Lögberg


Lögberg - 11.12.1930, Qupperneq 1

Lögberg - 11.12.1930, Qupperneq 1
úObcnj, PHONE: 86 311 Seven Lines LÍted- Roffi íoté Sgfí^ Service . and Satisfaction 43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. DESEMBER 1930 NUMER 49 Hinaband Leo Tolstoys Tolstoy unni bóndadóttur einni í Jasnaja Poljana, en trúarskoðanir hans hömluðu honum.að skilja við konuna sína. Samlíf Leo. Tolstoy og konu hans hefir orðið mörgum tilefni ti'l allskonar íhugana. Hann flýr heimili sitt, þegar hann finnur dauðann nálgast. Það er mjög sorglegur atburður í lífi hins mikla skálds, sorglelgur að því leyti, að hann sýndi með því hve fjarri hann stóð konu sinni og fjölskyldu í raun og veru og hve iitla löngun hann hafði til þess að vera nálægt henni, þegar hann væri að skilja við lífið. Um samlíf hjónanna í Jasnaja Pöljana hefir rússneskur rithöf- undur, Josef Kallinikov, skrifað í bók sinni: “Munkar og konur”. Bókin hefir verið þýdd á þýzku, og vakið mikla athygli. Þýzkt tíma- rit hefir í stuttri ritfregn 'gefið nokkra hugmynd um bókina og þar kemur fram skýring Kallinikovs á þessum sorglega atburði í lífi Tolstosy — burtför hans frá Jas- naja Po'ljana. Einhvern tíma á Tolstoy að hafa sagt í áheyrn Maxim Gorki: Mennirnir geta þolað jarð- skjálfta, hræðilegustu farsóttir og sárustu sálarkvalir, en þyngsta sorgin er og hefir og (mun alt af verða sú sorg, sem hjónin eru ein um, og engir aðrir vita. Rússneski rithöfundurinn hefir komist að þeirri niðurstöðu, að orsökin til ósamkomulagsins mi'lli hjónanna og höfuðveikinnar, er þjáði Tolstoy árum saman, hafi verið ást hans til Aksinju Anikan- ova, bóndakonu í Jasnaja Poljana. Hann elskaði hana, en ótrygð og hjónabandsslit stríddu á móti trú- arsannfæringu hans, og fyrir bragðið hélt hann áfram að lifa í því hjónabandi, sem var mjög þutígbært og þleytandi fyrir hann sjálfan og konu hans, en sem varð honum að yrkisefni, eins og sjá má í bók hans Kreutzersón- atan. Að konu Tolstoys leið illa í hjónabandinu, hefir komið bezt í ijós, síðan hann dó. Meðan hann lifði, hvarf hún alveg í skugg- ann. Greifafrúin var ekki nema átj- án ára, er hún giftist Tolstoy, og segir sagan, að um það leyti hafi hún verið mjög ástfangin af æskuvini sínum, Polijanov. En hin kvenle!ga hégómagirnd henn- ar varð yfirsterkari, þegar þetta stórfræga skáld bað hennar og hún gaf starx jáyrði sitt. Nokkrum vikum eftir brúðkaup- ið skrifaði hún föður sínum og sagði honum, að maðurinn sinn væri hrifinn af sér, en elskaði sig þó ekki. Tolstoy efaðist líka um það sjálfur áður en hann gekk að eiga hana. En hann elskaði á sinn hátt: Maðurinn á að gifta sig o'g stofna fjölskyldu, en konan á að vera af göfugum ættum. Þegar á fyrsta mánuði hjónabandsins fór Tolstoy að fá aðkenningu af höf- uðveikinni, sem hann taldi að or- sakaðist af erfiðu samlífi við konu sína. “Postulínsbrúðina” kallaði hann konuna sína, sem var 24 árum yngri en hann. Tolstoy skrifar í dagbók sína: í þrettán ár hefi eg þjást af því, að elska ekki kon- una, sem eg hefi búið saman við, en elska aðra konu. Faðir greifa- frúarinnar, dr. Bers, heldur því fram, að þessi “önnur” kona, Ak- sinja, sé Marianna í “Kósðkkun- um” og talar með mikilli fyrir- litningu “um slíka konu. ’ En Kallinkov heldur aftur á móti, að hún hafi leyst af hendi sama hlutverk fyrir Tolstoy og Christiane Vupius fyrir Goethe, og með því að búa saman við hana, mundi hann hafa fundið frið og samræmi í sál sinni. Gerifafrú Tolstoy var ástríðu- full og þróttmikil kona og henni varð hjónabandið hrægilegt. Hún ól fjölda barna, stóð 1 ströngu erfiði og átti fyrir afar- stóru heimili að sjá. Og eigin- maður hennar var heimtufrekur við hana, og elskaði hana ekki. Að lokum var hún yfirgefin og var vísað burt frá banabeði hans. Hins vegar létti henni lifið, hið umsvifamikla heimilisstarf, er hún hafði á höndum. En a£ því hafði Tolstoy sjálfur ekkert að segja. Hann átti oftast í ógurlegu sál- arstríði, svo að stundum var að honum komið að stytta sér aldur. — Lesb. Útflutningur Norðmanna til forna. Hinn norski prófessor Brögger, hefir nýlega gefið út bók um flutninga Norðmanna vestur um haf, á árunum áður en hið ís- lenzka landnám hófst. Menn hafa jafnan hallast að þeirri skoðn, að Norðmenn hafi stokkið úr landi til Orkneyja og Hjaltlands fyrir yfirgang Har- alds hárfagra. En Brögger hall- ats að þeirri skoðun, að þetta sé ekki alls kostar rétt. Norskir inn- flytjendur hafi komið til eyjanna iöngu áður en Haraldur hárfagri kom til sögunnar. Þessar vestur- farir hafi verið byrjaðar kringum aldamótin 800. Og ástæðurnar fyrir útflutningi þessum frá Noregi, hafi ekki ver- ið pólitiskar, ekki stafað af mis- klíð milli höfðingja og smákon- unga, heldur hafi menn f’lutt úr landi til þess að fá betri og hag- feldari lífskjör en heima fyrir, á svipaðan hátt og Norðmenn fluttu í stórhópum ti'l Ameríku á öldinni sem leið. Útflytjendurnir norsku fóru til eyjanna, til þess að fá sér þar jarðnæði. Þeir lögðu undir sig eyjarnar. En hve mikið þeir hafa þurft að berjast fyrir jarðnæðinu, vita menn ekki glögt. En þeir fengu þar full yfirráð. Þar var talað norrænt mál, og norræn m«nning varð ríkjandi. Prófessor Brögger hefir rann- sakað þennan þátt sögunnar mjög gaumgæfilega,. Hann á eftir að gera grein fyrir því, að hve míklu leyti sömu ástæður urðu til þess að ísland bygðist síðar. Leituðu Norðmenn hingað und- an yfirráðum Haralds Hárfagrna? Ellegar fóru þeir hingað vegna þess, að 'landkostir voru hér betri en í Noregi? — Mgbl. Finnar og Norðmenn Frétt frá Helsingfors 12. nóv., getur þess- að Finnar og Norðmenn hafi gert með sér viðskiftasamn- inga, og hafa þeir samningar nú verið undirskrifaðir af utanríkis- mála ráðherra Procopt fyrir hönd Finna og sendiherra Norðmanna í Helsingfors. Mikil viðkoma Mrs. Desbiens, sem heima á að Pagueneau, Quebec, eignaðist tvenna tvíbura á síðastliðnum þrettán mánuðum. Það þykir ekk: ert tiltökumál í Quebec, en ein af dætrum Mrs. Desbiens, sem á heima í sama húsinu og er fyrir skömmu gift, eignaðist þríbura, líka á þessu heimili. Blessuð börn- in á heimilinu eru því sjö árs gömul og yngri. Doukhobors og fáninn Fyrir skömmu kom þa fyrir í barnaskóla einum í grend við Nel- son, B. €., að öll börn Doukho- bora, sem á skólann gengu, fóru burtu í einum hópi, þegar skóla- kennarinn neitaði þeirri kröfu þeirra, að draga brezka fánann niður af skólanm. Hafði börn- unum vitanlega verið komið til að gera þetta, af einhverjum, sem var lítill vinur brezka fánans. Foréldrum barnanna var tilkynt, að þau mættu búast við að sæta sektum, ef börn þeirra kæmu ekki á skólann. Komu börnin þá fljót- lega aftur, öll með skilum. Vaskleg Björgun Reykjavík, 8. nóv. í gær var Brúarföss á Sauðár- króki. Var þar unnið að uppskip- un, þó að veður værj allhvast, tals- verð alda og hríðarél. .Um miðjan daginn vildi sá at- burður til, er vélbátur, sem not- aður var til að draga uppskipun- arbáta, var á leið til lands, einn síns liðs, datt maður af þilfari vél- bátsins í sjóinn. Það var á miðja vegu milli skips og lands. Alda reið undir bátinn, en sleipt á þil- farinu, svo að maðurinn hrasaði og rann aftur af bátnum. Haifn heitir Svavar Guðmunds- con. Hann var ósyndur með öllu. Ungur Reykvíkingur, Sverrir Sigurðsson stúdent, var í bátnum. Hann snaraði sér þegar úr yfir- höfn sinni og varpaði sér í sjóinn. En vegna þess, að hann kastaði sér út nokkrum andartökum eftir að Svavar féll, varð hann að synda spöl, unz hann næði Svavarí. En Sverri tókst að ná Svavari í þann mund, sem hann var að sökkva. Var svo af honum dreg- ið, að hann var meðvitundarlaus, er hann var tekinn upp í vélbát- inn. En hann hrestist skjótt. Sá sem sagði Morgunblaðinu frétt þessa í gær, rómaði mjög vaskleika Sverris. Er það ótví- rætt, að hann hefir þarna bjarg- að félaga sínum frá druknun. - Mgbl. Samtök gegn hátolla- stefnunni All-mikið er um það talað nú, að þeir. sem andvígir eru hátolla- stefnunni, þurfi nauðsynlega að sameinast og sækja fram undir sömu merkjum gegn íhaldsflokkn- um hér í fylkinu, sem styður nú- verandi sambandsstjórn í toll- málinu, eins og öðrum málum. Er hér vitanlega átt við Irjals- lynda flokkinn og framsóknar- flokkinn, eða stjórnarflokkinn sem nú er. Kom þessi sameinin'g til umræðu á fundi sem frjáls- lyndi flokkurinn hélt í Winnipeg í síðustu viku og var þar samþykt að halda annan fund til að ræða þetta mál frekar, einhvern tíma fyrir 1. júlí í snmar. Jólagjafir Viðskiftadeild stjórnarinnai í Ottawa gerir ráð fyrir, að C’an- adamenn kaupi til jólanna vörur af allskonar tegundum fyrir um $75,000,000. Mikill hluti þess eru beinlínis jólagjafir. Um fimtíu miljónir dala ganga til að kaupa jólagjafir innanlands, eða fyrir vörum, sem framleiddar eru í Can- ada. Ef gert er ráð fyrir að vör- ur, sem seldar eru í búðunm fyr- ir $7,500, gefi einm manni vinnu alt árið, og það þykir láta nærri, þá eru jólagjafirnar í Canada nægilegar til þess að veita 10,500 mönnum stöðuga atvinnu. Stjórn- ardeildin bendir á, að með því að kaupa canadiskar vörur til jóla- gjafa, sé atvinna í landinu auk- in að allmiklum mun. Stjórnarskifti á Frakklandi í vikunni sem leið lýsti efri mál- stofa franska þingsins vantrausti á Andre Tardieu forsætisráð- herra og stjórn hans. Munaði þó ekki nema litlu, eða að eins átta atkvæðum, 139 atkv. með stjorn- inni, en 147 á móti. Sá sem tekið hefir að sér að mynda nýja stjern, heitir Louis Barthou og hefir hann lengi fengist við stjórnmál og áð- ur gegnt ýmsum ráðherra em- bættum. Hann tilheyrir frjáls- lynda flokknum, en þykir þó held- ur íhaldssamur í utanríkismál- um. Fimm Rússar dæmdir til dauða iSíðan 25. nóvember hafa við og við borist fregnir frá Rússlandi, af máli átta verkfræðinga, sem þar voru teknir fastir og sakaðir um uppreisnar samtök í félagi með einhverjum mönnum í öðrum löndum. Síðustu fréttir segja, að fimm af þessum mönnum hafi verið dæmdir til dauða og verði nú fljótlega skotnir, en hinir þrír hafi verið dæmdir í tíu ára fang- stuttri stund. Hverni'g á þessu elsi hver og eigur þeirra upptæk- ar. Allir voru þeir fundnir sekir en ekki allir jafnsekir. Jil út- lendinganna, sem við þetta áttu að vera riðnir, nær stjórnin á Rúss- landi væntanlega ekki. “Margt býr í þokunni” Báðum megin Ermarsunds, eða á sunnanverðu Englandi, norðan- verðu Frakklandi og í Belgíu, var í vikunni sem leið svo svört þoka, að með fádæmum þótti sæta. Á laugardaginn, þegar þokunni létti af, kom í ljós, að 64 mann eskjur höfðu dáið í Meuse daln- um í Belgíu, meðan þokan grúfði yfir, og fjöldi fólks hafði veikst Er plágu þessari þannig lýst, að fólkið hafi fengið hóstahviðu og svo andþrengsli mikil og kafnað á Konungur í bílslysi Kristján tíundi, konungur ís- lands og Danmerkur, var á leið heim til sín aðfaranótt mánudags- ins í þessari viku, og var seint á ferð, því komið var fram yfir miðnætti. Bildi þá svo óheppilega til. að bíllinn, sern hann var í, rakst á annan bíl, en í honum voru konur tvær og keyrði önnur þeirra. Brotnaði sá bíll mikið og konungsblllinn líka eitthvað, og konungurinn meiddist töluvert í andliti af glerbrotum úr bílnum. Fór hann samt út úr bílnum til að vita hvernig konunum liði, og þegar hann var orðinn sannfærð- ur um, að þær væru ómeiddar, hélt hann heim til sín. Ekki er talið, að meiðslin séu hættuleg. Margar kröfur Það lítur út fyrir, að fólkið í Vestur-Canada hafi gert sér von- ir um margskonar hlunnindi, þeg- ar það í sumar var að hjálpa til að koma Bennett stjórninni til valda. Og það lítur út fyrir, að þær vonir séu enn ekki útdauðar, ef dæma skal eftir allskonar beiðnum og kröfum, sem stöðugt streyma til stjórnarinnar frá Ves.t- ur-Canada. Það er nokkuð margt, sem farið er fram á og ætlast er til að stjórnin geri. Fyrst og fremst það, að hún setji fast verð á hveiti, helzt dollar á mælirinn. Það þýðir, að bóndinn fái dollar fyrir hvern mælir hveitis, hvað sem því verði líður, sem hveitið 1 raun og veru selst fyrir, stjórnin borgi mismuninn. Það er farið fram á, að stjórnin borgi 25 per cent. af veðskuldum öllum, sem á bóndanum hvíla, og allar aðrar skuldir, þar á meðal búðarskuld- og allar rentur, sem fallnar eru í gjalddaga. Bændurnir sjá ekki hvers vegna stjórnin á að hjálpa iðjuhöldunum í Austur-Canada til að fá hærra verð fyrir sínar vör- ur, með því að lækka tollana, og verkafólkinu með því að leggja fram fé því til framfærslu, en ekkert að gera fyrir sig, sem þó hafi orðið fyrir eins miklu skakka- falli fjárhagslega, eins o'g noKkr- ir aðrir menn í landinu. Hins *vegar þykja stjórninni kröfurnar nokkuð erfiðari viður- eignar og veit ekki vel hvað gera skal, en ekki þykir það ólíklegt, að henni verði það helzt fyrir, að halda að sér höndum og gera ekkert. stendur, vita menn ekki enn. Halda sumir að^ eiturgas, sem grafið hafi verið í jörðu síðan á stríðsárunum, muni hafa losnað og valdið þessu, en engar sannan- ir munu þó vera fyrir því. Varð fólkið mjög óttaslegið og lokaði sig margt inni í húsum sínum og lokaði vandlega öllum gluggum og dyrum, og þorði naumast að opna húsin aftur, að þokunni léttri af. Ekki hafa síðan borist fréttir af frekari manndauða, en á Englandi drápust nokkrir naut- gripir, á einu bóndabýli, um sama leyti. og er bar líka einhvers kon- ar eiturlofti um kent. Anna Borg “hin upprennandi stjama.” Ferguson skipaður Fligh Commissioner Hinn setti forsætisráðherra, Sir George iPerley, hefir tilkynt, að Hon. G. Howard Ferguson, for- sætisráðherra í Ontario, hafi ver^ ið skipaður fulltrúi Canada á Bretlandi. Hefir þessi staða ver- ið óskipuð nú all-lengi, sem stafar aðallega af stjórnarskiftunum í smar. Þykir embætti þetta hið virðulegasta og þýðingarmesta af þeim fulltrúastoðum, sem Canada skipar utanlands. Er hér um nokk- urn veginn sama embætti að ræða eins og vanalegt sendiherra em- bætti, þó það sé ekki kallað því í öndverðum október tók kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn aftur til starfa undir stjórn Adam Poulsens. Fyrsti sjónleik- urinn, er það sýndi, var amerísk- ur og heitir “Gatan”, Höfundur þess er Elmer Rice. í þessum sjónleik lék Anna Boro- eitt hlutverkið og hefir henni tekist það svo vel, að öll Kaupmannahafnarblöðin keppast við að hrósa henni. Og þar sem þarna koma fram frægustu leik- rýnendur Dana, þykir rétt að færa lesendum Morgunblaðsins frásö!gn þeirra um leik Önnu Borg. Louis Levy skrifar í Morgen bladet ’: “Leikur önnu Borg var betri en nokkur hafði búist við. Hún gerði hlutverk sitt ljóslifandi. Með kvenlegum næmlieka sýndi hún oss svo sérkennilega stúlku, sem á varð kosið.” í ‘B. T.” skrifar Jörgen Bast: “Rósu Maurrant, eina af þess- nafni. Launin, sem þessu embætti fylgja eru alls $25,000 á ári. Bú-jum hispurslausu, en tilfinnmga- ist. er við, að þau verði nú mikið næmu New York girls, lék Anna hækkuð. Ný tegund af eldivið Bændurnir í Manitoba eru farn- ir að nota bygg til eldiviðar. Það er nú svo lítils virði, að það er ó- dýrara heldur en nokkur annar eldiviður í samanburði við hita- magn. Byggið er nú svo ódýrt, að bóndinn fær ekki einu sinni svo mikið fyrir það, að það borgi kostnaðinn við að koma því frá sér. Vitanlega er það og gott skepnufóður, en margir bændur hafa meira bygg, heldur en þeir þurfa til þess. En þeir geta not- að það til að hita húsin sín með því, og er sagt að byggið sé sæmi- lega góður eldiviður. Að minsta kosti má vel nota það að deginum til, en ekki lifir í því alla nóttina. Það kvað heldur ekki þurfa neitt sérle!ga mikið af því til að halda húsunum notalega hlýjum. Að bygg er notað til eldiviðar í suð- urhluta, Manitobafylkis, þykir sjálfsagt nokkuð ótrúleg saga, en hún er engu að síður sönn. Borg. Það er hæpið, að hún hafi skilið hlutverkið rétt, en það var augljóst, að hún hefir mikla leik hæfileika og á eftir að auðga danska leiklist. — —” “Börsen” seoúr: O “Meðferð önnu Borg á hlut- verki sínu gaf glæsilegar vonir um framtíð hennar sem leik- konu.----------” “Ekstrabladet” segir: “Mesta undrun vakti leikur önnu Borg, því hún sýndi brot af hinni allra göfugustu list. Hún á það sannarlega skilið, að hin nýja leikhússtjórn sýni henni sérstaka umhyggju.” “SociaLDemokraten” segir: “Anna Borg sýndi bæði með fasi og allri framkomu hina ungu, djörfu, gáfuðú og sjálfstæðu stúlku, er höfundur leiksins virð- ist hafa mest traust til.------” “Kristilegt Dagblad” segir: “Fi-emst ber að telja leik önnu Borg í hinu vandasama hlutverki hennar. Björtustu gleði, bitrustu sorg sýndi hún af skilningi. Það var heilsteypt, stórfengileg list, er minti á frú Nansen, og hvern- ig hún náði tökum á hlutverkun- um.” “Dagens Nyheter” segir: “Anna Borg er upprennandi listakona — vér klöppuðum fyrir henni vegna þess að hún er stjarna sem er aðskapast í frumþoku list- arinnar.” “Aftenbladet” segir: “Það er eðlilegt, að unga stúlk- an beri uppi leikinn. Þetta hefir Anna Borg gert. Það er langt síð- an að vér heyrðum hina hljóm- þýðu rödd þessarar ungu leikkonu og hlustuðu á hana með ánægju, en í gærkveldi (5. nóv.) naut hún sín betur en nokkru sinni fyr með rödd sinni. — 1 raddar meðferð felst meira en almenn “raust” og frásögn. Vera má, að hún hafi gert of mikið úr ungu New York stúlkunni, en það var fallega með farið, svo fallega, að vér væntum þess að Anna Borg eigi eftir að sýna oss leiklistina hreinrækt- aða.” í “Politiken” skrifar Sven Borgberg: “Þau báru af, Erling Schröder og Anna Borg. Um leik hennar verð ég að segja það, að hún hafði misskilið hlutverk sitt. En hafi hún misskilið hlutverkið, þá er það leikhússtjóranum að kenna, því ungfrú Borg varði svo vel skilning sinn á hlutverkinu, að þarna var listakona.” Seinna var skrifuð í “Dagens Nyheder” sérstök grein um önnu Borg, og þar segir svo: “Það er ekki á hverjum degi, að nýjar “stjörnur” fæðast — e.n “stjörnu”-nafnið hefir oft verið misnotað — það hefir verið eins og maurildi í kjölfari leikhúss- skipsins. En nú eru allir vissir um, að stór og mikil leikkona er risin upp meðal vor, engu síður en Badil Ipsen v.ar, þegar hún var upp á s-itt bezta. Örugt merki um það, að hér er “stjarna” uppgötvuð, er það, að öllum ber saman um, að hér sé ný listakona í hlutverki, sem hún getur ekki leikið. Smærri hlut- verk verða að hlíta dómi áhorf- enda, ef leikhússtjóri hefir feng- ið þau í hendur þeim, sem ekki er það meðfæri — en fyrir þess- ari upprennandi “s-tjörnu” beygir maður sig í lotning og auðmýkt. Vér fylgjum þessari ”stjörnu” með eftirvænting á leið hennar til frægðar.” Svíar tala líka vel um önnu Borg. Wettergren, forstjóri Dra- matiska Teatern, í Stokkhólmi, kom til Kaupmannahafnar um það leyti er kgl. leikhúsið tók til starfa. “Berlingske Tidende” náðu tali af honum, áður* en hann fór frá Höfn, og sagðist honum svo frá: “Eg tók sérstaklega eftir hinni ungu íslenzku leikkonu, önnu Borg, sem Adam Poulsen hefir nú náð í handá| konnglega leikhús- inu. Af henni má mikils vænta í framtíðinni.” í “Helsingborg-fPosten” er getið um leikritið, og' segir þar svo frá önnu Borg: “Leikur önnu. Borg var hrein og bein nýjung. Þessi unka leik- kona hefir óvenjulega leikgáfu, og með þessu hlutverki fékk hún tækifæri til þess að sýna óvenju- lega leikgáfu sína, þar sem hún sýndi í smáum lifandi dráttum líf ungrar stúlku, sem reynir að vera stærst allra.” — Mgbl. Gullekla Stundum er svo að orði kveðið um sjaldséða hluti, að þeir sjáist ekki “fremur en glóandi gull”, og ef menn vissu ekki betur, mætti ætla, að þessi talsháttur væri ný- lega til orðinn, því að gullmynt er nú svo sjaldgæf orðin í við- skiftum manna á milli, að margir hafa víst ekki séð gullpening ár- um saman. En alt fram á árið 1914 var altítt að sjá gullpeninfea í umferð, einkanlega þó á meðan Englendingar keyptu hér fé á fæti og greiddu alt með gulli. Er- lendis er ofe gull horfið úr um- ferð, og hafa bankar kepst um að kaupa það til tryggingar seðlaút- gáfu sinni. Telja sumir fjár- málamenn, að hin mikla samkepni um gullkaup eigi einna drýgstan þátt í viðskiftakreppu þeirri, sem nú fer um lönd öll. Fjármálanfend Þjóðbandalags- ins skipaði gul'lnefnd í fyrra “til þess að rannsaka o'g semja álit um orsakir ti'l breytinga á kaup- magni gulls og áhrif þess á fjár- hag og viðskifti þjóða.” Bráða- birgða álit hefir nú birzt frá gull- nefndinni, og fara hér á eftir nokkur atriði úr því. Nefndin þykist sjá það fyrir, að gullvinzla í námuin muni fara þverrandi eftir næstu þrjú eða fjögur ár: Hefir hún birt skýrsl- ur, sem sýna, hvernig gulltekjan muni þverra víðsvegar í námu- löndum. -Langmestu gullnámu- svæði eru nú Transvaal í Suður- Afríku. Þaðan kemur helmingur aHs gulls, sem unnið er. — Dr. Pirow, námaverkfræðingur stjórn- arinnar, hefir samið áætlun um gullnám þar syðra næstu 20 ár, og hyfegur, að fimta hvert ár muni það verða sem hér segir: Ár 1930 — 1935 — 1940 —- 1945 — 1949 £ 43,500,000 . 39,000,000 . 25,500,000 . 15,500,000 . 10,000,000 FRÁ ISLANDI. Rvík, 5. nóv. 1930. Ólafur Magnússon, fyrrum rit- stjóri “Víðis” í Vestmannaeyjum, andaðist í gærmorgun á Vífil staðahæli. z Sauðnautin, sjö talsins, komu hingað með Lyru í feær. Hefir rík isstjórnin keypt fimm og verða þau flutt í dag austur að Gunn- arsholti, og þar verða þau alii í vetur. Hin tvö hefir Ársæll Árna- son o. fl. keypt og verða þau flutt í dag upp í Borgarnes og þaðaii að Grund í Skorradal og slept þar, — Mgbl. Bandaríkin í Norður Ameríku eru annað mesta gullland í heimi. Þar eru unnin 11% af allri gulltekju heimsins. S.nDakota á þar beztar gullnámur, og 1 Alaska eru enn góðar horfur um gullnám. Jarð- fræðingar Bandaríkjanna gera jafnvel ráð fyrir, að næstu 20 ár verði feulltekja þar rúmlega fimm sinnum meiri en í nokkru fylki öðru. öll gul'ltekja Bandaríkj- anna árið 1927 nam 4,234,506 lóð- um (eitt pund er 32 lóð)i en áætl- að er, að öll gulltekja Alaska ár- in 1928—1950 muni í minsta lagi nema 82,520,000 lóðum, en í mesta lagi lagi 216,100,000 lóðum, en yrði svo, ætti núverandi gulltekja að tvöfaldast. Mest gulltekja, sem sögur fara af, var árið 19915. Þá var unnið * gull fyrir 99,400,000 sterlings- pund. Árið 1921 varð feulltekjan 68 miljónir sterlpd. og í fyrra 83 V4 milj. sterl.pd, en alt þetta þykir behda til þess/ að gulltekj- an þverri um eða eítir 1934, nema nýjar námur finnist. Það hefir komið í Ijós við rann- sókn gullnefndarinnar, að ekki er nema um helmingi námagullsins varði til myntsláttu og trygging- ar bankaviðskiftum. Hinu safna einstakir menn og ligfeja á því “eins og ormar”, sumu er varið til listaverka og skrautgripa, og loks fer allmikið til tannviðgerða. — Vísir. SMÁVEGIS. — Hvað er að sjá þig, drengur! hrópaði mamma. Fötin þín eru ekki annað en gat við gat.! — Hvernig fórstu að þessu? — Við vorum í búðarleik. — Hvað kemur það þessu við? — Jú, eg lék svissneskan ost. — Eg vil kaupa trúlofunar- hring. — Við höfum þá fyrir 10 krón- ur og þar yfir. — Eru þá engir ódýrari ? — Jú, við höfum líka hringa íyrir 5 krónur, en aðeins ^eð því skilyrði, að keypt sé tylft af þeim i einu.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.