Lögberg - 16.04.1931, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.04.1931, Blaðsíða 6
BIs. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL 1931. ■— LYDIA — EFTIR ALICE DUER MILLER. “Eg held Benny sé að ganga af vitinu,” sagði hún. “Eg held þú sért að því,” sagði Elinóra. “Hvað gerði þetta svo sem til?” “Þú segir þetta vegna þess, að þú ert vit- laus eftir honum. Ef eg væri skotin í honum, þá hætti ég kannske líka að sjá hvað sæmilegt væri gagnvart honum; en eins og er—” * Elinóra stóð upp. > “Eg ætla að fara heim,” sagði hún. “Vilt þú, Bobby, gera svo vel og segja Morson, að láta koma með bílinn, Góða nótt, Lydía. Eg hefi aldrei lifað leiðinlegra kveld en þetta.” “Góða nótt,” sagði Lydía mjög þurlega. Bobby fylgdi Elinóru út í bílinn, sem þau þurftu að bíða eftir stundarkorn. “Það er ekki nema von þér mislíki þetta,” sagði hann. “En þú ert ekki reið við hana, Elinóra, vona égf” sagði hann. “Auðvitað er ég reið,” svaraði liún, Bobby. “Það er ómögulegt að komast af við fólk, sem svona hagar sér. Eg hefði getað haft hein- línis skemtilegt kveld heima, en svo sendir hún eftir mér, til þess að láta mig lenda í þessu.” “Hún er ekki oft svoná,” “Oft! Nei, það kæmi þá nú ekki til mála, að hafa nokkuð saman við hana að sælda.” “Hún var reglulega skemtileg hjá Emm- ons, glöð og vinsamleg og öllum féll svo vel við hana. En heyrðu, Elinóra. Eg sagði ekki að O’Bannon væri drykkjumaður. ” “Auðvitað sagðir þú það ekki.” “En hann drakk töluvert stundum, þegar hann var í skóla og eg sagði henni þetta og bað hana að minnást aldrei á það.” “Það var nú ekki til mikils, að biðja Lydíu þess. ” “Finnurðu ekki svo mikið til með henni stundum, að þér liggi við að gráta yfir hennif” “Nei, það er nú ^eitthvað annað,” sagði Elinóra. Strax þegar liún var farin, hljóp Bobby upp á loft og drap á dyr á heybergjum Miss Benn- ett. Hún sat aðgepðarlaus í djúpum stól og líktist meir barni, en roskinni konu. “Þetta er óþolandi,” sagði hún. “Það er ómögulegt að lifa við þetta. Eg fæst ekki um það, þó hún meti ekki neins það sem fyrir hana er gert, og sjái aldrei það sem aðrir leggja í sölumar fyrir hana. En þegar hún verður svona hreint og beint ruddaleg—” “Miss Bennett,” sagði Bobby alvarlega, “Þegar eitthvað gengur á móti kvenfólkinu, þá grætur það, en þegar eitthvað gengur á móti karlmönnunum, þá blóta þeir. Lydía hef- ir eitthvað af báðum, hún gerir eiginlega hvort- tveggja.” Miss Bennett leit til hans, og það var ekk- ert nema góðvildin ein í augnaráðinu. “Það verður einhver 5 kenna henni að haga sér öðruvísi en svona. Eg get það ekki. Eg get bara kent með-því að vera sjálf stilt og góðlátleg, hverju sem eg mæti, en hún lærir ekkert af því. Það er ibezt fyrir okkur báðar, að ég fari, og láta einhvem annan reyna að kenna henni.” Bobby settist niður og tók utan um báðar henduraar á hennL “Enginn getur kent henni, góða Benny,” sagði hann. “En lífið sjálft getur kent henni, og það gerir það. En á þann hátt lærir mað- ur ekki nema með miklum sársauka, og eg kvíði því alt af, að eitthvað slíkt komi fyrir Lydíu. Þess vegna mega vinir hennar ómögu- le£a yfirgefa hana, og eg vona þú gerir það ekki. Mér finst hún stundum brjóstumkenn- anlegasta manneskjan, sem eg þekki. Mér liggur stundum við að gráta yfir henni.” “Brjóstumkennalnleg1!” sagði Miss Ben- nett og var eins og henni fyndist þetta ein- hver fjarstæða.” “Já, hún er eins og barn, sem er að leika sér með voðann. Jafnvel í kveld fanst mér hún brjóstumkennanleg. Hún má ekki við því, að missa þessa fáu vini sem hún á, og sem í raun og vem þykir nokkuð vænt um hana, eins og þig og Elinóru. Eg held alt af áfram að vera vinur hennar, hvað sem hún gerir.” “Hún misbýður ástúð okkar og góðvild,” sagði Miss Bennett. Bobby stóð upp. “Það er nú svo sem enginn efi, að hún ger- ir það,” sagði hann. “Eg er viss um, að þeg- ar eg kem ofan, segir hún einhver bituryrði við mig, sem hún vorður sjálf búin að gleyma á morgun, en eg man alla æfi.” Hann brosti góðlátlega og glaðlega, og fór út úr herberginu. Þegar hann kom ofan í stofuna, var Lydía þar að ganga um gólfið. 'Hún var að raula lag fyrir munni sér. “Það sýnist alt hafa farið út um þúfur, að við getum spilað,” sagði Mn. “Það fór áreigðanlega út um þúfur,” svar- aði Bobby. “Er ekki Filinóra óþolandi?” sagði Lydía. “Hun þarf alt af að vera öllum öðrum meiri. Ekki nema það þó, gerir sér lítið fyrir og skipar sV-o fyrir, að minn bílstjóri taki sig heim í mínum bíl, rétt eins og hún væri einhver prinsessa.” “Eg sé ekki neitt í fari hennar, sem mér finst öðruvísi en það ætti að vera. ” “Eg býst við, að þú hafir verið að tala við þær báðar, og reyna að binda um sárin, sem þær munu þykjast hafa verið særðar,” sagði hún. “Sagðirðu þeim, að þú vissir, að eg meinti ekki neitt af því, sem eg sagði? Eg er viss um, að þú hefir gert það. En mér var full alvaia og eg hefði vel mátt segja meira. Eg skal segja þér, Bobby, að mér þætti vænt um, að þú værir ekki að rekast í því, sem þér kemur ekkert við.” “Eg skal ekki gera það,” sagði Bobby og fór lit úr herberginu. Hann fór út og gekk fram og aftur um garðinn. Tunglið var ekki komið upp, en það var stjömuljós og næturloftið, var svalt. Hann hugsaði um aðrar konur, sem vora svo miklu Dlíðlyndari og elskulegri í raun og veru, heldur en Lydía. Hvernig gat á því staðið, að hann var henni svona rígbundinn? Hann spurði sjálfan sig að því hvað eftir annað, en án þess að svara spurningunni, eða komast að nokk- urri niðurstöðu, var hann aftur kominn inn til Lydíu. “Eigum við ekki að spila, þó við séum ekki nema tvö ein?” spurði hánn. Hún var til með það, og þau settust við spilaborðið. Bobby komst strax aftur í gott skap, en Lydía átti erfiðara með það. “Benny er óttalega þrá,” sagði hún og lagði frá sér spilin. “Hún gerir alla hluti eins og henni finst að mér ætti bezt að líka, en reynir aldrei að skilja, hvað mér í raun og veru líkar.” “Benny er alt af svo góð og blíð.” “Einmitt þess vegna heldur fólk, að eg sé næstum óþolandi harðlynd, það finnur mis- muninn. Hún er blíðlynd, en hún er þrá og hefir sitt fram engu að síður. ” “Þú krefst ekki að hafa alt, eins og þú vilt helzt hafa það sjálf, Lydía?” Þau voru komin mjög nærri því, að rifja upp alla sömu söguna aftur, en úr því varð þó ekki, því Lydía skifti um umtalsefni og varð alt í einu miklu góðlátlegri en áður. “Eg skal segja þér, Bobby, að mér líður óttalega illa út af þessu, sem kom fyrir með Evans. Það er undarlegt, hvað manni fer að verða ant um manneskju, sem svona er alt af með manni.-’ “Það er óttalegt, að hún skyldi gera þetta.” “Já,” sagði Lydía og horfði beint fram undan sér, eins og hún væri í þungum þönkum. “Eg held að það, sem mér þykir allra verst, sé það, að hún skyldi ekki segja mér frá þessu. Neitaði því þverlega, rétt eins og eg væri ó- vinur hennar. En svo meðkennir hún alveg strax, þegar lögmaðurinn fer að tala við hana.” “Það er nú ekki nema við að búast, að lög- maður hafi öðrum betra lag á því, að fá fólk til að meðganga glæpi.” Hún skifti enn um umtalsefni. “Heldurðu að það sé eiginlega nokkuð al- varlegt á milli þeirra, þessa lögmans og Elin- óru? Það væri óttalegt, ef hún giftist manni ems og hann er. ” Bobby vildi reyna að þóknast henni og svar- aði á þá leið, að hann héldi ekki að það kæmi til nokkurra mála, að hún færi að giftast lion- um, en sjálfur var hann þó engan veginn viss um það. “Þú heldur, að hann sé bara að sækjast eft- ir henni?” “Nei, blessuð vertu!” sagði Bobby. “Eg held ekki, að hún sé stúlka, sem O’Bannon kærir sig mikið um, nema kannske sem vin- stúlku. Kona, sem hann gæti veriÖ ánægður með, yrði að vera alt öðru vísi.” “Heldurðu það?” sagÖi Lydía og fór aftur að spila. Þau spiluðu í tvo klukkutíma og skap henn- ar stiltist töluvert í bráÖina. En það sótti í sama horfið aftur, þegar hún var háttuð og búin að slökkva ljósið. Hún gat ekki sofnað og henni fanst flest öðru vísi heldur en það ætti að vera. Henni fanst lífið tómt og til- gangslaust. Hún kveikti aftur og las þangað til komið var fram undir morgun. Lydía hafði lifað margar slíkar nætur. VI. KAPITULI. Joe Thorne hafði haft gaman af því að segja sögur af Lydíu, þegar hún var lítil, og áður en Miss Bennett kom til hans. Einu sinni, sem oftar, hafði hún verið eittlivað óþekk og hann hafði verið harður við hana og hirt hana eitt- hvað. Rétt á eftir hafði hún komið til hans og sagt: “Ef þú ert ekki lengur reiður við mig, pabbi, þá er ég ekkert reið við þig.”. Þessu lík var hún enn í dag. Hún var ávalt fús til sátta, en hún átti erfitt með að tala við fólk, sem liún varð ósátt við, en hún hafði alt af einhverja vegi til að láta fólk skilja, að hún væri sátt viÖ það, þó hún segði lítiÖ eða ekkert. Sjálf var hún ávalt til þess búin að fyrirgefa. Elinóra var líka til með að fyrirgefa. Henni fanst hún vel geta staðið sig við það, eins og á stóð, því hún hafði sýnt Lydíu það strax um kvehlið, hvernig henni féll, að hún skyldi haga sér eins og hún gerÖi, með því að fara heim umsvifalaust. Þetta uppþot hafði þó sínar afleiðingar, fyrir alla hlutaðeigendur. Eftir þetta mátti Lydía aldrei lieyra svo minst á O’Bannon, að hún yrði ekki æf, eða að minsta kosti mjög ósanngjörn í lians garð. Nokkrum dögum seinna kallaði skrifari Homans dómara upp í síma og spurði liana hvort hún gæti þægilega komið og talað við dómarann þá sennipart dagsins. Hann }»urfti að fá hjá henni einhverjar upplýsingar viðvíkjandi stúlkunni, sem hjá henni hafði verið, Evans að nafni. Lydía tók þessu ekki nærri vel og þaÖ leit út fyrir um stund, að liún ætlaði alls ekki að fara. Eftir nokkra stund lofaði hún þó að koma og eftir það var auð- fundið, að hún hugsaði ekki um annað en þessa tilvonandi heimsókn til dómarans. Það var orÖið mjög áliðið dagsins, þegar hún kom til dómarans. Henni var vísað inn í skrifstofu hans, sem var lít úr rétta^salnum. Bókaskápar voru þar með fram öllum veggj- um, og allar voru bækurnar bundnar í skinn- band. Þetta var í nóvembermánuði og veðrið var heldur kalt og ónotalegt. Hún liafði ver- íð að leika golf og að því búnu hafði hún feng- ið sér te í veitingaskálanum við leikvöllinn. Hún var í ljósleitri yfirhöfn og með rauð- leitan liatt á höföinu, sem náði langt- ofan á ennið. Hvemig sem á því stóð, þá hafði dómarinn einhvemveginn ímyndað sér, að Miss Thome væri nokkuð roskin og ráðin, auðug stúlka, og í alla staði mjög virðuleg. Honum brá því dá- lítiÖ við að sjá hana, þessa ungu stúlku, sem var svo alt öðru vísi, heldur en hann bjóst við. Hann horfði á hana góða stund út undan gler- augunum og var nú, eins og oft endraraær, annars hugar, eða leit út fyrir að vera það. Honum datt í hug, að hér væri ekki alt með feldu, og hér væri komin ein af þessum léttúð- ugu stúlkum, sem oft gera dómurum og lög- lögreglumönnum lífið leitt, í stað hinnar auð- ugu, ungu konu, sem hann vildi finna. Jafnvel eftir að hann var loksins kominn í skilning um, að þetta væri rétta stúlkan, gekk samtalið heldur ógreiðlegai. Dómarinn var maður um sextugt, alrakaður og fölleitur. Dómarastaðan, sem hann hafði gegnt í mörg ár, hafði gert hann dálítið einrænan, nema hann hafi kannske verið það að eðlisfari. Nokk- uð var það, að hann fór sinna ferÖa, og þegar hann átti tal við einhvern, varð það að ganga eftir hans nótum. Nú t. d. fór hann nákvæm- lega yfir alt þetta þjófnaðarmál og skýrði vandlega hvertj atrið.i fyrir Lydíu, sem var afar óþolinmóð að hlusta á alt þetta, sem hún þóttist vita, að minsta kosti eins vel og dóm- arinn. “Skelfing er þessi karl leiðinlegur, ” hugsaði hún, og það var rétt komið að henni að segja það. “Því er hann að segja mér alt þetta? Það er rétt eins og hann viti ekki, að það var ég, sem stolið var frá.” Ef dómarinn hefði þekt Lydíu, hefði hann vel getaÖ séð, að hún var hvað eftir annað rétt að því komin, að hlusta ekki á hann lengur, en bara fara sfna leið. Hún gerði það þó ekki, og loksins fann hún, að hann var kominn að efninu. “ Saksóknarinn segjr mér, að yður finnist, að dálítiÖ kæruleysi hafi kannske átt sér stað af yÖar hendi, eigum yðar viðvíkjandi, sem ef til vill gæti að einhverju leyti verið ték,ið til greina, þegar dómur er uppkveðinn í þessu máli ’ ’ Hann komst ekki lengra. “ Saksjóknarinn, segið þér?” sagði Lydía, og hún sagði það þannig, að auðskiliS var, að hún vildi láta það skilið, að hún gerði eins lítið úr því, sem hann sagÖi, eins og mögulegt var að gera. Dómarinn skildi það nú samt ekki. “Já,” hélt hann áfram. “Mr. O’Bannon segir mér, að hún hafi algerlega litið eftir ör- yggisskápnum, án nokkurs^” “Mr. O’Bannon hefir algerlega rangt fvrir sér,” sagði Lydía með áherzlu. “Þér lítið þá ekki svo á,” sagði dómarinn, “að hér sé um nokkuð, það að ræða, af yÖar hendi, sem gæti verið stúlkunni til nokkurra málsbóta, þó það auðvitaÖ gæti ekki í raun og veru afsakaÖ gerðir hennar?” “Alls ekki,” svaraði Lydía. “Og eg hefi aldrei sagt nokkuð það við nokkurn mann, sem gæfi honum tilefni til að ímynda sér þetta,” “Þá hefir mér ekki verið skýrt rétt frá þessu,” sagði dómarinn. “Áreiðanlega ekki,” sagði Lydía og sleit samtalinu þar með, með því að fara út lír her- berginu. Þegar hún kom út úr byggingunni og gekk út að keyrslubrautinni, þar sem bíllinn beið hennar, gekk maður í veg fyrir hana og leit út fyrir, að hann hefði verið að bíða eftir henni. Það var lögreglumaður og hún sá, að það var sami maðurinn, sem hún hafði mútað með arm- bandinu fyrir fáum dögum. Þetta var allra lag- lega-sti piltur, jafnvel unglegri heldur en hann hafði sýnst henni, þegar hún sá hann áður. Hann stóð kyr og hélt á húfu sinni í hendinni, og var sjáanlega töluvert vandræðalegur. “Eg hefi nokkuð, sem eg helcf að yður til- lievri. , Eg ]iarf að skila því,” sagði hann og stakk hendinni í vasa sinn, eins og hann væri að leita þar að einhverju. Þetta var nokkuð, sem henni fanst ekki geta komið til mála. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENBT AVE. EAST. - - ' WINNIPEG, MAN. Yard Office: öth Floor, Hank of Haniilton Cliambers. “Þeir, sem þiggja mútur, verða að sætta sig við það, sem orðið er,” liugsaði liún með sjálfri sér, en sagði ekkert og fór inn í bílinn og kéyrði fieimleiðis. Svo sem klukkustund seinna fór dómarinn að segja O’Bannon, að Miss Thörne liefði kom- ið og talað við sig. Hann byrjaði á því, að tala um þetta auðuga, unga fólk. Hvemig það klæddi sig, og hvernig það liti út og livernig framkoma þess væri. “Hún kom inn til mín, með eldrauð- an hatt á höfðinu” —dómarinn átti bágt með að greina liti — “og í pilsi, sem náði ekki nema rétt ofan á hnéð. Frek eins og ég veit ekki livað, og hörð eins og steinninn. Mig langaði til að segja henni, að sumt af því sem íaðir hennar gerði, var ekki nákvæmlega lögum samkvæmt. En réttvísin var nokkuÖ lin í sóknum í þá daga. Joe Thorne var ófyrirleitinn maður í meira lagi. Þekkið þér þessa stúlku?” “Eg hefi kynst henni ofurlítið,” sagði O’Bannon. “Mér geðjast alls ekki að henni,” sagðijlom- ans dómari. “Eg skil naumast, hvernig manni getur geðjast svona illa að jafn fallegri stiílku, eins og Miss Thome er. En hvað sem því líður, þá skal þessi ólánssama stúlka fá vægan dóm.” O’Bannon hneigði sig fyrir dómaranum. Þetta var einmitt það sem hann vildi.” En dómurinn, sem Homans dómari áleit vægan — ekki minna en þrjú og hálft ár, og ekki meira en fimtán ár — var alt annað en vægur, að því er Lydíu skildist. Henni ofbauð og hún varð óttaslegin. Hún hafði fyrir skömmu kom- ið í fangelsi með Mrs. Galton, og henni hafði virzt fangavistin afar ógeðsleg. Þar var alt eitthvað svo langt frá því, sem henni fanst við- unandi. Fangarnir voru alt öðru vísi en annað fólk, að henni fanst, og svo var mikill skortur á dagsibirtu og hreinu lofti, og fangaverðirnir voru eitthvað svo voðalegir. Hún mátti ekki láta það viðgangast, að Evans þyrfti við slíkar hörmungar að búa í fimtán ár. Þetta fékk þeim mun meira á hana, sem hún vissi, að hún viður- kendi það ekki, að hún hefði ekki revnt að koma í veg fyrir þetta meðan tími var til. Hún las þessar fréttir í rúmi sínu einn morg- uninn, meðan hún var að boTÖa morgunmatinn, en hætti þegar við að borða og fór til Miss Bennett. “Hér er alt of langt gengið,” sagði hún og '* var mikill gustur á henni. “Fimtán ár! Þessir menn hljóta að vera gengnir af vitinu! Þú verður að koma með mér alveg strax, Benny. O’Bannon og við verðum að fá þessu breytt. Hugsa sér annað eins! Og það eftir að hún hafði meðgengið. Eg hélt alt af, að það hefði verið heimskulegt af henni að meðganga.” VARÐVEITA HEILSU FJÖLSKYLDUNNAR Eddy’s mjúki og góði Tissue pappírinn er algerlega hættu- laus hvað heilsuna snertir, því hann er vandlega hreinsaður með efnum, sem útrýma öllum óhrein- indum og sóttkveikjuefnum. “WHITE SWAN" Snjðhvítur, hreinsaður pappír. Strangar varnir fyrir óhreinindum, 750 blöð. ‘“ÖREADNOU6HT" Mjög ö- dýr Eddy tegúnd. Sjö únzur af bezta pappfr í hverjum stranga. “NAVY” Full vigt af ágætis hreinsuðum tissue-pappir—700 blöð af mjúkum, góðum hættu- lausum pappír. THE E. B. EDDY COMPANY LIMITED, HULL, CANADA Búa til pappír og pappírsvörur eingöngu. 72

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.