reynst ærið öðragt viðfangs- efni, að hrinda takmörkun sjóvarna í fram- kvæmd, jafnvel þótt samkomulag hafi náðst um megin grundvöllinn. Samt sem áður vanst nokkuð á með Washington sáttmálanum frá 1922, er í sér fól vissa takmörkun á byggingu bryndreka og takmarkaði jaifnframt smíði loft- fara, er nota mætti í stríði. Samt verður ekki annað sagt, en að þar fyrir utan, hafi allar slík- ar tilraunir farið út um þúfur. Eg trúi því, að þér, fulltrúar þeirra stjóma, er lagt hafa yður á herðar að halda áfram því verki, sem hafið var í Washington, séuð einhuga um verksvið yðar, þar sem hvorki hagsmuna- legar eða þröngar þjóðernishvatir komist að, heldur stjómist allar yðar athafnir af innblás- inni, göfugri þrá, til þess að velta þeim völum úr vegi er hindrað hafa og hindra skipulags- bundinn, menningarlegan þroska. Allar þjóðir hafa sínar sérstöku þarfir, og krefjast ef til vill þar af leiðandi sérstakra í- vilnana. En sé sérhver þeirra fús til að fóma einhverju fyrir velferð heildarinnar, getur ekki hjá því farið að slíkt leiði til góðs fyrir þjóðir þær, er þér farið með umboð fyrir, sem og mann- kynið í heild. Eg treysti því einlæglega, að árangur þessa móts leiði til þess á næstunni, að létta til muna af herðum almennings, þeim ógurlegu byrðum, er frá vígbúnaði stafa, og flýti svo starfi þeirr- af nefndar þjóðbandalagsins, er með höndum hefir undirbúning allsherjar vopnatakmörk- unarstefnu, að mál þetta verði í náinni fram- tíð, tekið til meðferðar á jafnvel enn vfirgrips- meiri hátt. Með þessa von í sál, mun eg fylgjast með starfsemi yðar, eins vandlega og frekast má verða.” Eftir núverandi viðhorfi að dæma, mun vel mega gera sér góðar vonir um nyisamlegan árangur Lundúnastefnunnar. Til hennar var stofnað á langtum frjálsmannlegri hátt, en við hefir gengist í liðinni tíð, þá er um stórvelda- mót var að ræða og spáir slíkt. góðu um happa- drjúg úrslit. I Indlandsmálin Eins og sakir standa, má svo að orði kveða, að augu allra þjóða hvíli á Indlandi, eða þeim þrjúhundruð og tuttugu miljónum, er landið 'byggja, og lúta brezkri stjórn. Síðastliðin tíu til tólf ár, hafa kröfur Tnd- verja um sjálfstæði og fullkomna þjóðarviður- kenningu, jafnt og þétt verið að færast í fastara og ákveðnara form. Forastumaður sjálfstæðis- vakningarinnar, hefir á þessu tímabili verið mannvinurinn að(Manlegi, Mahatma Gandhi. Hafa fylgt honum að málum, og fylgja enn, margir ágætustu og djúpmentuðustu menn hins. indverska þjóðflokks. Á hinn bóginn hefir stefna brezku stjómarinnar alla jafna verið sú, að fara gætilega í sakimar, rýmka smátt og smátt um réttindi hinnar indversku þjóðar, með það fyrir augum að veita henni á sínum tíma, svipað stjórnarskipulag og nú viðgengst í Can- ada, og öðrum fullveðja samlendum Breta. Skoðanirnar um mál þetta á Indlandi, hafa samt sem áður verið næsta skiftar, og þess- vegna hefir þar oltið á ýmsu í sambandi við fullveldiskröfuraar. Eins og sakir standa, verður ekki annað sagt, en að horfuraar á Ind- landi séu næsta alvarlegs eðlis. Fyrir tveimur ámm skipaði stjóm Breta, undir forastu Mr. Baldwins, nefnd manna til ‘þess að kynna sér út í æsar strauma og stefnur í indversku þjóðlífi fullveldiskröfunum viðvíkj- andi. Var formaður þeirrar nefndar, Sir John Simon, einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum frjálslynda flokksins. Skyldi nefndin, að loknu starfi gefa fullnaðarskýrslu um það, er henni h'efði orðið ágengt, og skýrslan síðar verða lögð fyrir þjóðþingið brezka. Svo má heita, að nú sé skýrsla þessi fullsamin og mun verða lögð ifram { þinginu einhvem hinna næstu daga. Skipun téðrar nefndar, varð ýmsum leiðtog- um hinnar indversku sjálfstæðisvakningar, al- varlegur þyrnir í auga. Mótmæltu þeir því skýrt og ákveðið, að nefndin skyldi öll vera skipuð innfæddum Bretum, en Indverjar ger- samlega settir hjá. Töldu þeir það hina mestu móðgun, að hin indverska þjóð skyldi engan í- • hlutunarrétt fá að eiga í því, hveraig stjómar- fari hennar skyldi háttað í framtíðinni. ..Leiðtogi hins indverska sjálfstæðisflokks, 'Möífeitma Gáíádhi, er vafalaust má teljast einn af mestu afbragðsmönnum sinnar samtíðar, hafði um all-langt áraskeið tjáð sig ánægðan með það, ef Indverjar fengju hliðstæða þjóðar- viðurkenningu við þá, er Canada nú nýtur. En nú hefir Mr. Gandhi tekið af skarið og krefst ótakmarkaðs fullveldis og aðskilnaðar frá Bret- landi. t desembermánuði síðastliðnum, háðu sjálf- stæðismenn indverskir flokksþing eitt mikið, að Lahore. Sóttu það fimtán þúsund fulltrúar víðsvegar að. Veitti þing þetta, með fullu samþykki Mr. Gandhis, miðstjóm flokksins fult og ótakmarkað vald til þess að útbreiða meðal lýðsins kenninguna um það, að hætta • samstarfi við brezk stjómarvöld á sem allra flestum sviðum, og jafnvel að óhlýðnast hinu borgaralega, brezka valdi, ef svo byði við að horfa. Smkvæmt þessari nýju stefnu, eða stefnuskrá, skulu Indverjar takmarka innkaup á brezkum vöram að svo miklu leyti sem auð- ið er, neita að greiða skatta, hættá tafarlaust allri þátttöku í sveita- og fylkismálefnum, og veita brezkum yfirvöldum allan hugsanlegan mótþróa, án þess samt að grípa til morðvopna. Bitrara vopni, en þessari stefnuskrá, verði henni á annað borð hrandið í framkvæmd, mun tæpast unt að beita. Eigi verður réttilega við mál þetta skilist, nema því aðeins, að það sé jafnframt tekið fram, að á Indlandi eru voldug öfl að verki, jafnvel meðal hins irmifædda þjóðflokks sjálfs, er undir engum kringumstæðum vilja slíta sambandinu við Breta. Gildir þetta samt aðallega um fé- sýslumenn og iðjuhölda, er flestum fremur finna til þarfarinnar á nauðsynlegri festu í stjórnarfari. Þá ber og að geta þeirra sextíu miljóna af Hindúum, sem skemst era menning- arlega á veg komnir, 0g hafa í raun og veru fekkert um það að segja, hvemig stjóraarfari indversku þjóðarinnar skuli háttað. Þá má heldur ekki gleyma ágreiningi þeim hinum bitra og langvinna, er átt hefir sér stað, og á sér enn, milli Moslem og Hindúa, er í raun- inni gerir þjóðemisleg samtök óhugsanleg, eða því sem næst. Svo hvernig sem málum skipast, þá verður það aldrei nema tiltölulega örlítill minni hluti hinnar indversku þjóðar, er úrslit- um ræður. * Ástandið á Indlandi, eins og því nú er far- ið, reynir sannarlega á þolrif verkamanna- stjómar þeirpar, er nú fer með völd á Bret- landi. Er þar brýn þörtf á viturlegri háttlægni og umburðarlyndi. Er vér athugum sögu Suður-Afríku sam- bandsins og frfríkisins írska, virðist gild ástæða til að ætla að brezkum stjómarvöldum muni auðnast að ráða svo fram úr Tndlandsmálun- um, að báðir aðiljar megi vel við una, og þjóða- tengslin fái haldist. — Country Guide. Rödd úr norðri Churchill, 15. júlí til 15. ág. ’29. Til ritstjóra Lögbergs. Kæri kunningi! Til þess að enda loforð mitt til þín, um að bæta upp fyrir hvað lélegar voru stórhríðarfréttirnar. Margt hefir á dagana drifið síðan. Það fyrsta er að mínnast á að heilbrigði manna hér hefir verið hin bezta. Það mætti eins vel leita að saumnál í heystakk, eins og veikum manni hér. Ekki leysti á-na fyr en 20. júní, og alt af hafa verið hér jakar á ferð inn og út ána við flóð og fjöru. En ástæðan fyrir því er sú, að aldrei hefir komið rok nú í sex vikur. Alt af hefir verið kuldi á nóttunni, og hefir maður þurft að vera búinn eins og um vetur. Þegar ísinn ruddist til hafs, komu fleiri hundruð selir og mar- svín, sem að ferðast upp að fyrstu strengjum, sem eru níu mílur frá nlynni Churchill árinnar. Eg hafði með mér net að heim- an, er eg lagði nálægt ármynninu, og mun eg hafa verið fyrsti ís- lendingurinn í Manitoba, til að veiða hvítfisk, silung og birting þar. Einnig veiddi eg tvo seli. og vigtaði annar 100 pund, en hinn um 40. Þann stóra tók eg, og fló skinnið af, en selshreifana sauð ég og gæddi kunningjum mínum á þeim. En litla selnum náði eg lifandi, og fór með hann heim að bryggjunum og sýndi verkamónn- unum hann, og höfðu þeir ánægju af að sjá hann og virða fyrir sér. — Eg sárkendi í brjósti um aum- ingjann fjötraðan í böndum; og þar sem að hann leit á mig bænaraug- um, sem að báðu um lausn, þá leysti eg hann og slepti honum til hinna ættingja sinna, sem að hann átti í sjónum, og stakk liann sér til djúps, kom upp aftur og leit til baka, með svip af gle^' og þakklæti í andliti sinu. Og síðan hefi eg ekki séð þann sel oftar, og vinnumennirnir vottuðu mér þakkir fyrir að sleppa honum. Sjávar silungurinn, eða urrið- inn sem kallaður er heima, e~ sá bezti fiskur, sem eg hefi bragðað í þessu landi, og bleikjan er stærri fiskur, en er ágæt líka. 'Hvítfiskurinn er ekki eins feit- ur og í Winnipegvatni, en er sæt- ur á bragð og sniðfastur. Birtingurinn er smár, og lítur út fyrir, að vera mátulega atór fyrir félögin, sem að reykja hann í Bandaríkjunm. Með flóði er áin morandi Saf öllum sortum af fiski, en þegar fjarar, hverfur hann út í dýpið í ánni 0g til sjávar. Ekki þarf maður nema fimm faðma netstúf, sem maður getur lagt á spariskóm áður en flóð kemur, og vitjað um það þegar fjarar, og liggur þá netið á þurru með nægum fiski í. Við þetta fiskirí geta bæði börn og gamalmenni gert sér stundim- ar skemtilegar og einnig gagn- legar. Hér hafa verið tvær flugvélar, síðan eg kom hingað, er hafa ver- ið að fljúga með námumenn og vistir til Baker Lake, og hafa þær stundum flogið á annað þúsund mílur á dag. Þessar Baker Lake námur eru álitnar að vera hinar auðugustu í norðvestur Canada, og munu íæst- ir hafa hugmynd um, hversu mik- il auðæfi sá hluti landsins hefir að geyma, ofan jarðar og neðan, og í sjó og vötnum þess. Og veit eg, að flestir, sem þann hluta landsins ferðast yfir 0g kynnast, eignast hlýjari hug til landsins, sem við lifum f. Fyrir 1. júlí var alt puntað upp málað og hreinsað til, búinn til stór leikflötur fyrir verkamenn- ina, og var dagurinn haldinn há- tíðlegur af stjómarinnar hendi. Borgaði hún öllum verkalaun til íþrótta, sem fram fóru þann dag. Fórst það vel úr hendi, og allir skemtu sér vel. Eitt hefir mér fallið verst hér, það, að hlusta á vestan og austan verkamenn, sem að teknir voru í vinnu hér, sem höfðu ekkert til að lifa á I plássum þeim, er þeir komu frá og enga vinnu, að þeir skuli níða og svívirða plássið. Því skyldi maður níða niður það pláss, sem gefur manni ágæta at- vinnu og góða borgun Eg hefi orðið fyrir því, að taka ofan í við slíka náunga, og gefa þeim vel af minni meiningu. Eg álít, að stjórnin ætti sízt að ráða slíka menn í sína þjónustu. En því verður naumast hjálpað, þar sem það er misjafn sauður í mðrgu fé.. Aðbúnaður manna og fæði hefir verið upp á það bezta, eftir kring- umstæðum. Þrifnaður og um- gegngni hin bezta. Vinnan við bryggjurnar og á gröfturinn á höfninni, hefir geng- ið ágætlega. Eru hér tvær hinar sterkustu graftrarvéltr, sem til eru í landinu. — Efni af öllu tagi var flutt inn í vetur sem leið, og á stóru skipi frá Vancouver í fyrra, sem að kom með 4 miljón fet af timbri hingað. Og útlit er fyrir að þetta verði einhver bezta höfn þessa lands. En eitt er það, sem er lífsspurs- mál okkar, sem búum í Manitoba, og jafnvel Banaríkjamanna, en það er að fá brautina frá Winni- peg sem allra beinasta noröur á Hudsons flóa brautina. Og sú braut er Gypsumville brautin, til mílu 137 fyrir norðan The Pas. Þessi braut opnar mikið af landi fyrir blandaðan búskap, og þar með ótal vötn, sem er of erf- itt að ná til nú; þar með vestur- strönd Winnipeg vatns, frá Stur- geon Bay til Limestone Bay. — Afurðir bænda með þessari braut mundu allar fá vissan markað með því að sendast norður til Church- ill, og um leið gæfist Bandaríkja- mönnum þar sú styzta braut sem fáanleg er þaðan norður. Einnig mun Winnipegborg stór- um blómgast við umferð að sunn- an. Nöfn vatna, sem opnast norðan við Gypsumville, eru norðurendi Lake Winnipegosis, Moose Lake, Cedar Lake, iWiIliam Lake, Long Lake, Cross Lake, Hill Lake, Kis- kitto Lake, Kiskittogisu Lake, og Playgreen Lake. Þessi braut mundi taka inn ÍWhite Mud fossana, sem aflstöð fyrir pappírsverkstæði; og margt getur fleira verið, sem að þessi braut mun gera landinu til hags- muna, sem að við ekki vitum nú. öllum er kunnugt um það mikla afl, sem að stóra Saskatchewan- áin hefir í sér við Grand Rapids, þeir sem að hafa séð hraða og stærð hennar, og mundi þá naum- ast þörf verða að gráta yfir Sjö- systra fossunum. Eitt er það, sem gleður mig að vita, að fósturjörð mín muni hafa gott af þessari Hudsonsflóabraut, með því að sækja sitt korn til Churchill, og setja upp sína hveiti- mylnu heima, og einnig þar með fá allan úrgang kornsins, sem er ágætt skepnufóður. Veðurblíða er sú allra bezta í Hudsons Bay, einkum í júlí og ágúst. Þá er óhætt að ferðast um flóann á litlum mótorbát horn- anna á milli. Eins og ísland er nú statt með flutningsskip, þá mun þeim naum- ast verða það vandræði, að nálg- ast og flytja yfir alt það korn, sem landið þarfnast, á þeim hin- um rétta tíma þaðan. Sá sem að ritar þessar línur, hefir sterka löngun til þess að koma heim til fslands á þjóðhátíð okkar 1930, svo framarlega sem kringumstæður leyfa. Eg hefi alt af borið virðingu og ást til minnar fósturjarðar, og þó að nú sé meir en hálf öld síðan eg fór frá ís- landi, þá á níunda ári. Eg er fæddur bg uppalinn í HÖfðahverfinu í Eyjafjarðar- sýslu. Eg mun vera manna líklegastur til að gefa löndum mínum heima ýmsar upplýsingar viðvíkjandi Hudsons flóanum, og ýmsu fleiru úr þessari áttinni. Eg held eg láti svo þetta duga í bráðina, og bið lesendur þessara lína að fyrirgefa þann drátt, sem að orðið hefir á að senda þær í blaðið. Síðarmeir mun eg senda lýsingu af landi þessu, ám og vötnum og innihaldi þeirra. Heimskringla hefir leyfi til að taka þessa grein,, ef hana vantar. Virðingarfylst, Ykkar einlægur, Capt. Baldwin Anderson Arnason. Ath.—Ofanskráð ritgerð er í rauninni uppfylling gamals lof- orðs, er góðkunningi vör Capt. Anderson, gaf oss í fyrravetur. En sökum annríkis fékk hann ekki lokið við greinina fyr en um þetta leyti. — Ritstj. GARRICK LEIKHÚSIÐ. “The Man and the Möment” heitir kvikmyndin, sem nú er sýnd á Garrick leikhúsinu, og eru aðal liekendurnir Miss Billie Dove og Rod La Roqjue. Eru þau bæði fræg fyrir leiklist sína. Leikur- inn er fallegur ástaleikur, eftir Elinor Glyn, og fer því hér sam- an fallegur leikur og ágætir leik- arar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.