Lögberg


Lögberg - 23.10.1930, Qupperneq 3

Lögberg - 23.10.1930, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1930. BJs. 3. J5í5í)i5ííí5í5í{S5{{í5í}{j}}5{ÍS{}K5í5S5ííí5ííí$5í5ííf Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga AÐLBSA BEÉF. (Eftir S. Jennie Smith.) Leikendur: Nonni, Mundi, Baldi Halli (all- ir litlir drengir). — Valdi (stór drengur). Mundi—(kemur inn hlaupandi og lafmóð- ur) : Heyrið þið, strákar! Það er maður liinu megin í skólagarðinum; hann sagði litlu strák- unum, að hann skyldi gefa þeim 25 centa silf urpening, ef þeir læsu fyrir hann bréf, sem liann hafði fengið. Hann kann líklega ekki að lesa sjálfur. Baldi—Er þetta satt, Mundi ? Eg skyldi lesa fyrir hann bréfið, ef hann kæmi hingað. Mundi (hæðnislega) — Þú kant ekki að lesa skrift! Baldi -— Það gerir ekkert til; ég skyldi bara þykjast lesa það; hann vissi ekki, hvort það væri rétt eða rangt, ef hann kann ekki að lesa sjálfur. Halli — Það er alveg satt; ég skyldi líka þykjast geta lesið }>að. Við skulum fara þang- að, sem maðurinn er með bréfið. Nonni — Eg vildi ekki ljúga því að mannin- um, að eg kynni að lesa, þó eg fengi þrjá 25 centa peninga fyrir það. Mundi — Jú, jú, það skyldi ég gera. — Nei, þarna kemur þá maðurinn! Valdi (nálgast þá — Heyrið þið drengir mín- ir, kann nokkur ykkar að lesa skrift? Eg hefi hérna bréf, og ég skal gefa 25 centa silfurpen- ing hvaða litlum dreng, sem getur lesið það fyrir mig. Mundi (ákafur) — Eg kann að lesa skrift; ég skal lesabréfið fyrir þig! Baldi — Eg kann líka að lesa skrift! Halli — Og ég kann það líka! Valdi — Það er gott; þið eruð gáfaðir drengir. Eg ætla að reyna þennan litla hnokka fyrst (fær Munda bréfið). iMundi (fát kemur á hann — “Kæ - kæ - kæ - kæri herra. komdu að finna mig; é - ég þarf endilega að tala við þig; ég er veikur; komdu í kvöld — þinn einlægur” — Eg veit ekki hvað nafnið er; það ersvo illa skrifað, að ég.get ekki lesið það. Valdi — Eg bjóst varla við því, að þú gætir lesið nafnið; láttu þennan litla dreng vita, hvort hann getur lesið bréfið (og bendir á Halla,). Halli (tekur við bréfinu) — “Mi - mi - minn kæri herra; hva - hvar hefir þú verið allan þenn- an tíma? Komdu og findu mig eins fljótt og þú getur; komdu með mikið af sætindum. Þí - þín - stúlkan þín” — Svona er bréfið; hinn drengurinn þarna gat ekki lesið það rétt. Valdi — Láttu þennan dreng reyna (bendir á Balda). Baldi (tekur við bréfinu) — Þessir strákar lásu báðir rangt; þeir kunna ekki að lesa skrift; ég kann það alveg eins vel og fullorðinn maður. Bréfið er svona: ‘''Kæri vinur, komdu og findu mig í kvöld, ég þarf að tala við þig; það er áríðandi erindi; komdu snemma og láttu engan vera með þér, því þetta er nokkuð, sem enginn má vita. Komdu með fáein frí- merki með þér; þú þarft á þeim að halda. Frá þinni gömlu vinu” (alvarlegur og sakleysis- legur). Svona er bréfið, þegar það er rétt lesið. Valdi (snár sér að Nonna) — Vilt þú lesa það fyrir mig, drengur minn? Nonni — Eg kann ekki að lesa skrift. Valdi —* Svo þú kant ekki að lesa? Það er slæmt! Jæja, fyrst þessir drengir eru nú bún- ir að lesa bréfið, þá ætla ég að lesa það sjálfur og lofa þeim að lieyra, hvað þeir komust nærri því að lesa það rétt. Allir drengirnir (horfa hver á annan stein- hissa). Valdi — Svona hljóðar bréfið: “Háttvirti herra; bækurnar. sem þú pantaðir, eru tilbúnar og þú getur fengið þær hvenær sem er. Virð- ingarfylt, Brown and Go., New York. ” Mundi, Baldi og Halli (hengja höfuðin skömmustulegir og geta ekkert sagt). Valdi — Þið hélduð, að ég kynni ekki að lesa, og þið ætluðuð að svíkja mig; er það ekki satt? En ég heyrði til ykkar, þegar þið voruð að tala saman og var því við öllu búinn. Eg bvst við að þið verðið allir hissa, þegar eg segi ykkur, að ég er nýi eftirlitsmaðurinn við skól ann. Það vildi svo til, að ég var á ferð í morg- un og sá að litlir drengir voru að leika sér í skólagarðinum; ég hugsaði mér þá að finna út, hvort nokkur ykkar væri nógu vel að séi til þess að geta lesið viðskiftabréf. Eg mætti eng- um, sem gat það, en vegna þess hversu þessi litli drengur (leggur hægri höndian á kollinn á Nonna) var trúverðugur, ætla ég að gefa hon- um 25 centa silfurpeninginn. Eg vona, að þið lærið þá lexíu af þessu, drengir góðir, að það 'borgar sig aldrei, þegar til lengdar lætur, að vera óráðvandur. Sig. Júl. Jóhanpesson þýddi. V ILT U S VA N I R N I R . Langt í burtu héðan, þangað sem svölurnar fljúga, þegar við höfum vetur, bjó konungur, sem átti ellefu syni og dóttur, sem hét Elísa. Þessir ellefu synir, prinsar voru þeir, gengu í skóla með stjöniur á bi'jóstinu og sverð við hlið; þeir skrifuðu á gulltöflur með demants- grifflum og lásu eins vel utan að eins og á bók- ina; maður gat strax lieyrt, að þeir voru prinsar. Systirin, Elísa, sat á litlu skammeli af spegilgleri, og hafði myndabók, sem var keypt fvrir hálft konungsríkið. Ó, þessi börn, þau höfðu það svo gott, en þannig átti það ekki alt af að vera. Faðir þeirra, sem var konungur yfir öllu landinu, giftist vondri drotningu, sem hreint ekki var vesalings bömunum góð; undir eins fyrsta daginn gátu þau fundið það; í höllinni var mikið um dýrðir og börnin léku sér að því, að koma sem gestir; en í staðinn fyrir, að þau áður fengu allar þær kögur og steikt epli, sem liægt var að fá, gaf drotningin þeim aðeins sand í tebolla og sagði, að þau gætu látið, sem það væri eitthvað. Eftir eina viku sendi hún systurina, Elísu litlu, út í sveit, og kom henni fyrir hjá bænda- fólki; og ekki leið á löngu, fyr en hún hafði spilt svo fyrir vesalings litlu prinsunum við konunginn, að hann skeytti alls ekkert meira um þá. « “Fljúgið þið út í heiminn, og sjáið þið fvr- ir ykkur sjálfir,” sagði hin vonda drotning; “fljúgið sem stórir fuglar án raddar”; en liún gat þó ekki gert það eins vont eins og hún hefði viljað, þeir urðu að ellefu fellegnm, viltum svönum. Með undarlegn hljóði flugu þeir út af hall- arglugganum, yfir engið og skóginn. Það var snemma morguns, þegar þeir flugu fram hjá, þar sem Elísa systir þeirra svaf í bóndastofunni; hér svifu þeir yfir þakinu, teygðu sína löngu, livítu hálsa og slógu með vængjunum, en enginn sá það né heyrði; þeir urðu að fara, hátt móti skýjunum, langt, út í hina víðu veröld; þar flugu þeir út í stóran, dimman skóg, sem náði niður að ströndinni. Yesalings litla Elísa stóð í bóndastofunni og lék Sér að grænu blaði; önnur leikföng liafði hún ekki; og hún stakk gat á blaðið og horfði á sólina gegn um það. Þá fanst lienni hún sjá bræðra sinna björtu augu, og í hvert skifti er sólargeislamir féllu á kinn hennar, mintist hún kærleika þeirra. Dagarnir liðu hver öðrum líkir. Þegar vind- urinn blés gegn um stóru rósarunnana utan við húsið, þá hvíslaði hann að rósunum: “Hver getur verið fegurri en þið?” En rósirnar hristu höfuðin og sögðu: “Það er Elísa.” A sunnudögum, þegar gamla konan sat í húsdyrunum og las í sálmabókinni sinni, þá fletti vindurinn blöðunum og sagði við bókina: “Hver er ráðvandari en þú?” — “Það er El- ísa”, sagði sálmabókin, og það var satt, sem rósirnar og sálmabókin sagði. Þegar liún var fimtán ára, átti hún að fara heim; en þegar drotningin sá, hvað falleg hún var, varð hún reið og hatursfull; gjarnan hefði hún viljað gera liana að viltum svani, eins og bræðurna, en hún þorði ekki að gera það strax, því konungurinn vildi sjá dóttur sína. Sneimna um morguninn gekk drotningin inn í baðið, sem var bygt af marmara og prýtt með mjúkum púðum og fínum teppum. Drotningin tók þrjár pöddur, kysti þær og sagði við hina fyrstu: “Settu þig á höfuð Elísu, svo hún geti orðið sljóf eins og þú.” — Við aðra sagði Iiún: “Settu þig á enni hennar, svo hún verði ljót eins og þú, svo faðir hennar ekki þekki hana.” — “Hvíldu við hjarta hennar, láttu liana fá ljótt hugarfar, svo hún líði fyrir það,” hvísl- aði liún til þeirrar þriðju. Svo setti hún pöddurnar út í hreint vatnið, sem strax fékk grænleitan lit, kallaði á Elísu, hjálpaði henni úr fötunum og lét hana stíga niður í vatnið, og um lenð og hún kom niður í vatnið, setti ein af pöddunum sig í hár hennar, önnur á enni hennar og sú þriðja á brjóstið, en Elísa tók hreint ekkert eftir því; og hefðu pöddurnar ekki verið eitraðar og kystar af nominni, þá hefðu þær breyzt í rauðar rósir; en að blómstrum urðu þær þó við að hvíla við höfuð henna og hjarta; hún var of ráðvönd og saklaus til þess að galdranornir fengju > vald yfir henni. — Þegar hin vonda drotning sá það, smurði hún hana með valhnotu kvoðu, svo hún varð alveg svarbrún; smurði fallega andlitið með daunillum smyrslum og flækti hár hennar. Það var ekki mögulegt að þekkja hina fall- egu Elíu aftur. Þess vegna varð faðir hennar, þegar hann sá hana, hræddur og undrandi og sagði, að þetta væri ekki sín dóttir. Enginn vildi kannast við liana, annar en varðhundur- inn og svölurnar, en það voru fátæk dýr og höfðu ekki neitt að segja. Þá grét vesalings litla Elísa og hugsaði um sína ellefu bræður, er allir voru burtu. Hrygg læddist hún út úr hollinni, gekk allan daginn, yfir akra og engi, inn í hinn stóra skóg. Hún vissi hreint ekki hvert liún ætti að stefna, en hún fann sig svo hrygga og þráði svo mikið 1 bræður sína, þeir voru víst eins og hún, reknir út í heiminn, og þá vildi hún reyna að finna. Aðeins stutta stund hafði hiin verið í skóg- inum, þegar nóttin féll yfir; hún var komin langt burt frá vegi og götu; þá lagði liún sig niður í mjúkan mosann, bað sína kvöldbæn og hallaði höfðinu upp að trjástofni. Það var svo hljótt, loftið svo milt, og um- hverfis í grasinu og mosanum glitruðu sem grænn eldur yfir hundrað Sankti Hans ormar; þegar hún með hendinni hægt hreyfði við einni af greinunum, féllu þessi lifandi smádýr sem stjörnuhröp niður til liennar. Alla nóttina dreymdi hana bræður sína;, þau léku sér aftur sem börn, skrifuðu með de- mantskgrifflum á gulltöflur, og skoðuðu í fall- egu myndabókina, sem liafði kostað hálft ríkið; en á töflurnar skrifuðu þeir ekki eins og áður, aðeins núll og strik; nei, hin djörfustu afreks- verk er þeir höfðu unnið, alt sem þeir höfðu séð og u\pplifað; og í myndabókinni var alt lifandi; fuglarnir sungu og fólkið gekk út úr bókinni og talaði við Elísu og bræður hennar; en þegar hún fletti við blaðinu, þaut það alt inn aftur. svo myndirnar ekki rugluðust. Þegar Elísa vaknaði, var sólin komin hátt á loft; hún gat nú samt ekki séð liana, því há tré breiddu greinar sínar þétt og fast út, geislarn- ir léku sér þar uppi eins og blaktandi gull- klæði; skógurinn ilmaði og fuglarnir næstum settu sig á herðar henni. Hún heyrði vatnsnið, þarna voru margar uppsprettur, sem allar féllu út í eina tjöm með hreinum sandbotni; en auðvitað uxu þar þéttir runnar umhverfis, en á einum stað hafði hjört- urinn rutt rjóður, og þar gat Elísa gengið til vatnsins, sem var svo tært, að liefði vindurinn ekki hrevft greinar og runna þannig, að það hreyfði sig, þá gat hún ímyndað sér, að það vræri málað á botninn, svro glögt speglaði sig hvert blað, bæði það er sólin skein í gegn um og hitt, sem alveg var í skugganum. Þegar Elísa sá sitt eigið andlit, varð hún dauðhrædd, svo brúnt og ljótt var það; eh þeg- ar hún vætti litlu hendina sína og nuddaði augu og enni, varð hörundið hvítt aftur; þá afklæddi hún sig og gekk út í hið tæra vatn. Fegurra konungsbarn fanst ekki í þessum heimi. Þegar hún hafði klætt sig og sléttað sitt langa hár, gekk hún til uppsprettulindarinnar og drakk vatn úr lófa sínum og gekk svo lengra inn í skóginn, án þess sjálfa að vita, hvert hún færi. Hún hugsaði um bræður sína, og um hinn góða guð, sem víst ekki vildi yfirgefa hana; hann- lét hin viltu skógepli vaxa til að metta hina svöngu. Hann sýndi henni eitt slíka tré, greinarnar svignuðu af ávöxtum; þar hélt hún sinn dagverð, setti bjálka undir trjágreinarnar og gekk svo inn í dimmasta hluta skógarins. Þar var svo þögult, að liún heyrði sitt eigið hjartatak, heyrði hvert lítið fölnað blað, sem beygði sig undir fæti hennar; ekki einn fugl var þar að sjá, ekki einn sólargeisli gat komist í gegn um hinar stóru. þéttu trjágreinar; þessir háu stofnar stóðu svo nálægt hver öðrum, að þega hún horfði beint fróm, var það eins og ein trjágirðing eftir aðra umkringdi hana. — Ó, hér var einvera meiri, en hún nokkru sinni fvr hafði þekt. Nóttin var svo dimm, ekki einn einasti Sankti Hans ormur lýsti frá mosanum. Hrygg lagði hún sig niður til að sofa; þá fanst henni að trjágreinarnar yfir henni vikju til hliðar og Guð horfa á hana og smá-englar gægðust fram yfir höfuð hans og undan lians örmum. Þegar hún vaknaði um morguninn, vissi hún ekki hvort hana hefði dreymt það, eða hvort það var veruleiki. Hún gekk nokkur fet á- fram, þá mætti hún gamalli konu með körfu með berjum og gamla konan gaf henni nokkur ber. Elísa spurði, hvort hún hefði séð ellefu prinsa ríða í gegn um skóginn. — “Nei,” sagði sú gamla, “en ég sá í gær ellefu svani með gull- krónur á höfðunum, synda á ánni hérna rétt við”. Og hún fór með Elísu ögn lengra upp á hæðina; fvrir neðan liana liðaði áin sig, trén á bökkunum réttu sínar blaðskrýddu greinar hverja á móti annari, og þar sem trén eftir sín- um venjulega vexti ekki gátu náð saman, þar höfðu þau rifið rætumar lausar úr moldinni og liölluðu sér yfir vatnið með greinarnar flétt- aðar saman. Elísa kvaddi gömlu konuna og gekk niður með ánni, þar sem hún rann út í hið stóra, opna haf. Hið mikla, fagra haf lá fyrir framan yngismeyna, en ekki einn farmaður sást og eng- inn bátur, hvernig gat hún þá komist lengra burtu. Hún athugaði liina óteljandi smásteina á ströndinni, vatnið hafði slípað þá alla. Gler, járn, steinar, alt sem hafði skolast upp á strönd- ina, hafði fengið lögun af vatninu, sem þó var langt um mýkra en hennar fínu hendur. “Það er óþreytandi við að velta, og þá jafn- ar það liarða sig; eg vil vera eins óþreytandi.” “Þökk fyrir ykkar lærdóm, þið hreinu, veltandi öldur! Einhvern tíma, það segir mitt hjarta mér, munuð þið (bera mig \til minna kæru bra'ðra.” Á þanginu, sem hafði skolast upp, lágu ell- efu hvítar svanafjaðrir; hún safnaði þeim sam- an í bindi, og á þeim lágu vatnsdropar, en hvort það var dögg eða tár, gat enginn séð. Einmanalegt var þarna við ströndina, en hún fann það ekki, því hafið gaf eilífa breyt- ingu, já, meiri aðeins á nokkrum tímum, en vötnin geta sýnt í heilt ár. DR. B. J. BRANDSON aiti-220 Medlcal Arts Bldg. Cor Grahaœ og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—* Heimill 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræöingur Skrifsrtofa: Room 811 MCArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Umar: 2—8 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Wlnnipeg, Mantt jba. L.tmial Buhr & Stefánsson Islenzklr lögfræöingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 96» pelr hafa einnig skrifstofur aö Lundar, Rlverton, Gimli og Piney, og eru par aö hitta 4 eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miövikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Glmli: Fyrsta miövikudag, Piney: Priöja föstudag I hverjum má.nuöi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Umar: 3—5 Heimili: 5 ST. .TAMESL PLACE Wlnnipeg, Manitoba. 1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) fslenzkur IögmaOur. Roievear, Rutherford Mclntoeh and Johnaon. 910-911 Electrtc Railway Chmbr* Winnipeg, Canads Simi: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roecum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og- Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aö hitjta kl. 10-12 t h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 Rlver Ave. Tals.: 42 691 J. T. Thorson, K.C. islenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Arta Bld*. StundA- aérstaklega k v e n n a og barna ajúkdöma. Er aC hltta fri kl 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 Victor St. Simi: 28 180 G. S. THORVALDSON B-A., LL.B. Lögfræölngur Skrifstofa: 702 Confederatlon Llfe Building. Main St. gegnt City Hah PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar Uxkninaar og yfirsetur. Tll vlOtals ki. 11 f. h. U1 4 a h. og tr& 6—8 a8 kveldinu. SHERBURN ST. 532 8lMI: 30 877 J.J.SWANSON&CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faatelgnasalar Lelgja hús. r'« vega peningalán og eldsábyrgfl aí öUu tagi. PHONE: 26 349 HAFIÐ pfiR SÁRA FÆTURT ef svo, finniö DR. B. A. LENNOX CMropodist Stofnætt 1910 P.hone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Cöníederation Liíe Bldg. WINNIPEG < Annast um fasteignlr manna. Tekur aö sér aö ávaxta sparlf* fölks. Selur eldsábyrgö og blf- reiöa ábyrgöir. Skriflegum fyr- iistmi'ii'ini svarsf saiostundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlneknar. 406 TORONTO GENERAL TRIJST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE: 26 645 WINNIPBG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WIXNIPEQ DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 126 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Vlötala tlml klukkan 8 tll 9 aö morgninum. Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysi Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. ALLAR TEOUNDIR FLVTNINOAI Hvenær, sem þér þurfiíiaB láta flytia eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,- fljét afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Stmi: 24 500 Dr. A. V. Johnson Islenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipelg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK 8T. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur s& be*tl Bnnfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Bkrifstofu talsimi: 86 607 HeimiUs talsimi: 58 802 A . . . Kæmi þar eitt svart, stórt ský„ var eins og sjórinn segði: “Eg get nú líka litið skugga- lega út”, og þá blés vindurinn og bylgjurnar sneru því hvíta út; en þegar roða sló á liim- ininn og vindurinn svaf, þá var hafið eins og blað á rós; stundum var það grænt, stundum hvítt, en liversu kyrlátt sem það sýndist vera, var þó alt af við ströndina hæg hreyfing, vatn- ið lirejdði sig sem brjóstið á sofandi barni. Þegar sólin var við að setjast, sá Elísa ell- efu vilta sVani með gullkórónur á höfðinu, fljúga til lands; þeir svifu einn á eftir öðrum; það leit út eins og langt, hvítt band. Þá gekk Elísa upp á hæðina og faldi sig bak við runna. Svanirnir settust þar nálægt henni og slógu út sínum stóru, hvítu vængjum. 1 því sólin gekk til viðar, féll skyndilega svanahamurinn af þeim, og þar stóðu ellefu fallegir prinsar, bræður Elísu. Hún hópaði upp yfir sig, því þrátt fvrir að þeir höfðu breyzt mikið, vissi hún að það voru þeir, fann að það hlutu að vera þeir. Hún hljóp í þeirra arma, nefndi þá með nafni, og þeir urðu svo glaðir, þegar þeir sáu og þektu litlu systur sína, sem nú var orðin stór og falleg. Þau hlógu og grétu, og brátt höfðu þau skilið hvert annað, og hversu vond stjúpa þeirra hafði verið þeim öllum. Niðurl. næst.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.