Lögberg - 26.02.1931, Síða 4

Lögberg - 26.02.1931, Síða 4
Bls. 4. LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1931. ^ogberg Gefið út hvern fimtudag af TIIE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. W'innipeg, Manitoba. Talsimar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., P>ox ji 72 Winnipeg, Man. I 'tanáskrift ritstjórans: F.ditnr Ligber", l’-<>x P72. Winnipeg, Man. Lcró $3.00 mn árii). Borgist fynrfram. The “Löpberg” is printed and published by The Columbia Press. Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Viðsjárverð átefna 1 síðustu sambandskosningum sló afturhalds- liðið na-sta óspart :i þá strengi, að hagsmunir canadisku þjóðarinna æ;tu að ganga á undan öllu öðru; ’oetta lét, eins og vænta mátti, vel í evra, 02 reyndist, að minsta kosti í svipinn, næsta signrsæl kosningabeita; þó verður ekki annað sóð en að með þessu hafi lagður verið grundvöllur, sennilega óviljandi þó, að viðsjár- verðri stefnu hér í landi, síngimis eða upplausn- ar stefnu, er það virðist helzt hafa að markmiði, að kljúfa í ag'iiir 11 ið canadiska þjóðfélag; fylk- in renna í köpj> hvert við annað, hóta jafnvel að segja sig úr sambandinu, nema því aðeins, að ]>au verði einhverra ákveðinna for.éttinda aðnjótandi; hvert þrirra um sig, þvkist eiga lnimting á því að ganga á undan; mest Virðist þetta þó ráberandi í Strandfylkjunum, sem og sumsía’ðar í Siéttufylkjunum vestlægu, eða einkum og sérílagi í Saskatchewan. Nægir í þessu efni að vitna til hinna ýmsu funda, er haldnir v’oru víðsvegar um það fylki, í síðast- liðnum desembermánuði, þar sem ýmsir úr hópi bænda tjáðust þess fýsandi, að Saskatchewan segði sig úr lögum við fylkjasambandið nema því aðeins, að sambandsstjórnin gengi skilyrðis- laust að öllum kröfum þeirra um ákveðið lá- marksverð hveiti.s, ásamt ýmsum öðrum hlunn- indum framleiðslu }>eirra viðvíkjandi og sölu hennar. Það er síður en svo, að dregúð skuli að nokkru leyti úr þeim hinum margvíslegu örðugleikum, sem bamdumir í Saskatchewan horfast um þess- ar mundir í áugu við , sem og reyndar stéttar- bræður jieirra svo \ríða annars staðar líka; hitt vriiðist oss samt sem áður næsta vafasamt, hvað vinast mvndi á, þó til samandslita kæmi, sem undir engum kringumstæðum mun þurfa að gera ráð fyrir. En Saskatchewan-bændurnir eru engan veginn einu canadisku mennirnir, er telja sig orðið hafa útundan; svipuð hugarfars- afstaða kom alveg nýlega fram í blaðinu Sidney (Cape Breton)Record. Er þar meðal annars komist þannig að orði: “Fram að þessu hefir það tekist furðanlega, að dylja hið ömurlega ástand, er við hefir geng- ist undanfarandi hér um slóðir, viðvíkjandi kola- framleiðslunni og stáliðnaðinum; hvað slíkt tekst lengi, er annað mál. En fari svo, að sendi- nefnd vor komi tómhent til baka frá Ottawa, og að stjórnin ekki vakni til fylztu meðvitundar um skvldu sína innan tiltölulega skamms tíma, mun 'það harla vafasamt, hvort ástandinu, eins og því nú er farið, verður lengur tekið með þakklátri íþögn; og þegar að þvú kemur, að fólk vort rumskist, verður þess sennilega ekki langt að 'bíða, að fvrir alvöru kvikni í kestinum; verður þá út um það gert, hvort þjóðin öll fái notið óhindraðra tækifæra til jafns og eðlilegs þroska, eða hvort Strandfylkjunum eigi að verða fórnað á altari þeirrar miskunnarlausu græðgi, sem grafið virðist hafa .svo djúpt um sig í Mið- fylkjunum, Ontario og Quebec.” Ofanskráð ummæli eru það ákveðin að þau þarfnast í rauninni ekki frekari skýringa; að þau hafi fundið bergmál hér og þar í Vestur- fylkjunum líka, verþur heldur ekki um deilt, Þessi óheillavænlega stefna, upplausnar- stefnan, eða hvað svo helzt sem ætti að kalla hana, verður því miður hvergi nærri auðveld- lega aðskilin frá stjórnmálastefnu Mr. Benn- etts; er þar eitthvað .sameiginlegt, umfram það, sem æskilegt er. Ef til þess kæmi, sem vonandi verður ekki, að þessi hótunar, eða hefnistefna yrði ofan á, myndi slíkt óhjákvæmilega hafa í för með sér fjárhagslega örðugleika, margfalt umfangs- meiri og skaðlegri þeim, er þjóðin nú horfist í augu vTið. Því í dauðanum ætti hin canadiska þjóð að ljá því flónskulega lierópi eyra, að for- réttindi einstakra fylkja, gæti orðið þjóðinni allri í hag. Þjóðin er ein, og hún á að vera sam- stilt og ein; að eitt fylki fái hagnast á kostnað annars, nær vitanlega ekki nokkurri átt; þeim hefir öllum ávmlt verið gert jafnt undir höfði, og frá þeirri meginreglu verður að sjálfsögðu aldrei hvikað, hvernig sem málum skipast til. Ekkert fylki, enginn landshluti, getur notið sín til hlítar, nema því aðeins, að öll fvlkin og allir landshlutar, vinni í sátt og samlvndi að sameiginlegum velferðarmálum. “Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar sem þér í fylking standið: Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á landið. ” Gull reynist í eldi, en geðprýði í mótlæti, seg- ir máltækið gamla og góða. Þegar fellibyljir andstreymis og örðugleika láta greipar sópa um löndin, kemur það skýrast í Ijós, hve haldgóðar, eða veikbygðar voru læturnar að skilningstré fólksins; rí.si hver hendin upp á móti annari, þá er eitthvað á móti blæs, þarf tæpast við góðu að búast; því einmitt þá, frekar en nokkru sinni endranær, er þörf á samstiltum átökum og styik- um taugum. Því aðeins getur canadiska ])jóðin orðið það, sem hún á að verða, voldug forustuþjóð, að rígn- um milli hinna einstöku fylkja, verði sem fyrst sökt á fertugu dýpi; án þe.ss verður sannur og heilbrigður þjóðarþroski með öllu óhugsanlegur. Þarft nýmœli Með þáð fyrir augum, að ráða bót á, þó ekki vari nema að einhverju leyti, vandkvæðum þeim, sem fiskimenn Manitoba fylkis eiga við að st: íða um þessar mundir, hefir Bracken-stjórnin skip- að fasta nefnd (Fisheries Board), þessum þýð- ingarmikla atvinnuvegi viðvíkjandi; hlýtur þetta að verða Islendingum öllum hér í fylkinu hið mesta fagnaðartfni, þar sem ljóst er, að mik- ill meiii hluti þeirra, er fiskiveiðar stunda innan vébanda fylkisins, telst til hins íslenzka þjóðar- brots. Nefnd sú, er hér um ræðir, er skipuð fimm mönnum; sæti í henni eiga W. J. Lindal, lög-' fræðingur, (formaður); W. H. Climie, forstjóri Guest íiskiverzlunar irmar hér í bænum; pró- fessor R. A. \Vrardle, kennari í lífeðlisfræði við háskóla Manitoba fylkis; Guðmundur Fjelsted, fyrrum þingmaður Gijnli kjördæmis og Sigurður Sigurðsson, útgerðaimaður í Mikley. Að því er oss skilst, verður starfssvið þess- arar nýju fiskiveiða nefndar, að miklu leyti bundið við fjögur eftirgreind atriði, þó vel megi vera, að sta.fsvið hennar kunni að værða nokkru rýmra eftir breyttu viðhorfi. 1. Að semja reglur fyrir fiskiveika iðnað- inn, viðvíkjandi væiðitíma og lokun veiða; .stauð möskva, ásamt opnun og lokun veiðivatna, sem og rcglur um v'oiðimagn, veiðileyfa fjölda, og þar fi am eftir götunum. 2. Að taka hverjar þær ráðstafanir, er nauðsynlegar kunna að þykja fiskiveiðunum til eflingar, sem og til verndunar hinumýmsu fiski- tegundum í veiðivötnum þessa fylkis. 3. Að beita sér af alefli fyrir úriausn þéirra vandamála á sviði fiskiveiðanna, er nú eru á dagskrá, og .sem á dagskrá kunna að koma þá og þegar, er stundir líða. 4. Að stuðla eftir föngum að aukinni neyzlu fiskmetis innan takmarka fylkisins. Nefndin hefir þegar haldið nokkra fundi og tekið ým,s mikilvæg mál til meðferðar, þótt merk- ast sé og þýðingarmest fyrir liag fiskimanna þessa fylkis, málið um aðflutningsbannið á canadiskum birtingi (Tullibees) suður vfir landamærin og tilslakanir þar að lútandi, ef fá- anlegar kvnnu að verða. Bandaríkjastjórn hefir um nokkurra ára skeið, krafist þess, að canadiskur birtingur yrði vandlega skoðaður með tilliti til orma, er í hon- um kynnu að felast; og í því falli að slíks kvnni að værða vart, lítur stjómin svo á, að aðflutn- ingsbann sé óhjákvæmilegt. Það er nú í sjálfu sér engin ný bóla, þótt ná- kvæmt stjórnareftirlit sé um hönd haft með fæðutegundum; er slíkt og í eðli sínu hið mesta nauðsynjamál. Að fordæma Bandaríkjastjórn fyrir það, að hún vTiðIiafi strangt eftirlit með því, hværs fólk hennar neytir, gavti ekki skoðast annað en hin beizkasta fjarstæða. Og í því falli, að um óbilgirni væri að ræða, sem tæpa.st mun þurfa að gera ráð fvrir, yrði lempnin að sjálf- sögðu eini leiðréttingar vegurinn. Ekki verður um það deilt, að þessar nýju hömlur á sölu birtings suður yfir landamærin, hljóti að koma hart niður á fiskimönnum vorum, sem og fiski-iðnaðinum í heild. Flestum kemur saman um það, að sú tegund birtings, sem veidd er í vötnum þessa fylkis, sé frá heilbrigðislegu sjónarmiði, lítið sem ekkert brevtt frá því, sem hún var, fyrir fjörutíu til fimtíu árum. Þessi fiskitegund, eins og reyndar flestar, ef ekki allar aðrar fiskitegundir, hefir ávalt haft nokkuð af ormum; þó er fiskurinn öldungis óskaðnæmur, sé hann réttilega meðfar- inn og nægilega soðinn. Xefndin hefir þegar gert allar hugsanlegar ráðstafanir í þá átt, að fá að einhverju levti slakað til á banninu; hún hefir bæði leit'að álits sambandsstjórnarinnar, sem og hjá þeim, er við fiskiframleiðslu og fiskisölu fást; henni liefir réttilega skilist, að hér sé urn að ræða viðskifta- reglu þjóða á milli, og að þarafleiðandi sé ]>að aðallega á vahli sambandsstjórnarinnar, að beita sér fyrir framkvæmdir út á við. Einstök fyiki gera ekki utanríkissamningja; slíkt gerir aðeins sambandsstjórnin ein. Þann 11. þessa mánaðar, sendi fylkisstjóm- in, samkvæmt uppástungu hinnar nýju fiski- veiðanefndar, eftirgreinda þrjá menn á fund Ottavva-stjórnar í sambandi við þetta mál: Pró- fessor R. A. Wardle; F. G. Shears, (Armstrong- Gimli Fisheries) og J. H. Stitt, núverandi sam- bandsþingmann fyrir Selkirk kjördæmið. Sendi- nefnd þessi er nú nýkomin að austan, og þó vér höfnm enn eigi við hendina fullkomnar fregnir af slarfi hennar eystra, þá getum vér fullyrt, að erindi hennar var tekið hið bezta af hálfu sam- bandsstjórnarinnar. Tvent er það enn í starfi nefndarinliar, sem vert er, að fyllilega sé tekið til greina; sem sé krafa hennar um það, að bannið vrerði þannig takmarkað nú þegar, eða við allra fyrstu lientug- leika, að senda megi birting suður yfir landa- mærin, eftir að sannast hefir við skoðun, að hann hafi eigi í sér yfir ákveðinn hundraðshluta þeirrar ormaveiki, sem geit hefir verið þetta mikla veður út af, sem og það, að lilutast til um að amerískur sérfra^ðingur skuli búsettur vrerða í Wínnipeg til þess að skoða fiskinn hér á staðn- um, og kveða á um hvað sé hæf markaðsvara og hvað ekki. Með slíku ætti að mega fyrirbyggja það, að “óhæfur” fiskur yrði sendur suður, og síðan gerður afturreka, Formaður hinnar nýju fiskinefndar, hefir látið þess getið við oss, að nefndinni mvndi ljúft, að láta fi.skimönnum upplýsingar í té í sambandi við þær ákvarðanir, er smátt og smátt kvnnu að vera gerðar, sé þess æskt, sem og að veita viðtöku uppástungum frá fiskimönnum sjálfum, og íhuga þær eftir föngum. F j árlagaf rum varp Mr. Brackens Forsætisráðgjafi' Manitobafylkis, Hon. John rBracken, sem jafnframt gegnir fjármálaráð- gjafa embætti, lagði fram fjárlagafrumvmrp •sitt í fylkisþinginu fyrir yfirstandandi ár, rétt fyrir síðustu helgi; höfðu ýmsir borið fvrir því kvíðboga, að sökum hins harða árferðis, mundi nokkur tekjuhalli verða á fjárlögunurn að þessu sinni; þó hefir betur ráðist úr, en á horfðist, því svo má heita, að tekjur og út gjöld standist á; má það óneitanlega kallast vel að verið, }>á tekið er tillit til allra á.stæðna. Sökum þess, hve örðugt reyndist að inn- heimta skatta til sveita, urðu tekjur fvlkisins því nær miljón dala lægri, en áætlað hafði v7ei- ið; og til þess að mæta hallanum, afréð stjórn- in að hækka tekjuskatt til muna, það er að segja á þeim, sem hæstu tekjur liafa, sem og skatt af járnbrautum. Verður ekki annað séð, en að í hvorutveggja tilfellinu, hafi Mr. Brack- en tekist sæmilega til. Öldungis án tillits til flokkslegrar afstöðu, verður ekki annað með sanni sagt, en að nu- verandi fylkisstjórn hafi revnst vel, einkum í seinni tíð, og að Mr. Bracken sjálfum sé jafnt og þétt að vaxa fiskur um hrygg sem stjórn- málamanni. Látin er í Melbourne, í Ástralíu, söngkonan heimsfræga, Nellie Melba; með henni er geng- in grafarveg sú af söngstjörnum nútíma kyn- slóðarinnar, er einna liæstum og hreinustum tónum hefir náð. Ættjörð hennar, Ástralía, drúpir höfði í hljóðlátri sorg. Tæplega fjögur ár eru liðin, síðan Melba kom opinberlega fram á söngsviði 0g drakk skilnaðarskál söngdísinnar. Við það tæki- fæ i flutti hún stutta tölu, er vakti feikna að- dáun; fara hér á eftir örfá sýnishom af ra'ðunni: “Mismunurinn á milli hrygðar og eftir- sjár, er auðsær í lífi allra jarðarbarna. Óþarft er að benda á, hve sárhrygg eg muni hafa verið, er að því kom, að eg ýrði að syngja minn síðasta söng, eftir allan ])ann óumræði- lega unað, er söngurinn hafði veitt mér á langri og litbrigðaríkri æfi; eg hrvgðist, en sá ekki eftir neinu. Og nú, að leikslokum, framkallast í huganum atburðakeðja langrar, litauðgrar æfi, líkt og dýrlegur draumur, frá }>eim tíma, er eg sem dálítill teljuhnokki, lék mér blístrandi í blómarunnunum umhverfis Mel- boume, og þar til eg „söng fvrir þúsundunum mörgu í Covent Garden síðustu kveðju deyj- andi Miami. “Eg hefi ávalt eitthvað grætt af ósigrum mínum; eiga þeir ef til vill ekki í því livað minstan þáttinn, hve haikið mér varð ágengt á braut listarinnar. Mér líður }>að seint úr úr minni, hversu mikið eg nam af því, að syngja hlutverk Brvnhiklar í Siegfried”. fvrir meir en Jirjátíu árum; hlutverkið var vndislegt, en það átti ekki við rödd mína; hefði ég haldið áfram á því sviði, mvndi rödd mín hafa af engu orðið. Eg myndi þó enn hafa verið að naga mig í handaribökin, ef ég hefði eigi reynt hlutverk Brynhildar og átt einni ósvaJaðri þránni fleira. “Það er margt, sem af mótbvr má læra, og af krappasiglingunni nam eg mest. Það er ein- mitt, þegar holskeflumar rísa liæst, að mest reynir á manngildið og innviðu skapgerðar- innar. “Ef til þes.s kavmi, að mynd mín kynni að geymast um hríð í endurminningu kynslóðanna, þá óska ég einskis fremur, en að það yrði sú myndin úr æfi minni, er harðasta sýndi bar- áttuna, því sennilega yrði það hún, er að lokn- um leik sannaði bezt alþjóð manna, livar sterk- ust ég var á svellinu, ef um styrkleik gat á ann- að borð verið að ræða.” Frá Íslandi Úr Mýrdal laust fyrir jól. Tíð hefir verið óstöðug og hraksöm, oftast frostlaust og snjó- laust að mestu, en rigningar og hvassviðri tíð. Símabilanir ó- vanalega miklar, allmikið af staur- um brotnað.—Þ. 31. des. er skrif- að úr sömu sveit: Tíð ágæt und- anfarna daga, þurrviðri o’g væg frost. Ekki varið að gefa fullorðnu fé neitt á utustu bæjum i sveit- inni. — Menn eru sem óðast að radiotæki. _____ í meir en priðjung aldar hafa Höfðabreku, 5. jan. , Dodd’s Kidney Pills verið viður- _ . , • ,.ti t ' kendar rétta meðalið við bakverk, Botnvorpuskipið Harveste- gift> þvagteppu og mðrgum fleiri hude”, sem strandaði í Álftaveri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- í byrjun des. s. 1., hefir verið selt sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex ,,,. . , ■ , T öskjur fyrir S2.50, eða beint frá Álftveringum fyrir kr. 510. Ligg- ^ Doyddg ^edicine Co.( Ltd., ur skipið á hliðinni í flæðarmali Toronto, ef boTgun fylgir. og er fult af sandi og sjó. TJtlit - fyrir, að það muni sökkva þar .. „ „„ , , n . ^ daga til að vera 101 ars, er hann n' ,U'‘ . , ,, , .. lézt. Allan sinn búskap var Guð- Tiðarfar sæmilega !gott og hefir . , v,á * ,1 • •* tx jón sál. á Ljotsstoðum, og var þa sauðfe htið eða ekki verið gefið ... , . . * » . . ,, , . ., . , , . , alþektur fynr glaðværð sina og 1 landbetri sveitum her 1 syslu. 1 . , . , , . m ., , . . hnyttni og þo einkum fyrir hve Trjareki enginn fra þvi 1 agust , ,, » , mikill afburða skiðamaður hann í sumar. I , . . , • , var, þótti engmn fremri skiða- Keflavík, 20. jan. 1931. maður mar norður, er hann var Tuttugu og þrír vélbátar verða„upp á sitt bezta. gerðir út héðan á vertíðinni; eru Fyrir um 30 árum brá hann búi þeir frá fjórtán og upp í liðlega o!g fluttist i húsmensku að Þverá tuttu'gu smálestir að stærð hver með Jónínu dóttur sinni, sem alt bátur. Menn fóru að útbúa bát- af hefir verið hjá honum, og ana um nýár og hafa átta bátar stundaði hann til þess síðasta. farið í róðra. Sá, sem oftast hef- Allmörg síðustu árin var hann ir róið, hefir farið fimm sinnum. blindur og í rúminu, en þó alt af Bátarnir hafa fengið frá tveim- með fullum sálarkröftum til æfi- ur og upp í fimm—sex smálestir loka. — Á 100 ára afmæli hans í í róðri, en aðal veiðitíminn er ekki fyrra, heiðruðu margir sveitung- byrjaður enn. Bátaflotinn hefir ar hans hann með nærveru sinni aukist að undanförnu. Þannig og !gjöfum, en gamli maðuinn lét bættust við tveir bátar, sem smíð- búa þeim veizlu o!g gekk dóttir aðir voru 1 Noregi, og einn sem hans, sem komin er á áttræðisald- var smíðaður í Danmörku. Óvenju ur, um beina. Var gamli maður- margt aðkomumanna er hér, aðal- inn þá hinn hressasti og hafði leiga sjómenn, en nú hefir verið mjög !gaman af heimsókninni, enda ráðið á alla bátana. Hafa vafa- hafði hann gamapyrði áð segja við laust komið fleiri en fá ráðningu, hvern er heilsaði honum. enda aldrei komið jafnmargt sjó- Þegar Guðjón var kominn um manna hingað og nú. Auk þess nírætt, tók að bera á einkennilegri eru gerðir út fimm vélbátar í reikningsgáfu hjá honum, en áður Ytri-Njarðvíkum. Eru það alt hafði hann ekki orð á sér fyrir stórir vélbátar, yfir tuttugu smá- slíkt. Var það þá siður húsbænda lestir. : á Þverá,' að lelggja fyrir gamla Bátar fóru á sjó á föstudags- manninn allflókin dæmi og glímdi kveld, en að afliðnu hádeigi á laug- hann svo við þau í einverunni og ardag skall á óveður hér, sem leysti þau að jafnaði rétt.—Vísir hélzt fram á sunnudag. Bátarnir 22. jan. fcrn að koma að á laugardags-^ ------------- kveld, en eigi komust bátshafnir, í land fyr en á sunnudagskveldJ f veðri þessu rak vélbátinn Ólaf við undirskrifuð viljum reyna Magnússon til á höfninm og rakst að g€ra tiiraun tii þess, með lín- á vélbátinn Öðling. Brotnuðu þeir um þessum, að votta opinbera ást- báðir nokkuð, en eigi svo að stór- arþokk, þeim duldu vinum frá skemdir yrðu af. j pijótinu og Mikley, sem sendu Heilsufar er gott. Mannalát 0kkur í jólagjöf dýrt og vandað engin að undanförnu. í desem- “Radio”. berbyrjun lézt hér frú Ingibjörg' Þeggi hofðing]ega !gjof kom svo Einarsdóttir, kona Elíasar Þor- óyænt Qg með 8V0 ástuðiegum ÞAKKARAVARP svip, að tilfinningar okkar svign- uðu um stund undir þunga hinnar steinssonar kaupmanns. — Vísir. ísafirði, 21. jan. Fjölmennur fundur um síldar- sterkustu gleði. einkasöluna í gærkveldi, sam- öll jól hafa verið okkur dýrmæt. þykti: ! En síðastliðin jól verða okkur þó 1) Skorað á Alþingi að ábyrgj-1 sérstaklega minnisstæð, sökum ast rússnesku síldarvíxlana frá í þess, að ekkert megnar að færa sumar, svo síldareigendur fái síld mann eins nærri jólabarninu og sína greidda. | hugir margra og einlægra vina. — 2) Hlutast til um, að 200,000 Um þessi jól, var eins o!g skínandi tn. verði seldar til Rússlands, eý birtan frá þessum vinum skyni í þarf, en 130,000 tn. til Svíþjóðar gegnum aldirnar á atburðinn hafi forgangssölu. Ríkissjóðyr á-1 mikla, sem gerðist í Betlehem — byrgist framvegis 80% af áætlun-^ svo að hann hefir aldrei staðið arverði síldarinnar. j okkur eins skírt fyrir hugskots- 3) Lækka toll á innfluttum augum. Og við féllum fram fyr- tunnum og flugsjóðstillagið í 5 ir frelsarann mikla í þögulli aura. 4) Heimila einkasölunni að ge.ra út skip, ef útgerðarmenn treysta sér ekki til þess. 5) i Gera tilraun með útflutning ísfarðrar síldar. 6) Skylda framkvæmdarstjór- ana til að halda fundi með síldar- eigendum og svara til saka um reksturinn. Verkamannafélagið hér hefir samþykt að fella úr gildi af- greiðslubann skipa, er flytja vín frá Áfengisverzluninni. Samkomu- lag um einhverjar takmarkantr á vínflutningi til ísafjarðar. Vín- sending kom hingað á Dettifoss. Látin er 18. þ.m. Guðrún Jóns- dóttir Æðey, kunn merkiskona, nær áttræð. í Reykjafirði féll þriggja ára gamalt barn nýlega ofan í pott með sjóðandi vatni og beið bana. Góður afli hér og í nágrenninu, þegar gæftir elyfa, en mjög verið stormasamt, — Víir. 100 ára öldungur látinn. Fyrir síðustu helgi lézt að Þverá í Laxárdal, S. Þingeyjars., Guðjón Jónsson, fyr bóndi á Ljótsstöðum í Laxárdal; skorti hann aðeins 15 lotning. Á þessum byltinga tímum, þegar óró og eyrðarleysi virðist hertaka hugi manna svo, að lítils trausts eða friðar sé að vænta, er það ó- metanlegur styrkur fyrir okkur í lífsbaráttunni, að hafa reynt það, að við eigum fleiri innile'ga vini, en við höfðum hugmynd um. Slíkt er svo mkils virði, að orð ná ekki yfir það. Með það fyrir veganesti, leggjum við upp, glöð og hug- hraust, á braut hins nýbyrjaða árs. Við biðjum þann guð, sem einn getur leitt alla menn til sigurs og blessunar, að leiða vinina, sem glöddu okkur um jólin, á þessu ári og öllum árum lífs þeirra, til sannrar farsældar. Með virðing og endurteknu þal.k- læti. Yðar einlæg, í Mr. og Mrs. Kristján Tómasson, Hecla P.O., Man., 15. jan 1931. Aths.—Ofanritað þakkarávavp átti að birtast fyrir nokkru hér í blaðinu, en af einhverjum ástæð- um, glataðist handritið, og var því ekki annars úrkosta, en að bíða eftir endurriti af því. Hlutaðeig' endur eru beðnir velvirðingar á drættinum. — Ritstj.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.