Lögberg - 12.06.1930, Síða 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ 1930.
Högberg
Gefið át hvern fimtndag af The CoV-
umhia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um áriÖ. Borgist fyrirfrmm.
The "Uigberg" is printed «.nd publlshed by
The Columbia Preee, Ldmited, in the Columbia
Building, 8»5 Sargent Are.. Wlnnipeg, Manitoba.
...............................................
+---------— ---------------—•— -----+
Alþingisminning
4————-------------------------------■+
Eins og Vestur-lslendinga, þá, er íslenzku
blöðin lesa, vafalaust rekur minni til, vöktu
þrír mætir menn máls á því í júlímánuði 1928,
hvort ekki þætti tilhlýðilegt, að efnt yrði til há-
tíðarhalds hér vestra í tilefni af 'þásund ára af-
mæli Alþingis, er hátíðlegt verður haldið á
Þingvelli við Öxará, seinni part yfirstandandi
mánaðar. Um stað og stund slíks hétíðarhalds
var samt ekkert sagt í þann svipinn, þótt ef-
laust hafi það vakað fyrir flutningsmönnum
málsins, að slík minning færi fram samtímis
hátíðahöldunum á íslandi.
Eigi höfðu uppástungur þrímenninganna
fyr birzt í blöðunum, en vér hétum þeim fylgi.
Oss skildist það þá, og skilst svo enn, hvílíkur
sæmdarauki það mætti verða þjóðbrotinu
vestra, sem og íslenzku þjóðinni í heild, ef vel
tækist til um slíkt hátíðarhald, jafnframt því
sem vér brýndum fyrir almenningi, hve áríð-
andi það væri, aÖ fullkomin eining næðist um
undirbúnings málsins og framkvæmd þess.
Þúsund ára afmæli Alþingis, er sá stór-við-
burður í sögu Islands. jafnframt því, hve djúpt
hann grípur inn í stjórnarfarssögu annara lýð-
frjálsra þjóða, að alt annað virtist óhugsan-
legt, en að fólk vort legðist á eitt með vitur-
legar framkvæmdir hátíðarhaldinu viðvíkjandi.
Og nú er að lokum svo komiS, að ákveðiÖ hefir
verið, að minningarhátíð skuli haldin hér í
Winnipeg-íborg, fimtudaginn þann 26. þessa
mánaðar; er skemtiskráin birt á öðrum stað í
þessu blaði, og má af henni fyllilega ráða, hve
ant undirbúningsnefndin hefir sér látið um
það, að vanda til hátíðarinnar eftir föngum.
Nefndarinnar einu laun verða í því fólgin, að
fjölmenni sæki minningarhátíðina. Væntum
vér þess, að yfir hátíðinni svífi sá aðalsandi ís-
lenzkrar glæsimensku, er haldið hefir hæst á
lofti hróðri vorrar fámennu þjóðar alt frá
landnámi Ingólfs fram á þenna dag.
Hópamir tveir, er, ættjörð vora heimsækja
að þessu sinni í tilefni af þúsund ára afmæli
AJþingis, em nú lagðir af stað. Og þótt tala
heimfarargesta sé jafnvel nokkru hærri, en
ýmsir kunna að hafa ætlað, þá er það þó engu
að síður sýnt, að megin-þorri fólks vors dvelur
hér megin hafsins. Það fólk ann Islandi og ís-
lenzku þjóðinni, engu síður en hinir, er heim
fóra, og lætur sér engu óannara um söguhelgi
AlþingishátíÖarinnar á Þingvelli. Þessu fólki
hlýtur að verða það metnaðarmál, að minningar-
hátíðin hér verði slík, að samboðin sé í öllu
þessum mikilvægasta atburði í lífi íslenzku þjóð-
arinnar. Með því að fjölmenna á Islendinga-
hátíðina þann 26. yfirstandandi mánaðar, get-
um vér sannað bræðrum voram og systram
heima, jafnvel langt um skýrar en nokkra
sinni fyr, að enn séu hér við lýði íslenzk þjóð-
einkenni; að enn streymi hér íslenzkt blóð um
íslenzkar æðar, og að enn slái hér sigurfagn-
andi íslenzk hjörtu í fylzta samræmi við sér-
hvað það, sem fegurst er hugsað og drengileg-
ast framkvæmt heima á Fróni.
+—----------------------------------*
Fáein orð um Söngmál
4-----------------------------------*
I.
Sökum annríkis, höfum vér ekki komið því
við fyr en nú, að minnast á för karlakórs Is-
lendinga í Winnipeg, norður til Gimli. Og
þótt nú sé að vísu nokkuð um liðið frá því, er
flokkurinn hélt samsöng sinn þarna norður í
frambygð Islendinga við vatnið, þá má samt
vel vera, að enn eigi hér við hið fornkveðna, að
betra sé seint en aldrei. Af þeirri ástæðu telj-
um vér rétt, að fara nokkrum orðum um ferð
söngflokksins norÖur til Gimli, afrek hans þar
í bænum, sem og viðtökur Gimlibúa. Söng-
flokkurinn bauð ritstjóra þessa blaÖs í förina,
þá hann boðið og skemti sér hið bezta.
Þrátt fyrir það, þótt vegir væru alt annað
en greiðir yfirferðar, streymdi fólk úr öllum
áttum að Gimli, til þess að hlusta á söngflokk-
inn, auk íbæjarbúa sjálfra, er vitanlega komu
til söngskemtunarinnar við fríðu föruneyti.
Var samkomuhöllin svo þéttskipuð, að margir
fengu ekki sæti, heldur stóðu hljóðir og hlust-
andi allan tímann, því enginn vildi fyrir nokk-
urn mun missa af einu einasta atriði skemti-
skrárinnar. Þegar flokkurinn hafði komið sér
fyrir á söngpallinum og söngstjórinn, hr. Björg-
vin Guðmundsson, kom fram á sjónarsviðið,
dundi við lófaklapp mikið, er hamingjan má
vita, hve varað hefði lengi, ef ekki hefði þegar
verið tekið til óspiltra málanna. Björgvin
henigði sig snöggvast að hoffmanna sið, hóf
sprotann á loft og söngurinn fylti salinn.
Eftir að fyrsti liður söngskrárinnar var
um garð genginn, var veitt nokkurra mínútna
hlé. Heyrðum vér þá sessunauta vora vera að
stinga saman nefjum um það, hve dásamlega
hefði verið með lögin farið. “Fimtíu cents fyr-
ir skemtun sem þessa, er í raun og veru ekki
neitt; þegar flokkurinn kemur til Gimli næst,
myndi eg ekki horfa í að greiða fimm dali fyrir
aðgöngumiða”, heyrðum vér einhvern af vin-
um vorum segja frammi í áheyrenda-þröng-
inni.
Að öllu athuguðu, verður ekki annað með
sanni sagt, en að söngflokkurinn yfirleitt, gerði
viðfangsefnum sínum hin beztu skil; raddsam-
ræ.mið var ógætt og hijómfallið greinilegt og
ákveðið. 1 einstaka tilfelli virtist oss tenór-
arnir verða dálítiÖ andstuttir, er við hæztu
tónana vár glímt, þótt ekki yrði til veralegra
lýta. Er rétt, að þess sé jafnframt getið, að
f jóram eða fimm söngvuram úr tenróröddunum,
hlektist á með bíl sinn, og komu ekki til sam-
söngsins fyr en eftir dúk og disk. Olli það, sem
vænta mátti, nokkrum misbrestum á hlutfalls-
stvrk raddanna. Söngstjórnin lét Björgvini
vel að vanda; þegar hann lyftir upp sprota sín-
um, gerir hann það eins og sá, sem vald hefir.
Frú Sigríöur Olson, söng nokkra einsönga,
áheyrendum til óblandinnar ánægju. Það er
ekki einasta, að frúin hafi forkunnar fagra
rödd, heldur er túlkun hennar á innra eðli við-
fangsefna sinna slík, að fágætt mun vera.
Þeir Dr. H. B. Olson og hr. Halldór Methu-
salems Swan, sungu tvísöng með flokknum í
einu laginu, og1 leystu hlutverk sín einkar
snyrtilega af hendi. Hr. Ragnar E. Kvaran
söng nokkur einsöngslög og tókst vel, þótt bet-
ur þætti oss honum takast til í söng sínum með
flokknum, í laginu “Álfafell”, eftir hr. Árna
Thorsteinsson. Hr. Ragnar H. Ragnar lék á
slaghörpu, af gleggri skilningi og meiri skerpu,
að því er oss fanst, en vér höfum áður orðið
varir við í leik hans. —
Gimlibúar eru gestrisnir og félagslyndir.
Svo má heita, að öldungis standi á sama, þótt
hver samkoman reki aðra þar í bænum; það
kemur enginn þar að auðu húsi.
Þegar karlakór íslendinga í Winnipeg kem-
ur næst til Gimli, skyldi oss sízt undra, þótt
hann yrði að syngja undir heiðum himni, nema
því aðeins, að Gimlibúar hafi þá enn rúmbetrj
samkomuhöll að bjóða, en þá, sem þeir nú búa
við, að henni ólastaðri með öllu.
II.
Á mánudagskvöldið, þann 2. yfirstandandi
mánaðar, efndi Karlakór Islendinga í Winni-
peg, til samsöngs í Fyrstu lútersku kirkju, með
aðstoð frú SigríÖar Olson. Því miður gafst
oss ekki kostur á, að sækja þann samsöng, en
að því er vér höfum frétt, hafði samkoman tek-
ist hið bezta, og aðsókn veriÖ sérlega góð.
1 lok þessa mánaðar, eða að lokinni minn-
ingarhátíðinni þann 26., mun mega gera ráð
fyrir, aÖ flokkurinn taki sér hvíld, eða leggi
niður æfingar um hríð. Undir haustið tekur
hann svo til óspiltra máalnna á ný, og væntum
vér þá þess,að hvert hans skref risti enn dýpra
í áttina til varanlegrar og vaxandi ’söngmenn-
ingar vor á meðal.
III.
Eins og lesendum blaðs vors. er kunnugt, var
staddur hér í borginni í öndverðum maímánuÖi
síðastliðnum, hr. Guðmundur Kristjánsson
óperusöngvari, ungur maður og efnilegur.
Efndi hann til söngsamkomu í Fyrstu lútersku
kirkju, meðan hann dvaldi hér, og gat sér hinn
bezta orðstír. Ilinn 8. maí, söng Guðmundur í
einni af hinum meiri sönghöllum í New York og
hlaut ágæta dóma í stórblöðunum. Blaðið New
York Evening Times, kemst meðal annars svo
að orði um söng Guðmundar, eftir að hafa
farið einkar lofsamlegum orðum um íslenzka
hljómlist og íslenzk þjóðlög: “Lögin, já lögin
vora töfrandi, og hið sama er um rödd hins ís-
lenzka tenórsöngvara, hr. GuÖmundar Kristj-
ánssonar að segja. Stundum virtist þó, sem hann
væri ekki alveg viss í sinni sök á hinum hærri
tónum, en þar fyrir utan var röddin seiðandi;
sjálfstæð, sérkennileg og réttlætti að öllu leyti
eiganda hennar sem sólósöngvara. ”
Blaðið New York Herald Tribune, dáir
mjög íslenzku lögin og fer sérlega vingjarnleg-
um orðum um Guðmund, sem bráðhæfan sóló-
söngvara. Láta bæði þau fyrnefndu stórblöð
í ljós ánægju sína yfir því, að hafa veizt kostur
á að kynnast við þetta tækifæri hinum sérkenni-
legu íslenzku þjóðlögum, ásamt hinum unga og
efnilega söngvara, Guðmundi Kristjánssyni.
4---------------------------------------+
Mr. Bennett á ferð um
Vesturlandið
+----------------------—---------------—+
LeiÖtogi íhaldsins, Hon. R. B. Bennett, flutti
sína fyrstu kosningaprédikun vestanlands, hér
í borginni síÖastliðið mánudagskvöld, fyrir all-
miklu fjölmenni. Tæpast verður með sanni
sagt, að ræðan hefði sérlega mikið til brunns
að bera, sem reyndar var heldur ekki að búast
við, því Mr. Bennett er ákveðinn talsmaður hins
gamla skóla, afturhaldsmaður í húð og hár í
orðsins fylstu merkingu. Tollvemd, canadisk-
um iðnaði til eflingar, átti vitanlega að vera
megin læknisdómurinn, við fjárhagslegum
kvillum hinnar canadisku þjóðar. Tollvemd-
unar prédikanir afturhaldsins, falla sennilega
ekki í grýtta jörð, þar sem um Ontariofylki er
að ræða, eða helztu iÖnaÖarborgimar þar
eystra, svo sem Toronto. Nokkuð öðra máli
getur samt verið að gegna, að því er Vestur-
fylkin áhrærir. Bændum Sléttufylkjanna hef-
ir skilist, og skilst vafalaust svo enn, að lág-
tollastefnan, eða réttara sagt, miðlunarstefnan
í tollmálum, sú, er núverandi sambandssstjóm
fylgir fram, sé, þegar öllu er á botninn hvolft,
affarasælasta stefnan; þannig litu þeir á mál-
ið í kosningunum 1926, sem glegst, má af því
ráða, að ekki einn einasti frambjóðandi aftur-
haldsliðsins í þeim hluta landsins, að undan-
teknum Mr. Bennett, náði kosningu, og þannig
munu þeir einnig líta á málið, er að kjörborö-
inu kemur þann 28. júlí næstkomandi. Bænd-
ur iSléttufylkjanna, era ebki aÖeins frjálslynd-
ir framsóknarmenn í orði, þeir era það líka á
borði.
Kjósendum í Sléttufylkjunum stendur óef-
að enn í fersku minni, loforðagrautur aftur-
haldsliðsins 1926; alla skapaða hluti átti að
lagfæra á svipstundu, ef afturhaldspostulamir
kæmust til valda, en enginn mátti fá um það
nokkra minstu vitneskju, hvaða vopnum skyldi
beitt í áttina til varanlegra umbóta; alt var á
huldu, alt saman þokukendur blekkingavefur.
Akveðin svör í sambandi við lagningu Hudsons-
flóabrautarinnar vora með öllu ófáanleg úr
þeirri átt. En rétt um þessar mundir, eftir að
núverandi sambandsstjóm hefir, samkvæmt
gefnum loforðum, lokið brautarlagningunni,
telur Mr. Bennett, samkvæmt mánudagsræð-
unni hér í borginni, það eitt af stefnuskrárat-
riÖum sínum, að fullgera Hudsonsflóabrautina.
Dáindis lagleg veiðibrella, — hver skyldi bíta á
agnið? Næst þegar Mr. Bennett ferðast um
Sléttufylkin í kosningaerindum, verður hann
áreiðanlega að hafa eitthvað annað betra að
bjóða, en úreltar vemdartollaflautir, eigi hon-
um að verða nokkra minstu vitund ágengt.
1 niðurlagi ritstjómargreinar einnar, kemst
blaÖiÖ Manitoba Free Press, þannig að orði um
Mr. Bennett, og hina svokölluðu stefnuskrá
hans:
“Leiðtogi afturhaldsins viðurkendi, að hag-
ur þjóÖarinnar stæði í blóma, og að alt væri á
þroskaskeiði, þrátt fyrir núverandi stjómar-
far. En sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir
það, þótt þjóðin hafnaði með öllu tollverndar-
stefnu afturhaldsflokksins fyrir fjórum áram,
sem þeirri stefnunni, er vernda átti landslýÖ
allan frá fjárhagslegu bráðafári, þá hefir þó
framleiðslan í verksmiðjum, námum, sem og á
sviði búnaðarins, aukist meira en dæmi voru
áður til.
Mr. Bennett viðurkendi, að þjóÖarbúið væri
á hröðu framfaraskeiði, og benti jafnframt á
hinar geysilegu framfarir í iðnaði, sem átt
hefðu sér stað í Winnipeg síðustu árin. Þrátt
fyrir þetta, virtist þó boðskapur hans til íbúa
vesturlandsins, sem og reyndar þjóðarinnar
allrar, ef dæma skal af mánudagsræðunni, vera
einkum og sérílagi innifalinn í því, hve þörfin
á því að breyta til um stjómarfarið, væri nú
orÖin afar-brýn. En í hverju er svo breyting-
arþörfin fólgin? Ibúar Sléttufylkjanna hafa
til þess góöa og gilda ástæðu, að ætla, að mál-
efnum þeirra hafi verið betur borgið síðustu
árin, en gera myndi mega ráð fyrir að þeim yrði
borgið í höndum stjómar, er mynduÖ væri úr
þeim flokki, er Mr. Bennett veitir forastu.”
+———.—-------------------— ---------■+
Skógareldar
4-----------------------------------4
Varla tekur maður svo upp dagblað um
þessar mundir, að ekki mæti auganu fregnir
af skógareldum í hinum og þessum héraðum
landsins, og núna síðast í Saskatchewan. Víða
er tjónið þegar orðið geysimikið, þótt enn sé,
því miður, hvergi nærri fyrir endann séð.
Á flestra vitorði er það, að skógareldar
stafa oft frá skeytingarleysi mannanna. Jafn-
vel út frá örlitlum vindlingsstúf, sem einhver
hefir fleygt frá sér í ógáti, getur breiðst út það
bál, er engar mannlegar tilraunir fá slökt. Því,
þegar alt kemur til alls, er það aðeins regnið,
sem komið getur skógareldum að fullu fyrir
kattarnef.
Skógar eru engrar einnar kynslóðar eign.
Hverfandi kynslóð ber að skila þeim blómleg-
um og blaðskrýddum í hendur þeirri kynslóð-
inni, er taka skal við.
Canada framtíðarlandið
Þess hefir verið getið í undan-
förnum greinum, hve fólksstraum-
urinn inn í landið hafi aukist
stórkostlega, svo að sjaldan eða
aldrei hafi streymt hingað jafn-
mikið af nýbyggjum frá Norður-
löndum, svo sem Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.
Meginþorri þess fólks hefir
leitað vestur á bóginn og tekið
sér bólfestu í Saskatchewan og
Alberta fylkjunum, einkum því
síðarnefnda. Fjöldinn af fólki
þessu er þaulvant landbúnaði,
sérstaklega griparækt, og ætti
þar af leiðandi að vegna vel í
hinu nýja kjörlandi sínu.
Eins og drepið hefir verið á,
eru skilyrðin fyrir arðvænlegri
búpeningsrækt í Vesturfylkjunum
hin ákjósanlegasta, en þó ef til
vill hvergi jafngóð og í Alberta.
Hefir sá atvinnuvegur alla jafna
verið stór þýðingarmikill fyrir
fylkisbúa. Eru sláturgripir þar
oft á meðal hinna allra beztu í
landinu.
Fram að aldamótunum síðustu
var nautgriparæktin höfuð at-
vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins.
í Norður- og Miðfylkinu var þá
einnig allmikið um griparækt. Er
fram liðu stundir, fóru bændur
að leggja mikla áherzlu á fram-
leiðslu mjólkurafurða og er nú
smjörgerð fylkisins komin á afar-
hátt stig. Hefir stjórnin unnið
að því allmikið, að hvetja bænd-
ur og veita þeim upplýsingar í
öllu því, er að kynbótum naut-
gripa lýtur.
Nú orðið má svo heita, að
griparæktin og komuppskeran sé
stunduð jöfnum höndum. Á býl-
um þeim, er næst liggja borgun-
um, er mjólkurframleiðslan að
jafnaði mest. Enda er markað-
urinn hagstæður.
Á sléttum Suður-fylkisins var
griparæktin mest stunduð lengi
vel framan af. En nú er orðið
þar mikið um akuryrkju líka.
Timburtekja er afar arðvænleg
í fylkinu og í flestum ár er tals-
verð silungsveiði.
Hinu kjarngóða beitilandi er
það að þakka, hve sláturgripir í
Alberta eru vænir. Veðráttufar-
ið er heilnæmt öllum jurta-
gróðri. Saggaloft blátt áfram
þekkist þar ekki.
Griparæktarbændur hafa að
jafnaði keypt og alið upp kyn-
bótanaut, svo sem Shorthom,
Hereford og Aberdeen-Angus. Og
víða hafa gripir af þessu tagi
selzt við afarháu verði á markað-
inum í Bandaríkjunum.
1 Peace River héraðinu er og
griparæktin að aukast jafnt og
þétt. Eftirspumin eftir góðu
nautakjöti hefir aukist árlega, og
þar af leiðandi hefir æ verið lögð
meiri og meiri áherzla á gripa-
ræktina.
Bændur hafa lagt og leggja
enn mikla rækt við endurbætur
hjarða sinna. Eru kynbótanaut
í afar háu verði. Hefir það kom-
ið fyrir, að kálfur af bezta kyni
hefir selst fyrir fimm þúsund
dali. »
Eins og áður hefir verið getið
um, er mjólkur- og smjör- fram-
leiðsla á miklu þroskastigi. Skil-
yrðin til slíkrar framleiðslu eru
og hin beztu, sem hugsast getur.
Akuryrkjumáladeildin hefir æ í
þjónustu sinni sérfræðinga, sem
hafa eftirlit með smjörframleiðsl-
unni.
Alls eru í fylkinu 57 sameign-
ar rjómabú og 13, sem eru ein-
stakra manna eign. I flestum
hinna stærri bæja, er að finna
eitt eða fleiri rjómabú. Framan
af var stjórnin hluthafi í sam-
eignafélögum þessum og hafði
þar af leiðandi strangt eftirlit
með starfrækslu þeirra. Nú eru
það bygðarlögin, eða sveitafélög-
in, sem eiga flest rjómabúin, en
samt sem áður standa þau undir
beinu eftirliti landbúnaðar ráðu-
neytisins. Rjómanum er skift í
flokka, eftir því hve mismunandi
smjörfitan er.
Ostagerðinni í fylkinu hefir,
enn sem komið er, miðað tiltölu-
lega seint áfram. Bændur hafa
allmikið af mjólkinni til gripa-
eldis og kjósa heldur að selja
rjóm^nn. Enda er það, að ðllu
samanlögðu, hentugra og auð-
veldara.
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd's Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.»
Toronto, ef borgun fylgir.
Heimsókn
Eins og flestum lesendum þessa
blaðs er kunnugt, þá endaði
starfstími minn sem þjónandi
prestur Hallgríms safnaðar í Se-
attle, Wash., með síðustu áramót-
um. En sökum þess að söfnuður-
inn gat ekki fengið fasta-prest þá
í þjónustu sína, þá hélt eg áfram
uppfræðslu fermingarbarna, er
eg hafði byrjað síðastliðið haust,
og fermdi þau svo í vor á pálma-
sunnudag. | Einnig messaði eg
nokkrum sinnum fyrir söfnuðinn
frá nýári til páska.
Hinn 10. maí síðastl. heimsótti
okkur hjónin þriggja manna sendi-
nefnd frá söfnuðinum. Sendi-
nefnd þessa skipuðu þau, Mr. J.
A. Jóhannson, fyrir hönd fulltrúa
safnaðarins, Mrs. Guðrún Magn-
ússon, fyrir hönd kvenfélagsins,
og Mr. F. R. Johnson, fyrir hönd
djáknanna. Þessi nefnd afhenti
okkur ávarp það, sem hér fylgir,
og var það skrautritað af Mr. F.
R. Johnson.:
“Séra Kolbeinn og frú Gróa
Sæmundsson.
Okkur undirskrifuðum hlotnast
sú mikla gleði, að vera komin hér
á samfund við ykkur í þeim mjög
svo Ijúfu erindum, að fá að mega
afhenda ykkur, að vinargjöf frá
Hallgrímssöfnuði, þá muni, sem
hér með fylgja, og jafnframt að
votta ykkur einróma og hjartan-
legustu þakkir, og óskir allrar
blessunar, fyrir alt það mikla
og blessunarríka starf og dyggu
þjónustu, sem þið hafið veitt
söfnuðinum, frá því fyrsta til
hins síðasta.
í nafni og umboði Hallgríms-
safnaðar, Seattle, 10. maí 1930.”
J. A. Jóhannson,
Guðrún Magnússon,
F. R. Johnson.
Einnig mæltu erindrekarnir
hver fyrir sig nokkur vel valin
og hlýleg orð í okkar garð.
Gjafirnar, sem nefndin afhenti
okkur frá söfnuðinum og minst
er á í ávarpinu, voru mjög vand-
að og fallegt skrifborð og stóll,
til mín, og gólflampi yndislega
fallegur, til konu minnar.
Við hjónin báðum nefndina að
flytja söfnuðinum innilegt þakk-
læti okkar, en þrátt fyrir það
viljum við nota þetta tækifæri til
að þakka ykkur, kæru vinir, með-
limir Hallgríms safnaðar, fyrir
þessa heimsókn og stórmyndar-
legu gjafir, en sérstaklega fyrir
þann hlýja hug til okkar, sem á
bak við það er. Eins og við sögð-
um nefndinni þá, þurfti ekki
slíkrar heimsóknar og gjafa með
til að færa okkur heim sanninn
um, að við erum svo lánsöm og
rík, að eiga vináttu og virðingu
ykkar, fyrverandi samverkamanna
okkar í víngarði guðs og frelsara
vors, því við höfum svo oft og á-
þreifanlega, bæði fyr og síðar,
fundið þá vináttu í viðmóti og
viðkynningu. En við þökkum ykk-
ur af hjarta þessar vinargjafir og
geymum minninguna um þessa
heimsókn meðal dýrmætra fjár-
sjóða liðinnar tíðar.
Guð blessi ykkur og leiðbeini
ykkur í framtíðarstarfi ykkar og
gefi, að það fái blómgast vel og
orðið ríki hans til eflingar, hon-
um til dýrðar og mörgum til ævar-
andi sálarheilla.
Ykkar einlægur,
Kolbeinn Sæmundsson.