Lögberg - 14.08.1930, Side 3

Lögberg - 14.08.1930, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1930. Bls. 3. t SOLSKIN íííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííílíííííííííííííííííí'íííííííííííííííííííí:! LITLI RITIIÖFUNDURINN. (Eftir Andrews Edwards.) Við skrifborðið sitt hann situr hljóður, svo sæll og stiltur og hýr og góður. Og djúpt ’hann hugsar og höndin tifar, hann liandritið sitt í næði skrifar. Og allra hylli og huga nær ’ann og hærri ritlaun en aJSrir fær ’ann. Því hann fær koss og klapp frá mömmu og köku fýá henni gömlu ömmu. Og stundum skrifar hann stuttar sögur, en stundum yrkir hann skrítnar bögur. Þið ’sjáið, að hann er enginn álfur, því alt, sem liann skrifar, les hann sjálfur. Og heila veröldin hlustar á ’ann, af hrósinu stoltur vera má ’ann. t Já, veröldin hans — það er hún amma og Imba systir, pabbi’ og mamma. Sig. Júl. Jóh. ÞRETTÁNDINN. (Niðurlag.) Hún sagði mömmu þegar, hvernig veðrið var. Ekkert liafði hún séð til piltanna. Þær vonuðust eftir þeim á hverri stundu. Loks bað mamma Betu að fara fram að Seli. “Eg hefi aldrei afsagt þér neitt,” sagði Beta, “en þetta liggur mér við að afsegja. Eg kann ekki við að skilja þig eftir eina.” “Eg er ekki ein, Beta mín. Sá er hjá mér, sem aldrei yfirgefur mig, og nú er litla stúlkan aðauki.” “Á ég þá að fara?” sagði Beta. “Já, þú átt að fara, en reyndu að vera fljót.” Beta skauzt út og hélt á sínum vetlingnum í hvorri hönd. Mömmu hálf-leiddist á meðan Beta var í burtu. Hún vissi, að það þurfti að fara að sinna skepnunum. Sjálfri henni var óhætt, það var vissa, hún var aldrei ein, og skemtun sagð- ist hún liafa af litlu dótturinni. Hún lét sér ekki koma til hugar að undrast um piltana, pabbi var þaul-kunnugur og alvanur byljum. Það var líka varla hægt að villast með hlíðinni. Það var svo að segja hægt að styðja sig við Jiana, eins og pabbi liafi sagt- Klukkan sló átta, enginn kom. Hún hringdi níu, og enn vorum við tvær einar. Mamma þreyði og þreyði. Alt í einu heyrðist hark frammi. Beta var komin. Hún kom inn og spurði hvernig mömmu liði. “Þeir eru komnir, ” sagði hún. “Páll kem- ur bráðum inn.” “Blessuð farðu að sinna verkunum,” sagði mamma, “alt bíður, og ég get ekkert, nema legið héma, en það líða nú bráðum þessir þrír, f jórir dagar, sem eg ligg. ’ ’ “Komdu sæl, elskan mín,” sagði pabbi, þeg- ar hann kom upp og kysti mömmu. Svo tylti hann sér á stokkinn. “Dæmalaust varstu lengi,” sagði mamma. “Það er naumast, að þið hafið sezt við spil.” “Við spiluðum ekkert.” “Spiluðuð ekkert? Hvað kom til þess?” “Það er nú saga, að segja frá því. “Hann var skolli svartur í gær- Okkur gekk vel fram túnið.- En þegar út fyrir túnið kom, versnaði ófærðin. Það sást ekki spönn frá mér, frostið var mikið og snjókoman ógurleg. Eg á nú að heita kunnugur, en mér tókst ekki að finna Selið. Loks hætti ég að leita að því, og ætlaði að ná heim, en það rataði ég ekki heldur. Og ])arna vorum við á rápi, sjálfsagt fram í vökulok. Þá sá ég ekki til neins annað en að grafa okkur í fönn, því að þá var hríðin orðin svo afskapleg. Eg stakk stafnum mínum nið- ur hjá okkur. Okkur leið oiginlega vel, það skefldi á svipstundu yfir okkur. Og í alla nótt hefi ég verið að berjast við að halda mér vak- andi. En steinsofandi vorum við báðir, þegar Selspiltarnir mokuðu ofan af okkur. “Það vissi ekkert í Selinu, fyrri en Beta kom í morgun. Þá var brugðið við að leita. Og það var Beta litla, sem kom fyrst auga á staf- inn minn. “Við höfðum ekki verið svo fjarri réttri leið. Við vorum í honum Breiðahvammi, skamt frá landamerkjavörðunni- Já, það er ótrúlegt, að eg skvldi hvorugan bæinn finna. Beta slóst í leitina. Aumingja fólkið gleymdi öllu, nema okkur, sem einhvers staðar lægjum dauðir.” “Er þá Guðmundur lifandi?” “Já, það held ég, hann er frammi í eldhúsi að fara úr. En ekki þori ég annað en að láta strákinn hátta, ég ætla að reyna að slarka í húsin einn.” “Guð minn góður hjálpi mér, og þið lágað úti. Mikið dæmalaus gat ég verið áhyggju- laus. — Þú ert ekki farinn að taka eftir því, sem er hérna fyrir ofan mig.” “Ónei, en ég er búinn að frétta til telpunn- pr. Komdu sæl, lambið mitt, og vertu velkom- ln> þú komst einmitt, þegar mest reið á.” — Barnasögur. — H. J. MIÐUR MORtíUN A SKEGGJASTÖÐUM. Kistufell sólin signir. Sindra daggir í barði. Andvarann óðum lygnir uppi í Svínaskarði. Skálafell skuggum klæðist. Skin á Hrútsnefi ljómar. Lognþoka skörðin læðist. Lækka Tröllafoss hljómar. Argljúfrin úðareykur alltröllsleg gerir strjúka. Líparítbrosið leikur létt um Móskarðanúka- —H. J. GÓ Ð A R G J A F I R. I. Bærinn stóð frammi við sjó og hét Eyri. Þar var óvenjulega fallegt. Sjór var á þrjár hliðar. Það úði og grúði af fugli með fjörun- um. Börnin vöknuðu við söng þeirra á vorin, snemma á morgnana og sofnuðu frá honum seint á kvöldin. Þau hlökkuðu til hverrar stundar, sem þau máttu leika sér ó'hindruð niðri í fjörunni. Það var líka nóg af skeljum í fjörunni. Þar tíndu börnin sér hörpudiska, kúskeljar, meyjar doppur, ,gimburskeljar og kufunga. Skeljarnar létu þau inn í hústóft eina; þar bjuggu þau búi sínu, og var oft mannmargt, bæði af heimabörnum og að komnum. Tóftin stóð inni á eyrinni, er svo var köll- uð. Þaðan sást kaupstaðurinn blasa við, reisu- lega hýstur og dreifður vfir lioltin hins vegar fjarðarins. Tjörn var í nánd við túnið á Eyri. Þar syntu æðarkollurnar með unga sína- Börnin liöfðu mjög mikið gaman af að horfa á þær, þegar þær komu vaggandi yfir Grandann, neð- an frá sjónum. Grandinn lá milli tjarnar og sjávar. Börn- in fylgdu líka oft .ungaliópnum niður að sjón- um, er hann elti mæður sínar og varð nokkuð á eftir þeim yfir Grandann. Þau sáu nákvæmlega um, að allir ungarnir kæmust á flot út á víkina. Mæðurnar kölluðu líka á þá og söfnuðu þeim aftur í hóp, þegar frá landi kom, þótt þeir hefðu tvístrast í flæðarmálinu. Það var tvíbýli á Eyri. — Yngsta dóttir eldri hjónanna hét Elín, og elzti sonur yngri hjón- anna hét Sólmundur. Þau léku sér oft saman, og gat hvorugt af öðru séð. Þau voru jafn- gömul. “Yið skulum koma einn á Eyri,” sagði Ella einu sinni við Munda. “Já, það skulum við gera,” sagði Mundi og hljóp af stað. Ella hljóp á eftlr. Þau hlupu alla leið inn að skeljatóftinni. Þar léku þau sér lengi að skeljum sínum og öðrum gullum. Eftir það þutu þau heim á túnið, settust þar og horfðu á Skjöldu, sem var á beit í grend- inni- Síðan hlupu þau niður að tjörn, linoðuðu kökur úr leir og bökuðu þær í sólskininu. “Nei, sjáðu, Mundi, hvernig hún Skjalda lætur. Hún er komin niður á sandinn. Hún er alt af að leggjast og standa upp aftur. Skyldi hún vera veik?” sagði Ella, setti hönd fyrir auga og horfði niður á sandinn. “Við sklum hlaupa niður eftir til henn- ar,” ansaði Mundi. Börnin hlupu niður á sandinn. Foreldrar Ellu áttu Skjöldu; hún var lang- bezta kýrin þeirra. Nú var hún Jónsmessubær; talið hennar var komið fyrir nokkrum dögum. Hevrðu, Ella! Eg skal segja þér vað geng- ur að henni Skjöldu; hún er búin að taka kálf- sóttina,” sagði Mundi, þegar þau komu til kýr- innar. “Heldurðu það?” siiurði Ella. “Það er alveg áreiðanlegt. ” “Æ, góði Mundi! Eg ætla að taka af mér svuntuna mína og breiða hana hérna, svo að Skjalda þurfi ekki að láta kálfinn í sandinn.” Ella flýtti sér úr svuntunni og breiddi hana út rétt hjá Skjöldu. Skjalda var ekki stygg núna. Ella gat þroifað á júgrinu liennar, en þá barði Skjalda með afturfætinum, fleygði sér niður og blés ]>ungan. “Nú, skulum við flýta okkur lieim og segja fólkinu frá, að hún Skjalda sé að bera,” sagði Ella- ‘ ‘ Eg held eg geti verið svuntulaus, því að kjóllinn minn er vel bættur.” “En ef einhver ka?mi,—heldurðu að þú vildir þá vera svuntulaus?” “0g mér stæði alveg á sama, úr því að kýr- in er að bera.” Þegar ’börnin voru komin heim undir tún, hertu þau á sprettinum. Helgi, faðir Ellu, stóð úti á hlaðinu, þegar börnin komu. “Hún Skjalda er að bera. Hún er líklega borin. Hún liggur þar sem mestur er sandur- inn. Hiín hugsar ekki mikið um kálfinn sinn, að hún skyldi leggjast í sandinn, þar sem hann er mestur. En eg breiddi svuntuna míná hjá henni, svo eg vona að sandurinn fari ekki í aug- un á kálfinum. Góði pabbi, flýttu þér að koma með fólkið og hjálpa blessaðri skepnunni.” Helgi var farinn á stað inn á Eyrina, áður en Ella lauk máli sínu og heyrði því ekki glögt síðustu orðin. Mundi stóð hjá henni og hlustaði á livert orð í frásögn hennar. Ellu þótti ekki nóg, að segja pabba sínum tíðigdin. Ilún hljóp nú til mömmu sinnar og - sagði lienni frá Skjöldu og bað mömmu að flvta sér nú inn eftir til hennar. * Mundi elti Ellu og hlustaði enn liugfanginn á frásögn hennar. Ragnlieiður móðir Ellu stóð þegar upp og kallaði á eina vinnukonuna sína. “Það er rétt við göngum inn eftir, en ekki sýndist mér Skjalda burðarleg í morgun,” sagði Ragneiður- Nú hlupu eldri krakkarnir upp til handa og fóta, þegar þeir heyrðu tíðindi þessi. “Yið megum til að fara líka,” sögðu þeir. Ragnheiður og vinnukonan hlupu við fót, en unglingarnir á harða spretti. II. “Hvað á allur þessi mannsöfnuður að gera?” sagði Helgi, þegar krakkamir og konuraar komu. “Þið megið ekki styggja kúna með því að hrúgast svona utan um hana.” “Hún er þá borin, greyið,” sagði Ragnheið- ur. “Það vildi vel til með veðrið. Eg lield það þurfi að reyna að koma lienni heim.” “Eg ber ekki við að hreyfa hana, fyr en hún er orðin heil,” mælti Helgi. “En þið getið farið lieim, strákar, og sótt stóra burðarmeisinn, en ekki megið þið mölva hann á leiðinni. Hann er upp við liesthúsdóft- ina.” Drengirnir hlupu óðara af stað. “Lítið gagn varð að svuntunni þinni, Ella mín. Kálfurinn er ekkert annað en sandur; það er varla að kýrin geti sleikt hann,” sagði Helgi. “Eg hafði ekki annað en svuntuna mína,” sagði Ella. “Þú ættir, elsku pabbi, að gefa mér kálfinn. Eg kom fyrst að Skjöldu, og eg sá fyrst að hún var að bera-. Þið liefðuð ekkert vitað um þetta, ef við Mundi hefðum ekki sagt ykkur það.” “Þið Mundi! sem höfðuð ekki. einu sinni vit á að færa kúna á grasblett, þegar þið komuð til hennar.” “Við þorðum ekki að eiga við hana, pabbi minn; við vissum ekki, hvort það mátti reka hana til, svona veika.” “Þú hefir nú lítið við kálfinn að gera, barn- ið gott; það væri meira vit í að gefa þér fol- aldið hennar Rauðku, þegar hún kastar. Eg gæti bozt trúað, að það yrði hestur. Þá eign- aðist þú skeiðhest, því að Rauðka he'fir ætíð átt vekringa.” “Dæmalaust værirðu góður, pabbi, ef þú gæfir mér folaldið; eg vil það miklu heldur en kálfinn. En ertu viss um, að það komi lifandi? Hvenær ætli Rauðka kasti? Það er nú ekki víst, að folaldið verði hestur- En er nokkuð minna gaman að eiga það, þó ])að verði hryssa?” “Það getur vel verið, að.hún sé köstuð; ég hefi ekki látið gæta hennar nýlega,” ansaði Helgi. “En á ég að segja þér eitt, pabbi? Mig lang- ar óttalega mikið til að þú gefir honum Munda kálfinn. Það er svo dæmalaust leiðinlegt fyrir hann að fá ekkert, þegar ég á að fá folaldið.” “Langar þig ekki til tð borða kálfinn, Ella mín? Þér þykir víst gott kálfsblóð og kálfs- kjöt, ef eg mann rétt.” “Það er nú sama- Eg fæ nóg annað að borða, og eg fæ ábrystirnar samt,” sagði Ella. “Og- hvað á Sólmundur að gera við kálfinn? Heldurðu að liann hafi ekki nóg að borða?” sagði Helgi og leit brosandi framan í dóttur sína. “Þeir þægju nú líklega kálfinn, foreldrarn- ir hans, ef þeir gætu kreist hann upp. Er hann ekki kvíga? Mér sýnist kálfurinn á litinn eins og Skjalda,” sagði Ragnheiður. “Það er kvíga, og lieldur gerðarleg,” sagði Helgi. “Það hefði nú verið rétt fyrir okkur að ala kálfskömmina; hann gæti orðið góð mjólkurkýr, ef hann líktist henni týju sinni. ” “Eg held við höfum nóg af svo góðu í bráð, meðan við erum að koma þessum tveimur kálf- um upp, sem settir voru á í vetur,” sagði Ragn- heiður. “Það er vitanlegt, en aldrei þykja þær of margar mjólkurkýmar, og heldur vil eg ala sjálfur upp kýrnar mínar, þótt dýrt sé, en kaupa hinar og aðrar renglu að, bæði sviknar og rándýrar.” “Það væri vel til fallið, að gefa Munda kálfinn, eg veit að foreldrar hans hafa nægilegt handa kálfinum í sumar, og ekki munar mig um að rétta honum skolasopa í haust og vetur, þegar mjólk fer að minka hjá þeim. Eg veit að hana Önnu liefir langað til að eignast kálf undan henni Skjöldu,” sagði Ragnheiður og etóð upp af þúfunni, sem hún hafði tylt sér á. “Nú, það er furða, hvað hún er búin að sleikja kálfinn, ekki þokkalegri en liann var,” sagði Helgi og færði litlu kúna um set á gras- balanum. Skjalda elti baulandi. (Frh.) DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy St». PHONE: 21 834 Office tímar: 2—* Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manltoba. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræöingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einníg skrifstofur a8 Lundar, mverton, Glmli og Piney, og eru þar aS hltta 4 eftirfylgjandi tímum: Lundar: Fyrrrta miSvlkudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta mi8vikudag, Piney: priOja föstudag I hv^rjum múnuBl. DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Stfl. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—8 Heimill: 764 Vlctor St.. Phone: 27 686 Wlnnipeg, Manltaba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg, Cor. Qraham og Kennedy St». PHONE: 21 834 Offlce tlmar: 8—6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manitoba. 1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) tslenakur löomaOur. Rosevear, Rutherford Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electric Rallway Chmbrm. Winnipeg, Canads Slmi: 23 082 Heima: 71 753 Cabie Addrees: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ■Jökdðma.—Er a5, WUa kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: 3”S River Ave. Tale.: 42 691 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræ81ngur SCARTH, GUILD A THORSON Skrifetofa: 308 Mining Exchange Bldg, Mein St. South of Portage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna ajúkdöma. Er aB hitta fri kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Slmi: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A, LL.B. LögfræSingur Skrlfstofa: 702 Confederation Llfe Buildtng. Main St. gegnt City HaU PHONE: 24 687 Dr. S. J. JOH ANNESSON itundar Xockningar op vfirsetur. Til viOtala kl. 11 f. h. til 4 e. h. og fril 6—8 a8 kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI : 30 877 .1. .1. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fastelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalfin og eldsúbyrgB af ÖIIu tagl. PHONE: 26 349 HAFIÐ pÉR 8ÁRA FÆTURf ef svo, finniS DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annaat um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrg8 og bif- rei8a ábyrgöir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar. 406 TORONTO GÉNERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPBG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BT.DG. PHONE: 24 171 1 f 5, ' WINNIPEO DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 V18tal» tlml klukkan 8 til 9 a8 morgninum. ALL.AR TEQUNDIR FLUTNINQA.I Hvenær, sem bér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklstur og annaat um ðt- farir. Allur útbúnaður sá beztl Ennfremur selur hann allekonar minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsimi: 58 302 heiðarbrekkur. Hátt móti Heiðarbrekkum hrikaleg Draugakinn, grafin sundur af giljum, glápir á þjóðveginn. Fossinn og hengiflugið ferðamaðurinn sér ógna til liægri handar. Ilvað ætli verði úr þér! Gengin er Gaflfellsheiði. Gott er dalnum að ná. Brunngil er fyrsti bærinn. Berjið þið dyrnar á! —Hallgr. J. SAUÐAFELL. Sólin á Sauðafellið seinustu geislum slær. Miðá til Marar rennur makráð og silfurtær. Svipfögur bygðin brosir. Blána hnúkar í firrð. Speglar þá fagurfægður s fjörður í aftankvrð. Ofan af enda fellsins inndæl er vetrarsjón; hingað harðsnúinn Daði heimsótti meistara Jón. __ —Hallgr. J.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.