Lögberg


Lögberg - 26.02.1931, Qupperneq 3

Lögberg - 26.02.1931, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚ.AR 1931. Rls. 3. SOLSKIN Fyrir börn og unglinga LITLA STJARNA. (Eftir Jane Taylor.) Skæra stjarna, skín þú bert, skil ég ekki hvað þú ert, uppi’ á lofti lengra’ en ský líkt og gimsteinn himnum í. Þegar sólin sofnar þreytt, sést ei lengur skína’ á neitt, leiftrar þú svo Ijúft o!g rótt, lýsir mönnum alla nótt. Ferðamenn, ef myrkur er, margir þakka ljós frá þér, löng þeim fyndist leiðin sín lýstir þú ei, stjarnan mín. Gegnum rúðu á glugganum gæ'gist þú frá himninum, aldrei fölnar fegurð þín fyr en blessuð sólin skín. Af því Ieiftrin ljúfu þín lýsa mðnnum, stjarnan mín, bið ég þess að þarna sért, þó ég viti’ ei hvað þú ert. —Sig. Júl. Jóhannesson. Sorair ekkjminiear Eftir Olfert Ricard. Þeim hafði orðið sundurorða um morgun- inn; og helzt ætti slíkt aldrei að koma fyrir. Þalð giæiti orðið 'síðasta isamtalið. Og þó að sjálfsagt sé mest undir því komið, hvernig samhúðin hefir verið í heild sinni, en ekki undir seinustu orðunum, sem af hendingu kunna að hrjóta manni af munni, þá vevður þeirra þó minst og þau geta truflað endur- minningarnar um langt skeið. Eg held að það hafi verið treyja, eða eitt- hvað þessháttar, sem þau urðu ósátt út af. Hún hafði lofað að ]>vo hana og bæta fvrir hann, en hún hafði gleymt því, svo að treyjan var ekki tilbúin, — uppáhaldstreyjan. En það lá ýmislegt annað á bak við, eins og vant er, þegar fólk, sem vænt ]>ykir hvoru um annað, fer að rífast út af smámunum. Það er ekki ætíð holt, að vera lengi sam- vistum á gömlu heimili. Allir lilutir komast í svo sjálfsagðár skorður. Móðurinni finst hún ávalt hafa einhver tilefni til að siða og setja út á gerðir sonarins. Og sonurinn vill ekki láta fara með sig’ eins og barn, honum er far- ið að finnast þröngt um sig heima og útþráin vaknar. Og svo þetta sífelda nudd: Ætlarðu nú enn að fara út ? Getur þú nú ekki verið heima í kvöld! En það verður að taka það fram, að þeim þótti innilega vænt hvoru um annað. Móðir- in vildi alt fyrir drenginn sinn gera, og son- urinn dýrkaði móður sína. Hann var eina stoð- in hennar, eftir að maðurinn dó, og hafði skil- ið það strax, þótt ungur væri, að nú varð hann að vera bóndinn í húsinu og hjálpa henni mömmu sinni. Og hún hafði ekki aðra að lifa fyrir en hann, og hann var eins og spegilmynd af föðurnum. En ástin var farin að verða honum til ama, og hún vildi ekki láta nokkurn eiga ást hans með sér. Enga stúlku og engan draum eða fyrirætlun. Um eitt skeið hafði hann lagt mikla stund á að veiða fugla í snörur. Þá hafði hún sagt, að hann hugsaði meira um fuglana, en hana mömmu sína; og öðru sinni hafði hann verið á refaveiðum frá morgni til kvölds. Þá hafði hún sagt, að nú gleymdi hann alveg henni möimmu sinni, fyrir þessum veiði- áhuga. Svo liafði hann stungið upp á því, að fara til útlanda. f Egyptalandi var auðvelt að græða fé: Að hann skyldi hafa geð í sér til þess að fara frá henni mömmu sinni. Þá var nú þetta með hana Júdit, sem hann var alt af að hugsa um. Það liggur ekkert á. Þau eiga heldur ekkert til, og þér líður miklu betur hjá lienni mömmu þinni, heldur eu ef þú færir að gifta þig. Og síðasta uppátækið var þó verst af því öllu saman, — að hann vildi gerast heilagur. Hann vildi skilja við víngarðinn sinn og ak- urinn og setjast að á eyðimörkinni og betla á þjóðbrautum, — hann sonur hennar. Og ljúka æfi sinni í fangelsi, eins og hann Jóhannes, sem mest hafði verið talað um, um eitt skeil. Ja, þvílík heimska. Eg á svo að sitja hér heima einsömul og get aldrei vitað, hvar þú ert nið- ur kominn. Þú þykist ætla að heimsækja mig stöku sinnum? Þú mundir gera slag í því. Og hver á svo að sjá um búið? Eg yrði þá að fá einhvern vandalausan mann til þess, — eg, sem sjálf á fullorðinn son. Eg get orðið fokvond í hvert sinn, sem mér kemur hann í hug, þessi nýi spámaður frá Nazaret, því að það er hann, sem búinn er að rugla þig. Þú segist aldreí hafa talað við hann? Nei, — ])ú hefðir þá lík- lega fengið þig full-saddan. En þú segist hafa heyrt talað um öll þessi undur og ósköp, sem hann afrekar. En eg vil nú fyrst sjá eitthvað af því sjálf, áður en eg trúi nokkru af því, sem sagt er. Æ, Janni minn, Janni minn, lofaðu mér því, að elta aldrei þennan mann. Kenni- menniniir okkar segtja, að hann >sé fals-spá- maður, sem taúi til sín unglingana. Eg trúi því ekki á ])ig', að þú viljir hryggja hana móð- ur þína með þessu. Eg skal aldrei hryggja þig, mamma mín, og svo liafði þetta samtal endað með kossum og faðmlögum. En raunar hafði hann engu lofað. og æfintýrið freistaði hans, og í sál hans bjó óljós þrá eftir frelsi og framkvæmdum og eftir því, að komast nair Guði. Þennan morgnn hafði hann ekki snúið sér við og veifað til hennar, eins og hann var van- ur, þó hann langaði til þess. En honum fanst hann vera móðgaður og hann ætlaði að sýna það. Hún stóð í dyrunum og horfði á eftir honum, eins og hún var vön, — þó að hún væri raunar reið. Er líka nokkurt vit í því, að setja alt á annan endann út af einni treyju? Eins og hann væri ekki altaf bezt búinn ag öllum pilt- unum í bænum. Og svo að kveðja ekki einu sinni. En þegar elið á daginn, g’leymdist þetta Hún hafði tilbúna handa honum treyjuna, og hunangsköku, sem hún vissi að var uppáhald hans, átti hann að fá að borða, þegar hann kæmi heim. Já, það var nú satt, sem hann sagði, treyjan var sannarlega snotur. — Hún ætlaði líka að bjóða Júdit og foreldrum henn- ar að koma yfir um. Ef þetta átti að verða, |)á varð ekki hjá því komist, — og ekki gat hún þá Iieldur búist við, að liafa hanu ávalt nær sér. Og svo ætlaði hún aldrei að rífast við hann oftar. Aldrei leiddi það af sér annað en leiðindi. Bara að hann færi nú að koma heim. Hún var alt af öðru hvoru að skvgnast eftir honum og vissi þó, að enn gat ekki verið von á honum. En hann kom heim, löngu áður en hún bjóst við. Elsku drengurinn,—bann kemur þá svona snemma héim til að sýna, að við erum vinir. En liann kom ekki heim þess vegna. Hann gekk líka óeðlilega liægt og tók ekkert eftir reyknum úr reykháfnum, sem sýndi, að eftir honum var beðið. Hann mælti, með einkennilega þreytulegri rödd: “Friður sé með þér, mamma”, og sett- ist í leg«ubekkinn, kvartaði yfir verkjum í höfðinu og hryggnum og óþolandi hita. Þetta er ekkert alvarlegt. Þú borðaðir ekkert í morgun áður en ])ii fórst að heiman, en líttu nú á það, sem bíður þín hér: geitaket og rúsínur, það veit ég að ])ér fellur vel, ný- mjólkuð mjólk, — og líttu á, hérna er hun- angskaka. Borðaðu nú vel, og sannaðu til, að þú hressist. En hann smakkaði ekki matinn. Henni varð órótt og hún fann, að honum var ákaflega heitt á liöfðinu. Margir höfðu dáið í þorpinu undanfarið. Hann sonur hennar skvldi þó aldrei vera orð- inn sjúkur af drepsóttinni! En það var ekki um að villast. Hún hafði séð, hvernig sóttin liafði lýst sér á öðrum. Og það var einmitt með þessum hætti. En nú hóf vesalings konan vonlausa bar- áttu við hinn ósýnilega óvin. Móðurástin neytti allrar orku, vits og alúðar. En óvin- urinn var sterkari. Hún vildi ekki sleppa drengnum sínum. Hún sauð alls konar lækn- andi jurtir, og notaði öll smyrslin, sem hún þekti. Hún hét á Guð, að fórna beztu kvíg- unni sinni og selja lielminginn af jörðinni og gefa andvirðið í musterisgjöf, ef henni veitt- ist sú miskunn, að halda drengnum sínum, — einkasyninum. Hún þerraði svitann af enni hans og kvsti hann hvað eftir annað. En hann lá hljóður og horfði á hana stöðugt, — það var eius og hanu sæi eitthvað langt, langt' í burtu, og andardrátturinn var svo snöggur. Hann fékk óráð. Hann var á ferð í eyðimörk- inni og nefndi sama nafnið hvað eftir annað,— en það var ekki nafnið hennar. Jesiis frá Nazaret. Spámaðurin frá Galíleú. Eins og hann ætti hann, en hún ekki. Janni, Janni minn. Þekkir þú mig ekki? Öðru livoru var eins og hún gæti sótt hann inn í draumalandið, en hann féll jafnjótt í mókið og óráðið, og hélt áfram að tala um Jósva og Rabbi. Nágrannakonan kom. Hún liafði hevrt getið um, að hinn nýi spámaður væri staddur í Kapernaum og hefði hjálpað svo mörgum. Júdit hennar langaði til að skreppa til lians og tala við hann. Skeð gæti, að hann gæti eitthvað hjálpað. Hún varð alveg forviða á því, hvað móðirin tók það illa upp. Þið dirfist ekki að gera það. Eg vil ekki sjá hann í mínum húsum. Það liefði líka verið um seinan. Um kvöld- ið dó pilturinn. Seinustu sólargeislarnir, sem gægðust inn um gluggann, léku sér einmitt á mislitri treyju, sem liékk á stólbaki í stofuuui, og á rúsínukökunni á borðinu, sem flugurnar voru að gæða sér á. Ekkjan átti fult í fangi með að verja andlit drengsins fyrir ásókn þeirra. Eldinn lét hún devja í hlóðunum. Hann hafði sagt, að liann skvldi aldrei hryggja hana. Þetta var í fyrsta skifti, sem hann hafði hrvgt hana, og hann gat sjálfur ekkert að því gert. Mennirnir komu strax daginn eftir með börur, til þess að bera hann burtu. Hún sá andlit hans í hinsta sinn. Það var þegar orð- ið óþekkjanlegt og hún breiddi vfir það sveita- dúkinn. Húsagarðurinn og stofurnar voru fullar af nág önnum og kunningjum, sem vorrr að reyna að hugga ekkjuna og fylgdu henni til grafarinnar. Allir þorpsbúarnir voru þama á feili, því að öllum hafði ]>ótt vænt um pilt- inn, fagra og góða, — sem ætíð hafði verið svo ljúfur við hana mömmu sína. Gömlu mennirnir, senr höfðu þekt föður hans, undr- uðust það, að þeir skyldu lifa Janna, og mæð umar, sem .sjálfar áttu drengi á lífi, hugsuðu til ]>ess, hvernig þeim mundi nú vera innan- brjósts, ef þetta hefði nú verið drengurinn þeirra. Félagarnir hans, Sem seinast höfðu séð liann daginn áður, áttu bágt með að átta sig á því, að það gæti verið hann Janni, sem lá þarna undir líndúknum. Og Júdit gekk eins og í leiðslu, en vinstúlkurnar liennar, sem áð- ur hefðu fegnar viljað vera í hennar sporum, keptust um að láti í ljós h.jartanlega hluttekn ing sína. En ekkjan staulaðist á eftir kistunni og andlit hennar var sem steingerfingur. Og öðiu hvoru kallaði hún upp: Janni, Janni. En Janni svaraði ekki. Líkfylgdin nam staðar við borgarhliðið. Dlítill hópur karla og kvenna maúti þeim. Það var hinn margumræddi. spámaður, sem nú var að koma til Nain. Meistari, höfðu vinir hans sagt við hann. í Nain trúir enginn á þig. En hann hafði einmitt viljað fara til Nain þennan morgun, og hann vissi ekki sjálfur livers vegna, — ekki fyr en nú. Því að nú, þegar liann sá alla þessa sorg, og heyrði að það væri ungur efnismaður,' sem dáinn væri, og einkum þegar hann sá hina sárhryggu móður, þá mundi liann eftir móður sinni, sem hann hafði ekki séð um langt skeið. Og þá fór hann að tala við Guð, með sjálfum sér og fann að krafturinn færðist vfir hann og að faðiir hans á himnum mundi ætla að gefa honum mikla gjöf. Morguninn var svo fagur. og hressandi og hann kendi sjálfur gleði æsk- unnar og lífsins, og hann tók sárt til þess, að láta þennan unga fsraelíta hverfa frá æsku- gleðinni og verða dauðanum að bráð. Því að sannarlega er það fagurt, að lifa á Guðs fögru jörðu. Hann fvltist hjartanlegri hluttekn- ingu. Ekkjan þekti hann ekki og vissi ekki hvern- ig á því stóð, að líkfylgdin nam þarna staðar. Hún hélt, að burðarmennirnir væru orðnir þreyttir og væru að hvíla sig. Og þá heyrði hún vingjarnlega rödd, sem sagði: Grát þú ekki. Hún lei-t undarndi upp, því að hreimur- inn í þessari rödd var alt öðru vísi, en hún hafði áður lieyrt. Röddin var bæði þýð, en þó mvndug. Hver gat hann verið, þessi maður? Hann var kominn að líkbörunum og snerti þær. Alt fólkið hélt niðri í sér andanum og horfði á hann. Svo heyrði það hann segja við framliðna manninn: Ungi maður, eg segi þér, statt þú upp! Þeir, sem sáu þenna atburð, gleymdu hon- um aldrei. Pilturinn fletti af sér dúknum reis upp viðg olnboga og starði á ókunna manninn, undrandi með hálf-opinn munninn. Og þó hann hefði aldrei séð hann áður, vissi liann samstundis hver hann var. Það er Jesús, sagði hann. Eg hélt að ég væri dauður, en þá kallaðir þú á mig. Það sem eg man síðast eftir mér var það(jað móð- ir mín liélt í hendina á mér, sólin var að ganga til viðar, — en síðan man ég ekkert, og nú er sólin hátt á lofti, en eg veit ekki hvar eg hefi verið í nótt. En hvað loftið er tært og hress- andi og skógurinn fagur. Heyrið, hvað fugl- arnir syngja dá'tt. Eg finn, að eg er orðinn alfrískur aftur. Herra, má ég nú vera með þér altaf héðanaf og vera lærisveinn þinn? Eg skal lofa þér því, að vera ástundunarsamur. Móðir hans stóð hjá þeim og henni fánst hún verða svo lítil. Um hana hugsaði hann ekkert, og um engan annan en ókunna mann- inn. En ef til vill átti hún hann ekki lengur. Hún hafði að vísu gefið honum lífið, þegar hann fæddist, en að þessu sinni hafði spámað- urinn gefið honum það. Og hún vildi líka vera glöð, engu að síður, ef hann að eins fengi að lifa. Því að þessi kennari hlaut að vera góður maður, — og öðru hvoru mundi drengurinn eflaust minnast hennar mömmu sinnar og ef til vill heimsækja hana. En meistarinn hugsaði á annan veg. Það er enginn til að vera möð henni mömmu þinni, ef þú ert með mér. Þú átt því að vera kyrr hjá henni. Menn geta verið lærisveinar mín- ir á margan hátt. Sumir verða að segja skil- ið við alt, sém þeirn er kært, og fylgja mér. Það gera þessir menn, Sem þú sérð hér með mér. Aðrir fylgja mér um stundarsakir og hjálpa mér á ýmsa lund, eins og þessar konur, — en hverfa svo heim aftur til búa sinna. Og eg á líka vini, sem kyrru halda fvrir heima hjá sér og stunda störf sín, en eru þó lærisvein- ar mínir. Þeir gera vilja föður míns, sem er á himnum og eg er alt af velkominn, þegar eg þið þá um' gistingu. Þú átt að verða einri slíkra vina minna. Þannig gaf hann ekkjunni son sinn aftur. DR. B. J. BRANDSON 21ti-.i2u M'tlua I Arts Bldp. Cor Clrahani og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—I Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. 0. BJORNSON 216-220 Medlcttl Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: í—3 Heimfll: 764 Vlctor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitsba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili. 5 ST. JAMES PHACE Winnipep, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldc Cor. Graham og Kennedy Ste PHONR 21 834 Stundar augna. eyrna nef og kverka sjökdóma.—Er a8 MOta kl. 10-12 f. h. o(C 2-5 e. h Heimili: 3?3 Iliver A ve. Tala.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta BMg. Stundar sérstaklepa kvenna og barna ajúkdöma. Er a8 hltta fri kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 Vletor St. Slmi: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON stunrlar Uekninrjar og vfiraetur Ttl viBtals kl. 11 f. h. til 4 a h. og frft 6—8 a8 kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SlMl: 30 877 HAFIÐ PfiTt HARA FFirHHr ef ovo, finni8 DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET Bl.OCK, WINNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar. 406 TORONTO OKNERAI. TRl'ST BUILiDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WTNNIPEO DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 602 Medical Arts Bldg. Sími 28 840. Heimilis 46 054 Dr. Ragnar £. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysl Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. Dr. A. V. Johnson tslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrseBingur Skrifetofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave P. O. Box 1656 9HONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson tslenzklr lögfrœBlngar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 96* Peir hat'a einnig skrifstofur a.B Lundar, Rlverton, Gimli og Piney, og eru bar aö hltta á eftirfylgjsndi timum: Lundar: Fyrsta mi8 vikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimll: Fyrsta míBvikudag, Plney: priSja föstudag 1 hverjum mftnuBl. J. T. Thorson, K.C. fslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Phone: 24 471 G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. I.ogfra-Öingur Skrifstofa: 702 Confederatlon Llfe Building. Main sb gegnt City Hal* PHONE: 24 587 Residence Office Phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. Islenzkur lögfræðingur 869 Paris Bldg., Winnipeg .1..]. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNTl’EO Faatelgnasalar. Lelgja hús vega peningalftn og eldnftbyrgð af öUu tagi. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEO Annast um fasteignir manna. Tekur að sér a8 ftvazta sparlfé fölks. Selur eldsftbyrgS og l>lf- reiöa ábyrgSir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraf. sains’.undis. cHcrifstofusimi'. 24 263 Heimasí-mi: 33 328 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WTNNIPEG G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 V'.etals tlml klukkan 8 tll 9 a8 morgninum. ALL.AR TEOUNWR FIjUTNINOAI Hvenær, sem þér þurfið að 16ta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Sími: 24 600 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur ltkkístur og annaet um út- fartr. Allur útbönaður s& beztl Bnnfremur selur hann allekonar minnlsvarSa og legsteina. tikrifatofu talaími: 86 607 BeirmiUs talsimi: 68 802 Svo lifðu þau hamingjusömu lífi til æfi- loka, eins og sagt er í æfintýrunum. Hann varð sannur og góður kristinn maður. Það má marka af því, að Jesús áleit hann verðan þess, að gefa honum lífið í annað sinn, — og það fvrsta sem hann sá, þegar hann vaknaði til lífsins í annað sinn. á þessari jörð, var ásjóna Jesú. Gat hann gleymt því, að lífið var gjöf frá Guði, og að því átti að lifa honum til dýrðar? Hann varð til þess síðar, að veita henni móður sinni gömlu nábjargirnar. En hann gat gert það í Jesú nafrii, og þess vegna fylgdi dauðanum enginn sársauki. Aldrei varð þeim sundurorða framar. Og þeim fanst, að ekki gæti þorpið þeirra heitið betur viðeigandi nafni, því að Nain þýðir: yndislegur staður. En þegar félögum hans varð það á, að spyrja hann: Ileyður, Janni, hvernig var það að deyja? ]m hlevpti hann brúnum og borfði hugsandi fram undan sér, en brosti síðan og svaraði: Eg get ekkert um það munað. En dauður var ég, og Jesús vakti mig til lífsins aftur. Honum ættuð þið líka að fvlgja. Lausleg þýðing eftir Th. Arnason. eimilisl að ið. I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.