Lögberg - 08.05.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.05.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIIiíTUBAGINN 8. MAÍ 1930. Bls. 3. S^ssssssssssssssyssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssýssssssssssssssssssssssssssaassssssýsssssýsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssrj • V Sérstök deild í blaÖinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga FARFU GLINN. (Brot.—Þ. E.) Þú litli fugl, sem langt um haf á léttum vængjum flýgur, ))ú hlakkar nú, er hafi af mitt hvíta ættland stígur; að líta kaldan klakageim þér kæra unun veitir, og til að komast liingað lieim þú hinstu krafta þreytir. Þig fýsir út í auðan sæ, frá aldin-blómgum ströndum og sætum ilm og sælum hlæ, er sveif þar yfir löndum. Hví gaztu kvatt svo broshýr blóm, er bærðust þar á grundum, og skógardýrð og skæran hljóm í skuggasælum lundum V' Þótt fagni þér ei fögur blóm á fölvum eyðisöndum, og eyjan þín sé auð og tóm og öllum fjarri löndum — hún kannast samt við sönginn þinn sem sumar er að boða og vefur litla vænginn J)inn í vorsins morgunröða. Og hennar bláa fjallafjökl í fögrum sumarljóma, mun heilsa þér um heiðrík kvöld og hljóð þín enduróma. Og vér, sem hún á brjósti ber, þinn blíða róminn kennum, og upp til himins eftir þér vér augum vorum rennum. LOKAÐUR INNI UM JÓLIN. (Niðurl.) Francis Westlake bar nú alt út úrherberg- inu og spurði síðan: “Lízt yður nú ekki betur á ýður héma?” “Þetta er afbragð, þakka vður fyrir.” “Þér getið hringt til mín í gistihúsið, hve- nær sem er í nótt. Þér getið látið símann standa við rúmið yðar og þurfið þá ekki annað en að rétta út höndina, æf eitthvað ber út af, til þess að ná tali af mér. ” “Þakka yður fyrir, en eg ætla að breiða upp vfir höfuð, þegar eg er háttuð.” Hann varð hugsi, og hún bætti þá við: “En eg síma til yðar, ef eg verð lirædd. ” ‘ ‘ Mér lízt vel á þmð. Eg kem hér í fyrra- málið, og þá líklega í síðasta s'kifti.” “Er það alveg víst? Yiljið þér ekki bíða eftir föður yðarf” “En hvers vegna voruð þér þá nokkuð að koma hingað?” “Hvers vegna ekki? Þetta var í leiðinni til Liverpool. Og svo voru hérna einn eða tveir ölutir, sem —. En hvað um það! Hann fór til Parísar, ]>ar sem hann vissi af mér, án þess að vilja sjá mig. Það1 er svo sem augljóst svar við öllu, sem mér kynni að hafa flogið í hug.” “Hafið þér keypt farbréf?” “Nei, ó-nei, en það er aldrei þröngt á skip- unum rétt upp úr jólum.” “Þér hafið )>á vonað, að honum kynni að snúast hugur. ” “Eg væri þá flón, ef mér hefði komið nokk- uð shkt til hugar.” Hann fór til gistihússins og liún lofaði há- tíðlega að síma til hans, ef hún fyndi til nokk- urrar hræðslu, en þó varð ekki úr því, og lá hún þó vakandi mikinn hluta nætur og var að hugsa um hann og gamla Jón, sem var svo gramur, áð liann hafði tekist ferð á hendur til borgarinnar, þar sem einkasonur hans átti heima, án þess að gera honum viðvart, fremur en hverjum öðrum vandalausum manni. Þeir voru báðir ágætismenn, og henni fanst sundurþykkja þeirra. hörmulegt gæfuleysi, þó að hún sæi ekkert ráð til að sætta þá. Henni kom ekki í hug neitt fólk, sem átt gæti ömurlegri jól, en þessir stórlátu feðgar, og hún sjálf. — Þarna var gamli Jón í París að svipast eftir einhverjum kjörgripum, sonur hans, þessi ágæt- ismaður, einmana og á leið til annarar heims ■ álfu, og hún sjálf, sem engan átti að, sfðan fað - ir hennar dó, og varð nú að vinna fyrir sér hjá vandalausum, og hafði nærri orðið fogin, að taka að sér umsjón á annars manns húsi, til þess að gera sér ofurlítinn dagamun. Næsta morgun kom Franeis, og talaðist þá svo til með þeim, að María eldaði þeim miðdeg- isverð, og ætlaðist hún til, að hann gengi út á meðan. Hún vandaði *sig eins og hún kunni bezt til þess að gera jólaverðinn sem beztan, en þegar hann var tilbúinn, var Francis horf- inn. Hún leitaði að honum uppi og niðri og gekk síðast upp á háaloft, og sá þá, að hann hafði farið þar inn í geymslu-herbergi, hafði lokið J)ar upp kistu og tekið eitthvað úr henni og lagt á gólfið hjá sér. “Hann er J>á innbrotsþjófur! ” hugsaði María með sér, skelti aftur hurðinni og læsti með lýklinum, sem stóð í skránni. “Hver er J)arna? Hvað er þetta?” spurði Francis. “Það er eg, og þér eruð fangi. ” ‘ Hvaða rugl er þetta. Eg var—” “Þér komist ekki út, fyr en faðir yðar kem- ur lieim,” sagði hún og lagði sérstaka áherzlu á orðið f“aðir”. “Hvað er þetta? Trúið þér ekki, að hann sé faðir minn?” “Eg ætla ekkert að eiga á liættu lengur.” Francis reyndi á allar lundir að sannfæra hana um sakleysi sitt, en hún sat við sinn keip, og sagðist ekki ljúka upp fyrir honum, livað sem í boði væri. “Viljið þér lofa mér að komast út, ef eg lofa hátíðlega að fara ekki úr húsinu fyrr en faðir minn er kominn heim?” spurði Francis loks í bænarrómi. María svaraði svo seint, að Francis hugs- aði að hún væri farin, og lamdi í hurðina með hnefanum. “Hvernig á eg að trúa yður, þegar þér látið eins og óþægur strákur, sem lokaður hefir verið inni í eldhússkápi ? ” spurði María. “Nei, eg vil ekki hleypa yður út og get ekki tekið yður trúanlegan. Hér er alt of mikið alvörumál á ferðum.” “Mér finst meira alvöruefni, hvernig þ.ér ætlið að sjá mér fyrir mat í dag,” sagði Francis. “Eg liefi hugsað mér ráð til þess,” svaraði María. “Ó, það var gott. Þér megið trúa mér til þess, að eg skal vera yður hjálplegur til þess að það geti tekist,” svaraði hann. ‘ ‘ G-ott og vel! Eg kem þá með steikta kjúk- linga á bakka hérna að hurðinni. Þér gangið yfir í hinn enda herbergisins, en á meðan lýk eg upp, og rétti bakkann inn. Viljið þér hlýðn- ast því?” “Já, eg geng að öllum vðar- skilmálum, þó að skemtilegra hefði verið að sitja að þessari hátfðamáltíð með yður. Eg gæti skorið fugl- inn .sundur og þér skemt mér með sögum og—” “Eg hefi heyrt nóg af sögum hjá yður og lilusta ekki á J>etta lengur. Þér haflð heyrt, livað eg býð yður, og megið ganga að eða frá!” “Eg þvrfti að ná í skipið í Liverpool. Mér ríður mikið á að komast til Amerílm! Föður minn langar ekkert til að sjá mig, og það væri öllum fyrir beztu, að eg fengi að fara tafar- laust. Eða hvað ætlið þér að tefja mig lengi hér ?’’ “Þangað til hr. Westlake kemur heim, nema þér viljið heldur, að eg kalli á lögregluna?” svaraði María. “Mér fer nú að sýnast það einna tiltækileg ast,” svaraði Francis. “Nei, mér sýnist það nú óþarfi, úr því að eg fór að búa til lianda yður Jienna mat. Þér er- uð ekki ofgóðir til þess að bíða eftir hr. West- lake liéðan af. Nú fer eg að sækja matinn.” Síðan kom María með steiktu kjúklingana og rétti þá inn fyrir, eins og ráðgert var, og og skelti síðan í lás, en Francis þakkaði henni fyrir. Nú varð l>ögn, en Francis fann, að henni mundi vera alvara. Síðan fór hann að blíðka hana og biðja með mörgum fögrum orðum, að lofa sér út, en hún tók því f jarri, og seinast hljóp hún ofan of sagðist ætla að sækja honum jólagrautinn. Þegar hún var að ná jólagrautnum út úr mótinu, sem hann var kældur í, heyrði hún alt í einu fótatak, sem hún þekti vel. að var gamli Jón Westlake að koma inn. “Þér komið fljótt heim,” sagði hún. “Já, maðurinn, sem eg þurfti að finna, hafði farið að heiman um jólin,” svaraði hann. “Svo þér hafið þá engin kaupin gert?” “Eg fékk því ékki framgengt, sem eg ætl- aði mér, býst eg við. En eg hefi látið nokkuð óvænt eftir mé'r, ferðast í flugvél frá París og hingað. Og mér finst J>að þægilegra en sjóferð eða járnbrautarferð. Og svo fanst mér, — af öðrum ástæðum, — bezt að komast sem fyrst lieim. Eg vissi ekki nema yður þætti einmana- legt að veía lokaðar hér inni um jólin.” “Það var fallega gert af yður, að hugsa til mín. Eg hefi líka reynt nokkuð nýstárlegt.” “Þér líka. — 1 raun og veru fór eg til Par- ísar til þess að hitta son minn. Eg hafði hugs- að mér að koma til hans að óvörum á jólunum. Það er sagt, að margir beri J)á lilýrri hug hver til annars en endranær. Eg hefi líklega aldrei haft orð á því við ýður, að eg ætti son, eða hvað?” “Nei, þér hafið aldrei minst á hann.” “Nú, einmitt! — En hvað var þetta, sem fyrir yður kom?” “Það kom gestur hingað,—karlmaður. Það er fríðleiksmaður, skemtilegur, hár, og bein- vaxinn. Hann sagði, að sig langaði til l>ess að sj*á yður. ” Hún vildi ekki segja hoimm þessa gleðifregn of fljótt. “Það er svo! Sagði hann hvert erindið væri ? ’ ’ “Nei, ekki gerði hann það. Hann komst, sjálfur inn með útidyralykli, og gerði mér hálf- vegis hvert við, en var mér annars mjög lijálp- legur á eftir. Mér var farið að geðjast vel að honum, og honum að mér, hugsa eg. Við ætl uðum að sitja hér saman að jólamáltíð, en yðar vegna varð eg að hætta við það.” “Komst,inn sjálfur með lykli? Iivað er orðið af honum? Á hann þetta?” spurði gamli maðurinn og benti á frakkann, sem var á stól- bakinu. “ Já,” svaraði María. “Hafið Jiér leyft honum að fara?” spuiði Jón gamli önugur. “Eg fór til Parísar til þess að liitta liann. Vinur hans sagði mér frá hon- um nýlega og síðan hefi eg saknað hans. Lét- uð þér hann fara*. þegar hann kom heim?” “Mér fanst, að hann væii sonur yðar. En J>egar eg kom að honum í dag uppi á liæsta- lofti, þar ,sem hann var að taka eitthvað upp úr kistu, þá vissi eg að hann væri Jmð, svo a»—” “Það var þá sonur minn! Gripir móður lians eru gevmdir þar í kistu. Hvers vegna levfðuð þér lionum að fara?” “Bíðið þér við, hr. Westlake. Eg vildi ekki láta vður verða fyrir vonbrigðum. Eg læsti hann inni uppi á lofti. Eg vildi ekki gefa lion- um ráðrúm til J>ess að komast til Ameríku áð- ur en þér sæuð hann. Hann ætlaði þangað og bjóst við, að þér væruð svo reiðir, og hefðuð ekki ætlað að hitta hann í París.” Gamla manninum brá við þessi orð, og lá við að hann riðaði. “ Eg sem ætlaði að koma að óvöru inn til hans og segja: Sæll, Frank, þekkirðu karlinn? Þér skiljið mig, eg aúlaði að gera hann forviða að gamni mínu, og snúa öllu í kátínu, áður en okkur ka'mu gamlar væringar í liug. Hann mun vera inni í—” “ Jólagrautinn, María, elskan mín!'” hevrð- ist kallað ofan af loftinu. “María mín bezta, þér megið ekki ljúka honum öllum!” “Þetta er Frank,” sagði gamli maðurinn og rétti fram titrandi hendurnar. “Eg ætla að færa lionum J>etta, góða mín! Oft liefi eg fært honum eitt og annað upp. SvTo að þér haf- ið J>á lokað hann inni! Guð blessi vður! Ykk- ur hefir ekki orðið sundurorða út af því?” “Eg óttaðist það altaf. En mér var svo hlýtt til ykkar beggja, að þegar eg sá hann vera að taka upp úr kistunni, lét eg sem eg héldi, að hann væri innbrotsþjófur og lokaði hann inni.” “María mín, bezta. Fafið þér ekki að koma?” var kallað ofan af loftinu. “Segið þér honum, að þér séuð að koma,” sagði gamli maðurinn. “Fáið þér mér diskinn, eg ætla að færa honum hann!” Hún gerði eins og hann bað hana. “Það ber ekki á öðru, en að ykur hafi * komið vel saman, ef nokkuð má marka af orð- um lians,” sagði gamli maðurinn. “ó, hann er að stríða mér, af því að eg læsti liann inni,” svaraði María. “Er það svo? En hefir yður þá verið stríð í þessu?” “Ekki svo mjög,” svaraði hún. “María, þér verðið að þola honum þetta stríð ofurlítið lengur, til J>ess að hjálpa mér til þess að halda honum hér heima,ð úr því hann er nú kominn,” mælti gamli maðurinn hlæj- andi. “Eg gæti bezt trúað, að yður geðjaðist vel að honum, þegar frá líður. Ætlið þér áð reyna það?” “Eg býst við því,” svaraði hún brosandi og horfði á eftir gamla manninum ganga upp á loftið. (Lausl. þýtt.) —Vísir. SMARDAGURINN FYRSTI. Þó brautin mín lengist og breytt sé um liag, frá bernskunnar tíðum eg man þenna dag, við systkinin gengum að sjónum, J)á brosti liver aldan um blikandi flóð og bar okkur töfrandi fagnaðar ljóð með ástríkum unaðar tónum. Hjá nágranna börnunum mæltnm við mót, og munhlý var gleðin af einlægri rót, við sólskin í suðræna blænum. Hver lækur var óður um unað og frið, og elfumar streymdu með vondjúpum klið og svifu með hraða að sænum. Þar skeljar og kuðungar glóðu sem gull og gleðin var saklaus og ánægjufull á ljósríkum bémskunnar báram. En framtíðarbrautin var hulin í hjúp með harmsins og sælunnar örlagadjúp á flughröðum æfinnar árum. Og margt hefir sumarið brosað mér blítt með blikandi skrautið og sólskinið lilýtt, en aldrei sem ungum þar heima. Á sérhverju blómi og líðandi lind skein ljósið og gleðin í helgustu mynd, hve Ijúft er um dag þann að dreyma. Kom, vonblíða sumar, með sælunnar klið og syngdu þinn huggandi nnað og frið við söknuðinn, sárin og tárin. Hver hlæjandi lækur og líðandi blær og lauf, sem við geisla og dögg þína grær, er óður um bernsku-lífs árin. M. Ma-rkússon. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Car Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—1 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræCingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg:. Cor. Graham ogr Kennody Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg:, Manitoba. Lindal Buhr & Stefánsson fslenzkir lögfrneCingar. ) 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 Peir hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimll og Piney, og eru þar aC hitta & eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsrta miCvikudag, Kiverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrstn miCvikudag, Piney: priSja föstudag f hverjum irvánuCi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg:. Cor. Graham og: Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg:, Manitoba. .1. RAGNAR TOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslrnzkur UipmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntosh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbrs. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aS hifcta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tala.: 42 691 / J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræCingur SCARTH, GUILD & THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Arta Bldg. Stundar sérataklega k v e n n a og barna sjúkdöma. Er aö hitta frfi, kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Síml: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræCingur Skrifstofa: 702 Confederatioh Llfe Buildtng. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar Uxkninffar off yfiraetur. Til viötals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá 6—8 að kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fastelgnasalar. Leigja hús. Pt- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tagl. PHONE: 25 349 HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTZJRf ef svo, finniS DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 545 WINNIPBG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aö sér aC ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgC og blf- reiCa ábyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað sainstundis. Skrifstofusími: 24 263 Heimasimi: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG ALLAR TEGUNDIR FLUTNINOAI Nú er veturinn genginn t garð, og ættuð þér þvt að leita tll mln, þegar þér þurfið á kolum o* vlð að halda. Jakob F. Bjarnason 668 Avlerstone. Slmi 71 89* G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36137 Viðtals tlmi klukkan 8 til 9 a8 morgninum. PJÓÐLEOASTA KAFFI- OO ítAT-BÖLUHOSIÐ sem þessi borg hefir nokkurn tlma haft lnnan vébanda slnna. Fyrlrtaks máltlðtr, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjóðræknla- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE •92 SARGENT AVK. Slmi: 37 464 ROONEY STEVENS, elgandl. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annaert um tit- farir. Allur útbúnaður sá beztl Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 HeimiUs talsimi: 58 302 GREININ AF LIFSINS TRÉ. Fornhelgisaga. Þegar Adam lagðist banaleguna, fór Set sonur hans að leita að Eden-garði, og hann fann Kerúbana við hliðið, sem vegarins geymdu að lífsins tré með loga hins hins svip- anda sverðs. Of Set féll þeim til fóta og hann grátbað þá að gefa sér eitt aldinið af lífsins tré; hann ætlaði að gefa það föður sínum sjúk um að eta, svo að hann gæti lifað. Og engilinn, sem stóð við liliðið, braut grein af lífsins tré og fékk liana Set og sagði: “Eng inn maður má upp frá J>essu nú né nokkra sinni fá ávöxtinn af lífsins tré að eta af, og lifa ei- líflega, en taktu við þessari grein og farðu vel með hana; þegar hún á sínuin tíma ber ávöxt, þá mun heilsubót veitast Adams börnum allra þeirra meina.” Þegar Set kom lieim með greinina, var Adam faðir hans látin. Og Set gróðursetti greinina á gröf föður isíns. Það var í fjallshlíðinni upp af völlunum, þar sem Damaskus var síðar reist. Og greinin festi rætur, og var að vaxa fram á daga Salómons konungs. — N. Kbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.