Lögberg - 12.06.1930, Side 3

Lögberg - 12.06.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ 1930. Bla. 3. ▼ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga » | BAllNA GÆLA. Loks er komið sói óg sumar, iSyngja fuglar gerinum á. Alt í gegn um alda raðir, Öflin lífsinis stór og smá Leika sínum léttu nótum, Ljómann breiða móti sól, Blómgast angar yfir grundum, Áður sem að moldin fól. Opnast dyr á hverjum kofa, Kreika smáir fætur hratt, Latur má ei lengur sofa, Lífið á hann kallar glatt. TJpp á hólinn út á túni, Óðum trítla börnin smá, Eða hoppa yfir lækinn, Eins og fuglar steinum á. Gleðibros í barnsins auga, Blíðkar marga kæfða þrá, Þegar hjartans lindir lauga, Lifna hugarblómin þá. Þegar litlir, fimir fingur Pífla-rósir tína fer, Þá er lífið alt á iði. Ástin heilög leikur sér. Yndo. SNIGLARNIR MÍNIR. Það vildi brenna hér lengi við, um og eftir stríðið, að lítið var um ýmsa aðflutta vöru, sem okkur húsmæðrunum þótti ilt án að vera, t. d. Var hér oft lítið um kartöflur, einkum að sumr- inu. Einu sinni sem oftar var það, að mig van- hagaði um þá vöru og var víða búin að leita fyrir mér. Að lokum kom eg inn í matardeild Sláturfélagsins í Hafnarstræti og spyr eftir kartöflum. Afrgeiðslukonan segir, að eitthvað Mtilsháttar muni vera þar til, en það sé undan úr poka og hvergi nærri gott. Eg lét mér það þó lynda, og keypti eina eða tvær soðningar af smælkinu. Þegar heim kom, hvolfi eg í pottinn svo miklu, sem eg ætlaði mér að sjóða í það skiftið. En það fanst fnér skrítið, að innan um moldar- sallann sá eg glitta í eitthvað hvítleitt, og er eg gáði betur að, fann eg þar í ruslinu þrjár smá- skeljar, eins og þær sem mér var í æsku sagt að héti meyjapöddur. Á mínu ráði er nú sá Ijóður, að mér er gjarnt að lialda til haga þvi, sem skynsamt fólk fleygir burtu sem einskis nýtu, einkum ef hluturinn er fallegur, og skelj- ar voru í æsku mín beztu leikföng, og enn gleðst eg sem barn yfir fallegri skel. Eg skolaði því af skeljunum og lét þær á lítinn disk, sem eg svo setti upp á eldhúshillu, hélt svo áfram að matbúa kartöflurnar. Að því loknu ætlaði eg að fara nána.r að athuga feng minn, en þá brá mér í bnin, því á diskinum var engin skel. Mér þótti þetta undrum sæta, þar sem enginn hafði inn í eldhúsið komið, datt jafnvel í hug að kenna álfum, sem gjarnt er að grípa eitt og annað frá mensku fólki. Samt fór eg að leita, og viti meim, eg fann skeljaraar með tölu lengst inni í hillukverkinni. Eg var það vel að mér í náttúrufræði, að eg kannaðist við snigil, og hafði einhvem tíma heyrt danska gátu um einhvera, sem bæri hús sitt á bakinu. Sjálf hafði eg aðeins séð brekku- snigil, sem sýndi sig í káli og grasi, þegar regn Var, og þjóðsögnin segir, að uppfylli hverja ósk sem óskað er, ef maður nái lialdi á hom- inu, sem sé fram úr kviði hans. Eg hafði aldrei leitað eftir því, og brekkusniglar voru mér við- bjóðsleg skriðdýr, en nú hafði eg eignast danska snigla, með liúsið sitt á bakinu. Mér þótti þetta mesti fengur, að fráskildu þjóðern- inu. Nú var vandinn mestur, að varðveita þessi gersemi. Eg fór út í garð og reitti arfa í lófa minn og léta hann ofan á stóran jurtapott, sem blaðjurt há var gróðursett í, setti svo skeljara- ar ofan á arfann. Þeir virtust þrífast þar vel, sniglarnir mínir, og eg liafði mestu skemtun af að athuga ferðalög þeirra neðan úr mold og lengst út á yzta brodd á stóru blöðunum á blað- jurtinni minni. Eg hefi líklega búið að sniglunum eina eða tvær vikur. Þá datt það í mig, að baða blómin mín, og bar þau í því skyni út á svalir, sem eru fram af íbúð minni, en eg gáði þess ekki, að bafa hemil á sniglunum, enda varð sú raun á, að þegar eg bar iblómin inn aftur, voru þeir horfnir. Slímrákir voru hér og þar um sval- irnar eftir þá, en skeljaraar voru með öllu borfnar. Gat eg mér helzt til, að þeir hefðu skriðið út á milli rimla og fallið ofan í garðiim, «ða þá dottið ofan í vatnsrennlina, sem er áföst svölunum. Að vísu leitaði eg árangurslaust í garðinum, en þetta gat falist á litlum stað, mér voru þeir horfnir og eg saknaði þeirra. 1 sumar er leið, var gólfið í svölunum tekið UPP; það var orðið fúið og víða með götum og rifum. Eg kom fram á svalir, þegar smiðurinn Var að sópa saman hroðanum, sem safnast bafði undir gólfið. Af vana hnýsni fór eg að réta í þessum óþverra og hvað mundi eg finna ? bhna snigilskelina mína. — Eg ætla mér að eiga hana, og hugsa að auðveldara verði að, gæta bennar nú, heldur en meðan hún stjóraaðist af Mandi veru, sem þráði frelsi og greip fyrsta færi sem bauðst, til að komast út fangelsinu, þó tram undan væru opnar glufur og aðrar tor- tærur, sem hinir sniglanir hafa sennilega lent 1- Eg hefi ekkert séð eftir af þeim. Eg hefi stundum verið að brjóta heilann um, hvað honum “Andra okkar”, svo sem Jónas Hallgrímson kallaði H. C. Andersen, hefði orð- ið úr sögu sniglanna minna. Er sem eg sjái hann útmála alt þeirra lífshlaup, frá því þeir verða til og skelin vex með þeim þar til þeir eru fullvaxnir, njóta lífsins í kálgarðinum, vera stungir upp með kartöflunum, látnir í poka og dembt niður í lest á stóru skipi, hreppa storma og heyra haföldurnar skella á skipinu, taka land og komast inn í Matardeildina í Hafnarstræti og síðast heim í litla eldhúsið mitt, vera þar þvegnir, bomir inn í stofukytr- una mína og látnir á hlýlegasta og bjartasta blettinn þar, með nægu fóðri, þráðu samt bera loftið og ótakmarkað rúm og gripu tækirfærið þegar það gafst, til að kanna óhindraðir ó- kunna stigu, lenda í nýjum raunum; skeljung- urinn minn endar Mf sitt milli þaks og gólfs á svölunum, og skehn verður öskjuprýði hjá mér, og hinir lenda hvar? Það veit skáldið eitt. Mig hefir jafnvel langað til að reyna mig á því að skrifa sögu þeirra, eins og mér finst hún viðburðaríkust og glaasilegust, en eg gerist ekki svo djörf að skrifa æfintýri. Eg álít, að til þess þurfi meira en eg hefi yfir að ráða. —Dýrav. Theódóra Thóroddsen. SKARÐSFJALL A LANDI. Þú, fjallið mitt kæra, sem kennist við Skarð, ég kaus þér við rætur að Ibyggja minn garð, og þar hefi eg unað við ára mörg bil og uni mér vel, meðan kostur er til. Þótt sandveðrah ríðin oft færi þér fár, svo fellir þín hlíðin mörg steinrunnin tár, þú sveitar ert prýðin um aldur og ár og ókomna tíðin mun græða þín sár. Þú einatt ert nábúabýlunum skjól og blasir við kvöldsins og morgunsins sól, og ársólin brostr þar aftur á mót og aftansunnan þinn kyssir á fót. Þú brekkur átt gnógar fyr’ brattgengan fót, og blóm og ilm handa sveini og snót, og víðsýni að svala víðsýnis þrá um velli og fjöll og hraunfláka og sjá. Og oft ertu viti um áttir og veg, því erfið er leiðin og torkennileg, þeim, sem að ferð eiga frá þér og að, svo fegnir sinn komast í næturbnstað. Því elska þig öll þinnar bygðar böm og blessa sem hennar prýði og vörn, og biðja að hamingjan hlífi þér æ og hver jum einasta þínum bæ. —Hmbl. Fjallbúi. LÖAN KOMIN. Lóan klífur loftið blátt, 7 t leið að marki háu, meðan valda veikum mátt vængirnir hennar smáu. Hún er fyrst af fuglum þeim, sem fagnar lilíð og móinn, er hún kemur aftur heim yfir breiða sjóinn. Geymdu lengi, gullið mitt, glaða og snjalla rómiim, syngdu litla ljóðið iþitt, lóan imín, við blómin. —Dýrav. Iljáhnar Þorsteinsson, Hofi. ÝMISLEGT. Skynsamlegt ímvndunarafl er það bezta •fyrir lífið, sem liægt er að hugsa sér: einkum til að sjú fyrir fram samvizku-átölur. Sam- vizku-átölum má afstýra, ef vér aðeins viljum hugsa í forveginn, og hugsa rökrétt og vera framsýnir. “Bara eg hefði vitað þetta,” kveinum vér, — en, við liefðum getað vitað það. Þá er freisting grípur oss til að breyta lít- ilmannlega, mæla áreitur á aðra, vera óþarflega ágjarnir og sjálfselskufullir, grípum þá til ímyndunaraflsins, og sjáum í anda næsta ár, næstu tímamót, framtíðina með öllum sínum breytinga-skilyrðum fyrir menn og málefni. — Hvernig lítur þá breytni vor út! Hvað mun- um vér þá hugsa, hvernig vildum vér þá hafa breytt? Þessi eiginleiki, að vera í allri breytni við samferðamenn sína, framsýni, er einn sá blessunar-ríkasti kostur, sem nokkur maður getur haft, og hann er auðveldlega hægt að öðlast, fyrir hvem og einn, sem aðeins vill staldra við og íhuga. Hið innra og ytra . Ef allar vorar áhyggjur stæðu letraðar á enni voru, hver.su margir myndu eklá aumkva oss og fáir öfunda! Of þegar hið hryggilega leyndarmál hjart- ans yrði öllum kunnugt, sannaðist skjótt, að æfiJhlutskiftið hafði aðeins sýnst gott, meðan enginn var því kunnugur til hlítar. — Þýtt af Jakobínu J. Stefánsson, Heela P.O., Man. DODD. Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Síðastliðið haust féll frá á heimili mínu grá- gulur rakki, 12 vetra gamall, og er óhætt að segja, að alla setti hljóða við fráfall hans. — Hann var líka nokkuð á aðra lund, en algengt er um hunda, og skal nú í örfáum orðum lýsa honum dálítið, og segja frá helztu einkennum hans og háttum. Eg kevpti hvolpinn ársgamlan frá Brekku á Rangárvöllum. Hafði hann þá hlotið nafnið “Dodd” og var svo nefndur jafnan síðan. Var hann þá þegar farinn að sýna trygð sína svo rækilega, að þrátt fyrir hlýju og vinahót allra á mínu heimili, undi hann illa í fyrstu á Geld- ingalæk, en sat um að laumast á brott og liljóp að Brekkum aftur og aftur. AÖ ári liðnu skiftu sköp svo háttum, að Brekkur fóra í eyði vegna sandfoks, en fólkið flutti fram á Balckabæi. Um þetta vissi hvolp- urinn ekki jafnfljótt og menn í nágrenninu. Hann laumaðist enn að Brekkum, en greip þá heldur í tómt, því að þá voru bæjarhúsin rifin og fólkið farið. Þó hélt hann kyrru fyrir á húsatóttunum, þangað til hánn var sóttur. Þá var'hann bæði hungraður og kaldur; en upp frá því undi hann heima og fór aldrei fram til Brekkna af sjálfsdáðum. Einatt kom einn eða annar af hinu foma Brekknafólki að Geldinga- læk hin síðari ár. Var Dodd- þá aldrei í vafa um 'hver kominn var, og meiri vinalæti var ekki hægt að finna, en liann lét á sér sjá í hvert sinn, er hann hitti einhvem fornkunningja sinn frá Brekkum. Og eftir því tóku menn, að hann þekti að jafnaði reiðtýgi þessa fólks. Kom stundum fyrir, að einhver þessara manna var genginn inn í bæ, er Dodd vissi að gestur væri kominn. Lét hann sér þá nægja að leggj- ast á reiðtýgin og hreyfði sig ekki þaðan, fyr en gesturinn kom út; stökk hann þá á fætur, flaðraði upp um manninn og réði sér ekki fyrir fögnuði. Þó leyndi sér ekki, að mestur var fögnuður hans, þegar ihann sá, að það var gamla húsmóðirin hans, sem komin var. Vinnumann hafði eg, er stundaði smala- mensku og fjallferðir, ásamt mörgu öðru. Hændist Dodd mjög að honum og varð honum snemma fylgispakur förunautur. Var það á orði haft, að í göngum eitt sinn í illviðri miklu mundi það hafa orðið manni þessum til lífs, að Dodd lá á fótum hans langa og kalda liríðar- nótt og veitti þar með sína huddshlýju. Hafði rakkinn tekið það upp hjá sjálfum sér um kvöldið, að vilja hvergi annars staðar liggja en á blautum og köldum fótum vinar síns. Þennan mann greip skyndilega lungnabólga heima á Geldingalæk, og leiddi hún hann til dauða. Var átakanlegt að sjá, hvað rakkinn fylgdist með veikindum vinar síns og tók sér þau nærri. Og þegar öllu var lokið, lá hann hjá líkbörunum og neytti ekki matar. Hann lá lijá kistunni daga og nætur og yfirgaf hana ekki, og Mkfylgdinni fylgdi liann til kirkjustað- arins; að síðustu varö að taka hann með valdi af gröfinni, hljóðandi og veinandi svo að hann færi ekki sömu leið og kistan. Eftir þessar raunir og vinamissi, hélt Dodd ætíð kyrru fyrir heima. Gerði sér far um að vera til gagns, hvar sem því varð við komið. Þann árstíma, sem verja þurfti tún og engjar, lá hann ætíð úti, og rak þá brottu, þó að fólk væri í ifasta svefni, alla óþurftar gripi, er hon- um þótti gerast nærgöngulir við slægjulönd. í búri og eldhúsi átti Dodd jafnan vinum að fagna. Og alveg sérstakt lag liafði hann á því, að koma ,sér í mjúkinn hjá stúlku þeirri, er annaðist matreiðslu og eldamensku. Bein og bita úr hennar liönd, vildi liann líka borga, — en á hvem hátt gerði liann það? Jú, hver smá- spíta, viðarlurkur eða harður taðköggull, sem hann fann úti við, var borinn í kjaftinum inn að eldavól og aldrei slept, nema eldakonan væri viðstödd og tæki við því; að öðrum kosti var hann ekki eins viss um launin. Aldrei bar hann inn blauta taðköggla, en stundum varð honum á að hirða frosin hrossatöð, sem urðu á vegl hans, og bera þau inn í eldhús. Virtist lionum nóg, að köggullinn væri harður, en greinarmun á frosnum og þurrum taðköggli kunni hann ekki að gera. Síðasta afrek Dodds var að fylgja syni mínum í upprekstri á Rangárvallafrétt síðast- liðið vor. Sýndi hann sama dugnaðinn við reksturinn eins og oft áður og hlífði sér lítt. Þó gætti hann ekki elli sinnar, og er skamt var komið á heimleið, var svo af honum dregið, að sonur minn varð að taka hann og reiða hann fyrir framan sig heim. Þegar heim kom, skriddist í)odd varla úr fleti sínu næstu sólar- hringa og var honum færður þangað matur og mjólk. Eftir það fór hann að smáhressast, en bar þó aldrei sitt bar upp frá því. Þótti sýnt, að kröftum hans mundi lokið, og var honum því fargað, þegar fram á haustið kom, eins og fyr segir. — Og lýkur þar með sögu hans, þó að fleira mætti tína til um vit hans og framúr- skarandi trygð. Um leið og eg skil við Dodd miiln, ætla eg að hnýta hér aftan við örlitlu broti um tvo rakka, sem eg átti samtímis og næst á undan honum. Þó verður það engin saga. Báðir þessir hundar/ voru einkennilegir í háttum sín- um og sýndu í sumum tilfellum undarlegt vit. T. d. kom það nokkrum sinnum fyrir, að þeir mættu mér fram á Ægissíðu, er eg kom úr úr Reykjavíkurfer'ðum, og hafði' þó enginn á heimilinu vitað fyrirfram, hvenær eg myndi koma. En rakkarnir höfðu hugboð um það og röltu alla leið fram að Rangá til þess að taka á móti mér — og kátir urðu greyin, þegar þeir hittu mig. —Einar Jónsson. —Dýrav. KAUPHD AVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlo*: Bth Floor, Bank ofHamNtonChambðr* Viljasterhur maður. Viljalaus maður á enga framtíð fyrir sér. Viljir þú eiga góða framtíð fyrir þér, þá verð- ur þú að hafa vilja. En þú finnur hann ekki á götunni, og ekki er hann heldur til sölu í búð • unum. Hann er gjöf guðs anda. Hann er gjöf guðs, fyrir Krist, gefin þeim, sem trúa. Því að trúin vekur heilaga bindindissemi, og heilög bindindissemi styrkir viljann til sjálfsafneit- unar , og hver sú sjálfsafneitun er svo megin- gjörð um viljann. Og þá þokar oss áreiðan- lega áfram. Á öllum öldum sýnir sagan oss, að það eru viljamennimir, sem verða fremstir, þegar til lengdar er leikið. Ekki gætir þessa sízt í framförum iðnaðar og vísinda. Frumkvöðlar iðnaðarins, hafa ekki aðeins haft raunhæfar gáfur, heldur hafa þeir umfram alt verið heil- steyptir viljamenn. —Hmbl. Skovgaard-Petersen. Vísa. Ljúfir geislar ljóss frá geim, líkt og sólskinsblæja, vefjast þétt um þenna heim þegar börnin hlæja. Sig Júl. Jóh.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.