Lögberg - 27.02.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4.
%
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1930.
Á fimtudaginn þann 20. yfirstandandi
mánaðar, var sambandsþingið sctt í Ottawa
með venjulegum hátíðal>rigðum af fulltrúa
konungs, Willingdon lávarði. Svo var mikill
mannsöfnuður við þingsetninguna, að sjaldgæft
inun vera í stjórnmálasögu hinnar canadisku
þjóðar.
Meðal sögulegi’a atburða í sambandi við
setningu þingsins má telja það, að þá aflagði
embættiseið hinn fyrsti kven-fulltrúi öldunga-
deildarinnar, Mrs. Cairine MacKay Wilson frá
Ottawa, er nokkrum dögum áður liafði hlotið
Senators útnefningu. Var frúin til þess kjörin
að svara hásœtisræðunni í öldungadeildinni og
tlutti hún tölu sína á frönsku. Faðir Mrs. Wil-
son, var Senator Roberts MacKay frá Mon-
treal.
I íslenzkri þýðingu hljóðar hásætisræðan
á þessa leið:
“Iíæztvirtir öldungar og háttvirtir neðri-
málstofu þingmenn!
“Það fær mér ósegjanlegrar ánægju, að
eiga þess kost við þingsetningu þá, spm nú fer
fram, að samfagna yður yfir hinni varanlegu
og vaxandi velgengni, er þjóðfélag yðar á við
að ibúa. Hið síðástliðna ár var slíkt, að á því
, komst framleiðsla þjóðarinnar á hærra stig, en
nokkru sinni fyr. Að undanteknu sviði land-
búnaðarins, voru fleiri hendur að verki í land-
inu, en áður voru dami til; mannvirki meiri og
margbrotnari, en áður hefir til þekst. Fram-
leiðslan úr námum landsins, hefir aldrei áður
komist í námunda við það sem hún komst á
síðasta ári, og er slíkt hið sama um verksmiðju-
iðnaðinn að segja. Þá jókst og framleiðsla
og notkun vatnsorku til verulegra muna. Yf-
irleitt voru afurðir landsins miklar, og senni-
lega aldrei vandaðri að vörugæðum. Þjóðin
er nú augsýnilega farin að rétta úr sér, eftir
deyfð þá í atvinnu og framleiðslumálum, er
vart við sig gerði fyrir áramótin síðustu. Því
má heldur ekki gleyma, að allmikið af upp-
skeru síðasta árs, er enn í vörzlum canadiskra
borgara til endilegra ráðstafana.
Viðskifti canadisku þjóðarinnar á tárinu
sem leið færðu út kvíamar til verulegra muna;
viðskiftaráðunautar voru skipaðir í ýmsum
löndum, auk þess sem stofnað var til aukinna
eimskipasambanda við Ástralíu og S.-Afríku.
Þá hafa ennfremur verið gerðar til þess ráð-
stafanir að auka og endurbæta siglingasam-
iböndin við Indland og nýlendur Breta í Austur
Afríku. Jámbrautakerfin tvö, hafa á árinu,
sem leið, hmndið í framkvæmd mikilvægum
mannvirkjum, og munu einnig gera á ári því,
sem nú stendur yfir. Lagningu Hudsonflóa-
brautarinnar er nú lokið, og má svo heita, að
Welland skipaskurðurinn sé einnig fullger. Við
opnun þeirrar'nýju siglingaleiðar, vinst það, að
kornflutningaskip ná sambandi við Lake On-
tario og hinar efri hafnir við St. Lawrence.
Er nú unnið kappsamlega að hafnargerðum,
þar sem helzt þykir þurfa við.
Lagt verður fyrir þing frumvarp til laga
í sambandi við ýmsar járnbrautaeignir, er áð-
ur voru í höndum einstakra manna, en nú teljast
til þjóðbrautakerfisins—Canadian National
Railways.
Stjórair Ontario og Quebec fylkja, hafa
all»mikið látið til sín taka spuminguna um
vatnsorku og afstöðu hennar til siglingaleiða.
Og með því hve skjótt það kom í Ijós, hve mikl-
um örðugleikum það myndi bundið, að komast
að beillavænlegri niðurstöðu, Jiótt leitað væri
til dómstólanna, þá varð sú leið tekin, að
reyna að greiða fyrir framgangi málsins með
samtalsfundum, og er þess að vænta, að með
þeim hætti auðnist aðiljum að finna heppileg-
an úrlausnarveg.
Þá hefir ráðuneytið látið fram fara ítar-
lega rannsókn í sambandi við framkvæmd eft-
irlaunalaganna, með það fyrir augum, hverjum
umbótum að helzt megi koma við á því sviði.
Sem afleiðing þeirrar rannsóknar verður lagt
fyrir þingið framvarp til laga, er það markmið
hefir að fullnægja betur þörfum heimkominna
hermanna og fjölskyldna þeirra.
Einnig verður lagt fram í þinginu álit
þeirrar konunglegu nefndar, er það hlutverk
hafði með höndum, að kynna sér alt það, er
að víðvarpi í Canada lýtur og gera tillögur í
því sambandi.
Að undanförnu hefir ráðuneytið varið til
þess allmiklum tíma, að ráða til lykta ýmsum
ágreiningsefnum milli sambandsstjómarinnar
og fylkjanna. Meðal annars má á það benda,
að hin ýmsu fylki hafa krafist fjárhagslegra
uppbóta, er þau þykjast hafa átt tilkall til, bor-
ið saman við hin önnur fylki. 1 raun og veru
eiga öll fylkin hér að einhverju levti hlut að
máli. Kröfum strandfylkjanna hefir að
miklu leyti verið fullnægt, á þeim grandyelli,
sem konunglega rannsóknamefndin lagði til.
Er nvi verið að gera út um fjármálahlið þess
máls.
Um mörg undanfarin ár hafa staðið yfir
milli sambandsstjómarinnar og fylkjastjóm-
anna í Saskatfchewan, Manitoba og Alberta,
samkomulags tilraunir um afhending náttúru-
fríðinda fylkjunum sjálfum í hendur. Þá hafði
og stjóm British Columbia fylkis krafist þess,
að fá í sínar hendur til fullra umráða land-
spildu eina allmikla í Peace River héraðinu.
Að því er þessi þrjú fyrgreindu fylki á-
hrærir, þá hafa tekist fullnaðarsamningar milli
þeirra og sambandsstjórnarinnar og verður
nú fram á það farið, að Jtingið afgreiði málið
að fullu með samþykki sínu.
Svipað tilboð því, að innihaldi, er Alberta-
fylki hefir fallist á, var Saskatchewanfylki
gert, í sambandi við náttúrufríðindi þess.
Sú hin konunglega rannsóknarnefnd, er
það’hlutverk hafði með höndum, að kynna sér
og gera tillögur um launakjör hinna ýmsu sér-
fræðinga í þjónustu stjómarinnar, hefir nú
lokið starfi, og verður álit hennar lagt fram í
þinginu. —
A árinu sem leið skifti nefnd sú, er yfir-
umsjón hefir með kornverzlun landsins um
mannafla. Eru allir hinir nýju menn,
er eftirlit skulu hafa með fram-
kvæmd Caíiada Grain laganna, fröm-
uðir á sviði iðnaðar, akuryrkju og vísinda.
Lagt verður fyrir þingið frumvarp til laga, er
fram á það fer, að samræma Canada Grain lög-
in eftir tillögum landbúnaðamefndar síðasta
þings. Á fundi þjóðbandalagsins, er haldinn
var ,í septembermánuði síðastliðnum, undir-
skrifaði Canada vara-ákvæði laganna um al-
Iþjóðadómstól, er mælir fyrir að réttlætanleg
ágreiningsefni, það er að segja þau ágrein-
ingsefni, er eiga rétt á sér, skuli sett í gerð.
Ákvæði þetta var einnig undirskrifað af þeim
öðram þjóðum, er mynda veldisheildina
brezku.
1 samræmi við tillögu samveldisstefnunn-
ar frá 1926, var fundur haldinn í Lundúnum
í haust, til þess að íhuga og gera tillögur í
sambandi við verkun vissra canadiskra lög-
gjafarákvæða á verzlunarsiglingar.
Síðgstliðið sumar átti sambandsstjómin
frumk\Tæði að því, að boðið skyldi til hagfræði-
legs fundar hér í landi, eins fljótt og því yrði
við komið, er þátt tækju í fulltrúar frá öllum
þeim þjóðum, er mynda hina brezku ríkis-
heild. Eftir að hafa ráðfært sig við hinar
ýmsu stjómir, varð niðurstaðan sú, að hag-
kvæmilegast myndi að halda fund þenna í
sambandi við samveldisstefnuna í Lundúnum.
1 félagi við hinar brezku systurþjóðir sínar,
sendi Canada fulltrúa á vopntakmörkunar-
stefnu þá, er saman kom í Lundúnum þann
21. janúar síðastliðinn. Br þess vænst, að
tilraunir og starf þess móts, leiði til þverrandi
samkepni á sviði vígvarna á sjó, en auki að
sama skapi gagnkvæmt traust og góðvilja þjóða
á meðal.
Samkvæmt úrskurði hæztaréttar Breta, ber
canadiskum konum til þess full réttindi að eiga
sæti í efri málstofu hins canadiska þjóðþings.
Nú hefir þessu ákvæði verið beitt, með því að
veita konu sæti í þeirri þingdeild, og er það í
fyrsta ftnni í sögu þjóðarinnar, að slíkt jafn-
rétti kvenna til móts við karl^nenn, hefir verið
viðurkent.
Meðal annara framvai-pa, sem lögð verða
fyrir þingið, er frumvarp til laga um breyting
á kosningalögum, sem og breyting á lögunum
um gjaldþrot og breyting á hegningarlögun-
um.
Háttvirtir neðri málstofuþingmenn!
Fjárlögin fyrir yfirstandandi fjárhagsár,
ásamt fjárliagsáætlun fyrir næsta ár, verða
lögð fram í þinginu við fyrsta hentugleika.
Hæztvirtir öldungaráðsmeðlimir og hátt-
virtir neðri málstofu þingmenn!
Um leið og ég fel yður á ný, meðferð þeirra
mörgu og mikilvægu mála, er úrlausnar bíða,
bið ég hina heilögu forsjón að blessa. yður,
og vaka yfir öllum yðar athöfnum.”
Iðunn
I
Nýlega liafa oss borist í hendur tvö hefti
af Iðunni frá árinu sem leið, og kennir þar,
sem vænta mátti margra grasa. Sumt gott,
sumt þarft, um sumt vér ekki tölum, eins og
þar stendur.
Lang veigamesta ritgerðin, er Iðunn flyt-
ur að þessu sinni, má að sjálfsögðu teljast sú
um skáldið Oscar Wilde, eftir Guðmund Kam-
ban. Er hún hvorttveggja í senn svo fræð-
andi og meistaralega sögð, að þó ekki væri fyrir
annað, ætti Iðunn skilið að vera lesin og keypt.
Er Guðmundi svo árlega að vaxa fiskur um
hrygg í ritment sinni, að ekki verður nú leng-
ur um það vilst, að hann hljóti að -teljast til
þeirra stóru í nútíðarbókmentum íslenzku þjóð-
arinnar.
Af -öðrum verðmætum, er Iðunn hefir að
þessu sinni að geyma, má benda á Næturtöfra
eftir indverska skáldspekinginn Rabindranath
Tagore, Fiðlarann við kóngsins Nýja-torg, eftir
Sigurð meistara Skúlason, og Mansöng eftir
Böðvar frá Hniífsdal, prýðis fallegt kvæði.
Þá flytur Iðunn ritgerð um Upton Sinclair,
eftir Halldór Kiljan Laxnes's, eða að minsta
kosti gefur fyrirsögnin eitthvað þessháttar í
skyn. Urn ritgerð þessa skal ekki fjölyrt að
sinni, en anda hennar og tilgang má nokkurn-
veginn auðveldlega skilgreina af eftirfylgjandi
kafla:
“ I Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem er
einskonar jarðneskt himnaríki verzlunarvalds-
ins, era samankomnir í undraverðum fullnaði
og þaulræktaðir í nota veldi allir hinir djúp-
rættustu ágallar, sem þetta skipulag er megn-
ugt um að skapa mannkyninu. Nauðugur vilj-
ugur verður hver og einn að láta berast með
straumnum inn í hið fíflalega samkepnisfargan,
þar sem hver leiksoppur verður að síðustp
píslarvottur. Þessi mannspilling er skreytt
með fögram og heilögum nöfnum, kölluð þjóðar-
kostir og þjóðarsómi þessa lands og auðvitað
margt fleira. Hver pótentáti um sig reynir að
finna þessu fargani nýtt gyllingarnafn, til
dæmis kallar Mr. Hoover það “hið ameríska
, einstaklingseðli, ’ * hvað útlegst á máli félags-
hyggjunnar eitthvað Jivílíkt sem “einstakling-
urinn gegn einstaklingnum, en sá þjófurinli
beztur, sem lagnastur er að seilast niður í vasa
þinnP’ Annars era heimspekivangaveltur Mr.
Hoovers sízt gáfulegri en Fords, enda er bók-
mentaþekking hans mest fengin úr morðreyfur-
um og leynilögreglusögum, hvað meðhalds
blöð hans töldu honum líka til ágætis í fyrra,
sem sönnun þess að þar væri maður, sem hægt
væri að trúa fyrir forsetatign í Bandaríkjun-
um, — þar væri enginn “draumamaður”
(dreamer) á férðum, en svo nefna amerískir
prangarar mentaða menn, og einkum þá, sem
aðhyllast tímabærar skoðanir á stjórnmálum.
Jafnaðareinstaklingurinn (the average) meðal
amerískra kaupahéðna felur í sér samþjappaða
í eitt þá eiginleika, sem era fóstraðir af félags-
lögmáli, þar sem matið á einstaklingnum bygg-
ist ekki framar á manninum sjálfum sem sál-
rænni vera, heldur á buddu hans og bankabók.
Einkennin eru sem sagt græðgi, hégómagirni,
skinmentun ogannað sýndarágæti (behaviorism
o. s. frv.), félagslegt afskiftaleysi, viðskifta-
óskammfeilni, sleikjuháttur (snobishness),
ærslafýsn, trúarhræsni, mentahatur, rudda-
skapur, þjóðrembingur, yfirgangssemi, hem-
aðaroftrú og alríkisstefna. 100% America-nism
er hið algengasta heildamafn einkenna þess-
ara, kallað á slæmri íslenzku “amerískur hundr-
aðprócentismi,” en gæti á betri íslenzku heitið
vestheimsk cUheimska.”
Blíkan endemis þvætting sem þenna, um
eina af merkustu menningarþjóðum heimsins,
láta tæpast aðrir frá sér fara, en Halldór Kilj-
an Líkness og Jóhannes Stefánsson, nema ef
vera skyldi Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Nytsöm stofnun
Tæpast munu geta orðið skiftar skoðanir
um það, að skógvemdarfélag þessa lands, “The
Canadian Forestry Association,” hafi leyst af
hendi næsta mikilvægt nytsemdarstarf í þágu
Idns canadiska þjóðfélags. Stofnun þessi hef-
ir í ræðu og riti, vakið þjóðina til meðvitund-
ar um það, hve afaráríðandi það sé fyrir fram-
tíðarviðgang hennar að ekkert sé ógert
látið, er verða má skógum landsins til vaxtar
og viðhalds í framtíðinni. Það er þessi stofn-
un, er á sinn drjúga þátt í því hve mikið er að
því unnið um þessar mundir, einkum og sér í
lagi vestanlands, að prýða umhverfi heimilanna
með skógi þar sem áður mætti auganu ein-
manaleg og nakin sléttan. Það er líka þessari
stofnun mikið að þakka, hve áhugi almennings
hefir glæðst á síðari árum fyrir því, að fara
varlega með eld, og fyrirbyggja að svo miklu
leyti, sem unt er, hættu þá hina feykilegu, sem
skógareldum er samfara.
Stofnun ^ú, sem hér er um að ræða, telur
um þessar mundir þrjátíu og tvær þúsundir
meðlima. Og þó þetta sé æði há tala, þá þarf
hún samt að aukast jafnt og þétt, ef vel á að
fara. Fyr verður skógræktar og skógvernd-
armálum vorum ekki til fulls iborgið, en hver
einasti canadiskur borgari finnur til meðvit-
undar um það, að í rauninni sé hann, þrátt fyr-
ir dagleg skyldustörf, skógarvörður líka.
Canada framtíðarlandið
í hinum fvrri greinum hefir
verið nokkuð að því vikið, hvers
vegna að hugur svo margra ís-
lenzkra bænda, hefir hneigst að
Manitobafylki. En í þessari
grein verður leitast við að lýsa að
nokkru ástandi og staðháttum í
Saskatchewanfylki. 1 mörgum til-
fellum gildir það sama um Mani-
toba og Saskatchewan, enda liggja
þau saman hlið við hlið. Þó eru
ýms atriði, að því er snertir Sas-
katchewan, sem væntanlegir inn-
flytjendur hefðu gott af að kynn-
ast, þar sem öðru vísi hagar til,
og skal hér drepið stuttlega á
nokkur helztu atriðin, sem gera
það fylki frábrugðið Manitoba.
Það sem nú er kallað Saskatche-
wan, var áður fyrri víðáttumikið
landflæmi í Vestur-Canada, sem
Hudsons Bay félagið hafði fengið
samkvæmt erindisbréfi frá Char-
les II., árið 1670. Síðan komst
landspildan undir hina canadirfcu
stjórn, og var henni stjórnað frá
Regina, sem nú er höfuðborg þess
fylkis, með hér um bil 55,000 í-
búa. Árið 1882 var megin hluta
þessa flæmis skift niður í Alberta,
Assiniboia og Saskatchewan. Það
var ekki fyr en 1905, að Saskat-
chewan hlaut fylkisréttindi, með
Manitoba að austan, Alberta að
að vestan, Bandaríkin að sunnan,
en North West Territories oð
norðan.
Saskatchewanfylki er 257,700 fer-
mílur að stærð, og er því ummáls-
meira en nokkurt Norðurálfuríkið,
að undanteknu Rússlandi; það er
tvisvar sinnum stærra en Eng-
land, Wales, Skotland og írland
til samans, og hefir um sjötíu og
tvær miljónir ekra, sem hæfar eru
til kornræktar og annarar yrkju.
Af þessu flæmi hafa enn ekki
tuttugu miljónir ekra komist und-
ir rækt. Það er því sýnt, að tæki-
færi fyrir nýbyggja í Vestur-
landinu, eru enn þvínær ótakmörk-
uð.
íbúatala fylkisins er nú nálægt
800,000. Eins og nú standa sak-
ir, framleiðir Saskatchewan af
hinum litla, ræktaða ekrufjölda,
meira korn en nokkurt annað fylki
í Canada. Saskatchewan hefir á
einu einasta ári framleit alt að
384,156,000 mæla af hveiti, byggi,
höfrum og hör, og er þess vegna
eitt hið mesta kornframleiðslu-
land innan brezka veldisins.
Fyrir hálfri öld eða svo, var
fylkið að heita mátti óbygt. Hin
litla jarðrækt, er þektist þar þá,
var á mjög ófullkomnu stigi. En
stórar buffalo hjarðir undu sér
lítt truflaðar á beit, um sléttu-
’flæmið víðáttumikla.
Rauðskinnarnir, það er að segja
Indíánarnir, þóttust hafa, tekið
sléttuna að erfðum og þar af leið-
andi hefðu engir aðrir hið minsta
tilkall til hennar. Fáeinir stór-
huga æfintýramenn, tóku að leita
þangað vestur fyrir rúmum fjöru-
tíu árum. Jafnskjótt og tekið var
að leggja járnbrautirnar, þyrptist
fólkið úr öllum áttum.
Jarðvegurinn er framúrskar-
andi auðugur að gróðrarmagni og
á því voru nýbyggjarnir ekki
lengi að átta sig. Erfiðleikarnir
voru að miklu leyti hinir sömu og
átti sér stað í Manitoba, en þeir
urðu samt enn fljótar yfirstignir.
Nú hafa verið reistir skólar og
kirkjur um alt fylkið. Símalínur
tengja borg við borg, sveit við
sveit. Bifreiðar eru komnar á
allflesta bóndabæi og járnbraut-
arkerfin liggja um fylkið þvert
og endilangt. Alls eru um 6,500
mílur af járnbrautum í fylkinu,
og er það meira en í nokkru öðru
fylki, að undanskildu Ontario.
Nútíðarþægindi í iðnaði, sam-
göngum og verzlun, hafa komið í
stað örðugleikanna, sem land-
nemalífinu voru samfara.
En þó nú séu við hendina flest
þau þægindi, sem nútíminn þekk-
ir, þarf samt engu að síður að
leggja alúð og rækt við stðrfin.
Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl-
ar miklu fremur að því að veikja
jarðveginn en styrkja. Og þess
vegna tóku landnemarnir snemma
upp á því að rækta sem mest af
gripum.
Örðugt var til markaðs hér fyr-
á árum og það svo mjög, að bænd-
ur áttu fult í fangi með að láta
hveitiræktina borga sig. Nú er
þetta alt saman breytt til hins
betra; hvar sem bóndinn á heima
í fylkinu, á hann tiltölulega mjög
Frá Gimli
“Framsókn”, hið lúterska kven-
félag á Gimli, hélt mjög skemti- •
legan opinn fund í setustofunni á
á Betel, kl. 3 e. h. þann 20. febrú-
ar. — Ákvað félagið að stofna til
þessa fundar og bjóða utanfélags-
konum til sín í þvi tilefni, að
heyra fréttir og skýrslur erinds-
reka, sem sendir voru á hið íáam-
einaða kvenfélags þing, sem hald-
ið var í Winnipeg fyrir skömmu.
,Allur undirtíúningur undir
þennan fupd var hinn bezti, enda
voru margar konur, bæði úr bæn-
um og utan af landsbygðinni gest-
komnar og allar skemtu sér upp
á það bezta.
Kaffi og allskyns góðgæti var
fyrst borið fyrir gestina. Svo
'setti forseti kvenfélagsins, Mrs.
B. Thordarson, fundinn og bauð
gestina velkomna.
Skemtu allir sér með söng um
hríð, og svo var skýrslan yfir
fundi Sameinaða kvenfélagsins,
lesin af erindsreka, Mrs. J. Sig'
urdson. Voru það ýmsar konuf,
sem tóku þátt í umræðum á eftír
skýrslunni. Var fundurinn hinn
skemtilegasti í alla staði.
Mrs. G. Einarsen söng einsöng.
Að endingu var sunginn sálm-
ur og svo fóru gestir og félags-
konur hver héim til sín.
skamt til kornhlöðu og járnbraut-
arstöðva.
Á liðnum árum h'efir miklu ver-
ið úthlutað af heimilisréttarlandi
í fylkinu, og enn er talsvert af
þeim þar. En rétt er að geta þess,
að i flestum tilfellum eru þau
nokkuð frá járnbraut. Auðvitað
breytist það fljótt, þegar nýbyggj-
ar koma og taka löndin, því þá
fylgja járnbrautirnar jafnan á
eftir.
Mikið er þar af góðum löndum,
er fást til kaups fyrir þetta frá
$18 til $45 ekran, og má í flestum
tilfellum fá þau með slíkum skil-
málum, að borga má fyrir þau á
mörgum árum. Ræktuð lönd kpsta
vitanlega sumstaðar miklu meira,
og fer það alt eftir því, í hverju
helzt að umbæturnar liggja. Enn
fremur má fá mikið af löndum á
leigu, til dæmis fyrir vissa hlut-
deild í ársarðinum. — Það, sem
væntanlegir innflytjendur ættu
samt fyrst og fremst að hafa í
hyggju, er það, að hinar miklu
umbætur seinni ára í fylkinu hafa
gert það að verkum, að erfiðleik-
ar frumbýlingsáranna þekkjast
ekki lengur. Eða með öðrum orð-
um, að það er margfalt auðveld-
ara fyrir nýbyggjann að byrja
búskap nú, en átti sér stað hér
fyr meir. Sléttan býður engum
heim upp á ekki neitt. Hún borg-
ar iðjumanninum handtök hans
vafningalaust. Skilyrðin til ak-
uryrkju og griparæktar í fylki
þessu eru að heita má ótæmandi.
Loftslagið í Saskatchewan.
Það er nú orðið viðurkent, að
þegar alt kemur til alls, þá er
loftslagið og veðráttufarið ein
mesta gullnáma fylkisins. Ekki
einasta, er loftslagið heilnæmt,
heldur skapar það skilyrði fyrir
allan hugsanlegan jarðargróða.
Sáning hefst venjulegast í apríl-
mánuði og í maí er þar oftast
miklu heitara, en í Austurfylkj-
unum. Heitast verður þar í júlí
og fer hitinn stundum upp í 100
stig, en venjulegast eru svalar
nætur og hressandi. Vetrarnir eru
kaldir, frost stundum 40 stig og
snjófall mikið. Þó er þess að
gæta, að slíkt frost stendur mjög
sjaldan nema örlítinn tíma. Þrátt
fyrir kuldann; er vetrarveðrið og
loftið þó heilnæmt og styrkjandi.
Loftið er oftast heiðskírt og raka-
lítið. Flest fólk sættir sig langt-
um betur við kalt þurviðri, en
stöðugar slyddur. Það er al-
gengt, að heyra nýbyggja lýsa
yfir því, að þeir kunni betur við
kuldann í Vestur-Canada, en hrá-
slagaveðrin heima.
í Saskatchewan eru heyskapar-
lönd þau allra beztu. Enn frem-
ur má rækta þar eins mikið af
allskonar garðávöxtum og vera
vill. Allar tegundir berja vaxa
þar í stórum stíl. Yfir sumar-
mánuðina skín sól i heiði að með-
altali níu klukkustundir á dag, en
til jafnaðar mun mega fullyrða,
að aldrei séu færri sólskins
klukkustundir á ári, en 2,000.