Lögberg - 16.04.1931, Síða 3

Lögberg - 16.04.1931, Síða 3
LÖGBERG, FIMTXJDAGINN 16. APRÍL 1931. Bla. 3. f Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga 1 ERKIÐJ AKNINN 1 BADAJOZ. (Spánverskt æfintýri.) Steingrímur Thorstejnsson þýddi. (NiÖurl.) Svo liittist á, að Don Torribio var ekki í Compostella, þeg’ar sendimaður páfa kom. Hann var þá að keimsækja són sinn, sem hýrðist enn við sama rýrðarkallið og áður í Tóledó. Þegai' frann kom aftur, lét kardínálinn nýi hann ekki þurfa að liafa fvrir því að biðja um nýlosnaða embættið. Hann hljóp á móti honum með út- breiddan faðminn og mælti: “Mmn háttvirti kennari, eg færi yður tvær gleðifregnir fyrir eina. 1 fyrsta lagi, er lærisveinn yðar orðinn kardínáli og í annan stað mun sonur yðar verða það innan skamms, ef ég fæ nokkni ráðið í Kómaborg. Eg hefði reyndar gjarnan viljað láta hann verða erkibiskup í Compostella, en lítið þér nú á, livað ég á bágt. Hún móðir mín, sem við skildum við í Badajoz, hefir skrlfað mér versta ófagnaðarbréf, sem ónýtir öll mín áform. Hún nauðar á mér og vill þröngva mér til þess að velja fyrir eftirmann hann Don Pablos de Salazar, erkidjáknann við mína tyrri kirkju, trúnaðarmann sinn og skriftaföður, °g hótar mér með því að hún muni deyja af gremju, ef eg ekki læt að orðum hennar. Og hvers er að vænta, eins og hún er orðin heilsu- laus, ef eg reiti hana til reiði? Setjið yður í mín spor og segið mér, hvort yður sýnist það rétt gert af mér að mæða móður mína, sem er mér svo innilega ástfólginf ” P.jarri fór því, að Don Torribio hefði neitt að athuga við þessa sonarlegu ræktarsemi og viðkvæmni. Hann félst á það í alla staði, að Hon Pablos yrði fyrir liappinu, og ekki var að heyra á honum, að hann bæri neina þykkju til móður kardínálans. Hann fór með honum til Rómaborgar, og varla voru þeir þangað komn- lr fyr en páfinn andaðist. Þá gengu kardínál- arnir á fund til páfakosningar og hlaut þá kardínálinn frá Spáni öll atkvæði og varð því páfi. Þegar búið var að krýna páfann og öll sú viðhöfn var á enda, þá fékk Don Torribio leyfi «1 að ganga fyrir páfann til viðtals í einrúmi. Hánn kysti fæturna á lærisveini sínum fyr- výrandi og grét af fögnuði, er hann sá hann 8ltja svo virðulega í páfasætinu. Hann talaði fiieð mestu hógværð um sína löngu og dyggu kjóuustu; hann minti Jhans jieilagloik á lof- 0rðin, sem endurnýjuð voru fyrir skemstu, og tór um það fáeinum orðum, hvílíkur lánsmað- Ur hann hefði verið, að hljóta fyrst kardínála- hattinn og svo rétt á eftir páfakórónuna þre- foldu, og lauk ræðu sinni með svofeldum orð- Um: “Heilagi faðir! Við sonur minn erum nú uíhuga orðnir allri upphefð og metorðum og erum hjartanlega ánægðir, ef þér að eins vild- uð leggja yfir okkur föðurlega blessun og hugnast okkur með því að veita okkur fé til ffamfærslu, það sem eftir er æfinnar; ekki hsrf það að vera mikið, heldur einungis eins °g nægt getur látlausum og lítilþægum presti °g heimspekingi.” Meðan Torribio var að halda ræðu þessa, Var páfinn síns vegar að hugsa um livað gera ^kyldi, þar^em kennari hans átti í hlut. Hann var ekki lengi að átta sig á því, að í rauninni var Don Torribio ónytjungur og enda leiðinda- 8eggur, og því varð honum ekki ógreitt um svör. > “Vér höfum með harmi heyrt,” sagði páf- ian nýbakaði, “að þér, Don Torribio, leggið stund á leyndardómsfull vísindi og hafið und- lr því yfirskyni svívirðileg mök við anda myrkr- anna og lýginnar. Vér áminnum yður föður- lega, að þér afplánið þennan óguðlega og óg- urlega glæp með iðrun og yfirbót. En jafn- framt skipum vér yður að verða á brott úr 'öndum kirkjunnar innan þriggja daga, að öðr- 11111 kosti verðið þér ofurseldur valdi verald- tegrar réttvísi og dæmdur til að brennast á báh.” Don Torribio brá sér ekki liið minsta við býssa ádrepu; hann tók aðeins upp aftur töfraorðin þrjú, opnaði síðan gluggann og kallaði eins hátt og hann gat “Hvasintha! steiktu ekki nema eina akurhænu; herra erki- ujákninn borðar ekki með mér.” Þetta kom eins og reiðarslag yfir ímynd- Unar-páfann. Hann Vaknaði af draumleiðsl- Torribio hafði búið honum með þremur. Hann sá nú, að hann v<lr ekki staddur í páfahöllinni, heldur í lestr- arherbergi Don Torribios í Tóledó. Hann leit. a klukkuna og sá, að varla var liðín hálf stund 81 an hann kom í þetta óheillaherbergi, þar S(“m hann hafði dreymt svo þægilega drauma. aðti,ir)rÍ ^a^ri 'stundu hafði hann ímyndað sér, a hann væri töframaður, biskup, erkibiskup, urdínáli og páfi, og nú var sú orðin niður- i., ani_að hann var glópur einn og vanþakk- d ur bófi. Þetta höfðu alt verið sjónhverfing- vf.nema það eitt, að hann hafði gert sig upp- 8(111 að fáfræði og illskufullu hjartalagi. as IIimn snautaði burt þegjandi og fann múl- ^ uu sinn þar scm hann hafði skilið við hann. ófr -v1 hann heim á leið til Badajoz jafn- 0 ur og hann hafði að heiman farið.—Vísir. ^uni, sem Don töfraorðunum Ö R L Ö G R A Ð A . Skáldsaga eftir II. St. J. Cooper. II. * Síðustu droparnir. “Eg kem hérna með vatnsdropa handa yð- ur,” mælti liann. “Eg hélt að þér—” Hann þagnaði. Hún gerði tilraun til að 'segja eitthvað. Hann sá, að það komu krampakendir drætt- ir í blóðugar varir hennar, en hún kom engu hljóði upp. “Reynið ekki að tala,” mælti hann. “Það er ekki ómaksins vert, og auk þess ekkert að segja. Lofið mér að lijálpa yður.” Þó hún væri alveg máttfarin og komin að dauða, var 'þó eins og liana hrylti við snert- ingu hans, er hann kraup við hlið hennar og lyfti höfði hennar ofurlítið. Hann bar krúsina að vörum hennar. í fyrstunni var henni ómögiulegt að kvngja, hálsinn hafði alveg herpst saman, og það var eins og að kingivöðvarnir hefðu gleymt að starfa. “Reynið aftur,” sagði hann. “Þá gengur það eflaust betur.” Hann var viðkvæmur og nærgætinn eins og móðir við barn. Fáeinir dropar seytluðu nið- ur í hálsinn og nú tók hún smásaman að geta kingt. 1 örsmáum sopum tæmdi hún krúsina, og varp svo öndinni þungt og mæðilega. “Það er dálítið eftir enn í vatnsbrúsan- um,” mælti hann. “Það eigið þér að fá — alt saman. Mér þykir sárt að verða að segja það, — en það er alveg eins gott að þér fáið að vita það undir eins — það eru ekki aðrir eftir en við tvö. Það er farið að hvessa ofurlítið. Má eg taka ofan af yður segldúkinn — hann byrgir fyrir svalann.” Hún liá á bakinu og starði á hann. Hann var morðingi. Langt í burtu, norð- ur á Englandi biðu hans dómarar og réttarvitni til þess að láta hann gera reikningsskil um hinn hræðilega glæp, sem hann hafði framið. Og samt sem áður leit hann alls ekki út eins og glæpamaður. Hann ætlaði að lyfta af henni segldúknum, en hún benti honum, að hann 'skyldi láta það ógert. “Lofið mér að lvfta yður ofurlítið,” mælti hann, “svo að þér náið betur í svalan blæinn.” “Snertið — snertið mig ekki!” hvíslaði hún. “Snertið mig ekki!” “Fyrirgefið!” mælti hann. “En gætuð þér ekki allra snöggv.ast gleymt hver eg er, og lofað mér að hjálpa yður?” Hún liristi höfuðið. “Farið þér burtu — o^ látið mig vera!” Hann draup höfði. “Eins og yður þóknast. Það er- eftir ofurlítill sopi af vatni — það er að vísu ekki mikið, en það er lianda yður.” — Hann sneri sér alt í einu snögglega við. Hann hafði orðið var einhverrar hreyfingar fyrir aftari sig. Annar .mannanna liafði hreyft sig. Hann hafði náð í 'steinbrúsann og stritaðist nú við að bera hann upp að munni sér. Ralph Belmont tautaði blótsyrði og staul- aðist aftur þangað sem hann hafði setið áður. “Mér þvkir það leiðinlegt, en þér getið ekki fengið þennan vatnsdropa.” — Hann studdi höndinni á öxl mannsins. Maðurinn leit upp með tryllingslegu augna- ráði. “Unga stúlkan þarna á að fá þetta vatn, skiljið þér — hvern dropa af því,” sagði Ralph. “Burt með finguma!” Maðurinn hélt dauðahaldi í brúsann, hnykti og rykti í hann og reyndi að bíta Ralph í hendina. Þeim lenti saman í hai'ðvítugum áflogum 'stutta stund. Maðurinn hafði sem snöggvast afl örvitans og Ralph var það ljóst, að hann mundi verða að lúta í lægra haldi fyrir þess- um vitstola manni. En alt í einu linuðust tök hans, og maðurinn hneig kveinandi og emjandi niður á þiljurnar. “Aðeins einn einasta dropa,” stundi hann lafmóður. “Einn einast'a dropa — í guðanna bænum,—Eg er að deyja — djöfullinn þinn— Eg er að deyja! Gefðu mér aðeins dropa!” “Unga stúlkan á að fá vatnið,” sagði Ralph á ný. . “Fjandinn hafi hana — hún er steindauð! Láttu mig fá vatnið — aðeins einn dropa! Við skiftum því á milli okkar — þú og ég!” Ralph helti fáeinum dropum í krúsina. “Héma,” sagði hann. “Meira fáið þér ekki. Nú á.hún að fá afganginn.” Giles sötraði þessa fáu dropa græðgislega. “Meira!” sagði hann hálfhvæsandi, og drafaði í honum tungan. “Þetta var ekkert— alls ekkert. Láttu mig fá dálítið meira!” Ralph hristi höfuðið. “Ekki einn dropa. Hún á að fá afganginn. Mér iþykir þetta leiðinlegt yðar vegna, en eg hefi heitið honni þessu.” Giles lá blótandi og hótandi á botnþiljum bátsins, unz hann tók að barma sér á ný og fara bónarveginn. Nú bauð hann peninga, aleigu sína. “Eg hefi 3000 krónur í seðlum í vasa mín- um,” stundi liann upp. “Eg ætla að láta yður fá þessa peninga fyrir það sem eftir er af vatninu. Verið þér nú ekki að þessari lieimsku, eg segi yður satt, að hún er dáin. Elsa er dá- in, eg veit að hún er dáin.” “Hún er á lífi, og hún á að fá vatnið. Þér hafið meira að segja fengið alt of mikið. Þér fáið.ékki meira.” Ralph mælti þetta í 'ströngum og myndugum róm, svo að Giles varð það ljóst, að þetta var bláköld alvara lians. Iiann tók því að barma sér á ný og þrábiðjá sér hjálpar, en smám sam- an dró mátt úr honum og röddin þagnaði, — dúnmjúkt myrkrið féll á, og vafðist utan um þá og alt. Þetta var fimta nóttin, síðan Albertha fórst. Hvað skvldi fimti dagurinn bera í skauti sínu? Ralpli sat í framskutnum, en við hlið hans stóð steinbrúsinn með hinum síðustu dýrmætu dropum. — Varir lians voru skorpnar og sprungnar. Hann lifði þau augnablik öðru livoru, að hann óttaðist sjálfan sig. Þorstinn var hræðilegur, og löngunin nærri ómótstæði- leg að grípa brúsann og tæma hann í botn. Hann gat gert það. Hérna rétt við hliðma á honum voru fáeinir munnsopar af vatni. Og það var enginn, sem gat meinað honum að neyta réttar síns. Hér var að eins unga stúlk- an í afturskutnum og maðurinn, sem lá eins og dauður við fætur hans. Hvers vegna ætti liann að vera að liugsa um þessar tvær manneskjur? Þær voru honum einskis virði. Hún fyltist hryllingi, ef hann snerti liana, og maðurinn blótaði honum og bannsöng langar leiðir. 1 'þeirra augum var hann illþýði og villidýr, — skepna, sem áfti ekki einu sinni skilið að lifa. Hvers vegna ætti hann þá að vera að hugsa um þau? Hann átti vatnið, með eignarrétti hins sterkasta. Hann hevrði gutlið í j>ví í brúsanum, og hljóð- ið ætlaði að gera hann sturlaðan. Það var al- veg óbærilegt. “Guð minn góður,” tautaði hann, “hjálp- aðu mér til að halda orð nrin.” Þá var það eitthvað, sem hreyfði sig rétt við fætur lians og stundi. Honum datt hinn maðurinn í hug. Effington lávarður. Og hann fór að brjóta heilann um, hvaða sam- band myndi vera á milli þessa manns og ungu stúlkunnar — hvort hann væri bróðir hennar, — frændi, eða ef til vill unnusti hennar. Hann mundi, að maðurinn hafði kallað hana Elsu, og að hún hafði kallað hann Giles. Það var eitthvað annað og meira á milli þeírra, en eintómur ferða-kunningskapur. Hann leit- aðist við að festa liugann við þessi heilabrot, að eins til þess að fara ekki að hugsa um vatnið. Alt í einu fann hann eitthvað hreyfast við hliðina á sér. 1 myrkrinu kom hönd fálmandi og þreif í brúsann. Hendur þeirra rákust á í myrkrinu, og í augnabliks Ixræði sló Ralph út í myrkrið. Hann liitti eitthvað — andlit liins mannsins — og stynjandi hneig maðurinn aft- ur ofan á bátsþiljurnar. Nóttin var stutt — eins og hún er ætíð á jiessum breiddargráðum. — Senn varð myrkr- ið grátt, breyttist í þokukendan gi'áan hjúp, sem gyltar geisla-örvar smugu óðfluga gegn um; svo fossaði sólarljósið út yfir hafið, og það varð dagur á ný. (Frh.) GAMALT FÓLK I AFRIKU. Brúðgumi nokkur, 128 ára gamall, kom á hjúskaparskrifstofuna í Middleburg í Trans- vaal og bað að vígja sig 47 ára gamalli konu. Maður þessi liét Jósef Windvoel og var Hott- entotti. Það var í iþriðja sinni, sem þessi öld- ungur kvongaðist. — Sonur hans áttræður var svaramaður. 1 Suður Afríku furða. menn sig lítt á þessu, því að þar eru margir 100 ára gamlir menn, sem langar til að kvongast, fleiri en nokkurs- staðar annars staðar í heimi. Fáum vikum síðar lýsti hálf-svertingi einn, 117 ára, Andre- as Peter, því yfir, fyrir íbúum Jóhannesborg- ar, að sér væri óljúft að deyja ókvæntur, og vildi þess vegna fastna sér konu, sem vildi annast lieimili fyrir sig. Enn jiá skrítnara er það, að hollenzkur kristniboði gat fengið 120 ára kamlan svert ingja til að hafna trú feðra sinna. En kon- unni fékk hann þó eigi snúið. Hún var 125 ára að aldri. En enginn svertingjanna getur þó komið til mála, ef leitað er elztu manna í Afríku. On Jan, Búskmaður, liefir sett met ö þeim efnum; hann er 136 ára og er enn með fullu fjöri og heilsu. En livemig hafa menn getað fundið aldur þessara afargömlu svertingja og villimanna? Menn byggja að nokkru leyti á frásögnum frá þrælaöldinni í Afríku. Árið 1834 var öllum svertingjum, mönnum og konum, gefið frelsi með lögum, og þá gerðar opinberar þrælaskrár. Af þessum skrám sést, að Josef Windvoel var keyptur 1807 af fjölskyldunni De Jager fyrir sanngjarnt verð — eitt kjötstykki. Þegar þrælalialdið var afnumið, var liann áfram hj(i húsbændum sínum, og nú er hann í þjónustu barnabarna þeirra. Hann hefir aldrei haft vistaskifti í 122 ár! DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Öffiee tímar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27122 AVinnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. * Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 ftleimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 IVinnipeg, Manitoba Lindal Buhr & Stefanson Islenzkir lögfrœðingar 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: priðja föstudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE ■ Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaður j 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heima: 71753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR §T. Sími: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur , Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frA kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349 — Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINHIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 505 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiroproctor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. slmi: 80 726—Helma: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG, 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viðtals tlmi klukkan 8 til 9 að morgninum DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allnr útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 68 302 Skrár yfir eftirlaunamenn gefa líka góðar upplýsingar; þær eru nýlega gengnar í gildi í suður Afríku og fara eftir aldri. Þar hafa margir fjörgamlir menn komið til sögunnar.— Þar er aðeins um hvíta eða hálfhvíta menn að ræða. 1 borginni Oudtshoora, era 10 af hundr. af íbúunum yfir 70 ára. í Kornstadt getur ein kona sannað, að hún sé 114 ára. í Malmesburg búa margir, sem eru 105—106 ára og í Boks- borg varð að greiða 120 ára gamalli ógiftri konu eftirlaun. Það er ekki undantekning, heldur regla, að gamalt fólk í Afríku megi rita aldur sinn með tveimur núllum. Þetta hlýtur að koma af jiví, að viðurværið er afar einfalt — venjulega mais og antilópakjöt. Sumir höfðingjar svert- ingja, til dæmis drotningin svarta yfir villi- skógunum í Transvaal, sem seiðir regn af liimni, eru svo gamlir, að bæði landnámsmenn frá Norðurálfu og Bantú-þjóðirnar hafa týnt tölunni á árum þeirra.. Þar af kemur sú þjóð- saga, að svertingjar þekki leimdardóminn um eiiífa lifið. — Heimilisblaðið.—Þýtt.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.