Lögberg - 21.08.1930, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.08.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1930. Hösberg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lösberií” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. --------- —.... - - -----------------—-—* Skiftir mestu -----------------------------------------—* 1 því falli, að sú spurning yrði lögð fyrir ein- hvern af íbúum Sléttufylkjanna, hvað það í raun og veru væri, er fólkið þarfnaðist mest um þessar mundir, myndi svarið að líkindum verða á l>á leið, að mest riði á aukinni, efna- legri farsæld þegar í stað. Því myn^i jafn- framt verða haldið fiam í svarinu, að fyrsta og síðasta skilyrðið fyrir aukinni hagsæld al- mennings, vari meiri peningavelta, til þess að rækta upp landið, höggva skóga, vinna námur, efla fiskiútveginn, leggja grundvöllinn að nýjum verksmiðjum og bæta samgöngurnar. Alt þetta hefir vitanlega mikið til síns ágætis og er nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið, en þó er það engan veginn einhlítt. \ atalaust höfum vér öll, að meira eða minna leyti, lesið og lært eitthvað um 'þjóðir, er orðið höfðu undir í baráttunni, sökum þess, að þær lögðu ónóga rækt við hið andlega manndóms- eðli sitt, og létu augnabliks-hagnaðinn, eða hagnaðarvonina, sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Slík saga má aldrei að eilífu endurtaka sig. Meðan fólkið veður áfram í villu og svíma vanþekkingarinnar, — tekur munað og hóglífi fram yfir þrekraun og starf, ber alt að sama brunni, því starfið er alt í öllu. Þó veltur vit- anlega mikið á því, hvernig starfað er, — klunnalegar og fyrirhyggjulitlar hamfarir, koma sjaldnast að tilætluðum notum; starfið þarf umfram alt, að grundvallast á heilbrigðu jafn- vægi andlegra og efnislegra krafta, hvers ein- staklings um sig; þá, en ekki fyr, má æskilegs árangurs vænta. Vesturlandið þarfnast aukinnar framleiðslu, og veltufjár. Þó vill fólkið heldur vera án hvorutveggja um hríð, en að náttúrufríðindi landsins séu unnin fáum mönnum í hag á kostnað fjöldans. Sanngildi þjóðar, fer ekki ávalt eftir höfða- tölunni; það verður heldur ekki réttilega metið eftir því, hve auðug hún er. Sú þjóðin er mest og gæfusömust, er mesta leggur ræktina við andlega þroskun skapgerðar sinnar og með- faiddra mannkosta. Vér getum aldrei varið til þess of miklu fé, að sann-menta fólk vort, og heldur ekki lagt of- lítið til þeirra stofnana, er veikja skapgerðina °g rýra manngildið. Lagning 'brúa, járnbrauta og þjóðvega, sem vitaskuld hefir mikið og margvíslegt notagildi, kemst þó hvergi nærri í hálfkvisti að gildi við þroskun heilbrigðrar skapgerðar. Að því hlýtur að dragá, fyr eða síðar, að mik- illeiki þjóðar verði metinn eftir mannkostum hennar. Ýmsar eru þær þjóðir, er nú í dag velta sér svo í jarðneskum auðæfum, að einstakt mun vera í sögu mannkynsins; þær geta þó verið fá- ta»kastar allra engu að síður. Gerauðn og glötun er ávalt samfara sjálfs- dýrð og auðæfahroka. Slíkum ófögnuði þráir fólkið í Sléttufylkjunum að sökkva á fertugu dýpi; samfara karlmannlegri baráttu fyrir nauðsynjum hins daglega lífs, setur það öllu ofar andlega hreinrækt meðfæddra mannkosta, og þvemeitar, að ofurselja sál sína auðæfa- dýrkun og þröngsýnum öfgum hins liðna tíma. Ritsjá H------------------------------------------ Watson Kirkconuell: The American Book of Icelandic Verse. tJtgefendur: Louis Carrier and Alan Isles, Inc., New York and Montreal, 1930. — Þeim mönnum erlendum, er fundið hafa hjá sér ómótstæðilega hvöt, til þess að gerkynn- ast íslenzku bókmentalífi og íslenzkri þjóð- menning, fer nú hrað-fjölgandi með hverju líð- andi ári. Nú eru 'það ekki lengur Norðurlanda- menn og Þjóðverjar, að ógleymdum nokkram ágætum íslandsvinum brezkum, sem einir eru um liituna hvað því viðvíkur, að kynna andleg sérkenni Islendinga út á við; nú eru augu Ame- ríkumanna og Canadamanna, jafnt og þétt að opnast fyrir ágæti íslenzkra bókmenta; nú eru þar með hvorri þjóðinni fyrir sig, nýir og mik- ilsmetnir merkisberar íslenzkra, þjóðkosta, að koma fram á .sjónarsviðið, sem þegar hafa unnið, og líklegir eru til þess að vinna íslenzku þjóðinni ómetanlegt gagn í framtíðinni. Til slíkra manna má óhikað telja Watson Kirk- connell, prófessor í þjóðmegunarfræði við Wes- ley College hér í borginni, höfund bókar þeirr- ar, er hér verður stuttlega minst. Prófessar Kirkconnell, er vafalaust ýmsum íslendingum vestan hafs að nokkru kunnur, af þýðingasafni sínu, “European Elegies”, er út kom árið 1928; hefir safn það inni að halda þýðingar harmljóða úr eitthvað um fimtíu tungumálum. Bókin vakti feikna athygli, jafn- vel öldungis án tillits til þess hvað frágangi þýðinganna sjálfra viðkom, sem í rauninni var heldur ekki að undra, því hitt yfirgnæfði, að minsta, kosti í svipinn, að einn einasti maður, og það kornungur að aldri, skyldi hafa getað aflað sér í frítímum frá umsvifamiklu embætti, slíkrar eindæma þekkingar í málsment, að hann gæti fyrirstöðulítið þýtt ljóð úr fimtíu tungum. Hreinskilnslega skal það játað, að flestar þær tungur, er prófessor Kirkconnell þýddi ljóð úr og birti í “European Elegíes”, að undantekn- um Norðurlandamálunum, og að nokkru leyti þýzkunni, voru oss sem lokuð bók. Um þýð- ingar þeirra kvæða, er vér höfðum lesið á frum- málinu, fórum vér nokkrum orðum hér í blað- inu, skömmu eftir að þýðingasafnið kom út, og höfum vér þar litlu við að bæta; ýmsar þýð- ingamar virtust njóta sín sæmilega, en aðrar miður; engar eins glæsilegar og ákjósanlegt hefði verið. Sýnu betur hefir höfundinum, að vorri hyggju, tekist til með þetta nýja, ís- lenzka, þýðingasafn sitt; er þar um ýmsar, prýðilegar þýðingar að ræða, þar sem sérkenni frumljóðsins njóta sín vel. Prófessor Kirkconnell er margvígur á ís- lnezka tungu; hann lætur sér það ekkert frem- ur fyrir brjósti brenna, að snúa “Höfuðlausn” Egils á enska tungu, en einföldustu ljóðbrotum þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Jónas- ar Guðlaugssonar. Þó virðast oss þýðingar hans á seinnitíðar og nútíðar ljóðum íslenzku þjóð- arinnar, að öllu samanlögðu betri. Það er ekki heiglum hent, að snúa “Norð- urljósum” Einars Benediktssonar á enska tungu, eða jafnvel nokkra aðra tungu, svo vel sé, en það hefir prófessor Kirkconnell samt sem áður engu að síður lánast. A frummálinu hljóðar fvrsta erindi “Norð- urljósa” á þessa leið “Yeit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn, en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu 0g hauður í gulli loga! Hver getur nú unað við spil og vín! Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, sem mókar í haustsins visnu rósum; hvert sandkom í loptsins litum skín 0g lækirnir faðmast í silfurósum, — en við úthafsins skaut er alt eldur og skraut af iðandi norðurljósum.” t þýðingu prófessor Kirkconnells, kemur erindi þetta þannig klætt til dyranna “What sons of the dust know a sight more divine Than the hall of gods lit with amber fires? See meadow and fjord under golden spires! Who now could sit calmly at cards and wine? The mountains are pure as a maidan shine, Meek upon petals of roses sleeping; The sands of the shingle are bright with brine The silver-mouthed rivers their loves are keeping; And the farthest space shows a fiery face Where the Northera Lights are leaping.” Síðasta vísa þessa meistaraljóðs Einars, er þannig á frummálinu: “Hve voldugt og frjálst er ei himinsins haf og hásigldar snekkjur, sem leiðina þreyta. Að höfninn leita þær hvort sem þær beita í horfið eða þær beygja af. En aldrei sá neinn þann sem augað gaf, — og uppsprettur lífsins ei fundnar né skýrðar. Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musteri allrar dýrðar. En autt er alt sviðið og harðlæst hvert hlið, og hljóður sá andi, sem býr þar.” Enska þýðingin er á þessa leið: “But the ocean of heaven is deep and vast, And high-sailaed ships of the way grow weary Seeking a Port o’er the billows dreary, And losing their way in the gulfs at last; For they find not Him_ from whose hand was cast The fountain of light where the worlds begin. Kneeling, with staff of prayer held fast, Men wait at His temple their lives to win; But the Court is dark, and the door-bolts stark, And silent the Spirit within.” All-mjög lætur prófessor Kirkconnell sér hugarhaldið um það, að láta hið íslenzka ljóð- form halda sér í þýðingunum, og telja vafalaust einhverjir honum það til kosta. Ekki fyllum vér þann flokk. Þegar ljóð era þýdd á íslenzku, krefst almenningur þess réttilega, að þannig sé frá formi gengið, gð eigi verði af ráðið, hvort um framsamið kvæði eða þýðingu sé að ræða. Þegar svo tekst til, getur eigi hjá því farið, að þýðingin komi að tilætluðum notum. Hið sama er vitaskuld að segja um þýðingar úr íslenzku á ensku; þær verða að vera klæddar snyrtilegum, enskum búningi, eigi þær að ná tilgangi sínum; að öðram kosti er hætt við, að þær fari fyrir ofan garð og neðan hjá ensku- mælandi fólki. Þetta hefir frú Jakobínu John- son skilist flestum fremur; þýðingar hennar era há-enskar að búningi, án þess að kjarai frum- ljóðsins bíði við það nokkurn minsta halla. Á blaðsíðu 205, er þýSing á þremur l.jóð- perlum eftir Jóhann heitinn Sigurjónsson. Oss minnir, að frumtextinn sé á þessa leið: Einn eg sit yfir víni aftaninn vetrarlangan. Leggur upp úr gullnu glasi gamíTlla l>lóma augan. Kæti, sein löngu er liðin, lifnar í sálu minni,— sorg, sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Að baki mér bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri liyldjúpan nætur-himinn, heltan fullan af myrkri. í hinni ensku ensku þýðingu prófessor Kirk- connells, koma erindi þessi þannig fyrir sjónir: “Sitting alone and sipping Through winter’s long evening hours, I breathe from my golden chalice Scents of forgotten flowers. Hap])iness long since faded Lives in my heart again, Sorrows long unremembered Weep with their ancient pain. Death, who is waiting behind me, Bears in this hand, I think, A cup that is deeper than midnight — The darkness that I must drink.” Að efni til, má þýðing þessi skoðast all-nákvæm, eða að minsta kosti tvö fyrstu erindin, þótt hinu verði vitanlega ekki neitað, að dramatískur þungi erindanna hafi nokkurs í mist. Þýðingar prófessor Kirkconnells, bera tal- andi vott um leikni hans og lærdóm í íslenzkri tungu; nær þetta jafnt til fomtungunnar, sem nútíðarmáls. Kunnáttuskorti í málinu, verður því undir engum kringumstæðum um kent, ef þýðingum hans, sumum hverjum, er eitthvað ábótavant, sem oss virðist vera með köflum. Að vorri hyggju, er prófessor Kirkconnell meiri fræðimaður en skáld, þótt margt sé óneitanlega vel um ljóðaþýðingar hans. Hér fer á eftir þýðing prófessorsins á kvæði Jóns Thóroddsen, “6, fögur er vor fóstur- jörð”: O, lovely is‘ our fatherland In radiant summer weather, When leaves are green on every hand And flocks are gay together. Above the vale the blue crest rise Athwart the sun’s mild glory; The meadows glisten to the skies; The bay reflects the story. Magnificent above soar The ice-peak’s cryptal spires, Upon which cloudless sunsets pour A thousand golden fires. Wliile stars like sparks of flame are spread Above the glaeial levels, And far-off rumbling overhead Proclaim the fairy revels. Thou, native land, our love and pride, Where all our sires are laid And where new buds find life beside Their mouldering grave-stone’s shade. O blessed be thou ever found, And blest each child of thine As long as grasses deck the ground, As long as stars may shine!” Þýðing þessi er yfirleitt prýðisgóð og nær vel anda framljóðsins. Með þessu nýja þýðinga-safni íslenzkra ljóða, hefir prófessor Kirkconnell leyst af hendi mik- ið og mikilvægt verk, sem íslenzku þjóðinni ber að rninnast og þakka; verk, sem ráðist hefir verið í og hrundið í framkvæmd af fölskva- lausri ást til íslenzkra bókmenta og íslenzkrar þjóðmenningar. Islenzka þjóðin á sanntryggan “sendiherra”, þar sem prófessor Kirkconnell er, og það ber henni að festa í minni. Skiftar verða vafalaust skoðanir um það, hvernig tekist hafi til um val þeirra Ijóða, sem í bók þessari eru birt; hvaða höfundar hafa ver- ið valdir og hverjum verið slept. En til hvers er að deila við dómarann; höfundur bókarinnar hefir vitaskuld í því efni, farið eftir sínu eigin höfði. Engu að síður söknum vér þó ýmsra ljóðasmiða, eldri og yngri, er oss fellur miður að gengið skyldi fram hjá. Bók þessi er 288 blaðsíður að stærð, í stóru broti, og sérlega vönduð að öllum ytra frá- gangi. Innbundin kostar hún þrjá dali. Canada framtíðarlandið Timburtekja er afar arðvænleg í fylkinu og í flestum ár er tals- verð silungsveiði. Griparæktarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp kyn- bótanaut, svo sem Shorthorn, Hereford og Aberdeen-Angus. Og víða hafa gripir af þessu tagi selzt við afarháu verði á markað- inum í Bandaríkjunum. í Peace River héraðinu er og griparæktin að aukast jafnt og þétt. Eftirspurnin eftir góðu nautakjöti hefir aukist árlega, og þar af leiðandi hefir æ verið lögð meiri og meiri áherzla á gripa- ræktina. Bændur hafa lagt og leggja enn mikla rækt við endurbætur hjarða sinna. Eru kynbótanaut í afar háu verði. Hefir það kom- ið fyrir, að kálfur af bezta kyni hefir selst fyrir fimm þúsund dali. Eins og áður hefir verið getið um, er mjólkur- 0g smjör- fram- leiðsla á miklu þroskastigi. Skil- yrðin til slíkrar framleiðslu eru og hin beztu, sem hugsast getur. Akuryrkjumáladeildin hefir æ í þjónustu sinni sérfræðinga, sem hafa eftirlit með smjörframleiðsl- unni. Alls eru í fylkinu 57 sameign- V ar rjómabú og 13, sem eru em- stakra manna eign. í flestum hinna stærri bæja, er að finna eitt eða fleiri rjómabú. Framan af var stjórnin hluthafi í sam- eignafélögum þessum og hafði þar af leiðandi strangt eftirlit með starfrækslu þeirra. Nú eru það bygðarlögin, eða sveitafélög- in, sem eiga flest rjómabúin, en samt sem áður standa þau undir beinu eftirliti landbúnaðar ráðu- neytisins. Rjómanum er , skift í flokka, eftir því hve mismunandi smjörfitan er. Ostagerðinni í fylkinu hefir, enn sem komið er, miðað tiltölu- lega seint áfram. Bændur hafa allmikið af mjólkinni til gripa- eldis og kjósa heldur að selja rjómann. Enda er það, að öllu samanlögðu, henfugra og auð-^ veldara. * í borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, í Calgary og í Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðuatriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu hins opin- bej’a. í fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn í grundvallarat- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er við kemur heimilis- s haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. Ibúatala fylkisins er nú nálægt 800,000. Eins og nú standa sak- ir, framleiðir Saskatchewan af hinum litla, ræktaða ekrufjölda, meira korn en nokkurt annað fylki í Canada. Saskatchewan hefir á einu einasta ári framleit alt að 384,156,000 mæla af hveiti, byggi, höfrum og hör, og er þess vegna eitt hið mesta kornframleiðslu- land innan brezka veldisins. Fyrir hálfri öld eða svo, var fylkið að heita mátti óbygt. Hin litla jarðrækt, er þektist þar þá, var á mjög ófullkomnu stigi. En stórar buffalo hjarðir undu sér lítt truflaðar á beit, úm sléttu- flæmið víðáttumikla. Rauðskinnarnir, það er að segja Indíánarnir, þóttust hafa tekið sléttuna að erfðum og þar af leið- andi hefðu engir aðrir hið minsta tilkall til hennar. Fáeinir stór- huga æfintýramenn, tóku að leita þangað vestur fyrir rúmum fjöru- tíu árum. Jafnskjótt og tekið var að leggja járnbrautirnar, þyrptist fólkið úr öllum áttum. Jarðvegurinn er framúrskar- andi auðugur að gróðrarmagni og á því voru nýbyggjarnir ekki lengi að átta sig. Erfiðleikarnir voru að miklu leyti hinir sömu og átti sér stað í Manitoba, en þeir urðu samt enn fljótar yfirstignir. Nú hafa verið reistir skólar og kirkjur um alt fylkið. Símalínur tengja borg við borg, sveit við sveit. Bifreiðar eru komnar á allflesta bóndabæi og járnbraut- arkerfin liggja um fylkið þvert og endilangt. Alls eru um 6,500 mílur af járnbrautum í fylkinu, og er það meira en í nokkru öðru fylki, að undanskildu Ontario. En þó nú séu við hendina flest þau þægindi, sem nútíminn þekk- ir, þarf samt engu að síður að leggja alúð og rækt við stðrfin. Kornyrkja út af fyrir sig, stuðl- ar miklu fremur að því að veikja jarðveginn en styrkja. Og þess vegna tóku landnemarnir snemma upp á því að rækta sem mest af gripum. Örðugt var til markaðs hér fyr- á árym og það svo mjög, að bænd- ur áttu fult í fangi með að láta hveitiræktina borga sig. Nú er þetta alt saman breytt til hins betra; hvar sem bóndinn á heima í fylkinu, á hann tiltölulega mjög skamt til kornhlöðu og járnbraut- arstöðva. Mikið er þar af góðum löndum, er fást til kaups fyrir þetta frá $18 til $45 ekran, og má í flestum tilfellum fá þau með slíkum skil- málum, að borga má fyrir þau á mörgum árum. Ræktuð lönd kosta vitanlega sumstaðar miklu meira, og fer það alt eftir því, í hverju helzt að umbæturnar liggja. Enn fremur má fá mikið af löndum á leigu, til dæmis fyrir vissa hlut- deild í ársarðinum. — Það, sem væntanlegir innflytjendur ættu samt fyrst og fremst að hafa í hyggju, er það, að hinar miklu umbætur seinni ára í fylkinu hafa gert það að verkum, að erfiðleik- ar frumbýlingsáranna þekkjast ekki lengur. Eða með öðrum orð- um, að það er margfalt auðveld- ara fyrir nýbyggjann að byrja búskap nú, en átti sér stað hér fyr meir. Sléttan býður engum heim upp á ekki neitt. Hún borg- ar iðjumanninum handtök hans vafningalaust. Skilyrðin til ak- uryrkju 0g griparæktar í fylki þessu eru að heita má ótæmandi. Síldveiðin Seyðisfirði, 30. júlí. Unnið hefir verið að sildarsölt- un hér undanfarna daga. Óhemju síldarlgengd frá Dalatanga og norður eftir, “svartur sjór” inn í fjörð. Þaulvanur nótabassi, sem hér er staddur, og hefir stundað síldveiði 12 ár fyrir Norðurlandi, fullyrðir, að hann hafi aldrei séð meiri síldartorfur fyrir Norður- landi. — Skortur veiðitækja og mannafla tilfinnanlegur. Söltun- arleyfi takmörkuð en skjótnotuð. Almenningi þykir þó tilfinnanleg- ast, að engin bræðslustöð skuli verá á Austfjörðum, þegar islík uppgripaveiði er fyrir landi. Eru menn sammála um það, að stofnun síldarbræðslustöðvar á Austur- landi mundi verða Austfirðingum að miklu galgni og auka atvinnu í fjórðungnum og aðsókn. Vítnis- burðir gagnkunnugustu manna eru samhljóða, að mikil síld sé langan tíma á hverju sumri fyrir Austurlandi, svo hafi verið sein- ustu 19 ár milli Dalatanga og Langaness, þó kannske sjaldan þvílíkt og nú. — Mgbl. Ólafshátíðin Niðarósi, 30. júlí 1930. Kirkjulega athöfnin í Niðaróss- kirkju í gær, fór fram með miklum hátíðleik. — Allir gestirnir, bisk- uparnir og 300 prestar, gen'gu í skrúðgöngu frá dómkirkjunni um Munkegaten til “vestfronten”. — Á meðal hinna erlendu kirkju- höfðingja voru erkibiskupinn í Uppsölum, Sjálandsbiskup, íslands- biskum, formaður hinnar norsku lútersku kirkju í Vesturheimi, biskupinn í Guilford, sem er full- trúi erkibiskupsins í Canterbury og fulltrúar allra þeirra kirkna, sem voru í Niðaróssbiskupsdæmi. Konungurinn, drotningin og krón- prinsin komu til kirkjunnar kl. 10 mínútur eftir ellefu og tóku dómkirkjuprestarnir á móti þeim. Stóð söfnuðurinn upp og var sungið fyrsta erindi af “konge- sangen”. Ræðu flutti Stern bisk- um. — I gærkvöldi var biskups- guðsþjónusta í dómkirkjunni1 og flutti Hognestad biskup ræðuna. Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.