Lögberg - 18.12.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.12.1930, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. DESEMBER 1930. Bls. 13. Or Norðurhluta Nýja- íslands I. Ýmsir hér hafa látið orð falla í þá átt, að þeir sakni ]>ess, að enginn ritar ítarlega um almennar fréttir og viðburði úr norðurhluta Nýja Islands, siðan séra Jóhann Bjarnason flutti héðan. Þessar línur mega nú heldur ekki kallast fréttabréf i venjulegri merkingu. Margs þess, sem fréttnæmast má nefna, og skeð hefir á þessum stöð- um, hefir verið minst í blöðunum íslenzku, svo sem mannlát, og aðrar almennar fréttir. Mun allra, er Iátist hafa, verið þegar að nokkru getið. Það er þó ein tegund frétta sem ekki hefir verið ritað um, en það eru gleðimótin; sérílagi á ég við hin ýmsu silfurbrúðkaup sem haldin hafa verið hátíðleg hér á þessum stöðum, þetta útlíðandi ár. Ber þó að koma gleðifréttum til birtingar ekki síður en öðrum frétt- um. Má og svo að orði kveða sem demants,- gull- og silfur- brúðkaupin séu sérstakur þáttur í félagslífi vor Vestur-íslendinga. Sem að likindum lætur, eru dem- ants-brúðkaupin fágæt, þó hefir sá er þetta ritar verið viðstaddur í tveimur þeirra, á siðastliðnum fimm árum. GuIIbrúðkaupin eru nokkuð sjald- gæf, en silfurbrúðkaupin eiga sér oft stað;—og sérílagi í okkar um- hverfi hér, þetta yfirstandandi ár. Vil ég nú, að nolckru, á þau minnast. II. Tnttuffu Off fimm ára giftingar- afmæli Mr. og Mrs. Benjamín Guðmundsson Hjónin Benjamín Guðmundsson og Júliana Þorsteinsdóttir áttu tutt- ugu °g fimm ára giftingar afmæli 7. maí siðastl. I minningu um það, söfnuðust saman á heimili þeirra þann dag, fjölmennur ástvinahópur, tengda- ifólk, næstu nágrannar og vinir. Hið reisulega heimili þeirra hjóna stendur á fögrum stað við “fljót- ið,” skamt austur frá Árborg. Var þar f jölment og glatt á hjalla þennan kminsta fagnaðar og gleðidag. Til nwtsins hafði verið stofnað, eins og þegar er tilgreint, af skyld- fólki og tengdafólki hjónanna, næstu nágrönnum þeirra og vinum, fjær og nær. Benjamín er sonur Stefáns bónda Guðmundssonar í Árdal, og konu hans, Guðrúnar Jóhönnu Benjamínsdóttur. Júlíana, kona Benjamíns er dóttir Þorsteins heitins Kristjánssonar, og síðari konu hans, Valgerðar Sveinsdóttir; er Þorsteinn heitinn löngu látinn, en Valgerður er á lífi og dvelur hjá dóttur sinni. Fagnaðarstund- in byrjaði með sálmasöng og bæn, er sóknarprestur stýrði. Sungið var á milli þess, að nokkrir tóku til rrfkls. Hljómuðu íslenzkir söngvar hvarvetna, og þátt-taikan í söngnum var almenn og eðlileg. Minnist sá, er línur þessar ritar, þess ekki, að hafa nokkru sinni séð jafn marga unglinga saman komna i prívat húsi sem á þessum stað. Sóknarpresturinn hafði nokkur orð fyrir gestunum. Ávarpaði hann brúðhjónin fyrir hönd samansafn- aðra ástvina og gesta, og árnaði þeim allrar blessunar. Stefán bóndi Guðmundsson, afsakaði meðal annars, fjarveru konu sinnar, sem lasleika vegna gat ekki verið við- stödd. Einnig töluðu þær Mrs. Þórunn Borgfjörð og Mrs. Guð- rún Borgfjörð, mæltu þær báðar hlýleika og kærleiksorðum. Gjafir til brúðhjónanna voru sem hér segir: Frá systkinum og tengdafólki brúðgumans, silfur-hnifapör; frá börnum silfur brúðhjónanna, silfur borðsett; kvenfélagi lúterska safn- aðarins, kökudiskur úr silfri; skyld- fólk brúðarinnar gaf peningagjöf á silfurdisiki; einnig var peninga- gjöf frá nágrönnum og vinum. Einkar fögur blóm voru gefin af Mrs. McKay, frá Winnipeg. Gleðileg Jól og gœfuríktjiýtt ár! Með þökk fyrir viðskiftin á liðnu ári. Maryland & Sargent Service Station Bennie Brynjólfsson, eigandi f } 1 1 I f Gleðilegjól! Farsælt nýtt ár! j Er innileg ósk vor til allra vorra við- skiftavina—og um leið þökkum vér þeim öllum fyrir hið liðna ár. I ó. ó. SWANSON & CO. LTD. 600 PARIS BUILDING, WINNIPEG (§arrtck Cfjeatre óskar sínum íslenzku viðskiftavinum Gleðileg ra Jóla °g Farsœls Nýárs Vörur sem Iyf jabúðir selja með lœgsta verði Það hefir ávalt verið stefna vor, að selja vörur vorar með eins sannlgjörnu verði og vera má. Vort verð er fyllilega eins lágt og hjá nokk urri annari lyfjabúð í borginni, eða hinum stóru búðum. ,1 i Roberts Drug Stores Limited j Níu áreigðanlegar búðir. Símið pantanir yðar. Systkini brúðgumans voru við- stödd, ásamt ástvinum sínum. Þó voru siun fjarlæg, einnig sumt af tengdafólkinu, gat ekki, anna vegna, verið viðstatt. Sömuleiðis voru systkini brúðarinnar viðstödd, á- samt nánustu ástvinum þeirra. Höfðu þau komið bæði frá River- ton, Mikley og Selkirk. Samfundur þessi fór einkar vel fram, við ágætar veitingar og fögn- uð og samúð. Þau Benjamín og Júlíana eru enn á ágætum aldri, dugandi hjón, er barist hafa góðri baráttu fram til sigurs. Þau eiga mannvænleg börn, eru sum þeirra uppkomin, en þrjár dætur innan fermingar aldurs. Elzta dóttir þeirra er gift, fMrs. BorgfjörðJ. III. Silfur-brúðkaup Mr. og Mrs. G. S- GuSmundssonar í F. ramnesbygð Sunnudaginn 9. nóv. safnaCist mik- ill mannfjöldi saman í Framnes-bygS- inni i samkomuhúsi bygSarinnar, til þess aS samgleSjast hjónunum GuS- mundi og Sesselju GuSmundsson, á silfur-tbrúSkaupsdegi þeirra hjóna. Hófst athöfnin meS sálmi og bæna- gjörS. Svo var skírt barn, og aS því loknu ávarpaSi sá, er hafSi stjórn samkomunnar heiSursgesti dagsins á- samt börnum þeirra og ástvinum nokkrum orSum, fyrir hönd fólksins er þar hafSi safnast saman. Fór þá fram afhending á gjöfum: peningagjöf á- samt silfur-diski frá fólkinu, bæSi skyldum og vandalausum. Peningagjöf á silfur-diski frá kven- félagi Árdals-safnaSar. VönduS hnífapör frá fólki brúSgumans. “Caserole,” frá bróSur og tengda- systir brúSgumans og börnum þeirra. Silfur-borSbúnaS gáfu börn GuS- mundssons hjónanna foreldrum sín- um. Skyldfólk brúSarinnar gaf henni “Dinner set,” og stól. Ein systra henn- ar gaf henni fagran blómavönd. Milli þess aS söngvar voru sungnir, tóku ýmsir til máls. Ingimar Ingjaldsson, þingmaSur mælti fram þakklætis orS fyrir hönd silfur-brúShjónanna. Auk hans töl- uSu þeir, sem hér segir: Mr. GuSmundur Magnússon J Mr. Gunnlaugur Hólm; Mr_ Snæbjörn Johnson; Kristján Bjarnason; Mr. Tryggvi Ingjaldsson; Mr. Stefán GuSmundsson ; Mrs. HólmfriSur Ingj- aldsson. Kœru Islendingar ----r— Jólahátíðin er í nánd, þó erfitt sé að gera sér Igrein fyrir því, hér vestur í snjó- og frostleysinu. En almanakið, búðirnar og aug- lýsingarnar keppast við að minna mann á þessa staðreynd. Líka hafa aðal göturnar, bæði í Se- attle og Tacoma, verið stórkost- lega prýddar, og stór jólatré, þak- in ljósum, hafa verið fest utan á sumar stærstu búðirnar. Sunnu- dagsskólabörnin eru óðum að búa si'g undir jólasamkomurnar, eins og maður vandist eystra. En tilgangur þessara fáu orða er, að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nárs í Jesú nafni. Ástúðlegast og bróðurlegast, Carl J. Olson. Skrifstofa Central Lutheran Church, 1710 —llth Ave. Seattle, Wash., 9. des. 1930. Óvarfœrni í orðum verður manni að bana Maður kom inn á bílastöðvar í Edmonton, Alta., fyrir nokkrum dögum, og átti hann það erindi að spyrja til vegar. En hann gerði það sér til gamans, að látast vera ræningi og skipaði manninum, sem hann hitti, að halda uppi höndunum. Hann hlýddi ekki þf irri skipun, en Igreip byssu og skaut aðkomumanninn og hitti hann í hjartastað og dó hann þeg- ar. Aðkomumaðurinn hét Wil- fred Lamont, en hinn heitir P. A. Moore. Var hann þegar tekinn ! fastur, og hefir verið kærður um morð, en ef rétt er frá þessum at- burði sagt, virðist maður þessi hafa miklar málsbætur, og það því frekar, sem rán eru nú svo afar- tíð, og þessi maður hafði sjálfur verið rændur skömmu áður. G. S. Henry heitir hinn nýi forsætisráðherra í Or.tario. Tók hann við því em- bætti af G. Howard Ferguson á þriðjudaginn í þessari viku. Hann hefir að undanförnu verlð einn af ráðherrunum í stjórn Ontario- fylkis. “IN MEMORIAM” In loving memory of a beloved wife and mother, Solveig Hannes- sonð who passed away Decehber 21st, 1928. “The memory lingers, the love remains, And strengthens with the years, Until we meet beyond the stars Where is no parting grief or tears. Insetred by husband and children. Guðni Tómasson ”Hans brann glaðast innri eldur, hið ytra virtist sipnum kalt. Við^allra var hann fjöl ei feldur, fann ei skyldu sína heldur, að heiðra sama og allir alt.” — Gr. T. Þeim fækkar óðflúga, er eg varð samferða, á árum mínum í Norður- Dakota, og Guðni lét í ljós, að eg mintist sin með örfáum orðum, þvíj við þektum hvor annan. Guðni var fæddur í Snóksdal, hinum sögufræga stað Dalamanna. Var hann einn af fjórtá® systkin- um. í minningarriti um fimtíu ára landnám íslandinga í Norður Da- kota, telur Árni Magnússon Guðna fæddan 14. desember 1855, en Thórstína Jackson Walters segir hann fæddan 14. ágúst 1856 (sem rétt er—Á. J.\ í Sögu Islendinga í N.-Dakota, bls. 151. Má í þessum ritum lesa frekar um Guðna, uppruna hans og æfi. Til Vestrheims fluttist Guðni ár- ið 1876, fyrst til Ontario, þá til Manitoba, en árið 1878 til Norður- Dakota og bjó þar ávalt síðan. Guðni var kvæntur. Hét kona hans Margrét Sigurðardóttir, lát- in 1918. Tvö börn þeirra eru a lífi, barnabörn, og tvær systur lifa hann. Frændkona hans, Ást- rós Jónsdóttir, annaðist bú hans síðustu árin og stundaði hann eft- ir að hann varð fyrir hörmulegu slysi 9. janúar 1927. Guðni var ávalt gildur bóndi. Þrekmaður var hann, sem kyn hans. Ræktarsemi hans var jafn- an við brugðið. Það var gjört, sem hann gjörði. Snauðum var hann einatt hjálparhella. Hann var glaðlyndur og gestrisinn. Dýravinur var hann mikill. Lét hann sér ant um að friða fugla á landareign sinni, sem var víðlend. Jurtarækt og blóma var honum á- hugamál. Ekki batt hann í öllu bagga sina sömu hnútum og samferðamenn- irnir — um það er hann las og hugsaði, var fátt sagt, — og um trúarlif sitt var hann ekki marg- orður, en djúpa lotningu bar hann fyrir drotni sínum og treysti forsjón Guðs i meðlæti 0g mót- læti. Fræðaþulurinn Gísli Konráðs- son segir Guðna kominn í föður- ætt af Hrafnistumönnum. Var Guðni tuttugasti og sjötti maður frá Agli Skallagrímssyni, kominn af Þorgerði Egilsdóttur, Þorbjörgu digru og hinni ágætu ætt Vatns- firðinga; er margt viturra og vaskra manna í þeim ættbálki. — Þúsund ár líða, oft við örðugan hag, frá því er Kveldúlfur og Skallagrímur flytja bygð sína 878 af Noregi til íslands, þangað til afkomandi þeirra, Guðni Tómas- son, reisir bú í Norður Dakota 1878. — En einhver góður ættar- svipur fylgir honum sýnilega, táp feðranna, ýmsir ættarkostir frá hinum gildustu mönnum, sunnan og vestan lands; frá Agli á Borg, Ólafi Pá, Birni Jórsalafara, Vatns- fjarðar Kristínu, frá Birni í Rýíí og ólöfu Loptsdóttur, duldist það tæplega þeim, er bezt þektu hinn útlenda bónda að Svold, Norður- Dakota, er fyrst eigi mælti mál hérlendra, en fór þó þann veg með athafnir sínar, að ættgöfgi og hetjulund var raunar jafnan auð- sæ.—Annars hjálpar erindi Gríms, kveðið eftir Konráð Gíslason, þeim sem æskja að átta sig á einkenn- um Guðna Tómassonar. Eftir slys það er getið var, lifði Guðni ná- lega þrjú ár. Böl sitt bar hann sem hetja. Hann dó 14. desember 1929, og var jarðsunginn 19. sama mán. Hvarf þá halur frá starfi, hafnaði nýrri stefnu, rataði rétta götu, Rekkur, en glapstig ekki. Jónas A. Sigurðsson. [.Gleðileg Jól og Farsœlt Nýtt Ár Til allra Islendinga BJORNSON, BRANDSON og OLSON læknar. MEDICAL ARTS BUILDING, WINNNIPEG. Mjög var farið hugljúfum oröum um hjónin, sem komi'ð hafði verið sanian til að heðira og gleðja. Minst var á starfsemi þeirra hjóna í félags- og bygðarmálum. Mjög hafa þau verið hinum ýmsu félagsmálum sinn- andi. Mrs. Guðmundsson hefir eftir mætti starfað að sunnudagaskóla mál- um bygðarlagsins, og ann þeim inál- um af alhug. Þess var og minst hve hiálpsöm þau voru, og hvernig að Mrs. Guðmundsson reyndi að leggja græð- andi hönd á öll mein. Hlýjum orðum var af ræðumönnum farið um prúðmeusku og snild silfur- brúðgumans, og ljúfleika hans í fram- komu og allri afstöðu. Hagvirkni hans í störfum, smáúm og stórum, var að verðleikum minst. Störf þeirra í félagslífi bygðarinnar þökkuð með ljúfum kærleiksorðum. Einhver ræðumannanna vakti at- hygli á því, hve sjaldgæft það væri að sjá jafn stóran ástvinahóp saman safnaðan, sem hér gat að líta. For- eldrar beggja hjónanna, þau: Mr. og Mrs. Tryggvi Ingjaldsson og Mr. og Mrs. Stefán Guðmundsson, sátu sam- komuna ern og fjörug, tóku þrjú af foreklrunum til rnáls. Einkar fjöl- mennur ástvina og tengdafólks hópur var þarna saman kominn. Börn | þeirra hjóna sex að tölu, sum upp- ] komin, og sum úng voru öll þarna við- stödd, óvenjulega fjölmennur hópur ástvina og skyldmenna beggja hjón- anna, ásamt tengdafólki, sveitungum og vinum frá fyrri og seinni tíð. Á- gætar veitingar fóru fram; naut fólk sin vel í söngvum og samræðum um langa hríð. Niðurlágsorð: Líklegast hefi eg um of margorður verið, en eg get ekki lagt frá mér pennan, án þess að minnast á það, hve stórt sæti að silfur- og gull-brúðkaup- in eiga í vestur-íslenzku þjóðlífi. Þa'u eru löngu síðan viðtekin á meðal vor. Þau eru í margri merkingu sólskins- blettir, ekki einungis í lífsreynslu þeirra, sem lifað hafa svo eða svo lengi í hjónabandi, heldur og einnig fyrir öllum þeim, sem samgleðjast með þeim, sem verið er að fagna með, á hátílegum tímamótum á æfileið þeirra. Sigitrður ólafsson. Nobel verðlaunin Nobel friðarverðlaunin 1930 hafa þeir Frank B. Kellogg, fyrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nathan Soederblom erkibisk- up í ppsölum, hlótið. 1 Heillaóskir til vorra íslenzku vina Framkvæmdarstjóri Dominion Business College og samverka- > menn hans, .óska öllum hinum íslenzku vinum sínum Gleði- 3 5 legra Jóla og Farsæls Nýárs. t»«a e. A In Advance of the Time New Courses, anticipating the more strenuous business com- petition which is developing, are presented by our College in co-operation with the Cooper Institute. They are definitely in advance of any other courses of com- mercial instruction obtainable in Western Canada. They lead to definite dejgrees of recognized value, namely: C.G.A. — Canadian General Accountant. A.C.I.S. — Associate of the Chartered Institute of Secretaries. These are some of the courses Intermediate C.G.A. Course. Final C.G.A. Course Office Organization, Planning and Management Conduct of and Procedure at Meetings , Secretarial Practice, Agenda, Reports and Minutes. A11 enquiry will bring completc details of subjects and tuition fees. THE NEW TERM OF THE DOMINION BUSINESS COLLEGE will commence on Monday, January 5th Enroll Monday Day and Evening Classes Evening Classes Monday and Thursday of each week D0141NI0N BUSINBgpfflUKE THE MALL . - WINNIPEG Branches in Elmwood and St. James

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.