Lögberg - 30.10.1930, Side 4

Lögberg - 30.10.1930, Side 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER. 1930. Xögíjerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáíkrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögbers” Is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. +-----------------------—----------------•+ Fœst af því svara vert +•—---------------------------------—+ í síðasta blaði Heimskringlu birtist grein með fyrirsögninni: “Öldungunum hnignar”; kennir þar margra grasa, sem auðsjáanlega eru sprottin í næsta varhugaverðum jarðvegi. Um grein þessa í heild, er óþarft að f jölyrða; enda er henni skilmerkilega svarað hér í blaðinu af einum öldunganna, án þess að mikilla hnign- unarmerkja sé vart. Þó hefir áminst grein eitt atriði sérstaklega til brunns að bera, sem ekki er alveg hægt að leiða hjá sér. Því er haldið fram,—0g það beinlínis stað- hæft, að sjálfboðanefndin hafi tekið við helm- ingnum af því fé, sem Manitoba-stjórnin hafi ætlað heimfararnefnd þjóðræknisfélagsins. 1 þessu tilfelli er sannleikurinn svo átakanlega sniðgenginn, að eigi væri ástæðulaust að ætla, að um ósjálfráða skrift væri að ræða. Um áminstar staðhæfingar Heimskringlu er óþarft að fara mörgum orðum; sem fullgilt svar við þeim, birtum vér það ákveðna yfirlýsingu frá þeim embættismanni fylkisstjórnarinnar, er yfir- umsjón hefir með öllum útborgunum úr fjár- hirzlu fylkisins, að ekki verður um vilst. Vér birtum hér einnig orðrétt ummæli Heimskringlu þessu viðvíkjandi, lesendum til hægðarauka. Væntum vér þess, að ritstjórn blaðsins sýni það drenglyndi, að afturkalla hinar villandi staðhæf- ingar sínar ákveðið og vafningalaust, 0g verði oss þakklát fyrir að hafa leitt í ljós hinar einu sönnu heimildir viðvíkjandi þessu atriði. Sú staðhæfing Heimskringlu, að Dr. Brand- son hafi stungið á sig $2,000 frá sambands- Stjórninni til þess að komast heim, er næsta barnaleg, og í rauninni tæpast svaraverð. Því er haldið fröm að sú upphæð sé næstum því eins mikið fé og alt það, sem farið var fram á handa öllum Islendingum; einkennileg reikningsfærsla. Heimfararnefnd þjóðræknisfélagsins fór fram á $3,000 frá Saskatchewaan fylki, 3,000 frá Manitoba og auk þess $5,000 frá sambands- stjórninni, eða $11,000 í alt. Sannleikurinn er sá, að Dr. Brandson, Árni Eggertson og Sigtryggur Jónasson, voru allir útnefndir fulltrúar sambandsstjómarinnar og hverjum þeirra um sig, greiddir $1,800 í ferða- kostnað; þeir voru allir starfsmenn stjórnar- innar þennan stutta tíma, og þar af leiðandi bar þeim öllum ómakslaun úr fjárhirslu landsins, sem öðrum fulltrúum- eða þjónum hins opinbera. Að sjálfsögðu eru áminstar staðhæfingar Heimskringlu þannig vaxnar, að margir geta aldrei á þeim blekst; þó er tilgangurinn auðsær en.gu að síður. +■----------------------------------——» Líknarsamlag Winnipeg- borgar 4----------------------------------------- Þann 3. nóvember næstkomandi, hefst hin árlega fjársöfnun líknarsamlags Winnipeg- borgar, og verður að þessu sinni farið fram á nokkru meiri f járhæð, en venja hefir verið til, eða í alt $450,000. Er þetta níunda árið„ sem líknarsamlagið — Federated Budget, — hefir starfað hér í borginni; um nytsemi þessarar ðtofnunar, verður ekki efast; hvert einasta cent, sem inn kemur, að frádregnum lægsta, hugsanlegum starfrækslukostnaði, gengur til þess að hlynna að sjúklingum, aldurhnignu fólki, börnum, sem enga eiga að, og öðrum mun- aðarleysingjum. Alls eru það tuttugu og fimm mannúðarstofnanir, er góðs njóta af því fé, er líknarsamlagið fær til umráða; allar stofnanir, er bæjarfélagið eins og sakir standa, getur undir engum kringumstæðum án verið. Þess vegna er það bein siðferðisleg skylda, að veita þeim allan þann stuðnihg, er framast má verða í té látinn. Manitoba-veturinn er alla ja'fna langur og venjulegast ærið harður í horn að taka. Þeir, sem í hlýjum híbýlum búa, og vel hafa komið ár sninni fyrir borð, bera sjaldnast kvíðboga fyr- ir vetrinum í Manitoba; þeir þurfa þess ekki heldur. Öðru máli er að gegna með þá, er í skugga örbirgðarinnar skjálfa og fáa, eða enga eiga að; þeim hrýs hugur við norðan næðingn- um í hvert skifti og hann drepur á dvr. Það er órjúfanleg skylda hinna, sem betur megandi eru, að tryggja munaðarleysingjunum viðunan- leg lífsþægindi og verja heimili þeirra gegn á- gangi vetrarríkis og vonleysis. Að þessu tak- marki stefnir starfsemi líknarsamlagsins, og þar áf leiðandi á hún heimtingu á samúð al- mennings. Kornið fyllir mælirinn. Því aðeins má þess vænta, að vel takist til um fjársöfnunina til líknarsamlagsins í þetta sinn, sem og reyndar endra'nær, að hluttakan verði sem allra almenn- ust, því ekki hafa allir af miklu að taka. i—----------------------------------------- Bœttir þjóðvegir 4-----------------------------------------+ Bandaríkjamaður, er férðast hafði um Can- ada að heita mátti frá strönd til strandar, lýsti landinu, er heim kom, með svofeldum orðum: “Landið er dásamlegt, fólkið glaðlegt og frjálsmannlegt, en þjóðvegirnir í slíkri fádæma óreiðu, að manni liggur við að spyrja, hvort landið sé ekki í raun og veru öldungis stjórn- laust.” Ekki er ólíklegt, að nokkuð sé til í því, að canadiskir þjóðvegir standi þjóðvegum sunnan landamæranna nokkuð að baki. En að þeir séu í eins aumu ásigkomulagi og þessi ferðalang- ur lýsir, nær vitanlega ekki nokkurri átt. ’ Að vísu verður því ekki neitað, að þjóðvegum vorum er næsta ábótavant enn sem komið er; þó eru framfarirnar á því sviði hreint ekkert smáræði. Og þegar tekið er tillit til þess, hve ung þjóðin er, borið saman við Bandaríkja- þjóðina, verður ekki annað sagt, en henni hafi skilað sæmilega áfram lagningu þjóðvega við- víkjandi. Fyrir atbeina hinna ýmsu sambandsstjóma, var snemma tekið að leggja þjóðvegu hér í landi; var það engin nýlunda, að sambands- þing veitti stórar fjárhæðir í því augnamiði, er varið skyldi til vegabóta innan takmarka hlut- aðeigandi fylkja. Xú eru það fylkisstjórnirn- ar, sem teljast mega einar um hituna í þessu efni; hefir flestum þeirra orðið rnikið ágengt, svo sem í Otntario og Quebec. Hér í vesturfylkj- unum hefir vegabótamálum einnig skilað vel á- fram síðustu árin, svo að þau fylki geta nií und- ir engum kringumstæðum talist eftirbátar hinna. Að vísu er enn mikið óunnið á þessu sviði. Rómaborg var ekki bygð á einum degi, og það verða heldur okki þjóðvegirnir í Canada. Notkun bíla fer árlegá mjög í vöxt, og þar- afleiðandi er það afar^áríðandi að þjóðvegum sé haldið í góðu ásigkomulagi og nýir vegir lagðir, þar sem þörfin er mest. Góðir og fullkomnir þjóðvegir mega teljast með lífæðum nútíma kynslóðarinnar. Illir vegir og ósléttir, hafa kostað margan manninn lífið, og munu svo enn gera, sé ekki ráð í tíma tekið. Það er siðferðisskylda hlutaðeigandi stjóma, að halda þjóðvegum öllum í eins góðu ásig- komulagi og frekast má verða; vanræksla í þeim efnum, er höfuðsynd, er ekki verður af- sökuð. +-----------------------------------------+ Bókmentir i-------:---------------:------—----------* Islendingar heima eiga mörg og merkileg tímarit; flestir Vestur-lslendingar kannast við sum þeirra, þótt þau séu hér öll of-lítið lesin; má þar til nefna “Skírni”, “Óðinn,,, “Iðunni” og “Eimreiðina”, sem öll eru hverju öðru merk- ara rit, hvert í sinni röð. En auk þess er eitt rit gefið út heima, sem alveg er sérstakt í sinni röð; flytur sérstaka tegund bókmenta; snýr að lesendum sínum sér- stakri hlið sögunnar; veitir sérstaka fræðslu og berst fyrir sérstakri stefnu. Yfir höfuð hafa tímaritin, hvar sem þau em gefin út, fremur litlitla stefnu í almennum mál- um; það er að segja þeim málum, sem ágrein- ingi valda 0g um er deilt. Ritið, sem hér er um að ræða, er þar undan- tekning; það heitir “Réttur”, og er í þeim á- kveðna tilgangi gefið út, að flytja kröfur 0g halda fram rétti alþýðunnar. Ritstjórinn er Einar Olgeirsson, frábærlega vel ritfær maður og lærður í víðtækum skiln- ingi; auk lians skifa í ritið ýmsir hinna yngri maima heima, sem mesta athygli hafa vakið með einkennilegum rithætti, sterkum og tepm- lausum stíl og hlífðarlausri árás á alt, sem hindrar og heftir. Ma þar með telja Þorberg Þórðarson, Halldor Kiljan Laxnes, séra Gunn- ar Benediktsson og fleiri. Vitanlega og eðlilega falla skoðanir og kenn- ingar þessara manna ekki öllum í geð; þær eru róttækar og byltingakendar í öllum efnum; en svo er um allar nýjar kenningar. Jónas Hall- grímsson, sem lengi hefir verið nokkuis konai hálfguð Islendinga, var svo mjög hataður í lif- anda lífi, að jafnvel hinir “gestrisnu bændur fagra Fróns” úthýstu honum vegna kenninga hans, og það þótti blettur á þeim, er í manna tölu vi-ldu vera, að sjást með honúm á götu í Reykjavík eða Kaupmannahöfn. Og ekki er lengra en svo, að eg man eftir þegar fólk á ís- landi áleit, að Dr. Jónassen landlæknir ætti að vera á vitlausra spítala fyrir þær einkennilegu $ kenjar og ofríki, að vilja banna mönnum að láta hunda sleikja askana sína. Þetta er ekki trúlegt, en það er satt. Og þegar þannig er ástatt í ríki hugarfars- ins, ef um byltingu er að ræða á einhverju einu, þá er það eðlilegt, að þeir verði ægilegir í aug- um kyrstöðumannanna, sem vilja gerbreyta öllu þjóðfélags fyrirkomulaginu, en sú er stefna jafnaðarmannanna, og þeirra málgagn er ‘ ‘ Réttur. ’ ’ Eg mintist stöku sinnum á þetta rit, þegar eg var ritstjóri “Lögbergs” og “ Voraldar”, og lét þá endurprenta úr því nokkrar ritgerðir. Annars munu þeir vera tiltölulega fáir, sem ritið lesa hér vestra, og er það illa farið. Já, eg sagði að “Réttur” væri rit jafnaðar- manna; það orð lét ægilega í eyrum fyrir fjórð- ungi aldar; en eins og eyrun hafa smávanist við nafnið, þannig hafa þjóðirnar nálgast stefn- una meira og meira. Kenningin er ekkert voða- leg fyrir þá, sem hana skilja; hitt er annað mál, að hún hefir verið gerð að grýlu í augum og í- mvndun þeirra, sem ekki hafa sjálfir kynt sér hana Hugsum okkur t. d. núna á þessum vand- ræðatímum hér í Canada, að allar opinberar stofnanir, allir bankar, öll ábyrgða- og auðfé- lög, allar eignir og allur auður skifti á svip- stundu um eigendur, einstaklingarnir létu alt af hendi, en vnnu fyrir ríkið, fvrir þjóðina, fvr- ir alla heildina og þar með fyrir sjálfa sig; bóndinn og iðnaðarmaðurinn, kaupmaðurinn og bankastjórinn, læknirinn og lögfræðigurinn, kennarinn og presturinn — bókstaflega allir gengju beinlínis í þjónustu þjóðar sinnar, þar sem stofnað væri eitt allsherjar samlagsbú, og allir hefðu sitt ákveðna kaup. Það er hugmynd jafnaðannanna; þá ef þjóðin öll orðin að einu, stóru heimili og um það séð, að öll börnin séu látin vinna, sem vinnufær eru, 0g öll liafi við- unanlegt viðurværi — því hér er nóg til af auði, ekki er því um að kenna, þó illa láti í ári og bæði skorti björg og klæðnað á vissum stöðum. Þessar eru kenningar jafnaðarmanna; þessi er stefna tímaritsins “Réttur” og munu fáir geta neitað því með sanngirni, að hiin sé fögur. Hitt rengja sumir, , að sú aðferð geti hepnast; þeir trúa því ekki — eða þykjast ekki trúa, að menn fengjust til þess að leggja eins fullkom- lega fram krafta sína, ef þeir ynnu fyrir ríkið, eins og þegar þeir vinna fyrir sjálfa sig, eða einstök félög. Þetta er þó fjarstæða; ekki er það vitanlegt að kennarar, sem fyrir ríkisskólana vinna, séu lélegri, eða leggi sig síður fraAi um það að gera vel, en hinir, sem á einstakra manna stofnunum vinna. Ekki trúi eg því að nokkur, sem þekkir, efist um, að Glasco, sem stjórnar Winnipeg “Hjrdro”, láti sér ekki eins ant um þá stofnun eins og E. Anderson lætur sér um Winnipeg El- ectric; enginn mun vera svo ósanngjam, að hann viðurkenni ekki, að Sir Henry Thomton, sé verki sínu eins vel vaxinn og Mr. Beatty, þótt hinn fyrnefndi vinni fvrir þjóðina, en sá síðar- taldi fyrir félag einstaklinga. — Nei, sú grýla er í andarslitrunum, að menn vinni ekki eins trúlega fyrir þjóðina og fyrir einstaklinga. En svo ég snúi mér aftur að “Réttj”, skal þess getið, að sérstakt hátíðarit var gefið rit af honum í sumar. Þar er margt og mikið ritað í sambandi við hátíðina 0g tilefni lxennar. Má þar sérstaklega nefna grein eftir séra Gunnar Benediktsson; heitir hún “Náttfari”, og segir frá því með sögulegum staðfestingum, að Ingólfur hafi ekki verið fyrsti landnáms- maður á Islandi, heldu maður sem Náttfari hét og hafði verið þræll. Hér er um þýðingarmik- ið, sögulegt atriði að ræða, sem fáir munu hafa tekið eftir áður. Annars er þetta hátíðarit bæði svo vandað og svo einkennilegt, að sem flestir ættu að lesa það og kynnast því. “Réttur” er til eölu hjá hr. A. B. Olson á Gimli, og kostar einungis $1.50 árgangurinn. Sirj. Júl. Jóhannesson. To the Editor Lögberg (Continued from Page 1) political policy, but it cannot fairly base its lack of suport on the other ground which it professes. I have never been a member of “þjóðræknisfélag” and fail to see in what respect I owed any special duty to it. When I was asked to become a member of “Heimfararnefnd” I was glad to do so in the hope that I might be of assistance and my association with its members has been friendly as far as I was concerned. Although I liad been uraged to resign from the Committee I declined to do so for the reason that I did not consider it would be fair to the Committee ‘and I knew that if I did it would be the signal for a fresh attack upon them. I have throughout regretted the controversy and done my utmost to reconcile the two warring factions with a view to promoting unity among our people on the occasion of tliis great event in their history. I see no object to be gained by any one in reviving the con- troversy and to the extent that the two árticles I have referred to tend to such revival I regret their publication Personally I have never allowed the coiitroversy to affect in any way my personal friendship towards the per- sons engaged in it, no matter on what side they were engaged and I intend to maintain that attitude of mind whether the controversy revives or not. I have refrained from enga’ging in the controversy and I intend to continue to refrain. To state that I deserted “heimfarar- nefnd” and went over to “sjálfboöa- nefnd” or that I went behind the backs of “heimfararnefnd” is an absurd statement to make when the above facts are known. As a mernber of Parlia- ment I owed a greater duty to the community as a whole than any duty owing by me to any particular com- mittee, even although I was a member of such committee. As a public man í owed the duty of being fair to both factions and I tried to discharge that duty fairly by recommending the ap- pointment of Dr. Brandson, an out- standing and distinguished Western Icelander who had taken a prominent part on one side of the controversy and the appointment of Mr. Eggertson, an- other outstanding Western Icelander, who had been sent to Ottawa 'by “heim- fararnefnd” itself as its delegate. What could have been fairer treatment of the two factions than that? If I had re- commended appointments only from among persons on the same side of the controversy then, indeed, I couid have been accused of breach of faith and duty. I hope this will satisfy all fair minded men who read this article. Reference was made both in my father’s article and in Heimskringla to the honorary degree of Doctor of Law which the University of Iceland conferred upon me. Whether that great honor was deserved or not is not for me to say. All that I can say is that I value it highly. I am also quite certain that the controversy had noth- ing whatever to do with the awarding of the degree to me. To suggest that the University of Iceland awarded any- body a doctor’s degree because he took a particular stand in the recent con- troversy, whether for or against mon- etary aid from the provincial govern- ments to “Heimfararnefnd” is obvious- ly absurd, particularly when it is re- membered that both Dr. B. J. Brand- son and Rev. Rognv. Petursson both received honorary doctor’s degrees, and it can hardly be considered that these two gentlemen saw eye to eye w ith one another in the recent con- troversy. Fair minded men will agree that both deserved their honors for their scholarly attainments and for the parts they have played in enriching the life of the Icelandic people. Several others were honored in a similar man- nei who took no part in the contro- versy as far as I have been able to learn. Nor do I intend to argue with •Heimskringla as to whether I am guilty of “óþjóörækni” or not. I know of no act of mine that has ever brought any discredit upon the Icelandic people and I do know that I have done my best to so conduct myself as to 'merit the confidence which my friends and supporters have from time to time re- posed in me. It is not always those who boast most loudly of their “þjóð- rækni” who best serve the interests of the race to which they belong. I hope that I have done something towards helping to place our people in Western Canada in the present high place which they occupy in the esteem of other peoples who are associated with them in building up this new country. If I have done so, I feel amply repaid and can affard to disregard the remarks of Heimskringla. I liave not worn my heart on my sleeve, but my heart, I fcan assure my friends, is in the right þlace in so far as the interests of our people in this country are concerned. I have only one other comment to make with regard to the article in Heimskringla and it relates to the gift of Canada to Iceland in commemora- tion of the celebration. Heimskringla says “Frá gjöf Can- ada var jafn hiröulevsislega gengið og öllu öðru, er f*áfarandi stjórn í sam- ráði við Thorson og sjálfboða lagði hendur að.” I am sure tliat Ileimskringla would not have made that statement if it had been aware of thí facts. I discussed the question of Canada’s gift to Ice- land with the Prime Minister on a number of occasions. I also discussed it with other members of the govern- - jLÍ DODDS 'Ó kidney^ v7,. PILLS A í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gifet, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. ment, and with other members. I asked for suggestions as to the form the gift shoukl take both from members of “Heimfararnefnd” and from members of “Sjálfboðanefnd.” The members of “Heimfararnefnd” finally settled upon a scholarship fund scheme and certain members of the committee met the Prime Minister himself and other members of the Cabinet to discuss the scheme with them. I was in favor of the proposal and did my utmost to have it adopted as members of “Heimfarar- nefnd” know. The Prime Minister was himself sympathetic towards the idea and submitted it to council for consideration. The Government after giving it careful consideration decided jthat it could not set up the precedent of establishing scholarship schemes j from other countries since if such a scheme was established from one coun- j try there would be requests made from (other countries, and it would not be þossible to draw any line between jcountries. This difficulty had been made known to me and while I still had hopes of putting the proposal through I wished to have some alternative pro- posal ready to submit to the govern- jment in case it could not see its way j clear to accept the scholarship scheme. j On numerous occasions I requested my friends to make alternative suggestions j for some gift which would fittingly express Canada’s desire to honor the Tcelandic nation in commemoration of j the thousandth anniversary of the • establishment of Parliament in Ice- land. I never received any such alter-' native suggestions from “Heimfarar- I nefnd” although I asked for it many . times. When the government decided that it could not accept the scholarship scheme for the reason tliat I have in- j dicated, I wired to Mr. Bildfell as I have indicated again asking for an j alternative suggestion but none was | forthcoming. It sometimes seemed to me that the factions were toq busy quarreling with one another to give thought to the matter. The govern- > mcnt finally decided tliat the delegates should discuss the matter in Iceland and confer with one another on their return and then make suggestions to the government as to the form of the gift. The failure to agree upon the form of the gift was certainly not my fault. At my request the Prime Min- ister made a statement on the floor of the House of Commons which, I am sure, will be of interest to all and I quote it here. I am also happy to quote the remarks of the present Priine Minister, the Rt. Hon. R. B. Bennett. These statements were made on the last day of the session and appear on pages 3098 and 3099 of Hansard as follows: “To provide for participation in the celebration of the lOOOth anniversary of the founding of the parliament of Iceland, $6,000. MR. BENNETT: Why the dif- ference, $6,000 in this case as against $2,000 in the other? MR'. MACKENZIE KING: In re- gard to the celebration of the one- thousandth anniversary of the found- ing of the parliament of Iceland, it has been tliought desirable to have three delegates attend from Canada. The event is a very important one in the history of parliamentary institutions, 6nd it will be an international event. The Government had in mind the pre- sentation to Iceland of something of a permanent nature which would be a worthy memorial of the occasion, and I should like the house to know that next year, if the present administra- tion is in office, some proposal along fhat line will be made. I hope and feel quite sure that if some other admin- istration should be in office, it will be prepared to make a similar appropria- tion. SIR GEORGE PERLEY: When is the celebration to take place?. MR. MACKENZIE KING: In a month or two; in June, I think. MR. BENNETT: Last year I made sorne observations in another place on this historic event, and I think it high- ly desirable that Canada should be re- presented. Whether three delegates should be sent in view of the presnt únmployment condition I am not pre- pared to say; but as to manifesting our interest in án event of such historic concern to all the world as the estab- lishment of parliamentary institution a thousand years ago, I certainly think that perhaps'my hon. friend to my right, if he were in the place the Prime Minister suggests, would undoubtedly take' cara of the matter in thé \úay of

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.