Lögberg - 21.08.1930, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.08.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. AGUST 1930 NUMER 34 Gullbrúðkaup Bjarna Jónssonar og Þorbjargar Jóhannsdóttur að Markerville, Alta. GullbrúÖkaup þeirra hjóna Bjarna Jónssonar frá Auðnum í SæmundarhlíS og Þorhjargar Jóhannsdóttur frá Hellulandi í fdegranesi var haldiS hátiSlegt 5. júlí af bygSarbúum í íslenzku nýlendunni viS Markerville, Alberta. Voru þar samtaka i því all- ir íslendingar og margir af öSrum þjóÖflokkum. Þau hjón eru bæöi Skagfirsk aS ætt og uppruna. Bjarni er fæddur 1856 og kona hans 1858. Þau giftust 1880 aS heimili Ólafs SigurSssonar á Ási í Hegranesi og bjuggu 3 ár í SkagafirSi á íslandi. Vestur unr haf fluttu þau 1883 og settust aS í grend viS Mountain pósthús NorÖur Dakóta. Eftir 5 ára dvöl þar fluttu þau til íslenzku nýlendunnar í . Alberta, norSvestur af Innisfail og eru þar meS fyrstu frumbyggj- um þeirrar bygSar. Nam Bjarni þar land. En eins og nrargir is- lenzkir landnemar vann hann í Calgary fyrstu árin. 1890 flutti hann alfarinn á Iand sitt og hefir búiS þar síSan. Eand hans er skamt frá þar sem Markerville pósthús er.nú. Nánustu vanda- menn og venzlafólk gullbrúShjónanna kom sarnan nokkru eftir hádegi aS heimili þeirra til aS árna þeim heilla og fylgdu þeim síS- an í samkomusalinn “Fensala Hall” þar sem aÖal hátiSin hófst. Salurinn var uppljómaÖur af ljósum og skreyttur fegurstu blómum. Þegar í salinn kom var sunginn íslenzki brúÖarsálmur- inn “Hve gott og fagurt og indælt er.” Voru þau svo leidd til önd- vegis. Séra Pétur Hjálmsson flutti þá hjartnæma bæn og því næst færSu ungmennin Júni Markeberg og Kenneth Hansson, skrýdd brúSkaupsbúningi inn körfu meS 50 rósum. Mrs. A. G. True systurdóttir gullbrúÖgumans og uppeldisdóttir þeirra hjóna þakk- aSi fyrir meS velvöldum oröum, þann heiöur og velvild, sem þelm var sýndur af vinum og vandamönnum, meS þessu samsæti. Fyrr- um þingmaSur kjördæmisins, stórbór.dim -Daniel M rdæberg t”. þá viS stjórn meS eftirfylgjandi skemtiskrá. Fyrst var sungiö: “HvaS er svo glatt.” Séra Pétur Hjálmsson flutti þar næst ágæta ræSu til gullbrúShjónanna og svo var sungiÖ ‘Ó, guö vors lands” og Mrs. Cook söng sóló, “I Love You Truly.” Mr. Morkeberg hélt því næst snjalla ræSu og þakkaÖi þeim fyrir góSa viÖkynn- ingu og lipra framkomu frá því þau komu í bygöina til þessa dags, flm þaS gæti hann vel dæmt, því hann kom litlu síSar í bygSina. Þar n?est sungu þær Mrs. W. S. Johnson og Mrs. H. C. Johnson tvísöng og Mrs. A. Jóhannsson sóló “Svíf þú nú sæta” og tvísöng ungfrúrnar May og Nóra Johnson og sóló Vivian Johnson, eru stúlkur þessar sonadætur gullbrúShjónanna. Jón GuSmunds- son frá Calgary, hálfbróðir gullbrúSgumans, mælti þá fram nokk- ur velvalin og viSeigandi orS fyrir þann hlýhug og velvild, sem I bygSarbúar hefSu ætiS sýnt og sýndu enn, meS þessari samkomu, | bróSur sínum og tengdasystur. Því næst afhenti Mr. Morkeberg gullbrúÖhjónunum 50 dali i gulli frá Jóni GuSmyndssyni, 50 dali í gulli frá börnum þeirra og 50 dali í gulli frá bygSarbúum og 5 dala gullpening frá systurdóttur gullbrúSgumans, Mrs. E. Appleby frá Calgarv, og margar góSar gjafir frá vinum fjær og nær. BrúS- guminn þakkaSi því næst meS lipurri ræSu fyrir sig og konu sína, fyrir þá velvild og þann hlýhug, sem bygSarbúar og aSrir vinir þeirra hjóna hefSu æfinlega sýnt þeim og sýndu enn meS þessari samkomu þeim til heiÖurs og ánægju. SíSan var sezt til kvöld- verðar, sem íslenzku konurnar í Markerville kunna allra kvenna bezt aS framreiSa. Yfir 300 manns sátu veizlu þessa; utan héraSs voru gestir frá Calgary, Bowden, Blackfolds og Red Deer. MeSal gestanna voru þau Mr. Jón GuSmundsson frá Calgary og Mrs. Rannveig Peterson i Markerville sem setiS höfSu brúÖkaup þeirra hjóna á íslandi fyrir 50 árum síSan. Börn þeirra hjóna eru þrír synir, Jón Ólafur, kvæntur hér- lendri konu; Jóhann SigurSur, kvæntist systurdóttur Stephans G. Stephanssonar skálds en misti hana fyrir nokkrum árum; Vil- hjálmur Stefán kvæntur hérlendri konu; og tvær dætur Sigurlaug gift A. Hanson og GuSbjörg, gift H. Hanson öll til heimilis í bygS- inni og 14 barnabörn. AS enduSu samsætinu stóSu allir á fætur og óskuSu aS þau hjón Bjarni og Þorbjörg ættu eftir aS lifa mörg fleiri ár í ástríku hjónabandi; undir þá ósk tekur af heilum hug undirritaSur. GullbrúShjónin biSja Lögberg aS flytja hjartans þakklæti sitt til allra vina sinna f jær og nær. G. S. Grímsson. Ferðapistlar Eftir séra Rúnólf Marteinsson. lEkki hefi eg ferðast til Panama á þessu sumri og ekki til íslands; én maður þarf ekki að ferðast svo langt til þess að hafa ánægju af ferðinni. Ekki var tilgangurinn sá, að sjá útsýni, þó eg sæi marga fallega staði o!g hefði ánægju af mörgu því, sem fyrir augun bar. Vanalega er mest um það vert á ferðalagi, að hitta gott fólk, og það var tilgangur minn, enda varð e'g ekki fyrir vonbrigðum. Þrjár ferðir hefi eg farið til Norður-Dakota í sumar. Fyrstu ferðina fór eg eftir beiðni séra Haraldar Sigmars, að Mountain, og safnaðarmanna hans. Höfðu þeir áformað að halda hátíðar- guðsþjónustur til minningar um Alþingishátíðina miklu á íslandi, sunnudaginn 29. júní. Komið var saman á tveimur stöðum í presta- kallinu, að Akra og Gardar. Á fyrri staðnum var komið saman í stóru samkomuhúsi, en á síðari staðnum í gðmlu Garðarsafnaðar kirkjunni. Sérstaklega var það hugnæmt fyrir mig, að koma inn í þessa kirkju. Einu sinni var eg tíður gestur þar í þeirri kirkju, er séra Friðrik heitinn Bergmann flutti þar boðskap kristindómsins með sinni alkunnu snild. Mál hans var ætíð hljómþýtt og fag- urt og öll framkoma hans smekk- vís o'g aðlaðandi. En nú voru liðin mörg, mörg ár síðan eg hafði komið í kirkjuna. Sorgleg saga 'hafði gjörst á því tímabili, tragísk sundrung út af trúmálum o!g klofningur safnað- arins; en nú var alt þetta liðið hjá. Enn á ný komu menn saman, allir bygðarbúar, í Garðarkirkju: einn söfnuður, einn prestur, ein- ing andans staðfest enn á ný. Ef til vill er sú eining dýrmætari, en hún var nokkru sinni áður. Á báðum stöðunum var troð- fult af fólki, enda nokkrir söfn- uðir, sem sameinuðust um hvorn stað. Söngur var ágætur og veru- legur hátíðarblær yfir báðum guðsþjónustunum. Á báðum stöð- unum prédikaði eg um “Útsæði kristindómsins í þjóðarakri ís- lendinga” og hafði fyrir texta Mark. 4: 3, en sóknarpresturinn, sér Haraldur iSigmar, stjórnaði guðslþjónustunum. Gamla og góða vini hitti eg við þessi tækifæri og var það fögn- uður að hitta þá aftur. Aðra ferð fór eg í þessar sömu býgðir laugardaginn 19. júlí. Fór eg hana i umboði Jóns Bjarnason- ar skóla. Var konan mín með mér og samstarfandi. Átti hún um eitt skeiðf eins og eg, heima í þessari by!gð, og hafði hún ánægju af því að endurnýja kunningsskap við gamla vini. Næsta dag, kl. 11 f. h., prédik- aði eg við guðsþjónustu, sem sóknarpresturinn stýrði, í kirkju Fjalla-safnaðar. Þar sagði eg einnig frá skólanum. Sá söfnuð- ur styður það mál reglulega á hverju ári. Vildi é!g óska þess, allir söfnuðir vorir væru eins trúir kirkjufélagsmálunum, eins og hann er. Eftir hádegi var halin sunnu- ■dagsskólasamkoma fyrir alt presta- kallið að Mountain. 1 raun og veru var þetta samkoma fyrir alla. Fólk var þar saman komið úr öllu prestakallinu. Er slíkt fallegur siður og væri til góðs í öllum prestaköllum vorum. örvar hann einingu o!g áhuga. Komið var samana í fögrum lundi við samkomuhús bygðar- innar, norðanvert við Mountain- bæ. iSamkomunni stýrði sóknar- presturinn og flutti hann einnig ræðu. Stór hópur sunnudagsskóla- ungllnga söng sálma. Eg flutti þar einni!g ávarp til unga fólksins og mintist síðar á það, hvers vegna eg væri þangað kominn. Næsta morgun var hafið dálít- ið námskeið í íslenzku. Fór það fram í skólahúsinu á Mountain, þótt byrjað væri í kirkjunni fyrsta worguninn og þar væri loka-sam- koman haldin. Frá þessu hefir nú þegar verið sagt í Lögbergi af séra Haraldi, og vil eg endurtaka sem minst af því sem þar var sagt, aðeins vísa til þess. Frá því, hvernig þetta atvikað- ist, þarf eg samt að segja. Vil eg láta þess getið við Vestur-ís- lendinga, að eitthvað þessháttar hefi eg viljað gjöra á hverju sumri, síðan eg fór að starfa við Jóns Bjarnasonar skóla. Eg hefi haft sterka löngun til að breiða starf skólans út, um allar bygðir Vesturjíslendinga. Mér er það auðvitað ljóst, að ekki geta nema tiltölulega fáir af öllum fjöldan- um notið kenslu í skólanum sjálf- um, þp því megi með engu móti gleyma, að þrátt fyrir alt er það nú orðinn stór hópur ungs fólks, sem þar hefir setið á skólabekkjum. Hinu má heldur ekki ganga fram hjá, að þeir hefðu getað verið enn þá fleiri, án þess að nokkur manneskja hefði gjört sér óhag. En eg hefi ávalt viljað, að skól- inn næði til fleiri en innritaðra nemenda. Sú byrði, sem Vestur- íslendingar hafa lagt mér á herðar, að safna fé til hans, í stað þess að þeir söfnuðu því sjálfir, hefir gjört mér þetta ó- kleift, eðas vo hefir mér sýnst. Má vera, að það hafi verið hug- leysi. Hug í þetta sinn eignaðist eg við bréfaviðskifti um skóla- málið, milli okkar séra Haraldar, siðasfliðinn vetur. Það kom þá í ljós, að hann hafði um þetta mál hugmynd ekki ósvipaða minni. Þannilg fæddist þetta litla fyrir- tæki. Það var okkur báðum ljóst, að þetta var tilraun og nokkuð var undir því komið, að hún hepn- aðist. Eg gat þess á sunnudags- skólasamkomunni, er eg skýrði, hvað fyrir mér vekti, að eg væri að flytja Jóns Bjarnasonar skóla suður yfir “línuná”, þótt ekki væri nema fáeina daga. Því var tekið með lófaklappi. Menn muna eftir Iþví, að einu sinni var afar mikið kapp um það, hvar ,skólinn skyldi reistur, fyrir sunnan eða norðan “línuna”. Norðanmenn unnu sigur, en það sorglega til að segja frá er það, að þá dó því nær allur sa áhugi, sem var fyrir málinu meðan á deilunni stóð. Grimm er sú norn, sem skapað hefir oss ís- lendingum þau örlög, að sóa beztu lífskröftum okkar í ófriði. 1 raun og veru eru margar sturlunga- aldir í sögu íslendinga, þótt hins megi minast með þakklæti, að oft- ar en í eitt skifti höfum við átt Þorgeir og Síðu-Hall. Á Mountain var samþykt að stofna Jóns Bjarnasonar skóla; á Mountain áformaði séra Hans B. Thorgrímsen að reisa kirkjufé- lagsskóla. lEinn mikilsvirtur vin- ur, þar syðra, stakk upp á því við mig, að þangað mætti enn flytja Jóns Bjarnasonar skóla, en ekki var mér það í hug, er eg afréð að fara til Mountain í þetta skifti, heldur aðeins þetta stutta nám- skeið, sem gæti orðið visir til annars meira af sumarskólastarfi í kristinómi og íslenzku. Hópurinn, sem námskeiðið sótti, var ekki stór, um 20 börn og ung- lingar. Miklar annir fyrir börn stóðu yfir þá í bygðinni. Auk þess gekk kíghósti á Mountoin, sem hindraði það að að börn apn- ars staðar að sæktu; en það sem mestu máli skiftir, er það, að börnin sem komu, vildu læra. Til- sögn var veitt í íslenzkri réttritun, landafræði íslands og sögu. Ljóð voru lesin o!g skýrð 0g íslenzkir söngvar sungnir. Islenzk bréf voru skrifuð, uppdráttur íslands teiknaður, sömuleiðis Þingvöllur. Alt var þetta í einföldustu atrið- um fram sett, en nokkuð greini- lega var ságt frá alþingishátíð- hátíðinni o!g alþingi. Börnin því- nær öll höfðu frábæran áhuga á náminu. Mér fanst þau taka við því, að minsta kosti sum, eins og þyrstur maður tengar svaladrykk. Iðulega voru sum þeirra sein að fara út til að leika sér, þegar frítími kom, en voru í þess stað að skoða uppdrátt íslands, eða ljúka einhverju, sem þau voru að skrifa. Eg hafði auglýst það, að 'gæti ekki tekið á móti öðrum ung- lingum en þeim, sem væru læsir, en eftir hádegi fyrsta skóladag- inn, komu inn fjórar ungmeyjar, mjög hæverskar og prúðar, en ekki mjög styrka^ í íslenzkum lestri. Við gjörðum fyrir þær það sem við gátum, en þær létu sig ekki vanta eftir það. Ekki skorti kapp eða dugnað hjá þeim. Hið sama er satt um hin litlu börnin og þau stærri, og drengirnir voru engu áhugaminni en stúlkurnar. Elg bað börnin að spyrja for- eldra sína, hvaðan þau væru upp- runnin á íslandi. Því nær öll sintu þessu og virtust fylgja þvi með áhuga, að eg leitaði að staðnum á uppdrætti íslands. Veruleg unun var að þessu starfi. mínu. Annar hópurinn sagði, að þetta væri alveg gagnslaust, vegna þess, hve stutt námskeiðið væri, miklu lengri tíma þyrfti ef að nokkru gagni ætti að vera; en hvað vita þeir um það, hvaða fræ- korn kunna út að springa? Hinn hópurinn tók þessari tilraun minni með miklum fögnuði. Einn mikilhæfur maður á Mountain sagði, að sig hefði langað til að njóta námskeiðsins sjálfur. Rétt á þessari síðustu tíð, er það mjög að fara í vöxt, bæði í Bandaríkjunum og Canada, að stofna til Biblíuskóla í sumarfrí- inu. Mörg, mörg ár hefir það tíðkast meðal Norðmanna, Svía, Dana og annara að halda sumar- skóla til að kenna kristindóm og feðramál. Því ekki fslendingar? (Framh. síðar.) Tvenskonar aðstöðu varð eg eg.var við gagnvart þessu litla starfi Takmörkun innflutnings W. A. Gordon, innflutninga ráð- herra, hefir tilkynt, að það verði stefna nýju stjórnarinnar, að tak- marka mjög fólksflutning til Canada frá meginlandi Evrópu, og þeim einkum veitt leyfi til að setjast hér að, sem strax ætli að bvrja búskap og séu færir um að gera það. Einnig verði konum og börnum þeirra manna, er þegar iiafa sezt hér að, leyft að koma. Hyggur á Ameríkuferð Forseti þýzka lýðveldisins, Paul von Hindenburg, hefir íyrir skömmu lýst yfir því, að hann brenni af löngun eftir því að Hálft þorp í auðn Miðvikudaginn, þann 13. yfir- standandi mánaðar, kom upp eld- ur í þorpinu Masson í Quebec-j fylki. Tókst slökkviliði ekki að. bæla niður eldinn, fyr en hálft| þorpið var brunnið til kaldra kola. j Manntjón varð ekkert, en eigna- tjónið er metið á tvö hundruð ogl fimtíu þúsundir dala. Mótmælir hátollum Senator Claude A. Swanson fráj Virginia, hefir nýverið, fyrir Tólf íslandsfarar komu heim í fyrradag Á þriðjudagskveldið var, komu tólf Alþingishátíðargestir hingað til borgarinnar, er ferðast höfðu víða um Norðurálfuna. Hér fylgja á eftir nöfn þeirra: Dr. B. J. Brandson, fulltrúi Can- adastjórnar á Alþingishátíðinni. Miss Margrét Brandson. Mr. J. Ragnar Johnson, lög- fræðingur. Mrs. Finnur Johnson. Dr. og Mrs. Thorlakson. Miss Jenny Johnson, Mrs. Laura munn miðstjórnar Demókrata-j Burns, Miss Guðrún Bildfell, Miss flokksins í Bandaríkjuunm, sent út Guðrún Jóhannsson, Mr. Tryggvi kröfu um gagngerða endurskoð-j Sigvaldason og Mr. Daníel Hall- un á tollverndarfrumvarpi síðasta bregða sér til Ameríku, og kynn-j þings, er hann telur skaðlegt fyr- ast landi og þjóð. Samt sem áður mun nokkur vafi leika á því, hvort af slíku geti orðið, með því að forsetakosningar fara fram næsta ár á Þýzkalandi, au^c þess sem forpetinn er nú hniginn mjög að aldri, freklega áttatíu og þriggja ára. Enn nýtur forsetinn beztu heilsu og gengur daglega til verks með eldlegum áhuga. ir þjóðarheildina, og aðeins hin- um fáu, útvöldu í hag. Indlandsmálin dórsson. Kaþólskir pílagrímar heimsækja Stiklastaði Þann 31. júlí síðastliðinn, söfn- uðust saman á Stiklastöðum í Noregi, um sex hundruð kaþólsk- ir pílagrímar, víðsvegar að; þar tvö hundruð Frakkar. Voru þar sungnar messur og guð- Major talar Iofsamlega um ísland Hon. W. J. Major, dómsmálaráð- herra Manitoba fylkis, kom úr ís- landsför sinni í víkunni sem leið. Kom hann einnig til Englands og hafði þar nokkra dvöl. Haft er eftir Mr. Major, að það sé engum vafa bundið, að ísland sé nú á meiru framfaraskeiði en nokkru sinni áður, og megi meðal annars ráða það af því, að þar séu víða að koma upp íveruhús á sveita- heimilum, sem fólk í VesturjCan- ada mundi vera stolt af að eiga og búa í. Hann selgir, að fólkið alment virðist ánægt með hlut- skifti sitt, og hafi engan hug á að flytja burtu. Þegar hann af- hjúpaði brjóstmyndina af Hon. Thomas H. Johnson, talaði hann vitanlega á ensku, og segir Mr. Major, að þar hafi en!ginn túlkur ur verið, og engan túlk hafi þurft, því íslendingar skilji alment ensku, að heita megi. Yfirleitt lætur hann hið bezta af að koma til íslands. Eftir síðustu fregnum að dæma, er það síður en svo, að nokkuð^ verulega sé enn farið að greiðasti á meðal fram úr óeirðaflækjunni á Ind- landi, Iþrátt fyrir ítrekaðar sátta-' rækileg hátíðahöld viðhöfð í þrjá og miðlunartilraunir af hálfu brezkra stjórnarvalda. Hér og þarj um landið logar alt í ófriði, meðj allmiklu mannfalli. í vikunni sem leið’vitjuðu ýms- ir leiðtogar Breta og innfæddra Indverja á fund Gandhi’s í fang-j elsi því, sem hann um þessar' mundir, er staddur í, með það fyrir augum, að reyna að bindaj enda á deilurnar með friðsamleg- um hætti. Úrslit þeirra sam- komulagstilrauna hafa enn eigi gerð verið heyrinkunn, en þó mun næsta alment svo litið á, að á- rangurinn hafi orðið lítill sem enginn. daga. Canada er enn bezti við- skiftavinur Bandaríkjanna Samkvæmt nýkomnum skýrsl- um frá verzlunarmála skrifstof- stofunni í Washington, hefir Can- ada keypt vörur frá Bandaríkjun- um, í siðastliðnum júnímánuði, fyrir -51,715,152. Er það að vísu æði mikið minna, en á sama mán- uði í fyrra, því þá keypti Canada vörur frá Bandaríkjunum fyrir $80,483,894. Bandaríkin keyptu þar á móti vörur frá Canada í síðastliðnum júnímánuði, fyrir $36,503,217, en í fyrra fyrir $44,315,288. Fullveldis viðurkenningar krafist. Forsætisráðgjafi Suður Afríku- sambandsins, Rt. Hon. James B. Hertzog, hefir lýst yfir, að full- trúar þjóðar sinnar muni krefjast þess á samveldisstefnu þeirri, sem háð verður í Lundúnum í septem- bermánuði næstkomandi. að þjóð- réttindi Suður Afríku verði að fullu viðurkend. Þessu jafnframt, tjáir Mr. Hertzog sig ávalt fúsan og viljugan til nánustu samvinnu við Bretland og hinar ýmsu sam- lendur þess. Loftskipið R-100 komi heim Þetta mesta loftskip, sem enn hefir bygt verið, er nú aftur kom- ið heim til sín, frá Canada. Það lenti á sunnudaginn í Cardin'gton á Englandi og var 57 klukkustund- ir og 12 mínútur á leiðinni frá Montreal. Ferðin gekk vel að öllu 1 leyti, en loftskipið hrepti þó vont j veður, storm og regn, yfir miðju , hafi, og tafði það ferðina nokkuð. I Gat skipið ekki farið nema fimtán mílur 4 klukkustund um tíma. En þegar á leið, var vindstaðan hagstæð og fór það þá stundum 92 mílur á klukkustund. Yfirleitt hepnaðist þetta fyrsta Atlants- hafsflug hins mikla loftskips á- gætlega. Siegfrield Wagner látinn Fyrir skömmu síðan andaðist í Beyreuth á Þýzkalandi, tónskáld- ið Siegfried Wagner, sonur óperu- meistarans Richard Wagners. Þótt Siegfried jafnaðist hvergi nærri á við föður sinn, þá var hann engu að síður allmerkt tónskáld, og samdi nokkuð af óperum. Hann varð rúmlega sextugur að aldri. Hörmulegar slysfarir Sá hörmulegi aturður gerðist Blakeburnnámum, við Blakeburh í iBritish Columbia, þann 14. þ.m., að náma féll saman og innilukti fjörutíu og sex námamenn, er tal- ið er víst að hafi allir mist lífið. Þe!gar þetta er skrifað, höfðu að- eins fundist líkin af tveimur mönnum, er í námunni höfðu ver- ið að verki, þegar sorgaraturður- inn skeði. Fulltrúar Canada á þingi þjóðbandalagsins Fulltrúar þeir, er fyrir Canada hönd mæta á þingi Þjóðbandalags- ins í Geneva í næstkomandi sept- Afskapa hitar í Noregi Símað er frá Oslo, þann 17. þ. m. að afskaplegir hitar hafi geys- ið þar í landi frá því í byrjun mán- aðarins, og varla komið deigur dropi úr lofti. Hefir þetta til þess leitt, að hinar ýmsu uppskeruteg- undir eru sagðar að vera miklu rýrari, en gert hafði verið ráð fyrir. Lengi á flugi Dale Jockson og Forrest O’Brien lentu í St. Louis, Mo., á sunnu- daginn, eftir að hafa verið stöð- ugt á flugi í 647 klukkutíma og 28% mínútu. Voru þeir því 93 klukkutíma og 47 mínútum leng- ur á flugi heldur en Hunter bræð- urnir frá Chicago, sem þangað til höfðu verið allra manna lengst uppi í loftinu. Sagt er, að þessir tveir menn séu vel útlítandi og jafngóðir eftir þetta, nálega fjögra vikla flúg, og hefðu getað haldið það út lengur, ef flugvélin hefði ekki bilað eitthvað lítilshátttar, svo þeir vildu ekki treysta henni lengur. Ofviðri og manntjón Á þriðjudaginn í þessari viku, gekk þrumuveður mikið yfir nokk- urn hluta Alberta-fylkis, aðallega i grend við Hanna, og varð fjórum manneskjum að bana og olli æði- miklu eignatjóni. Norðmaður sveltur í hel Norðmaður einn, Hans Furseth að nafni, fanst fyrir skömmu skamt frá Horace í North Dakota, aðfram kominn af hungri. Var hann þegar fluttur til Fargo og settur þar á sjúkrahús. Svo var hann af sér genginn, er þangað kom, að hann fékk engrar fæðu neytt og lézt skömmu síðar. Mað- ur þessi hafði að sögn komið til G. J. H. Malcolm látinn Hann andaðist í Brandon hinn 19. þ.m., 65 ára að aldri. Hann átti lengi sæti á Manitobaþinginu og var búnaðarmála ráðherra síð- ustu árin, sem Norris var for- sætisráðherra. Reykjavík, 26. júlí. Túnasláttur fyrir austan fjall er víðast vel á veg kominn. í Fló- anum eru margir langt komnir með að hirða töður sínar, o!g þeir, sem nógan mannafla hafa, eru búnir að hirða. Spretta á túnum er yfirleitt ágæt og einnig á vot- engjum. Á áveitusvæðinu er vel embermánuði, hafa verið skipaðir, North Dahota frá Wisconsin, leit-| sprottlð’ að sogn betur en 1 f>’rra- Senator Sir Robert Borden, Thomas Chapais og Hon. Mrs. Mary Irene Parlby; á hún sæti í ráðu- neyti Alberta-fylkis. Afengi gert upptækt Gæzlumenn bannlaganna, gerðu nýlega áhlaup á North American ölgerðarhúsið í Brooklyn, og lögðu þar hald á $1,500,000 virði af á- fengum öltegundum og brennivíni. að árangurslaust að atvinnu, og heldur viljað láta lífið, en beið- ast ölmusu. Pappírsverksmiðja brennur Símað er frá Oslo, að brunnið hafi því nær til kaldra kola, hin mikla pappírsferðar verksmiðja í Randsfirði. Tjónið er metið á fulla miljón króna. BEIÐNI. Allir, sem vita um tækifæri fyr- ir skóladreng eða skólastúlku að vinna fyrir fæði og húsnæði í vet- ur, eru beðnir að láta mig vita sem allra fyrst. Eg vil gefa ís- lendingum fyrsta tækifæri, og sný mér því fyrst til þeirra. Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. Talsími: 33 923.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.