Lögberg - 23.10.1930, Síða 1

Lögberg - 23.10.1930, Síða 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1930 NUMER 42 Saga Andrée leið- angursins Dagbók Strindbergs birt. Smátt og smátt leysis gátan. Mönnum hefir tekist smámsaman að afla upplýsinga um leiðangur Andrée,, svo að saga hans er nú að miklu leyti kunn. Menn geta nú í aðal atriðunum gert sér grein fyrir loftferðinni, lendingunni á ísnum, og ígöngunni yfir ísinn til Hvíteyjar. Blöð þau, er sendu ‘ ‘ísbjörn” til Hvíteyjar, hafa birt útdrátt úr dagbók Strindbergs. Hefir það vakið töluverða óánægju í Sví- þjóð, og ættingjar Strindbergs hafa mótmælt birtingunni. Hefir sænska stjórnin skipað lögfræð- inlganefnd, til þess að athuga ýms atriði viðvíkjandi birtingarrétt- inum. í dagbók Strindbergs er skýrt bæði frá ferðinni og göngunni yfir ísinn. Fyrsta daginn, þ. 11. júlí 1897, gekk loftferðin vel. Loftfarið var í byrjun í 500—600 metra hæð, stefndi í norðaustur, hraðinn 10 m. á sekúundu. Loftfararnir voru í á'gætu skapi, borðuðu, drukku og tóku myndir. Seinni hluta dags- ins byrjaði loftskipið að lækka í lofti. Kl. 15.46 sveif það inn yf- ir ísinn. Loftfarið var þá í rúm- lega 300 m. hæð, hraðinn 7. m. á sek. Fyrstu bréfdúfurnar voru þá sendar af stað. Seinna steig loftfarið upp yfir skýin, og var svo um stund í 600 m. hæð. Kl. 22 lækkaði það aftur í lofti og loftfararnir urðu að fleygja út seglgestu. — Um nóttina rak loft- farið beint í austur, lækkaði stöð- u'gt í lofti og loftfararnir urðu aftur að kasta út seglfestu. Hinn 12. júlí er stefnan vest- læg, þokan þyngir loftskipið. Það er aðeins í 35 m. hæð og lækkar, loftkarfan rekst á ísinn. Ástánd- it ískyggilegt. Seglfestu fleygt út enn . Að morgni hins 13. júlí er vind- urinn norðlægur, sólin skín og burðarmagn loftbelgsins vex. Loftfarið stígur upp í sæmilega hæð. En seinnni hluta dagsins hverf- ur sólin. Loftfarið ' lækkar stöð- ugt í lofti. Loftbelgskarfan rekst hvað eftir annað á ísinn. Strind- berg er loftveikur. Loftfararnir kasta út seglfestu og matvælum. En alt er árangurslaust. Loft- belgurinn hefir ekki lengur nægi- legt burðarmagn. Hinn 14. júlí, kl. 7.30 árdegis, lenda loftfararn- ir á ísjaka á 83. gr. n. br. iLoftfararnir byrjuðu strax að undirúa heimferðina. Hinn 22. j/úlí hófu þeir göngu sína suður eftir. Loftferðin hafði tekið tæpa þrjá sólarhringa, en þrjá mánuði tók það að komast suður eftir til Hvíteyjar. ísinn var stöðugt á reki og stundum rak þá jafnvel norður eftir. Hinn 11 ágúst voru þeir á 82. breiddarstigi, og 7. sept. á 81 gr. í fyrri hluta sept. voru þeir ná- lægt Forneyjunni,, þar sem Nobile lenti vorið 1928. Þaðan rak þá austur eftir í átt til Hvíteyjar. Þ. 12. sept. urðu :þeir að minka matarskamtana. 16. sept. hætta þeir við að ganga lengra. En dag- inn eftir komu þeir auga á jökl- ana á Hvíteyju, og gleðin var mik- il. Pólfararnir héldu því heim- skautaveizlu á ísjakanum. Á' borð- um var selsteik, sellifur, selsnýru, selsheili, smjör og Schlmacker- brauð. Enn fremur'gamalt portvín frá 1836. Það var gjöf frá Svía- konungi. Mælt var fyrir minni konungs og konungssöngurinn sunginn. — En það liðu þó nokkrar vikur, áður en þeir komust á land á Hvíteyju. 2. okt. brotnaði ísjak- inn, þegar þeir voru að byggja snjókofa á jakanum. 5. október komust þeir loksins á land á Hvít- ayju. Daginn eftir skall á stór- hríð. 17. okt. skrifar Strindberg: — “Heim kl. 7.05 árdegis.” — Eftir þetta hefir hann ekki 'getað skrif- að lengur. Enn þá vantar síðasta kaflanr. úr sorgarsögu Andrée-leiðangurs- ins, kaflann um baráttu pólfaranna fyrir tilverunni á Hvíteyju, þang- að til heimskautaveturinn bar þá ofurliði. Khöfn, í sept. 1930. P. — Mgbl. Piræus hin gríska í báli í nýjustu blöðum, sem hingað eru komin—segir Mgbl. 18. sep„— er sagt frá geigvænlegum elds- voða í Píræus á Grikklandi, þar sem menn hafa fengið illilega að kenna á því, hve alvarlegt það get- ur verið, að hafa bensíngeyma við hafnir, þar mikil er umferð og fjöldi skipa liggur. Fregnin er á þessa leið: —Ó^urlegur bruni geysaði i höfninni í Piræus á Grikklandi þ. 8. og 9. sept. Logaði í bensln, er streymt hafði út í höfnina. Náði eldurinn til fjölda olíuskipa, er sprunlgu í loft upp með þrumandij gný og braki. Tuttugu skip eyðilögðust og margt manna beið bana. Er tjón- ið metið 18 milj. króna. Upptök eldsins voru þessi: Verið var að dæla bensíni úr ersku skipi, en dælan var biluð, svo að bensínið rann í sjóinn án þess að menn veittu því eftirtekt. Við ströndina sat verkamaður og var að hita mat sinn yfir hlóðum. Kastaði hann glóðunum, eins og svo oft áður, út í sjóinn, er hann hafði lokið við matargerðina. A samri stundu blossaði upp ógur- legt eldhaf. Felmtri sló á skipshafnirnar á skipunum, er lágu í höfninni, og alt komst í uppnám. Enda skifti það engum togum, að skipin voru umlukt í eldhafi. Margir skipsmenn fórust í log- unum. Aðrir vörpuðu sér í of- boði í sjóinn, þar sem beið þeirra hinn hörmuleo-asti dauðdagi í eld- O hafinu. Bensínið hafði flotið út um all- an flótann, svp eldhafið varð geysi víðáttumikið. Blossarnir upp af höfninni sáust langar leiðir, er olíuskipin sprungu. Neistarnir fluígu upp 1 borgina, og kviknaði í einu húsi, er brann. Að morgni næsta dags gátu menn girt fyrir, að eldurinn bærist í fleiri mann- virki, en komið var. Tvö rán framin í Winnipeg Rrfningjar létu töluvert til sín taka í Winnipeg og 'grendinni í vik- unni sem ileið. Um klukkan fimm á miðvikudaginn komu tveir vopn- aðir menn inn í skrifstofu Canada Malting félagsins á William Ave. og McPhillips Str. Þar voru fyr- ir fimm af starfsmönnum félags- ins og ráku ræningjarnir þá alla ir.n í geymsluklefann og lokuðu honum svo. Voru þeir þar vel geymdir, meðan ræningjarnir hirtu þá peninga, sem þarna voru og komust burtu með þá. Pening- arnir voru $2,400 og voru ætlaðir til að borga verkamönnunum kaup sitt. Þeir sem í klefanum voru, komust þaðan ekki fyr en eftir einar tuttugu mínútur, og þá voru ræningjarnir vitanlega farnir sína leið. Næsta dag, rétt eftir kl. 10 á fimtudagsmorguninn, réðust þrír vopnaðir menn inn í Toronto bankann í Transcona. Þar voru þrír menn, sem vinna í bankanum og fjórir aðrir, þar á meðal ein kona, með ungbarn á handleggn- um. Þessir menn höfðu sömu að- ferð og 'hinir, að þeir ráku alt fólkið, sem þarna var, inn í geymsluklefann og gripu síðan alla peninga, sem þar voru og þeir gátu hönd á fest, og sem sagt er að numið hafi tíu til tólf þús- undum dala, og fóru svo sína leið. —Fjórir karlmenn og ein kona hafa síðan verið tekin föst, grun- uð um að eiga hér einhvern hlut að máli. Hafa þrír af þessum mönnum verið kærðir fyrir rán. Haft er eftir lögreglunni, að eitt- hvað af peningum hafi fundist, sem hún heldur að sé hluti af þessu fé, sem rænt var. Fyrir tveim árum, greiddu gjaldendur þessa bæjarfélags atkvæði með því, að stofnað skyldi til iðnsýningar hér í borginni og að staðurinn yrði í Kildonan. Þenna úrskurð gjaldenda, virti bæjarstjórnin að vettugi, og bar fyrir sig hitt og þetta, er litlu máli skiftir. Af sýningu hefir ekkert orðið fram að þessu. Myndin hér að ofan, sýnir samvöxt bæjarstjórnarinnar við sýningarstaðinn forna við Sel- kirk Ave., Sýndi Winnipeg Board of Trade, sem og tímaritið Winipeg Magazine, oss þann vel- vilja, að lána oss myndamótið til prentunar. Stórkostlegt mannslys Á þriðjudaginn varð voðalegt slys í kolanámu í Alsdore á Þýzka- landi. Kviknaði þar í afar miklu af sprengiefni og varð af svo stór- kostleg sprenging, að náman hrundi saman að miklu leyti, og alt lék á reiðiskjálfi á margra milna svæði. Síðustu fréttir segja, að þarna hafi farist að minsta kosti 134 menn, og líklegt þykir, að þeir séu töluvert fleiri. Alfonso Spánarkonungur óvirtur Háskólanum í Barcelona, sem er einn af mestau háskólum á Spáni, hefir verið lokað um tímai vegna óeirða, sem stúdentarnir j hafa vakið, og sem þykja gangaj langt úr hófi fram. Einir fimmj hundruð stúdentar fóru einn dag- inn inn í samkomusal háskólans, tóku þar mynd af Alfonso kon- ungi og brendu hana, nema höf- uðið, sem þeir skáru af og settu á stöng og báru síðan með hávaða miklum og gaura'gangi kring um háskólabyggingarnar og hrópuðu: “Niður með konunginn!” og ann- að því líkt. Forráðamenn háskól- ans ségja, að það sé augljóst, að hér eigi kommúnistar hikinn hlut að máli. Borgarst j óraef ni Verkamannaflokkurinn í Winni- peg (Indepenednt Labor Party) héfir útnefnt Marcus Hyman lög- fræðing, til að sækja um borgar- stjóraembættið við bæjarstjórnar- kosningarnár, sem fram fara í næsta mánuði. í fyrra sótti hann líka um þetta embætti undir merkjum sama flokks, en náði þá ekki kosningu. Ekki virðist Hy- man hafa eindregið fylgi verka- mannaflokksins, því á útnefning- arfundinum, fékk hann við fyrstu atkvæðagreiðslu, jöfn atkvæðí við William Ivens, fylkisþing- mann, en við aðra atkvæðagreiðslu 'hlaut hann einu atkvæði fleira en Ivens. Talið er nokkurn veginn víst, að Webb borgarstjóri verði einnig í kjöri og verði, eins o'g í fyrra, studdur til kosninga af fé- laginu, sem kallar sig Civic Pro- gress Association. Jarðskjálftar Á sunnudaginn varð jarðskjálfta vart í Louisiana ríkinu. Er það í fvrsta sinn, sem jarðskjálfta hef- ir þar orðið vart, svo menn viti. Ekki voru jarðskjálftar þessir stórkostlegir og gerðu ekki mikinn skaða, en náðu yfir stórt svæði. Ætla að fljúga heim aftur Þeir Boyd og Conner, sem ný- lega flugu frá Nýfundnalandi til Englands í litlu loftfari, eru nú ráðnir í því að fljúga aftur til Canada í sama loftfarinu, eftir því sem þeir sjálfir se'gja. Þeir gera ráð fyrir að leggja af stað frá Englandi um miðjan nóvem- ber og segjast hvergi hræddir. Hausthret—Manntjón Seinnipart vikunnar sem leið, gekk reglulegur bylur yfir Al-, berta og Saskatchewan fylkin, með mikilli fannkomu. Náði bylurinn einnig til Manitoba, en varð hér vægari og snjókoman miklu minni. Er bylur þessi talinn hinn versti, sem nokkurn tíma hefir komið á þessum slóðum, svona snemma að haustinu. Tafði þetta veður um- ferð alla á stórum svæðum og járnbrautarlestir urðu sumstaðar langt á eftir áætlun og bílar sátu víða fastir í fönninni. Rétt utan við Regina, urðu tveir bílar fastir í fönninni. Voru sjö menn í öðr- um bílnum, en fjórir í hinum. Treystu þeir sér ekki til manna- bygða í bílnum og náttmyrkrinu, og tóku því þann kost, að sitja í bílunum um nóttina. Þetta var örskamt frá bóndabýli og snemma um morguninn kom bóndinn, sem þar átti heima, að bílunum. 1 þeim bílnum, þar sem að eins voru fjórir menn, vóru állir nokkurn veginn jafngóðir, en í hinum voru fimm af mönnunum dánir og tveir mjög aðfram komnir, en er þó búist við, að þeir muni ná sér aft- ur. Það er naumast talið mðgu- le'gt, að kuldinn einn hafi orðið þessum mönnum að bana, heldur er haldið, að gas muni hafa vald- ið dauða þeirra. Annars er það ekki fullrannsakað, þegar þetta er skrifað. Bændabýlum fækkar Á síðastliðnum fimm árum hef- ir bændabýlum í Bandaríkjunum lækkað um 73,763, samkvæmt manntalsskýrsdunum síðustu rrá 48 ríkjum og District of Colum- bia. Bóndabýli (farm) þýðir hér spildu af ræktuðu landi, sem er or, meira en þrjár ekrur eða gefur af sér uppskeru sem er $250 virði, eða þar yfir. Slík bænabýli eru nú 6,297,877, en voru árið 1925 6,371,640, en árið 1920 voru þau 6.448,343. Hafa þau því á ttn ár- um fækkað um 2.3 per cent. Rakarinn og skómiðurinn Þeir voru nágrannar og áttu heima í Cuba. Rakarinn hét Botsch, en skósmiðurinn Lopez. Þeim varð eitthvað- að sundur- þykkju og héldu þeir, að helzta rúðið til að jafna sakirnar, væri að vegast með vopnum, eins og mörgum hefir fyr orðið. Þeir gripu því þau vopnin, sem hendi voru næst, rakarinn rakhnífinn og skósmiðurinn kutann, sem hann bafði til að skera leðrið, og fóru síðan á afvikinn stað og háðu þar einvígið. Fimtán mínútum seinna var Lopez dauður, en Botsch tek- inn fastur og sakaður um morð. Enginn fiskur í Hudsons- flóanum Sambandsstjórnin hefir í sum- ar haft skip norður í Hudsons- flóa, til að rannsaka fiskiveiðar, eða möguleika fyrir þeim. Hef- ir sú rannsókn leitt í ljós, að þar eru engin fiskimið, og fundu þeir, sem þessa rannsóknarferð fóru, þar engan fisk, sem hæfur er fyr- ir markaðsvöru. Leituðu þeir þó fyrir sér með botnvörpum, netum og færum. Það lítur (því ekki út fyrir, að þær vonir ætli að rætast, sem margir hafa gert sér, að þar muni verða miklar fiskiveiðar og arðsamar. iDr. Tweed verður í Árborg mið- vikudaginn og fimtudaginn, 5. og 6. nóvember. Mr. S. A. iSigvaldason, frá Ivan- hoe, Minn., var staddur í borginni á þriðjudaginn. Úr bænum Á sunnudaginn, hinn 12. þ.m., andaðist á Almenna spítalanum hér í borginni, Mrs. Mary Einars- son, kona Guðmundar Einarsson- ar, bónda í grend við Glenboro, Man. Hún var fædd og uppalin i íslenzku bygðinni vestan við Grœnlandsmálið í tilkynningu frá sendiherra Dana, er sagt frá þvi, að Staun- ing hafi komið heim úr Græn- landsför sinni á þriðjudaginn. “Socialdemokraten” hefir haft tal af honum og segist Stauning nú Minneota, Minn.'Foreldrar hennar | hafa fullvissað sig um það, að voru Mr. og Mrs. Árni Si'gvalda-j gæta verði allrar varúðar við að son, sem nú eru bæði dáin. Áður hleypa mönnum inn í landið, því en hún giftist í júnímánuði 1917, átti hún heima í nokkur ár hér í borginni. Hún var 44 ára aldri. að það yrði Grænlendingum ti! niðurdreps. Segir hanri, að nauð- að.gyn beri til, að auka landhelgis- gæsluna og hafa til þess hrað- skreiða vélbáta. Ekki heldur hann Hinn 16. þ.m. andaðist að heim- að sauðfjárrækt geti þrifist þar í ili sínu, að Bantry, N. Dakota, Sig-Í stærri stíl. “Stórkostlegar fran,- urður Jónsson, rúmlega sjötugur j farir 'hafa orðið í landinu og er að aldri. Fróðleiksmaður mikilljþað að þakka því, hvernig því er og prýðilega vel greindur; merk-j stjórnað”! Þó telur hann nauð- ur maður og mikils virtur. Jarð-j synlegt, að gera miklar endur- arförin fór fram á þriðjudaginn íj bætur á heilbrigðismálum og þessari viku. j kenslumálum. -------------------- i “Danmörk hefir ótvíræðan eign- WONDERLAND. Wonderland leikhúsið ihefir þrjár úrvals kvikmyndir að sýna þrjá síðustu dagana af þessari viku og þrjá fyrstu dagana af næstu viku. Á fimtudaginn og föstuda'g- inn sýnir leikhúsið kvikmyndina “The Devil’s Holiday”, þar sem Nancy Parral leikur aðal hlut arrétt á Grænlandi, og eg sé enga ástæðu til að breyting verði á því. í 200 ár hefir danska stjórnin ráð- ið þar öllu. Þegar Noregur og Danmörk skildu fyrir rúmum 100 árum, var það riækilega tekið fram, að Danir ættu Grænland. Danir hafa heiður af stjórn sínni þar, og Grænlendingar skilja það verkið; á Taugardaginn og mánu- mætavel, að ekki hefir verið farið daginn “Women Everywhere” og illa með þá” og létu það oft 1 !]°3' á þriðjudaginn og miðvikudaginnj Grænland er danskt land, og það ‘A Man from Wyoming”, þar sem1 er þjóðarinnar, að svo hald- Garry Cooper sýnir mikla hreysti!ist framvegis, og þess óska Uka og húgrekki. FURÐULÆKNING í VATIKANINU. eflaust allir Danir.’1 Svo mörg eru þau orð. —iMgbl. 27. sept. í Rómaborlg er um þessar mund- ir vart meira um annað rætt en um hinn skyndilega og óskiljan- . . .. , . I kongurmn mikli í Montana, segir lega afturbata nunnunnar onnu s ...... _ . Maríu. Segir að hveiti hækki fijótlega í verði Thomas D. Campbell, hveiti- Nunnan var 2ý ára gömul og var dauðsjúk af þerklum. Þessi ægi- legi sjúkdómur hafði la'gst í augu hennar svo að hún hafði í marga daga verið blind. Læknarnir voru vonlausir um að takast myndi að lækna hana og hafði hún því þegar verið lát- in taka á móti dauðasakramentinu. Morgun einn fanst þessari dauð- vona nunnu hvað eftir annað eins og svalri hönd væri strokið um enni sér og augu. Hún hélt að einhver hjúkrunarkvennanna væri hér að verki og þó að þær fullviís- uðu hana um að þær snertu hana ekki, ítrekaði hún þó hvað eftir annað bæn sína til þeirra um að láta sig í friði. Litlu síðar færðist yfir hana einhvers konar mók. En alt í einu rankaði hún við sér við þessa sömu mjúku snertingu, en að þessu sinni sýndist henni eins og hún sæi Maríu mey, vafða í himinbláa stjörnuslæðu og með dýrðarbaug yfir höfðinu,, svífa yfir rúmið sitt og leysast svo upp í þoku langt í fjarska. Sjúklingurinn reis upp i rúminu og hjúkrunarkonurnar komu þeg- ar hlaupandi þar að; þær héldu að hún hefði hitaóra, en þær urðu þá brátt varar, sér til stórrar furðu, að sjúklingurinn hafði fengið fulla sjón aftur og að öll sjúk- dómseinkenin voru ásamt hita- sóttinni horfin eins og fyrir vindi. — Lesb. Bannett veikur Sú frétt var símuð frá London á þriðjudaginn, að Bennett forsæt- isráðherra væri veikur og gæti þess vegna, eins o'g stendur, ekki sint störfum. Ekki er sjúkleiki hans samt talinn neitt hættu- legur. að þess verði ekki langt að bíða, i að korntegundir hækki ^ verði, sérstakle!ga hveiti. Mr. Campbell er ráðunautur Soviet stjórnarinn- ar á Rússlandi i tilraunum henn- ar í að koma þar á akuryrkju í stórum stíl og með nýtízku verk- færum. Hann segir, að hið lága verð, sem nú (er jfá hveiti, eig’. aðallega rót sína að rekja til öfi- ugra samtaka hveitikaupmanna, að eyðileggja afskifti stjórnarinn- ar, í Bandaríkjunum af hveitisöl- unni og Canada hveitisamlagið. Hann segir, að Bandaríkjamenn þurfi ekkert hveiti að selja út úr landinu og geti vel notað þann af- gang, sem þeir nú hafi til mann- eldis fyrst o gfremst og svo til þess, að fóðra svín,n autgripi, o'g fóðurtegundir, en þeir hafi af- gang hveitis. Það segir hann, að ekki taki neinu tali, að það hveiti, sem Rússar hafa að selja, geti haft nokkur veruleg áhrif á hveitiverðið Þaðan þurfi ekki að óttast mikla samkepni næstu þ’ jú ár, en eftir svo sem fimm ár, fari Rússar að láta verulega til sín taka á hveitimarkaðinum. Enn hafi þeir ekki meira en þeir þurfi handa sínu eigin fólkf, eða ekki það, sem neinu nemi; fáeinar mil- jónir mæla geri hvorki til né frá. ycttdKcK á Kzríkið r k.gb 123 Campbell þessi er stórbónoi í Montana; hefir sjálfur um hundr- að þúsund ekrur af landi og stundar aðallega hveitirækt. Er mælt, að hann mundi vera akur- yikjumála ráðherra í Hoover- ráðuneytinu, ef hann væri ekki að einhverju leyti í þjónustu Rússa. Fonleifafundur í Þebu. Kenslumála ráðuneytið í Grikk- landi hefir nýlega skýrt svo frá opinberlega, að við fornleifa-leit í Þebu hafi fundist gamlar húsa- rústir, sem sennilega séu leifar þeirra húsa, sem Alexander mikli lét brenna þar á fjórðu öld fyrir Kristsburð. Brunamörk sjást á rústunum og ýmislegir munir hafa fundist þar, svo sem litlar högg- myndir og margskonar leirker. Dunning fer að vinna fyrir C.P.R. Hon. C. A. Dunning, fyrverandi f jármáJaráðherra í Ottawa, er nú orðinn vara-forseti og ráðsmaður fyrir “Lucerne-in-Quebec”, sem er nokkurs konar hótel og skemti- og hvíldarstaður hjá Ottawa ánni, svo sem miðja vegu milli Ottawa og Montreal. Lægra verð á hveiti Hveitisamlagið hefir lækkað fyrstu borgun fyrir hveiti um 5 cents á næstunni, eða ofan í 55 cents. fyrir hvern mælir af No. 1 Northern í Fort William.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.