Lögberg


Lögberg - 27.02.1930, Qupperneq 3

Lögberg - 27.02.1930, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1930. Bls. 3. SOLSKIN VETRARSTÖRFIN RYRJA. Náttúran höfuð hneigir, himininn fellir tár; vötnin af vindum gáruð, völlurinn hélugrár. Himneskri liönd er leikið, liinsta við sumardag, hjartans á 'hulda strengi — hrífandi sorgarlag. Alt ])að, :sem gott og göfugt guð á í þinni sál, vek þú nú til að vinna; vinn ifyrir drottins mál. Viðir þótt verði að ililýða vetrarins hörðum dóm, lát þér í lijarta lifa líknar og kærleikshlóm. Gmð minn, ef skæðir skuggar skyggja um lönd og ál, gjör mig að litlu ljósi,- lýsandi hverri sál. Guð minn, ef einhver grætur — grátur ber vott nm sár — gjör mig að mjúkri hendi megnandi’ að þerra tár. —Smári. S. J. J. AÐEINS IIIÐ FAGRA. Þið, sem þessar línur lesið, hafið þið alt af gert ykkur grein fyrir, hvað fagurt er og livað er ljótt ? Hafið þið gert ykkur það ljóst, að í hfinu og tilverunni allri er svo mikil fegurð, að ef þið opnið' liuga ykkar fyrir því, verður hið l.iót aðeins eins og ofuriítið i*vk á gluggarúðu, þar sem birtan og Ifegurðin er fyrir utan ? Það er til sögn um mann, sem var svo vond- Ur, að hann sá ekki sólina. Það er alt af undir °kkur sjálfum komið, hvort við sjáum thið fagra °g opnum eða lokum huga okkar fyrir því. Sá, sem sér fegurðina. í öllu og teygar liana inn í sál sína, eignast sjálfur fagra og göfuga sál. Og við skulum virða alla hluti fvrir okkur í þeirri trú, að finna þar eitthvað fagurt, og ]>á fer ekki hjá því, að við finnum það. Horfið þið á smæsta dýr í moldinni og lifnaðarhætti þess. •lafnvel þar niðri í duftinu býr fegurðin. Horf- Jð á fræið, sem brýtur jarðskorpuna til að komast upp í sólarljósið, og verður að litfögru ölómi, einnig þar er fegurðin. — Lítið á hrvnj- andi lækina, fjallahlíðarnar í sumarskartinu og vetrarfeldinum hvíta. 1 dauðraríki vetrarins, sem í lífsbanni vorsins býr ótæmandi fegurð. Horfið á fjallatindana, sem bera við heiðbláan himininn. Hvessið sjónir ykkar á hyldýpi him- insins, á hnattagníann óteljandi. Hvar er feg- urð og tign, ef ekki einmitt þar? Horfið á hið síkvika, ólgandi líf náttúrunnar í allri sinni fjölbreytni, leitið ]>ar að fegurð og þið munuð finna meira en orð fá lýst. Jafnvel í því, sem er hrikalegt, og ægilegt, eins-og náttúruöflin, býr ótæmandi fegurð. En hvað er ])á að segja um okkar eigið líf? Býrfegurðin einnig þar? Já, vissulega, en þar er þó enn þá rykið, sem hylur okkur fegurðina kið ytra og innra. Óhreínu hugsanirpar, livat- lrnar, orðin og verkin er rykið, sem sest á riíð- una, svo okkur sýnst alt Ijótt og óhreint í kring þni okkur. Þegar við ætlum öðrum eitthvað Jlt að ástæðulausu, er eitthvað ilt í okkur sjálf- Um, — ryk, sem sest á rúðuna. — Ungir dreng- lr og stiilkur, sem venja sig á að hugsa ljótt, fura von bráðar að tala ljótt, og þar næst að Hjöra það, sem ljótt er, og þá finna þau ekki sjálf hvaðl er ljótt eða fagurt. Þau hafa van- f®kt, að þurka rýkið af rúðunni jafnóðum og það kom. “Sagði eg þér ekki, að ef þú tryðir, mundir Pú s.já guðs dýrð,” sagði Kristur við Maríu rá Betaníu. Ef við göngum út í lífið með þeim asetningi, að finna aðeins hið fagra og í þeirri rú, að hið góða og fagra sé máttugra hinu ó- agra og vonda, munum við sjá þá dýrð, sem Eristur talar um. Það er ekki til neins að leyna.því, að til er margt ljótt, en ef við göng- ’jm öll móti því takmarki, að taka aðeins hið ragra í þjónustu lífsins, þá mun hitt hverfa eins og skuggamir úr fjallahlíðunum, þegar solin komur upp fyrir fjallshrúnina, því hið ’ la ,or aðeins til fvrir þá sök, að monnimir hafa Það enn í þjónustu sinni. Þið skuluð verja lífi ykkar til að þurka það ryk burt, — þá verður lífið fagurt. —Smári. Ilannes J. Magnússon. SUMARMINNINGAR. Lóuhreiðrið. Vorið 1911 var eg, ásamt nokkmm mönnum, V)ð vogagerð á Hellisheiði við Vopnafjörð. Við Jolduðum neðan við heiðarbrúnina og gongum Svo þaðan til vinnunnar upp á heiðina. Fvrsta aginn, sem við vorum þarna, bar svo til, er 1( gengum heim að tjaldinu, að eg gekk spotta . 0r.n frá félögum mínum uppi á heiðarbrnn- lr>m. Ætlaði eg með ]>ví að taka af mér krók ng vorða á undan ])eim að tjaldinu. Vissi eg Þa ekki fyrri til, en lóa flögraði undan fótunum a mér og barði sig ákaft moð vængjunum. Sá ?ö’ strax hvers kvns var: að hún mundi eiga* Þama hreiður. Fór eg því að svipast um, og ann hráðlega hreiður, mjög laglega tilbúið, m . l’jórum eggjum. Eg forðaðist að snerta eggm, en hlóð upp um nokkmm steinum, svo an eg gæti með hægu móti fundið hreiðrið aft- ur. Fór og svo heim að tjaldinu og sagði fé- lögum mínum frá ])essu. Bað eg þá jafnframt, að snerta ekki eggin, og því lofuðu þeir. Næstu daga flögraði ‘ ‘ eggjamamma ” af eggjum sínum með vængjaslætti og einkenni- legn tísti, líkast neyðarópi, ])ogar við gengum þar nálægt. Eftir stuttan tíma hafti hún því, on flaug hins vegar frjálsloga í kringum okkur og fvlgdi okkur jafnvel æði-spöl upp á heiðina og söng yndislega. Það ’var alveg eins og hún væri að þakka okkur Ifyrir það, að við skyldum láta börnin sín í friði og skemta okkur jafn- hliða með söng sínum. Þegar liún liafði fvlgt okkur nokkur ihundruð faðma upp á heiðina, })á sneri liún jafnan við til að liugsa um heim- ilið, en aldrei fórum við svo þarna um, að hún væri ekki að hoppa í kringum okkur. Að lok- um var hún orðin svo spök, að hún hljóp aðeins lítinh spöl frá hreiðrinu, og beið þar, án þess að sýna nokkur óttamerki, þegar eg kom til að gæta að, hvort ungamir væru ekki komnir úr eggjunum. Eg hafði alt af mestu ánægju af að ganga þarna fram hjá, og þegar lóan var favin alfari með ungana sína og eg hevrði okki fram- ar til hennar, þá saknaði eg hennar eins og góð- vinar. Það getur verið sönn ánægja, að sýna fugl- unum nákvæmni í umgengni. Gleymið því ekki, börnin góð! Munið og eftir því, að ef þið tak- ið egg frá litlu fuglunum, ]>á er ])að sama sem að bami væri stolið frá móður. Hversu sárt mundi mömmu ykkar falla það, að einhver ræjiingi kæmi og tæki ykkur frá henni, og hún fengi alddrei að sjá ykkur aftur! —Smári. Jón Sigurjónsson. í LÆKNISLEIT. (Z. Topeliws.) ----Eg held eg ætti að gægjast upp, sagði ma u rast ráku r inn. —Bíddu dálítið, sagði mauramanna, eg ætla fyrst að gá, hvernig umhorfs er í veröldinni.— Og svo gægðist hún út um glugga á mauraþúf- unni, en sá hreint ekki neitt, því sólin skein beint í augun á henni. —Nú gægist eg bara upp, sagði maurastrák- urinn. Svo skreið hann út um gluggann----. Mauraþúlfan var bygð undir stóru reynitré. Sólin skein á grænar groinaraar og smábræddi héluna neðan á þeim. — Lítill ísmoli datt nið- ur hjá mauraþúfunni og fótbraut maura.strák- inn, þegar hann var nýkominn út um gluggann. — Hvað er nú þetta- sagði mauramamma. —O—o—, ekki neitt, nema eg fótbrotnaði. •sagði maurastrákurinn. Mauramamma varð dauðskelkuuð, dró strák- inn inn um gluggann og revndi að klastra fæt- inum við aftur með kvoðu. Það leit út fyrir, að það tækist ágætlega, en }>egar maurastrákur fór að ganga, datt fótur- inn af aftur. —Ekki dugar þetta, sagði mauramamma.— • Við verðum að leita til læknis. Svo bjó hún sér til poka úr litlu, visnu lilju- blaði, lét strákinn í pokann, vatt honum á bak sér og lagði af stað. Mauraþúfan var á móabarði rétt hjá jám- brautinni. Mauramamma vissi upp á hár, live- nær lestin mundi koma, og gaf því gætur. Lestin kom — prúmp — úmp — úmp! Og mauramamma stökk a)f sporinu og upp á hjól- ið, hringsnerist nokkrum sinnum með því, en gat þó loks klifrað með poka sinn upp á vagn- inn og ferðaðist síðan farbréfslaust til Hels- ingfors. — Þegar þangað kom, skreið hún gæti- lega niður af vagninum, af því hún var smeyk við að verða troðin undir. Hún flýtti sér að ná í leiguvagn, sem beið þar gesta. Alt af var hún með pokann á bakinu og barnið og brotna fótinn í honum. — Nú skulum við aka til læknisins, sagði mauramamma. — Eg er annars lirasdd um, að hestinum þyki við ljóti ábætirinn við avkið —. — Hvaða hvíta fjall er nú þetta? spurði maurastrákur og rak kollinn upp úr pokanum um leið og þau fóru fram lijó stóra steinhúsi. — Það er nobkurs konar mauraþúfa, sem mennirnir búa í—öll þurfum við þak vfir höfuð okkar. Rétt í því nam vagninn staðar við sjúkra- liúsið, því í vagninum sat einmitt ungur lækn- ir, sem hafði farið til Pétursborgar til þess að heyra Kristínu Níelsdóttur syngja Nikurljóðin. Mauramamma gleymdi að borga ökumanni. Skreið af vagninum og klifraði upp tröppurn- ar með sjúklinginn á bakinu eins og áður. Yfirlæknirinn sat við skrifborð sitt og.var að lesa í stórri bók, um listina að smíða mönn- uc ’nýtt nef. Mauramamma komst upp á borð- ið og skreið upp á ibókina. Yfirlæknirinn sá hana og ætlaði að blása. hana í burtu, en hún hélt sér fast við blaðið og fór að segja honum frá slysinu og sýna lionum strákinn. —Já já, r— er það ekki annað en þetta? sagði yfirlæknirinn og ætlaði að festa fótinn í snatri, en hann notaði alt of grófgerð verkfæri, og sleit í }>ess stað einn lieila fótinn af. — Hvað er þettta ? sagði mauramamma. — O—ó— það var ekki neitt, nema nú misti ég annan fót, sagði litli, þolinmóði maurastrák- urinn. Yfirlæknirinn fór nú að þurka gleraugun ,sín og gekk svo burtu, til ])ess að sækja sér fínni verkfæri. — En mauramamma mátti ekki vera að því að bíða. Hún lét strákinn og báða brotnu fæturna í pokann og skreið af stað. — Nú verðum við líklega að fara til Vigfús- ar vatnslæknis, sagði mauramamma. — Hún komst á annan leiguvagn, er átti að fara þang- að 'með feitan herra, .sem vildi verða magur. Vigfús vatnslæknir stóð við stórt og mikið baðker, sem liann var að dýfa feita manninum ofan í, þegar mauramamma skreið upp á hend- ina á honum, til þe&s að vekja eftirtekt hans. Um leið og hann varð hennar var, dýfði liann hendinni í vatnið, og þar lentu maurarnir, áð- ur en þeir höfðu áttað sig. Mauramamma klóraði sig upp á bai*minn á baðkerinu og kallaði til stráks að lialda sér fast í hana. En þegar henni var borgið, sá hún hvergi barnið sitt, því feiti maðurinn bnslaði svo óskaplega í vatninu, að það var eins og ó- sjór í ofviðri. — Hvar ert þú nú? Hvernig líður þér? — kallaði mauramamma í dauðans angist. — Eg er hérna. Nokkuð blautur.-------Og nú drukna ég! skrækti maurastrákurinn í sín- um mjósta rómi á milli ólagana. í baðkerinu. Mauramamma steypir sér nú út í ólguna upp á líf og dauða og tókst með mestu erfiðis- munum að bjarga barni sínu upp á þurran barminn. — Þá var strákurinn dauður. — Nú era góð ráð dýr! Nú verð eg víst að fara til Barða skottulæknis, sagði maura- mamma. Það vildi svo vel til, að Barði skottulæknir var staddur í Helsingfors þessa dagana. Ann- ars hefði liún orðið að bíða eftir gufubátnum, því ekki hefðu verið tiltök fyrir hana' að kafa snjóinn alla leið til Vasa. Og svo fór liún með dauða strákinn sinn og báða brotnu fæturna til læknisins, sem liafði lært í lífsins skóla. Skottu- læknirinn tók stahkunargler og skoðaði líkið og háða brotnu fæturna og sagði svo: — Hér dugar ekki annað en nudda og nudda, en eg get ])að ekki sjálfur, eg hefi svo klunna- lega fingur, góða mín! Mauramamma hugsaði sig um. Hún hefði nú helzt viljað biðja einhverja fluguna að hjálpa sér, en þær vora því miður allar dauðar um þetta levti árs. — Eg ætla samt að reyna að gá þarna bak við ofninn, sagði hún samt við sjálfa sig. Mauramamma skreið svo bak við ofninn og fann ]>ar hálfdauða fiskiflugu, sem hafði legið þar síðan í haust. Ilún tók í afturendann á henni og kastaði henni með mestu erfiðismunum fram í sól- skinið. Eftir æði-stund fór flugan að smá lifna við. Loks jafnaði liún sig svo, að hún gat farið að nudda maurastrákinn. — Svona! — Alveg rétt! — Þarna! s«gði læknirinn og benti með prjóni á, hvar og hvem- ig flugan skyldi nudda, því það átti að gerast alt eftir “'kúnstarinnar reglum” og vera fyrir- myndar ‘‘massage”, eins og lærðu mennirnir kölluðu það. Rúmar þrjár mínútur nuddaði flugan, og þá fór maurastrákur að rakna við, og mikið ó- sköp varð mamma hans þá glöð. Svo festi læknirinn ibáða brotnu fæturna á, og nú var maurastrákur fleygur og ifær. — Hve mikið á ég nú að borga lækninum fyr- ir alla fyrirhöfnina? spurði mauramamma. — Þú skalt bera blaðlúsinni mat í stofu þinni, næst þegar liana ber að garði hjá þér, sagði Barði læknir. — Það skal eg, svei mér, gjöra, sagði maura- mamma þakklát. skal breiða dúk á borð og bera henni hunangsköku og beztu grenikvoðu og hún skal fá eins mikið og hún getur í sig látið, og meira til. — Það er nú ágætt, sagði Barði læknir. Og vertu nú blessuð og sæl. Eg má ekki tef.ja. það bíða mín sex handleggir og fjórir fætur með óþreyju. — Verið þér sælir, sagði mauramamma og 'hélt heimleiðis me.ð maurastrákinn sinn heilan ‘Og liraustan. Þegar hún kom heim, var komið fram á vor. Allir nágrannarnir voru skriðnir út úr þúfunni og teknir að laga og rvðja maura þjóðveginn, sem lá yfir skógarbarðið. Margt hafði aflagast við snjóþyggslin um veturinn og* leysingarnar um vorið. Það varð mesti ifagnaðarfundur í allri maura- sveitinni, þegar þau komu heim. Allir urðu að skoða maurastrákinn í krók og 'kring, þukla hann og þreifa, hvort liann væri nú jafngóður aftur. Rétt í ])essu kom ein lítil blaðlús bagsandi yfir nýgræðinginn á skógarbarðinu. Hún var bæði köld og svört og illa til reika. Maurarnir gripu þegar hvöss greniköngla- sp.jót og hugsuðust að reka þessa flökkukerl- ingu í hurtu. En—þá reis mauramamma upp á afturfæturna, og reiddi voðastórt grasstrá til liöggs og varði blaðaliísina fyrir þeim. Hún bauð henni svo inn í heztu stofu sína, reiddi henni þar fram kostulegri veizlu, en þekst liafði síðan mauraþúfan var bygð. Og fiskiflugan söng borðsálminn og maurastrákurinn dansaði svo fjörugt og fallega, eins og hann hefði aldr- ei meitt sig neitt. Of sólin skein — og engill vorsins flaug á gullvamgjum yfir grænt skógarbarðið og — mauraþúfuna. —Smári. Einar S. Frhnann, þýddi. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES. PLACE Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjtlkdðma.—Er að Mtta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bidg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Slmi: 28 180 « Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og vfirsetur. Til viðtals kl. 11 f. h. tll 4 e. h. og frá 6—8 að kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ pÉR 8ÁRA FÆTVRf ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. •406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 MARYLAND STREET. (priðja hús norðan við Sargent). PHONE: 88 072 Viðtalstlmi kl. 10-11 f. h. og 3-5 •. h. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsimi: 58 302 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræðingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru þar að hitta á eftirfylgjandi ttmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: Priðja föstudag I hverjum mánuði. J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) tslenzkur lögma/íur. Rosevear, Rutherford Mclntosh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbrs. Winnipeg, Canada Slmf: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræðingur SCARTH, GUILD & THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrifstofa: 702 Confederation Life Building. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS RLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð aí öllu tmgi. PHOhTE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samst-undis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 ALLAR TEOUNDIR FLUTNINOAl Nú er veturinn genginn I garð, og ættuð þér >vl að leita til min, þegar þér þuríið á kolum og við að halda. Jakob F. Bjamason 668 Avlerstone. Slmi 71 848 PJÓÐLEOASTA KAFFI- OO UAT-BÖLUHÚSIÐ sem þessi borg hefir nokkurn tlma haft innan vébanda sinna. Fyrirtaks máltiðir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjððræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE <92 SARGENT AVE. Sími: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandi. GUÐRÚN S. HELGASON A.T.C.M. kennari I Píanóspili og hljómfrœOi (Theory) Kenslustofa: 540 AGNES ST. Simi: 31 416 Barnabœn. Lylft þér, sól, yfir sálir vorar ungu, signdu oss, smáviðar strá. Leystu uú höftin af hjörtum og tungu, helga þér frækornin smá! Sólnanna sól, eins og ósprottið engi erum vér, fáráðu börn. Lýs ])ú oss, ger þú oss, drósir og drengi, dáðríka fósturlands vörn. — M. J. SKRITLUR, A. Nú er Kristján nábúi þinn laus við hið mæðufulla líf sitt. B. Hvað segir þú! Er Kristján dáinn?— Hann var þó á sjó í gær. A. Nei, það er víst ekkert að Kristjáni, en eg hefi heyrt, að það ætti að jarðsyngja tengda- móður hans í dag. Ungfrú A. Adólf sagði í gær, að hann vildi gefa mér lijarta sitt. Ó, hvað eg var ham- ingjusöm. Ungfrú B. Já, eg ekki síður. Hann sagði við mig í morgun, að eg hefði stolið lijarta hans. — Hmhl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.