Lögberg - 10.04.1930, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL 1930.
Mary Turner
Eftir
MARVIN DANA.
Hingað til hafði Mary svarað þessum ó-
hoðnu gestum glaðlega og töluvert glettnislega
og því varð ekki neitað, að hún hafði reynt að
stríða þeim. Nú skifti hún alveg um. Hún
varð há-alvarleg og talaði með miklum mynd-
ugleika og var auðfimdið, að hún vildi láta
þessa menn finna, að hún taldi sig fullkominn
jafningja þeirra.
“Gallinn á þessum fyriræltunum ykkar er
sá, að þið getið ekki komið þeim fram, hvað
fegnir sem þið viljið, ” sagði hún alvarlega og
með mikilli festu.
“Hvernig stendur á því, að við getum það
ekki?” spurði Burke, og af málróm hans og
látbragði hefði mátt ætla, að hann naumast
hefði fult vald á sjálfum sér fyrir reiði.
Mary opnaði skúffu í skrifborðinu og tók
þar upp skjalið, sem hún hafði tekið við frá
Harris þá um morguninn, og sem áður hefir
verið minst á, og rétti það fram.
“Þetta sýnir ykkur, þvað þið getið gert,”
sagði hún.
“Hver skollinn er þetta?” sagði Burke með
miklum hávaða, og tók við skjalinu.
Demarest horfði yfir öxlina á lögreglu-
manninum og Mary sá, að hann varð alveg
hissa, þegar hann sá hvað það hafði inni að
halda. Hér var nokkuð, sem hann hafði ekki
búist við. Honum þótti nú vandast málið.
“Hvað er þetta eiginlega?” spurði Burke,
því hann gat ekki komist fram lír því flókna
lagamáli, sem var á þessu skjali, eða ekki svo
að hann hefði fuU not af því. En Mary taldi
ekki eftir sér, að útskýra þetta fyrir honum.
“Þetta er fyrirskipun frá yfirréttinum, þar
sem yður er boðið að láta mig í friði, þangað
til þér hafið sannanir fyrir því, að eg hafi brot-
ið lögin. Skiljið þér þetta, Mr. Burke?”
Burke vissi ekki, hvað hann átti að segja
eða gera.
“Alt af kemur eitthvað nýtt,” sagði hann
eftir litla þögn. “En það er ómögulegt að fara
eftir þessu.”
“Þér getið reynt að spyrja Mr. Demarest,”
sagði Mary, “hvort hægt er að fara eftir þessu
eða ekki. Spilahúsin geta fengið svona vernd-
arskjöl og hakllas vo hiklaust áfram að brjóta
lögin. Veðreiðamennimir gera það sama og
kæra sig kollótta um lögin. Járnbrautafélögin
gera þetta líka. Því ætti eg ekki að geta feng-
ið slíkt verndarskjal eins og aðrir? Þér vitið
það, að eg hefi peninga, mikla peninga. Það er
hægðarleikur að fara alt í kring um lögin rétt
eins og manni sýnist, ef peningarnir eru nógir.
Spyrjið þér bara Mr. Demarest. Hann veit
það.”
Burke féll stórilla, að þannig var heldur lít-
ið gert úr valdi hans og myndugleika.
“Þeta gengur fram úr öllu hófi,” sagði
hann og starði á Mary. “Aldrei fyr hefi eg
nú heyrt getið um annað eins og það, að þjófa-
pakk fer til dómstólanna og fær hjá þeim
vemdarskjal til að geta haldið áfram sínum
glæpaferli.”
“Nei, þetta er ekki rétt, hvað mig snertir,”
sagði Mary. “Eg er ekki að ^ara fram á neitt,
nema það sem rétt er og lögum samkvæmt. En
meðal annara orða, herrar mínir, hvað eruð
þið að hugsa um að gera?”
Burke var fljótur til svars.
“Eg skal segja yður, hreint og beint, hvað
eg ætla að gera. Eg ætla ekki lengur að láta
yður leika lausum hala. Eg ætla að hafa hend-
ur í hári yðar. ”
Lögmaðurinn hélt hins vegar, að hyggilegra
væri að fara að reyna aðra aðferð.
“Miss Turner!” sagði hann og reyndi að
láta líta svo út, sem hann væri algerlega ein-
lægur. “Eg ætla að leyfa mér að leiða athygli
yðar að því, sem rétt er og sanngjarnt í þessu
máli.”
Mary horfði beint á hann stundarkorn, áður
en hún svaraði. Vonir hans um að geta sann-
fært hana minkuðu stórum við að sjá svip henn-
ar og augnaráð. Hann mintist þess nú, hversu
mjög hann hafði efast um að þessi stúlka væri
í raun og veru sek um þann glæp, sem hún væri
dæmd fvrir, eða sek um nokkurt lagabrot, og
hann mintist þess, að hann hafði látið þes'sa
skoðun í ljós við Edwin Gilder og reynt að
koma honum á þá skoðun, að stúlkan væri má-
ske saklaus.
“Um réttlæti og sanngirni er ekki neitt að
tala,’ sagði Mary. “Slíkar tilfinningar voru
drepnar hjá mér fyrir fjórum árum. ”
Demarest gafst ekki upp fyrir þetta. Hann
vildi láta henni skiljast, að hann vildi henni
vel.
“Verið þér ekki neitt að skifta yður af
vngri Gilder, ” sagði hann góðlátlega.
• Mary hló. aftur, en það var engin gleði í
þeim hlátri. Svar hennar var kuldalegt, en á-
kveðið. Hún kærði sig ekkert um að dyljast.
“Faðir hans.sendi mig í tugthúsið fyrir
það, sem eg hafði ekki gert, og þar varð eg að
vera í þrjú ár — heil þrjú ár. Hann verður
að gjalda þá skuld.”
Burke, sem hlýtur að hafa verið gáfaður
maður, því annars hefði hann ekki verið í þess-
ari vandasömu trúnaðarstöðu, var nú farinn að
sjá, að frekja og harðneskja mundi hér ekki
koma að miíclu haldi, þó það hefði oft reynst
þonum vel. Hér var stúlka, sem var óvanalega
gáfuð, eins og hún var líka óvanalega falleg
og glæsileg kona. Hún gerði bara háð að öllum
hans ofstopa og frekju, og hún hafði ótal
vamir gegn öllum hans vopnum, og þar á með-
al varnarskjal frá dómstólunum, og þess hefði
þó aldrei heyrst getið áður, þegar um svona
misendisfólk hefði verið að ræða. Hann var nú
orðinní sannfærður um, að hér væri ekki um
neitt vanalegt þjófapakk að ræða. Hann var
meira að segja farinn að bera töluverða virð-
ingu fyrir þessari stúlku, þó honum væri það
samt engan veginn geðfelt, því hann fann að
hún var honum í raun og veru ofjarl. Sérstak-
lega illa féll honum þó, að hún virtist bera litla
virðingu fyrir valdi hans og myndugleika.
Hann hélt því, að það væri kannske ekki hyggi-
legt, að hafa í hótunum við hana meira en góðu
hófi gegndi.
“Farið þér nú varlega, stúlka mín,” sagði
hann og röddin var eitthvað svo óvanaleg, að
hann þekti naumast sjálfur sína eigin rödd.
“Þér komist ekki áfram með þetta. Það er alt
af einhver svikinn hlekkur í keðjunni. Það er
mitt hlutverk að finna hann og þér megið reiða
yður á að eg geri það.”
“Það er meira vit í þessu,” sagði Mary.
“Nú talið þér eins og þér væruð í raun og veru
hættulegur maður. ”
Nú kom nokkuð fyrir, sem ekkert þeirra átti
von á. Fanney opnaði hurðina.
“Mr. Edward Gilder óskar að tala við yð-
ur, Miss Tumer,” sagði hún blátt áfram og án
þess hún vissi, að hér væri nokkuð sérstakt um
að vera. “A eg að vísa honum hingað inn?”
“Já, sjálfsagt,” sagði Mary blátt áfram,
rétt eins og þessi heimsókn gerði svo sem
hvorki til né frá, en 'þeir Burke og Demarest
litu hvor til annars, og.var auðséð, að þeim
leizt ekki á þetta.
Mary sat makindalega í stólnum, en menn-
imir tveir stóðu og höfðu ekki augun af dyran-
um. “Hann hefði ekki átt að koma,” sagði
Demarest. Hurðin var opnuð og Fanney sagði
hæversklega “Mr. Gilder, ” og ýór ' svo út
aftur.
Þama var hann þá kominn, þessi djarfmann-
legi, stóri og fallegi maður, sem Mary hafði ár-
um saman hatað. Þegar hann var kominn inn
fyrir dvrnar, leit hann fyrst sem snöggvast á
þessa tvo menn, sem þama voru, og svo á
Mary þar sem hún sat við skrifborðið. Hún
horfði á haim, eins og vildi hún lesa út úr
svip hans sem vandlega^t, hvað í huga hans
byggi. Hann kom ekki auga á fegurð hennar,
en reyndi hins vegar sem bezt hann gat að mæla
hennar andlega styrkleika. Hann horfði á hana
þegjandi ofurlitla stund. Þegar hann tók til
máls, mátti heyra, að honum var mikið niðri
fyrir.
“Eruð þér þessi kvenmaður?” spurði hann,
án nokkurs formála eða skýringar; en
hins vegar kendi sjálfsþóttans í rödd hans tölu-
vert mikið, þó orðin væm blátt áfram.
Hún svaraði engu síður 'blátt áfram. Hvor-
ugt var aði hugsa mikið um settar kurteisis-
reglur, en þau vildu bæði koma hvort öðru í
skilning um, hvað þau hugsuðu hvort um annað.
Svarið var eins einfalt eins og spuringnin.
“ Já, eg er þessi kvenmaður, sem þér munuð
eiga við. Hvert er erindi yðar?”
Þarna höfðu nú þessir -tveir andstæðingar
loksins mæzt.
“Það er viðvíkjandi syni mínum,” svaraði
Gilder.
Mary grunaði nú, að Gilder mundi hafa
tekið það upp hjá sjálfum sér, að koma á henn-
ar fund, en ekki að hann hefði fengið neinar
upplýsingar hjá syni sínum, eins og hún hafði
fyrst haídið.
“Hafið þér séð son yðar nýlega” spurði
hún.
“Nei,” svaraði Gilder.
“Hvers vegna komuði þér þá hingað?”
“Vegna þess, að eg ætla að reyna að frelsa
son minn frá því að lenda út í heimskulegar
ógöngur: Mér skilst, að þér séuð að draga hann
á tálar. Mr. Burke segir mér — segir mér —”
Hann komst ekki lengra, því geðshræringamar
urðu honum ofjarl í svipinn, en hann starði á
hana og augnaráð hans lýsti óendanlegri
gremju.
Burke bætti sjálfur við því s.em upp á setn-
inguna vantaði:
“Eg sagði yður, að hún hefði ekki alls fyrir
löngu verið í tugthúsinu.”
“Já,” sagði Gilder þegar hann hafði náð
sér aftur. “En segið mér nú,” bætti hann við
mjög alvarlega: “er þetta rétt?”
Nú var sú stund upþrunnin, sem Mary hafði
þráð árum saman. Hér var nú kominn á henn-
ar fund, og fyrir hennar tilverknað, sá maður,
sem hún hataði, og hún hafði komið svo ár
sinni fyrir borð, að honum hlaut að líða afar
illa. Hjarta hennar sló hraðara, en vanalega.
Hefndin er sæt, þeim sem mikinn órétt hafa
Iiðið.
“Er það satt?” endurtók Gilder og þó var
eins og hann veigraði sér við að bera fram
þessa spumingu.
“Það er satt,” sagði Mary hæglátlega.
Það varð dauðaþögn í herberginu dálitla
stund. Einu isinni byrjaði Burke að segja eitt-
hvað, en Gilder bandaði {ii hans hendi, og fór
hann þá ekki lengra . Mary sat hreyfingarlaus
í stólnum. Hún var prýðisvel ánægð með það,
sem var að gerast. Hún naut sigurgleðinnar.
Gagnvart henni stóð maðurinn, sem valdið
hafði henni meira hugarangurs, en með orðum
yrði lýst, og sem sök átti á því, að lífsstefna
hennar var orðin alt önnur, en hún hafði ætlast
til og sem hún enn sjálf vissi, að var hin eina
rétta lífsstefna. Ilann var nú kominn á henn-
ar fund í þeim erindum. að fá hana til að losa
sig við að þurfa að súpa hinar beisku dreggjar
vanvirðunnar. En hann skvldi áreiðanlega fá
að kenna á hefndinni. Ekkert gjald var of hátt
fyrir þau rangindi, sem hún hafði orðið að
þola af hans völdum.
Það leið þó ekki á löngu, þangað til Gilder
náði sér aftur. Hann talaði með Ömggleik hins
auðuga manns, sem sannfærður er um, að auð-
urinn er allra meina bót.
“Hvaða upphæð krefjist þér að fá” spurði
hann.
Mary brosti, en brosið var ekki auðráðið.
“Eg þarf ekki peninga,” sagði liún. “Mrv
Burke getur sagt yður, hversu auðvelt mér er
að afla þeirra. ”
Gilder átti naumast von á þessu^ svari, en
virti þó stúlkuna meira fyrir það.
“Viljið þér, að sonur minn viti hver þér er-
uð?” spurði hann.
Mary hló. “Því ekki það?” sagði hún. “Eg
get sagt honum þetta sjálf.”
Nú kom það betur í ljós, en nokkru sinni
fyr, að sonur hans var honum fyrir öllu, og
hann furðaði stórlega, að konan skyldi geta.
talað eins hún gerði.
“En eg vil ekki, að hann viti þetta,” sagði
hann. “Eg hefi vakað yfir þessum dreng alla
hans æfi og alt af hlíft honum við öllu mót-
drægu og leiðinlegu. Ef honum þykir verulega
vænt um yður, þá mundi—”
Áður en Gilder hafði lokið við setninguna,
kom sonur hans inn í herbergið og var auðséð
á honum, að hann hafði verið að flýta sér í
meira lagi. Vegna áhugans sá hann engan,
sexn inni var, nema konuna sem hann elskaði.
Þegar hann kom inn, stóð Mary á fætur og
gekk nokkur fet aftur á bak. Það var eins og
hann kæmi henni að óvörum, og vissi hún þó vel,
að hans var von. Ef til vill var orsökin til-
tilfinningar, sem hún gerði sér ekki fulla grein
fyrir, eða vildi ekki kannast við fyrir sjálfri
sér.
Þessi ungi, hralstlegi, glaðlegi og góðlátlegi
ungi maður, gekk rakleitt til konu sinnar, leit
til hennar ástúðlega og tók utan um hendurnar
á henni. Karlmennimir þrír stóðu þaraa
hrefingarlausir og sögðn ekki orð.
“Eg gat ekki fundið pabba,” sagði hann
glaðlega; “en eg skildi eftir miða á skrifborð-
inu hans.”
Einhvern veginn fann hann, að hér var ekki
alt með feldu, og hann leit í kringum sig og
kom þá þegar auga á föður sinn, sem stóð rétt
slcamt frá honurn og var afar alvarlegur á svip-
inn. En það var ekki því líkt, að honum yrði
nokkuð bylt við að sjá hann.
“Halló, pabbi!” sagði hann mjög glaðlega.
“Þú hefir þá fengið miðann, sem eg skildi eftir
á skrifborðinu þínu. ”
“Nei, Diclc, eg hefi engan miða fengið frá
þér,” sagði faðir hans og var æði dimmradd-
aður og alvarlegur.
“Hvemig stendur þá á því, að þú ert hér?”
ispurði Dick.
Honum var að verða það ljóst, að hér var
eitthvað á seiði, sem hann skildi ekki í, eða
vissi ekki hvemig á stóð. Þama stóðu þeir
Burke og Demarest, hann þekti þá í sjón og vissi
hvaða embættum þeir höfðu að gegna, þó hann
væri þei<m annars. ókunnugur.
“Hvað eru þessir menn að gera hér?”
spurði hann og leit grunsamlega til þeirra.
“Kærðu þig ekkert um þá,” sagði Mary.
“Segðu föður þínum fréttimar af isjálfum
þér. ’ ’
Hinn ungi maður hafði enga hugmynd um,
að hann hafði hér verið notaður sem verkfæri
til að koma fram hefnd á föður hans. Hann
hikaði því alls ekki við að segja föður sínum
hvernig komið var.
“Við eram gift, pabbi,” sagði hann. “Mary
og eg giftum okkur í morgun.”
Mary hafði ekki augun af gamla mannin-
um. Það var sigurgleði í augnaráði hennar.
Óskir hennar og vonir voru að rætast jafnvel
fram yfir það, sem hún hafði nokkum tíma
getað gert sér vonir um.
Þessar fréttir sýndust hafa lamandi áhrif
á Gilder.
“Segðu þetta aftur,” sagði hann.
Mary vildi gjaman verða til að skýra þetta
mál fyrir honum.
“Eg giftist syni yðar í morgun,” sagði hún.
“Eg giftist honum. Skiljið þér það nú full-
komalega, Mr. Gilder? Eg giftist honum.” —
Auðvitað sagði hún þetta svona til að kvelja
gamla manninn sem mest, og henni mistókst
það heldur ekki. Þama stóð faðirinn, orðlaus
yfir því skelfilega óláni, sem fyrir son hans
hafði komið. Hann gat ekkert sagt.
Það var Burke, sem rauf þögnina, og hann
gerði það ekki með neitt sérlega mikilli prúð
mensku, frekar en honum var lagið.
“Þetta er alt tilbúningur og vitleysa,” sagði
hann afar grimmilega, og hvesti augun á Dick.
“Segið þér föður yðar, að þetta sé ósatt. Vitið
þér hver hún er, þessi drós? Hún hefir verið í
tugthúsimp og eg skal áreiðanlega sjá um, að
hún lendi þar aftur.”
Ungi maðurinn sneri sér að brúðurinni.
Hann vissi ekki hverju hann átti að trúa. Hann
var eins og á milli vonar og ótta. Gleðibrosið
hafði horfið af andliti hans. Það var eins og
hann hefði elzt um mörg ár á örfáum mínútum.
“Þetta er ósatt, Mary,” sagði hann. “Segðu
að það' sé ósatt!” Hann tók um hönd hennar
með miklum ákafa.
Mary kipti að sér hendinni, en sagði ofur-
rólega:
“Það er satt.”
“Svo það er satt,” sagði Dick.
“Já, það er satt,” sagði Mary skýrt og
greinilega. “Eg hefi verið þrjú ár í fangelsi.”
Það varð alger þögn í herberginu, og þó
hún varaði ekki nema litla stund, þá fanst þeim
sem viðstaddir vora, hún afar löng. Það var
Gilder eldri, sem rauf þögnina.
“Mig langaði til að hjálpa þér, Dick. Þess
vegna kom eg hingað.”
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamHtonOtewBen_
Dick tók fram í og var töluvert æstur. %
‘ ‘ Þetta er einhver misskilningur. Það lilýt-
ur að vera misskilningur.”
Demarest hélt, að ekki væri nema rétt, að
hann gæfi sínar skýringar. Enginn 'gæti efast
um, að þær væru réttar.
“Hér er því miður ekki um neinn misskiln-
ing að ræða,” sagði hann, og hann sagði það
þannig, að auðheyrt var, að hann áleit að ekki
þyrfti að ræða þetta mál meira.
“Það er víst misskilningur. Eg er alveg
viss um það,“ hrópaði Dick og sneri sér í þess-
um vandræðum til Mary.
“Mary,” sagði hann með hásum róm.
“Þetta er ekki satt.”
Það var eitthvað í svip hennar, sem skelfdi
hann. Honum varð orðfall í svipinn. Eftir
ofurlitla stund hélt hann áfram:
“Segðu að þetta sé ekki satt.”
Mary stóð þama ófeimin, en alvarleg. Hún
var að njóta þeirrar ánægju, sem hefndin veit-
ir, þó hún gæti raunar ekki aimað en fundið, að
sú ánægja er beiskju blandin. En ekki datt
henni í hug annað en kannast við sannleikann
í þesisu máli, án þess að gefa þar nokkrar frek-
ari skýringar.
“Þetta er alveg satt,” sagði hún.
Maðurinn, sem hafði elskað hana svo ein-
læglega og treyst henni itakmarkalaust, varð
alveg yfir kominn af þessum skelfilegu von-
brigðum. Hann stóð hreyfingarlaus nokkra
stund, og hneig svo niður í einn hægindastól-
inn.
“Nú sjáið þér, hvernig þér hafið farið með
drenginn minn,” sagði Gilder.
Mary hafði haft augun á Dick. Hún gat
ekki neitað því, að hennar eigin tilfinningar
stríddu þar hver gegn annari. En þegar faðir
hans ávarpaði hana, lét hún ekki á neinu bera.
“Hvað er það í samanburði við það rang-
læti, sem þér hafið sýnt mér?” sagði hún.
Gilder harfði á hana alveg hissa. Hann
hafði enga hugmynd um að þessi' stúlka og
hann hefðu svo mikið sem sézt fyr en nú, eða
haft nokkuð saman að sælda.
“Hvað hefi eg gert á hluta yðar?” spurði
hann.
Mary gekk þangað, sem hann istóð, svo ekki
var meira en svo sem fet á milli þeirra. Nú
höfðu þessir tveir andstæðingar mæzt, augliti
til auglitis. Hún talaði hægt og hæversklega,
en þó af mikilli tilfinningu. ”
“Munið þér hvað eg sagði við yður, daginn
sem þér senduð mig í fangelsið?”
Kaupmaðurinn horfði á hana, án þess eig-
inlega að skilja nokkuð í því, hvað hún var að
fara.
“Eg kannast alls ekki við yður,” sagði
hann.
“Þér munið kannske eftir Mary Tumer, sem
fyrir f jóram árum var tekin föst og kærð fyrir
að hafa stolið úr búðinni yðar. Og ef til vill
munið þér, að hún bað um að mega tala við
yður áður en þeir fóra með hana í faneglsið.”
Það leit út fyrir, að Gilder færi að ranka
við þessu.
“Þér hljótið að muna eftir þessu, ef þér
hugsið yður um. Það var stúlka, sem sór að
hún væri saklaus, og hún var saklaus. Og liún
mundi hafa verið fríkend, ef þér hefðuð ekki
beðið dómarann að dæma hana öðrum til við-
vöranar.”
SHEA'S WINNIPEG BREU/ERY LIMITED