Lögberg - 01.01.1931, Blaðsíða 1
Lögberg óskar öllum íslendingum góðs og farsæls Nýárs!
Þakkarávarp
Þegar e!g sá fyrst bókina “Vest-
an um haf”, veitti ég því eftirtekt,
að það var svartur blettur á nef-
inu á mér, sem eg kannaðist ekki
við að ætti að vera þar. Eg fór að
brjóta heilann um hvað hann ætti
að tákna, hvort hann gæti haft
eitthvert bókmentalegt gildi eða
verið settur þar bara til prýðis, en
komst ekki að neinni fastri niður-
stöðu. Ef hann hefði verið á
tungunni, þá “þurfti ei umtal
meira.”
Þá kastaði ég fram þessari
•stöku:
Ekki er þetta falleg frétt,
sem flytur netta stefið:
Þeir hafa sett, ef sé ég rétt,
svartan blett á nefið.
Nýlega var mér send bókin, og
eiga þessar línur að votta þeim,
sem það gerðu, þakklæti mitt, þó
ófullkomið sé. E!g er búinn að
yfirfara bókina og álít, að hún sé
harla sæmileg. Þó hefði mér lík-
að betur, að fleiri höfundar hefðu
komið það fram ‘á leiksviðið. Eg
hefði unað mér þar betur, ef fleira
hefði verið þar af kvenfólki og
það hefði “ballansað” betur. Marg-
ir hafa látið óánægju sína í ljós
yfir því, að vinkona mín (sem eg
hefi að eins séð tvisvar á æfinni),,
M. J. Benedictson, skyldi ekki
vera “representuð”, þar hún hefði
átt að sitja mitt á milli lærifeðr-
anna, og svo eru fleiri, en það
dugar ekki að edila við dómarann.
Þið senduð mér bókina bundna í
skinni,
með blettinn á nefinu — geymdan
þar inni.
Eg hafði’ ekki mikil af höfðingjum
kynni,
en heiðraði landið með fjarveru
minni.
Bókina skal é£ í glerhúsi geyma
með grallara bókmentum, þar á
hún heima.
Vesturheimsk gullkorn þar 'gefur
að líta,
glóandi fögur, sem hart er að
“bíta”.
Þiggið nú, vinir í þjóðmála ranni,
þakklætis stefin frá “vitlausum
manni.”
þið, sem að hafið mér góðfúsir
gefið
gullaldar ljóðin, og blettinn á
nefið.
—Blöðin á fslandi eru vinsamlega
beðin að flytja þetta þakkarávarp.
K. N. Júlíus.
Á Þorláksmessu 1930.
Mountain, North Dakota, U.S.A.
HEIÐURSSAMSÆTI
var Miss Björigu Johnson frá Riv-
erton, haldið að heimili Mrs. Ben.
Hendrickson, 449 Burnell Street
hér 1 borginni, þriðjudaginn þann
16. desember síðastliðinn, í tilefni
af því, að Miss Johnson var þá í
þann veginn að gifta sig. Þátttak-
endur í heiðurssamsæti þessu voru
auk Mrs. Ben Hendrickson: Mrs.
G. Jóhannsson, Mrs. S. Oddleifs-
son, Mrs. I. Johnson, Mrs. J. John-
son, Mrs. E. Haralds, Miss R.
Magnusson, Miss G. Magnusson,
Mrs. J. Shaw, Miss K. Johnson,
Miss A. Helgason, Miss G. Jónas-
son, Miss Th. Árnason, Miss S.
Thorarinson, Mrs. Hope, Miss M.
Eyjólfsson, Miss V. Eyjólfsson,
og Miss Hannesson.
Meira hveiti frá
Argentínu
Búist er við að hveitiuppskeran í
Argentínu verði miklu meiri á upp-
skeru árinu 193031 heldur en á ár-
inu 1929-30. Hefir hveiti verið sáð
í 21,316,000 ekrur og er nú búist við
að uppskeran verði 271,404,000 mæl-
ar. í fyrravar hveiti sáð í 19,440,-
000 ekrur og uppskeran varð 137,-
434,000. Þetta er bara fyrsta áætl-
un og getur vitanlega breyst tölu-
vert.
Hundrað per cent.
samlags hveiti
Því hefir lengi verið haldið fram
af ýmsum, að æskilegt væri að öll-
um, sem hveiti rækta í Sléttufylkj-
unum þremur, væri með lögum gert
að skyldu, að láta hveitisamlagið
höndla og selja alt það hveiti, sem
þeir hefðu til sölu árlega. Lítur út
fyrir að þessi stefna sé meira og
meira að ryðja sér til rúms meðal
samlags bændanna. Forseti félags-
ins U.F.M. (United Farmers of
ManitobaJ, W. J. Ward, fór í vik-
unni sem leið á fund Brackens for-
sætisráðherra, í þeim erindum að
fara fram á það við stjórnina, að
hún legði lagafrumvarp fyrir næsta
þing, þess efnis, að öllum, sem
hveiti rækta í Manitoba-fylki, sé
gert að skyldu að láta hveitisamlag-
ið höndla hveiti sitt. Þó mun ekki
ætlast til að þetta verði gert að lög-
um fyr en bændurnir hafa greitt
atkvæði um það, og mundi þá vænt-
anlega þurfa tvo þriðju atkvæða
með þessu nýmæli, til þess að það
nái fram að ganga. Eitthvað þessu
líkt hafa bændurnir líka farð fram
á við stjómina í Saskatchewan og
Alberta. HVað úr þessu kann að
verða er með öllu óvíst. Mr. Bracken
segist hafa lofað Mr. Ward því einu,
að stjórnin skyldi “gaumgæfilega
athuga málið.”
Þinghúsið í Bismarck
brennur
Síðastliðinn sunnudagsmorgun,
hinn 2. desember, kviknaði í þin'g-
húsinu í Bismarck, North Dakota.
Var eldurinn orðinn svo mikill,
þegar eldliðið kom, að ekki varð
viðráðið og brann yggingin öll. í
þinghúsinu voru einnig skrifstof-
ur North Dakota ríkisins, og varð
mjög litlu bjargað af skjölum o!g
bókum ríkisins. Kemur það sér,
eins og gefur að skilja, mjög illa,
ef ríkisskjölin hafa brunnið eða
skemst til mikilla muna. Hefir
ríkisstjórinn, George F. Shafer,
þegar kallað þingið saman til að
reyna að ráða sem bezt fram úr
þeim miklu óþægindum, sem þessi
eldsvoði hefir valdið. Þinghúss-
byggingin, sem var fjórar hæðir,
var gerð úr rauðum múrsteini og
ygð 1884, en þó aukið við hana
síðar. Eldsábyrgðin nemur alls
$600,000. Verður þinghúsið end-
urreist, eins fljótt og mögulegt
er.
Bátur vitavarðarins
fundinn
Snemma í október í haust hvarf
vitavörðurinn í George eyjunni í
Winnipeg-vatni, Ingi Thordarson,
og unglings piltur, sem með honurn
var, Franklin Johnson. Var þeirra
leitað allmikið, en fundust ekki, og
var talið víst að þeir hefðu farist í
vatninu í ofviðri miklu, sem um það
leyti skall á. Höfðu þeir vafalaust
verið úti á vatninu í einhverjum er-
indum, þegar veðrið.skall á, því bát-
ur þeirra var líka horfinn þegar að
eyjunni var komið. Nú hefir bátur-
inn fundist, rekinn á land á Burton
eyju, sem er einar fjörutíu mílur
sunnar í vatninu heldur en George
eyjan. Fanst báturinn þar á hvolfi
og eitthvað brotinn. Lik mannanna
hafa ekki fundist og litlar líkur til
að þau finnist, fyr en kannske í vor
þegar ísa leysir.
Hveitiverðið í
Liverpool
í síðustu viku komst verðið á
hveiti ofan í 58 cents á hveiti-
markaðnum í Liverpool, og er það
lægra verð, heldur en nokkurn tíma
hefir átt sér stað þar síðan 1894.
Þá féll hveitið ákarlega í verði um
tíma, en annars hefir hveiti aldrei
verið þar svona ódýrt síðan árið
1664.
Margur er skáld þó
hann yrki ekki
Þegar dr. Guðmundur Finnboga-
son var hér á ferðinni í fyrirlestra
erindum víðsvegar út um bygðir
íslendin!ga í Canada, þá komst
hann svo að orði á einum stað, þar
sem ég var viðstaddur, að “ef ís-
lendingar væru aflögufærir um
nokkurn hlut, þann er þeir gætu
haft til útflutnings, þá væri það
fyrst af öllu skáld og hagyrðing-
ar.”
Sjálfsagt hefir doktorinn átt við
þá eina, sem yrkja ljóð, alt frá
hagyrðiifgum upp í skáld af guðs
náð. En þá er um hina ótalað, sem
eru skáld, en yrkja ekki. Og það
er þó mjög líklegt, að þeir séu
margfalt fleiri. Hvað verður sagt
um málara, myndhöggvara, út-
skurðarmenn o!g útsaumakonur,
0. fl. 0. f 1. ? Eg er ekki óhræddur
um, að dr. Guðmundi Finnboga-
syni hefði hnykt við, þótt þunn-
skipað fyrir dyrum eftir heima á
Fróni, ef meiri hluti íslenzku
skáldanna hyrfu úr landinu.
En það er hreint ekki erindi
mitt, að fara að setja út á þetta
græskulausa gaman Dr. Guðmund-j
ar, heldur að benda á sannleik-
ann, sem felst í gamla íslenzka
máltækinu, að “margur er skáld,
þó hann yrki ekki.”, og að minna!
landa mína á það, hve nauðsynlegtj
það er, að viðhalda fe'gurðartil-1
finningunni, listnæminu og hug-j
sjónahæðinni, sem 'fjöldamörgum1
íslendingum er meðfætt og inn-|
gefið.
Mörgum sinnum er það, að þeg-j
ar maður kemur inn til fátækrar, |
íslenzkrar konu, sem hefir þó má-
ske alt af skornum skamti, að um-j
gengni hennar, hagsýnin og hrein-|
lætið hrífur okkur og vekur til(
samúðar með heimilinu. Ef bónd-:
.
inn á heimilinu er skáld, þó hann
yrki ekki, þá mætum við honum'
utan við húsdyrnaf, þó hann sé
ekki heima. Það er svo margt,|
sem ber vott um það, hvernig hann
hreinsar fyrir sínum dyrum; hvort
hann er nærgætinn, hreinlátur og
hagsýnn, þó hann sé ekki sjáan-
legur sjálfur. “Af ávöxtunum
skuluð þér þekkja þá.”
Hér mætti eg máske benda á það,
hvað mikið það segir um húsbónd-
ann, ef það er ekki mokaður gang-
ur inn að húsinu hans eftir mikla
snjókomu. Ekki síður ber alt inn-
an dyra vott um hugsjónir, hag-
sýni og hreinlæti húsfreyjunnar,
eða það gagnstæða, eftir eðlisfari
hennar.
Eg man ekki núna hvað það heit-
ir, kvæðið eftir Einar Benedikts-
son; það eru nú um þrjátíu ár síð-
an hann orti það og eg sá það.
Hann var á ferð í kringum ísland
með gufuskipi ásamt mörgum
löndum sínum, líklega mest af því
sjómenn, og þótti sóðale!gt í kring
um þá og varð þess var, að Dön-
um, sem stjórnuðu skipinu, þótti
nóg um. En í kvæðinu er Einar að
lýsa ferðinni og kemst þá svo að<
arði um sóðaskap íslendinga:
“Alt var fult af frónska þarfa-
gripnum, fyrirlitning skein á
danska svipnum.” Eg man það
vel, hvað margir reiddust Einari
fyrir þessa lýsin!gu, og þótti hann
gera þjóð sinni skömm til. Á sama
hátt fann Guðmundur á Sandi
einu sinni að óþverra og ólifnaði
íslendinga með strandferðaskip-
unum og í veiði stöðum landsins,
og á sama hátt var á hann ráðist.
Þeir Einar og Guðmundur þola
enga óhreina bletti á íslenzku
þjóðinni, með því er fegurðartil-
finning þeirra meidd. Sú kona,
sem er fátæk, o!g fer vel með það
litla, sem henni innheimtist, sníð-
ur upp úr gömlum fötum utan á
börnin sín, en er hagsýn og lætur
alt fara vel, og hún sem hirðir fáa
og fátæklega muni vel, og hún sem
kemur sínu litla svo haganlega
fyrir, að maður festir strax yndi
í nálægð hennar, og hún sem hef-
ir fáu réttina svo bragðgóða, að
maður hefir beztu lystina hjá
Jólamorgunn
Eftir Richard Beck.
▼
Hiúmró.sir glitra. við hækkandi sól;
húmskykkja nætur í tætlur rifnar.
Hauðrið, í líkklæðum, hýmar. — Lifnar
hjartnanna von, sem í byljunum kól.
Hlýleikans faðm breiða lieilögust jól
lireldum sem glöðum, þeim ríka’ og snauða;
lífið þau vekja úr vetrar-dauða;
vegmóðum faranda bjóða þau skjól.
henni; og hún sem er kannske ó-
fríð á heimsins vísu, en svo hrein-
leg og áttaviss á öllum sviðum, —
já, hún er þó áreiðanlega skáld,
þó hún yrki ekki ljóð, og ákjósan-
legust úr stórum og fríðum
kvennahóp. Það þarf ekkert að
viígta það, hvort hún sé heimsk
eða gáfuð, ávextirnir sýna það, og
hún hefir áreiðanlega meiri hug-
sjóna hæfileika, en sumir sem þó
eru kallaðir skáld.
Eg þarf ekkert að útlista hús-
bóndans hlið í þessu Ináli, því það
er auðvitað alveg það sama á
hans síðu, ef hann hefir þessa
hæfileika konunnar til að bera og
er enginn óre'glumaður.
En þá er eg nú kominn að aðal-
atriðinu. Hvort er nú heillavæn-
legri og betri vegur til ákjósanleg-
ustu áhrifa og árangurs, að lýsa
löstunum, eins og þeir Einar o'g
Guðmundur, eða bregða skýru ljósi
á það gagnustæða bezta, öllum til
athugunar? Eigum við ekki held-
ur að fyrirgefa og upplýsa? Ekki
að vera hlutlausir, það er það
versta. En að hafa samhug og
samúð með öllu ástandinu og að
nota hvert tækifæri til að viður-
kenna og benda á það bezta.
Algengt er það á íslandi, að
menn kalla útsaum hannyrðir. Eg
er ekki málfræðingur, en líkast
þykir mér þess til að geta, að d sé
fallið aftan af fyrra atkvæði orðs-
ins og ei!gi því að vera handyrði,
handarorð, eins og skilyrði, skilorð.
Við köllum fingramál þær hugsan-
ir, sem látnar eru í ljós með fingr-
unum. En auðvitað er mikið hægt
að útfæra þenna skilning. Handa-
lögmál er algen'gt orð, og öll sú
vinna, sem gerð er með höndunum,
einskonar handamál, útlistun hugs-
unar, og þannig geta hendurnar
afgreitt heil kvæði með verkum
sínum, alveg eins o!g bókstöfum.
Og þó við ekki köllum það kvæði,
þá eru þó að minsta kosti öll lista-
verk skáldskapur. Eg lít svo á
að það flýti meira fyrir að endur-
bæta mannfélagið, að viðurkenna
fljótt og vel alt það, sem rétt og
vel er af hendi leyst, heldur en að
hegna fyrir yfirsjónirnar.
Fr. G.
Eldsvoði og
manntjón
Aðfaranótt mánudagsins í þessari
viku brann stórt gistihús í bænum
Cochrane, Ontario, sem Queen’s
hótel hét, til kaldra kola, og fórust
þar aÖ minsta kosti tíu manneskjur
og þykja meiri líkur til aS þar hafi
farist enn fleira fólk. MeSal þeirra
er inni brunnu var sonur hótel eig-
andans, Charles Palangio, kona hans
sem á'ður en hún giftist hét Jennie
Thorkelson, eftir því sem fréttin
segir, og fjögur börn þeirra: Victor
14 ára, Nita 6 ára, Debby 4 ára og
Betty 2 ára. 1 byggingu þessari
voru um hundrað herbergi og í
kjallaranum höfðust við yfir sjötíu
atvinnulausir menn, sem ekki áttu
annarsstaÖar höfði sínu að a'Ö halla.
Munu þeir allir hafa komist út. Nafn
konunnar bendir til konunnar bend-
ir til þess að hún sé íslenzk, en ekki
hefr Lögberg enn getað fengið nein-
ar upplýsingar um hana.
Mannfagnaður
Föstudagskvöldið þann 26. des-
ember síðastliðinn, gerðu allmarg-
ir vinir þeirra hr. Jónasar Páls-
sonar píanókennara, og frú Emilíu
iPálsson, þeim óvænta heimsókn á
heimili þeirra, 107 Lenore §treet
hér í borginni. Var heimsóknin
!ger í tilefni af tuttugu og fimm
ára hjónabandsafmæli þeirra.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hafði
orð fyrir aðkomumönnum, og
skýrði tilgang heimsóknarinnar,
um leið og hann afhenti heiðurs-
gestunum fyrir viðstaddra vina
hönd og ýmsra annara, er ekki
fengu komið því við að sitja mót-
ið, afar vandaða Tea Silver Ser-
vice til minja um atburðinn. Sagð-
ist doktomum vel að vanda.
Þá bað silfurbrúðguminn sér
hljóðs, o!g þakkaði heimsóknina
og gjöfina fyrir hönd sína og
konu sinnar, með stuttri en prýði-
legri tölu. Meira var ekki um
ræðuhöld, en þess meira sungið;
var þarna í raun 0g veru um ram-
íslenzkt söngkvöld að ræða; átti
slíkt vel við, þar sem silfurbrúð-
guminn er bæði ram-íslenzkur í
anda, og hefir einvörðungu 'gefið
sig við hljómlist síðasta aldar-
fjórðunginn, eða freklega það. Má
óhætt telja hann í röð hinna ágæt-
ustu píanókennara þessarar borg-
ar. Frú Emilia er dóttir hr. Bald-
wins L. Baldwinson, fyrrum að-
stoðarráðgjafa.
Eftir að neytt hafði verið hinna
ágætustu veitinga, skemti fólk sér
við samtal o!g söng fram um mið-
nætti. Upp úr því fóru gestir að
tínast heim með ljúfar endur-
minningar um einkar ánægjulega
samfundi.
Fyrstu þingkosningar
í Manitoba
Fyrstu þingkosningar i Manitoba-
fylki fóru fram hinn 27 desember
1870, eða fyrir 60 árum. Alls voru
þingmennirnir, sem kjósa átti, og
kosnir voru 24. Af þeim voru 9
kosnir í einu hljóði, eða gagnsóknar
laust, og er það nokkuð sem sjald-
an kemur fyrir nú á dögum. í 12
kjördæmum voru tveir menn í kjöri,
og þrír i þremur kjördæmum. Yar
þá aðeins einn þingmaður kosinn í
Winnpeg, en nú tíu. Þeir fyrstu,
sem um þingmensku sóttu í Winni-
peg voru. Donald A. Smith fLord
Strathconaj og I>r. Schultz fSir
John Schultz og var hinn fyrnefndi
kosinn með 70 atkvæðum gegn 63.
Nú eru þingmennirnir 55 og nú er
Manitoba-fylki 251,832 fermílur að
stærð, en var fyrir 60 árum ekki
nema 13,500 fermílur. Kjördæmin
eru nú líka miklu fleiri og alt önnur
en þá var og heita flest öðrum nöfn-
um. Það er einkennilegt, að af
þeir 24 kjördæmum, sem fyrir 60
árum voru i Manitoba, byrja nöfnin
á 16 þeirra á St. — St. Paul, St.
Peter, St. Andrews, o. s. frv. Er nú
helgiblærinn á nöfnum kjördæm-
um orðin miklu minni, en þá var.
Fyrir 6o árum voru aðeins tvö þús-
und hvítar manneskjur í fylkinu, en
um tólf þúsund kynblendingar. Af
þessum tuttugu og fjórum fyrstu
þingmönnum Manitoba-fylkis, eru
ný mjög fáir á lífi og kannske eng-
inn, nema Colin Inkster, sem nú er
87 ára gamall, en man vel eftir þess-
um þingkosningum og hinu fyrsta
löggjafarþingi, sem háð var í Mani-
toba.
Bennett flytur ræðu
í Regina
Bændurnir í Vestur-Canada hafa
beöið þess meö töluverðri óþreyju og
eftirvæntingu, að Bennett forsætisráS-
herra skýrði frá því hvað sambands-
stjórnin ætlaSi aS gera til aS bæta úr
þeim miklu örSugleikum, sem bænd-
urnir í Vestur-Canada nú eiga viS aS
búa, vegna verSfallsins á landbúnaSar
afurSunum yfirleitt, en sérstaklega á
hveiti. Stjórnin hefir veriS mjög
sagna fá um fyrirætlanir sínar þessu
viSvíkjandi, en látið í veSri vaka, að
Mr. Bennett skýrSi frá því öllu sam-
an í ræöu, sem hann ætlaði aö flytja
í Regina hinn 30 desember. Mr. Ben-
nett flutti ræðuna og fjöldi manna
var viSstaddur og enn fleiri hlustuðu
á ræðuna yfir víSvarpiS. í þetta
sinn er ekki hægt að skýra frá inni-
haldi ræðunnar, því Lögberg er til-
búið til prentunar, þegar því berst hún,
en þaS er naumast vafamál aS hún
hefir valdiS miklum vonbrigSum, því
ekki lítur út fyrir aS stjórnin sjái sér
fært að verSa bændunum til nokkurr-
ar verulegrar aðstoSar í þeim örSug-
ieikum. sem þeir eiga nú viS aS stríSa,
nema hjálpa þeim til aS fá útsæði
næsta vor, þar sem uppskera hefir
brugSist og kannske bæta eitthvað úr
brýnustu þörfum, þar sem fólk á viS
verulegan skort aS búa. Náttúrlega
ætlar stjórnin, einhverntíma seinna, aS
bæta úr því, sem aS er hjá bændunum
í Vestur-Canada, eSa gerir sér vonir
um aS þaS batni af sjálfu sér.
Minna fé varið til bygginga
í Winnipeg
Á árinu 1930, hefir miklu minna
fé verið varið til bygginga í Win-
nipeg, heldur en gert var á árinu
1929. Munar þar fjórum miljón-
um dollara, eða freklega það. Ár-
ið 1929 námu byggirigaleyfin alls
námu þau $6,652,4 0 $6.haer. :p 3
$11,050,250, en 29. desember námu
þau $6,652,460, fyrir árið 1930.
Kunnu að hafa hækkað eitthvað
þá daga, sem þá voru eftir af ár-
inu, en fráleitt svo mikið, að mis-
munurinn verði ekki að minsta
kosti fjórar miljónir. Árið 1929
urðu byggingaleyfin 2,637, en 1930
ekki nema 2,229. Mestu munar á
íbúðarstórhýsum (Apartments).
Tuttugu og.átta slíkar byggin'gar
voru reistar 1929, sem kostuðu
samtals $2,499,000, en síðastliðið
ár voru þær ekki nema átta, og
kostuðu j) ð4$444g$$ 12345 123
$945,000.
Enn meira atvinnuleysi
í Evrópu
ÞaS er síður en svo aÖ nokkuð
ráðist enn fram úr þeim vandræð-
um í Evrópu, sem af atvinnuleysinu
stafa. ÞaS fer enn vaxandi, en ekki
minkandi. Nú er gert ráS fyrir aS
um mánaSamótin janúar og febrúar
1931 verSi 7,500,000 atvinnulausra
manna í Evrópu. Er þetta haft eftir
Dr. Julius Klein, aðstoSar verzlunar-
málaráSherra, sem er nýkominn til
New York frá Evrópu, þar sem
hann hefir veri'S nokkra mánuSi að
kynna sér þessi mál. Á Frakklandi
hefir alt til þessa ekkert bori'S á at-
vinnuleysi þangaS til nú. Segir Dr.
Klein aS nú séu Frakkar líka farnir
aS finna til sömu krepgunnar eins
og aSrar þjóSir.
Mörg slys
um jólin
HundraS og áttatiu manna mistu
lifiS af ýmsum slysum í Bandarikj-
unum um jólin. Slysin voru meS
mörgu rnóti, en langflest bílslýs, þó
margt fleira yrSi aS vísu fólkinu til
meins og bana. Flest urSu slysin í
miSríkjunum, eSa 74, í austur rikj-
unum 42, suður ríkjunum 35, vestur
ríkjunum 16 og suSvestur hluta
landsins 13, eða alls 180.
Fálka flug
Þann 26. des. mættu Fálkarnir
hockey-flokk, er “Sheik” nefnist,
eða öllu heldur úrvalsliði úr tveim-
ur hockey-flokknum.
Leikurinn hófst klukkan tíu á
Olympic skautasvellinu hér í
botfginni. Þegar í byrjun gerðu
Fálkarnir árás all-harða á Sheik-
ana. Létu þá Sheikar nokkuð und-
an síga, en Fálkarnir sóttu sem
fastast. Notuðu nú Sheikar oln-
bogaskot og búkvörn hvað mest
þeir máttu, en mörgum varð fóta-
skortur í þeirri viðureign, og lá
nú nokkuð af beggja liði á mið-
svelli. En Wally Björnson skauzt
sem eldin!g úr þvögunni með hnött-
inn á undan sér. Óð þá varnarlið
Sheikanna að honum, en hann
skaut hnettinum af svo miklu afli,
að hann flaug í gegn um varnar-
liðið, lenti á hauskúpu “hafnvarð-
ar” Sheikanna og inn í hafnmynn-
ið fyrir fyrsta vinninginn. Heyrð-
ust þá húrraóp gjalla við víða um
skálann. — Var nú byrjað á miðju
svelli á ný, og varð sókn þegar hin
snarpasta frá báðum hliðum, o'g
um stundar sakir mátti lítt á
milli sjá, hvorir betur hefðu. En
Fálkarnir urðu þó fyrri til að sjá
opnun í liði Sheikanna, og ruddust
þeir þar á sem einn maður, og
tvístruðu Sheikunum í allar áttir.
Var þá engin fyrirstaða, nema
hafnvörður Sheikanna; skautaði
hann í móts við þá og varði nú
höfn sína hvað bezt hann mátti frá
báðum hliðum. En enginn má við
margnum, og Fálkarnir skutu
hnettinum í annað sinn í hafnar-
mynnið.
Sheikarnir fundu nú á sér, að
nú væri þeim annað hvort bezt að
gjöra, að duga eða drepast. Enda
eggjaði flokksforingi þeirra þá
mjög á að láta hvergi undan. Það
var eins og á þá kæmi víkingsæði
og berserksgangur, og hrintu þeir
Fálkunum sem strúbúkum um
svellið, og um stundarsakir leit svo
út, að þeir vissu ekki hvort þeir
voru í þessum heimi eða öðrum.
Þegar þeir röknuðu við aftur voru
Sheikarnir búnir að skjóta í höfn
fyrir sex vinninga.
Var nú sóknarliði beggja fiokka
skift fyrir varalið, er ólúið beið.
Eggjaði nú Jack Snædal, eftirlits-
maður Fálkanna, þá á að gera
sitt ýtrasta og skauta Sheikana í
kútinn. Var nú sókn hafin á ný,
og svo hreystilega var skautað, að
eldglæringar gneistuðu af hverj-
um skauta, og leit út fyrir, sem
svellið væri alt í loga. Sóttu nú
Fálkarnir ákaflega; unnu þeir tvo
vinninga í þeirri atrennu, en Sheik-
arnir einn. Sheikar höfðu því sjö
vinninga alls, en Fálkarnir fjóra.
Þó Fálkarnir töpuðu í þessum
leik, þá voru flestir samdóma um
það, að hér væri efniviður af bezta
tagi. — Næstu leikir verða háðir
við Wesley College 7. janúar, kl: 8.
— íslendingar boðnir og velkomn-
ir. •— Þeir, sem ekki eru “Krumm-
ar” geta gerst ‘,Fálkar.” Leitið
upplýsinga.
Póstflutningar með
loftförum
Samningar hafa tekist milli póst-
stjórna Canada og Bandaríkjanna,
um flutning á pósti milli Austur-
Canada og Yestur-Canada, þannig
a'S hann verSur fluttur frá Winnpeg
Li St. Paul og svo þaSan til Detroit
og Toronto og sömu leið þegar vest-
ur er fari'ð. Er meS þessu komist
hjá þeim örðugleikum, sem á því
eru aS fljúga milli Wínnipeg og
Toronto. Gert er ráS fyrir aS þess-
ar ferSir byrji 1. febrúar. Verður
þetta til þess að póstur kemst miklu
fýr milli austur og vestur hluta
landsins.
Von um samkomulag
Frétt frá Róm segir aS nú séu lík-
urnar til þess nokkuS meiri en verið
hafi, aS Frakkar og ítaSlir muni
koma sér saman um takmörkun her-
flota sinna.