Lögberg - 30.04.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.04.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL 1931. Högberg ‘ Gefið út hvern fimtudag af TIIE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: : The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. ■ Utanáskrift ritstjórans: Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” ls printed and published by i * The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave„ Winnipeg, Manitoba. : ................................................ Athyglisvert Upp á síðkastið, hefir mikið verið um það ritað og rætt, livort tiltækilegt þætti að hrinda í framkvæmd löggjöf, er það markmið hefði, að skylda kornræktarbændur Sléttufylkjanna til þess að gerast meðlimir í hveitisamlaginu; hafa skoðanir manna um málið verið næsta skiftar, sem reyndar mátti búast við, þar sem um jafn-róttæka breytingu var að ræða frá því fyrirkomulag'i á sviði viðskiftalífsins, er við hefir gengist í liðinni tíð. Svo má segja, að þessi nýja hugmvnd hafi fram að þessu verið að mestu leyti bundin við Saskatchewan, þótt hennar hafi að vísu orðið vart í Alberta og Manitoba. Hveitsamlögin canadisku, hafa fram á þenna dag, notið ærið almennra vinsælda; þau hafa eigi aðeins gert það heima fyrir, heldur hafa þau einnig notið álits og trausts víða um önnur lönd. Sem dæmi upp -á það, nægir að benda á, að í fyrra kvaddi nefnd sú í þjóðþing- inu í Washington, er um landbúnaðarmálin fjallar, til fundar við sig einn af forkólfum canadiska samlagsins, til þess að ráðgast um það við hann, með hverjum hætti að líklegt mætti telja, að helzt yrði ráðin bót á þeim erf- iðleikum, sem amerískir kornyrkjubændur hafa átt við að stríða hin síðari ár. Ef til þess kæmi, sem vonandi verður ekki, að innleidd yrði þvingunarlög, er gerði bænd- um það að skyldu að innritast í samlagið, mundi tilveru þess, að vorri hyggju, stofnað í nokkra hættu. * Hveitisamlög Sléttufylkjanna, eru nú búin að starfa um all-langt skeið; hafa þau fest það djúpar rætur, að tæpast mun þurfa að gera ráð fyrir, að þau leysist upp úr þessu; þó er viss- ara fyrir samlagsmeðlimi að vaka á verði, því vafalaust eru þeir hreint ekki svo fáir, sem kjósa vilja’feigð á samtök þessi, sem og revnd- ar mörg önnur. Eins og nú horfir við, má svo að orði kveða, að línan sé einungis dregin milli samlagsmeð- lima og þeirra, er utan samtakanna standa, því ákjósanleg eining hefif ráðið ríkjum meðal samlagsmanna sjálfra; þess vegna er það, að samlögin hafa náð þeirri útbreiðslu, sem raun er á orðin. Þvingunarlöggjöf, er skyldaði alla kornframleiðendur til þess að ganga í sam- lögin, gæti auðveldlega orsakað slíkan innbyrð- is ágreining, er riðið gæti þeim að fullu. Vert er, að þess sé fyllilega gætt, að ef til þess kæmi, að þvingunarlöggjöf í þessa átt yrði hrundið í framkvæmd, þá yrðu samlögin óhjá- kvæmilega, í vissum skilningi, háð stjórnarein- okun, því stjómin hlyti að meira eða minna leyti, að hafa hönd í bagga með starfrækslu þeirra. Engan veginn er það óhugsandi, að um stund- arhagnað gæti orðið að ræða, ef svo skipaðist til, að hveitiverzluninni allri yrði veitt í einn og sama farveg, þó slfkt virðist samt sem áður ekki næsta líklegt. En færi nú svo, að slík að- ferð leiddi til aukinnar sundrungar innbyrðis, má vel ætla, að tapið yrði meira en gróðinn; því er nákvæmlega eins varið með samtök bænda, sem flest önnur samtök manna á meðal, að hætt- an mesta er ávalt fólgin í innbyrðis sundur- lyndi. Ef til þess kæmi, að bændur yrðu skyldaðir til þess með lögum, að einskorða sig við hveiti- samlögin kornverzluninni viðvíkjandi, mundi mörgum þeirra vafalaust finnast sem svo, að með því væri verið að leggja á þá slík ófrelsis- höft, er eigi væri unandi við; af slíkri óánægju gæti það leitt, að samlögin drægjust smátt og smátt inn í hinar pólitísku flokkadeilur, og væri þá ver farið en heima setið. Oss skilst, að lögskipað þvinguarsamlag, gæti aldrei þrifist til frambúðar; sérhver samvinnu- stofnun verður að hvíla á grundvelli sameigin- legra hugsjóna, og sameiginlegri þrá til sam- starfs, eigi hún að fá notið sín; kúgunarsam- vinna er verri en engin samvinna. Frambúðar-samvinna er fólgin í hjartslætti sameiginlegs maikmiðs. Sambúð canadiskra bænda hefir yfirleitt verið góð, — jafnvel einlgígari og betri, en við- gengst víða annarsstaðar; samtök þeirra hafa orðið þeim til gagns og sóma; þau hafa haft, eigi að eins fyrir þá sjálfa, heldur og fyrir þjóð- ina í heild, mikið og margvíslegt menningar- gildi. Það voru bændur sjálfir, er stofnuðu hveiti- samlögin í Vestur-Canada, og það er þeirra hlutverk, að halda þeim við; til þess að slíkt lánist, ríður lífið á að ekki verði lagt út á neina þá braut, er haft geti í för með sér innbyrðis- sundrung. Hveitisamlaganna sjálfra vegna, og þeirra allra, er að þeim standa, er óskandi að aldrei veiði gripið til neinna þeirra örþrifaráða, er minna á einokun og kúgun; slíkar stofnanir ná því aðeins tilgangi sínum, að starfræktar séu á sameiginlegum bræðralagegrundvelli. Spor í öfuga átt Við síðustu sambandsþingskosningar, þeyttu afturhalds-legátamir upp feikna moldryki út af hættu þeirri, sem canadisku þjóðinni átti að stafa af viðskiftunum við Nýja Sjáland, eða þó einkum og sérílagi af innflutningi smjörs þaðan úr landi; með slíku átti að hafa verið stofnað til fjárráða við velgengni can- adiskra mjólkurframleiðenda og þar fram eft- ir götunum. Mr. Bennett hét því, að kippa þessu samstundis í lag, og hann gerði það líka, á sína vísu, þótt skiftar verði að sjálfsögðu skoðanirnar um árangurinn. Árið 1929 flutti canadiska þjóðin inn fjórar miljónir punda af smjöri frá Nýja Sjálandi; nú er svo komið, að innflutningur smjörs það- an, er kominn ofan í sama sem ekki neitt. 1 nóvembermánuði síðastliðnum, eftir að Mr. Bennett hafði lýst blessun sinni á tollmúra- farganinu, nam innflutningur smjörs frá Nýja Sjálandi að eins sextíu 0g fjórum pundum; í janúar komst innflutningur þessarar fram- leiðslu tegundar þaðan, upp í seytján hundruð pund, eða freklega það, en síðan hefir hann farið þverrandi jafnt og þétt. Það er fleira en eitt, sem til greina kemur í þessu sambandi; afleiðingarnar af tollmúr- unum gagnvart frameiðslu Nýja Sjálands, eru víðtækari en svo, að séð verði fyrir endann á þeim; þær ná ekkí aðeins til smjörsins, heldur og margra annara framleiðslu tegunda. Árið sem leið, eða réttara sagt þann tíma þess, sem liðinn var um þær mundir, er Mr. Bennett kom til valda, keypti Nýja Sjáland fimm miljón dala virði af canadiskum bílum; nú jná svo að orði kveða, að sú viðskiftalind sé þurausin, sem glegst má af því ráða, að í síðastliðnum febrúarmánuði nam innflutning- ur canadiskra bíla til Nýja Sjálands, aðeins tuttugu og sex þúsundum dala. Ekki verður auðveldlega fram hjá því gengið, að tilbúningur fimm miljón daía \nrð- is af bílum hlyti að hafa veitt mörgum nauð- jiurftugum manni hér í landi atvinnu; af ein- hverjum lítt skiljanlegum ástæðum, virðist þetta samt sem áður hafa farið fyrir ofan og neðan garð hjá Mr. Bennett; tollmúrahækkun- in gagnvart framleiðslu Nýja Sjálands, hefir átakanlega leitt í ljós, að spor Mr. Bennetts í því tilliti, stefndu í öfuga átt. Innilokunarstefna Mr. Bennetts, hlýtur að koma canadisku þjóðinni í koll; því fyr, sem hún vaknar til meðvitundar um það, þess betra. Varhugaverð átaðhœfing 1 þingræðu þann 21. yfirstandandi mánað- ar, lét Mr. Bennett þess getið, að í raun réttri væri ekki um neitt harðæri að ræða í Vestur- landinu, því þó benda mætti á nokkur tilfelli, þar sem fólk hefði þurft hjálpar við, þá væru þau svo fá, að á slíku væri ekki orð gerandi. Næsta margir munu þeir þó vera, er ekki sjá auga til auga við Mr. Bennett í þessu tilfelli. Að halda því fram á þingi þjóðarinnar, og ætlast jafnframt til þess, að þjóðin ljái því vingjarnlegt eyra, að í raun réttri sé helzt ekki nokkur skapaður hlutur að í Vesturland- inu, er meiri ofdirfska, en tölum tjái að nefna; bændur Sléttufylkjanna finna það bezt sjálf- ir, hvar skórinn kreppir að, án vanhugsaðra staðhæfinga af hálfu Mr. Bennetts úm þáð gagnstæða. Daginn eftir að Mr. Bennett gerði þessa fáránlegij staðhæfingu, birtust í hinum ýmsu blöðum vestanlands, ströng mótmæli frá leið- togum bændasamtakanna; sýndu þeir fram á með ómótmælanlegum rökum, hve fjarri öllum sanni það væri, að sama sem ekkert væri að í Vesturlandinu; kváðust þeir líta svo á, að um- mæli forsætisráðgjafans væru beinlínis móðg- andi; sönnuðu þeir með skýrslum, að þús- undir bænda hér 0g þar um Vesturfylkin, hefðu orðið að leita ásjár síðastliðinn vetur. Ástandið í Vesturlandinu er alvarlegra en svo, að læknað verði með tómum gífurýrðum, hvort heldur þau falla af vörum Mr. Bennetts,' eða einhvers annars.. • _ • Oreigar og oflátungar Sá, er þetta ritar, var af tilviljun staddur á Portage Avenue í Winnipeg um nónbil mið- vikudagsins 15. apríl þ. á. Eftir þeirri aðal- verzlunargötu borgarinnar fóru þá fylkingar atvinnulausra manna og stefndu þangað, sem stendur marmarahöllin mikla, — stjórnar- setrið í Manitoba. Dagblöðin sögðu mann- fjöldann verið hafa sex þúsundir. Trúað gæti eg, að þúsundirnar hefðu verið tíu, eða svo hefðu blöðin talið þær margar, þess er eg full- viss, ef um hátíðarhald hefði verið að ræða. Þetta voru fylkingar öreiga og atvinnulausra verkamanna í höfuðborg fylkisins. Lýður þessi gekk hæversklega fram hjá og manni gafst færi á’að liorfa í andlit fjölda margra og virða fyrir sér útlit og klæðnað fólksins. Þar kendi margra grasa. Margir voru sæmilega vel til fara, aðrir í óhreinum görmum. Sumir voru kátir, en flestir þungbúnir. Sumir voru ljóshærðir Norðurlanda'-jmenn, aðrir svant- hærðir menn frá Suður-Evrópu, en flestir, að mér virtist, blóðlitlir menn frá Bretlandseyj- um. Ekki svo fáar konur voru í hópnum og báru sumar þeirra börn á örmum sér. Allar þessar þúsundir vildu fá verk að vinna og brauð að borða. Er öreigalýður þessi hafði gengið fram hjá, kom mér til hugar maður, sem ættaður var frá Nazaret í landinu helga. Sagan segir, að hann hafi eitt sinn haft fyrir augum mann- fjölda, mjög svipaðan þessum, sem nú fór þar um borgarstrætin áleiðist til þinghússins, og þá hafi hann komist við og mælt: “Eg kenni í brjósti um mannfjöldann; þeir hafa ekkert til matar; fastandi vil eg ekki láta þá frá mér fara.’ Og mér kom til hugar: Hvað skyldi Kristur hafa hugsað og sagt, hefði hann mætt mannfjölda þessum á Portage Ave. eða við þinghúss-dyrnar. ? Af þessum hugsunum vaknaði eg við það, að einhver sagði: Damn foreigners! (bölvaðir útlendingar). Ekki voru það alt útlendingar, en hvað um það, þarna sá eg þá í anda föður minn og móð- ur og feður 0g mæður flestra vina minna, ör- eigalýðinn íslenzka, sem fvrstur tróð helveg útlendra erfiðismanna á þessum slóðum. í þann tíð var viðkvæðið á götunum, þegar út- lendir menn gengu fram hjá, sjaldan: “Damn foreigners”, heldur “Dirty Icelanders”. Feð- ur vorir söguðu brenni og grófu saurræsi, og mæður vorar þóu lín og ræstu gólf fram á nætur. Nú göngum vér í hvítum skyrtum á hverjum deg'i, 0g þykjumst meiri voru for- eldri. Það á eitthvað skylt við það, að skvrpa á leiði feðra sinna, þegar íslenzkir oflátungar nú hreykja sér hátt upp yfir vgrkamenn og velja hrakyrði verkalýð og verkamanna-hreyf- ingum öllum. Mest þjáir verkamanna-fælni þessi þá menn, sem fyrirhafnarlítið hafa kom- ist yfir nokkur skildingaráð og skuldir, 0g þá aðra, sem meira útsvar greiða af hégóma og heimsku, en af mannviti og mentun. En þeir segja, að öreigarnir nú á dögum sé ekki annað en guðlausir kommúnistar. Eitthvað í þá sömu átt var sagt í gamla daga um íslenzku verkamennina í Winnipeg, þegar þeir fyrstir sinna stéttarbraiðra, réðust í að stofna “verka- mannafélag” og hafa samtök um það, að láta ekki ganga á sér. Einhverjir eru á lífi enn og muna, hversu “rautt” varð blóðið í Islending- um og heitt þeim varð um hjartarætur út af manndrápinu í skurðunum hjá “contractor Lee”, sem Jón ÓlafSson kvað um heiftarkvæðið og allir landar lærðu. Við, oflátungarnir, erum ekki nema í annan lið komnir frá öreigunum og höfum ekki af miklu að státa. Fari svo, að atvinnuleysi þessara tíma komi verkalýð og bændum/landsins í klær kommún- ista, þá verður það vegna samúðarleysis sam- borgara þeirra, og fyrir þá sök, að kristnum mönnum er annað innanbrjósts, en Kristi forð- um, er hann leit yfir mannfjöldann ógæfusama í óbygðinni. En svo segir vort háa yfirvald, að alt sé í góðu gengi; og hvað er þá um að tala, fyrst “keisarinn hlær.” B. B. J. —(Sameiningin,) Ný skip Af skýrslum yfir skipabyggingar á árinu sem leið, má það ljóslega sjá, að fremur hefir birt yfir athafnalífinu á því sviði; smálestatal skipa þeirra, er í hópinn bættust, nam nokkuð á þriðju miljón, og er það drjúgum meiri viðauki, en árið þar á undan Mest er viðbótin á Bretlandi, eða um 54% af smálestatali allra hinna nýju skipa. Næst Bret- landi kemur Þýzkaland, þá Holland, Frakk- land, Danmörk og Svíþjóð. Tekið skal það fram, að í smálestatali því, sem hér um ræðir, er einungis átt við fólks- og vöruflutningaskip, — herskipin öll ómeðtalin. Af þessum nýju skipum, eru 44% mótorskip, er brenna olíu; afgangurinn brennir kolum. Hin árlega viðbót mótorskipa á Bretlandi, er brenna olíu, kemur að sjálfsögðu hart niður á kolaiðnaði þjóðarinnar, er ekki var þó í sem glæsilegustu ástandi áður. 12. ársþing Þjóðræknisfélagsins (Framh.)i Forseti drap á hugmynd ýmsra máls- metandi manna á Islandi um aS senda hingaS bækur. A. P. Jóhannsson var mótfallinn því, a’5 félagið gengist fyrir safni á einum stað. Taldi ekki mikið á því að byggja, sem menn heföu veriö að tala saman á ís- landi um þessi efni. Um húspláss í J. B. skóla gat hann þess, aS sér virtist það ekki ná nokkurri átt að um þaS gæti veriö aö ræSa. Vildi hann afhenda Fróni bækurn- ar, sem fyrir hendi væru, og komast aS raun um, aS hve miklu leyti bókasafni væri sint. Virtist honum félagiS stefna meS þetta mál 40 ár aftur í tímann. G. Árnason benti á hve mikill áhugi væri enn í bygSinni fyrir lestrarfélögum. Taldi mjög nauSsynlegt aS gefa Winnipeg sama tækifæri. J. P. Sólmundsson vakti athygli á nauð- syninni að menn hefSu aðgang að bókum um íslenzk efni. Hitt væri ekki sjálfsagt áð ÞjóSræknisfélagiS hefSi fjárhagslega ábyrgS á þeim. MáliS mætti undir engum atvikum deyja. A. P. J. minti á íslenzku deildina viS bókasafn borgarinnar. Benti á aS ef til vill væri bezt aS styrkja þá deild. R. E. Kvaran rakti þær skoöanir, sem þegar hefSu komiS fram í málinu og taldi stjórnarnefnd bezt fallna til þess aS vinna úr þeim. Rögnv. Pétursson bar fram breytingartil- lögu viS nefndarálitiS á þessa leiS: “ÞingiS felur stjórn sinni aS rannsaka vandlega á þessu ári meS hverjum hætti bezt yrði séS fyrir 'bókasafni félagsins. Skal henni sérstaklega falið að rannsaka, hvort unt yrSi aö hafa samvinnu viS aSrar stofnanir, sem íslenzkan bókakost eigi, meS hverjum hætti safniS yrSi hagkvæmi- legast aukið og á hvern hátt bezt varS- veitt.” Formaöuur bókasafnsnefndar, O. S. Thorgeirsson, kvaSst fella sig vel viö þetta orSalag í stað nefndarálitsins og studdi til- löguna. A. P. J. mælti meS tillögunni, en hvatti stjórnarnefnd jafnframt til þess aS gjöra tilraun til aö koma betra skipulagi á ísl. deildina í borgarsafninu. Breytingartillagan var samþykt meS öll- um atkvæðum og máliS þar meö afgreitt. Rögnvaldur Pétursson flutti nefndarálit um samvinnumál. “ÞaS mun alment viðurkent, aö milli ís- lands og Ameríku séu sterk þjóSernis- tengsli þar sem búsettir eru hér í álfu um 30-40,000 manns af íslenzkum ættum. Höf- uð markmiö Þjóðræknisfélagsins er aS halda við þessu sambandi og efla það eftir fremsta megni. En með því aö þaS verS- ur aðeins gjört meö tvennu móti eins og hagar til nú, sem sé, aS framhald verSi innflutninga hingaS frá íslandi, sem hvorki er þ’ó hugsanlegt ná æskilegt af ís- lands hálfu, eöa meö þvi, að komist geti á öflugt viSskiftasamband milli ríkjanna, er hvorttveggja myndi stySja, nánari viö- kynningu og samvinnu, er hafa myndi í för með sér menningarlegan og hagsmuna- legan ávinning fyrir báða hlutaSeigendur, þá leyfir nefndin sér aS leggja til: 1. AS ÞjóSræknisfélagiS hlutist til um þaS, aS sem léttast verði gjört fyrir þá, sem þess kynnu áS óska, aS fara kynnis- ferðir milli landanna, og koma því til leiS- ar við skipafélög hér í álfu, aö farin verSi aS minsta kosti ein bein ferS á ári hverju milli Montreal og Reýkjavíkur. 2. AS ÞjótiræknisfélagiS leggi fulla alúð viS aS kynna hér í landi íslenzkan iSnað og varning, í'því augnamiði aS skapa markað fyrir hann og auglýsa þjóðina út á við í hinum enskumælandi heimi. 3. AS ÞjóSræknisfélagiö samþykki ein- um rómi þá tillögu Heimfararnefndarinn- ar, að Canada-stjórn stofni námssjóð (Scholarship) er hún sæmi íslenzku þjóð- ina, meS, til minningar um þátttöku Sam- bandsins kanadiska í þúsund ára afmælis- hátiS Alþingis. 4. AS ÞjóSræknisfélagiS lýsi yfir á- nægju sinni og þakklæti til Bandaríkja- stjórnar fyrir þátttöku hennar í Alþingis hátíðinni og viSurkenningu hennar á sam- bandi íslenzku þjóöarinnar viS sögu Bandaríkjanna meö Vínlandsfundi Leifs Eiríkssonar áriS 1000. 5. AS ÞjóðræknisfélagiS leitist við aS koma á gagnskiftasambandi milli Islands og Canada og í því augnamiði skori á Sam- bandsstjórn Canada aö skipa nú þegar á þessu ári viSskifta-ráðunauf, er búsettur sé í Reykjavík. Á ÞjóSræknisþingi 27.. febr. 1931. Rögnvaldur Pétursson S. Einarsson A. Bjarnason Ólína Pálsson Walter Jóhannsson. R. E. Kvaran lagði til aS nefndarálitiS væri rætt lið fyrir liS. A. G. Magnús- son Studdi. Samþ. J. P. Sólmundsson taldi sig ekki kunna viS að tilgreina Montreal, sem endastöS fyrir væntanlegar skipaferðir. R. P. svaraöi því, aö Montreal væri aö- alstöS beggja kanadisku járnbrautarfélag- anna, en félag vort væri lögskráS í Canada. A. P. Jóhannsson kvaöst fella sig betur viö að hafa höfnina óákveðna, eins og J. P. S. mælti meS. Hudsonsflóinn færðist nú nær íslandi og framtíöarverk félags- ins væri aS auka viSskifti á þessi}m leiS- um. Mæltist til aö nefndin breytti orða- laginu. R. P. kvaöst fús til aS breyta þessu á þá leið, aS í staS Montreal kæmi höfn í Vesturheimi. LiSurinn samþyktur meö þessari breyt- ingu. 2. liöur samþyktur í einu hljóöi. J. P. Sólm. kvaSst ekki geta greitt at- kvæði meS 3. liö. SagSist hafa ritaS grein, er af sérstökum ástæðum hefði ekki verið birt, þá er fyrst heyröist minst á náms- í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills veriS viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mórgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Médicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. styrksmáliS. Taldi ekki ráSlegt aS stefna íslenzkum námsmönnum hingað. GuSm. Árnason taldi mótbárurnar ekki mikilvægar. J. P. S. taldi illa farið aS samþykkja liðinn með litlum umræðum. A. E. skýrSi frá þvi, sem fariö hefSi í þessu máli milli stjórnar Canada, Heim- fararnefndar og Islandsstjórnar. J. P. Sólm. taldi þaS enga furSu, þótt canadiskir menn væru þessu fylgjandi, en íslendingar ættu ekki aS vera þaö. R. P. furðaði sig á því, aö þetta gæti oröið ágreiningsefni. Hættan fyrir ísland væri fjarstæöa. Rakti hann þaS, hvaS hingað væri aS sækja. A. E. minti á, hve margir stúdentar færu erlendis frá íslandi og gat þess aS menn þar vildu gjarnan senda þá hingaö, því aS þeir teldu þaS landinu til gagns. J. P. S. lagði til og Sig. Vilhj. studdi aö atkvæöagreiöslu um þennan liS yrSi frest- aS þar til eftir embættiskosningu. Sú tillaga var feld. LiSurinn síöan borinn upp og samþyktur. 4. liöur samþ. 5. liöur samþ. NefndarálitiS í heild sinni samþ. Fundi var þá frestaS til kl. 2. e. h. Fundur var settur kl. 2. e. h. Fundar- gjörningur lesinn upp og samþ. Var þá gengiS til embættismannakosn- inga. StungiS var upp á etirfarandi mönnum til forsetastarfs: Ragnar E. Kvaran, J. J. Bíldfell, Jónas A. SigurSsson, Guömund- ur Árnason, Rögnv. Pétursson. Þrír síðasttaldir báðust undan þvi aS vera í kjöti. Var þá kosiS um hina tvo fyrstu og hlaut J. J. Bíldfell kosninguna. Fyrir vara-forseta var stungiS upp á R. E. Kvaran og var hann kosinn í einu hljóði. Fyrir skrifara var stundið upp á Rögn- valdi Péturssyni og var hann kosinn í einu hljóði. Páll S. Pálsson kosinn í einu hljóSi varaskrifari. O. S. horgeirsson kosinn i einu hljóöi fjármálaritari. B. Dalman kosinn í einu hljóöi vara- fjármálaritari, en Stefán Einarsson hafSi beöist undan kosningu. Árni Eggertsson kosinn í einu hljóSi fé- hirðir. Walter Jóhannsson kosinn í einu hljóöi varaféhiröir. G. S. FriSriksson kosinn í einu hljóði skjalavörSur. er ýmsir höfðu afsakaS sig- Carl Thorlaksson og Grettir Jóhansson voru tveir í kjöri sem yfirskoSunarmenn og hlaut Carl Tholáksson kosningu. AS afstaðinni kosningu embættismanna flutti A. P. Jóhansson eftirfarandi athuga- semdir fjármálanefndar viö nefndarálitiS í Sýningarmálinu: I sambandi viS síðasta lið, sem ólokiö er að afgreiða, þá lítur fjármálanefndin þann veg á, aS ekki hafi komið nein fjárhagsleg styrkbeiöni frá milliþinganefndinni, er kosin var í fyrra, og varla kunni að vera um neinn verulegan kostnaS aS ræSa á þessu ári. StarfiS mun að miklu leyti fel- ast í .bréfaskriftum og öflun upplýsinga um, á hvern hátt íslendingar muni geta tekið þátt í hinni fyrirhuguðu sýningu, er haldin veröur í Chicago 1933. Fyrir þá ástæöu leggur nefndin til að þessi liöur sé látinn niöur falla. A. P. Jóhannsson Ingvar Gíslason B. Theódór Sigurösson G. S. FriSriksson- Rögnv. Pétursson gerSi fyrirspurn um, hvort nefndinni væri meS þessu synjaS um styrk, ef hún þyrfti hans meS. Taldi hann varhugavert aS banna stjórnarnefndinni aS leggja til styrk, ef hans gjöröist þörL sem væri næsta líklegt aö á deginn mundi koma. A. P. J. taldi ekki til þesS mundi koma að til fjár mundi þurfa að grípa. Alt starf nefndarinnar væri þannig vaxiS. HinS- vegar væri freistandi að eyöa fé, ef Þvl væri beinlínis haldið aS nefndinni. Mrs. R. DavíSsson sagSi aS nefndin heföi ekki komiS saman þar til nú fyr,r mjög skömmu, sökum fjarveru formanns hennar, en þótti sýnt aö án fjár fengi hun ekki mikiö gjört í framtíðinni. Dr. M. B. Halldórsson taldi sjálfsagL aS nefndinni væri látið í té fé eftir þörf' um. Mrs. P. S. Pálsson kvað nefndin3 enn ekki hafa beðið um neinn styrk með því aS nefndin á næsta ári gæti naum' ast meira gjört en afla sér upplýsinga, Þf væru líkindi til þess aS hún þyrfti ekki 3 nema litlum peningum aS lialda. Tillaga fjármálanefndar var þá bor,tJ upp og samþykt meö 28 atkvæðum 24. Nefndarálit sýningarnefndar var Þv’ næst boriS upp með áorSinni breyting11 samþykt. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.