Lögberg - 14.08.1930, Side 4

Lögberg - 14.08.1930, Side 4
Bls. 4. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1930. Högfjerg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "LSgberg” is printed and published by The Columhia Press, Limited, 095 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ------------------------------------------+ Altaf batnar það Þótt oft hafi nú að vísu kveðið við annar- legan tón í rit-tálknum Heimskringlu, þá mun jió til sanns vegar mega færast, að hið síðasta útburðar-væl hennar, híti höfuðið af allri skömm; rógur á róg ofan; staðleysa á stað- leysu ofan; flónska á flónsku ofan, og illkvittni á illkvittni ofan. — Við sambandskosningarnar lí>26, var Heims- ki intrla alment skoðuð, sem pólitiskt viðrini, og ]>að álit átti hún fyllilega skilið; hún úthúðaði hátollastefnunni og afturhaldinu, en barðist famt sem áður fvrir kosningu afturhalds- manns í Selkirk; hún var sumstaðar liberal, sumstaðar með hinum óháðu verkamönnum, , sum.staðar umftam alt með hinum svonefndu framsóknarmönnum, 0g hún daðraði við liina svonefndu jafnaðarmenn líka; hún var ein- hverskonar allra ó-gagn, sem enginn tók mark á, og það gera menn nú heldur ekki enn. Við nýafstaðnar sambandskosningar, komst Heimskringla, eftir þrálátan, pólitiskan ver- gang, til föðurhúsanna; hún varð, eins og • revndar innræti hennar ávalt vísaði til, ömur- legt afturhalds gargan, sem auðvald og upp- skafningsháttur spiluðu á eftir nótum. Þessu til sönnunar skal vitnað í ummæli Stebba í síð- asta blaði, eða hugleiðingar hans um úrslit kosninganna: “Þjóðarhugsunin hefir öll snúist að því, að sinna velferðarmálum landsins. Þjóðin hefir alt í einu orðið þjóðlega sinnuð. Og vinni hún áfram í þeim anda, með stjórninni nýkosnu og stefnu hennar, sem er hin eina þjóðlega stefna í landsmálum, er nokkur von um betri tíma hér.” Nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá Stebba; nú er það hann, gamall og glóandi sósí- alisti, er tekið hefir sér það veglega verkefni fyrir hendur, að dorga á afturhalds- og auð- valdsmiðum Mr. Bennetts, og það vafalaust í nafni íslenzkrar þjóðrækni- í .síðustu Heimskringlu sver millibilsrit- stjórinn og sárt við leggur, að blað sitt. hafi ekki sagt eitt aukatekið orð á móti Mr. Thor- son, meðan á kosningunum stóð. Þó er það á allra vitorði, að blaðið flutti tvær óþverra- greinar, er báðar voru ritnar í því augnamiði, að veikja Mr. Thorson í kjördæmi sínu. Heimskringla forgylti keppinaut Mr. Thorsons í alla enda, og brýndi fyrir íslendingum að kjósa hann. Var það ekki sama og að vinna á móti Thorsonf Mikið hlýtur Heimskringla að vera sterktrúuð á einfeldni íslenzks almenn- ings, haldi hún, að hann taki blekkingar hennar í sambandi við sviksemina við Mr. Thorson, fyrir góða og gilda vöru. Mikið lætur Heimskringla yfir því, hve þjóð- rækin hún sé, og hve mikið hún hafi lagt í söl- umar fvrir Þjóðræknisfélagið. Ekki er hún öfundsverð af því. Einhverjar ‘nefndir” fjasar sú Kringlótta um, er átt hefðu að vera stofnsettar til höfuðs Þjóðræknisfélaginu. Um slíkar nefndir er oss ekki kunnugt; en um eina nefnd, utan tak- marka þess félags, er oss kunnugt, er það hafði að markmiði, að halda uppi heiðri fslendinga vestan hafs og firra félag það vansæmd; á móti þeirri nefnd barðist Heimskringla með hnúum og hnjám, og samt ætlast hún til, að fólk taki þjóðræknisskvaldur hennar fvrir góða og gilda vöru. Býður nokk ur betur? ■-------------—---------------——..... Ritsjá +-----------------------------------------|. Guttonnur ,J. Guttonnsson. Gaman og Alvara. Ljóðmæli- 190 blaðsíður. Prent- smiðjan Columbia Press, Ltd. Winnipeg. 1930. Höfundur þessara ljóðmæla, er enginn ný- græðingur í túni“Braga; kvæði hans hafa verið að birtast í vestur-íslenzku blöðunum alt af öðiTi hvoru síðastliðinn aldarfjórðung, eða frek- lega það, auk þess sem komið hafa áður út, eftir hann tvrær ljóðalwekur, “Jón Austfirðin.gur” og “Bóndadóttir. ” Ljóðasafn þetta hið nýja, hlýtur að skoðast sem heildar-útfgáfa af kvæðum Guttorms fram að þessum tíma, með því að meginið af því, er í “Bóndadóttur ” birtist, kemur hér fram á sjón- arsviðið, auk þess, sem flokkurinn um Jón Austfirðing, er endurprentaður í bókinni líka. Guttormur J. Guttormsson er marghyggju skáld; hann er ekki við eina fjölina feldur; yrlrisefnin mörg og búningur þeirra marghátt- aður. Þótt Guttormi verði undir engum kringum- stæðum skipað í ljóðjötnatölu, þá er hann engu að síður gott og einkennilegt skáld; vald hans á íslenzkri tungu má kallast sérstætt, ekki sízt ])á tekið er tillit til þess, að maðurinn er borinn og barnfæddur í þessu landi. Frá formslegu ■ sjónarmiði séð, skarar “Sandy; Bar” mjög fram úr ljóðum flestra vestur-íslenzkra skálda, auk þess sem eldlegs hrifningarhita gætir þar allmikið á köflum. Fyrsta erindi þessa ofangreinda kvæðis, hljóðar á þessa leið: “Það var seint á sumarkveldi, Sundrað loft af gný og eldi, Begn í steypistraumum feldi stöðuvatn varð hvert mitt far. Gekk ég hægt í hlé við jaðar hvítrar espitrjáaraðar, Kom ég loks að lágum tjaldstað landnemanna á Sandy Bar, Tjaldstað hinna löngu liðnu landnámsmanna á Sandy Bar.” Blæbrigði þessa afar-snjalla ljóðs eru slík, að ekki getur hjá því farið, að þau veki í hjörtum lesendanna, bæði aðdáun og samúð með hetju- dug og skapfestu landnámsfeðranna og land námsmæðranná, er nú hvíla undir grasi grón- um sverði víðsvegar með ströndum Winnipeg- vatns. Kvæði þetta er breytilegt, eins og canad- iskt veðurfar; það hefst með máttugri lýsingu á steypiregni, gný 0g eldi, og endar við upp- styttu og heiðan himinn. Síðasta erindið er þannig: “Stytti upp og himinn heiður hvelfdist stirndur, meginbreiður Plins og vegur valinn, greiður, var í lofti sunnan /far. Rofinn eldibrandi bakki beint í norður var á flakki- Stjörnubjartur, heiður himinn Hveífdist yfir Sandy Bar, Himinn, landnám landnemanna ljómaði yfir Sandv Bar. ” Þótt höfundurinn hefði aldrei ort nema þetta eina kvæði, myndi það hafa nægt til þess, að skipa honum á góðskáldabekk. Annað fallegasta, ef ekki al-fallegasta kvæði skáldsins, virðist oss “Góða nótt”. Er þar um svo heilsteypta ljóðperlu að ræða, að sérhverju skáldi væri stórsæmd að. Kvæðið er stutt, og þess vegna levfum vér oss að birta það í heild. “Dúnlogn er allra átta, Allir vindar geims sig nátta, Nú er álfa heims að hátta, Ilinstu geislar slokkna skjótt, Húmsins svarta silkiskýla Sveipar þekjur vorra býla, Upp er jörðin eins og hvíla Öllu búin, — Góða nótt! Upp til hvíldar öllu búin er nú jörðin. Góða nótt! Langþrekuðum lýð er kærast Lágt að hvíla, endurnærast, Blunda lengi vel, sem værast, Vekja taugum sínum þrótt, Yfir lofts og lagarstrauma Líta Eden sinna drauma, Sólariirautir svífa nauma Sælustundu. — Góða nótt! Svífa stutta stundu brautir Stjarna og sólar. Góða nótt! Tak þú, svefn, í ástararma, Alla menn, sem þjást og harma, Legg þinn væng á lukta hvarma, Láttu öllum verða rótt, Leyf þeim, draumur, lengi að njóta Lífsins, sem í vöku brjóta Skipin sín flök og fljóta Fram hjá öllu. — Góða nótt! Þeim, sem fram hjá fegurð lífsins Fara’ í vöku. Góða nótt! Streym þú, himins stilling niður, Stattu við, þú næturfriður. Hugur fellur fram og bíður, Funheitt andvarp lyftist hljótt. Hætti allra sár að svíða, Slólar verði gott að bíða, Enginn þurfi kulda’ að kvíða, Komi sólskin. — Góða nótt! Enginn þurfi að' óttast, komi Engill dagsins. Góðanptt!” Svo yndislegt er kvæði þetta að efni og anda, að það ætti að verða lesið og lært á hverju ein- asta íslenzku heimili. A blaðsíðu 44 er smákvæði, sem Aróra nefnist, kvæði, er sóma myndi sér vel í hvaða ljóðabók, sem væri. Vísumar tvær, þær síðustu, eru á ])essa leið: “Þoka þú, myrkur! því dagur dóms Dýrðlegur upp er að renna. Nóttin er byrjuð að brenna, Kveður við ljóðstafur lúðurhljóms. Aróra kallar af himni há Hugsanir manns út úr gröfum. Letrar hún leiftrandi stöfum Hugsanir guðs allan himininn á.” Eins og þegar hefir verið vikið að, er marg- háttað til um kveðskap Guttorms; skáldæðin er margþætt, þótt bezt 'þyki oss hún njóta sín, þá um hin alvarlegu yrkisefni er að ræða. 1 mein- lausri, meðfæddri fyndni, kemst Guttormur hvergi nærri í hálfkvisti við Kristján Júlíus; en er til ádeilu eða níðfyndni kemur, hittir hann víða í mark. Eftirtektaverð er vísan “ Gáfnamerki ”, er b’irtist á bls. 59: “Gáfnamerki gott: að þegja, Glotta að því, sem aðrir segja, Hafa spekingssvip á sér; Aldrei viðtals virða neina Virðast hugsa margt, en leyna Því, sem reyndar ekkert er.” Þá er líka ekki á hverju slrái, vísa sem þessi, er skáldið nefnir “Bindindi”: “Þú leyndir þinni skoðun á landsmálum og trú Gg lézt ei getið sannfæringar þinnar. 1 bindindi var enginn eins þolgóður og þú Með þagnartappa’ í flösku hreinskilninnar.” Um auðkýfingana farast Guttormi þannig orð á bls. 75: “Þó þeir gangi gleiðir í Góðverkanua kápu, Skila þeir aldrei aftur því Atgerfi, sem þeir drápu.” Á sömu blaðsíðu, er vísa, sem nefnist “Áberandi kaupsýslumaður”: “Höndum sínum vann hann lastið leynt, Lofið einnig, sem var miður hreint; Hægri gaf svo vinstri vissi ei af, Vinstri stal um leið og hægri gaf.” Til'þrifamikill og lærdómsríkur, er ljóða- þátturinn um Jón Austfirðing, saga íslenzks, eða íslenzkra landnema í ljóði. Síðasta erindi þess mikla ljóðabálks, er á þessa leið: “Og fólkið með íslenzkan framfarabrag Við framtíðarhorfurnar sættist- Og bygðin fór stækkandi dag eftir dag, Og draumurinn smám saman rættist. — Þó mörg hafi framkvæmdin farist, Er fólgið í reynslunni manns: Að aldrei til einskis er barist 1 óbygðum Norðvesturlands.” Til prýðilegra kvæða í þessu nýja ljóðasafni skáldsins við Islendingafljót, má meðal annars telja “Haustsöng”, “Sál hússins” og “Vetrar- kvöld”, er hljóðar á þessa leið: “Sem ísar með blysförum álfa í nótt Er yfir mér sólbrautin hugreiðum farna. Öll hvelfingin bláleiftrum funar upp fljótt Af flugeldum hrapandi stjama. Og gullsnældum himnanna undinn er af í útnorðri þráðurinn regubogaliti, Sá rafkveikur, reikandi viti, Við rökkursins yzta haf, Er bragandi glömpum og gliti. Hér niðri á jörðunni nepjan er köld Að norðan — hún vangana stingur sem þyrnir, En líkt og á heilsteyptan heimsálfuskjöld Á hjarnið 0g ísana stirnir Og hreint eins og bergvatn er heiðloftið kalt Og holt að það strevmi um barka og lungu, Og talað með eldlegri tungu Er tápið í lifandi alt Og eldmóður vakinn í ungu. 1 norðri er sál mín á flugi og ferð, Hún fær sér úr ísglösum tunglsljóssins veigar, Með dýrðar og heiðríkju hátíðarverð Hún hunang úr frostrósum teygar; Hún kannast við vordögg í klakanum blám, Hún kennir í hyllingu fallandi strauminn Og vatnsstrengjagaldurinn — glauminn Úr glæstum og leystum ám, — Þar dreymir mig vornætur drauminn. ” Guttormur er skáld fegurðarinnar, þar sem hann nýtur sín bezt; náttúrulýsingar hans eru glæsilegar og sviphreinar; ljóð hans bera á sér norrænan karlmenskublæ, þar sem veimiltítu- skapur kemst hvergi að. Séu hin eldri kvæði Guttorms tekin til sam- anburðar við þau yngri, vii’ðist oss sem ljóðflug skáldsins hafi ekki hækkað til muna, frá því er “Bóndadóttir” kom fyrir almennings sjónir, þótt mörg hinna yngri kvæða séu prýðilega gerð. ílnda vex enginn lifandi maður nokkru sinni yfir höfuð sjálfum sér, hvort sem skáld á í hlut eða ekki. Að ytra frágangi, er Ijóðasafn þetta vand- að sem þá, er bezt getur, pappír og prentun upp á það bezta, og prentvilla hvergi fyrirfinn- anleg. Bókin kostar $2.00 í skrautlegri kápu, og fæst hjá höfundinum að Biverton, Man. Látið þér peningana á bankann? Því ekki? Þér getið þar keypt ánægju, tryggingu og sjálfsvirðingu, auk meiri peninga, sem renturnar gefa. Brúkið peninga yðar á Bankanaunt. Spyrjið um rit vort: “The uses of a Bank.” 'Mil w. Notkun Peninga í Nýju Ljósi The Royal Bank of Canada Canada framtíðarlandið Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópuj, þar sem loftið er tempr- að, vaxa líka í Vestur-Uanada, svo sem raspber, jarðber, kúren- ur, bláber og margar fleiri teg- undir, nema í hinum norðlægustu héruðum. Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð ár eftir ár; hefir sú uppskera oft numið 170 bushelum af hverri ekru á ári. Garðarnir gjöra oft- ast betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úr- gangur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem bæði ávextir og fleira er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta býli bænda í Vestur-Canada, og einn- ig munu bændur komast að raun um, að trjáplöntur í kring um heimili, margborga sig, og fást trjáplö.ntur til þefirra þarfa ó- keypis frá fyrirmyndarbúinu í Indian Head, í Saskatcheawn. — Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræðingar frá rþeim búum veiti mönnum tilsög nmeð skóg- til sumarmála. Enn fremur varn- ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það hefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir far- ið þverrandi, þá er það því að kenna, að landinu hefir verið misboðið —- að bændurnir hafa annað hvort ekki hirt ujm að breyta til um útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskatchewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur hluta fylkisins. Einnig hefir Dominion stjórnin í félagi við fylkisstjórnirnar í Saskatche- wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr kolamylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni sam- an, og hefir það reynst ágætt elsdneyti, ekki að eins heima fyrir, heldur líklegt til þess að verða ágæt markaðsvara. Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma úr námunum, allvíða, 0g grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa meg í það og það skiftið. Þess hefir verið getið 1 undan- ræktina, og segja þeim hvaða! förnum greinum, hve fólksstraum- trjátegundir séu hentugastar fyr-'urinn inn í landið hafi aukist j stórkostlega, svo að sjaldan eða* | aldrei hafi streymt hingað jafn- 'mikið af nýbyggjum frá Norður- ir þetta eða hitt plássið. — Engi og bithagi. löndum, svo sem Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. Meginþorri þess fólks hefir leitað vestur á bóginn og tekið sér bólfestu í Saskatchewan og Alberta fylkjunum, einkum því síðarnefnda. Fjöldinn af fólki þessu er þaulvant landbúnaði, sérstaklega griparækt, og ætti þar af leiðandi að vegna vel í hinu nýja kjörlandi sínu. Eins og drepið hefir verið á, eru skilyrðin fyrir arðvænlegri búpeningsrækt í Vesturfylkjunum hin ákjósanlegasta, en þó ef til vill hvergi jafngóð og í Alberta. Hefir sá atvinnuvegur alla jafna verið stór þýðingarmikill fyrir fylkisbúa. Eru sláturgripir þar oft á meðal hinna allra beztu í landinu. Fram að aldamótunum síðustu var nautgriparæktin höfuð at- vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins. í Norður- og Miðfylkinu var þá einnig allmikið um griparækt. Er fram liðu stundir, fóru bændur að leggja mikla áherzlu á fram- íeiðslu mjólkuráfurða og er nú smjörgerð fylkisins komin á afar- hátt stig. Hefir. stjórnin unnið að því allmikið, að hvetja bænd- ur og veita þeim upplýsingar í öllu því, er að kynbótum naut- gripa lýtur. Nú orðið má svo heita, að griparæktin og kornuppskeran sé stunduð jöfnum höndum. Á býl- um þeim, er næst liggja borgun- um, er mjólkurframleiðslan að jafnaði mest. Enda er markað- urinn hagstæður. Á sléttum Suður-fylkisins var griparæktin mest stunduð lengi vel framan af. En nú er orðið þar mikið um akuryrkju líka. | Hinu kjarngóða beitilandi er Hin hörðu vetrarfrost og hið það að þakka, hve sláturgripir í þurra loftslag eru öfl til vernd-j Alberta eru vænir. Veðráttufar- Hið ágæta engi ög bithagi, sem fyr á árum fóðraði þúsundir vís- unda, antelópa, elk- og moosedýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá menn alfálfa, smára, timothy, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrasstegundum; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkjuínum, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Einnig er maís sáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. Þegar engjar í Vestur - Canada eru slegnar senmma, er grasið af þeim mjög kjarngott, og gefur lítið eða ekkert e'ftir ræktuðu fóðri, ef það næst óhrakjð. Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðuj góðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúggras og broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hver út af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er atfalfa og broomgras haldbeztu tegundirnar. Aburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Saskatchewan og í Sléttufylkjun- um öllum, er það, hve ríkuir hann er af köfnunarefni og jurtaleif- um. Og það er einmitt það, sem gefur kornberjum frjóefni og varanleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugar fyrir bændu^ að rækta korn á landinu sínu ár frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta um sáðteg- undir, því við það líður hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf korn- og nautgripa-! rækt að haldast í hendur, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldr- ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef þeir vilja að vel fari. unar frjósemi jarðvegsins. Þau.ið er heilnæmt öllum jurta- losa allan jurtagróðu,r í klaka- gróðri. Saggaloft blátt áfram böndum sínum, frá vetrarnóttum, þekkist þar ekki.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.