Lögberg - 07.08.1930, Blaðsíða 4
BIs. 4.
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. ÁGÚST 1930.
^ögíjerg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRE8S, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaÖsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
+----------------------------------------f
Gestkvæmt á Iðavelli
*----------------.—----------------------*
Islendingar í norðurbluta Nýja Islands, hafa
fengið til eignar og umráða forkunnar fagran
skemtistað á bökkum Winnipegvatns, skamt frá
þorpinu Hnausa; staðnum hafa þeir nú gefið
nafn og kallað Iðavöll. Svo víðtækar og við-
kvæmar eru endurminningar þær, sem tengdar
eru við Iðavöll hinn forna, að þó ekki væri nema
vegna nafsins eins, má vafalaust ætla að lögð
verði öll hugsanleg rækt við Iðavöll hinn nýja,
Iðavöll fólksins í Nýja Islandi, þannig, að hann
megi verða heilagur vermireitur íslenzkrar
tungu, og íslenzkra söguminja vestan hafs um
ókomin árafjöld.
Það mun ekki ofmælt, að gestkvæmt væri í
meira lagi á Iðavelli hinum nýja við Winnipeg-
vatn síðastliðinn mánudag; héldu Ný-lslend-
ingar þá sína árlegu þjóðhátíð, til minningar um
þjóðararfinn íslenzka, uppruna sinn og ætt.
Varð þess skjótt vart, er á skemtistaðinn kom,
hve vel hafði verið til undirbúningsins vandað,
hve allir sýndust einhuga um að láta ekkert það
ógert, er aukið gæti að einhverju leyti á helgi
hátíðarinnar og gert hana sem minnisstæðasta.
Þegar fólkið í Nýja Islandi heldur sína ár-
legu þjóðhátíð, eða Islendingadag, starfar það
sem óskift, órofin hræðralagsheild, og þess-
vegna vinst því svo vel á; landamerkjalínur
hinna ýmsu ágreiningsatriða, rýma að fullu sæti
fyrir því sameiginlega markmiði, að minnast
Islands og íslenzku þjóðarinnar á viðeigandi
hátt, að því vitanlega jafnframt ógleymdu, að
auðsýna kjörþjóð vorri, hinni ungu og glæsiíegu
canadisku þjóð, verðugan viðurkenningarvott
líka. Að þessu sinni, sem og reyndar ávalt
endranær, að því er vér vitum til, var þjóðanna
beggja þannig minst, að til veruíegrar sæmdar
varð.
Náttúran var holl 0g hliðstæð þeim hinum
mikla mannf jölda, er safnast hafði saman á Iða-
velli hinum nýja á mánudaginn var; veðrið var
yndislegt, útsýnið yfir draumblátt víðflæmi
vatnsins, heillandi og huglokkandi. Yfir fjar-
lægum skógarbeltum titraði tíbrá, jafnframt því,
sem skemra undan brostu við auganu gróður-
þrungin og angandi engi. Sízt að undra, þótt
eitt af þeim lögum, er til söngs voru valin á há-
tíðinni, væri “Brosandi land. ’ ’
Skemtiskrá dagsins var tilkomumikil 0g að-
laðandi; þó skal það hreinskilnislega játað að
éinna mestrar ánægjunnar urðum vér aðnjót-
andi við það að svipast um í skemtigarðinum,
veita athygli hinum prúðmannlega hóp ungra og
aldinna, hitta kunningja að máli og kynnast
fólki, er vér aldrei höfðum áður augum litið.
Svo mátti heita að á sama stæði hvar maður
‘fyrirfann’ sig á þjóðhátíð Ný-lslendinga þenna
áminsta dag, hvort heldur í miðri mannþyrping-
unni út við skógar jaðarinn eða niður við vatnið;
allstaðar varð vígða þáttarins vart,—tungunn-
ar mildu og meginstyrku, er með ómótstæðilegu
raddkyngi þrumuguðsins hefir knúð þjóðflokk
vorn til framtaks í þúsund ár og vaggað börnum
hans í svefn við óminn af “Bí, bí og blaka.”
Klukkan mun hafa verið orðin hálfþrjú, eða
því sem næst, er forseti hátíðarinnar, Dr. Sveinn
E- Björnson, flutti inngangserindi sitt og bauð
gesti velkomna; sagðist honum mæta vel. Bað
hann því næst söngflokk bygðanna, undir stjóm
hr. Brynjólfs Thorlákssonar, að syngja þjóð-
söng Islendinga, “Ó, guð vors lands.” Að því
loknu bað forseti hljóðs séra Sigurði ólafssyni,
er mintist Islands í einkar hlýlegri og snyrti-
legri xæðu; er séra Sigurður hafði lóliið máli
sínu, hafði ritstjóri þessa blaðs yfir fáein erindi
helgnð Islandi.
Næsti liður á skemtiskránni, var Minni Can-
ada, ræða, flutt af Dr. Joseph T. Thorson; var
ræðan stórmerkileg og flutt af slíkum eldmóði,
að sjaldan getur annað slíkt, þá er ræður eru
fluttar við svipuð tækifæri. Canada-minni,
kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, var því
næst lesið, ásamt afsökun frá doktornum fyrir
að hafa ekki getað verið persónulega viðstadd-
ur.
Þá mintist séra Albert Kristjánsson Nýja
Islands í skömlega fluttri raöðu, en að henni
lokinni, las G. O. Einarsson verzlunarstjóri upp
kvæði, er hann hafði samið við þetta tækifæri.
A milli ireðanna allra söng flokkur Brynjólfs
hin og þessi lög, ýmist á ensku eða íslenzku, og
tókst með afbrigðum vel.
Hinn nýkjömi þingmaður Selkirk kjördæm-
is, Mr. Stitt, var staddur á hátíðinni og ávarpaði
hann mannsöfnuðinn nokkram hlýlegum orðum-
Er hinni niðurröðuðu skemtiskrá var lokið,
kvaddi forseti sér hljóðs, og benti á, að staddir
væru á hátíðinni þeir hr. I. Ingaldson, þingmað-
ur Gimli kjördæmis í Manitoba-þinginu, sem og
fyrverandi þingmaður þess kjördæmis, hr.
Sveinn Thorvaldson, báðir nýkomnir úr Islands-
för; kvaðst forseti hafa það á meðvitundinni, að
marga myndi fýsa að heyra, þó ekki væri nema
örfá orð um eitthvað af því, sem fyrir augu og
eyru hefði borið heima á Fróni; brugðust þessir
tveir Islandsfarar vel við og skýrðu stuttlega
frá því helzta, er dregið liefði að þeim sérstaka
athygli; rómuðu þeir mjög viðtökur þær, er
Vestur-1 slendinga r hefðu í hvívetna hlotið
heima, sem og framfarir j)ær hinar risavöxnu,
er augsýnilegar væri á fslandi um þessar mund-
ir, svo að segja á öllum sviðum; var góður róm-
ur ger að máli þeirra feiðafélaga.
Ranglátt væri með öllu, að skiljast svo við
þessar fáorðu hugleiðingar, að eigi yrði \úkið
vitund ger að þátttöku hr. Brynjólfs Thorláks-
sonar og söngflokks hans í skemtiskránni. Söng-
urinn tókst yfir höfuð að- tala með afbrigðum
vel; raddirnar prýðilega samæfðar og hlutföll
raddstyrksins upp á það bezta. Verk það, sem
Br>mjólfur hefir int af hendi í þágu íslenzkrar
söngmenningar, sem og reyndar enskrar líka,
víðsvegar um nýbygðir fólks vors hér í álfu, er
víðtækara en svo að metið verði til hlítar í
skjótri svipan; starfsemi lians meðal vestur-ís-
lenzkra ungmenna í þessa átt, hefir þegar borið
víðtækan árangur, þótt vafalaust hefði mátt bet-
ur vera, ef samtök um að nytfæra sér hina ágætu
hæfileika hans, hefðu verið almennari.
Sungið var á hátíðinni einkennilegt og vel
samstilt lag, eftir Jón tónskáld Friðfinnsson, við
Egilsdrápu Nikulásar Ottenson; í því lagi söng
hr. Paul Bardal einsöng, með slíkri snild, að
gagntók hugi áheyrendanna.
Séð hafði verið vel fyrir því, að enginn þyrfti
að svelta á Iðavelli þenna^áminsta dag, þótt eigi
væri þar færra fólk samankomið en tvö þúsund
manns; kvenfélög bygðanna höfðu á takteinum
nægtir góðra vista, er seldar vora við afar sann-
gjörnu verði.
Að því er þeim, er bezt þektu til, sagðist frá,
munu hafa verið í skemtigarðinum á mánudag-
inn eitthvað um f jögur hundruð bílar; var þeim
þannig fyrir komið, að hvergi varð þrengsla eða
áreksturs vart; má af því ljóslega marka, hve
góð regla var á öllu yfirleitt. Þjóðminningar-
dagurinn við Hnausa, er að verða umfangsmeiri
og róttækari með hverju líðanda ári; hann er að
verða annað og meira en venjulegur Islendinga-
dagur fyrir fólkið í Nýja Islandi; hann er að
verða hátíðisdagur fyrir Winnipegbúa líka.
Þúsundárahátíð í Minnesota
Ræða E. Hjálmars Björnsons.
ijtn ■■ .11 .............................. 4
Hér og þar í Vesturheimi var haldin liátíð
í sambandi við þúsundára afmæli Alþingis á Is-
landi. Að sjálfsögðu hefði það átt að vera þegj-
andi samkomulag alstaðar á íslenzku bygðu bóli
að einn hátíðardagurinn á Þingvelli væri liald-
inn heilagur.
Það voru ófyrirgefanleg mistök að ekki
skyldi hver einasta íslenzk bygð halda hátíð á
þeim tíma í stað hins venjulega Islendingadags.
Nógu snemma var vakið máls á því opinberlega
í blöðunum 0g hefði það verið oss hér vestra til
sóma að heillaskeyti hefðu verið send heim á há-
tíðina frá 30-40 íslenzkum bygðum, sem allar
hefðu haldið hátíð samtímis. Um þetta atriði
skal þó ekki rætt frekar; deyfðin, samtakaleys-
ið, sundrungin og hver veit hvað? hefir ráðið
þessu eins 0g fleiru. '
Hér skal aðeins minst á hátíð, sem haldin
var í Minnesota um líkt leyti og Þingvallahátíð-
in stóð yfir heima. Um 700 manns segir Minne-
ota Mascot að hafi sótt þá hátíð, og hefir hún
farið fram svo myndarlega, að Islendingum er
stór heiður að.
Merkilegt er það að ungur maður, fæddur
hér vestra, flutti aðalræðuna og lýsir hún svo
miklum og djúpum skilningi á öllu því, sem ís-
lenzkt er að undrum sætir. Þessi ungi maður er
E. Hjálmar Björnson, ritstjóri Minneota Mas-
cots, en sonur hins mikilhæfa manns Gunnars
Björnsonar eiganda þess blaðs. Er það skaði
að þessi efnilegi ungi maður skyldi ekki geta
sótt hátíðina heima, eða einhver bræðra hans,
sem allir eru hver öðrum betur gefnir. Mér
finst ræðan vera svo merkileg að hún ætti að
birtast íslenzkum almenningi; þess vegna hefi
eg þýtt hana á íslenzku og vona að Lögbergi
verði ljúft að birta hana. Ræðan er þannig í
lauslegri þýðingu:
“Vér tökum hér þátt í alþjóða hátíðahaldi’’
Þrátt fyrir það þótt vér séum stödd mörg
þúsund mílur frá þeim stöðvum, sem þýðingar-
mestar hafa verið í sögu Islands, þá er það samt
sannfæring mín að hvergi séu mættir menn og
konur af íslenzku bergi brotin, sem gleggri grein
geri sér fyrir tilefni hátíðahaldsins á Islandi
eða innilegri þátt taki í því en einmitt þeir, sem
hér eru staddir í dag. Það má einnig fullyrða
að hvergi era til Islendingar á bygðu bóli, sem
stoltari séu af hinni sérstöku afstöðu íslenzku
þjóðarinnar og þeirri miklu viðurkenningu, sem
hún sjálf- og stofnanir hennar hafa hlotið um
víða veröld, en einmitt þeir, sem saman hafa
safnast á þessum stað í heiðursskyni við Island.
Vér nemum staðar stundarkorn og segjum
skilið við ys og þys hins daglega lífs, sem fylgir
aldarhætti vorra tíma, til þess að heiðra minn-
ingu þeirra manna, er mættu á Þingvelli fyrir
þúsund áram og hófu þar stjórnarfyrirkomulag,
sem jafnvel enn þann dag í dag er talið einstakt
í sinni röð. Þar var að minsta kosti gerð virð-
ingarverð tilraun sem hepnast hefir.
Eg sagði að þessi samkoma á þingvelli fyrir
tíu öldum hefði haft einkennilega þýðingu. Hún
er alveg sérstök í sinni röð fyrir þá sök að árið
930 var á þeim stað stofnað fyrsta lýðveldi síð-
ari tíma.
A hrjóstrugri eyju lengst norður í höfum var
stofnsett lýðstjórn sem það átti fyrir að liggja
að haldast stöðugt alt til vorra daga—auðvitað
með nokkram breytingum.
Einmitt þar skeði sá viðburður í byr jun þess
tímabils, er vér köllum miðalda-myrkur, að gerð
var tilraun til lýðstjórnar með sama sniði og
Frakkland og Bandaríkin reyndu átta liundruðv
árum síðar.
Mér kemur til hugar að Sú eftirtekt, sem aðr-
ar þjóðir og einstaklingar veita Islandi, stafi
æfinlega að einhverju leyti af sérkennum ís-
lenzku þjóðarinnar og einstaklinga hennar.
Mannfræðingurinn beinir huga sínum til |s-
lands, því þar gefst honum kostur á að rann-)
saka fólk, sem að þjóðerni til hefir svo að segja
yerið óblandað í tíu aldir:
Stjórnfræðingurinn snýr sér til Islands, því
þar finnur hann æfagamalt þjóðstjórnar fyrir-
komulag, sem bæði hafði í sér fólgið löggjafar-
vald og dómsvald, en þurfti ekki á framkvæmd-
arvaldi að halda.
Málfræðingurinn man eftir Islandi. Hann
gleymir ekki íslenzkri tungu, því þar finnur
hann forn-þýzka deild arýanska málaflokksins,
aðeins með örlitlum breytingum frá byrjun og
alt til vorra daga. Hér var ágætt tækifæri til
þess að rannsaka ýmsar merkar greinir tungu-
málanna og þær breytingar, sem þær eru háðar-
Eg get ekki stilt mig um að minnast á eitt at-
riði í þessu sambandi. Það var fyrir meira en
þúsund áram, að víkingarnir, sem töluðu svo að
segja sama mál, sem nú er kölluð íslenzka, réð-
ust inn á England og numu undir yfirráð sín
stór landflæmi- Margir þeirra ílengdust þar, 0g
þess vegna finnast nú í enskri tungu milli 500 og
600 orð, sem ýmist eru hrein forn-norræna eða
eiga þangað rætur sínar að rekja. Enskan gat
íiáð haldi á svona mörgum forn-norrænum orð-
um sökum þess, hversu líkar þessar tvær tungur
voru fyrir þúsund áram. Svo líkar voru þær,
að það var mögulegt fyrir íslenzka skáldið
Gunnlaug, sem kallaður var ormstunga, að
heimsækja Aðalráð Englakonung og tala við
hann fullign fetum. Gunnlaugur talaði íslenzku
en Aðalraour tíundu aldar ensku, og skildu þeir
hvor annan auðveldlega. Nú á dögum eru mál-
in ekki svo lík að það væri mögulegt.
Lærðir menn viðurkenna ls\a-nd
• /
Bókmentamaðurinn snýr sér að íslenzkum
fræðum, sökum þess að hann telur sér það gróða
að lesa hin miklu og merku Eddu-kvæði og hin-
ar óviðjafnanlegu sögur, sem vér öll tölum um,
en höfum ekki nándar nærri öll lesið. 1 þessum
tVeimur ritverkum hefir fundist svo auðug bók-
mentanáma, að tæplega er mögulegt að ná
Doctors-nafnbót í enskum bókmentum hér í landi
án þess að kynna sér að einhverju leyti íslenzk
rit.
Landfræðingurinn og sá, er náttúruvísindi
stundar gleymir ekki íslandi, hann finnur þar
stoð og styttu lærdómi sínum og rannsóknum.
Örskamt frá norðurheimskauts baugnum finn-
ur hann þar sjóðandi uppsprettur og gjósandi
hveri. Og hér mætti geta þett að orðið geysir,
sem vér höfum í enskri tungu, er dregið af nafni
aðalgoshversins á Islandi, sem heitir Geysir.
Eins og Thomas Hardy spáði fyrir fimtíu
áram hefir Island nú orðið frægt ferðamanna-
land, óviðjafnanlegt að fegurð Og náttúruundr-
um.
Hver álirif hinn vaxandi ferðamanna
straumur hefir á laiwlið í komandi tíð er erfitt
að ímynda sér. Ferðamaðúrinn hefir þegar haft
óafmáanleg áhrif á landið og þjóðina. Með því
að kasta sápu í ginið á Geysi til þess að láta
hann gjósa oftar og ákafar, hefir ferðamaður-
inn dregið svo mjög úr afli hans að hann er nú
ekki nema svipur hjá sjón. 1 ár keppast bæði
ferðafólk og blaðamenn um það að hella annars
konar og ennþá hættulegra sápubaði yfir ís-
lenzku þjóðina, og er það vonandi að sú sápa
hafi ekki, þegar tímar líða fram, sömu veiklandi
áhrifin á fólkið sjálft, sem hin sápan hefir haft
á Geysi.
Fornsagan
óhætt er að gera ráð fyrir því þegar ávörp-
uð er önnur eins samkoma og þessi, þar sem
flestir eru af íslenzku bergi brotnir, að saga
landsins og stjóm þess sé kunnug svo að segja
öllum áheyrendum. Saga landsins hefir ávalt
verið þeim metnaðarefni og þeir hafa þekt hana
bæði í stærri og smærri atriðum og afleiðingum
síðan þeir vom börn. Það væri því að bera í
bakkafullan lækinn af minni hálfu að eyða löng-
um tíma til þess að ræða hinar sögulegu hliðar
þingsins eða þjóðlífsins. En aðeins til yfirlits
og til þess að mála lítilf jörlega baksýn, vona eg
að mér verði fyrirgefið þótt eg minnist á fáein
atriði ,sem mjög sennilega era yður öllum áður
kunn.
Fyrst verður fyrir oss spumingin: Hvernig
stóð á því að þetta fólk fór til íslands ?
Eftir árið 874 byrjuðu bæði útlagar og frjáls-
ir menn frá Noregi, írlandi og nærliggjandi eyj-
um .að þyrpast til Islands. Mestur fjöldinn
flutti þangað þegar Haraldur hárfagri samein-
aði allan Noreg með því að leggja undir sig öll
hin sjálfstæðu ríki, eða hérað, sem þar liöfðu
verið. Hverju smáríki réði jarl eða höfðingi og
urðu þeir annaðhvort að beygja sig undir yfir-
ráð og harðstjórn Haraldar konungs eða flýja
land.
Að snerta við sjálfstæði hins norr,æna manns
er sama sem að snerta hjarta hans, því honum
er ekkert fjær skapi en það að gefast upp eða
verða undirlægja annara. Það var því ekki
furða þótt þessir ættgöfgu víkingar yfirgæfu
Noreg svo hundraðum skifti og tækju sér fasta
bólfestu í öðrum löndum. Sumir þeirra fluttu
til Irlands, þar sem Norðmenn höfðu þegar feng-
ið fótfestu , en aðrir fóru til Islands, eða nær-
liggjandi eyja.
En svo fór um síðir að allir þess-
ir útlagar og þar á meðal sumir
hinna allra göfugustu manna i Nor-
egi gerðu ísland að aðalbústað sín-
um, því þar gátu þeir lifað frjálsir
og óáreittir. Hægt er að gera sér í
hugarlund bæði samband þessara
manna og afstöðu við sína fornu átt-
haga og eins hvernig þeir gerðu sér
gott af hinum nýju kringumstæðum ;
það sést með því að lesa sögurnar
og persónulegar frásagnir sem til eru
og geymdar eru sem ódauðleg minn-
ismerki um þessa gullöld íslendinga.
Norðmaðurinn og Keltinn mœtast.
Það var á ströndum íslands, sem
hinn staðfasti og viljasterki norræni
maður tengdist hinum gáfaða og
mentaða Kelta, af þeirri sameining
spratt upp ný siðmenning, sem ekk-
ert jafnast við, sem getið er um í
sögu hinna norrænu þjóða.
Árangurinn af sameining þessara
tveggja þjóðbrota kom bezt í ljós í
bókmentunum og í því stjórnarfari
sem þau komu á hjá sér eftir að þau
mynduðu sérstaka og sjálfstæða
þjóð.
Vér skulum nú stuttlega athuga
stjórnarfyrirkomulagið, sem þessi
þjóð stofnsetti. Eftir að mesta inn-
flutningnum var lokið og menn
höfðu sezt að fyrir fult og alt og
byrjað að koma á föstu þjóðskipu-
lagi, fúndu þeir þörfina á því að
mynda stjórn, sérstaklega til varnar .
gegn erlendu valdi, er hvað eftir
annað reyndi að ná yfirráðum yfir
þessum sjálfdæmdu útlögum.
Fyrsta sporið til þess að mynda
miðstjórn var stigið árið 930; þá
mættu allir óðalsbændur á Þingvelli
og samþyktu lög er samin höfðu ver-
ið með norsk lög til fyrirmyndar.
Þessi löggjafarsamkoma var nefnd
Alþingi, sökum þess að þar voru
fulltrúar alls fólksins. Þeir kusu
einn mann til þess að stjórna þing-
inu, og var það skylda hans að fræða
fólkið um lögin, sem í gildi átti að
leiða, og einnig að skýra þau lög, er
þegar höfðu verið samþykt; var
hann nefndur lögsögumaður vegna
þess að hann sagði lögin.
Þannighófst hið íslenzka lýðveldi,
og það stjórnarfyrirkomulag, sem
þar var grundvallað átti það fyrir
sér að liggja að haldast við lýði til
vorra daga.
Dómsmálin endurbætt
Eftir því sem fólkinu fjölgaði og
siðmenningarmál þjóðarinnar urðu
umsvifameiri kom það betur í ljós
að þörf var á ákveðnara stjórnar-
fari. Til þess að fá því framgengt
var landinu skift í fjögur héruð eða
f jórðunga og var á hverju vori kom-
ið saman í hverju héraði til þess að
ræða öll innbyrðis mál. Dómari
fyrir hvert hérað (Tjórðungsdóm-
arij var nefndur á Alþingi. I júní
mánuði var Alþingi háð til þess að
samþykkja lög, og dómararnir, sem
kosnir höfðu verið í hverjum fjórð-
ungi, mættu þar og jöfnuðu sakir
með mönnum.
Allir dómararnir urðu að vera
sammála áður en mál yrði leitt til
lykta. Þar er fyrirmynd fyrir vor-
um nútíðar kviðdómi. Eftir mið-
sumar eða snemma að haustinu
komu héraðsfulltrúar aftur saman
og á þeim fundum voru þau lög, er
samþykt höfðu verið á Alþingi,
rædd og skýrð fyrir fólkinu.
Skrifuð lög þektust ekki á íslandi
fyr en á tólftu öldinni, og ákvæði
dómstólanna og löggjafarvaldsins
voru framkvæmd af viðkomandi
einstaklingum án lögreglu eða fram-
kvæmdarvalds.
Einstaklingsrétturinn viðurkcndur
Það er mikið og margt, sem segja
mætti um þetta merkilega fyrir-
komulag, en fyrir margra hluta sak-
ir verður þetta að nægja. Hvað er
það þá sem merkilegast er í þessu
sambandi? Ekki þarf annað en lit-
ast um og athuga ásigkomulagið í
Evrópu yfirleitt tifþess að sjá hinn
mikla mun. Hvergi annarsstaðar i
víðri veröld var flokkur fólks, sem
nokkuð hugsaði um rétt einstakl-
ingsins. Hvergi annarstaðar var
fólkinu leyfð þátttaka í stjórnmál-
um. Léns-fyrirkomulagið á þeim
tímum var grundvallað á stéttaskift-
ingunni þar sem fáeinir stórhöfð-
ingjar réðu öllu og stjórnuðu; þeir
hófu menn til konungstignar og
steyptu þeim úr sessi eftir vild og
höfðu þúsundir þræla til þess að
vinna fyrir sig. Þess konar fyrir-
komulag var viðurkent og þótti
sjálfsagt um allan heim Guðgefið
vald konunganna og sú skoðun að
hnefaaflið væri hinn sanni réttur
voru ráðandi og ríkjandi bæði í póli-
tískum og heimspekilegum kenning-
um.
Á þessum tímum, þegar enginn
einstaklingsréttur átti sér stað, kem-
ur fram þjóðstjórnarfyrirkomulag á
afskektri eyju langt frá öllum öðr-
um þjóðum. Tilraunum þessara ís-
lenzku frumherja frelsisins var lítill
gaumur gefinn í þá daga. En þeg-
ar vér nú lítum til baka yfir hið ólg-
andi viðburðahaf tíu alda, þá rísa
verk þeirra upp yfir alt annað, eins
og Klettafjöllin yfir sléttur norð-
vestur landsins.
Hér á þessari afskektu eyju hug-
kvæmdist mönnum nýjar stjórn-
málastefnur og þeir hrundu þeim i
framkvæmd svo að segja samstund-
is. Hér var einstaklingsrétturinn
viðurkendur mörgum öldum áður en
umheimurinn byrjaði að rumska i þá
átt. Hér var sett á. stofn stjórn-
málastefna, sem þúsundir manna
áttu að láta lífið fyrir siðar i orust-
um, hver i sínu landi.
Er það nokkur furða þótt mann-
heimur vorra daga, sem gefpr sér
tíma til þess að hugsa um þessi efni,
renni augunum til Islands og athugi
sögu þess með undrun og aðdáun?
Er það nokkur furða þótt menn
finni til þess að hér er um þjóð að
ræða, með pólitíska sögu að baki sér,
sem verðskuldi djúpa hugsun og við-
urkenningu ? Þegar umheimurinn
var á hraðri ferð til fullkomins ein-
veldis og einstaklingurinn var alveg
að hverfa sem sjálfstæð tilvera í
1 stjórn síns eigin lands þá var Island
vagga einstaklings frelsisins og
stjórn landsins verndari hennar—og
þetta var fyrir þúsund árum!
Sólareyja fornaldarinnar átti það
fyrir sér að liggja, að verða frum-
heimkynni þeirra hugsjóna, sem
fæddu og fóstruðu samvizkufrelsi
og stjórnarfar, sem aðrar þjóðir
Evrópu vöknuðu ekki til meðvitund-
1 ar um og börðust ekki fyrir sjálf-
um sér til handa fyr en átta öldum
síðar.
Og þegar vér berum saman stjórn-
ina á íslandi eins og hún var full-
komnuð á Þingvöllum skamt frá
Reykjavík, við það stjórnarfyrir-
komulag, sem vér þekkjum nú á
tímum, þá er munurinn ótrúlega lít-
ill. Einstökum atriðum hefir verið
bætt við og öðrum atriðum slept.
Sjálfdæmdir útlagar
Hvernig stendur á því að á Is-
landi voru menn fyrir 1000 árum að
hugsa um einstaklings frelsi og sjálf-
stæði? Hvernig stendur á því að
þetta litla eyland varð þjóðstjóm-
arríki á þeim' sérstaka tíma þegar
hvergi í víðri veröld átti sér stað
nokkur hugsun i þá átt eða nokkuð
sem borið yrði saman við hana? Á-
stæðan fyrir því er sú að fólkið —
alþýöan—hefir æfinlega og alstaðar
verið til þess búið að berjast og
deyja fyrir hugsjónir sínar, hafi til
þess komið. Það sýnir sagan. Þess-
ir menn sáu í þá daga hendina rita á
vegginn í ættlandi sínu, Noregi. Þeir
sáu að þar var að komast á fót al-
völd miðstjórn—einveldi, sem hlaut
að leiða til algerðrar undirokunar
einstaklingsins. Þeir sáu það í huga
sér, að frelsið, sem þeir höfðu notið
i fyrri daga, var dauðadæmt, nema
því aðeins að þeir tækju sig til og
berðust fyrir verndun þess.
Heldur en að horfast í augu við
algerðan ósigur heima fyrir, kusu
þeir að dæma sjálfum sér útlegð til
þess að geta lifað og hagað sér sam-
kvæmt eigin sannfæringu.
• Átti þetta sér einnig stað á ís-
landi ? Varð enginn árangur af
þessu fyrsta lýðveldi? Veitti þetta
ekki neinum áhrifastraumum út um
Evrópu? Hvað segir saga þeirra
tíma um það?
Eins og vér höfum séð hlaut þjóð-
stjórnarhugmyndin að eiga afar-
erfitt uppdráttar í Evrópu á þeim
tímum, en samt sem áður sést það að
minsta kosti í vissum londum að
hin norræna stjórnarhugmynd hefir
haft talsverð áhrif.
Margar hinna engilsaxnesku
stofnana bera greinilega merki þess
að þær séu upprunnar frá áhrifum
víkingaandans.
Áhrif af landnámi norrænna
manna komu greinilega fram á hugs-
unarhætti og stofnunum ýmsra
landa. Á Englandi var ,á sama tíma
stofnað svipað þjóðstjórnar fyrir-
komulag því, sem lýst hefir verið á
íslandi. En mér hefir æ-finlega
fundist að enska hugmyndin um
fulltrúastjórn og kviðdóms fyrir-
komulag sé að einhverju leyti frá
hinum norrænu landvinningamönn-
um, þótt í því efni sé erfitt um sann-
anir.
Hvaða þýðingu hefir þetta fyrir
Ameriku á vorum dögum ? Með því
að athuga nánar hið íslenzka stjórn-
arfyrirkomulag, gætum vér borgarar
þessa lands, glætt talsverðan áhuga
fyrir því að taka meiri þátt í stjórn-
málum vorrar eigin þjóðar.
Á fyrstu sjálstjórnardögum Is-
lands gat það komið fyrir að hvaða
jarðeigandi sem var væri kallaður til
hins æðsta embættis í landinu—kall-
aður til þess að vera lögsögumaður.
Og hver sem til þess var kvaddur
var reiðubúinn að taka verulegan og
skynsamlegan þátt í störfum stjórn-
arinnar. I Bandaríkjum, þar sem
lítið mfeira en helmingur allra at-
kvæðisbærra borgara nennir að
greiða atkvæði, í landi þar sem
stjórnmálin eru hjúpuð skuggum
virðingarleysis og þar sem ráð-
vendnin er .ekki lengur talin með-
mæli til opiriberrar stöðu, væri það
ekki úr vegi að athuga störf sumra
vorra eldri bræðra, að athuga hverju