Lögberg - 11.09.1930, Page 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN
11. SBPT'EMBBR 1930.
Bla. 5.
Níu alda minning orust-
unnar á Stiklastöðum
Eftir Pétur Ólafsson.
höfuökirkja, svo lengi sem erkibisk-
upsstóll var í NiÖarósi; en hann var
lagöur niÖur er siÖaskiftin komust á
Noregi. Kristján III. er boðaÖi
Minningin um fall Ólafs konungs
Haraldssonar að Stiklastöðum 1030
lifir i huguin Norðmanna eins og
helgur dómur er þeir eiga að varð-
veita svo lengi sem land byggist. Þeir
telja að með þeim atburðum, er þá
gerðust hafi heiðninni að fullu og
öllu verið útrýmt úr Noregi og að í
minningu hetjunnar frá Stiklarstöð-
um hafi norska þjóöin í fyrsta sinni
tekið höndum saman til dáða og
framkvæmda. Þá hafi þjóðarmeð-
vitundin vaknað er síðan hafi haft
svo mikla þýðingu fyrir lífsbaráttu
Norðmanna; og að þá hafi norska
þjóðin fundið að trú hennar skyldi
vera kristni. Því hefir minningin
um Stiklarstaðaorustu orðið Norð-
mönnum svo helg og Ólafur helgi
verið kallaður: Rex perpetuus ^íor-
vegiae. ,
I ár eru 900 ár liðin síðan Stiklar-
staðaorusta var háð. Var í þvi til-
efni haldin mikil minningarhátíð
sjálfum orustustöðvunum. Höfðu
Norðmenn lengi undirbúið hátíð
þessa sem veglegasta og með því
bentu þeir heiminum á þýðingu Ólafs
helga fyrir norsku þjóðina. Var
biskupum og kirkjulegum fulltrú-
um frá öllum Norðurlöndum boðið
að taka þátt í þessari hátíð, en einn-
ig fjölmentu til hennar pílagrimar
hvaðanæfa af hnettinum, auk lands-
manna sjálfra og Norðmanna, er
tekið hafa bólfestu erlendis. Alls
munu hafa verið viðstaddir á Stikl-
arstöðum 29. júlí 1930, um 40,000
manna. Hátíðin stóð yfir í heila
viku, frá sunnudegi 27. júlí til
laugardags 2. ágúst. En aðalhátíð-
in fór fram 28. og 29. júli þann 28.
júli var hátíðin í Niðarósi. Sá hluti
hátíðarinnar fór fram í dómkirkj-
unni, sem þá var fullger og vígð við
þetta tækifæri. Seinni daginn, 29.
júli var hátíðin að Stiklarstöðum.
Vígsla Niðaróssdómkirkju
Svo er sagt í Heimskringlu, að
Þorgils Hálmuson og Grímur sonur
hans hafi grafið lík Ólafs helga
sandmel einum skamt fyrir ofan
Kaupangur í Niðarósi. Síðan var
bygð kapella á þessum sama stað
og kistan tekin dg látin yfir háaltarið
í kapellu þessari.
Á dögum Ólafs kyrra var reist
þarna vegleg kirkja, Kristskirkjan.
Hún varð síðan höfuðkirkja er erki-
biskupsstóll var settur í Niðarósi.
. Varð hún þá rík að kirkjumunum og
öðru fé og naut mikillar virðingar.
Er tímar líðu var hún stækkuð og á
öndverðri 14. öld, áður en niðurlæg-
ingartímabil hennar hófst, var hún
veglegasta kirkja á Norðurlöndum.
I þessari kirkju var skrín það, er
Ólafur kyrri lét gera um helgan dóm
Ólafs konungs, og stóð það yfir há-
altarinu.
En á 14. öld brann Krists-kirkja
svo að eftir var aðeins lítill hluti
hennar. Fram til 1537 var hún þó
siðaskiftin þar, lét taka skrín Ólafs
helga ofan af háaltarinu og flytja
það til Danmerkur. Þar var gerð úr
því dönsk mynt. En bein konungs
voru grafin í Niðarósi. Vita menn
eigi hvar í Niðarósi þau voru grafín,
né hvort heldur innan eða utan við
kirkjuna.
Á niðurlægingartímabili norsku
jjóðarinnar var kirkjan í sífeldri
l’rörnun. Stóð svo fram um miðja
19. öld. En um það leyti færðist nýtt
fjör í norskt þjóðlíf; Norðmenn
hreptu frelsi sitt og um leið vakn-
aði hjá þeim löngunin til þess að
halda uppi minningunni um forna
menningu sína og veldi.
Niðaróssdómkirkjan reis upp að
nýju. Það var erfitt og seinunnið
verk að reisa hana við, en það vanst
samt, Og nú blasir þessi stærsta og
veglegasta kirkja á Norðurlöndum
við augum, hvert sem maður lítur í
hinni gömlu og fornfrægu borg,
Niðarósi.
Niðaróssdómkirkjan stendur
þeim stað, þar sem fyrsta kapellan
stóð er reist var yfir gröf Ólafs
helga. Hún var reist frá grunni
þeirrar kirkju er Ólafur kyrri lét
byggja á 11. öld og sem hann nefndi
Kristskirkju.
Kirkjan er í tveimur álmum, eystri
og vestri álmu. Fyrir miðri kirkj-
unni, þar sem álmurnar mætast, er
háaltarið; má sjá það hvað sem
maður er í kirkjunni. Prédikunar-
stóllinn og orgelið eru fremst í eystri
álmunni, en inst í þeirri álmu er svo
kallað Maríu-altari. Aðalinngangur
í kirkjuna er fyrir enda vestri álm-
unnar. Aðrir inngangar eru f jölda-
margir, einir tíu. Kirkjan hefir sæti
fyrir 2000 manns. Orð fá ekki lýst
öllu því skrauti sem í kirkju þessa
er borið, bæði að innan og að utan.
Hér mun enda engin tilraun gerð til
þess að setja fram slíka lýsingu.
Mánudaginn 28. júlí s.l. var kirkja
þessi vigð. Hófst sú athöfn kl. 11
Voru viðstaddir 260 klerkar úr öll-
utn Noregi, um 20 innlendir og út-
a lendir biskupar, þar á meðal einn
erkibiskup, fjöldi kirkjulegra gesta
uðu þær skyndilega. Varð þá augna-
bliksþögn meðan beðin var stutt bæn.
Það augablik var ef til vill hátíðleg-
asta augnablik þessarar kirkjuhátíð-
ar. Alt var svo hljótt að heyra hefði
mátt flugu suða. Það hvíldi djúp-
ur hátiðablær yfir öllu og öllum.
Menn fundu að hér var mikill við-
burður að gerast.
Guðsþjónustan stóð yfir í hálfan
þriðja tima. Var sungið, eða bæn-
ir beðnar og lesnir upp kaflar úr
bibliunni. Biskupinn í Niðarósi,
Stören, flutti snjalla ræðu og sýndi
fram á að einmitt dómkirkjan í Nið-
arósi væri stórkostlegasta tákn þess
veldis er kristin menning væri í huga
norsku þjóðarinnar.
Að síðustu hófst vígsluathöfnin.
Framdi hana Stören biskup.—Bað
hann víslubæn og sagði að síðustu:
‘Og nú Iýsi eg kirkju þessa vígða
og helgaða guði og viðreisn safnaða
hans í trúnni á Jesúm Krist. í nafni
föðurins, sonarins og heilags anda.
Friður sé með húsi þessu og öllum
sem um það ganga! Amen.”
Fyrir utan kirkjun var múgur og
margmenni, sem eigi hafði komist
inn. Var þar komið fyrir gjallar-
a horni og mátti greinilega fylgjast þar
með allri athöfninni.
t
Mrs. Áslaug Goodman
Föstudaginn 29. ágúst andaðist að Hallock, Minnesota,
Mrs. Áslaug Goodman, kona Guðmundar Goodmanns, sem um
langt skeið hefir rekið þar gullsmíði og Igimsteinaverzlun.
Þau hjón giftust hér í borg fyrir rúmum þriðjungi aldar síð-
an og fluttust þá jafnskjótt til Hallock og hafa ætíð síðan
haft þar gestrisið og myndar heimili. Áslau(g Goodman var
framúrskarandi myndar kona, mjög bókhneigð, eðallynd og
dugandi að hverju sem hún lagði gjörva hönd eða líknar ráð.
Hún þjáðist um langt skeið af ólæknandi sjúkdómi, er loks dró
hana til bana. — E!g er einn í hópi margra eldri vina hér, sem
votta Guðmundi Goodman hjartfólgna hluttekning við fráfall
Áslaugar sálugu, ®em var honum hægri hönd meðan kraftar
entust.
M. Peterson.
staði farið ágætlega fram og mörg
augnablik hennar muni geymast i
minningunni um aldur og æfi.
Hátíðin að Stiklarstöðum.
Daginn eftir, 29. júlí, fór fram
aðalhátíðin að Stiklarstöðum. —
Stiklarstaðir eru fyrir noröan Nið-
arós og er þriggja tíma ferð þangað
á járnbraut. Frá Veradal, þar sem
járnbrautin endar og að Ólafs stytt-
unni á Stiklarstöðum, eru 4 kíló-
metrar. Þá leið fóru bílar allan dag-
inn.
og auk þess norsku konungshjónin
og ríkiserfinginn, forsætisráðherr-
ann norski, forseti stórþingins og
margt fleira stórmenni.
Rétt fyrir kl. 11 gengu klerkarnir
og biskuparnir í ferfaldri skrúð-
göngu eftir aðalgötunni í Niðarósi
og til kirkju. Auk þess voru í fylk-
mgunni nokkur stórmenni, svo sem
forsætisráðherra, þingforsetinn o. fl.
Var skrúðganga þessi hin tignarleg-
asta. Biskupar voru i fullum
skrúða, margir með biskupsbagal,
prestarnir voru í hempu og aðrir
gestir í hátiöaklæðum.
Er í kirkju kom, gekk öll fylking-
in eftir endilangri kirkjunni fyrir
Mariualtarið, síðan tók hver sitt
sæti.
Allan morguninn höfðu kirkjur í
borginni hringt til messu. Nú þögn-
Ólafsstyttan stendur á hæð einni
skamt þar frá, er kirkjan stendur.
Er það venjulegur legsteinn með
grafskrift á. Ofan á steininum er
krossmark.
Hátíðin hófst með bæn i kirkj
unni. Síðan söfnuðust menn saman
í brekkunni hjá steininum og var þar
haldin guðsþjónusta. Prédikun flutti
biskupinn á Hálogalandi, og þótti
ræða hans afburðasnjöll. Síðan var
flutt erindi um Ólaf helga af þessum
sama stað, og auk þess töluðu ýms-
ir, þ. á. m. konungurinn.
Þenna dag var veður heitt og
bjart, eins og alla aðra daga hátíS
arinnar. Hafði því safnast til þessa
sögufræga staðar múgur og marg-
menni, um' 40 þúsund manns. Allur
þessi mannsöfnuður tók undir full-
um hálsi, er sálmar voru sungnir við
guðsþjónustuna. — Hljómaði söng-
urinn svo að undir tók í hæðunum
í kring.
Kl. 5 fóru menn að tínast burtu.
Um kvöldið var Ólafsminning í NiS-
aróssdómkirkju og flutti prófessor
Paascke þar erindi um Ólaf helga.
Á þriðja degi fór fram um morg-
uninn móttaka gesta, er boðið var
til þessarar hátíðar. Fluttu biskup-
ar, einn úr hverju Norðurlanda
stutta ræðu.
Alla vikuna hélt hátíðin áfram
með guðsþjónustum í kirkjunni og
ræðum um hetjuna frá StiklarstöS-
Af Islands hálfu var dr. Jóni
Helgasyni biskupi og fulltrúa guð-
fræðideildar háskólans, og dr. Sig-
urði Nordal próf. og rektor háskól-
ans boðið að taka þátt í hátíSinni.
Rektor háskólans gat ekki farið, en
fyrir hönd gufræðideildarinnar
mætti þar Ásmundur Guðmundsson
dósent—Hinir tveir, biskup og próf.
Sig. Nordal voru einnig viðstaddir.
Biskup flutti ræðu i kirkjunni á
þriðja degi hátíðarinnar, er móttaka
erlendra gesta fór fram.—Einnig af-
henti Ásmundur Guðmundsson
norsku kirkjunni ávarp frá guS-
fræðideild háskólans og flutti um
leið stutta ræðu. Ávarpið var
skrautritað af Birni Björnssyni í
skrautlegri, rauðri rúskinnskápu og
stóð á kápunni: “Til norsku kirkj-
unnar.” — Ávarpið hljóðaði þannig:
“GuðfræSideild Háskóla íslands
heilsar kirkju Noregs og samfagnar
henni á níu alda minningarhátíð
sigursins, sem Ólafur hinn helgi
vann, er hann lagði líf sitt og ríki í
sölurnar fyrir þrefalda konungs-
hugsjón sína: Kristni Norðmanna,
eining þeirra og frelsi, og jafnrétti
fvrir lögum með ríkum og óríkum.
Hún þakkar einnig starf hans fyrir
ísland, að hann hélt áfram verki
Ólafs Tryggvasonar, að flytja oss
hina vestrænu kristni, þjóðlega og
þróttmikla, og aíj persónuleg áhrif
gefi að vinátta Ólafs helga við Is-
lendinga, Þormóð og Sighvat, ríki
um ókomnar aldir milli Noregs og
íslands.”
Einnig afhenti próf. Sigurður
Nordal kefli eitt haglega skorið, og
var á vísa, er hann hafði orkt sjálfur.
Ásmundur Sveinsson myndhvöggv-
ari hafði skorið keflið.
FRÁ ÍSLANDI.
Sigurður (Pétursson, skipstjóri
á Gullfossi, er fimtugur í dag. Er
hann nú staddur heima að Páls-
bæ á Seltjarnarnesi.—Vísir 12. ág.
Ingveldur Elízabet
Sigurðsson
hans á Islendinga, göfug og djúp
mótuðu hugi þeirra. Um hundruð
ára hafa þeir helgað honum kirkj-
ur sínar. Og enn í dag hjálpar
Snorri oss til að skilja hann og
beygja með lotning höfuð fyrir
minningu hans, hetjunnar, konungs-
ins, píslarvættsins, er markaði með
blóði sinu og manna sinna krossinn
helga á fjöllin norsku og íslenzku.
Guð gefi, að það merki standi þar
Mér er bæði Ijúft og skylt að
skrifa fáein minningarorð um
þessa álgætu stúlku. Eins og nærri
má geta, kyntist eg henni tals
vert, þar sem hún var ráðskona á
mínu eigin heimili hérumbil í
þrjú ár. Það er mér sannarlegt
gleðiefni að vitna um hennar
gullfögru lyndiseinkunnir og á
gæta hæfileika. Hún var hrein
hjörtuð, trygglynd, vinföst, ást.
rík, guðhrædd, guðrækin og guð
elskandi manneskja, og allar
þessar dygðir voru á mjög háu
þroskastigi hjá henni. Þar að
auki var hún einkar myndarleg
til allra verka, og húshaldið var
ekkert minna en frábært.
Persónulega reyndist hún mér
bæði fyr og síðar sem sönn syst-
ir og trygiglynd vina. Eg gat á-
valt óhultur trúað henni fyrir
hverju sem var. Eg vissi fyrir
víst, að hún mundi aldrei svíkja
neinn í trygðum. Það var auð-
sætt í hvivetna, að hún var gædd
sérstaklega dásamlegum vináttu
hæfileikum.
Börnunum mínum var hún sem
bezta móðir. Móðurástin er ávalt
fögur, yndisleg og áhrifamikil.
Einhver mesti og bezti maðurinn
í sölgu þessarar álfu, mælti þessi
ógleymanlegu orð, daginn hátið-
Iega, sem hann flutti frá litla
hvíta heimilinu sínu til “hvíta-
hússins” stóra og veglega í Wash-
ington, og hann talaði með hrærðu
hjarta og titrandi vörum: “Alt,
sem eg er, eða vonast til að verða,
á eg elsku englinum henni móður
minni að þakka.” En samt dó
móðir hans, þegar hann var korn.
ur.gur drengur. Föðurástin er
auðvitað jafn-göfug, þegar hún
er jafn-sterk, og hún er það oft.
En hvað bjartur, sem þessi gim-
steinn — foreldra-ástin — kann
að vera, þá samt hefir mér æfin-
lega fundist annað enn þá göf-
ugra, þ. e. a. s. þe'gar einhver er
móðurleysingjum sönn móðir, eða
föðurleysingjum sannur faðir, og
hið fyrra er mér ljúft að tileinka
Ingveldi sálugu. Hún var áreið-
anlega í hópi þeirra, sem bezt
hafa reynzt mér og mínum á lífs
leiðinni.
Jarðarförin á Garðar bar líka
skíran vott um þá miklu ást og
virðingu, sem hún svo auðsjáan-
lega naut, bæði hjá yngri og eldri
í sveitinni blómlegu, þar sem hún
var fædd og uppalin, hafði langst
dvalist og þektist bezt.
Ingveldur Elizabet sáluga Sig-
urðsson var fædd að Garðar, N.-
Dak., 17. júlí 1888, 0g var dóttir
Sigurðar heitins Sakaríassonar og
eftirlifandi konu hans Steinunn-
sem nú er gift Hafliða Guð-
ar,
randssyni að Garðar, N. Dak. Mr,
Guðbrandsison er móðurbróðir
hins alþekta læknakonungs, Dr.
B. J. Brandsonar í Winnipeg.
Þegar Ingveldur sál. var rúm-
lega ársgömul, var hún tekin til
fósturs til Alberts heitins Samú-
elssonar og Elízabetar konu hans.
Þes'si myndarhjón bjuggu lengi í
Garðar.bygð og ekkjan er þar bú-
sett enn. Þessi hjón önnuðust
hana sem sín eigin börn, þangað
til fyrir hér um bil tólf árum, að
hún fór þaðan og hafði heimili hjá
móður sinni og stjúpföður, Mr.
og Mrs. H. Guðbrandssyni. Eru
þessi myndarhjón eingöngu að
góðu þekt í hinni fögru Dakota-
bygð. Hið sama gildir um fóst-
urforeldra hinnar látnu og sömu-
leiðis um yngra fólkið á báðum
heimilunum. Systkyni hennar
eftir skyldleika blóðs eru þrjú
Sigurður A. Sigurðsson, heima
hjá móður sinni og stjúpföður;
Julia, gift J. B. Stephenson,
Moose, Jaw, Sask., og Mre. R. J.
Work, búsett í Texas ríki.
Banamein Ingveldar sál. var
“obstrlction of the bowele”. Mun
það vera það, sem íslendingar kalla
“garnaflækja.” Sjúkdómurinn og
fráfall hennar kom sem þruma úr
heiðskíru lofti. Hafði hún ávalt
verið sérstaklega hraust mann-
eskja og sj'úkdóm hennar bar að
svo óvænt og snögglega, að allir
stóðu sem steini lostnir. Hún
kvaddi þennan heim 28. júní, eft-
ir miklar en ekki langvarandi
þjáningar. Hún var skorin upp
tveimur sólarhringum áður, en
sagt er, að læknirinn hafi aldrei
gefið neinar vonir um áframhald-
andi líf hér á jörðu. —1 Hún var
jarðsungin af presti Garðar safn-
aðar, séra Haraldi Sigmar, og í
kjrkju og grafreit þes« safnaðar,
3. júlí 1930. Undirritaður hélti
líkræðu í kirkjunni, ásamt heima-
prestinum, og tók þátt i húskveðju
athöfninni og flutti fáein bænar-
orð við gröfina.
Það vildi svo einkennilega til,
að báðir prestarnir höfðu valið
sama textann: “Þér eruð ljós
heimsins. Svo lýsi yðvart ljós
öðrum mönnum, að þeir sjái yðar
góðverk og vegsami yðar himn-
eska föður.” Má vel vera, að for-
sjónin hafi ráðið þessu. En hvort
sem þetta var tilviljun eða guðleg
ráðstöfun, þá er það sönnun fyrir
því, að hún átti þennan gullfagra
texta skilið. Hún var vissulega
ljós og salt á þessari jörðu. All-
ir, sem að kyntust henni, eru meiri
og betri fyrir 'þá viðkynningu.
Síðustu orðin, sem að hún tal-
aði við mig, voru þessi: “Guð veri
með þér.” Eg var 'þá að leggja af
stað á kirkjuþingið, sem var hald-
ið í mínum gömlu átt'högum í
Minneota, Minn. Þessi orð voru
töluð blátt áfram og einlæglega,
og ekki datt mér í hug, að þau yrðu
síðustu orðin hennar til mín. Mér
þykir vænt um þessi orð og mun
geyma þau lengi í 'hjarta mínu.
Er nokkur heillaósk betri en
þessi: “Guð veri með þér”? Efa-
laust hefði hún viljað segja þetta
við alla sína vini og ástvini áð-
ur en hún fðr heim. Hún biður
þessa bæn enn þá og mun biðja
hana framvegis fyrir oss öllum,
sem teljast í vinahópi hennar hér
á jörðu, — já vissulega biður hún
fyrir oss í háum himinsölum á
sóllandi eilífa lífsins.
Blessuð sé minning hennar í
Jesú nafni!
Carl J. Olson.
um. Má segja að hátíðin hafi í alla geislamerlað um aldur og æfi. Guð
I 1931 FYRIRMYND f
Winnipeg’s Oldest Furniture and House-Furnishing Store Celebrates Its 51st Birthdayr—This^Sale Wi
Be Your Opportunity to Thriftly Furnish Your Home. Buy Today, Take Time to Pay, We Will Arrange
Convenient Payments. Every Article in Our Store at Generous Reductions.
Kroehler
Chesterfteld Suites
Beautiful Mohair two piece suites, the acme
of comfort and construction. Selection of
color combinations. A wonderful value.
Anniversary $
Sale
98
•75
Complete
Bedroom Outfits
An exceptional combined outfit is grouped
at a very special price. It comprises a good
size Dresser, Panel Steel Bed, Walnut finish,
choice of Coil or Cable Spring, all-Felt Mat-
tress, Bedroom Chair, Pair of Feather Pillows
and two Bedside Rugs.
Anniversary
Sale
$49
Breakfast-Koom
Suites
We can recommend these beautiful six-piece
suites. They comprise a splendid Buffett,
Drop Leaf Table and four neat Windsor
Chairs. Your choice of Walnut Grain, Jade
Green Shaded, Blue and French Gray fully
decorated.
Anniversary
Sale
®49
.75
Dining Room
Suites
8 PIECES—SOLID OAK
Qunantity purchase is the chlef
reason for this splendid value. A
well-constructed 8-piece suite com-
prises a Pediment Back Buffettj ob-
long Extension Table and set of five
small and one Arm Chairs. This
suite will give you years of servlce.
Anniversary Sale
$79.50
TRADEIN
YOUR OLD FURNITURE TO APPLY ON
NEW AT SPECIAL ANNIVERSARY PRICES
—NOW IS THE TIME TO MAKE THE
CHANGE—PHONE 86 667
The Reliable Home Furnishers"
The Reliable Home Furnishers
492 MAIN STREET PHONE 86 667
Ranges and
Heaters
Banfields have always been head-
quarters for the famous “Good
Cheer Stoves and Heaters. The stove
that stands for efficíency and eco-
nomy. See the new designs now on
display at Anniversary Sale Prices.
Óviðjafnanlega fögur
MINERVA LOWBOY
ALL-ELECTRIC RADIO
n
8
n
8
n
£
n
8
n
8
n
8
n
8
n
8
B
8
Átta pípu fyrirmyiid.
valhnotu kassi.
Skrautlegur Satiny
Þessi fallega istofuprýði — hæfileg að stærð fyrir
hvaða herbergi sem er — skarar fram úr í öllu öðru.
Það má segja um þessa Radio, að saman
fari ytri prýði og raddfærsla, hvort heldur
um söng, fyrirlestra, eða samtöl er að ræða.
Hin skýru ihljómbrigði, einkenna öðrum
fremur Minerva.
Óneitanlega áhald, sem skarar fram úr að fegurð
og gæðum. Hljómtúðan afar voldug og kraftmikil.
EATO'N’S kjörkaupsverð
$129.50
Vægir borgunarskilmálar,
aukakostnaði.
með tiltölulega litlum
Radio Section, Seventh Floor.
T. EATON C
o
LIMITED
9
8
n
8
9
8
5
8
fi
8
6
a
n
8
fi
8
0
8
9
8
fi
8
fi
8