Lögberg - 11.09.1930, Qupperneq 1
43. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAG4NN 11. SEPTEMBER 1930
NUMER 37
Reykjavík
eftir
J. Ragnar Johnson.
í Reykjavík, höfuðstað íslands,
eru um tuttugu og sex þúsund
ibúar, eða sem næst fjórði hluti
allra, sem landið byggja. Bær-
inn er að vaxa og fólkið er fram-
sækið o'g áhugasamt. Umferðin
á götunum er afar-mikil, bæði af
bílum og gangandi fólki, og allir
sýnast hafa nóg að gera. Reykja-
vík stendur við sjóinn, eins og
allir aðrir bæir á íslandi, og höfn-
in er ágæt, mikið mannvirki.
hún hefir nýiega verið stækkuð
o!g endurbætt, og til þess kostað
afar miklu fé. Þegar eg var þar
í sumar, var höfnin full af skip-
um, víða að komnum.
Fiskiveiðar eru aðal atvinnu-
vegur þjóðarinnar. Er því ekki
nema eðlilegt, að mest beri á
þeirri atvinnugrein, einnig í
Reykjavík, enda eru fiskiveiðar
reknar þaðan í miklu stærri stíl,
heldur en frá nokkrum öðrum bæ
á íslandi. Annars er Reykjavík
mikill verzlunarbær, og þar eru
margar fallegar og myndarlegar
búðir. Á Laugaveg, Bakarastig og
Aðalstræti, geta menn keypt svo
að segja hvað sem vera vill.
í Reykjavík eru engir strætis-
vagnar og engar járnbrautir á
landinu. Til skamms tíma ferð-
uðust allir á hestbaki, eða fót-
gangandi, eða þá á bátum með-
fram ströndum landsins. Gerfi-
legir og smekklega klæddir lö!g-
reglumenn hafa eftirlit með um-
ferðinni í borginni. Þeir hafa
sjálfsagt heldur ekki mikið ann-
að að gera, því íslendingar fá
jafnan orð fyrir að vera allra
manna löghlýðnastir. Það er að
minsta kosti sjaldgæft, að nokkur
þeirra þurfi að mæta fyrir lö!g_
regludómara, og komi það fyrir,
eru afbrotin oftast smávægileg.
Það eru tvö kvikmyndahús í
Reykjavík og sjónleikar eru þar
leiknir á einum tveimur stöðum.
Þar er líka íþróttavöllur, þar s^m
margskonar íþróttir eru ikða^ar,
svo sem knattspyrna og margt
fleira, þar á meðal hin þjóðlega,
Í3lenzka 'glíma.
Fjögur gistihús eru í borginni,
sem taka á móti ferðafólki, og er
eitt þeirra alveg nýtt. Hótel
Eorg vakti undrun margra útlend-
inga, sem til íslands komu í sum-
ar með þeirri ímyndun, að ísland
væri Iangt á eftir öðrum löndum,
hvað alla menningu o!g lífsþæg-
indi snerti. Prófessor einn frá
Bandaríkjunum sagði mér, að
hann hefði aldrei komið inn í
smekklegra og þægilegra gistihús
í Chicago, og víðförull Englend-
ingur sa!gðist ekkert gistihús
þekkja á Bretlandi, sem tæki því
fram að öðru en stærðinni.
Á 'Hótel Borg eru dansar haldn-
ir svo að segja á hverju kveldi,
og þar er gott tækifæri til að
kynnast unga fólkinu, en hinir
eldri kjósa vanalega heldur að
hvíla sín lúin bein, eftir erfiði
dagsins, á 'hinu góðkunna kaffi-
húsi í Hótel ísland. Á báðum
þessum stöðum spilar hljóðfæra-
sveit á hverju kveldi, allra nýj-
ustu “jaz”-lög frá Vesturheimi.,
■og syngur vanalega með, oftast á
ensku.
Það sem einkennir íslendinga
kannske öllu öðru fremur, er
mentalön!gun þeirra og fróðleiks-
þrá. Enda er þarna í höfuðstaðn.
vm ágætur háskóli, þar isem kend-
ar eru þessar fjórar höfuðgrein-
ar: heimspeki, guðfræði, læknis-
fræði og lögfræði. Þar er líka al-
mennur mentaskóli (College)t og
auk þess fjöldi af allskonar öðr-
Um skólum. Margir istúdentar
auka við mentun sína með því að
fara utan meðan á náminu stend-
hr, en sumir fullkomna sig í ein-
hverri námsgrein , að loknu námi
heima, við einhvern háskóla á
aieginlandi Evrópu, Bretlandi eða
-Ameríku.
I Reykjavík eru nokkur merki-
le!g söfn, svo sem ríkisbókasafnið,
ríkisskjalasafnið, forngripasafn.
lí5 og náttúrugripasafnið, og eru
Þau öll í sama húsinu, “Safnhús-
inu.” í bókasafninu eru um
12,000 bækur ,og 8,000 handrit.
Á fyrri árum voru mörg íslenzk
handrit flutt fil Danmerkur, en
flestum þeirra hefir nú verið
skilað aftur. Forngripasafnið
hefir að geyma meira en 12,000
forngripi o'g mjög mismunandi.
í náttúrugripa safninu eru sýnis-
horn af flestum íslenzkum dýr-
um, plöntum og steinum o. ®. frv.
Forstöðumaður þess, Dr. Bjarni
Sæmundsson, hefir gert ýmsar
merkilegar rannsóknir, sérstak-
lega viðvíkjandi fiskum með fram
ströndum landsins, og hefir hann
skrifað mikið um íslenzka nátt-
úrufræði á íslenzku, dönsku, þýzku
og ensku.
Þá er þar líka listasafn Einars
Jónssonar, og er þar margt af
hinum prýðilegu listaverkum þessa
fræ!ga, sérkennilega, íslenzka lista-
manns. Enn fremur er í Reykja-
vík málverkasafn, isem ríkið á, og
eru þar málverk eftir marga fræg-
ustu málara.
Stórkostlega hafa íslenzkir lista-
menn bætt leiklistina á síðari ár-
um, og þá ekki síður sönglistina.
Á síðustu árum hafa verið samin
.mörg ágæt íslenzk sönglög, þó
þar kenni mjög útledra áhrifa.
Sumar af hinum gömlu, þjóð-
le!gu listum eru enn stundaðar, svo
sem útsamur, vefnaður, tréskurð-
ur og silfursmíði. Tilraun hefir
Iíka verið gerð í þá átt, að taka
aftur upp þjóðdansana gömlu,
vikivakana, sem kallaðir eru.
Einnig til að endurlífga þjóð-
söngvana og taka aftur upp gömlu
þjóðbúningana.
Aðkomumaðurinn, hvaðan sem
hann kemur, veitir því þegar eft-
irtekt, hve líslendingar eru álit-
legir menn og vel siðaðir. Þeir
eru greindir í bezta lagi, hafa
næman smekk fyrir því, sem fag-
urt er og göfúgt og stefna hátt.
Gestrisni er þar svo mikil, að
slíka mun naumast annars staðar
að finna. Jafnvel þótt Reykjavík
sé fullkomlega nýtízku bær, þar
sem iðnaður og verzlun er rekin
með áhuga og dugnaði, þá gætir
þar þó mentlífsins og skólalífsins
engu að síður mjög mikils. Að-
komumaðurinn finnur fljótt, að
hér er fólk svo vel að sér, vel
siðað, glaðlegt, kurteist og gest-
risið, að slíkt er sjaldgæft. Því
unir ferðamaðurinn sér ágæt-
lega í Reykjavík, og kemst fljótt
að þeirri niðurstöðu, að fólkið er
bezt innstæðan sem ísland á, og
endurminningin um það, varir
lengst í huga hans.
Flugferðir
Samkvæmt því sem Þjóðbanda-
laginu telst til, hafa flugvélar,
sem fólk og farangur flytja á
Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýzka-
landi, Frakklandi, ítalíu, Hollandi
og Rússlandi, flogið 41,250,000
mílur og flutt 600,000 farþega ár-
ið 1929. Ekki hefir enn hepnast að
gera flugferðir arðberandi. Þær
borga sig mjög óvíða, og þá því
aðeins, að eitthvað sérstaklega
standi á. Ein allra fjölfarnasta
loftleiðin er milli London og
Faris. Þá leið fara að jafnaðþ
um þrjú hundruð manna á dag,
en fargjöldin eru ekki einn fjórði
hluti móti flutningskostnaðinum.
Flest öll loftflutninlga félög eru
styrkt af almennu fé. Með öðru
móti geta þau ekki haldist við, enn
sem komið er.
Látið að kröfum verka-
manna
Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir
alt til þessa ekki viljað leyfa
verkamönnum sínum að tilheyra
verkamannafélögum, öðrum en
þeim, sem þeir hefðu sjálfir sín á
milli. Einnig hafa þeir orðið að
undirgangast, að taka ekki þátt
í verkföllum annara verkamanna.
Nú er þessu breytt þannig, að
verkamönnum hæjarins, þar á
meðal eldliðinu og lögregluliðinu,
tr leyfilegt að tilheyra hvaða
verkamannafélögum, sem þeir
vilja, og er ekki bannað að hjálpa
cðrum, ef til verkfalls kemur.
Fellibylur í Santo
Domingo
Bærinn Santo Domingo er höf-
uðborgin í Dominician lýðveld-
inu, sem nær yfir nokkurn hluta
eyjarinnar Hayti, sem er ein af
Vestur-Indía eyjunum, og er tal-
in elzta bygð hvítra manna í hin-
um nýja heimi. Yfir borg þessa
gekk á miðvikudaginn í vikunni
sem leið, fellibylur mikill og vann
svo mikið tjón, að slíks eru fá
dæmi. Er talið, að þarna hafi
farist hátt á þriðja þúsund
manns og um fimtán þúsundir
meiðst meira og minna. Er skað-
inn, sem þetta ofsa veður gerði,
áætlaður 30 miljónir dala. Sagt
er að vindurinn hafi verið svo
mikill, að hann hafi farið 150 míl-
ur á klukkustund, eða jafnvel enn
hraðara, og stóð þar að auki ó-
vanalega lengi yfir. Síðan þetta
kom fyrir, er ástandið í bænum
óskaplegt, eins og nærri má geta,
þrátt fyrir það, að mjög mikið
hefir þegar verið gert til að
hjálpa fólkinu, alt sem hægt er.
Mest óttast menn skaðlega sjúk-
dóma, og er þegar mikið farið að
bera á þeim og hafa orðið mörg-
um að bana.
Mikið hveiti flutt út
Frá 1. ágúst til 6. september
hefir C.P.R. félagið flutt til mark-
aðar 34,943,000 mæla hveitis og
annara korntegunda af þessa árs
uppskeru í Vestur-Canada. Aldrei
fyr hefir félagið flutt nærri eins
mikið hveiti frá Sléttuflkyjunum á
þessu tímabili. Það komst næst
19i29, en var þó ekki nema átján
milj. níutíu o!g níu þús. mælar þá.
Mun það hér mestu valda, hvað tíð-
in hefir verið einstaklega góð og
hagstæð og þresking þess vegna
egngið mjög fljótt og vel.
Aukaþing sett
Síðastliðinn mánudag kom sam-
bandsþingið í Ottawa saman, til
þess að gera, samkvæmt áðurgefn-
um loforðum forsætisráðgjafa,
ráðstafanir í þá átt að ráða bót á
atvinuleysinu í landinu. — Til for-
seta í neðri málstofunhi var kos-
inn Capt. George Black, Þingmað-
ur frá Yukon.
Stjórnarby ltingin
í Argentína
Herinnihefir gert uppreisn gegn
stjórnnni og á fáum dögum komið
henni frá völdum og er þar nú
nokkurs konar herstjórn. Stjórn-
in sá sér þann kost vænstan, að
leggja niður völdin, þegar hún
fann, að hún hafði herinn sér
andvígan. Stjórnarbylting þess-
ari virðist tekið með mikilli gleði
af þjóðinni yfirleitt.
Sjötíu og níu tapa trygg-
ingarfé sínu
Eins og kunnugt er, verða þeir,
sem sækja um þingmensku, að
leggja fram $200.00, jafnframt o'g
lögskipuð útnefning fer fram.
Fá þeir þessa upphæð því aðeins
endurborgaða, að þeir hljóti að
minsta kosti helming atkvæða
rcóti þeim umsækjanda, sem flest
atkvæði fær, og kosinn er. Af öll-
um þeim sæ!g, sem um þingmensku
sóttu við kosningarnar 28. júlí,
urðu þeir 79, er ekki hlutu nægi-
legt atækvæðamagn til að fá end-
urborgaða þessa tvö hundruð dali.
Flestir eru þeir í Ontario, eða alls
23, en 20 í Quebec; í Manitoba og
Saskatchewan voru þeir 13 í
hvoru fylkinu; fjórir í British
Columbia og Alberta, hvoru um
sig, en ekki nema einn í Nova
Scotia og einn í New Brunswick,
enginn í Prince Edward Island.
Fiskiveiðar í Hudsons flóanum
Það "er nú verið að rannsaka
þau tækifæri, sem vera kunna til
fiskiveiða í Hud'sons flóanum, og
er búist við, að sambandsstjórnin
gefi út skýrslu um það efni nú í
haust. Ef svo reynrst, sem al-
ment er gert ráð fyrir, að þar sé
fiskiveiði góð, þá verður þess nð
ekki langt að bíða, að það verði
farið að stunda þar fiskiveiðar í
stórum stíl, og þá væntanlega
helzt þorskveiðar með togurum.
Eru nokkur fiskifélög nú þegar
um það leyti til þess búin, að
hefja fiskiveiðar í Hudsons flóan-
um. Við vesturströnd flóans er
þess þó ekki að vænta, að mikinn
fisk sé að finna, vegna þess að
botninn er óhreinn, en við aust-
urströndina er öðru máli að
'gegna.
Kosinn án gagnsóknar
Hon. R. N. Rhodes, hinn nýi
fiskiveiða ráðherra, var hinn 2.
þ.m. koisinn þingmaður í Rich-
mond, West Cape Breton kjör-
dæminu í Nova Scotia, gagnsókn.
arlaust. Hafa þar með allir ráð-
herrarnir nýju verið kosnir, og
hefir enginn orðið til að sækja
gegn neinum þeirra.
Fjórir menn teknir af lífi
Á laugardaginn voru fjórir menn
teknir af lífi á ítalíu, sem sekir
höfðu verið fundnir um, að sitja
á einhverjum svikráðum við
stjórnina og brugga Mussolini
banaráð.
Hreindýrin
Það stendur til, að ein þrjú þús-
und hreindýr verði flutt frá Al-
aska til Barren Lands, ekki langt
frá Churchill. Á báðum þessum
stöðum er svipað loftslag og
beitiland líkt, svo talið er víst, að
hreindýrin muni þrífast vel á
þessum nýju stöðvum. Verður þá
væntanlega þess ekki langt að
bíða, að mikið verði um hreindýr
í Manitobafylki norðanverðu. —
Hreindýrakjöt þykir ágætt, bragð-
betra og hollara en nautgripakjöt
o!g er því líklegt, að það seljist
vel. Hreindýrahúðir eru líka
gagnlegai t:! •■ýisv.ra hluta. En
líklega bætir þetta ekki fyrir
sölu á nautgripum í Manitoba.
Ríkiserfingi fæddur
Leopold og Astrid, tilvonandi
konungur og drotning í Belgíu,
eignuðust son hinn 8. þ.m. og hafa
Belgíumenn þar með eignast reglu-
legan erfðaprins. Hann var skírð-
ur sama da!ginn sem hann fæddist
og heitir Baudouin Albert Axel
Marie Gustave.
Vísindaleg sönnun fyrir tilveru
manns og guðs.
Sönnunin fyrir tilveru guðs er al-
gjörlega sama eðlis og sönnunin
fyrir tilveru mannsins, nema hvað
hún er meiri og sterkari:
I góðri og alþektri bók er þannig
að orði komist: “Elski maðurinn
ekki bróður sinn, sem hann hefir
séð, hversu getur hann þá elskað
guð, sem hann hefir aldrei séð?”
En sannleikurinn er sá, að enginn
maður hefir nokkru sinni séð hvorki
meðbróður sinn né guð. Það er ekki
likami mannsins, sem vér köllum
mann. Líkami mannsins er samur
fyrst eftir dauðan og hann var fyrir
dauðan, en engum kemur til hugar
að tala um líkið sem mann.
Það eru að sönnu fáeinir efnis-
hyggjumenn, sem hafa þá skoðun að
maðurinn sé allur þar sem líkami
hans sé, en hitt er hin almenna skoð-
un, að maðurinn hafi ódauðlega sál,
ýmist háða eða óháða mannlegum
líkama og mannssálina hefir enginn
séð eða þekt, nokkurn tíma, eða á
nokkurn hátt.
Þegar vér segjum i daglegu tali að
vér höfum séð þennan og þennan
manninn, þá eigum vér við með þvi,
að við höfum séð hann líkamlega, og
hinar líkamlegu tilvísanir lífsins.
Vér höfum séð augnaráð hans,
fundið hita í höndum hans, vér höf-
um heyrt hljóminn af rödd hans. Og
einnig má vera að vér höfum séð
hann sýna krafta sína, andlega og
líkamlega, séð hughræringarmerki—
en ekkert af þessu kemur neitt nærri
að vera það sama og sjá, heyra og
snerta manninn sjálfan.
Hið eina, sem vér höfum til að
sanna með tilveru andlega mannsins
eru hans líkamlegu tilburðir og hrær-
ingar. Og vér höfum hina sömu á-
stæðu til að sanna með tilveru ó-
sýnilegs guðs, því það sem mann-
legur likami er sálinni — að öllu
sýnilegu, að minsta kosti — það er
alheimurinn guði, og þessvegna er
sú skoðun tilorðin að guð sé sál al-
heimsins.
Hér endar samlíkingin, enda þótt
krafturinn, reglan, umbyltingarnar,
visdómurinn sé að sínu leyti svo
mikið umfangsmeira og augljósara,
sem alheimurinn er stærri manns-
líkamanum. Merkin um að alt hafi
fyrirhugaðan tilgang eru svo augljós
að sjálfir vísindamennirnir geta ekki
lýst neinu í náttúruríkinu öðruvísi
en að segja: Þetta er ákvarðað.”
En ekkert af þessu nægir fyrir
suma til að sanna tilveru Guðs eða
manna, því raunvísindi Cant’s neita
tilveru alls nema þess, sem sézt og
heimspekilegir efnissinnar halda að
samspil efniseindanna framleiði
hugsun og tilfinningu.
Þýtt úr ensku af
Jakobínu J. Stefánsson,
Hecla, Man.
Til “landsins hilji
í norðri
Eftir Richard Beck.
II.
YFIR HAFIÐ.
Eg hvarf þar frá, er sjóferð okk-
ar var byrjuð. Hefir sumum ef-
laust fundist mikið til um það að
vera komnir á haf út fyrsta sinni,
en þó sérstaklega síðar á ferð-
inni, er þeir sáu Ægi í hrikadýrð
sinni, ö'grandi bæði og laðandi.
Hins vegar vara særinn fopn-
kunningi ýmsra okkar; og ekki
all-fáum, er á fjarðarströnd voru
í heiminn bornir, hafði hann
sungið vögguljóðin. Hugðum við
gott til, að endurnýja kunnings-
skapinn við þennan æskuvin, en
seiðmagn hans er máttufet mjög.
Enda er alkunnugt, að gamlir sæ-
farar una illa hag sínum á þurru
landi.
Ferðin yfir hafið heimleiðis
gekk vel, nema hvað við töfðumst
nckkrar klukkustundir í þoku úti
fyrir ströndum Nýfundnalands.
Veður mátti gott kallast meiri
hluta leiðarinnar. Þó var sær æði
úfinn miðvikudaginn þ. 11. júní
og kendu þá ýmsir til sjóveiki,
jafnvel gamlir sjómenn, svo sem
sá, er þetta ritar. Se!gir hann ekki
kinnroðalaust frá þeim atburði;
þó er sannleikurinn sagna beztur.
En Ægir fer eigi að mannvirð-
ingum. Prestar, læknar, prófess-
orar, listamenn og vísinda, verka-
menn og bændur, eru allir jafnir
fyrir lögum hans. Ekki gengst
hann heldur fyrir fríðleik kvenna;
töfrar þeirrah rína ekki á hon-
um. Sáust alls þessa 'glögg merki
á skipi okkar greindan dag.
ís sáum við lítinn á okkar slóð-
um, aðeins strjála jaka. Á þá
varð mörgum starsýnt. Ekki verð-
ur heldur neitað, að þeir eru
tignarlegir, er þeir líða áfram —
líkir turnborgum úr hvítum mar-
mara — í hægum þey, hvítir á
bláum grunni. En fals býr und-
ir fegurð þeirra.
Undir íslandsstrendur komum
við síðdegis föstudaginn þ. 13.
júní. Var Eldey, gróðurlaus og
særokin, hið fyrsta, sem við eygð-
um af íslandi. Þó var hún sem
útrétt vinarhönd, er bauð okkur
velkomin til ættlandsins. Mjög
höfðum við þráð að sjá ísland
rísta úr sæ í fjarska. En svo átti
þó eigi að fara. All-hvast var og
ri!gning, “þrútið loft og þungur
sjór”, er við nálguðumst landið.
En er kom inn fyrir Gróttu stytti
upp og greiddi til í lofti, svo
nokkuð sá til • fjalla, en þokan
beltaði sig um miðjar hlíðar.
Fanst erlendum förunautum okkv
ar landið mikilúðlegt á svip, þó
fremur væri yfir því haustblær
en sumars. Eigi verður heldur
neitað, að eitthvað var það í dökk-
brýndri ásýnd dala, fjalla og
fjarða, sem laðaði og heillaði. Var
sem þar opnuðust hulduhallir.
Brátt sást Reykjavík o'g bar
þar hæst við ský Landakotskirkj-
una nýju, sem er bæði mikið hús
og fagurt. Var auðsætt, að mörg-
um útlendingum fanst höfuðstað-
ur íslands drjúgum stærri og á-
sjálegri, en þeir höfðu 'gert sér í
hugarlund. Hörmuðum við sárt
þeirra vegna, og allra, að bjartar
var eigi yfir, því innsiglingin til
Reykjavíkur er hin fegursta á
heiðum sumardegi, fjallasýnin
Minni Canada
(Að Hnausum 1930.)
Hér, Canada, við komum öll í dag;
við kyssum þig og bjóðum góðan daginn,
er skógaúgyðjan leikur vöggulag
á laufga hörpu, stilt við sumarblæinn.
Við komum saman eins og íslenzk börn,
sem aldrei skulu bregðast móður sinni;
og þó við stundum séum gleymskugjörn,
við gleymum ekki fósturvöggu þinni.
En þó skal ekki hræsnað—'satt skal sagt—
þú sást í skiftum Igóðan leik í tafli:
iþað bezta var á borð með okkur lagt,
sem búi þínu reyndist drjúgur afli.
Við komum til Iþín tóment—það er satt—
en treystum bæði kröftum, heilsu og viti,
og hétum því að greiða skylduskatt,
að skerast hvorki’ úr leik né svíkja liti.
Og það var ekki’ um hlupnindi né hlífð,
en heilan rétt, sem Landinn kröfur gerði,
og ekki betluð björg úr hnefa stífð,
en brauð, sem væri goldið fullu verði.
Með þér o!g okkur þetta samið var,
af þér og okkur skráð á beggja hjörtum;
þau einkamál, sem enn þá lifa þar,
um eilífð skulu virt af báðum pörtum.
Hér, Canada, við komum öll í dag,
við kyssum þig og bjóðum góðan daginn,
er skógargyðjan leikur vöggulag
á laufga hörpu, stilt við sumarblæinn.
Sig. Júl. Jóhannesson.
blátt áfram hrífandi. Enda komst
víðförull, sænskur merkismaður
svo að orði fyrir eigi löngu, að
ytri höfnin í Reykjavík væri hin
l’egursta slíkra, þeirra er hann
þekti til í Norðurálfu.
Var nú akkerum varpað og för
okkar yfir hafið lokið. Ekki leið
heldur langt áður sendimenn
landstjórnarinnar og borgarstjóri
Reykjavíkur, kæmu um borð til
að fagna okkur löndum sínum
vestan að og bjóða okkur velkom-
in. En áður en komu þeirra og
fagnaðarkveðjum skal lýst, vil eg
minnast stuttlega á lífið um borð
í skipi okkar á heimleiðinni.
Óhætt mun mega segja að fá-
um, eða engum, hafi leiðst ferða-
lagið yfir hafið, enda gerðu yfir-
menn skipsins og aðrir skipverjar
alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess
að förin yrði sem ánægjulegust.
Við munum líka len'gi minnast
með þakklæti greiðvikni þeirra
og prúðmensku. Veðrið var okk-
ur líka fremur hliðholt., sem fyr
var greint.
Margt var til skemtunar: söng-
samkomur, dansar og ýmiskonar
leikir á þiljum uppi. Til þess að-
al’ega að draga saman hugi ís-
lenzkra farþega, er dreifðir voru
um öll þrjú farrýmin, og einnig
til þess að fræða erlenda farþega
um ísland og íslenzka menningu,
var komið á samkomum, þar sem
fluttar voru ræður á ensku og
íslenzku um íslenzk efni, sungn-
ir íslenzkir söngvar, lesið upp,
einsöngvar sungnir og íslenzk lög
spiluð. Voru samkomur þessar
haldnar dag hvern frá kl. 3—4 í
borðsal fyrsta farrýmis, nema
miðvikudaginn, er verst var í sjó.
Forsæti skipaði Richard Beck, en
í nefnd með honum'við að und-
irbúa samkomur þessar, voru þau
Mrs. Finnur Johnson og Mr. J. J.
Samson frá Winnipeg.
Á samkomunum fluttu þessir
menn ræður: dr. B. J. Brandson,
prólfessor Sveinbjörn** Johnson,
Sir W. A. Craigie, prófessor Hall-
dór Hermannsson og J. Ragnar
Johnson lðgfræðin'gur. Var góð-
ur rómur gerður að ræðum þess-
um, ekki sízt að ræðu Sir Wil-
liams. Flutti hann yfrlitserindi
um íslenzkar bókmentir, auðugt
að innihaldi og prýðilegt að
flutningi.
Með söng skemtu þau Mrs. S.
K. Hall, Mr. Alex Johnson, Miss
Violet Code og Mr. Guðmundur
Kristjánsson óperusöngvari. Með
hljóðfæraslætti skemtu Miss Nina
Paulson Kapff, Mr. F. Dalman
og Mr. Tryggvi Björnson; léku
þau margt íslenzkra tónsmíða.
Sat að segja hefðu samkomur
þessar ærið einhliða orðið og
tómlegar, ef eigi hefði notið við
aðstoðar fyrgreinds söngfólks og
hljómsveitarinnar íslenzku.
Þess má einnig geta, að á einni
samkomunni flutti Hon. W. J.
Major, fulltrúi Manitoba á Alþing-
ishátíðinni, kveðju frá fylki sínu.
Fór hann einkar hlýjum orðum
um íslendinga og skerf þeirra til
canadiskrar menningar. Þá má
má og nefna, að á annari samkomu
las dr. Stefán Einarsson, kennari
við John Hopkins háskólann í
Baltimore, upp kafla úr Heljar-
slóðarorustu, er mikinn hlátur
vakti meðal íslenzkra áheyrenda.
Er bert að kímni Gröndals tapar
sér ekki með aldrinum. Hún er
sí-gild, lifandi list — hressandi
eins og heiðaskúr í moldveðri.
Samkomur þessar voru fjölsótt-
ar, bæði af íslenzkum farþegum og
erlendum og var mælt, að þær
hefðu mjög fært menn nær hverj-
um öðrum og farið vel fram.
Kváðust útlendir menn mikið hafa
fræðst um lsland bæði af ræðun-
um og söngvunum, að ógleymdum
íslenzkum tónsmíðum, er leiknar
voru. Var því miklu betur af stað
farið í þessu efni, heldur en heima
setið. Þá tóku íslenzkir farþegar
mikinn þátt í öðrum samkomum
og skemtunum, er haldnar voru á
skipinu. Þó þeir væru eigi nema
rúmur þriðjungur farþega, bar
mest á þeim hvarvetna, enda var
þetta pílagrímsför þeirra á
helga staði ættlands síns.
Tveim dögum áður en við kom-
um til Reykjavíkur, hafði okkur
borist loftskeyti um það, að okkur
Islendingunum vestan að yrði
fagnað bæði af fulltrúum land-
stjórnarinnar og Reykjavíkur-
borgar. Vöktu þessar fregnir
mikla ánægju um borð í skipi okk-
ar, sem vonlegt var. Þær báru
vott um svo mikið vinarþel í garð
okkar, og allra Vestur-íslendinga.
Ekki leið heldur langt frá því, er
“Antonia” hafði varpað akkerum
á Reykjavíkurhöfn, að hafnarbát-
urinn “Ma'gni” legði frá landi. En
með honum komu borgarstjóri,
forsetar bæjarstjórnar, alþingis-
forsetar og söngflokkur K.F.U.M.
Er “Magni” nálgaðist skip okkar,
lustu farþegar upp fagnaðarópi,
en söngmenn svðruðu með húrra-
hrópi. Þá er sendimenn landstjórn-
ar o'g borgarstjórnar voru stignir
á skipsfjöl, söfnuðust allir saman
í borðsal fyrsta farrýmis; var þar
hvert sæti skipað.
(Framh. í næsta bl.)