Lögberg - 21.08.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.08.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGírST 1930. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga ■'SSSSSSSSSSSSSSCSSSCSSCSSCSSSSSSSCSSSSCSSSSSSSSCSSCSCSCSSCSSSSSSSSSSSSSCSýýSSýýýSýýýýý-ýýýSýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýýSSSSSSiýýýSýSCSSSiMfrMCSCCSSCSSSSCSCSSSSCjCSSCSSSýýSSSýSCSCSCSS^TiSYSSSSSCS'fSS'TSSS'fS Góðar gjafir III. “Hérna er meisinn, ’ ’ sögðu drengirnir og lilunkuðu honum niður á balann rétt hjá kálf- inum. “Ætlið þið að mölva meisinn, strákar?” sagði Helgi byrstur. “Þið lærið seint, að fara vel með hlutina, sem þið handleikið. Ekki hefð- uð þið verið borgunarmenn fyrir meisnum þeim arna.” Drengimir roðnuðu og litu hvor á annan. Krakkarnir settust nú allir á balann hjá Skjöldu og kálfinum. Fullorðna fólkið tylti sér líka. “Heldurðu þér þætti gaman að eiga kálfinn, Mundi litli?” spurði Hegli blíðlega. “Já, mér þætti fjarskalega gaman að eiga liann,” sagði Sólmundur. “Hvað ætlarðu að gera með hann, ef eg gef þér hann?” “Eg ætla að eiga hann og biðja mömmu að ala hann upp, ’ ’ svaraði Mundi. “Þá fáið þið börnin minni mjólk,” svaraði Helgi brosandi. “Jú, en svo fáum við meiri mjólk, þegar feálfurinn er orðinn stór kýr og farin að mjólka. Og þá verða kýrnar þrjár,” sagði Mundi alvar- legur- “Það verður nú langt þangað til, Mundi minn. En vel getur verið, að þið 'börnin lifið það, að þessi kálfur verði mjólkurkýr. Jæja, Ella mín, þú mátt gefa Munda kálfinn.” Ella stóð upp og þakkaði pabba og mömmu fyrir með kossi. Mundi sat kafrjóður hjá og hlustaði og horfði á það, sem fram fór. Ella gekk til Munda, þar sem hann sat, og sagði “Þú mátt eiga kálfinn, heyrirðu það?” “Já, eg heyri það,” sagði Mundi ofur lágt. “Ætlarðu ekki að kyssa Ellu fyrir kúna?” sögðu stærri drengirnir við Munda. Mundi og Ella þögðu og litu hvort á annað, hálffeimin. Hlógu nú allir að Munda og Ellu, nema hjónin; þau brostu hvort framan í annað, en það tóku börnin sér nær, en hlátur hinna. “Þakkaðu Ellu fyrir með handabandi, Mundi litli, og láttu það nægja,” sagði Ragn- heiður góðlega. Það gerði Mundi óðara og þakkaði svo hjón- unum fyrir með kossi. “Farðu nú heim til pabba þíns og vittu, hvort hann vill ekki bera heim fyrir þig kúna þína, því að ekki getur hún gengið sjálf,” sagði Helgi. “Við bíðum hérna á meðan.” Mundi hljóp nú heim og réði sér varla fyrir kæti. Mamma hans var úti á túni að hreinsa- “Hún Skjalda er borin. Hvar er hann pabbi?” sagði Mundi og var mikið niðri fyrir. “Hvaða írafár er þetta? Eru það nokkur undur, þó að kýrin sé borin? Heldurðu það dugi ekki, að bæði lijónin séu yfir henni?” sagði mamma hans. “Jú, en ég þarf að finna hann pabba.” ‘ ‘ Hann er ekki heima; hann fór að gæta að hestunum. Hvað þarftu að finna hann pabba þinn? Er þér ekki nægilegt, að tala við mig?” “Nei, nei. Hún Ella gaf mér kálfinn henn- ar Skjöldu. Og hjónin sögðu, að þú ættir að láta hann lifa.” “Hvaða vitleysa er í þér, strákur? Hvað heldurðu að hún eigi með að gefa þér kálf- inn?” “ Og það held ég nú. Hann pabbi hennar gaf henni kálfinn, til þess að gefa mér hann. Komdu bara inn eftir og spurðu hjónin að því, ef þú trúir mér ekki.” “ Jæja, það er þá kvíga, sem Skjalda á?” “ Já, kálfurinn er kvígukálfur og verður á- gæt mjólkurkýr, ef hann verður vel uppalinn, segir hann Helgi.” “Mér þykir þú segja tíðindi,” sagði Anna, móðir hans. “Hvar er Skjalda?” “Hún er inni á Granda, og það er búið að færa hana með kálfinum upp á grasbala; hún hafði borið í sandinn.” ‘ ‘ Eg held eg verði að koma með þér inn eft- ir, fyrst pabbi þinn er ekki heima-” “Já, góða, bezta mamma, komdu með mér, en ekki getum við borið kálfinn heim. Hann pabbi átti að bera hann, en nú er óvíst hvenær hann kemur.” Anna fór nú með syni sínum inn á Eyrina. “Var pabbi þinn ekki heima?” spurði Helgi iþegar þau mæðginin komu. “Nei, hann er að gá að hestum. Hann kem- ur líklega bráðum,” ansaði Sólmundur. “Og það er borið hjá ykkur,” sagði Anna við Ragnheiði, þegar hún kom til fólksins. “ Já, hún er búin að hafa yfir meir en viku, greyið. Þykir þér ekki sonur þinn vera orðinn efnaður, að hann skuli eiga heila kú?” sagði Ragnheiður hlæjandi. “Jú, heldur finst mér það. Eg trúði stráknum ekki.” ‘ * Þér var óhætt að trúa honum; hann leikur sér ekki að því að skrökva, hann Mundi litli,” ^ugði Helgi og strauk kollinn á munda. IV. “Þama kemur pabbi með Grána okkar,” 8agði Mundi og hljóp á móti Gesti föður sínum- “Hún Skjalda er borin, og það er búið að gefa mér kálfinn, pabbi,” sagði Mundi, þegar hann mætti föður sínum. Gestur ansaði ekki, en hélt áfram til Helga og sagði “Eg var að sækja Grána minn, en gekk þá fram á Rauðku þína; hún er nýlega köstuð og á jarpan hest.” “Jæja, það eru gleðitíðindi fyrir Ellu, því að eg var búinn að gefa lienni folaldið.” “Skjalda þín er þá borin,” sagði Gestur. “Ójá, hún var að bera. Mundi litli átti að sækja þig, til þess að bera heim kálfinn. Ella gaf honum litlu kúna, sem er í meisnum þarna. Hún er nú ekki burðug enn þá. Eg var að hugsa um að þú vildir vinna til að halda í kálfgreyinu lífinu, af því að hann er undan henni Skjöldu.” “Ekki fer eg að sláfra honum, úr því strákn- um var gefinn liann. Mig hefir lengi langað til að fá kálf undan Skjöldu, því að hún er sú einstakasta mjólkurkýr, sem eg þekki. Eg þakka vkkur lijartanlega fyrir, hjónunum.” “Hvar voru hestamir, Gestur?” spurði Ella. “Þeir voru fram í Skurðum,” svaraði Gestur. “Var hún hjá þeim, hún Rauðka?” “Hún var dálítið lieimar en þeir. ” “Góði, væni pabbi minn, lofaðu mér nú að fara fram í Skurði; mig langar svo mikið til að sjá liestkin minn. “Má eg ekki fara, mamma ? Eg ætla að biðja að lofa honum Munda með mér. ’ ’ “Hann má fara með þér; það væri nú annað hvort, Ella litla,” sagði Anna. “Er ekki rétt að lofa þeim að skreppa fram í Skurðina? Það er von, að Ellu langi til að sjá folaldið.” “Hún kemst nú æfinlega til að sjá folald- ið, ’ ’ sagði pabbi hennar. ‘ ‘ En þau verða kann- ske viljuri í gsumar að snúast við hestana og kýrnar, ef þau fá að fara. Það er nú skárra sumarkaupið, sem þau fá fyrirfram, þegar ann- að þeirra fær hest, en liitt kú.” “Þið megið hlaupa fram eftir, en þið verð- ið að koma svo snemma aftur, að þið getið sótt kýrnar,” sagði Ragnheiður. Mundi og Ella hlupu undir eins af stað, þeg- ar Ragnheiður slepti orðinu. “Megum við ekki fara með þeim?” sögðu hinir unglingarnir. “Og eg held að þið liafið nú séð folald fyr, hálf-fullorðið fólkið,” sögðu bændumir. “Megum við þá ekki fara með þeim?” “Farið þið þá,” sögðu konurnar, “en þið megið ekki dunda á leiðinni.” Nú hlupu eldri krakkarnir og náðu Ellu og Munda von bráðar. Gestur bar kálfinn heim í meisnum, en Helgi fór með skjöldu inn í fjós. Ella fann folaldið. Það var að sjúga Rauðku, þegar krakkarnir komu fram eftir. el4iH7 RHnir g if ‘*‘nköuef áú, „ Hún nefndi folaldið Jarp eftir litnum. Jarp- ur varð ágætur vekringur, eins og hann átti kyn til- Þótti Ellu mjög vænt um hann, enda átti hún sínar læztu skemtistundir á baki honum. Kálfurinn litli var nefndur Gjöf og varð kostakýr eins og Skjalda, en öllu hámjólkari. Hún komst venjulega í 24 merkur um burðinn. -------------t— SKÓLAGANG A N. I. Hjörtur og Svava voru búin að vera í lijóna- bandi í tvö ár. Húsið þeirra stóð í miðju þorpinu við Löngugötu. Það var steinhús, og áttu þau það sjálf. Lóð fylgdi húsinu; var nokkur hluti hennar matjurtagarður, en hitt túnblettur. Hjörtur var hagsýnn og duglegur iðnaðar- maður. Kona hans var þrifin og fór vel með efni. “Dæmalaust ertu fallegur, vinur minn,” sagði Hjörtur við drenginn sinn í reifunum. Hjörtur sat inni í svefnherbergi sínu og horfði á litla soninn, sem hann var nýbúinn að eignast. “Yel finst mér, að eg gæti farið á fætur, núna,” sagði Svava. “Þú hvílir þig nú samt nokkra sólarhringa enn.” “Eg verð víst að gera það, en það verður langt að þreyja þessa sængurlegu. Eg veit ekki, hvort eg endist til þess að liggja svona dag eftir dag.” “Eg skal lesa fyrir þig, þegar eg er heima, og þá leiðist þér ekki.” II. Árin eru liðin níu, síðan Kjartan fæddist- Hjúskaparhamingja Svövu og Hjartar er in sama og áður. Kjartan er efnilegur og eftirlæti foreldra sinna. Þeim hefir tekist að fleyta honum yfir boða fyrstu áranna. Nú sitja hjónin inni í dagstofu sinni og ræða saman. Kjartan er úti að leika sér. “Nú verðum við að fara að láta hann Kjart- an litla læra eitthvað, ástin mín,” sagði Hjört- ur við konu sína. “Hann er nú orðinn læs og farinn að reikna dálítið, en skriftin hans er mesta, ómynd.” “Já, eg hefi oft verið að hgsa um, hvernig við eigum að hafa þetta. Við verðum auðvitað að láta hann í skólann,” ansaði Svava. “ Er það nokkurt vit?” “Það held ég sé, þetta gera flestir for- eldrar. ” “ Jú, margir gera það, en sumir taka kenn- ara heim.” “Það er nú dýrt, vinur minn, og svo hefir það líka sína ókosti.” “Satt er það, að dýrt er það, en eg sæi ekki eftir þeim aurum, ef drengurinn hefði betra af heimaverunni en skólavistinni. En satt að segja hefi eg enga trú á skólanum. Þar er líka þessi ógna fjöldi. Hann getur sótt heilsuleysi í skólann. Þar getur hann sýkst og beðið bana af. Nei, það er ekkert vit að láta drenginn í skólann. Eg vil heldur taka kennara, }>ó dýrt sé.” ‘‘Það er ókleift, maður, og svo höfum við of mikið af barninu, ef við höldum því heima. Ekki lærir drengurinn lieima að umgangast vandalaus börn. Hann verður einangraður hjá okkur, og við það er mikið haft af honum. Og þó við tökum kennara, þá kennir hann ekki eins vel allar námsgreinir og þær eru kendar í stór- um skóla, þar sem margir eru kennarar og sitt kennir hver. Hvernig eigum við að láta kenna honum heima leikfimi, söng, teikningu o. fl., við yrðuim þá fá fjölhæfan kennara og breyta húsinu okkar.” “Eg veit nú ekki hversu þarfur allur þessi námsgreinafjöldi er.” “Við verðum að fylgjast með tímanum, þegar við getum það, góði minn.” “Það er nú undir því komið, hvaða tími er, hvort maður á að fylgjast með honum eða ekki. En einhvern tíma iðrast þú eftir, að hafa látið drenginn í skóla, þó þú sért svona áfram um það. En þú skalt rní ráða í þetta sinn, en það læt ég þig vita, að verði Kjartani kendir óknytt- ir í skólanum, þá ræð ég drengnum einh eftir það.” “Já, elsku vinur minn, þá máttu vera ein valdur yfir honum-” III. “Heyrðu, pabbi minn, eg var áð tala við sýslumannsstrákana, ” sagði Kjartan við pabba sinn nokkru eftir samtal hjónanna. “Pétur litli er ári yngri en ég, og hann á að fara í skóla í haust. Hann á að fá tösku, stafrófskver og eitthvað fleira. Eg má til að fara í skóla líka. Ætlarðu ekki að láta mig í skólann í haust, pabbi?” “Þú ert svo ungur og kant svo lítið,” sagði pabbi hans. “Nei, ég er orðinn níu ára, og það kunna ekki öll böm meira en ég á mínum aldri. En ef þér þykir ég kunna lítið, þá er ómissandi að láta mig fara í skólann. Og þá þurfum við að fara að taka handa mér tösku og bækur. Það má ekki draga það, eg get keypt þetta dót sjálf- ur, ef þú gefur mér peninga fyrir það.” “Það er nægur tími enn, góði minn. Við ætlum að lofa þér í skólann, en þú verður að vera góður drengur, hlýðinn og ástundunar- samur.” “Það er nú ekki mikill vandi að vera dug- legur, það er alt af verið að hjálpa bömunum í skólanum. Hún Anna litla á Bala sagði mér, að kennararnir væra dæmalaust góðir við börn- in, þeir væru einlægt að hjálpa þeim, segja þeim frá einhverju, sýna þeim myndir og ýmsa hluti og leika við þau. Og Anna veit þetta vel, hún er búin að vera tvö ár í skólanum.” “Þú ættir að vera svona ákafur að komast í skólann fimta veturinn, þá skyldi mér þykja vænt um þigv—og skólann líka,” sagði Hjörtur. “En bíddu nú rólegur fyrst um sinn, karl- inn minn.” IV. Kjartan var búinn að vera þrjá vetur í skólanum og hafði ætíð gengið vel. Honum þótti vænt um kennara sína, og þeim var hlýtt til hans. “Góði minn, viltu nú ekki skoða héraa sitt af hverju, sem hann kom með úr skólanum, hann sonur okkar?” sagði Svava við mann sinn, þegar Kjartan var nýkominn heim eftir skólauppsögn, þriðja skólaárið. “Hvað ætli ég skoði?” sagði hann. “Líttu nú á, vinur minn. Héma eru smíð- isgripirnir hans, era þeir ekki laglega gerðir?” “ Jú, þeir eru betri, en eg héfði getað búist við. ” “Þarna sérðu teikningamar hans. Það er ekki smáræði, sem hann hefir teiknað. Heldur þú, góði minn, að þú teiknir sjálfur betur en þetta?” “Nei, það er ekki við því að búast, eg hefi aldrei lært að teikna, svo teljandi sé.” “Hérna eru nú skrifbækurnar hans, ekki skrifuðum við svona vel á hans aldri.” “Nei, nei, en það era nú aðrir tímar. Það er dálítill munur að vera einangraður og vam- að að nema, eða verið haldið að því bæði heima og í skóla.” “Og hér sérðu ritæfingarnar hans. Hann hefir skrifað 30 ritæfingar í vetur- Og mér sýnist þetta furðanlegt. Það eru mjög fáar villur í síðustu æfingunum.” “ Já, það er gott, hann hefir haft góðga til- sögn.” “Heldurðu nú að skóhnn sé eins slæmur og þú hélzt hérna um árið?” “Og ekki veit ég nú það. Það hefir sjálf- sagt verið sleggjudómar, sem feldir voru um hann í mín eyru. En svo bezt kemur skólinn að DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 «34 Offiee Umar: 2—1 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. falenzkur lögfraeBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfrœBingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 96S peir hafa einnig skrifstofur aB Lundar, Rlverton, Gimll og Piney, og eru þar aB hitta 6 eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta mlBvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Oimll: Fyrsta miBvikudag, Piney: PriBja föstudag 1 hverjum mft.nu81. DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Umar: 2—S Heimill: 764 Victor St„ Phone: 27 586 Wlnnipeg, Maniioba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medieal Arta Bldg. Cor. Graham og- Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Offlce timar: 1—6 HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manitoba. _ -j J.RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur Iögmafíur. Rosevear, Rutherford Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electrlc Rallway Chmbrm. Winnipeg, Canads Stmi: 23 082 Heima: 71 758 Cable Address: Roecum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: I7S Rlver Ave. Tala.: 42 891 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrseBlngur SCARTH, GUILD * THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bld*. Stundar sírstaklega k v e n n a og barna ajúkdóma. Er aB hitta frft kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 .296 Heimili: 806 Vtctor St. 8tmi: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrseBingur Skrifstofa: 702 Confederation Llfe Bulldlng. Main St. gegnt Clty Hali PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOH ANNESSON ttundar lœkningar og yfirtotur. Til vlBtala kl. 11 f. h. tll 4 e. h. og frá t—8 aB kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SlMI: Sð 877 1 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faatelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalftn og eldsftbyrgB af ÖUu tagl. PHONE: 26 349 HAFIÐ pÉR BÁRA FÆTURT ef avo, finniB DR. B. A. LENNOX ChiropodUt Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Coníederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigntr manna. Tekur aS sér aB ftvaxta sparlfé fölks. Bolur eldsftbyrgB og blf- reiBa ftbyrgBlr. Skriflegum fyr- lrspurnum svaraB sainstundis. Bkrifétofutimi: 24 263 Heimatimi: SS S2S Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlaknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE: 26 546 WINNIPBO DR. C. H. VROMAN Tannlœknlr 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 1T1 IIII wnmipw* DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON NuddUsknlr. 126 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 ▼Wtala tlmi klukkan 1 U1 1 a« morgninum. ALL.AR TEQUNDIR FLUTNINQAI Hvenær, sem þér þurfiB »8 láta flytja eitthvað, smátt e8a atórt, þá hittiS mig a8 máli. Sann- gjarnt ver8,— fljót afgreiBsl*. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 500 i. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukkiatur e( aanaat uaa tl- farir. Allur útbúnaBur s& beati Ennfremur aelur hann allakonar minniavarSa og legatelna. Bkrifttofu taltimi: 86 607 HeimiUt taltimi: 68 802 liði, að heimilin hjálpi honum til, qg það finst mér að heimilið ökkar hafi gert.” “Var það ekki sjálfsagt. Heimilið á ekki að rífa niður það sem skólinn byggir.” V. Tvö ár era liðin. Kjartan litli er við skóla- uppsögn. Foreldrarnir hafa farið með honum í skól- ann, seinasta skiftið, sem hann sat þar á bekk. Skólaklukkunni er hringt. Tugir barna safnast saman fyrir framan skólahúsið Hver deild raðar sér og gengur inn, eftir því sem skipað er fyrir. Börnin setjast öll þegar kem- ur inn í stóra salinn- Allir kennarar skólans era þar komnir. Skólanefndin situr inst, margir feður þar utar frá og enn fleiri mæður. Enginn hefir gleymt nppsagnardegi skól- ans. Söngurinn byrjar, böm og kennarar syngja. Að því búnu les skólameistari upp röð bam- anna. Þá útbýtir hann verðlaunum, sem ein- staka börn hafa fengið fyrir ágætishegðun og fyrirmyndardugnað. Að því loknu flytur hann ræðu og segir skóla slitið. Bömin halda heim með foreldrum sínum. VISAN HANS NONNA. Kraftalítill enn þá er ég, unnið get ég varla neitt; pabbi minn er altaf úti, oft ég sé hún mamma’ er þreytt; ég er enn þá ósköp stuttur eins og kútur — rengla mjór; einhvem tíma, ef ég lifi, ætla ég samt að verða stór- Sig. Júl. Jóh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.