Lögberg - 07.08.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR
Alþingishátíðin
Reykjayík, 29. júní 1930.
Þessa viku hafa hugir allra
landsmanna snúist um eitt efni:
Alþingishátíðlna, um undirbún-
inginn fyrri hluta vikunnar, um
komu hinna tignu gesta og full-
trúa, er sóttu okkur ’heim, og síð-
an um hátíðina sjálfa, og ýmsa
viðburði, er gerst hafa í sam-
bandi við hana. Annars hefir lít-
ið gætt — enda ekki við að foú-
ast, því svo fjölsótt var hátíðin og
svo mikið var í sölurnar lagt, til
þess að hún gæti orðið sem bezt
og þjóðinni til heilla.
Þegar þetta er ritað (laugar-
dag> hefir ekkert það gerst, á há-
tíðinni, er skygt gæti á þá vissu,
að hátíðin tókst vel — fulltrúar
erlendra ríkja, er hátíðina sóttu,
voru mjög ánægðir með hana —
töldu hana stórfenglega — og öll-
um íslendingum, sem þátt tóku í
henni, verður ihún áreiðanlega ó-
gleymanleg.
Uggur mikill var í mönnum út
af því, að veður myndi ekki verða
gott, meðan á hátíðinni stæði, og
myndi það skjótt spilla veizlugleði
og allri ánægju, ef veður yrði
slæmt. Tíð hefir verið úrfellissöm
sunnanlands í sumar, og viðbúið
að slíkt myndi verða um hátíðar-
dagana. Spáð var mðrgum og
margvíslegum hrakspám út af því,
að fólk myndi veikjast af vosbúð
og kulda, að menn myndu eigi
geta komist ferða sinna, er þeir
vildu og yrðu að dúsa á Þingvöll-
um o. s. frv. Svo kæmi upp úr
kafinu að Þingvallavegur yrði ó-
fær — og þar fram eftir götun-
um, eða stórfeld slys kæmu fyrir.
En ekkert af þessu hafði komið
fram, þegar þetta er ritað.
Bílflutningar gengu greiðar, en
búist var við. iStrangt eftirlit
var haft með því, að allir bílar
þeir væru í góðu lagþ sem notað-
ir voru í Þingvallaakstrinum.
Mjög lítið bar á bílunum, og
Morgunblaðinu er ekki kunnugt
um önnur bílslys, sem teljandi
eru, en óhappið í Mosfellsdaln-
um á fimtudagskvöld, sem minst
hefir verið á.
Tjoldin reyndust nægilega góð,
fvrir þá, sem höfðu nokkurn út-
búnað með Sér til hlýinda. Leir-
uinar eru ekki ákjósanlegur tjald-
staður að öllu leyti. Fjarlægðin
frá þingstaðnum og þangað er
bagaleg. Og grasrót var léleg,
eða svo til engin undir nokkrum
hluta tjaldborgarinnar. lEn eigi
verður á alt kosið. Ekki var hægt
að tjalda í hrauninu og ekki var
'hægt að nota vellina sjálfa undir
tjðldin. Þeir urðu að vera hátíð-
arsvæði.
Matarbirgðir reyndust mjög
nægilegar á Þingvöllum, og ekki
bar á því, að tilfinnanleg tregða
væri á framreiðslu matar.
Alt af má eitthvað að öllu finna.
Og þeir, sem óánægðir eru yfir
gerðum náungans, eru að jafnaði
háværari ^n hinir, sem ánægðir
eru.
Spítalatjald og læknavörður hef-
ir verið allan tímann á Þingvöll-
um. iEn slys hafa þar engin orð-
ið síðan Jón ólafsson trésmiður
fótbrotnaði á miðvikudagskvöld.
Nokkrir hafa vitanlega veikst,
af öllum þeim mannfjölda, sem
þarna hefir verið, en lítt hefir
gætt afleiðinga af kulda eða ill-
um aðbúnaði.
í öllum undirbúningi háítðar-
innar hefir einna mest borið á
* því, að hátíð þessi ætti að verða
einskonar auglýsing fyrir landið
— og það með tvennum hætti.
Vegna hins almenna umtals í
heimsblöðunum í tilefni af hátíð-
mni og með því áð hinir erlendu
gestir, og þá einkum boðsgestir
Þeir, er (hingað kæmu, kyntust
landi og þjóð, og hefðu sem bezta
sögu að segja af hvorutveggja.
Stórrigning eða annað illviðri
Sat spilt hátíðinni gersamlega.
Teflt var ákaflega í tvísýnu. En
sú gifta fylgdi þjóðinni, að veð-
ur var yfirleitt hagstætt, og er-
lendir gestir vorir fengu hin beztu
kynni af landi og þjóð, sem hægt
var við að búast. Smávægilegar
misfellur, sem fyrir komu, voru
alveg hverfandi í þeim heildar-
svip af hátíðinni, sem geymist í
hugum manna.
Efir Iþessa Þingvallahátíð er
það augljós mál, að við Islend-
ingar verðum að hugsa til þess,
að halda þar alþjóðarsamkomur
við og við, á nokkurra ára fresti.
Samkomur þessar verða að vera
sem þessi hátíð, fyllilega utan við
flokkadrætti í landinu. Þar á að
þagna “dægurþras og rígur”. Þar
eiga menn að mætast til að kynn-
ast og örfast í framfarabaráttu
þjóðarinnar. Þar eiga þjóðnytja-
mál að vera rædd, mál sem liggja
utan við vígvöll flokksmálanna.
Að þessu eiga þeir að snúa sér,
sem haldið hafa því fram, að flytja
Alþingi úr núverandi 'höfuðstað
landsins upp í fjöllin. Að draga
löggjafarstarfið eins og það er
nú, út úr mannabygð, er ekki
annað en misskilinn sérvizkuhátt-
ur. En Þingvallasamkomur al-
þjóðar um Jónsmessuleytið, ættu
að geta orðið heillaríkur gróður-
reitur samúðar og samvinnu að
þjóðnytjamálum, vettvangur fyr-
ir íþróttaiðkanir, og holl skemt-
un fyrir það fólk, sem að jafnaði
lifir tilbreytingarlausu lífi.
Samsöngurinn.
Rétt um það leyti, sem sögulegu
sýningunni var lokið, hófst sam-
söngur á söngpallinum í Almanna-
já. Söng Þingvallakórið og Karla-
kór K. F. U. M. hvor í sínu lagi,
og auk þess söng Pétur Jónsson
óperusöngvari nokkra einsöngva.
Hljómsveit Reykjavíkur lék und-
ir. — öllum söngnum var fádæma-
vel tekið. Var hrifning áheyrenda
svo mikil, að bæði kórin og ein-
söngvarinn urðu að syngja mörg
aukalög. — Stóð söngurinn yfir í
rúman klukkutíma, en að honum
loknum var hlé þar til kl. 7%.
Um það leyti var bjargsig af
efri barmi Almannagjár and-
spænis Lögbergi. Loks hófst
glíman, og byrjaði hún 8.15 á
sóra pallinum.
Fimleikasýning 1. R.
Efir íslandsglímuna í fyrra-
kveld sýndu 15 stúlkur fimleika á
stóra pallinum á Þingvöllum.
undir stjórn Björns Jakobssonar
leikfimiskennara. Flestar stúlk-
urnar voru hinar sömu og í sýn-
ingarflokkum þeim, sem áður hafa
farið utan, til Noregs og Frakk-
lands til sýninga.
Léttar og mjúkar liðu stúlk-
urnar um pallinn, gengu eftir
grannri slá, öruggar og ákveðn-
ar. — Var þeim fagnað ágætlega
af áhorfendum, enda sízt að
undra, þar eð hér er um flokk að
ræða, sem vakið hefir einstaka
athygli meðal erlendra þjóða, sem
æft hafa leikfimi lengri tíð.
Vikivakar.
Þegar rætt er um viðbuuði Al-
þingishátíðarinnar, má sízt af
öllu gleyma vikivökunum. Stór
barnaflokkur steig þá létt og
mjúklega eftir gömlum þjóðlögum,
sem þau sungu prýðilega.
Varla hefir fólk skemt sér bet-
ur við annað en að sjá þennan
stóra flokk fallegra barna svífa
um pallinn við söng og dans.
Þjóðbúningar dansfólksins gerðu
sitt til að prýða þessa sýningu.
— Margar telpurnar höfðu gló-
bjart — norrænt — hár, sem að
hrundi um herðar niður. Von-
andi halda börn þessi áfram að
æfa vikivakana sína, og gefa
fólki tækifæri til að sjá þá við
og við. ‘
Leikfimissýning Ármanns.
Eftir vikivakana sýndi úrvals
fimleikaflokkur Ármanns leik-
fimi, undir stjórn Jóns Þorsteins-
sonar iþróttakennara. Voru 20
menn í flokknum. Sýndi flokkur-
inn fyrst nokkrar standæfingar.
Síðan ýmiskonar stökk á hesti
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. AGÚST 1930
Fjallkona Islendingadagsins íSeattle,Wash.,
ásamt hirðmeyjum sínum
Fjallkonan er frú Kristjana Anderson í Vancouver, en hirð-
meyjar hennar þær ungfrú Anna Anderson (til hægri), dóttir Wjl-
liam Anderson í Vancouver, og ungfrú Lára Guðmundson (til
vinstri), dóttir Jakobs heitins Guðmundssonar, er um eitt skeið bjó
í sömu borg.
Frú Kristjana er mörgum að góðu kunn hér í borginni, því
hún átti hér heima um hríð; hún er gift manni af sænskum ættum,
Mr. Arthur T. Anderson.
og dýnu. Um sýningu þessa er
það skemst að segja, að hún tókst
ágætlega. Margir erlendir gestir
vóru alveg forviða yfir því, hve
íslendingar væru langt komnir í
leikfimisíþróttinni. Var þessi
sýning sem íhin fyrri, undir
stjórn Jóns, íslendingum til
hins mesta sóma.
HÁTÍÐARBRAGUR.
Þeir, sem á ferli voru á Þing-
völlum aðfaranótt laugardags,
munu lengi minnast þess. Þá
voru Þingvellir með hátíðarbrag.
Dansað var og sungið, sungið og
spilað, gengið og sungið, skrafað
og skeggrætt.
Dalalæðan kom niður með Ár-
mannsfelli kl. að ganga 3;~~~rétt
eins og hún væri að minna fólkið
á, að nú væri ekki seinna vænna,
ef það ætlaði að leggja sig út af
nóttina.
En fáir hugsuðu um að leggja
sig út af — fyrst um sinn.
Þá var glatt á hjalla á Leirun-
um. Héraðatjöldin flest meira og
minna full af fólki. Menn mæltu
fyrir minni héraða sinna, sungu
ættjarðarsöngva, gengu milli
tjaldanna til að sjá framan í
hverja sýsluna fyrir sig. í tjald-
borgargötunum bylgjaðist fólks-
straumurinn áfram.
Allir voru kátir og glaðir yfir
því, að vera þarna í faðmi Þing-
vallasveitar á 1000 ára hátíðinni,
að liðnir voru tveir ánægjulegir
dagar og nú yar nóttin kyr,, hlý,
hásumarnótt.
Hvergi sást missætti, hvergi
óánægja. Það var eins og öll
þjóðin væri alt í einu komin á
eitt heimili, þar sem ríkti friður
og eining, ánægja og lífsfjör í
laukréttri temprun.
Og svo rann sólin upp í norð-
austri yfir Skjaldbreið, og eyddi
þokulæðunni á svipstundu, og
landið alt stóð í vorsólar morg-
unroða.
Mér dettur ekki í hug að reyna
að lýsa hásumar-sólarupprás yf-
ir Þingvelli, lýsa skógarilminum og
loftinu tæra, lýsa fjallahringnum
í Þingvallasveit og suður með
Þingvallavatni i— eða l£ýsa Al-
mannagjár hamrinum háa, þegar
geislar lágsólar strjúkast eftir
hrufóttu ’hrauninu, og laðá þar
fram á svipstundu óteljandi
skuggamyndir, myndir, sem breyt-
ast — lifandi myndir úr ljósi og
skugga.
Þeir hafa hlotið að fara snemma
á fætur á Þingvöllum til forna.
Þá hefir fólkið horft á myndirn-
ar í Almannagjá eins og nú er
farið í bíó. Almannagjá er
undrastaður. — Þar hefir for-
sjónin kepst við mannshöndina í
gjallanhorna-smíð og lifandi,
myndagerð.
En hvað þá um lygnur hinnar
helgu Öxará, svo hreinar og tær-
ar, að lesa má í vatninu hvert lit-
brigði í klettunum. öxará segir
eftir, ef eitthvað er kvikt uppi í
klettaskorunum.
Þegar morgunsólin hafði ljómað
yfir landið og fólkið í 2—3 tíma,
og hitamóðan byrjaði að gera vart
við sig, þá drógu menn sig í tjöld
og feldu yfir höfuð sér, og hugs-
uðu um þessa undraverðu nótt,
þegar góðviðrið á Þingvöllum
gerði eit heimili úr öllu Islandi
og það meira að segja með glað-
værð og góðum heimilisbrag.
Kl. að ganga 7 um morguninn,
g<engu menn til hvílu. — Mgbl.
KVEÐJUR ERLENDRA GESTA.
Klukkan 10 í gærmorgun fluttu
þessir gestir íslendingum kveðju
sína á Lögbergi:
Sejersted Bödtker bankastjóri
((Norðmaður>.
Hauff frá norska bóksalafé-
laginu.
Hjelm Hansen, lögmaður í
Frosta og Gulaþingslögum.
iSéra Myrwang frá fylkinu Wis-
consin í Bandaríkjum.
Thor Thors ' (las upp heilla-
skeyti frá norrænum stúdentum.)
Séra Rossland frá Chicago.
(Framh. á 5. bls.)
Slysfarir
Um hverja helgi verða margar
slysfarir í Winnipeg og nágrenn-
inu, nú um þessar mundir, eins og
reyndar víða annars staðar, sér-
staklega bílslys og druknanir.
Um síðustu helgi urðu slysin með
fleSta móti, tíu manneskjur mistu
lífið og sextán meiddust, sumt af
því fólki töluvert hættulega. Einn
af þeim, sem meiddust í bílslysi,
var Gunnar Sigurðsson verzlun-
armaður, að 668 Alverstone St.,
Winnipeg. í sama bílslysinu fórst
Humphrey G. Hart. Hann var
kvæntur íslenzkri konu, systur
Gunnar Sigurðssonar, og meiddist
hún líka mikið. Síðustu fréttir
segja, að systkinin séu bæði á
-batavegi.
Fljúga til íslands
Tveir þýzkir flugmenn, sem Hirth
og Weller heita, lögðu af stað frá
Orkneyjum hinn 1. þ.m. í lítilli
flugvél og var ferðinni heitið til
íslands, Grænlands, Labrador og
svo þaðan til New York. Til Is-
lands gekk ferðin vel og lentu þeir
með heilu og höldnu í Kjalar-
nesi. Næst barst sú frétt af
þessum flugmönnum, að þeir hefðu
ekki fengið leyfi til að lenda á
Grænlandi. En hvað sem satt
kann að vera í þeirri fregn, þá
kom sú fregn frá Reykjavík á
þriðjudagsmorguninn, að þeir
væru hættir við þetta flug og
Hirth væri lagður af stað til Mont-
real, líklega með C.P.R. skipinu
Minnedosa, sem átti að fara frá
Reykjavík á mánudaginn, og hefði
með sér flugvélina. En félagi
hans, segir fréttin, að fari með
fyrstu ferð til Þýzkalands.
Hveitisamlaffið
Þegar það kom í Ijós, í vetur
sem leið, að Hveitisamlagið mundi
ekki á síðastliðnu uppskeruári geta
selt nærri alt það hveiti, sem það
hafði fyrirliggjandi og hveiti-
verðið féll ákaflega, þá gengu
Sléttufylkin þrjú í ábyrgð fyrir
Hveitisamlagið* og ábyrgðust
bönkunum skil á þeim peninum,
sem þeir höfðu lánað samlaginu.
Nú er fullyrt, að fylkin þurfi ekki
að borga neitt af þessu fé, og að
Hveitisamíagið geti sjálft fullkom-
lega staðið straum af skuldbind-
ingum sínum við bankana, því
það hafi selt nógu mikið af hveiti
fyrir meira en dollar mælirinn, til
að vega móti því, sem selt hefir
verið fyrir minna en dollar mæl-
irinn. Fylkin þrjú verða því vænt-
anlega fyrir engum halla af því
að taka á sig þessa ábyrgð.
Rússar og ítalir undirskrifa
verzlunarsamninga
Á laugardaginn í síðustu viku,
voru í Rómaborg undirskrifaðir
viðskiftasamningar, sem Italir og
Rússar hafa gert með sér. Hniga
samningar þessir aðallega í þá
átt, að Rússar leggi Itölum til
ýms hráefni, sem þeir þurfa á að
halda, og sumar verksmiðjur
þeirra hafa ekki getað unnið að
undanförnu, vegna skorts á hrá-
efni, en sem þeir nú geta fengið
frá Rússlandi. Hins vegar kem-
ur Rússum vel, að geta fengið
með sanngjörnu verði marga
hluti, sem Italir geta vel búið til,
því þeir hafa verksmiðjur marg-
ar og vel útbúnar. Þessi tvö löndj
hafa einna ólíkast stjórnarfar
allra landa í Norðurálfunni, en
þau komu sér saman um hag-
kvæma viðskiftasamninga engu
að síður.
Of miklir þurkar
Of miklir þurkar og hitar hafa
gert afar mikinn skaða allvíða í
Bandaríkjunum á ýmsum korn-
tegundum, sérstaklega maís. Hveiti
hefir ekki skemst eins mikið, enda
er nú maís í hærra verði í Chi-
cago heldur en hveiti. Fyrir fá-
um dögum seldist maís þar fyrir
87 cents mælirinn, en hveiti ekki
nema fyrir 85 cents. Fréttir að
sunnan segja, að mikill fjðldi
bænda hafi orðið fyrir ákaflegu
tjóni af þessum hitum og þurkum.
Frá Islendingadeginum á
Ströndinni 29. júní 1930.
Þegar fyrst kom til tals að ís-
lendingar á Kyrrahafsströndinni
sameinuðu sig um þátttöku í há-
tíðarhaldi til minningar um þús-
und ára afmæli Alþingis íslands,
þá urðu Seattle búar fyrstir til
þess að kjósa nefnd til fram-
kvæmda í málinu.
Þeir skrifuðu ýmsum bygðar-
lögum íslendinga, er þeim þóttu
líkleg til þess að taka myndu þátt
í hátíðahaldinu; eitt slíkt bréf var
sent til íslendinga í Vancouver og
farið fram á, að þátttaka þeirra
yrði sú, að Fjallkonan kæmi frá
Vancouver. Þessu var vel tekið,
og er mynd sú, er hér fylgir, af
Fjallkonunni og skjaldmeyjum
hennar, eins og þær komu fram á
hátíðinni þann 29. júní 1930, við
Silver Lake, Wash.
Kona sú, er góðfúslega tók að
sér hlutverk Fjallkonunnar, er
frú A. T. Anderson, en skjald-
meyjar ungfrúrnar Lára Guð-
mundsson og Anna Anderson.
Mér er sönn ánægja í að geta
þess, að framkoma þeirra var að
öllu leyti hin prýðilegasta. Frú
Anderson er góðum gáfum gædd,
og átti það eigi lítinn þátt í því,
hve vel hún flutti ávarp sitt til
gestanna. — Að lokinni dagskrá,
afhenti forseti dagsins henni
mjög vandaðan blómvönd í þakk-
lætis og viðurkenningar skyni frá
nefndinni.
Wm. Anderson.
Ávarp Fjallkonunnar í Seattle,
Wash., 29. júní 1930.
Heil! Þið öldruðu konur og
menn, óskabörn Fjallkonunnar!
Þið, er fyrs sáuð ljós dagsins á
eyjunni í hihum “svalkalda
sævi.
Og heil! Þið, ungmenna fjöld,
arfþegar Fjallkonunnar, bornir
því landi, er Leifur hepni fyrstur
hvítra manna steig fæti á strönd.
Þegar eg lít yfir þennan mikla
og glæsilega mannsöfnuð og
minnist þess, að hér eru komin
börn og barnabörn mín, Fjallkonu
íslands, þá gleðst ég, — þá hverf-
ur, eins og ský fyrir blíðum sum-
arblæ, söknuður sá, er eg fann
til, þegar fjöldi barna minna
sneru við mér baki. í þúsund ár
hafði eg borið umönnun fyrir for-
feðrum þeirra, af brjóstum mín-
um höfðu þeir nærst, og við fót-
skör mína numdu þeir hollan fróð-
leik, kvæði og sögur. Sá fróðleik-
ur ávaxtaðist mann fram af
manni í marga ættliðu. Mann- og
kvengöfgi var arfur sá, er þau
fiuttu úr garði, og hvar sem börn-
in mín hafa farið, hafa þau getið
sér góðan orstír. Ómar þess orð-
stírs hafa mér borist til eyrna, og
eg hefi glaðst.
Ádeiluorð vil ég ekki að þið heyr-
ið af vörum mínum, á þessari
stund, slíkt væri í beinu ósam-
ræmi við þær hugsjónir, er þið
alið í brjóstum ykkar á þessum
hátíðisdegi gagnvart bj.-æðrum
ykkar og systrum heima á föðúr-
landinu, þar sem þau eru nú að,
minnast hins merkasta viðburðar1
í sögu Norðurlanda, setning Al-
þingis á Þingvöllum til forna, þar
sem nú mæta erindsrekar flestra
stórþjóða heimsins, færandi landi
og lýð árnaðar og þakklætis ósk-
ir; þar sem fjöldi af börnum mín-
um, er dvalið hafa í fjarlægð frá
fósturjörðinni um lengri tíð, stíga
nú á land, og vinur mætir vin og
ættirnar hittast á ný. Nú blasir
íslenzk náttúrufegurð við þeim í
allri sinni sumardýrð. Hugljúf-
ar endurminningar liðinnar tíðar
fylla huga gestanna, nú komnir
heim. Á ströndinni bíða þeirra
vinir og vandamenn fullir óþreyju
og innilegri löngun að mega nú
minnast við þá, er þeir höfðu svo
lengi þráð að fá að sjá í annað
sinn. Látum oss þá, sem hér er-
um saman komin, fylgjast með í
huga, og gleðjast með glöðum,
með því að hafa yfir orð Fjalla-
skáldsins:
“Vort helga land,
Vort heimaland,
Vort hjartans land,
Vort feðra land,
Vort vænsta land,
Vort vona-land
Og vorra niðja land,
Með einum hug við höt-
um þann,
Sem hatar þig,
Og smáum hann.
Með einum hug
Við elskum þann,
Sem elskar þig, *
og dáum hann.”
t
(St. G. Stephansson.
jj NÚMER 32
Hvernig Winnipeg-búar
nota kosningaréttinn
Hundrað og tuttugu þúsund
nöfn voru á hinum nýju kjörskrám
í Winnipeg, sem farið var eftir við
þingkosningarnar, sem nú eru
nýafstaðnar. Af þessum mann-
fjölda greiddu 76,287 atkvæði, en
43,713 gerðu það ekki. Vafalaust
hefir margt af þessu fólki ekki
átt þess kost að greiða atkvæði,
verið fjarverandi, veikt, eða kann-
ske verið flutt burtu úr borginni.
Ástæðurnar geta verið margar, en
þó góðar og gildar. En hinir hafa
þó óefað verið miklu fleiri, sem
heima sátu og hirtu ekki um að
greiða atkvæði, létu sig engu
skifta, hverjir náðu kosningu og
'hverjir ekki.
Loftskipið R-100 komið
til Montreal
Snemma morguns á föstudaginn
í síðustu viku, lenti loftskipið
R-100 í Montreal, eftir að hafa
flogið alla leið frá Cardington á
Englandi, án þess að koma nokk-
ursstaðar við, á 78 klukkustundum
og 51 mínútu. Skipið lenti í tölu-
verðum stormi og þrumuveðri,
eftir að það kom til Canada, og
tafði það nokkuð fyrir því. Mundi
annars hafa lent nokkru fyr.
Yfirleitt gekk ferðin vel og skip-
ið hafði miklu meira eldsneyti,
en það þurfti á að halda. Bilaði
líka eitthvað lítilsháttar í þrumu-
veðrinu, og hefir nú verið við það
gert. Var skipinu mjög vel fagn-
að af stjórnarvöldum og öðrum
höfðingjum og ákaflegur mann-
fjöldi safnaðist þar saman til að
sjá það. Þeir sem með loftskipinu
komu, voru alls 44, og heitir fyr-
irliðinn R. S. Booth. Um frekari
ferðir loftskipsins hér, hefir ekki
frézt enn sem komið er.
Krabbamein
Þessi hræðilegi sjúkdómur fer
stöðugt í vöxt og verður fleiri og
fleiri manneskjum að bana, svo að
segja með ári hverju. Samkvæmt
ný-útkomnum skýrslum frá heil-
brigðisdeild stjórnarinnar í Mani-
toba, varð þessi sjúkdómur bana-
mein 34.5 af hverjum 100,000 fylk-
isbúum árið 1910. Árið 1928 var
talan komin upp í 78.7, enda hafa
aldrei eins margir dáið á einu ári
í Manitoba, úr þessum sjúkdómi,
eins og það ár, þó dauðsföllin
hafi farið hækkandi svo að segja
árlega nú í mörg ár. Ýmsar ráð-
stafanir hefir fylkisstjórnin gert
til að draga úr þessu böli, meðal
annars með því að leggja til rad-
ium fyrir eins lítið verð og mögu-
legt er.
Kommúnistar vinna mikil
spellvirki í Kína
Fréttir frá Shanghai, Kína, segja
að kommúnistar hafi þar unnið
afar mikil s,pellvirki, brent og
eyðilagt byggingar og önn.ur
mannvirki. Eru það einkum eign-
ir útlendinganna, sem ráðist hef-
ir verið á, og er sagt að skaðinn
nemi miljónum dollara. íbúðar-
hús og skrifstofur útlendra sendi-
herra hafa verið brendar. Útlend-
ingarnir hafa flestir getað forð-
að sér og komist út í herskip frá
Bretlandi, Bandaríkjunum og
Japan, sem þar voru skamt frá.
Nokkrir trúboðar voru þó eftir 1
borginni, og vita menn ekki hvað
um þá hefir orðið. Síðustu frétt-
ir segja, að kommúnistar hafi
skotið á fallbyssubát frá Banda-
ríkjunum og sært fimm menn,
enn fremur, að þeir hafi náð
tveimur Bandaííkjamönnum og
krefjist miljón dala lausnarfjár,
til að láta þá lausa.
Mega ekki kaupa áfengi
fyrir ríkisfé
Hoover forseti hefir gefið út
fyrirskipun, er snertir sendiherra
og konsúla Bandaríkjanna í öðr-
um ríkjum, þar sem þeim er al-
gerlega bannað, að nota ' rfokkuð
af ríkisfé til áfengiskaupa.