Lögberg - 01.01.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.01.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR 1931. Xögtjerg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Wfhnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: F.ditor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. | The "Lögoerg” ls printed and published by • The Columbia Press, Limíted, ' G95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ............................................... Trauát og hamingja Það var heimspekingurínn og skáldið Leo Tolstoy, er hélt því æfinlega fram, bæði leynt og ljóst, að tzaustið væri óaðskiljanlegur hluti mannlegs tilfinningalífs, og að án þess gæti enginn mtiður orðið það, sem kallað er, að verða að manni. Enginn sá, er vantreystir öllum og öllu, get- ur nokkru sinni komist upp á örðugasta hjall- ann, því traustið er undirstaða allrar sannrar hamingju. Öllum er það í brjóst lagið, að unna. En varanleg á.st grundvallast þó ávalt á gagnkvæmu trausti. Sælukendin, seni því er samfara, að treysta einhverjum takmarkalaust, hvað sem á gengur og hvernig sem viðrar, er og verður gróðinn mesti, sem jarðneskt líf getur veitt. Sérhver sá, er í brjósti elur einlægt traust til guðs og lífsins, siglir aldrei skipi sínu í strand. Jafnvel undir “Svörtu loftum,” fyllir sigurfögnuður hjarta sérhvers þess manns, er treystir á sigur réttvísinnar og kærleikans. Trúlaus eða traustlaus maður, er eins og rekald í reginsjó. Traustið er andlegs eðlis,— grundvallað á helgidómum tilfinningalífsins. Píslarvottarnir fornu, voru aldrei að brjóta heilann um það, hverju fórna skyldi, heldur horfðust ])eir sigurglaðir í augu við eld og dauða. Slíkar eru þær hetjur, sem kollvarpað hafa keisaradæmum og lagt grundvöllinn að nýj- um lýðfrjálsum þjóðum. Enginn sá, er treystir á sigur þess málefnis, sem hann í einlægni berst fyrir, getur nokkru sinni beðið fullnaðar ósigur. Mikilvægustu sigrar lífsins, eru sjaldnast unnir í einu áhlaupi; þolinmæðin og traustið ráða þar mestu um úrslit. Alt of mörgum hættir til þess nú á dögum, að telja sér trú um hitt og þetta, sem hvorki er raunverulegt, né heldur getur nokkru sinni orðið óaðskiljanlegur hluti af lífi þeirra; slíkar hill- ingar eru skaðlegar og villandi. Hjartað er hið eina og sanna heimkynni var- anlegs trausts,—hvergi nema þar, er hið sanna lífstré að finna. Við einlægt trúnaðartraust vex hverjum manni ásmegin, skapgerðin nær sínu tilætlaða fegurðarformi, um leið og sjálfir örðugleikam- ir verða knýjandi livöt til framtaks og mann- dáða. Og nú, rétt um það leyti, sem gamla árið er að syngja sitt síðasta vers, ölum vér enga heit- ari þrá í brjósti, en þá, að Islendingar, hvar í heimi, sem er, megi ganga heilir til verks við bjarmann af liinu nýja ári, þrungnir af nýjum manndóms liugsjónum, nýjum menningarþrótti. Gleðilegt ár. Þökk fyrir gamla árið! Hvað er um konuna? Það er síður en svo að ástandið fari batn- andi eftir því sem lengra líðtir fram í tímann; hitt myndi sönnu nær, að örðugleikar þeir, sem almenningur á afli að etja við, aukist með hverj- um líðandi mánuði. Vitrustu og beztu menn þjóðfélaganna, leggja heilann í bleyti með það fyrir augum, að leysa torráðnustu gátumar, sem fólkið um þess- ar muiulir hvarvetna horfist í augu við, án þess að um nokkum verulegan árangur sé að ræða. Sveitafólkið í hinum ýmsu héraðum þessa fylkis, á einkum og sérílagi við ramman reip að draga, eins og nú liagar til. í ýmsum tilfellum er ástandinu þann veg farið, að börn geta ekki sótt skóla, sökum ónógra skjólfata; mörg heim- ili eru til þess neydd að brenna byggi sökum ó- nógra efna til kaupa á öðru eldsneyti; hin fjár- hagslega aðstaða Liúsmóðurinnar, er í mörgum tilfellum slík, að gæta verður sparnaðar meir en góðu hófi gegnir, til þess að unt sé að fæða og kla>ða fjölskylduna; vitum vér um tilfelli, þar sem sníða varð niður ullarábreiðu í nærföt; því miður er liér þó vafalaust ekki um eina tilfellið að ræða slíkrar tegundar. Árið sem leið, var það mjög á orði haft, hve Argentínu þjóðin hefði vel komið ár sinni fyrir borð, viðvíkjandi sölu liveiti- framleiðslunnar; litu margir svo á, sem sú þjóð hefði int af hendi reglulegt kraftaverk, með því að losna við liveiti sitt á lægra verði én þjóðinni canadisku fanst lienni hún geta staðið sig við. En hver liefir svo árangurinn í raun og vera orðið; hann ætti að vera öllum nokkurn veginn auðsær. Nú er ástandinu í Argentínu þannig farið, að einstætt mun vera í sögu þjóð- arinnar; er bændastéttin þar í landi svo hart leikin, að hún, frá fjárliagslegu sjónarmiði, sér livorki til hægri né vinstri. Ný stjórn situr að völdum í Argentínu um þessar mundir; nú hafa helztir forvígismenn bændastéttarinnar í landinu vitjað á fund þeirr- ar stjómar, og krafist þess, a^ komið yrði á fót hveitisamlagi, með líku sniði 0g því, er nú við- gengst um canadlska hveitisamlagið. Fólkið í Aigentínu virðist hvergi nærri eins sterktrúað á gamla markaðs fyrirkomulagið og ýmsir menn hér í landi virðast vera, þótt ótrúlegt kunni að sýnast. Er það nú ekki í rauninni hálfvegis kátbros- legt, að bændurnir í Vestur-Canada skuli vera livattir til þess hvað ofan í annað, að snúa baki við samlagssölu hugmyndinni, um leið og stétt- arbræður þeirra í öðram löndum fordæma hið eldra sölu fyrirkomulag, en krefjast í þess stað annars réttlátara og betra f Svo er ástatt um þessar mundir á Frakk- landi, Þýzkalandi og Italíu, að stjórnirnar hafa ekki séð sér annað fært, en að veita landbúnað- inum sérstalían stuðning. 1 mörgum öðrum löndum hagar svo til, að tilsvarandi íhlutunar af hálfu hlutaðeigandi stjórnarvalda, er hin fylzta þörf. Svo má segja, að á Indlandi sé flest í kalda koli um þessar mundir; úrslit stefnu þeirrar, er á rökstólum situr í Lundúnum um þetta leyti, og um Indlandsmálin fjallar, ráða sennilega miklu um það, hvort friður ríkir þar eystra í fram- tíðinni, eða saga styrjalda og stríðshörmunga endurtekur sig. í fvrsta sinn í sögu hinnar indversku þjóðar, eru konur farnar að láta stjórnmál til sín taka; konur, sem öldum saman hafa líklegast verið ó- framfærnastar allra kvenna á bygðu bóli; öld þeirra, er nú í þann veginn að rísa upp; öld frelsis og framtakssemi, er livorki sættir sig við áþján né órétt. Afstaða indverskra kvenna til samfélagsmálanna, er nú það tekin að skýrast, að þær sætta sig aldrei framar við nokkuð það, er á sér ber nokkum minsta blæ undirokunar eða óréttlætis; ábyrgðartilfinning þeirra er vöknuð til fulls, og henni verða aldrei að eilífu stungin svefnþora aftur. Á Bretlandi hinu mikla, hefir atvinnuleysið sorfið afar hart að kvenþjóðinni; má því til sönnunar benda á, að árið sem leið, jókst tala atvinnulausra kvenna á brezku eyjunum frek- lega um þrjúhundruð þúsundir. Úrlausn þeirra liinna mörgu vandamála, er mannkynið, eins og nú er ástatt, horfist í augu, við, hvílir að afarmiklu leyti á herðum konunn- ar; veltur mikið á, að henni veitist til þess nægi- leg-t svigrúm, að grandliugsa þau mál, er heim- ilið sérstaklega varðar. Er nokkur sú þjóð til í víðri veröld, er frá menningarlegu sjónarmiði séð, getur staðið sig við, að sveitaheimilið,—-sjálf undirstaðy þjóð- félagsins, fari í kalda kolf Engin. Hvaða þjóð getur sætt sig við það, að þeir synir hennar eða þær dætur, er framleiðslu jarð- argróðans starfa að, njóti lakari lífskjara, en fólk, er í verksmiðjum landsins vinnur ? Engin. Sannleikurinn er sá, að landbúnaðurinn á aldrei uppreisnar von, fyr en bændur, framleið- endurnir sjálfir, skipa sér í órjúfandi breiðfylk- ing um kjaraa samlags, eða samstarfsstefnunn- ar.. Meðan á heimsstyrjöldinni miklu stóð, var það talið öldungis óhjákvæmilegt að samstilla allar orkulindir þjóðanna í þeim* tilgangi að vinna sigur. Enn eru ótal ófriðaröfl sýknt og heiiagt að verki, þótt með öðrum hætti sé; á þeim þarf líka að sigrast; hví ekki að beina öll- um samstiltum samstarfsöflum inn á þau svið, og stuðla þar með að stærstu 0g þýðingarmestu sigurvinningunni—í friði ? Konan er í eðli sínu boðberi friðarins; henni hlýtur að skiljast það flestum fremur, hvar skór- inn kreppir að, þá hart er í ári og marga skal fæða munnana, þó af litlu sé að taka; það er liún, sem næmastan hefir skilninginn á sanngildi samstarfsins og bróðurhugans, sem þeirra einu afla, er þess geta orðið megnug, að binda enda á brjálæði hinnar mLskunnarlausu samkepni, er jafnan hefir leitt til blóðsúthellinga á landi og sjó. Um langt skeið var stöðu konunnar í þjóðfé- laginu þannig farið, að hún lét ekki fjármálin til sín taka, nema þá að örlitlu leyti; nú er þessu breytt; hið pólitíska og félagslega jafnrétti kon- unnar við manninn. hefir lagt henni sömu skyld- urnar á herðar, jafnt í fjárhagslegum málefnum sem öðrum. Nútíma konan liugsar djarft og setur markið hátt; ábyrgðartilfinning hennar er næm, 0g skilningurinn á því, sem aflaga fer, næsta glögg- úf; hlutverk hennar á sviði fjárhagsmálanna, eins 0g þeim nú er komið, er engan veginn auð- velt. Þó er það sýnt, að án aðstoðar hennar, ræður maðurinn undir engum kringumstæðum fram úr vandkvæðunum. Konan hefir frá öndverðu verið vemdar- engill og geislagjafi mannlegs lífs; sé hún köll- un sinni trú, sem eigi þarf að efa, lætur hún það vitanlega enn sem fyr, verða sitt fyrsta ogæðsta boðorð, að fórna öllu fyrir samfélag sitt og bræðralags liugsjónirnar á vorri jörð. Grund- völlurinn að friðarríkinu mikla, sem mannkyn- ið alt í raun og vera þráir, verður eigi fyr traust- ur ger, en konan leggur þar hornsteininn.— Inntak greinar þessarar, er að nokkru leyti úr tímariti hveitisamlagsins. Afnám dauðadóms? Sérstök nefnd, er skipuð var í brezka ])ing- inu í fyrra, til þess að rannsaka hvort tiltæki- legt þætti, að nema úr gildi dauðadóm á Bret- landi, hefir nú lokið starfi og fengið álit sitt stjóminni í hendur. Ekki varð nefndin á eitt sátt um það, liver afstaða skyldi tekin til þessa mikilvæga máls, en meiri hluti hennar leggur til, að lagt skuli fyrir þingið frumvarp til laga, er fram á það fer, að dauðadóms ákvæðum núgild- andi refsilaga, skuli ekki framfylgt um fimm ára tímabil, og þar til að nýmæli þetta öðlist gildi, ef það á annað borð nær fram að ganga, skuli öllum dauðadómum breytt í lífstíðar- fangelsi. A þessu stigi málsins verður vitanlega ekk- ert um það sagt, livem byr að nýmæli það, sem hér er um að ræða, kann að fá í brezka þinginu; má vera að það verði svæft þar um hríð. En hvort sem svo verður eða ekki, þá virðist þó ó- neitanlega margt benda til þess, að brezk lög- gjöf þroskist áður en mjög langt um líður í þá átt, að dauðahegning verði numin úr gildi. Fyrir tíu árum eða svo, hefði nýmæli gem þetta veiið talin óverjandi fjarstæða og formæl- endur þess taldir sýktir uppreisnarmenn. Þingnefnd sú, er um þetta mikilvæga mál fjallaði, var samsett af fjórtáii möimum; sjö úr þingflokki óháðra verkamanna, eða núverandi stjórnarflokki, einum úr frjáislynda flokknum og sex úr flokki íhaldsmanna. Undir nefndarálitið skrifuðu verkaflokks þingmennimir sjö, sem og fulltrúi frjálslynda ílokksins. Nefndarmönnum íhaldsflokksins þótti of langt gengið, og þess vegna néituðu þeir að undirskrifa nefndarálitið í því formi, sem það var. Molar Á nýafstöðnu þingi þjóðbandalagsins, flutti utanríkisráðgjafi í1rakka, Aristide Briand, snjalla og áhrifamikla ræðu um væntanleg Bandaríki Norðurálfunnar. En þótt skoðanim- ar um málskjarna hans væra næsta skiftar, þá galt þingheimur honum samt þakkar atkvæði með dynjandi lófaklappi; að sjálfsögðu ma;t utanríkisráðgjafinn þá viðurkenningu að verð- leikum. Þó er mælt, að drjúgum frekar Liafi hýrnað á honum brúnin, er honum um sömu mundir barst símskeyti að heiman, er tilkynti, að á gripasýningu í bygðarlagi hans, hefði bú- peningur hans, fullorðnir nautgripir, kálfar og svín, hlotið öll fyrstu verðlaunin. Aristide Briand er eigi aðeins lieimsfrægur maður sem utanríkissráðgjafi þjóðar sinnar, heldur er hann fvrirmyndar Lmhöldur líka. # # * Félag eitt í Normandy, sem nú er tuttugu og fimm ára gamalt, hefir unnið að því sýknt og heilagt, að safna gömlum þjóðlögum þar í fylk- inu og vernda þau frá glötun; liefir því að sögn unnist mikið á. Eru mörg slík lög sögð að vera undra fögur og bera á sér norrænan aðalsblæ. Nú í vetur hafa nokkur söngfélög í Normandy tekið sér fyrir hendur að æfa lög þessi, eða nokk- uð af þeim, og syngja þau svo opinberlega á söngsamkepni, sem ákveðið er að haldin skuli í Rúðuborg í næstkomandi maí-mánuði. Er því spáð, að þar muni verða um, slíka sönglega ný- lundu að ræða, er vekja muni feikna athygli og opna nýja heima í sögu sönglistarinnar. Foráljóri hveitisamlagsins Eins og vikið liefir verið áður að hér í blað- inu, var Mr. John MacFarland frá Calgary, skipaður forstjóri hveitisamlagsins canadiska, þann 24. nóvember síðastliðinn; hefir lmnn um langt skeið notið frægðarorðs, sem sérstaklega hagsýnn kornkaupmaður. Það var fyrst árið 1912, er Mr. MacFarland vakti athygli á sér meðal þeirra manna, er við koinverzlun fengust; gerðist liann þá forseti Alberta Pacific kornverzlunarinnar. Um þær mundir, er Mr. MacFarland tókst á hendur aðal framkvæmdarstjóm þess félags, átti það yfir að ráða 113 kornlilöðum liér og þar um fylkið. En við árslokin 1926, hafði félagið fært svo út kvíarnar, að þáð átti 400 lcornhlöður, auk margra annara stórbygginga. Er það á allra vitorði, að Mr. MacFarland átti sinn drjúga þátt í þeim feikiiega vexti og viðgangi, er félagið tók á nefndu tímabili. Þeir, sem að hveitisamlaginu standa, og ant láta sér um hag þess, hyggja gott til starfs Mr. MacFarlands sem framkvæmdarstjóra. Communisminn Eftir Johs. V. Jeneen. Um þrennskonar stjórnarfar er talað nú á tímum, þingræði, kom- múnisma og fascisma. Þingræðið er í öndvelgi, sjálfstjórn, fulltrúa- val með almennum kosningarrétti, framsókn alþýðunnar á öldinni sem leið, er fengið hafði almenna viðurkenningu fyrir stríð, enda þótt nokkrir þjóðhöfðingjar hefðu ennþá nokkurt einræðisvald. Það kollvarpáðist að mestu í ófriðn- um, þrjú keisaradæmi ruddust; en þingræðinu hefir verið voði bú- inn síðan nýir stjórnarhættir hafa vaxið upp af umbrotum ófriðarins, einræði, blóðug harðstjórn. Um þingræðið er sagt, að það sé' að steingervast, verði úrelt, starfs-j hættir þunlglamalegir, og starfs- orka dofin vegna flokkatvístrings, svo ekkert kemst í framkvæmd, nema þegar flokksagaspillingin kemur til sögunnar. En harðstjórar og einvaldsherr-| ar þyrla upp málskrafi um að þeirra sé alt sem ungt er og starf- hæft, og í samræmi við kröfur samtíðarinnar. Skoðun þessi er bylgð á þeirri almennu kenningu, að það, sem nýtt er, það nýjasta nýtt, það sé framtíðarinnar. En ef litið er á málið frá sjónarmiði almennra framþróunarkenninga, þá kemur alt annað upp á teningnum. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gi!gt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá ðllum lyf- sölum, fyxir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Ekkert algilt, viðurkent yfirlit er til, yfir stigbreytingar mann- kynsþroskans, þróun mannfélags- ins stig af stigi, á sviði mannúð- ar og féla!gsmála. Sagnfræðingarn- ir tala af gömlum vana um forn- ðld. er þeir skifta í steinöld, bronz- öld og járnöld; um miðaldir og nýja öld. — Sé litið á söguna í ljósi fram- þróunarkenninganna, er hugtakið fornöld alveg fráleitt. Þá væri nær að tala um æskuöld mann- kynsins og snúa við aldurshulg- takinu eftir reglum lífeðlisins. I sögu og náttúrufræði er talað í líkingunl, þó 'ekki sérlega skil- merkilega, um framfaraskeið frá bernsku, yfir æskutímabil, til þroska og fullorðins ára og síð- ast elli, samlíkin'gu, sem styðst við líffræðina, þroskasögu mannkyns- ins. Þó brestur samlíkingin, er kemur að síðasta stiginu, ellinni, því engin saga hermir, eða reynsla sýnir, að mannkynið, ættbálkar eða þjóðir eldist og deyi eins og einstaklingarnir. Villukenning, er komið hefir Þjóðverja einum til þess að spá um dapurlega tor- tíming Evrópuþjóða, í tveim bind- um. — Stigbreytingunni, sem er fyrir hendi, hafa menn eigi gert sér glögga grein fyrir. 1 “Aandens Stadier” hefi eg reynt að sundur-j greina stigin alt frá upphafi, og yggja á þeim hagnýtar, sjálfstæði- legar kenningar. Þar eð eg þekki ekki aðra tilraun til þess að koma skipulagi á þetta efni, verða menn' að virða mér til vorkunnar, þó að eg nefni þetta hér. “í daglegu tali eru menn vanir. hugtökum, sem byggjast á með-j vitundinni um aldursstigin; talað er um barnalegt, ungæðislegt, ogj skilja allir hvað átt er við, að^ gerður er samanburður á fullorð-| ins aldrinum, þroskaárunum, sem menn skoða venjulegan. Þarna er snert við kjarna málsins, að um þroskastig er að ræða, og hugar- farið er mismunandi eftir því á hvaða stigi er staðið. Ef menn æfa sig í því, að líta á alla hegðun og þroska mann- kyns og þjóða, eins og um sé að ræða stigbreytingar á þroskabraut- inni, þá hverfa takmörk þjóð- flokka og þjóða, jafnvel skilgrein- ing á því sem norrænt er eða aust- urlenzkt, menn sjá að eins mis- munandi þroskastig hins eina mannkyns. Hópur manna, sem er samstæð- ur vegna tungu eða landamæra ber sama svip 0g ákveðið stig mann- kynsþroskans. Þjóðir sem einstaklingar bers ákveðinn blæ af ýmsum þroska- stigum, sem verða rakin saman, óvíst hve mikill raunveruleiki liggur á bak við, en einhver hlýt- ur hann að vera. Sumar þjóðir, sem eiga gamla menningu, bera svip af einhverju gömlu, sem aldrei hefir náð fullum .þroska, eins og visið korn. Aðrar vaskar þjóðir bera unglingssvip, eru á hinu ör- lagaríka vaxtarskeiði öfgafullar, óstýrilátar, með óeydda krafta og sjálfsmorðs óra, ofstopa sam- fara náungans kærleika, öll ein- kenni unglingsáranna, gelgju- skeiðsins, tímabilsins milli æsku og þroska. í nýnumdum löndum eru önnur merkileg svipbrigði ungæðisára, annað stig, sem bæði er með æskusvip og þó með festu. Þar eru stór þjóðfélög í æsku- blóma örugg og bjartsýn, með lifs- fjöri sem nýtur sín, ekki laus við drembilæti, en stefnan og sjálfs- traustið er í bezta lagi. Hver þjóð hefir sitt tilbrigði í svip, er á vissu þroskastigi, sem kemur í ljós við samanburð á öðrum.” Hér eru tilfærðar nokkrar setn- ingar úr “Aandens Stadier”, laus- leg bráðabirgða tilraun, til þess að heimfæra þroskastigin á þjóð- félögin. Einkennin koma, eins og menn sjá, heim við Frakkland, Rússland 0g Ameríku. Rannsókn- inni verður að halda áfram. Enginn vafi er á því, að alt sem fréttist frá Rússlandi, skilst með því að gera sér grein fyrir þroska stiginu. Þá er hægt að skilja það sem þar hefir gerst og varð að gerast. Það er hið rússneska stig, hið rússneska hugarfar. Svipbrigði þroskastigs þjóðanna fara sumpart eftir menningarstigi almenningsins, sumpart eftir viss- um einkennum, svo sem hvernig stjórn landsins er, hvað þjóðin segir; og alt er þetta óákveðið og óstöðugt. Ekkert er eins hvarfl andi eins og einkenni þjóða, og þó komast menn að þeirri niður- stöðu, að þjóðir eru með skýrum einkennum, hver annari frábrugðn- ar. — Það virðist hæpið, að einkenna hið rússneska hugarfar með einn orði, ákveða stig þess, gelgju- stigið. Staðhæfing, þó orðið sé teygjanlegt. Þar getur margt komið til greina. Er í raun og veru rannsóknarefni út af fyrir sig, að greina sundur alt það, sem er uppi á teningnum á gelgjuskeiðinu milli unglings- og fullorðinsára. Ein- mitt frá Rússlandi koma einkenni þessara ára, óútreiknanleg, óá- kveðin, hugsjónir, sem kvorki koma heim við bernsku eða full- orðinsár, og eiga hvergi heima í nútíð, einkenni truflaðra, æðis- genginna, sem getur orðið að geð- bilun, sturlun, og eru þau senni- lega líkamlega sprottin af ein- hverri óreglu á efnaskiftum lík- amans. Sérstök einkenni eða sálarástand rússneskra rithöfunda var alkunn- ugt öldina sem leið, og sva er enn — gelgjuskeið, enn í dag. Nú á dögum munu menn líta svo á, sem heildin sé margbrotnari en áður, en sálfræðileg sundurgrein- ing er óþörf, heildarmyndin er skýr, og kemur heim við ungling- ana, sem eru á aldri kynþroskans, gelgjuskeiðinu, erfiður aldur, þeg- ar gróska er í öllu, alt á ringul reið, hlægilegt aldursskeið, og sorglegt um leið, sjálfsmorða-ald- urinn mætti kalla hann, vandræða- aldur og efnisríkur, óheilbrigður og þó lífsnauðsynlegur, millistig, með byltingahneigð og æsingum. Það einkennilega er, að sumii* fullorðnir halda áfram að standa á þessu stigi. Þroskinn stöðvast þarna, og mönnum þeim fer ekkert fram, það sem eftir er æíinnar, Ef það eru nægilega margir með- al einhverrar þjóðar, sem hafa lent í þessu þroskastrandi, þá má búast við því, að þjóðareinkennin fái þann blæ. Alt mannkyn hefir eitt sinn ver- ið á þessu stigi þroskans, unglings- árum, gelgjuskeiði, er sett hefir svip sinn á sögu þeirra ára, óróa, útþrá, dreifing, orku, ofurkapp og eyðslu, hrottaskap og yfirtaks (Framh. á 8. bls.)i (

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.