Lögberg - 27.02.1930, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.02.1930, Blaðsíða 1
E iONE: 86 31) Se''tn Lines. c»r- For Service and Satisfaction 43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1930 NUMER 9 Slysið Eftir K. N. Júlíus. Um aldingarðiim Eden er mér sagt, . Að Ástin hafi fyrstu spor sín lagt. Þá bjó þar Adama Evu sinni hjá. Og engan háska’ af manna völdum sá. En þangað læddist ormur slægur inn, Og ástum hennar náði’ í fyrsta sinn. En samt er ein, sem aldrei neinum brást, Það er íslenzk hrein og göfug matarást. Og þó er sagt, hún þrífist bezt í synd, Því að hún er fædd og alin blind. En, hver var hún, sem kendi “Faðir-vor”, Og kendi þér að stíga fyrstu spor, Og vakti alein vöggu þinni hjá, Og vætti tárum, þegar enginn sá, Og leiddi þig um lífsins þyrnibraut, Og lét þér allskyns gæði falla í skaut? Já, lífið fengi ekkert ljós né yl, Ef ekkert blessað kvenfólk væri til. Þá leiðarstjörnu um lífsins sollna haf, Á liðnum öldum drottinn mönnum gaf. Um kvenfélagið kvað ég dýran brag, Við kærleiksþrungið, íslenzkt himnalag. Þar matarástin innileg og hrein í unaðsfögrum dýrðarljóma skein. Og ljóðadísin lék þá dátt við mig, Og listin komst þá fyrts á hæsta stig. Þá skeði atvik, áður lítið þekt, Sem unga fólkið kallar voðalegt. Þá um seinan samvizkan mig sló, Á sama tíma bæði grét og hló. Kvæðið var í góðri hirzlu geymt, Og grunaði ekki neinn að væri reimt. Og glottandi ég gægðist oft að sjá, Hvar gimsteinn þessi öllulm hulinn lá. En afturpartinn af því flyt eg nú, — Upphaflega voru' stefin þrjú. — En mýsnar fundu matarlykt af því, Og mýsnar átu kvæðið, “don’t you see?” Ávarp til Austfirðinga vestanhafs Á undanförnum árum hafa nokkrar ágætis konur á Austur- landi verið að vinna að því, að kvennaskóli yrði stofnaður í þeim fjórðungi landsins. Síðast liðið sumar var þetta' skólamál eitt af aðal málum á þjojfi austfirzka kvenna sam- kandsins, og það nú svo vel á V€8T komið, að skólastæðið er val- •ð og byrjað að byggja skólann á Hallormsstað á FfljótdlaJshésraði. Skólinn á að verða hússtjómar- skóli, þar sem bæði verða kendar bóklegar mentir og verklegar. Sérstök stund verðuir lögð á, að skólinn sé í þjóðlegum stíl. ^ar sem svo einkennilega vill ^11, að austfirzkar konur heima eru á þessu ári að hrinda af stokkunum fyrsta og eina kvenna- skóla Austurlands, þá kom oldíur n°kkrum auistfirzkum konum hér 1 Wfnnipeg, til hugar, að það væri VeJ við eigandi og í rauninni gam- an að því fyrir austfirzkar konur Vestan hafs, að slá sér saman um að senda Austurlandi kveðju sína minningargjöf um 1930 til s ólans. .— Treystum vér því, að °nur hér vestra, ættaðar af ujsturlandi snúist nú vel og ^ngilega við þessari beiðni, og gJóri þetta að dálitlu metnaðar- ekki sízt þar sem þetta mun yera fyrsta sérmál, er Auátfirð- ’ngar hafa haft með höndum hér Vestra og jafnframt fyrsta og eina sarnskota umleitan, sem hefir átt !!r. stað í þágu Austurlands. — neining okkar er, að biðja ekki Uf\ frá hverjum ein- s akling, heldur að sem flestir e& i eitthvað af mörkum í þenn- n sjóg Helzt hver einasti Aust- r ingur vestan hafs, svo þetta e i orðið nokkurs konar Aust- r ingatal, e'ftir rúmrar hálfrar aldar dvöl hér í landi. iÓ höfum þegar skrifað ýms- a*1 fynum út um sveitir og leit- ^ álits þeirra og fylgis í þessu við f ^elm tlestum köfum tektifH^'^ SV°r 0,í agrætar uíndir- Her eru nöfn þeirra kvenna, er jar hafa lofast til að taka á 1 samskotum og heitið okkur 101 81nu i þessu máli: Mrs. (Dr.) Sv. E. Björnson, Ar- borg, Man. Mrs. (íDr.); Steinn Thompson, Riverton, Man. Mrs. O. Anderson, Balduir, Man. Mrs. G. Árnason, Oak Point, Man. Mrs. Christiana 0. L. Chiswell, Gimli Man. Mrs. G. Thorleifsson, Langruth, Man. Mrs. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Oli Hallson, Eriksdale, Man. Miss Guðbjörg Goodman, Glen- boro, Man. Mrs. (Dr.) J. P. Pálsson, Elf- ros, Man. Mrs. Stefán Anderson, Leslie, Sask. Mrs. Stgr. Johnson, Wynyard, Sask. Miss Ingibjörg Hannesdóttir, Mozart, Sask. Miss Maria Anderson, Van- couver, B. C. Mrs. Jóhann H. Straumfjörð, Seattle, Wash. Mrs. B. Jones, Minneota, Minn. Mrs. Kirstín H. Ólafson, Gard- / ar, N. Dak. Sökum ókunnugleika höfum við ekki getað fengið nöfn austfirzkra kvenna úr öllum bygðarlögum ís- lenzku hér enn þá, en við von- um að þær, sem eru þessu hlynt- ar, gefi sig fram við einhverja Úndirritaða sema fyrst, og verða þá nöfn þeirra birt í blöðunum jafnótt og þau berast okkur í hendur. Winnipeg, 24. feb. 1930. Mrs. Joe Carson, 271 Langside, St. Mrs. (Dr. O. Stephensen, 539 Sherburn St. Mrs. .P S. Pálsson, 1025 Dominion St. Mrs. Jóh. Kr.' Johnson, 512 Toronto St. Mrs. Jóh. Hannesson, 523 Sherbrooke St. Mrs. Pétur N. Johnson, 619 Victor St. Mrs. Guðrún H. Jónsson, 906 Banning St. Læknaþing í Winnipeg *Hið brezka læknafélag, hefir ákveðið að halda sitt næsta árs- þing í Winnipegborg, í næstkom- andi ágústmánuði. Er búist við, feikna fjölmenni. Á fjórða hundr- að brezkir læknar, hafa þegar trygt sér far með hinum ýmsu gufvvskipafélögum, er milli Eng- lands og Canada sigla. Stórkostlegt slys í tilraunastöð Standard olíu- félagsins í N. J., varð stórkost- leg gassprenging fyrir fáum dögum, og fórust þar, og í bygg- ingu, sem félagið var að láta byggja þar rétt hjá, fimm menn og 63 meiddust, sumir stórkost- lega. Er búist við, að margir þeirra muni deyja af iþessu. All- margir þeirra mistu sjónina, sem þeir fá aldrei aftur, þó þeir kunni að halda lífi. Manitobaþingið i Krefst mótmæla Þar virðist alt ganga heldur; Birkenhead lávarður flutti í friðsamlega og greiðlega, enn í em^ vikunni, sem leið, afar stranga komið er, og hefir störfum þings-jtölu i lávarðadeildinni brezku, ins miðað vel áfram. Eru þau þó; gegn þeim hinum fáránlegu of- óvanalega mikil í þetta sinn,| sóknum, er Sovietstjórnin um vegna þess, að fylkið er að taka: þessar mundir beitti, gagnvart við umráðum yfir sínum náttúru- kirkju og kristindómi. Krafðist auðæfum af sambandsstjórninni; hann þess, að stjórnin brezka í sambandi við það, þarf að semja mótmælti tafarlaust slíkum að- og samþykkja margþáttaða lög-( förum. gjöf. Dálítið fór þó hið góða ----------- samkomulag þingmannanna út umj Sambandsbingið þufur á mánudaginn. En það voru gamlar væringar, sem þvi ollu,' ^að var sett með vanalegri við- eða “Sjö-systra málið”. Er í-| höfn hinn 20- Þ- m- eins og tilj haldsflokknum og verkamanna-j stóð. Landstjórinn las hásæt'.s- flokknum líka, áhugamál, að, rseðuna, og er hana að finna ann- halda því máli lifandi, þó það sé, ars staðar í blaðinu. Er þetta hið nú fyrir löngu til lykta leitt, og fjórða þing hins sextánda kjör-l er engum efa bundið, að það á að,Þin^s- 1 hasætisræðunni er ekk- notast sem ágreiningsefni við ert a® ÞV1 viiíió, að almennar; Kvongast í þriðja sinn Þann 20. þ.mí., kvongaðist í Lundúnum, hertoginn af West- minster, -og gekk að eiga Miss Loelie Ponsnoby, dóttur Sir Fred- erick’s íPonsonby, gjaldkera kon- ungshirðarinnar brezku. Her- toginn hafði verið tvíkvæntur áð- ur, og skilið við báðar konur sínar. næstu fylkiskosningar. Manitoba háskólinn Það er nú fullráðið, svo ekki verður um þokað, að háskóli Mani- tobáfylkis verður bygður þar sem búnaðarskólinn nú, er. Kom þetta mál til umræðu á fylkisþinginu í vikunni ,sem leið, og skýrði menta- málaráðherrann, Hon R. A. Hoey, greinilega fyrir þinginu þetta mál. Ekki liggur nærri, að allir séu á- nægðir með þessar ráðstafanir þings og stjórnar. Vilja hafa skólann áfram í Winnipeg. Eln við þessar ráðstafanir verður nú samt að sitja. Nýr stjórnmálaflokkur á Bretlandi Það lítur út fyrir, að nýr stjórn- málaflokkur sé að myndast á Bretlandi. Lord Beaverbrook er foringi þessarar hreyfingar. Hef- ir verið um hann talað sem lík- legan til að verða næsti foringi íhaldsflokksins, en nú þykir ólík- legt, að svo verði, því flokkurinn fállist yfirleitt ekki á skoðanir hans og stefnu, sem er fyrst og fremst sú, að koma á algerlega frjálsri verzlun innan brezka rík- isins. Vafalaust veikir þetta í- haldsf lokkinn eitthvað tölvert, því þaðan munu þeir aðallega koma, sem þennan nýja flokk fylla, ef til þess'kemur að hann nái nokkurri festu og þroska. Þó segir Lord Beaverbrook, að fólk í þúsundatali úr öllum stjórnmála- flokkunum, sé til þess búið, að fylla sinn nýja flokk. Verða ekki á eitt sáttir Maður heitir Harry Bronfman, og á hann heima í Montreal, vín- bruggari og áfengissali. Hefir hann grætt mikið fé á þessari at- vinnu og er nú talinn stórauðug- ur maður. Hefir hann gert mikla verzlun í1 Vestur-Canada, þar á meðal í Saskatchewan. Hefir hann átt þar í miklu braski og mála- ferlum. Var hann síðast kærður um að hafa réynt að fá vitni til að bera falskan v.itnisburð, sjálf- um sér í hag. Þetta mál hefir staðið yfir nú að undanfðrnu í Regina. Eftir langa vitnaleiðslu og mikið þjark, var málinu loks vísað til kviðdómaranna á föstu- daginn í vikunni sem leið. Sátu þeir svo á rökstólunum í 23 klukkustundir, en niðurstaðan varð sú, að þeir gátu með engu móti komið sér saman um, hvort Bronfman væri sekur eða sak- laus. Var þá kviðdómurinn upp- leystur og málinu frestað til 8. apríl. Þá verður það tekið fyrir að nýju. Deyr með manni sínum og syni Bergþóra kaus heldur að brenna inni með bónda sínum, heldur en yfirgefa hann í dauðanum, því hún hafði heitið honum því, að eitt skyldi yfir þau bæði ganga, og hefir það lengi verið í minn- um haft. En svipað þessu kom fyrir í Port Henry, N. Y., í vikí unni sem leið. Þar kviknaði í í- búðarhúsi hjóna á sjötugsaldri, sem Mr. og Mrs. Thomas Collier hétu, og sonar þeirra 23 ára. Kon- an komst út úr eldinum, en feðg- arnir ekki. En hún vildi láta eitt yfir sig og mann sinn ganga, eins og Bergþóra, og hún fór aftur inn í húsið, sem var að brenna, og lét þar lífið með manni sinum og syni. kosningar muni fram fara á þessui ári. Lítur því ekki út fyrir, að svo muni verða, þó margir hafi í- myndað sér það. Það er sögulegt við þessa þingsetningu, að þar tekur kona, Mrs. Cairine Wilson, frá Ottawa, sæti í öldungadeild- inni, fyrsta konan í Canada, sem þann heiður hefir hlotið. Eftir j að þ'ingsetningin hafði fram far- íð, var þingi frestað til mánudags- ins í þessari viku, og hófust þá umræður um hásætisræðuna. Er jafnvel búist við, að þær standi kannske nokkiið lengi í þetta sinn og ýmsir þigmenn hafi margt að segja, eins. og oft vill verða. Fimmvelda fundurinn í London Fulltrúarnir á London-stefnunni hafa lítið aðhafst nú um tíma og ekki haft fundi, sumir jafnvel far- ið heim til sín, til Frakklands og ítalíu. Er þó ekki svo að skilja, að þessu þingi sé • enn slitið. Halda nú margir, að beinn árang- ur af þessu afvopnunarþingi verðij lítill, og er því sérstaklega um kent, að það hafi ekki verið nærri nógu vel undirbúið. Samt mun enginn neita því, að þetta getur vel haft heillavænlega þýðingu fyrir friðarmálin, þegar stujndir líða. Rússar kreppa að eignar- réttinum Soviet stjórnin á Rússlandi gengur nú að því miklu ákveðnar en áður, að afnema einstaklings eignarréttinn. Hefir stjórnin gengið svo freklega fram í þessu, að sagt er að ástandið í Rúss- landi sé nú næsta óþekkjanlegt frá því sem það var fyrir svo sem tveimur eða þremur mánuð- um. Það eru sérstaklega bænd- urnir, sem margir eiga sjálfir á- býlisjarðir sínar, sem hér verða fyrir miklu skakkafalli, að þeim sjálfum finst að minsta kosti, þar sem eignarrétturinn yfir jörðum þeirra og búslóð, er frá þeim tek- inn, og þeir gerðir að leiguliðum. En þannig hafa mennirnir alt af verið, að þeim hefir fallið heldur illa að láta taka af sér, það sem þeim hefir fuíndist að þeir ættu með öllum rétti. Sama er að segja um þá, sem iðnað reka, hvaða tegundar sem er, að hann e r allur. lagður undir stjórnina. Einnig berast nú frá Rússlandi , , , I enn hroðalegri sögur, heldur en A siðasthðnu fiarhagsari voru ,, ... . „ ,, , , nokkurn tima aður, af ofsoknum þeir, sem opinbers styrks nutu a!_ , . . , . , ’ J | Soviet stjornarinnar gegn krist- a Kretlandi, vegna afleiðinga ind6m. og kirkju. striðsms, 1,476,600 að tölu, og fjárupphæðin, sem til þess gekk, A förum til Toronto Einn af merkisprestum Winni- peg borgar, R. B. MoElheran, j rektor við St. Matthews Anglican Kemur það fyrst og fremst til af, kirkjuna, hefir verið veitt skóla- því, að mörg börn, sem mistu feð-j stjóra embættið við Wycliffe utr sína í stríðinu, hafa náð þeim' aldri, að þau geta unnið fyrir sér sjálf. Og svo hafa vitanlega margir dáiið, sem styrks nutu. Af þessum mikla fjölda styrkþega, eru 477,000 hermenn, 1,500 hjúkr- unarkonur, 142,000, ekkjur og svo mikill fjöldi barna og foreldra, sem mist hafa sína í stríðinu. — Svipað þessu er ástandið í öllum hinum stríðslöndunum. Afleiðingar stríðsins eru kostnaðarsamar var $250,000,000. Er það fimtán milj. doll. minna en næsta fjár- hagsár á undan, og þeir, sem styrksins njóta eru 96,500 færri. College í Toronto, og tekur íhann við því í júnímánuði. ✓ ’ ------------ Winnipeg Electric félagið Eins og sjá má af auglýsingu frá þessu félagi, sem birtist í síð- asta blaði, hefir félagið farið fram á það við bæjarstjórnina í Winnipeg, að það væri leyst frá þvi að borga skatt, sem nemur sem næst $169,000 á ári og einnig að borga fyrir vissa aðgerð á strætum þar sem brautir félags- ins eru, eða að öðrum kosti að Hinn 17. þ. m. féll Tardieu- meea selJa alla farseðla sama stjómin á Frakklandi, eftir að! verðh eða fyrir 7 cents hvern, að Enn ný stjórn á Frakk- landi hafa setið aðeins skamma stund að völdum. Var það smávægi- legt skattamál eitt, sem henni varð að fótakefli, og féll stjómin við aðeins fimm atkvæða mun. Liðu svo nokkrir dagar, að ekki hepnaðist að mynda nýja stjórn. Samt hefir það nú tekist, en ekki er því spáð, að hin nýja stjóra verði langlíf. undanteknum farseðlum skóla barna. En eins og menn vita, eru nú farseðlar seldir fyrir töluvert minna verð, sem gilda vissa tíma dagsins og einnig getur fólk ferðast með strætisvögnunum á sunnudögum fyrir að eins 5 cent. Bæjarstjórain hefir nú tekið þetta mál til meðferðar og skipað nefnd manna til að íhuga það, en hver niðurstaðan kann að verða, er enn alveg óvíst. Til Hjartar Thórðarsonar S:t heill og sæll og les mitt ljóð, þú ljóssinstöfra smiður! Til höfðingsmanna yrkja óð er alda gamall siður, um orðstír þeirra og afrekstök og æfintýra ferðir, og þaðan fengu fyrst sín rök þeir frægu sagnaverðir. 1 dölum fræða- og listalands, við laufklædd brjóstin hlíða, þar sumárnótt í sólardans um sæflöt geislar líða, og fuglinn sæll í sumarvist er syngur unaðsrómi, þar guð þig vígði ljósi og list í lands þíns helgidómi. Hjá vöggu þinni Völur tvær, sem véfrétt spádóm þuldu, — -—þín örlög sáu í anda þær, þó orðin væru á huldu. — Hin önnur broshýr, björt og ung, með blíðuhreim í svörum. Hin önnur blökk og brúnaþung, með blákalt glott á vörum. Hin bjarta mælti, í bragð: hlý: “Það barn, er vært hér sefur, þó sveitabæ sé alið í, sín aðalsmerki hefur, því einhver töfra-tignar glans sést tindra af luktum augum, sem inni fyrir kyndla krans þar kveiki’ á segulbaugum. Það verður ei sem fólk er flest, er fetar troðna veginn, en láta mun sér lynda bezt, að leggja veg sinn eiginn. Þess hugsjón glögg og gáfan hög mun gæfuhjól sitt smíða, og dular-afla læra lög að lesa, skilja og þýða.” Þá gegndi hin dökka og glotti kalt: “Þitt gaspur rétt mun vera, því litla sveinsins lífs-starf alt mun ljóssins ávöxt bera. — Og guðin verða ei brögðum blekt, hvert boð helst þeirra í gildi. Hans auðnu og frægð eg fengi ei hnekt, Hve fegin sem eg vildi. “En eitt mig hlægir,” — hjalar norn og hækkar mála-kliðinn, — “að óhamingja íslands fora er enn ei burtu liðin, því örlög þessa unga s'veins svo ótvírætt því hóta: að feðrajörð og ættjörð eins hans aldrei fái’ að njóta.” Og alt kom fram, því syni svift var sögustorð að vanda. 1 fátækt sinni fékk ei lyft til flugs svo stórum anda. — En hamingjan hér hliðstæð var og hylli veitti sína, til Vínlands góða gaf þér far, er geymdi framtíð þína. f Þar kleifstu Hliðskjálfs hallar brýr — frá hversdags brauki lágu, — er hugvits-draumadísin býr í dýrðarveldi háu. Þar sástu, í hverja og eina átt að orkulindir streyma, með ljós og yl og undramátt um alla heima og geima. Þar hugarþan og þekking jókst og þreklund — jöfnuim höndum, en andlegt gull og efni tókst í arf frá tveimur löndum. Þú vanst þá stóru víkings þraut, — þar vopn sín margir brjóta — að ryðja sjálfs þín blómabraut, að berjast, sigra’ og njóta. Þó hafir lífs þins taflið teflt hjá tröllþjóð stórvirkjanna, þú hefir ættlands hróður eflt, þín hugvitstök það sanna. Sem hetja fyr í höllum grams, er hófst í vegsemd glæsta, eins vanstu hér í veldi “Sams” þér veg og nafnfrægð hæsta. Svo lifðu heill í hundrað ár sem helgar fóstru1 þinni þinn listaframi heiður hár er henni’ og ættjörðinni. — Þótt gull og samtök séu sterk og segull framtakanna, þá samt knýr stærri sigurverk þó sálin hugvitsmanna. Þorskabítur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.