Lögberg - 16.04.1931, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16, APÍRÍL 1931.
Högberg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
^erð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "LögherK” ls prlnted and published by
The Columbia Press, Limlted,
695 Sargent Ave., Wtnnipeg, Manitoba.
Hvað Veldur?
Er svo ber við, að illa staddir, atvinnulausir
menn neita vinnu, sæta þeir venjulega þungum
áfellisdómi; sumir hafa verið sendir í dýflissu
eftir að ljóst varö að þeir höfðu neitað bænda-
vinnu, en síðar lapið dauðann með krákuskel á
strætum stórborganna.
Atvinnuleysi hefir sorfið hart að oanadisku
þjóðinni á vetri þeim, sem er í þann veginn að
kveðja; þjóðinni stóðu til boða tíu miljón daJa
viðskifti við Rússland, er að sjálfsögðu mundu
hafa veitt mörgum nauðþurftugum atvinnu;
metnaðarins vegna, sá núverandi sambands-
stjóm sér ekki fært, að ganga að slíku boði, jafn-
framt sem slegið er á þann streng hjá canadisk-
um verkalýð, að til vansæmdar megi telja, að
vinna að framleiðslu, er pantanir hafi borist að
frá Rússlandi.* Þó ekki væri nú að hreinlífið í
Montreal léti saurga sig með rússneskum á-
hrifum!
Eftir eyktamörkum að dæma, er svo að sjá,
sem þingið í Quebec mundi miklu fremur sætta
sig við það, að verksmiðjuþjónar í Toronto,
Brantford og Hamilton, gengi auðum höndum,
en að þeim veittist kostur á atvinnu við fram-
leiðslu landbúnaðar áhalda handa Rússum.
Aðrar þjóðir líta næsta ólíkum augum á mál-
ið. Italía hefir fyrir skemstu veitt viðtöku stórri
pöntun frá Rússlandi á margskonar vélum, auk
þess sem nú eru þar í smíðum þrjú stór verzlun-
arskip handa Rússum. Pólland hefir tekið feg-
ins hendi á móti pöntun frá Rússum fyrir 70,000
smálestum af stáli, er unnið skal úr í rússnesk-
um verksmiðjum.
Noregur rekur umsvifamikil viðskifti við
Rússland og blygðast sín ekki fyrir; slíkt hið
sama gera Bretland og Bandaríkin kinnroða-
laust.
/
Ritið Business Week, sem gefið er út í New
York, kemst meðal annars þannig að orð um
þetta mál:
* ‘ Bann það, er Canada-stjóm hefir sett á vör-
ur frá Rússlandi, er líklegt til þess að verða þjóð
vorri til drjúgra hagsbóta, því gera má ráð
fyrir, að þær tíu miljónir, sem Canada neitaði að
selja Rússum landbúnaðaráhöld fyrir, lendi hjá
oss.”
Þegar alt kemur til alls, og fult tillit er tekið
til þeirra margvíslegn örðugleika, sem cana-
diska þjóðin á við að búa um þessar mundir,
verður þröngsýni sambandsstjórnarinnar við-
víkjandi afstöðunni til viðskifta við Rússland,
lítt afsakanlegt.
Viðhorfið á Italíu
Tímaritið “The Living Age,” flutti í janúar-
mánuði síðastliðnum, allmerka lýsingni á því
helzta, er fyrir augu ber í Róm, meðan á hinum
árlegu hátíðahöldum stendur í tilefni af innreið
Mussolinis í borgina og valdatöku hans. Varpar
ritgerð þessi það miklu ljósi á ýms mikilvæg
atriði, er í sambandi við Mussolini og Fascista
flokkinn standa, að teljast verður æski-
legt að þau komi sem flestum fyrir sjónir; höf-
undur ritgerðarinnar er franskur jafnaðar-
maður, J. J. Vigne að nafni:
Eg kom til Róm þegar hátíðahöldin út af
valdatöku Mussolinis stóðu sem hæzt. Musso-
lini er sýknt og heilagt á ferð, lætur mikinn og
flytur eina ræðu á eftir annari; fánar, skrúð-
farir og skrautljós, vekja einkennilega grun-
semdarkend hjá útlendingnum, sem er óvanur
slíkri hringiðu; það er engu líkara en ægileg
orustuvíma hafi heltekið hugi þúsundanna, því
svo vígamannlega er látið og mikið borist á; þó
verst maður tæpast þeirri hugsun, að hér sé í
raun réttri miklu fremur um einskonar látalæti
að ræða, en sálræna samúð með ákveðnum mál-
stað.
Svo má segja, að maður þverfóti hvergi í
Róm fyrir lögregluþjónum og embættismönnum
hervaldsins; er engu líkara en að þeir, sem með
völdin fara, séu með hermanna skrúðfvlkingum
sínum um strætin, að reyna að vekja með þjóð-
inni nýja dýrkun á hersveitum Cesars, eða stilla
sem flestu í það horf, að svo líti út sem í raun
réttri sé nú gullöld Rómaríkis hins foma að end-
urtaka sig.
Athygíisvert er það, hve mismunandi þau
svipbrigði eru,:sem yfir hátíoahöldunum hvíla;
ópin og ærslin eru öll á hlið Fascista; þetta eru
líka þeirra eigin hátíðahöLd; þeir hinir mörgu.
er ekki fylla þann flokk, standa hjá þöglir og
þunglyndir, sem væri þeim öll þessi undur með
öllu óviðkomandi..
Eins og nú horfir við, verður ekki betur séð
en að eyðingaröfl undirokunar og ofurvalds,
séu að kljúfa ítölsku þjóðina í tvo ósamræman-
lega hatursfulla flokka, annar flokkurinn krefst
stríðs 0g landvinninga; hinn kýs að búa að sínu
í friði.
Maður, sem um eitt skeið hafði verið næsta
handgengifin Mussolini, var einhverju sinni
spurður um það, hvort þjóðin hefði, þegar alt
kæmi til alls, verulegar mætur á honum; svarið
var á þessa leið: “Sé maður í afhaldi sökum
mannkosta og meðfæddra dygða, ætti hann að
geta vikið sér við án lögregluliðs. ”
Maður verður þess skjótt var, eftir að á land
er stigið á ftalíu, hve hart er sorfið að persónu-
legu frelsi; það er engu líkara en að einhver sé
alt af á gægjum, einhver í humátt á eftir manni,
hvert sem leið er lögð.
Það gengur undrum næst, hvert ofurkapp
hefir verið á það lagt að auglýsa Mussolini;
maður kemur tæpast inn í þá búðarholu, að ekki
blasi þar fyrst við auga mynd Fascista leiðtog-
ans; er hið sama um gistihús og kaffisali að
segja; allstaðar er það hann, sem á myndinni
steytir hnefann framan í ímyndaða mótstöðu-
menn. f flestum búðargluggum blasir við brjóst-
líkan af Mussolini úr kopar, gulli eða silfri; þá
eru bókaverslanirnar stoppaðar af flugritum
um þenna harðsnúna eftirmann Cesars.
Uppg’jafa háskóla prófessor komst meðal ann-
ars þannig að orði um stjórnarfarið á ítalíu:
‘Hervaldsstjórn hlýtur ávalt að vera í öllum
meginatriðum í beinni mótsetning við lífræna
heimspeki, vísindi og listir. Hin svonefnda
Fascista speki, er í raun réttri ekkert annað en
hugarburður, eða húð utan um ekki neitt.
Hvernig í dauðanum ættu bókmentir að geta
dafnað í slíku andrúmslofti ? Þessvegna er það,
að fólkið leitar hugsvölunar í því liðna; það les
eitthvað um Garibaldi, Mazzini og byltinguna
frönsku, sökum þess að samtíðin veitir ekkert í
aðra hönd.
Leynifélög á ítalíu eru fleiri en tölum tjáir að
nefna; það er engu líkara en sérhver dagur sé
þáttur í lokalausum hvíslingalejk.
Stríð! stríð! Samtalið snýst ávalt um stríð;
þetta ógnandi orð virðist hvergi tungutamara
en á ftalíu um þessar mundir. Maður er ekki
fyr kominn á land, en stríðsvofan starir
manni í augu; í járnbrautarvögnum og sam-
komusölum er sjaldnast um annað talað, en út-
boð liðs. Hitti maður gamlan kunningja og
spyrji hann tíðinda, verður svarið á einn veg:
“Stríð, stríð! Auðvitað er það aðeins tíma-
spursmál þangað til stríð skellur á. ’ ’
Unglingar, sem byrjaðir eru að fá ofurlitla
nasasjón af því livað á seiði er, tala um stríð
sem alveg sjálfsagðan hlut og telja það einu
hjálparvonina; láta þeir þess þá venjulega jafn-
framt getið, að Frakkinn skuli fá sig fullsadd-
an í slíkri viðureign; þangað á örvunum að
verða stefnt.
Eg spurði franskan kunningja minn hvernig
honum litist á aðfarir Fascista flokksins á
ítalíu og hvert hann héldi að stefndi. Svarið
var á þessa leið: “Alt atferli Mussolinis og
fylgifiska hans, bendir ómótmælanlega í þá átt,
að stríð sé í aðsigi; maður þarf ekki að dvelja
lengi á ítalíu til þess að gangn úr skugga um
það.
Hefir nokkur maður nokkru sinni látið sér
slík orð um munn fara, sem Mussolini, önnur
eins gífuryrði? Hefir nokkur sá maður nokkru
sinni áður verið til á bygðu bóli, er sungið hefir
vélabyssum og byssustingjum slíkt lof sem ein-
mitt hannf”
Svörtu hersveitirnar, eða réttara sagt her-
sveitimar í svörtu skyrtunum, ráða lofum og
lögum á Italíu; máttur þeirra er ískyggilegur
og ögrandi. Fastaher ítölsku þjóðarinnar telur
fjögur hundruð þúsundir liðsmanna, auk lög-
reglunnar, sem telur hundrað 0g tuttugu þús-
und; við þetta bætist svo sjálfboðalið Fascista,
er samanstendur af þrjúhundruð og níutíu þús-
und æfðra hermanna, sem verið geta til taks
nær sem verða vill.
1 sérhverjum apríl-mánuði bætast hernum
milli fimtíu og sextíu þúsund nýliðar; að með-
talinni þeirri viðbót, má með réttu segja, að því
nær miljón æfðra hermanna sé undir vopnum
á Italíu. Viðbúnaður sem þessi hefir ávalt stríð
í för með sér; alt annað væri óhugsandi.
Eins og til hagar á Italíu um þessar mundir,
þarf stjórnin sennilega á öllum sínum hersveit-
um að halda, til þess að fyrirbyggja að alt fari
í bál og brand heima fyrir. óánægjan við Mus-
solini 0g flokksmenn hans, er að verða næsta
róttæk, þótt öllum hugsanlegum brögðum sé
beitt til þess að láta sem allra minst á henni
bera. Að tilgangurinn með hersöfnuninni sé
slíkur, mega Fascistar samt undir engum kring-
umstæðum viðurkenna opinberlega; þeir eru
þessvegna nauðbeygðir til að telja sjálfum sér
og öðrum trú um það, að til þess geti komið, að
ráðist verði á Italíu þá og þegar, og að þess-
vegna sé óhjákvæmilegt að hafa voldugar her-
sveitir til taks. Hverjum á svo að verjast?
Fyrst Frökkum og þar næst Jugó-Slövum.
Svo'jtná segja að alt stjórnarfár Italíu áé um
þessar mundir miðað við herafla; ekkert spor
stigið, fyr en athugað hefir verið nákvæmlega
hver afleiðing þess gæti orðið frá hernaðarlegu
sjónarmiði.
Mussolini staðhæfir, að flðst ríki Norðurálf-
uunar hafi myndað samsæri í því augnamiði að
koma Fascista hreifingunni fyrir kattarnef, og
að Frakkar séu þar fremstir í flokki; þar af
leiðandi telur hann alt annað óhugsandi en það,
að þjóð sín hervæðist jafnt og þétt, og sé til taks
hvenær, sem kallið komi.
1 þeim löndum, er við einræðisstjóm búa, gæt-
ir almennisálitsins næsta lítið; er Italía talandi
vitni um það. Einstöku menn aðhyllast, víg-
búnaðarstefnuna, með það fyrir augum, að svo
geti farið, að hún með tíð og tíma bindi enda á
einveldi Mussolinis, að herinn kunni að snúast á
móti honum nær sem vera vill; rökin fyrir slíku
virðast samt sem áður næsta veik. Aðrir hafa
af furðulegum ástæðum, sannfærst um það, að í
raun réttri muni því nú vera þannig farið, að
Frakkar sitji á svikráðum við ítölsku þjóðina,
og þessvegna ríði lífið á að vera til taks.
Athugull ferðamaður, sem dvalið hefir um
hríð í Róm, hverfur þaðan aftur sannfærðari en
nokkru sinni fvr um það, að stjórnmálum Italíu
viðvíkjandi, sé alt á ringulreið; alt saman ó-
ráðið um alræðisvaldið, konungsvaldið, j)jóð-
bankann og kauphöllina.
Þó leitað sé með logandi ljósi, fyrirfinnast
hvergi efndirnir á hinum mörgu og margvíslegu
umbótaloforðum Mussolinis og Fascista flokks-
ins; alþýða manna býr við örbirgð og and-
streymi, og betlilýð f jölgar með ári hverju. Al-
ræðisvaldið á fult í fangi með að vernda sjálft
sig, hvað þá heldur aðra.
Þjóðin er fangi í fáránlegri dýflissu; hún lifir
í voninni um það, að einhver þau teikn kunni að
ske, innanlands uppreist, eða eitthvað annað, er
enda bindi á Fascista farganið.
Alvöruefni
Sökum hinnar síþverrandi kaupgetu bóndans,
getur ekki hjá því farið, að hin ýmsu samvinnu-
félög eigi erfitt uppdráttar í ár; veltur þess-
vegna mikið á því, að fylstu varúðar sé gætt út-
gjöldum viðvíkjandi; gildir þetta einkum og
sérílagi um samtök neytenda. Bjá því getur
eWíi farið að slíkar stofnanir verði að lána nokk-
uð með köflum, því eins og gefur að skilja, er
það hart aðgöngu, að synja góðu og heiðarlegu
fólki um nauðsynjar. En samtakanna sjálfra
vegna, hlýtur það að skoðast óhjákvæmilegt,
að ekki verði rasað um ráð fram.
Sérhver sú samvinnustofnun, sem lánar von
úr viti, horfist í augu við gjaldþrot.
Þegar um samvinnustofnanir er að ræða, skal
ekki tjaldað til einnar nætur; það er engan veg-
inn fullnægjandi að þær lifi og þrífist í dag; þær
verða líka að lifa og dafna á morgun.
Starfrœksla Þjóðbraut-
anna
Sum af leiðandi blöðum afturhalds flokksins,
virðast ekki með öllu áhyggjulaus út af því
hvernig þjóðbrautakerfinu muni reiða af, undir
leiðsögp núverandi þing-meirihluta og stjómar;
hvort ótti sá, er á nokkrum verulegum rökum
bygður skal ósagf látið; en gott er samt sem
áður til þess að vita, að slíkt áhrifablað, sem
Montreal Gazette skuli hafa vakið máls á því,
og það í fullri einurð, hve afarnauðsynlegt sé
að þessu fjöreggi canadisku þjóðarinnar verði
haldið utan við flokka pólitíkina; bendir blaðið
stjórninni á það í fylstu alvöru, að þjóðin muni
ekki líða það óátalið í framtíðinni, að farið sé
eftir pólitískri flokks afstöðu, þá er skipa skal
nýja menn í framkvæmdarstjóm þjóðbraut-
anna; einungis hagkvæm reynsla og hæfileikar
til starfs, eigi að koma til greina.
Blaðið Ottawa Journal, sem er eitt af áhrifa-
mestu stuðningsblöðum núverandi sambands-
stjómar, tekur mjög ákveðið í sama streng, og
skorar á stjórnmálamenn þessa lands, án tillits
til flokka, að sýna þjóðbrautakerfinu fullkomið
hlutleysi, með því að sýnt sé, að því sé vel og
viturlega stjómað undir forustu Sir Henr,y
Thornton; farast blaðinu meðal annars þannig
•orð:
“Sá tími er nú um garð genginn, er telja
mátti fólkinu trú um, að þjóðbrautunum, eða
réttara sagt starfrækslu þeirra, væri bezt borg-
ið í höndum sambandsþingsins og stjórnmála-
mannanna. Canada hefir sína sögu að segja í
því tilliti; þarf ekki annað en vitna í meðferðina
á Inter-colonial brautinni gömlu; hún stcndur
þjóðinni vafalaust enn í fersku minni. Eins
lengi og þjóðin minnist reynslu sinnar í því
efni, og eins lengi og framkvæmdarstjórn þjóð-
brautanna er í jafn gpðum höndum og hún er
nú, er engin ástæða til þess að óttast um hag
þeirra í framtíðinni, og síður en svo nokkur
ástæða til breytinga á ráðsmensku.”
12. ársþing
Þjóðræknisfélagsins
(Framh.)i
Þess var getiS í framsögninni, að allir,
er í nefndinni hefðu átt sæti, heföu ekki
getaö skrifaö undir sökum þess, að sumir
væru utanbæjar.
Rögnv. Pétursson geröi tillögu um aö
forseti skipaöi þriggja manna þingnefnd,
R. E. Kvaran studdi. Samþ.
Forseti skipaöi Kristján Bjarnason, S. D.
B. Stefánsson og Mrs. Guörúnu H. John-
son i nefndina.
Tímaritsmál tekiö fyrir. Sig. Vilhjálms-
son gerði tillögu, er R. E. Kvaran studdi,
um fimm manna þingnefnd, er forseti
skipaði. Samþ.
Forseti skipaöi þessa: Árna Eggertsson,
Ingvar Gíslason, Bjarna Davíðsson, J. S.
Gillis, Sigurbjörgu Johnson.
Bókasafnsmál tekiö fyrir: R. E- Kvaran
og Sig. Vilhjálmsson gerðu tillögu um
þriggja manna þingnefnd. Samþ.
Forseti skipaði Ó. S. Thorgeirsson, Á.
Sædal og Jódisi Sigurðsson í nefndina.
Forseti las upp bréf frá forseta félagsins
Vínlandsblóm, þar sem kvartað er yfir því,
að blaðið Free Press hafi skýrt ranglega
frá skógræktarmálum í sambandi við sið-
asta ársþing Þjóðræknisfélagsins. Mæltist
hann til i bréfinu að forseti Þjóðræknis-
félagsins leiðrétti nú það mishermi.
Forseti gat þess, að sér fyndist ekki á-
stæða til leiðréttingar og tók Árni Eggerts-
son í sama streng.
Fundi var frestað til kl. 8 síðdegis.
Fundur var settur kl. 8 að kvöldi og var
það skemtifundur, ágæþega sóttur.
Samkepni fór fram meðal 6 ungmenna,
er öll höfðu áður hlotið silfurpening fyrir
íslenska framsögn, um gullpening Þjóð-
ræknisfélagsins. Hlaut Friðrik Kristjáns-
son verðlaunin fyrir prýðilegan flutning.
Dómarar voru Miss Aðalbjörg Johnson,
dr. Sig. Júl. Jóhannesson og Mr. Friðrik
Swanson.
Mr. R. H. Ragnar spilaði á pianó og
Mrs. Hope söng, bæði við ágætan orðstír.
Forseti séra Jónas A. Sigurðsson flutti
kvæði um Skagafjörð, og séra Jóhann
Bjarnason flutti snjalla ræðu um metnað
þjóða.
Starfsfundur var settur kl. 10 f. h. 26.
febr. Fundargjörningur lesinn og sam-
þyktur.
Kjörbréfanefndin lagði fram eftirfar-
andi skýrslu:
Herra forseti:
Kjörbréfanefndin hefir að líkindum
lokið sínu starfi. í dag, á öðrum þing-
degi, eru aðeins mættir fulltrúar frá tveirn
deildum—“Brúin” í Selkirk og “ísland”
að Brown.
Skrá yfir fulltrúa er sem hér segir:
Deildin “Brúin”—
Theodór Sigurðsson fer með 19 atkvæði
Bjarni Dalman fer með 16
Mrs. Ásta Eiríksson fer með 16
Mrs. S. Johnson fer með 15
Alls 66 atkvæði
Deildin “ísland”—
Jón J. Húnfjörð fer með 6 atkvæði
Jón B. Johnson fer með 2
Alls 8 atkvæði
Þá liggur einnig fyrir á þinginu skrá
yfir kjörgenga félaga i deildinni “Frón”
hér í borg.
Á þjóðræknisþingi 26. febrúar, 1931,
Ólafur S. Thorgeirsson,
B. Dalman.
Jafnframt þessari skýrslu afhenti nefnd
' in forseta skrá yfir mikinn f jölda ein-
stakra utanbæjarmanna, er staddir voru á
þinginu og þátt tóku í þingstörfum.
Árni Eggertsson og G. F. Friðriksson
lögðu til að nefndarálitið væri samþ. Var
það gjört með öllum atkvæðum.
A. P. Jóhannsson hafði framsögu fyrir
fjármálanefnd. Gat hann þess að hann
hefði enga skriflega skýrslu að bera fram
um athugasemdir nefndarinnar við skýrslu
embættismanna. Þó vildi hann benda á
einstök atriði til athugunar. T. d. liti það
einkennilega út, er einn liður í reikningn-
um væri vextir í Landsbankanum $110.56.
En þetta ætti í raun og veru að nefnast
gengishagnaður og vextir.
Þá benti hann á, að næsta ár yrðu miklu
minni tekjur en undanfarið vegna árferð-
is í landinu og þar af leiðandi minni aug-
lýsingar í Tímaritinu. Bað hann menn að
fara gætilega með fjárútlát. Þá átaldi
hann hve mikið hefði verið greitt fyrir
yfirskoðun og taldi með öllu óviðunandi
hve kostnaðurinn væri mikill við fjármála-
ritara og skjalavarðarstörfin. Mælti að
lokum með 'því að fjármálaskýrslurnar
væru samþyktar.
Árni Eggertsson gjörði grein fyrir nauð-
syninni á að borga fyrir fjármálaritara og
skjalavarðarverkið. Hefði Ó. S. Thor-
geirsson tekið þetta að sér fyrir bænar-
stað nefndarinnar og væri ekki ofborgað
fyrir starfið og húsnæði fyrir bókasafnið.
A. P. Jóhannsson taldi ekki unt að fá
hentugri mann en þann, sem nú gegndi
verkinu, en hann taldi ráðstöfunina að
greiða fyrir verkið óheppilega. Bókasafn-
ið væri ekki notað og væri ófært að eyða
stórfé fyrir vörslur safnsins. Um greiðslu
fyrir fjármálaritarastarfið fanst honum
ekki eiga að vera að ræða. Halldóri Bar-
dal hefði að vísu verið greidd þóknun, en
það hefði verið fyrir að koma starfinu í
rétt horf. En greiðslunni mætti ekki halda
áfram eftir að bókfærslan væri komin í
viðunandi horf.
Sig. Vilhjálmsson taldi ekki ólíklegt að
komast mætti af með minni vinnu við fjár-
málaritarastarfið með því að nota blöðin
betur til auglýsinga. Um bókasafnið gat
hann þess að það virtist ófyrirsynju stofn-
að, þvi að íslendingar yæru hættir að lesa
sæmileg rit.
O. S. Thorgeirsson bað sér hljóðs og
gjörði grein fyrir því verki, sem hann
hefði annast. Taldi liann sig sízt betur
staddan fjárhagslega þótt hann fengi þessa
greiðslu. Verkið væri svo mikiö, að sann-
1 meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gift, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Médicine Co., Ltd.,
Toronto, ef bopgun fylgir.
leikurinn væri sá, að þetta væri engin
borgun. Taldi hann það hina mestu fjar-
stæðu, að enginn kostnaður yrði af starf-
inu, þótt bókfærsla væri komin í rétt horf.
T. d. yrði hann að senda út um 3,000 bréf
árlega. Þá væri mikið starf við útsend-
ingu Tímaritsins. Þá mætti geta þess að
tekist hefði að selja alla History of Ice-
land, sem menn hefðu örvænt um að nokk-
uru sinni gengi út. Benti hann ennfrem-
ur á, að Bókmentafélag íslands greiddi
2000 krónur fyrir samskonar starf og hér
væri um að ræða. Að lokum gat hanri
þess að það væri vafalaust þægilegt að fá
mann til þess að vinna þetta fyrir ekkert,
en þó taldi hann ekki óliklegt að félagið
kynni að iðrast þess síðar ef sú stefna væri
tekin upp.
Nefndarálit fjármálanefndar var þvi
næst samþykt með öllum atkvæðum.
íþróttamál tekið fyrir. Carl Thorláks-
son las upp nefndarálit, er svo hljóðar:
Vér undirritaðir, sem kosnir vorum til
þess að íhuga íþróttamálið, leggjum eftir-
farandi tillögur fyrir þingið.
I. Vegna vaxandi áhuga yngri kyn-
slóðarinnar íslenzku vestan hafs fyrir
“Hockey” leikjum, mælum vér með þv»
við hið háttvirta þing, að það veiti alt að
$25.00 fyrir bikar, er kept verði um ár-
lega.
1 2. Að þriggja manna milliþinganefnd
verði kosin á þessu þingi til þess að ann-
ast um þetta mál og semja reglugjörð fyr-
ir samkepninni um bikarinn.
3. Ennfremur viljum vér mælast til
þess að stjórnarnefnd þjóðræknisfélags-
ins styrki íþróttafélagið “Fálkann” á
þessu ári, að ‘svo miklu leyti sem hún sér
sér fært.
Carl Thorláksson,
G. L. Jóhansson,
D. Björnsson.
R. E. Kvaran lagði til að ræða nefndar-
álitið lið fyrir lið. J. P. Sólmundsson
studdi. Samþykt i einu hljóði.
Árni Eggertsson lagði til að 1. liður
væri samþyktur. Stutt af mörgum og sam-
þykt. '
Árni Eggertsson gjörði breytingartil-
lögu við annan lið, að stjórnarnefnd væri
falið að semja reglugjörðina í stað milli-
þinganefndar. J. P. Sólmundsson studdi
°g gjörði grein fyrir stuðningi sínum i
ræðu. Var breytingartill. samþ.
Árni Eggertsson lagði til og J. P. Sól-
mundsson studdi, að þriðji liður væri sam-
þyktur. Samþ. Nefndarálitið með áorð-
inni breytingu borið upp og samþ.
Útbreiðslumál tekin fyrir. J. P. Sól-
mundsson las upp eftirfarandi álit:
Þingnefndin í útbreiðslumálum leggut
til, að þingið heimili félagsstjórninni alt að
$300 útbreiðslustarfi til eflingar á þessU
ári.
Hitt vill ækki þessi þingnefnd færast í
fang, að semja félagsstjórninni neinaf
reglur um það, hvernig því fé skuli varið.
Slíkt mun mjög verða að fara eftir því,
hvað bezt á við, á hverjum stað og tíma.
J. P. Sólmundsson, Árni Eggertsson,
Ólafur S. Thorgeirsson,
Mrs. J. E. Eiríksson, H. Kristjánsson.
Flutti framsögumaður skörulega ræðu
með nefndarálitinu um það, hve tækifærið
væri sérstaklega mikið nú til útbreiðslu.
R. E. Kvaran taldi heppilegra að nefnd-
in athugaði hvort ekki væri unt að koma
með ákveðnari tillögur en gjört væri í
nefndarálitinu.
J. . P. Sólmundsson gjörði grein fyrir
því, að hann hefði sjálfur komið fram með
ákveðnar og sundurliðaðar tillögur á þingi
fyrir tveimur árum en mbnn hefðu ekki
fært sér þær í nyt.
E. Sigurðsson og G. F. Friðriksson
lögðu til að vísa álitinu aftur til nefndar-
innar.
Árni Eggertsson taldi betra að mælast
til þess við væntanlega stjórnarnefnd að
hún tæki bendingar, sem fram kynnu að
koma frá einstöku mönnum, til greina, en
samþykkja frumvarpið. J. P. Sólmunds-
son mæltist einnig til að það væri sam-
þykt í þessum búningi^. Var þá tillagan
dregin til baka af E. S. og G. F. F. og
nefndarálitið síðan samþykt.
Á. P. J. benti á, að betur færi á því, að
nefndarálit, sem hefðu fjárútlát í för með
sér væru send fjármálanefnd til umsagn-
ar áður en þau væru samþykt.
Forseti kvaðst skyldi taka þessa bend-
ingu til greina það sem eftir væri þings-
ins.
Fundi frestað til kl. 2 e. h.
Fundur settur kl. 2 e. h. Fundargjörn-
ingur lesinn upp og samþyktur. Forseti
setti Guðm. Árnason í stað J. Gillis, sem
ekki hafði getað starfað, í útgáfunefnd
Tímaritsins.
Nefndarálit lágu engin fyrir, svo forseti
tók tækifærið til þess að ræða um og minna
menn á Selskinnu. Gjörði hann grein
fyrir til hvers menn hefðu viljað efla með
bókinni og mælti fastlega með því að mexm
skrifuðu nöfn sín og vandamanna sinna 1
bókina.
Framh.