Lögberg - 08.05.1930, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MAl 1930.
__
; ] Vlary Turner Eftir ; M ARV I N D AN A.
“Getuiðu ekki gert þetta fyrir mig, JoeT’
sagÖi hún í biðjandi róm.
En hann var óseigjalegur. Hann hafði nu
einu sinni sett sér að gera ]>etta, og hann gat
ekki vikið frá fyrrirætlan sinni, jafnvel ekki
fyrir þá einu manneskju í veröldinni, sem hann
vildi þó alt leggja í sölurnar fyrir.
“Eg get ekki farið, fyr en eg er búinn að
ná því,” sem eg kom hingað til að sækja,’
sagði hann iieldur kuldalega'.
Mary datt annað ráð í hug og reýndi það
þegar í stað.
“Eg hefi enn fleiri ástæður á móti þessu
ráðlagi,” sagði hún og roÖnaði vúð, og atti eitt-^
h\rað erfitt með að segja það, sem hún hafði í
huga. “Eg get ómögulega látið það viðgang-
ast, að þið stelið í j>essu húsi, sízt af öllu í
þessu húsi. Hún átti mjög erfitt með að
koma þessum orðum upp, en samt hélt hún á-
fram í dálítið hærra róm.
“Við skulum fara héðan, piltar. Gerið þið
það fyrir mig; í guðshænum, gerðu það Joe!”
Það var grátldjóð í röddinni.
Jafnvel þetta hafði engin sýnileg áhrif á
Joe.
“Eg ætla að halda áfram með þetta,” sagði
hann, og lét engan bilbug á sér finna.
• “En, Joe—”
“Eg hefi ráðið þetta við mig, eins og eg
hefi sagt þér.”
Mary sá, að hér fékk hún engu um þokað.
Hún varð að gefaat upp, svo erfitt sem henni
géll það. Hún varð niðurlút, og röddin varð
hás.
“Þá það,” sagði hún og hélt í áttina til dvr-
anna, sem hún hafði komið inn um.
En Joe var fljótur til að komast í veg fyrir
hana og varna henni að fara út. Fáein augna-
blik stóðu |>au þarna og horfðu hvort á annað
og á þeim fáu augnablikum lærðu þau máske
að þekkja hvort annað betur en nokkru sinni
fvr. í útliti hennar lýsti sér bæði undrun og
skelfing. f hans útliti lýsti sér öllu öðru frem-
ur stoltyfir því að hafa reynst nógu viljasterk-
ur til þess að láta ekki einu sinni Mary Turner
harfa áhrif á sig.
“Þú férð ekki,” sagði hann. “Þeir taka
þig kannske. ”
“Hvað gerir það til,” sagði Mary nokkuð
gremjulega. “Heldurðu að eg segi eftir
ykkur ?’ ’
“Auðvitað ekki,” sagði Joe góðlátlega,
næstum blíðlega. “Eg þekki þig of vel til áð
ímynda mér nokkuð slíkt. Þó það kosti þig
Kfstíðar fangelsi, þá mundir þú aldrei segja
orð. ”
Hann varð aftur harðneskjulegnr á svipinn
og einbeittur.
“En hvað sem þvf líður, þá skalt þú ekki
leggja þig í neina hættu. Við förum héðan rétt
strax og þá kemur þú með okkur.” Svo sneri
hann sér að piltunum og gaf þeim sínar fyrir-
skipanir.
“Þú, Dacey, .stendur þarna hjá dyrunum og
lítur eftir ljósunum. Ef eg gef þér merki, þá
snýr þú þeim strax af. Þú skilur það.”
Dacey gerði eins og honum var sagt og stóð
við dvmar, sem út í ganginn vissu, tilbúinn að
líta eftir ljósunum.
Mary hafði tekið eftir því, hvað Joe hafði
alt í einu orðið blíðari í málróm og vnðmóti, og
hélt því, að enn gæti hún kannske haft áhrif á
hann.
“Gerðu þetta ekki Joe,” sagði hún í bæn
arróm.
“Þú getur ekki komið í veg fyrir þetta nú,
Mary, ” sagði hann. “Þetta er ekki til annars
en eyða tímanum og stofna okkur í enn meiri
hættu.”
Þú lítur eftir því, Red, ef einhver skvldi
rekast hingað inn. Komi það fyrir, þá verður
þú að ná honnm strax og sjá um, að hann geti
ekki gefið neitt hljóð af sér.”
Það var auðséð, að Red skildi vel, hvað
hann átti að gera.
“Heyrðu, Joe,” sagði Mary og *það var
beiskja í röddinni.
“Ef |>ú gerir j>etta, þá hefi eg ekkert meira
saman við þig að sælda. Eg hætti.”
“Komi eg þessu fram,” svaraði Joe, “þá
hætti eg líka. Þess vegna geri eg þetta. Við
hættum þá öll. Eg er orðinn þreyttur á þessu
lífi.”
Hann hélt áfram fyrirætlan sinni með engu
minni áhuga.
“Komið þið, Griggs og Red og færið þið
skrifborðið til, svo eg geti staðið uppi á á j>ví.”
Þeir gerðu það og skeyttu j>ví engu, hveniig
sem Mary bað þá að hætta við þetta.
Alt í einu slepti Red þó haldi á skrifborðinu
og rétti sig upp og stóð hreyfingarlaus og
hlustaði. Það gerðu líka allir hinir.
“Eg heyri eitthvað” sagði hann í hálfum
hljóðum. Svo gekk hann að hurðinni og hlust-
aði við skráargatið, og hvíslaði svo aftur:
“Það er að koma hingað.”
Garson gaf merkið og ljósin slokknuðu og
það varð niðdimt í herberginu.
XVIII. KAPITULI.
Þegar Ijósin slokknuðu, varð koldimt í her-
berginu og enginn sagði orð. Eftir ofurlitla
stund mátti þó heyra, að hurðin var opnuð og
gat Maryr þá ekki varist að gefa frá sér hljóð,
sem líktist angistarveini, þó hún reyndi alt sem
hún gat að bæla það niður. Úti í ganginum
kom hiín auga á manninn sinn, Dick Gilder.
Hann kom inn í herbergið og lét aftur hurðina.
Réðist Red þá þegar á hann og tók með sínum
stóru krumlum fyrir munninn á honum svo
hann kæmi ekki upp nokkru hljóði. Svo föst
voru töki-n, að ekkert heyrðist til þessa' ný-
komna manns, annað en það, að hann misti fót-
anna og lmeig mjög fljótlega á gólfið.
“Eg liefi hann,” sagði Red í hálfum hljóð-
um.
“Það er Dick, ” sagði Marv í mikilli geðs-
hræringu.
Garson tók ljósið úr vasa sínum og beindi
því á l>á Dick og Red. Hann sá að Red hélt
fast og hafði fult vald yfir mótstöðumannin-
um. En ljósinu hélt hann þánnig, að Dick gat
engan séð, nema Mary. Garson grunaði, að
ekki mundi þurfa að halda honum með afli, því
Marv mundi hafa nægilegt vald yfir honum.
“Sleptu honum, Red,” sagði hann.
Dick komst á fadur, og j>reifaði hann þegar
eftir lampanum, sem stóð á borðinu rétt hjá
legubekknum. Eftir litla stund fann hann
lampann og kvæikti, en mennirnir stóðu til
hliðar, svo hann sá engan nema Mary, sem var
rétt hjá honum.
“Guð minn góður!” var það eina, sem hann
gat sagt.
Mary færði sig enn nær honum. Hún var
hrædd; hrædd um sjálfa sig; hrædd um menn-
ina, sem með henni voru, en mest af öllu hrædd
um Dick.
“Hafðu hljótt um þig, Dick, blessabur
vertu, hafðu hljótt,” sagði hún. “Þú skilur
þetta ekki, Dick.”
Dick strauk livað eftir annað um hálsinn á
sér. Hann kendi mikið til, j>ví Red hafði tekið
óþyrmielga á honum. Þar að auki var liann í
afar mikilli geðshræringu. Honum ofbauð,
sem von var, að finna hana hér í þessum fé-
lagsskap. Hana, konuna sem hann elskaði og
treysti takmarkalaust, og sem hann hafði trú-
að fyrir nafninu sínu og sjálfum sér.
“Eg skil eitt,” sagði hann eftir nokkra um-
hugsun. “Eg skil það, að hvprt sem þú nokk-
urn tíma áður hefir brotið lögin, eða ekki, þá
ert þú að gera það nú.” Honum datt í hug, að
þrátt fvrir alt og alt, þá gæfist sér þó tækifæri
til að tala við hana og fá hana til að hlusta á
sig. Hann tók þvn næst til orða með alvöru og
myndugleik, sem fór honnm vel.
“Nú ert þú undir mínum yfirráðum, og það
eru þessir menn líka, sem með þér eni. Ef þú
gerir nú ekki eins og eg segi, Mary, þá læt eg
taka vkkur öll föst.’
“Nei, það getur þú ekki,” sagði hún örugg-
lega. “Eg er sú eina, sem þú hefir séð hér.”
“Það er nú fljótlegt, að bæta úr l>ví,” svrar-
aði Dick og sneri til dyranna, eins og hann ætl-
aði sér að kveikja á ljósahjálminum.
En Mary greip um handlegginn á honum og
reyndi að halda honum föstum.
“Gerðu þetta ekki, Dick,” sagði hún í bæn-
arrómi. “Þér er ekki óhætt að gera það.”
“Eg er ekki hræddur,” sagði hann og mundi
hafa haldið áfram, ef hún hefði ekki gert alt
sem hún gat, til þess að varna honum að fara
lengra. Hann hikaði við að beita afli gegn
henni.
Ohicago Red þóttu þetta skrítnar aðfarir.
Hann hafði ýmislegt reynt um dagana og oft
tekið j>átt í innbrotsþjófnaði, en hann hafði
aldrei vitað það ganga svona seint.
“Hvrer er þessi náungi, annars?” spurði
hann.
“Eg er maðurinn hennar,” svaraði Dick.
“Hver ert þú?”
“Enginn ykkar má segja orð,” sagði Marv.
“Þið megið ekki láta hann heyra málróm
ykkar. ’ ’
Dick leið afar illa yfir því, að vita sjálfan
sig þarna í liúsi föður síns í öðrum eins félags-
skap eins og þessum.
“Þetta er ekki drengilegt af þinni hálfu,”
sagði hann í bitrum róm. Aldrei áður hafði
hún séð hann öðru vísi en blíðlegan. Nú var
svipudinn kaldur og harðneskjulegur. “Þú
notar þér það, að þú veizt að eg elska þig. Þú
heldur, að þess vegna geri eg J>essum mönnum
ekkert til meins. En hlustaðu nú á mig—
“Nei, nei,” sagði Mary með mikilli geðs
hræringu. “Það er ekki um neitt að tala milli
mín og þín.”
Hinn ungi maður varð fastmæltari og á-
kveðnari heldur en hann var vanur. Nú leyndi
það sér ekki, að hann gat verið einbeittur, þeg-
ar hann vildi það við hafa.
“Jú, það getur verið, og það skal verða,”
sagði hann . Svro hækkaði hann róminn nokk-
uð og talaði til mannanna, sem úti í skugganum
stóðu.
“Þið, sem þarna eruð,” sagði hann. “Ef
eg læt ykkur alla sleppa héðan og lofa ykkur
því, að skifta mér aldrei neitt af vkkur héðan
af, viljið þið þá gefa mér taekifæri til að tala
við Mary? Það er alt, sem eg fer fram á. Eg
þarf fáeinar mínútur til að skýra mitt mál fyr-
ir henni. Gefið mér þær. Hvort sem eg vinn
eða tapa, þá getið þið farið ykkar leið, og eg
skal alveg gleyma því, sem hér hefir komið
fvrir í kveld”. Bæði Red og Dacey gáfu frá
sér eitthvert hljóð, sem Kktist hlátri.
Dick varð dálítið óþolinmóður og bað Mary
að segja þeim, að þeim væri óhætt að treysta
sér.
Hún svaraði því engu, en Garson gerði það.
“Eg veit, að okkur er óhætt að treysta þér,
því eg veit”
Hann komst ekki lengra og þó skuggsýnt
væri, mátti j>ó sjá, að hann var óvanalega fölur.
“Þú verður að hlusta á mig,” sagði Dick
og sneri sér aftur að Mary, sem stóð þama
vandræðaleg og horfði ýmist framan í hann,
eins og hún vildi lesa hugsanir hans, eða jiá
niður fyrir sig. Hún gat naumast sjálf skilið
slnar eigin tilfinningar.
“Þið skiljið, að ]>ið eigið það alt undir mér,
hvort ykkur er óhætt hér eða ekki,” hélt Dick
áfram. “Setjum svo, að eg kalli á hjálp?”
Garson gekk nær lionum og var ógnandi á
svipinn.
“Þú mundir ekki kalla nema einu sinni,”
sagði hann.
Hinn ungi maður lét sér hvergi bregða, en
svaraði, einbeittlega:
“Það væri Kka alveg nóg.”
Með' sjálfum sér dáðist Garson að J>ví, hve
öruggur og óhræddur Dick var. Ef til vill
fanst honum líka, að þetta gæti orðið til þess,
að koma Mary út úr þeim vandræðum, sem hún
fyrir hans skuld var nú komin í.
“Það er bezt þú hafir þinn eigin veg,”
sagði hann. Svo sneri hann sér að hinum
mönnunum og gaf J>eim sínar fyrirskipanir.
“ Þú ferð J>arna að dyrunum, Red, og hlust-
ar eftir hvort nokkur kemur inn. Gerðu okkur
strax aðvart, ef j>ú heyrir nokkuð, og láttu eng
an komast hér.inn. Ef eitthvað kemur fvrir,
svro við verðum að flýta okkur burtu, þá munið
þið það allir, að Marv hefir fyrsta tækifæri til
að komast burtu. Skiljið þið ]>að?”
Red fór þangað, sem honum var sagt.
“Mundu að þú verður að vera fljótur,”
sagði Garson við Dick um leið og hann færði
sig út að veggnum, svo hjónin gætu talast við
í betra næði.
Dick tók j>egar til máls, þó hann ætti nokk-
uÖ erfitt með að tala vegna geðshræringa.
“Kærir þú þig virkilega ekkert um mig?”
sagði hann og tók um handlegginn á henni.
“Nei, nei, nei,” svaraði hún með jijósti
nokkrum, sem henni var þó naumast eðlilegur.
Dick vildi ekki gefast upp.
‘ ‘ Eg veit þú gerir það, Mary. Eitthvað dá-
lítið að minsta kosti. Sérðu það ekki, Mary,
að með þessu ertu að kasta öllu út í veður og
vind, sem nokkurs virði er í lífinu? Sérðu j>að
vdrkilega ekki?”
Hún svaraði engu. Það vrar eins og hún ætti
erfitt með að ná andanum og hún varaðist að
líta framan í Dick.
“Því svarar þú mér ekki?” spurði hann.
“Eg hefi ekkert um það hugsað,” sagði hún
eins kuldalega eins og hún gat.
“Þú verður að skifta um stefnu, Mary,”
sagði hann eins blíðlega og góðlátlega, eins og
sá einn getur talað, sem ann af öllu hjarta.
“Vertu ekki svona ósveigjanleg. Láttu þinn
betri mann ráða fyrir þér.”
Hún átti í afar hörðu stríði við sjálfa sig.
Hún fann vel, að Diek hafði rétt að mæla og
hen-nar eigin tilfinningar mæltu sterklega með
því að láta að orðum hans, en hún vildi ekki
láta undan og meira að segja, henni fanst hún
ekki geta það, eins og n,p var komi. Hún herti
sig því upp og. svaraði með töluverðum
þjósti::
“Eg verð að vera eins og eg er,” sagði hún
hörkulega. “Eg get ekki skift um. Nú verður
þú að halda loforð þitt og láta okkur öll
sleppa héðan.”
“Þú getur ekki breytt til,” sagði Dick og
lét ekki sannfærast. “Heyrðu, Mary, hefir þig
aldrei langað til að hafa það, sem aðrar konur
hafa, heimili, umhyggjusemi ástvina og annað
það, sem lífið hefir bezt að bjóða? Alt þetta
stendur þér nú til boða. Og hvað hugsar þú
um mig? Þú ert konan mín. Nú er það þín
skylda, að gefa mér tækifæri til að sýna hvað
í mér býr. Eg hefi aldrei mikið gert, qg aldrei
reynt það. Hér eftir skal eg láta meira til mín
taka, það er að segja ef þú vilt það, Mary; ef
þú vilt hjálpa mér. Eg mun ekki reynast
neinn ónytjungur. Eg veit það sjálfur, og þú
veizt það Kka, Mary. En þú verður að hjálpa
mér. ”
“Eg að hjálpa þér!” sagði Mary í þeim
róm, að það var auðfundið, að henni fanst
]>etta einhver vitleysa, sem engu tali tæki.
“Já, þú værður að hjálpa mér,” sagði Dick
blátt áfram. “Eg J>arf þín við og J>ú þarft
mín. Þú verður að koma með mér.”
“Nei, nei, ” svaraði hún, en }>ó ekki eins á-
kveðið, eins og áður. Þó hún hefði nú náð tak-
marki sínu og hefnt sín eins grimmilega, eins
og mest mátti verða, }>á tók hún nú út hinar
mestu sálarkvalir. Með mestu erfiðleikum gat
hún stunið upp því sem hún vildi segja: “Nei,
nei, eg giftist þér ekki vegna }>ess að eg elskaði
þig, heldur til að hefna mín á föður þínum fyr-
ir það illa, sem hann hafði gert mér. Eg varað-
ist jafnvel, að hugsa nokkuð um þig, en svo
skildi eg, að eg hafði eyðilagt líf þitt.”
“Nei, jm hefir ekki eyðilagt Kf mitt. Þú
hefir fært mér blessun. Það verðum við að láta
ásannast. ”
“ Jú, eg hefi evðilagt það, eða að minsta kosti
spilt því,” sagði hún með ákafa. “Hefði eg
bara skilið, eða getað látið mér detta í hug, að
eg nokkurn tíma kærði mig nokkuð um þig —
J>á skyldi eg aldrei hafa gifzt ]>ér, ekki fyrir
öll heimsins gæði.”
“En }>ú skilur J>að nú,” sagði Dick hæglát-
lega. “Það sem við höfum gert, verður ekki
aftur tekið. Ef við höfum gert það, sem við
áttum ekki að gera, þá er fyrir okkur að gera
nú eins gott úr því eins og hægt er, og láta það
verða ókkur til blessunar.”
“En skilurðu það ekki, maður,” sagði hún
með grátstaf í kverkunum, “að eg er tugthús-
limur!”
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. ErAS T. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Ofice: 6th Floor, Bank ofHamktonChamberi
“En þú elskar mig — eg veit að þú elskar
mig,” sagði Dick með mikilli gleði, l>ví liann
fann ,að svo var, þó hún játaði það ekki bein-
línis, en það var það, sem lang-mestu varðaði í
hans huga. “En nú skulum við athuga, hvar
við erum stödd. Skilurðu nú ekki enn, að þú
getur ekki brotið lögin eða farið í kring um
]>au, þegar til lengdar lætur? Hvernig mvmdi
það fara, ef þú yrðir tekin hér með hóp af
innbrotsþjófum? Segðu mér, góða mín, hvers
vegna ]>ú gerðir j>etta. Hvers vegna gættir ]>ú
þín ekki betur en þetta? Því fórstu ekki til
Chicago, eins og ]>ú gerðir ráð fyrir?”
“Hvað áttu við?” spurði Mary og það
leyndi sér ekki, að þessi spurning kom lienni
ókunnuglega fvrir.
Dick endurtók spurninguna:
“Því fórstu ekki til Chicago, eins og þú
gerðir ráð fyrir?”
“Gerði ráð fyrir? Við hvern gerði eg ráð
fyrir að fara til Chicago?” spurði hún með á-
kafa.
“Við Burke,” svaraði Dick stillilega. Hann
fann að hér var eitthvað grunsamt á ferðinni.
“Hver sagði þér, að eg hefði nokkuni tíma
haft orð á l>ví að fara til Chicago?” spurði
Mary.
“Burke sagði mér J>að sjálfur,” svaraði
Dick.
“Hvenær var það?” spurði Mary og hafði
nú algerlega skift um svip og látbragð. Hún
var orðin kafrjóð í andliti og augun tindruðu.
“Það er ekki fullur klukkutími síðan,”
svaraði Dick, og hann varð hálf skelkaður út
af ]>ví, hve áköf hún var.
“Hvar sagði hann þér þetta?” var næsta
spurningin.
“Hér í þessu herbergi.”
“Svo Burke var hér? Hvað var hann að
gera hérna?”
“Hann var aði tala vrið föður minn.”
Nú var eins og liún skildi, hvernig í öllu lá.
Hún var stilt, en rödd hennar vrar köld og skip-
andi.
“ Joe, kveiktu ljósin! Eg vil sjá framan í
alla, sem hér eru.”
Það var eitthvað það í rödd hennar, sem
kom Joe til að flýta sér sem mest hann mátti
til að gera eins og hun sagði fyrir, og alt í einu
varð albjart í herberginu. Allir stóðu hreyf-
ingarlausir, nema Griggs. Hann færði sig dá-
lítið nær dyrunum.
Það, sem Mary sagði uæst, kom mjög flatt
upp á alla.
“Dick,” sagði hún. “Hvers virði eru þessi
skrautlegu veggtjöld, sem þarna hanga?”
Það var síður en svo, að Diók vissi nokkuð
hvað þessi spuming ætti að þýða. Hvað kom
veggtjöldunum málið við?
“Því í ósköpunum ertu að spyrja—?”
Hann komst ekki lengra, því Mary greip
fram í fyrir honum.
“Segðu mér það undir eins!” sagði hún,
og hún sagði það þannig, að Dick þótti ráðleg-
ast að draga hana ekki á svarinu.
“Svo sem tvö eða þrjú hundruð dali, býst
eg við,” sagði hann. “Hví viltu vita það?”
“Það gerir annars, ekkert til,” sagði Marv
og röddin varð enn bitrari. Það var líka auð-
séð á Garson, að hann var farinn að gruna
margt, og sá að hér var ekki alt með feldu.
“Hvað lengi hafið þið haft þessa hluti,
Dick?” spurði Mary næst.
“Síðan eg man fyrst eftir mér, að minsta
kosti,” sagði Dick og var nú farinn að skilja,
að hér var eitthvað grunsamlegt um að vera, þó
hann vissi ekki nákvæmlega hvrað það væri.
Sami grunurinn, sem Mary liafði nú haft í
nokkrar mínútur, var líka vaknaður hjá Gar-
son og jafnvel þá Red og Dacey var farið að
gruna, að hér væru einhver brögð í tafli.
“-Svo þetta eru ekki þessi frægu veggtjöld,
sem farið þinn keypti nýlega af einhverjum
kauphéðni, sem laumaði þeim inn í landið án
þess að borga nokkurn toll af ]>eim.” Hún
sagði þetta blátt áfram, en auðfundið var þó,
að eitthvað meira bjó undir.
Hinn ungi maður hló, en það var kulda-
hlátur.
“Nei, }>etta tekur engu tali,” sagði liann,
pg þótti stórlega fyrir því, að Mary skyldi í-
mynda sér, að faðir hans tæki þátt í nokkru
slíku athæfi, sem því er hún hafði verið að tala
um.
“Þið hafið verið dregnir á tálar. Það er
Burke, sem lagt hefir á ráðin.” Mary talaði
þannig, að það vara ekki efamál, að hún var
sannfæhð um það, sem hún sagði.
Griggs færði ,sig aftur nær dyrunum.
Mary horfði á hann afar grunsamlega, en
sagði ekkert, nema bara nefndi nafn hans:
“Griggs.”
IwBorgið Lögberg-^®