Lögberg - 10.04.1930, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.04.1930, Blaðsíða 7
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL 1930. BU. 7. Bæn og bœnheyrsla “Þakklæti fyrir góðgjörð gjalt Guði og mönnum líka.” Drottinn bæriheyrir skilyrðis- ,laust, þegar maður leggur fram alt, sem maður á, til þess að biðja. Þetta er reynsla mín, í gegn um marg-endurtekin atriði, síðan eg var barn. Eg mætti vel segja, í gegn um eldraunir, því það hafa þau atriði verið mér. Fyrsta bænin, sem eg beiddi Guð, var sú, að taka ekki mömmu frá mér. Eg elskaði hana með ást, sem eg get ekki lýst fyrir neinum, og var margt sem skap- aði það, auk lundemis míns. Sú bæn var heyrð. Eg óskaði þess líka og beiddi, að eg þyrfti ekki að fara frá henni, eða þeim, pabba og mömmu, á meðan eg væri ó- sjálfbjarga. Einnig það var heyrt; því þó ðg væri að eins á ellefta árinu fyrst þegar eg fór, þá var eg farin að sjá þörfina á því, að vinna fyrir mér. Líka vissi eg að þau voru á Mfi og að eg% átti að fá að koma til þeirra aftur eftir nokkurn tíma. En samt var mér skilnaðurinn þung- bær fyrstu vikurnar. Eftir það smá-vandist eg fjarvistunum og hlakkaði til að koma heim. Sárs- aukinn hvarf og eg vandist heim- inum. • Önnur framúrskarandi heit þrá, sem eg átti, var sú, að fara ekki á sveit. Svo heitt sem eg grét út- úr því, að geta ekki farið á barna- skóla, þá fann eg afar snemma, að heldur vildi eg (fara á mis við það, en að þegið ^æri af sveit með mér til þess. Þannig var fullnægt dýpstu þránni, sem eg átti í þessu sambandi. Síðar meir fékk eg líka dálítið að fara barnaskólann. Menn athugi það, að þá var ekki á íslandi alþýðuskóla fyrir- komulag, sem tiðkast nú hér í Canada. Veit eg ekki, hvort það er komið á heima nú. En barna- skóli var í mínu bygðarlagl, frá því eg man fyrst og áður, aðeins þurfti að borga með hverju barni af aðstandendum. Það hefði því verið augljóst, ef eitt eða fleiri af börnunum hefðu þegið af því opinbera til skólagöngunnar, að þau voru á sveit. Annan veg gat sá styrkur ekki komið, undir því fyrirkomulagi. Hve olft að Drottinn hefir bæn- heyrt mig slíðan, er eg hefi verið nauðlega stödd fyrir mig og mina, fæ eg ekki með tðlum talið. Hann hefir gefið mér líf ástvina minna svo ótal sinnum, þó draumar og grýlur og alls konar erfiðleikar hafi sýnst standa þar í mót!. Hann hefir margsinnis géfið mér heilsuna, þegar ógnir dauð- ans virtust umkringja mig, af því eg hefi kallað á hann i neyðinnl. Hann hefir gefið mér lílfið, þeg- ar við ekkert virtist hægt að ráða af mannlegri hjálp, og hann hef- ir, bæði heima og hér, umkringt mig þeirri beztu mannhjálp, sem völ var á, eins og hann sendi— það er það — engla siína, góða menn og konur til þess að líkna manni, þegar mest lá á, þegar maður vtrtist vera hniginn undir krossbyrðinni, og þer hafa með líknarhendi reist mig við. Eg ætla að nelfna nokkra, sem eg ber alt af þakklátan huga til. Á íslandi: Guðmund Björnsson landlækrii; j Þóru Þorkelsdóttur, Helgu Viborg. í Ameríku (Canada): Dr. B. J. Brandson, sem hvað eftir annað hefir auðnast að greiða fram úr heilsuleysi mínu, á framúrskar- andi gilfturíkan hátt. Aðstoðar Dr. O. Björnsonar hefi eg líka notið, þó sjaldnar hafi komið til og minna, og veit eg- að hann er á- gætur læknir. Mrs. Guðný Hólm (nú látin, Mrs. Guðrún Goodman (nú látin), Dr. Jóhannes P. Páls- son og kona hans frú Sigriíður, sem hafa sýnt mér sérstaklega mikla mannúð í yfirstandandi veikindum. — öllu þessu fólki er eg þakklát og bið og hefi beðið guð að launa því. (Eg þakka líka öllum öðrum, sem hafa sýnt mér hluttekningu, fyr og siðar, mðnnum og konum, sem heimsóttu mig á meðan eg var í Elfros, og gerðu mér ánægjuleg- ar stundir, þar á meðal íslenzka hölfðingskonan, sem færði mér fimm dalina. Kvenfélagi Síons- safnaðar þakka eg fyrir tuttugu dali, sem það galf mér, og tengda- fólki mínu og öðrum fyrir inni- lega hluttekningu og gjafir. Eg þakka húsfrú Guðríði Anderson grannkonu minni um tuttugu ára skeið, sem gerði ítrekaðar at- rennur til þess að eg leitaði mér Iæknishjálpar; en eg hatfði ekki nógu bljúga lund til að gera það, þegar efnin voru þrotin. — Eg þakka líka húsfrú Þórunni Paul- son fyrir sendingar og hugulsemi í minn garð. Hún líka, eins og Guðríður, er grannkona mín um það tuttugu og eins árs skerð, sem við höfum búið hér. Aif persónulegri viðkynningu við andlegrar stéttar menn, er eg sérstaklega þakklát: séra Þor- valdi sál. prófasti Jónssyni, fyrr- um á Henni batnaði að fullu, þegar hún hafði tekið úr fjórum öskjum Það Segir Kona í Saskatchewan , um Dodd’s Kidney Pills. Mrs. 0. Baraniasky Hefir Afar- Mikla Trú á Dodd’s Kidney Pills. Crowtherview, Sask., 6. apríl (einkaskeyti)— “Dodd’s Kidney Pills er bezta meðalið, sem eg 'hefi nokkurn tima reynt,” segir Ms. 0. Baraniasky. “Eg hafði slæman bakverk, svo Isafirði. Hann reyndist mér *at ^ ataðj.ð uPprétt’ .Ett' , . . Iir að hafa tekið ur þremur oskj- avalt h:ð mesta Ijúfmenni.— Þálum af Dodd’s Kidney Pills, leið alf viðkynningu hér vestra: séra mér miklu betur, og þegar eg Haraldi Sigmar og séra Carli jjhafði lokið úr þeirri fjórðu, var mér alveg batnað. Eg færi Dodd s Kidney Pills margfaldar þakkir, Olson. Eg þakka algóðum guði, að hann gaf mér ráðvanda og vel gefna foreldra, og fósturiforeldra, sem kendu mér kristna trú. Að sjúkdómur Baraniasky hafi stafað frá nýrunum, er áreiðan- legt, þar sem henni batnaði af Dodd’s Kidney Pills. Þær eru eingöngu nýrnaimeðal. Margar Eg þakka guði, að hann lofaði konur liða af bakverk við og við, mér að sjá svo mikið af heimin-,e”, ®em van?Je£a versnar .m€ð _ , laldnnum. Hvild getur maske um, þetta dyrðlega land, Canada,jhjálpað 5 bráðina, en Dodd’s Kid- sem börn mín eru borin og fædd ney Pills gera miklu meira en í, og sem eg bið hann að gefa, að Það. Þær styrkja nýrun og út- rýma orsök veikindanna. Ef nýrun eru heilbrigð, þá er blóðið það líka og þá er heilsan góð. þau reynist dyggir menn 4. Eg þakka honum fyrir góðan eigin- mann og elskulegu stúlkurnar okkar, og allar stundirnar, sem við höfum átt saman, og eg bið hann um í Jesú nafni, að geifa okkur að þær stundir verði fleiri. Eg þakka fyrir alla vini og vel- unnara, karla eða konur, sem eg hefi mætt á leiðinni. En alf dýpstu hjarta vil eg þakka fyrir drottin minn og frels- ara Jesúm Krist, sem bar mínar syndir á kross og uppreis mér til eilífs lífs. Leslie, Sask., Canada, 25. marz 1930. Rannveig K. G. Sigbjömsson. Ferðapistlar Eftir Gísla Sigurbjörnsson. III. Triest og hellamir við Postúmía. Triest er mesta verzlunarborg- in við Adríahfið og liggur við botn þess. Borgin hefir um einn- fjórða úr miljón íbúa og var áður eign Austurríkis, en eftir ófrið- inn mikla er hún talin ítölsk. Mér þótti Triest ekki sérlega falleg borg, en kunni þó vel við mig þar. Fallegar og breiðar göt- ur, stórar og miklar byggingar, torg og minnismerki, þetta sér maður alt í flestum borgum, en það er leitun á jafn-fögru um- hverfi og við Triest. Borgin ligg- ur niður við ströndina og teygir sig upp til hlíðnna alt í kring og frá hlíðunum er hið fegursta út- sýni yfir speglandi hafið. Rétt við Triest liggur , höllin fræga, “Miramare” (Höllin við hafið)i, sem reist var í normönsk- um stíl af Maximilian erkiher- toga, sem seinna varð keisari í Mexico. Höllin var áður sumar- höll austurrisku keisaranna, en nú eru þar geymd ýms merkileg söfn. Eg fer þangað á sunnudegi með skemtibát, sem gengur á milli Miramare og Triest. Margt af fólki er með, sérsiaklega ungling- ar, sem ætla að skemta sér í hinu aðdáanlega umhverfi hallarinn- ar. Nú sjáum við hana, tignar- lega og skrautlega, þar sem hún stendur á klettum úti við hafið eins og æfintýrahöll. — Eg skil ekki orð í því, sem samferðafólk mitt talar, en þykir þó gaman að hlusta á það — ítalskan er fall- egasta tungumálið, sem eg hefi heyrt. # Frá Triest eru um 60 km. til hellanna við Postúmía, sem eru með stærstu og frægustu hellum í heimi. Fyrsti maðrinn, sem benti mér á að fara þangað, var ítali nokk- ur, sem eg hitti í Wien. Og seinna þegar eg var að segja, að eg væri á leið til Feneyja og ætlaði frá Fiume með skipi þangað, var mér alt af ráðlagt að fara til Triest og þaðan til hellanna, mig mundi ekki iðra þess — og það reyndist rétt. Við fórum nokkuð margir ferða- menn þangað með stórum “Fiat- b'íl.” Leiðin er heldur leiðinleg og landið mjög ófrjósamt — mest hæðir — sandar og á einstaka stað nokkur tré. Við fórum um nokkur þorp, og eg tek eftir, að á húsin er límdur miði, sem stend- ur á “Vivi il duce” (lifi hertog- inn). Eg tók oft eftir því, að í ýmsum sölubúðum, sem eg kom í í borgunum, að þar héngu mynd- ir af Mussolini, samt heyrði eg lítið um hann talað á meðan eg var í ítalíu. Daginn, sem við komum til hellanna, er einhver hátíðisdagur og því margment mjög við hell- ana. Þeir liggja í ljómandi fall egu umhverfi rétt við bæinn Pos- túmia (Adelberg hét hann áður) Hellarnir liggja inn í fjall, og er reist mikið gistihús rétt við inn- ganginn. Koma ferðamenn víðs- vegar að til þess að skoða hell ana, enda eru þeir svo stórfengi legir, að því verður vart með orð- um lýst. — “Grotto di Postumia”, er Aust- urríkismenn kendu við Adelberg, eru samtals um 23 km. á lengd, og eru 9 km. af þeim opnir al- menningi. Hellarir eru mjög mis- munandi og ólíkir — sumir stór- ir og fallegir, aðrir þröngir og dimmir,—sumir liggja langt und- ir jörðu, aðrir yfir jörðu. Þeir eru allir raflýstir, og má aka um þá í mótorvagni. Vegir eru ágæt- ir, loftið gott og hæfilega 'heitt (l’. gr. C)k Þegar maður kemur inn í hell- ana, sést til vinstri handar niður í djúpa gjá, þar sem fljótið Poink rennur, en það hefir unnið mikið að því að auka og stækka hellana Svo kemur maður inn í stóran og vtíðan helli, sem kalláður er “dómssalur”. Salurinn er allur vel lýstur með rafmagni. 1818 þektu menn ekki nema “Dómssal inn” og gamla hellinnn, sem nú er lítið sóttur. En nokkru eftir 1818 fundust að alhellarnir. Sá sem er einna stærstur af þeim, er kallaður “danssalutinn”. Hefir það verið siður, að halda skemtr un þar tvisvar á ári, um páskana og fyrsta sunnudag í september Koma þá menn allsstaðar að með aukalestum frá Triest, Feneyjum og Fiume, enda var þá oft glatt á hjalla þarna. Margar hljóm- veitir spila og stundum taka yf- ir 15,000 manns þátt í þessum skemtunum. “Konsertsalurinn” er stærstur allra hellanna, og eru 47 mtr. til loftsins, þar sem hann er hæst- ur. Þegar skemtanir eru haldnar spilar þar 100 manna hljómsveit. Rétt við “Konsertsalinn” er “Póst- húsið”, sem er víst eina “hella- pósthús” í heimi. Er þar stund- um mikið að gera, enda kemur það fyrir, að 70,000 p.óstkort eru sett í póstkassa þess á einum degi. “Brillianthellirinn” er rétt hjá hinum svo nefnda “Paradísar- helli, sem er fallegastur og merki- legastur þeirra allra, því þar eru fleiri og fallegri dropsteinar en í nokkrum hinna hellanna. í þess- um helli er hafður vðrður, til þess að gæta þess, að menn eyðileggi ekki dropsteinana og til þess að leiðbeina mönnum, því afhellar eru margir, en útgangur úr þessu völundarhúsi er aðeins einn. Skifta leiðsögumenn tugum og jafnvel hundruðum, þegar mikið er um að vera. í einum hellinum er haldin skemtun, ræður og söngur, sem hljómar fallega fí: (þessum stóra sal, þar sem, mörg þúsund manns eru saman komin. í öðrum sal eru veitingar fram reiddar, og þar er einnig dapsað. Er þarna töluvert af fólki úr sveitunum 4 grendinni, og ber það flest þjóð- búning, sem er fallegur, en þó þyktr mér j búningur Serbanna' fallegri. Mest þykir mér gaman að horfa og hlusta á hljómsveit- ina, sem leikur undir. Eru það 8 eða 10 menn, allir í búningi fjallabúa, með skrítnar húfur á höfði, og leika á skrítileg hljóð- færi og syngja undir. Frá Postúmía fer eg aftur til Triest, en þaðan skömmu síðar til Feneyja; er það rúm þriggja stunda ferð með hraðlestinni. Leiðin frá Triest til Fenayja er einhver sú fegursta, sem hugsast getur. Landslag þarna syðra við Adríahafið er yfirleitt svo fag- urt, að því verður aldrei of vel lýst. Við förum lengi vel utan hlíðunum meðfram ströndinni og höfum ágætt útsýni yfir hafið, sem speglast himinblátt í sól- s^ininu, sem mér þykir reyndar full mikið; hitinn er þó enn þá ekki nema rúm 30 stig á C, enda var þetta í ma4mánuði. Áður en við komum til Feneyja, förum við yfir langa og mikla brú, sem tengir Feneyjar við meginlandið. Brúin er yfir þrjá km. á lengd og hvílir hún á meira en 80,000 trjástofnum, er reknir voru í hafsbotninn. Nú eruiri við að koma til Fen- eyja, “æfintýraborgarinnar við Adríahafið” — einkennilegustu borðarinnar, sem eg hefi séð, —Vísir. I rússneskum barna- skólum Rúsneskur maðpr, Nikolaj Og- nev, hefir gefið út bók um lífið í rússneskum skólum, og er hún bygð á dagbók, er drengur nokk- ur, Kostja Rabstev, hefir haldið. -Birtist hér kafli úr henni. Það erut framdir nokkrir þjófn- aðir í skólanum, og sonur skó- smiðsins, hann Aljosjo Tikin, al kunnur fyrir nautn heimabruggs er grunaður. 1 nemendaráðinu, sem fær málið til meðferðar, eru nokkrir með því að svæfa málið og þar er það 'harðlega átalið, að skólastýran skuli sjálf hafa reynt að hafa( siðgæðisleg áhrif á Al- josja. Vér, fulltrúar nemenda- ráðsins, fórum til hennar og spurðum hana hvernig hún dirfð ist þess, að sletjta sér fram í þau mál, er nemendunum einum kæmi við. En vegna þess, að rétt á eft ir hljóp Aljosja bæði úr skólan um og að heiman, tilkyntu nem endur kennarafélaginu, að þeir hefðu samþykt að leyfa það, að skólinn sneri sér til hervarna yfirvaldanna til þess að hafa upp á honum. — Nokkrum dögum seinna hitti Kostja þennan fræga félaga sinn Kom hann þá ásamt kunningja sínum í heimsókn til eins of hin um mörgu glæpaflokkum barna og unglinga, sem 'hafast við götunum í Moskva. Lýsir Kostja því svo hvernig börn þessi ali manninn. — Þau höfðu bækistöð sína kjallara. Húsið er horfið og kjall- arinn hruninn, en þarna búa þau spila og taka kokain í nefið. daginn eru þau önnum kafin við að stela á götunum. Sum þeirra skilja ekki rússnesku, heldur að- eins Tartaramál, en þau eru jafn- dugleg að stela fyrir því. Skömmu eftir þessa heimsókn lætur borgarliðið greipar sópa um þenna kjallara og niler í Al- josjo. Hermaður kemur með hann til skólans og skólastýran sendir hann til uppeldisstafnun- ar ríkisins fyrir afvegaleidd börn. En skólabörnin hafa annað álit á þesari stofnun heldur en skóla- stýrán. Þegar þau frétta það, að strákur hafi verið þangað sendur, er þegar boðaður almenn- ur fundur kennara og nemenda. Nemendur fleygðu bókum sínum og hlupu burt úr kenslustund Kennarar ráku upp stór augu, því þeir áttu ekki þvv, að venjast, að fundir væru haldnir, meðan á kenslu stóð. — Hverig stendur á því, að kallað er til fundar nú í miðjum kenslutíma? spyr skólastýran fok- vond. — Vegna þess, að nemendur hafa fengið fregn um himinhróp- andi ranglæti, sem við ætlum að mótmæla, segir sá, sem hafði orð fyrir nemendum. Hvaða ranglæti er það? spyr skólastýran. — Að skólinn skuli ekki vilja taka við Aljosja. Hann er fé- lagi okkar, og við áttum að ráða. - Alveg rétt, niður með siná- sálirnar! hrópa mörg börn í senn. Skólastýran reynir að útlista það, að skólinn sé ekki hæli fyr- ir afvegaleidd börn; auk þess geti vel verið, að Aljosjo hafi smitast af allskonar sjúkdómum. En nemendur gera óp og mótmæla því hátfðlega, að skólastýran skuli hafa sent Aljosjo í uppeld- isstofnun án þess að ráðgast um við þá. Þeir krefjast þess, að hann verði undir eins fluttur 4 skólann aftur. Og þeir krefjast þess, að fá ákveðið svar af starfs- mönnum skólans um það, hvort sjálfstjórn eigi að gilda í skólan- urii eða ekki. Og til þess að vernda sjálf- stjórnina, sem er í voða, taka nemendur til sinna ráða. Þeir fleygja kennurum á dyr, og síð- an stofna þeir bandalag til þess að berjast gegn þeim. Rúmlega helmingur af nemendum gengur í bandala&ið og þeir ákveða að hrista algerlega af sér yfirráð kennaranna. Nemendur mega ekki heilsa þeim framar og ekki tala við þá, og ekki mega þeir taka ofan í kenslustofunum. “Hér eftir má enginn vera öðrum und- irgefinn, og hver ábyrgjast sitti framferði,” var ályktunin. Og^ svo er kosinn utanríkisráðgjafi til þess að semja við kennarafé- lagið framvegis. Þetta gengur nokkra hríð, að í skólanum ríkir “Vopnað hlut- leysi”. Kennarar láta sem þeir sjái ekki nemendur, og nemendur í, láta sem þeir sjái ekki kennara. En Aljosjo er sóttur. Grunurinn um það, að hann hafi ekki átt Á ur í skólanum. Kennarar eru fúsir til sátta og þeir láta nem- endur vita, að þeir erfi þetta ekki við þá — þvert á móti finnist sér það mjög merkilegt, að þeir skuli ætla sér að afnema allan aga. En við þessu megi búast af ungum og frjálsum mönnum, sem hafi alist upp undir áhrifum bylting- arinnar. Og þegar þeir litlu síð- ar gangast fyrir því, að sýnt verði leikrit í skólanum — það var Hamlet,—þá eru nemendurn- ir svo göfuglyndir, að þeir láta hið liðna vera gleymt og taka aft- ur upp samvinnu við kennara. Auðvitað er sérstakt kommún- instafélag í skólanum. Það heitir Komsomol of Kastja, er þar einn höfuðparinn. Honum er lítið gefið um hin alvarlegu störf fé- lagsins — pólitík og framleiðslu — og er varla hægt að halda sér vakandi, þegar fyrirlestrar eru haldnir um þau efni, segir hann. En það er ýmislegt annað, sem gaman er að. T. d. eru haldin svo nefnd Komsomol-jól um jóla- leytið. Það er guðníðingahátíð. Fyrst er að vísu haldinn fyrir- lestur um hina ýmsu guði, og það er leiðinlegt, segir Kostja. En svo kemur skemtileg leiksýn- ing. Ýmsir prestar frá ýmsum löndum koma fram og rífast um það, hvaða guð sé beztur, en að lokum kemur verkamaður með heljarmikinn sófl og sópar þeim burtu. Meðal leikendanna var einnig Buhsjuj (aðalsmaður), og hann var beztur, segir Kostja. Hið bezta við hann var það, að nærbuxurnar komu niður undan buxunum; hann var alt af að reyna að toga þær upp, en það gekk ekki — og allir) veltust um af hlátri. “Það er m4n skoðun,” segir Kostja, “að á guðníðinga- fundum þurfi að vera eitthvað hlægilegt; þá ná þeir tilgangi sínum.” / Alveg eins og gagnvart kenn- urunum, eru nemendurnir á verði sem góðir bolsar gegn allri Bur- sjuj-viðurstygð. Kostja segir upp unnustu sinni vegna þess að hún er dóttír Bursjuj — manns, sem er þjónn guðsdýrkunar, þ. e. prestur. Þegar átti að sýna “Hamlet”, urðu nemendur fyrst tortryggir, “því að leikritið var skrifað fyrir drotningu, en ekki oss öreiga, og það er ekkert byltingakent í því.” í öðrum skóla hafði Kostja séð “ökubusku” leikna, tog honum finst dálítið vit í því, vegna þess hvernig leiknum er hagað. Hann endar með því, að æsingamaður í rauðri skyrtu gefur konungsyn- inum kjaftshögg og síðan syngja allir “Internationale”. En það var meiri vandi að setja sl'íkt nið- urlag á “Hamlet”. Að lokum gerðu nemendur sig þó ánægða með yfirlýsingu kennara um það, að leikurinn væri fullur mót- sagna, og sá, er Hamlet lék, bætti dálítið úr skák með því að gera Bursjuj-prinsinn eins vitlausan eins og unt var. — Það er margt annað, sem börn- in læra af aldarandanum og sið- spillingunni. í dagbók sinni tal- ar Kostja, þessi 14 ára drengur, mikið um samræðismál. Hann kveðt hafa áttj tal um það við verksmiðjumann nokkurn og hann hefði sagt: “Hjá okkur er það þannig, að ef manni lízt á stúlku, þá fer maður rakleitt til hennar og segir: Eg hefi girnd á þér, Manka; viltu? Það er mönnum jafn-nauðsynlegt eins og matur og drykkur!”— Sömu aðferð ætl- aði Kostja að hafa við eina skóla- systur sína, en hún misskildi hann og rak hann frá sér. — Litlu seinna er hvað eftir annað getið um “Kálkvöld” í dagbókinni og sagt, að margir úr hans bekk taki þátt í þeim. Hann talar fyrst lengi á huldu um þetta, en svo endar það með hneyksli. Ein af telpunum verður að fara úr skól- anum, vegna þess að hún er van- fær. Og þá kemst alt upp. Kál- kvðldin voru ekki annað en ólifn- aðarsamkomur, þar Ásem ^(krakk- arnir drukku heimabrugg og hög- uðu sér eins og villudýr, undir handleiðslu nokkurra eldri manna. .— Lesb. Mgbl. í hvelfingu einni allmikilli. Þari góðri meðferð að fagna í uppeld- er jafnkalfc eins og úti á götu — isstofuninni, verður að vissu. 20 stig — og hingað og þangað í kjallaranum höfðu þau kveikt eld, sem ekki sást utan af fötu. Börnin eru í hræðilegum lörfum. og það er vond lykt af þeim, al- veg eins og upp úr hlandfor. Á kvöldin liggja þau umhverfis eldana og drekka heimabrugg, Hann er orðinn þögull og tor- tryggur. Svo er hann fluttur heim til föður síns, skósmiðsins, en eftir öllu að dæma hefir Aljosja ekki átt við mýkri uppeldisreglur að búa þar, heldur en 4 hælinu. En þegar nemendur hafa nú þannig sigrað, lægist fjandskap- (( Kona, hví grœtur þú?” (Jóh. 20, 13.) Hví grætur þú, kona, og gægist hér inn? í gröfinni liggur ei Frelsari þinn. Því trúðu, og sjáðu: hann upprisinn er, og tinmitt nú stendur við hliðina’ á þér. Hví grætur þú, kona? Hví svíða þér sár? Þú sér ekki drottin, ef blinda þig tár. Þinn Frelsari lifir, og upprsinn er, og einmitt nú stendur við hliðina’ á þér. Hví grætur þú vinur, sem vin hefir mist, þótt væri frá sfcríði hann kallaður fyrst? Lát huggast og trúðu: “Eg upprisinn er.” Þinn ástvinur trygði sér Mfið hjá mér. Hví grætur þú, vinur, sem vinalaus ert? Þótt vinirnir bregðist, þú einmana sért, þá treystu þeim vini, sem tryggastur er og trúfastur stendur við hliðina’ á þér. Hví grætiur þú, vinur, þótt sjúkur nú sért? - í sorginni glaður og hugrakkur vert. Því Meistarinn lifir, hann læknir þinn er. Sjá, lífgjafinn stendur við hliðina’ á þér. Pétur Sigurðsson. Ingveldur Stefánsson. í á Um æskuár Ingveldar Stef- ánson er mér ókunnugt. Hún var borgfirzk að ætt og þar uppalin. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Hjart- arson og Jóhanna Einarsdótt- ir. Fædd var hún á Höll Þverárhlíð í Mýrasýslu, hinn 16. marz 1857. Mun hún hafa alst upp í Þverárhiíð og Staf- holtstungum og verið þar jafn- an þangað til hún fór til Ame ríku. Á Kaðalstöðum í Staf- holtsturfgum var hún allmörg ár. Um haustið 1885 giftist hún Finni Stefánssyni, sem einnig er Borgfirðingur. Næsta vor byrjuðu þau búskap Haugum í Stafholtstungm en árið 1887 fluttust þau til Ameríku og voru ávalt síðan í Winnipeg, að undanteknum fá- einum vikum fyrsta árið. Síð- ustu árin var heilsan biluð, og hún andaðist hinn 6. j anúar 1930. Sex börn eignuðust þau hjón. Eitt dó nýfætt, en fimm eru á lífi. Eru þau hér talin eftir aldursröð: Stefán, Mrs. Jóhanna Eajer, Mrs. Hróðný Thompson, Mrs. Lára McAlpine og Friðrik Alec. öll til heim- ilis í Winnipeg, nema Stefán, sem hema á í Vancouver, B.C. Öll eru þau vel gefin og vel metin, líður vel, eru veitandi en ekki þiggjandi. Þegar stiklað hefr verið a allra helztu æfiatriðum 4s lenzkrar alþýðukonu, sem alið hefir svo að segja allan smn þroskal-aldur innan fjögra veggja síns eigin heimilis, þá gæti maður látið sér finnast, að ekki væri meira um hana að segja. Svo er þó ekki, ekki á valt að minsta kosti. Lífsgild- ið ber ekki fyrst og fremst að meta eftir því, hvað manneskj- an vinnur, heldur miklu frem- ur hinu, hvernig lífsstarfið er af hendi leýst. Ingveldur Stefánsson lét ekki til sin taka utan síns eigin heimilis svo á bæri, en hún var alveg áreið- anlega ágæteiginkona, móðir og húsmóðir, og hún bar gæfu til að leysa lífsverk sitt évo af henni, að það varð henni sjálfri, manni hennar og börnum til blessunar og ánægju. En það voru ekki aðeins henn- ar nánustu, sem hún var góð og umhyggjusöm, heldur líka allir aðrir, sem á heimilinu dvöldu, lengur eða skemur, og þar var oft fleira fólk en fjöl- skyldan. Hefir margt af því fólki til þess tekið, hve þar var gott að vera. Þau hjón, Finn- ur og Ingveldur, komust jafn- an vél af, enda voru þau bæði atdrkusöm og ráðdeildarsöm, og þau leituðu sér ánægju í því að gera heimilið sem vist- legast og ánægjulegast. Gest- risin voru þau bæði og höfðu lag á að taka vel á móti gestum og láta þeim líða vel meðan þeir dvöldu á heimilinu. Einn af Ingveldar Stefáns- sonar mörgu kostum, var sú óleigingjarna og ednlæga v’.n- átta, sem hún bar til þeirra, sem hún einu sinni tók trygð við. Eg veit þess sönn dæmi, að hún var vinur sem í raun reyndist. Það sem hún gerð’. vinum sínum til þægðar, var hvergi skráð og þv4 var ekki á lofti haldið, ekki af henni að minsta kosti. En hennar yfir- lætislausa vinátta gleym’.st ekki auðveldlega þeim, er hana reyndu og að einhverju leyti kunnu að meta hana. Um Ingveldi Stefánsson mætti segja nokkurn veginn hið sama eins og eitt sinn var sagt um eina látna, íslenzka, ágæta alþýðukonu: “Æfin var stöðug iðjuþörf og alt þú gleðja vildir; i höndum þér léku he’.milis- störf. í huga þér líknstafir mildir. Þ4n hjálpræðis von var heil og djörf og hálfleik þú aldrei skildir.” F. J. PP^Borgið Lögberg i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.