Lögberg - 23.10.1930, Side 6

Lögberg - 23.10.1930, Side 6
Sonur Guðanna Eftir R E X B E A C H . Lee Ying var maður auðugur og hann var strang heiðarlegur, en rógburð og önnur slík hrekkjabrögð kunni hann ekki að varast. Hann var líka, þegar öllu var á botninn hvolft, bara Kínverji. Himes sá um það, að sagan um Alice Hart kæmist líka á loft. Nafn hennar var ekki nefnt, en það var sagt frá henni, sem einstaklega fall- egri stúlku, sem hefði verið að læra málaralist við Eastern háskólann og þar komist í kunn- ingsskap við Sam. Nú væri hún í París upp á hans kostnað. Svo mikið umtal sem þetta vakti í New York, þá gekk þó enn meira á út af því við há- sóklann, þar sem Sam var. Fréttaritarar voru stöðugt á hælunum á honum og myndatöku- menn sátu um hann eins og köttur um mús. Hann varð því að loka sig inni í herbergjum sínum og leyfa e»gum manni að koma inn til sín. Eitt kveldið,-svo sem viku eftir að blöðin hættu að flyt.ja myndir af Sam og greinar um hann, heyrði Lee Ying eitthvert þrusk úti í ganginum á heimili sínu, og hann heyrði rödd, sem hann kannaðist mjög vel við. Það var Sam, sem var að tala, og hann var að segja Moy hvað hann ætti að gera við farangurinn. Gamla manninum varð þegar heitt um hjarta- ræturnar og hann stóð upp, og þegar Sam kom inn í herbergið, kom hann á móti honum með útbreiddan faðminn og þeir heilsuðust mjög ástúðlega, en hvorugur sagði neitt góða stund. Það var Sam, sem fyrst tók til máls. “Þinn óverðugur sonur er kominn heim. Námsferill hans er á enda.” “Það gleður hjarta mitt, að vita þig kom- inn heim,” sagði Lee Ying, en ungi maðurinn beygði höfuð sitt og sagði raunalega: “Það hryggir mig afar mikið, að valda þér vonbrigða. Eg get ekki haldið áfram náminu og eg hefi orðið fyrir óvirðingu—” “Nei, nei, sonur minn, gleðin kemur inn í húsið með þér. Þér er ekki um að kenna. Það er eg, sem á alla skuldina á þessu óhappi.” “Bækumar mínar og alt annað, sem eg á, er á leiðinni.” “Hefirðu verið rekinn úr skólanum?” Sam játaði, að svo hefði verið. Hann leit framan í föður sinn, og það leyndi sér ekki, að hann fvrirvarð sig og að hann var afar hrvgg- ur í huga; en faðir han.s faðmaði hann að sér því fastar. “Segðu mér hvað kom fyrir. ” “Það var vegna skólans, eftir því sem þeir sögðu. Það mátti ekki stofna heiðri hans í neina hættu, og það varð að taka tlillit til hins auðuga fólks, sem styður skólann. Það varð að hreinsa af skólanum þann blett, sem—” “Þetta er óhæfa,” tók Lee Ying fram í; “þú hefir ekki gert neitt, sem er vítavert.” “Það hefir ekkert að þýða í sambandi við heill skólans og heiður og góðvild og traust þeirra, sem leggja honum til peninga. Skólinn verður að lifa, hvað sem öllu öðra líður. Sak- laus eða sekur varð eg til þess að vekja ilt um- fal um skólann og veikja traust stuðningsmanna hans á honum. Eg verð að líða fyrir almenn- ingsálitið-----. Kínverji og hvít stúlka! Tvær hvítar .stúlkur og önnur þeirra stúdent! Slíkt er óskaplegt hneyksli, eftir skilningi innlenda fólksins hér. Sumir foreldrar hótuðu að taka dætur sínar af skólanuip, til að sýna að þeim væri alvara að mótmíela slíkri óhæfu.” “Það hefir alt af verið svona. ” “Það er rétt, en foreldrunum hefir aldrei til hugar komið, að þeirra eigin flekk lausu af- kvæmi va?ru nokkura tíma snert af viðbjóðsleg- um höndum okkar Austurlandabúa. ” Um leið og Sam sagði þetta, hreytti hann út úr sér blótsyrði á ensku, sem Lee wing mundi hafa óg- að við, ef öðru vísi hefði á staðið. “Þeir við- urkendu, að eg hefði ekki gert neitt rangt, eða að minsta kosti ekki mikið rangt. Hvað Alice Hart snerti, skeltu þeir meira að segja skuld- inni þar sem hún átti heima. En það var ekk- ert höfuð atriði. Karl og kona af þessum tveim- ur ólíku kynflokkum, máttu ekki hafa of náin kynni hvort af öðru, og eiginlega ekkert hafa saman að sælda utan kenslustofanna. Svona eru hugmyndir Ameríkumanna um sæmilegt félagslíf. Við megum umgangast karlmenn, ekki kvenfólk. Snerti eg á kvenmanni, óvirði eg hana og hneyksla almenning. Það hafði heldur ekki neitt að segja, þó eg væri efstur í mínum bekk. Það var ekki litið á neitt annað en þann raunveruleika, að eg er gulur Kínverji Virðing og dygð hvítu konunnar verður að vera mest metin, svo gölluð sem hún þó er.” “Já, þú ert Kínverji,” sagði Lee Yin^ al- varlega. “Gleymdu því aldrei, að það er þinn heiður. Þínir forfeður voru mentaðir menn, þegar þeirra forfeður voru ósiðaðir villimenn. Við erum öðru vísi, en við erum ekki eftirbát- ar þeirra. ” “Þeir eru hræsnarar og lygarar,” hrópaði Sam. “Þeir eru óráðvandir, og þeir eru höfð- ingjasleikjur! Jafnvel trúarbrögð þeirra eru bara hræsni. Þeir prédika um kærleika og bræðraþel og jöfnuð og réttlæti, en það er ekk- ert nema orðin tóm. Jafnvel sín tíu laga boð- orð lítilsvirða þeir. Einn Guð! Heyr á end- emi! Þeir tilbiðja tvo, hræsni og hleypi- dóma.” “'Trúarbrögð koma og fara, sonur minn, og öll liafa þau eitthvað sér til ágætis og þau gera öll eitthvert gagn meðan þau endast. Kristin- dómurinn er enn tiltölulega ungur og hann breytist með tímanum. Hyer veit, hve lengi hann endist? Okkar eigin trúarbrögð hafa . enzt miklu lengur heldur en kristindæómurinn hefir gert enn þá, og veitt fleiri sálum frið og gleði, og þau eru svo miklu eldri, að ekki er saman berandi. En hlustaðu ekki á allan hé- gómann, sem þú heyrir. Hégómlegt tal tilheyr- ir gamalmennum og kvenfólki. Haltu þinni eigin tungu hreinni. Það hryggir mig afar- mikið, hve illa þér líður nú se mstendur út af þessu óréttlæti. Hver manndómsmaður verður að finna alt það í sjálfum sér, sem hann þarfn- ast. Það er meðalmaðurinn og sá, sem þar er fyrir neðan, sem hefir nokkuð til annara að sækja af því, sem hann þarf. Farðu nú inn í herbergi þitt, en seinna, þegar skap okkar er komið í samt lag, skulum við tala betur um þetta. I kveld skulum við sitja við góða veizlu og þar skalt þú sitja mér til vinstri handar. Nú langar mig til að lifa og gleðjast yfir heimkomu þinni.” Lee Ying hafði etið og drukkið og hann hafði strokið andlit sitt og hendur með röku handklæði, sem var undið upp úr heitu vatni. 1 virðingarsætinu, húsbónadnum til vinstri hand- ar, sat Sam klæddur eins og tiginn Kínverji. öllum siðum hinna heldri Kínverja hafði ver- ið fylgt við máltíðina og réttimir höfðu verið bæði margir og góðir. “Eg er orðinn gamall,” sagði Lee Ying. Það var eins og inngangur að umræðum, um það umtalsefni, sem þeim var báðum ríkast í huga. “Stundum finst mér, að eg sé eldri en Lao-Tzu, hinn mikli vitringur, sem var áttatíu og eins árs, þegar hann fæddist, og var fæddur með miklu og virðulegu, hvítu skeggi. Á löng- um tíma og með mikilli umhugsun hefir mér lærst, að hið illa er aðeins í mannsins hjarta, en alt annað bendir á kærleik drottins til mann- anná. Flugfjaðrir þínar eru enn stuttar, og örðugleikarnir pg mótspyman eru nauðsynleg þroskameðul. í kveld ert þú hryggur og von- lítill. Þegar guli keisarinn átti í ófriði við Yen Ti, þá voru útverðirnir í herfylkingum hans álfar og bimir, pardusdýr, tígrisdýr og önnur rándýr, og á fána hans voru dregnir erair og fálkar,' fiskiernir og flugdrekar. Þetta vakti ótta mikinn hjá þeim, sem fáfróðir voru og ekki höfðu skilning á þessu. Þetta er eins enn í dag, hið illa og hræðilega, er ekkert nema vofa, hræðileg ránfuglsmynd máluð á fána, sem haldið er á lofti fyrir augum manna. Sá sem hefir gott hjartalag, þarf ekkert að óttast. Þú ert hrvggur, af því að háskólaferill þinn er á enda, en það eru aðrir háskólar, þar sem þú getur haldið áfram námi þínu.” “Ef til vill. En fyrir hvers konar líf vilt þú að eg undirbúi mig?” “Eg vil, að þú búir þig undir það, að vera góður og dygðugur maður og sjálfstæður,” svaraði Lee Ying viðstöðulaust. Þú ert betur ættaður, en fólk flest, og þú erfir miklar eignir, og því var spáð fyrir þér strax þegar þú fædd- ist, að æfiferill þinn vrði merkilegur. Til þess að svo geti orðið, þarft þú að læra að verða stiltur og einbeittur, hvað sem fyrir kemur; og þú verður að læra að drotna yfir öðrum með mildi og sanngirni. Þetta er það, sem mest ríður á, og þetta er hægt að læra á einum há- skóla, ekki síður en öðrum.” “Það er mín sterkasta löngun, að gera eins og þú vilt,” svaraði Sam. “En sú lexía, sem þú hefir sett mér fyrir, verður ekki lært á há- skólum. Ekki í háskólum þessa lands að minsta kosti. Til þess skortir mig auðmýkt, og einnig vald vfir sjálfum mér. Þú veizt ekki, faðir minn, hvað eg hefi orðið að líða. Til allr- ar ógæfu er eg hvorki eitt né annað. 1 hugsun- arhætti er eg hvítur maður, þó eg sé Kínverji. Eg er nokkurs konar kynblendingur. Nei, það er verra en það, eg er eins og haldsveikur mað- ur, sem enginn vill, eða enginn þorir að snerta. Allrar þeirrar virðingar, sem eg nokkurn tíma nýt, nýt eg eingöngu vegna þinna peninga, og samt er alt slíkt talið eftir. Eg þarf að hafa einhvern kunningsskap við aðra, en eg verð að kaupa hann, og þegar eg geri það, þá kaupi eg svikna vöru fyrir afar verð.” “Hvað sem öllu þessu líður, verður þú að halda áfram námi þínu. Sumum mönnum eru gefnar svo miklar gáfur af náttúrunnar hendi, að þeir þurfa ekki á skólalærdómi að halda. Sagan kallar þá kennara, eða fræðara eða meistara. Slíkir menn eru sjaldgæfir, og þú ert ekki einn af þeim. Skilningurinn, sem kem- ur fyrir æfingu gáfnanna, er afleiðing mentun- arinnar.” “Þú hefir alt af talað um mig sem son guð- anna, eins og eg væri eitthvað meira en aðrir menn. Sjálfur finn eg ekki til þess, og þess vegna hefir sá ótti alt af hvílt yfir mér, að eg hlyti að verða þér til vonbrigða og rauna. Eg hefi reynt eins vel og eg get, að skilja sjálfan mig og eg finn ekkert í sjálfum mér annað en það, sem eg hefi fengið utan að, það sem mér hefir verið kent, og mest af því, sem eg hefi lært, hefi eg lært af hvítu mönnunum, það eru þeirra hugmyndir, ,sem eg hefi drukkið í mig. Eg hefi móttöku hæfileika, en langtum minna af sjálfum mér, heldur en þú hefir. Þú hefir vúljað kenna mér að hugsa um sjálfan mig sem mikinn mann, en eg get það ekki. Hafi eg erft nokkuð af guðunum, þá er það veikleiki þeirra. Mig skortir alveg þeirra st.yrkleik—” Lee Ying lét það ótvíræðlega í ljós, að hann féllist ekki á það, sem Sam var að segja, þó hann segð ekkert. “Þetta er satt,” hélt Sam áfram, “og það sem meira er, eg hefi svo lengi stuðst við þína góðvild, að eg er næstum hættur að geta geng- ið einsamall. Eg er veikur og ístöðulaus og sveigist fyrir hverjum gusti—” “En sú vitleysa,” sagði faðir hans. “Hugsaðu um það. Þú hefir alt af borið mig á höndum þér. Þegar eg var lítill, var eg alt af nokkurs konar herfang hinna drengjanna. Eg reyndi að verja sjálfan mig, en eg vissi ekki, hvernig eg átti að því að fara. Eg keypti mér frið með þínum peningum. Það var eins á háskólanum. Eg mútaði þeim til að umgang- ast mig eins og jafningja og félaga. Þú hjálp- aðir mér út úr fyrstu vitleysunni, sem eg rat- aði í, og þú leiddir mig út úr síðustu ógöng- unum. Eg geiði það ekki. Eg kem heim með óvirðingu, og þú lætur mig sitja í virðingarsæt- inu, þér til vinstri handar, og þú gefur mér ör- látlega af hugrekki þínu og djörfung. Eg er að veiða litlaus, eins og plantan, sem vex í skugg- anum og nýtur ekki sólarljóssins. 1 blóði mínu er of lítið af járni. Eg er kjarklaus ónytjung- ur. Eg er eins og planta, sem ræktuð hefir verið í hitaðri gróðrarstöð, en þolir ekki úti- loftið.” “Um hvað ertu að hugsa?” spurði Lee Ying eftir nokkra umhugsun. “Eg veit ekki. Kannske að ferðast. Eg get ekki lengur unað því < lífi, sem eg hefi lifað.” “Jæja, þá. Eg hafði nú reyndar hugsað mér, að þú gerðir það seinna, en það er líka vegur út af fyrir sig tij að afla sér mentunar. Mér detur í hug sagan um Tong. Hann var uppi fyrir meir en þúsund árum. Hann var ungur maður, en naut mikillar virðingar. En hann varð óánægður við keisarann og vildi ekki búa undir óviturlegri stjórn harðstjórans.” “Þú ert enginn harðstjóri.” “Hann fór til fjarlægra landa, og hann sá og lærði margt merkilegt. Þegar hann kom aft- ur, var hann álitinn vitrasti maðurinn í land- inu, og honum stóðu opnar margar virðingar- stöður. Gerðu alla veröldina að þínum háskóla og ferðastu eins og þú vilt.” Hinn ungi maður brosti góðlátlega, en af augnaráði hans vaið ekki ljóslega séð, hvað í huga hans bjó, en hann hristi höfuðið og varð enn alvarlegri á svipinn. “Þú skilur mig ekki fullkomlega. Minn gÖði faðir vill nú, eins og ávalt, alt fyrir mig gera. Hann vill láta mig ferðast eins og höfðingja. Hann vill búa mér mjúka sæng, og verja mig fyrir stormum og regni. Hann vill senda þjóna sína til að gera alt fyrir mig. En ef eg annars fer, þá verð eg að fara einn og án allrar hjálpar frá nokkrum öðrum. Eg verð að vinna fyrir mér sjálfur og þiggja enga hjálp frá nokkrum öðrum.” “Hvað áttu eiginlega við, drengur?” sagði Lee Ying og starði á son sinn. “Er það ein- hver pílagrímsferð, sem þú ert að hugsa um að leggia upp í? Ertu að hugsa um að fara eins og förumaður?” “Nei, það dettur mér ekki í hug. Eg ætla að vinna fyrir mÖr, ekki biðja beininga.” “Hvaða fjarstæða er þetta?” “Ekkert nema það, a^ eg vil verða að manni. ’ ’ “Það þýðir hita og þunga dagsins, hungur og kulda og ótal örðugleika og óþægindi, sem þig hefir aldrei svo mikið sem dreymt um.” “Eg vil einmitt læra að skilja þessi orð, sem þú hefir nefnt, meir en að nafninu til.” “Heyrðu, drengur minn!” sagði Lee Ying. “Þú hefir lagt of hart að þér við námið. Þess- ar hugsanir eiga sér ekki langan aldur hjá þér. f bráðina er hollast fyrir þig, að fara ekki lengra en svo, að faðir þinn geti náð til þín. Þú ert ljós augna minna, og meðan faðirinn lif- ir, á sonurinn ekki að fara langt frá honum. Tíminn fer nú að styttast, þangað til eg verð kallaður til æðri heima—” Það var eins og gamli maðurinn hefði ekki mátt til að segja meira. Sam beygði liöfuð sitt. “Mín vanvirða væri meiri en svo, að eg fengi borið hana, ef eg ekki í öllu mhlutum léti að þínum vilja, eins og eg frekast get.” Iæe Ying reis hægt og seinlega úr sæti sínu og fór að ganga um gólf. Hann var ekki leng- ur eins öruggur, ekki eins viss í sinni sök, eins og hann átti að sér og hafði jafnan verið. Vilji sonar hans og hans eigin vilji, rákust nú á í fyrsta sinn, verulega alvarlega. Honum fanst hinar glæsilegu vonir, sem hann hafði jafnan gert sér um son sinn, vera að hrynja, og það tók hann óendanlega sárt. Hann gat ekki séð, að hann hefði hér rétt fyrir sér, en hins vegar gat ekki komið til mála, að þröngva honum til hlýðni. Honum skildist nú í fyrsta sinn, að með því uppeldi, sem hann hafði fengið, hlaut hann að ráða að mestu sínum eigin gerðum. En honum ógaði við þeim fyrirætlunum, sem hann hafði í huga. “ h’’lökkumaður! Svangur og sárþrevttur pílagrímur! Lítilsvii tur, fyrirlitinn! Þetta er ekkert nema æfintýralöngun, órói æskunnar. Hversu sjaldan eru gimsteinar gæfunnar þeim gefnir, sem með kunna að fara? Mér sýnist þetta ekkert annað en einhvers konar ímyndun- arveiki. ’ ’ “Þú segir mér, að eg eigi að læra að sjá fótum mínum forráð, vera einbeittur og sjálf- stæður og ráða yfir öðrum með sanngirni og ljúfmensku. Hvernig get eg lært að vera fót- viss, ef eg stíg aldrei út af þeim greiðfæra vegi, sem aðrir hafa lagt fyrir mig? Hvernig get eg læ:t að vera einbeittur og sjálf.stæður, ef eg mæti aldrei neinni mótstöðu? Hvemig get eg lært. að vera mildur höfðingi, ef eg ekki sjálfur klíf brattann upp á hefðartindinn? Til þess að verða mikill maður, er óumflýjanlegt að vinna sjálfur sigur á örðugleikum, sem eru á hinum KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD HcNRVAVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN’ Yard Office: 6t*i Floor, Bank of Hamilton Qhambere þrönga vegi, sem liggur, til þroska og frama? Þú varst svo góður og nærgætinn að spyrja mig, hvað eg vildi sjálfur. Nú hefi eg sagt þér það. Engu að síður fer eg algjörlega eftir þínum vilja og fyrirskipunum. ” “Eigingjarnar óskir gamals og veikburða sérvitrings, hljóta alt af að lúta í lægra haldi. Eg er alt af að reyna að koma því í framkvæmd, sem eg vil sjálfur, en tek alt of lítið tillit til þess, sem aðrir vilja. Eg er liræddur um að mér lánist aldrei að vinna þau þrettán hundruð góðverk, sem eg á að vinna. Segðu mér aftur, hvað það í raun og veru er, sem þú vilt, svo eg geti hugsað um það og reynt eins vel og eg get að skilja óskir þínar. Eg býst við að láta und- an, en mér er það erfitt, því eg er að eðlisfari þrár og ráðríkur.” Þetta mál var ekki til lykta leitt það kveld- ið og það var mikið rætt næstu daga. Lee Ying var hygginn maður og laginn á að koma sínu fram. Hann setti sig ekki beinlínis á móti því, sem Sam vildi,, en hann sýndi honum fram á margt, sem var á móti því, og hann dró málið á langinn og gerði sér vonir um, að Sam mundi smátt og smátt sannfærast um, að hann væri í raun og veru að leggja út í ófærur og vitleysu. En smátt og smátt sannfærðist hann um, að Sam væri full alvara, og hann mundi ætla sér að sitja við sinn keip. Drengurinn tók sér sjáanlega afar nærri það ranglæti, sem hann hafði orðið fyrir, og hann var búinn að fá ó- beit á Ameríkumönnum, en hataði sinn eigin veikleika, að vera ekki fær um að verja sjálfan sig gegn ranglætinu. Hann var órór, stefnu- laus, og sjálfjstraust hans var 'veikt. Hann gat ekki sættt sig við neitt minna, en að fá fult tækifæri til að reyna sína eigin krafta. Smátt og smátt gaf gamli maðurinn eftir, en afar hægt og hélt lengi fast í sinn enda. Loks gaf hann alveg eftir, en enginn annar en hann sjálfur vissi hve nærri sér hann tók það. En eftir að hann loks gaf Sam samþykki sitt, bauð hann honum ekki lengur neina hjálp, og ráðlagði honum ekkert, því Sam vildi það ekki. Þegar að því kom, að Sam skyldi leggja af stað, kom hann til föður síns og var nú í göml- um og slitnum fötum og hélt á ferðatösku í hendinni. Hann hélt á hlýlegri yfirhöfn og húfu, annað hafði hann ekki meðferðis. Hann lagði þennan farangur frá sér og hneigði sig þrisvar sinnum fyrir öldungnum, er sat hreyf- ingarlaus í hinum enda lierbergisins í stól, sem líktist nokkurs konar hásæti. Lee Ying líkitst austurlenzkum þjóðhöfð- ingja, þar sem hann sat, og var klæddur skraut- legri silkikápu og með silkihúfu á höfði. Lágur skamill stóð framan við stólinn, og þar hvíldi hann fæturna, svo þykku, livítu sólarnir á kín- versku skónum blöstu við Sam, þar sem hann stóð. Hann sat uppréttur og hélt höfðinu hátt. Hann var algjörlega hreyfingarlaus. “Kom þú nær,” sagði hann á máli feðra sinna, en röddin var svo köid og þur, að það var eins og hún kæmi úr dauðs manns gröf. Sam færði sig nær, en hann forðaðist að líta framan í föðui*' sinn, því liann vildi helzt ekki þurfa að sjá sorgarsvipinn, sem hann grunaði að augljós væri á andliti föður síns, því hann vissi, að lionum leið alt annað en vel. “Er alt tilbúið?” spurði faðir hans. “Alt er tilbúið,” svaraði Sam. “Eg verð að vera kominn þangað^klukkan sex, svo hægt sé að segja mér fyrir verkum. Eg þarf að læra þau, þó þau séu einföld og ómerkileg.” “Er þetta stórt og gott skip, sem þú ferð með?” “Það er ekki stórt, en það er traust og margreynt að því að vera gott skip. ” “Þú segir, að það eigi að flytja nautgripi. Er vinnan, sem þú átt að vinna, mjög erfið?” “Ekki erfiðari en sú vinna, sem margir landar mínir vinna á hverjum degi. Eg á að hjálpa til að hreinsa kartöflur, þvo diska og potta og færa sjómönnunum matinn og vinna önnur slík nauðsynjaverk.” Óánægjusvipuri(nn leyndi 'sér ekki á and- liti gamla mannsins. Þetta var þá að verða úr þessum uppáhaldssyni, sem hann hafði gert sér svo miklar vonir um. En hann stilti sig vel, engu að síður. felt minkandi. Hefir stjórnin eng- in úrræði fundið til þess að reisa rönd við því. Stöðvist kola fram- leiðslan, stendur hungursneyð fyrir dyrum. Uppþot og órói er um alt land. Bændur vilja ekki láta korn sitt af hendi til forðabúra stjórnarinnar. Matvælaprang fer vaxandi og verð- lag hækkandi. Menn reyna að hrifsa til sín sem mest af reiðu peningum. Hlýðni við stjömar- völdin er óðum að hverfa. Stalin hefir gripið til þeirra ó- yndisúrræða að láta taka 1000 verkamenn af lífi. Sendimenn bankastjórnarinnar í öðrum lönd- um reyna hvað þeir geta til þess að fá lán handa Rússum svo leyst verði vandræði þeirra í bili. —Mgbl. Vandræði Rússa Hrun hinna rússensku atvinnu- vega er nú augljóst orðið, se'gir “Daily Mail” um síðustu mán- aðamót. Verkamenn yfirgefa nám- urnar, járnbrautirnar og verk- smiðjurnar, hvað sem stjórnar- bloðin segja. Þau flytja greinir í hundraðatali um skyldur verka- manna. En alt kemur fyrir ekki. Til stjórnarinnar í Morska ber- ast tilmæli frá fjölda mörgum stöðum um það, að vinna þurfi bráðan bug að því að bæta úr eldsneytisskortinum. Því annars stöðvist alt atvinnulíf. Samkvæmt því, sem segir í Kom- somols Kaya iPrawda þ. 24. ág., fer kolavinslan í námunum sí*

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.