Lögberg - 07.05.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.05.1931, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAÍ 1931 ILösberg GefiS út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blatSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 1 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Ldgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by . The Columbia Press, Limited, ' 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ........................................... I sveita þíns ancllitis Svo má segja, að maður tæpast stigi svo spor, að ekki verði á vegi manns einhver kvartandi landeyða, önnum kafin við það, að prédika heimsku fyrir heimskingjum, í þeim tilgangi, að geta vafið þeim síðar sem *uðveldlegast um fingur sér; um nytsam- legt strit er sjaldnast talað, heldur hitt, hvemig kom- ist verði hjá því, að leggja á sig erfiði. Prentvélarnar framleiða ekki þjóðarauð; það það ger.ir peningasláttan ekki heldur. Öll varanleg auðlegð er árangur svitans; velmegun og lífshamingja fæst einungis með látlausu erfiði. Sá, sem fengið hefir þá flugu inn í höfuðið, að í auðveldustu störfunum sé hina sönnu ánægju að finna, hefir ávalt alt á hornum sér, og er sárreiður við tilveruna yfir því, að þurfa að leggja eitthvað á sig. Menn, sem í eigingjörnum tilgangi hlífa vöðvum sínum, draga að sama skapi úr s'kilyrðunum fyrir velferð samfélagsins. Sökum þess, að menn starblína á sína eigin örð- ugleika, og sökum þess enn fremur. að þeir eru í eðli sínu afbrýðissamir og öfundssjúkir, ala þeir þá kenc í brjósti, að byrðar þeirra sjálfra séu einatt þær þyngstu. Bóndinn vill vera orðinn að bankastjóra, og skrif- stofuþjónninn að bónda. Daglaunamaðurinn öfund ar fésýslumanninn af hvítum og mjúkum höndum, en fésýslumaðurinn öfundar á hinn bóginn daglauna- manninn af ágætri meltingu og værum svefni. Ef maðurinn með hvíta kragann telur sig rang- indum beittan fyrir þá sök, að mánaðarkaupið hækk- ar ekki í jöfnum hlutföllum og matvaran, hví flytur hann þá ekki út í sveit, og framleiðir sjálfur lífsnauð- synjar sínar? Þúsundir ekra bíða enn eftir því, að hönd sé lögð á plóginn. Telji daglaunamaðurinn sig olnbogabam fyrir þá sök eina, að annar maður vinnur v.ið skrifstofustörf, því gengur hann þá ekki á kvöldskóla og býr sig undir stöðu, þar sem ávalt má nota hvítan kraga? Það er ávalt eftirspum eftir mönnum, sem leyst geta störf sín vel af hendi. En þrátt fyrir alla yfirborðs óánægju, er þó sannleikurinn sá, að flestir menn eru ánægðir með at- vinnu sína; þeir era orðnir, áður en þeir vita af, óað- skiljanlegur hluti af starfi sínu, og tengdir órjúfandi vináttuböndum við ferðafélaga sína; slík tengsl verða aldrei að jöfnu lögð við kjöt ogbrauð, þó hvort- tveggja sé lífsnauðsyn. Ménnimir kvarta af vana; þeim er orðið það svo undur tamt, að öfundast yfir velgengni meðbræðra sinna, án þess að vilja nokkuð á sig leggja til þess að öðlast það hnoss, sem því er samfara, að afla sér framfærslu í sveita síns andlitis. Furðulegt má það kallast, hve auðteymdir ýmðir menn era; jafnvel strætalandeyðan virðist geta sent þá hvert á land, sem vill. ‘ ‘ Þótt heimskan eldist elztu mönnum betur, hún yfirlifað sannleikann ei getur. ” k ögur fyrirheit koma aldrei í stað daglegs brauðs. Sérhverjar þær tilraunir, er að því hníga, að hnekkja framleiðslunni, koma oss sjálfum í koll; allar tilraun- ,ir í þá átt, að komast hjá svita og striti, hefna sín grimmilega; allar tilraunir til þess að kasta frá sér hamrinum eða loka skrifstofunni á miðjum degi, stuðla að niðurdrepi þjóðfélagsins. Menn geta óskað sér ávaxta og aldingarða; óskin breytir samt sem áður ekki gangi náttúralaganna. Stritið er líf, en iðjuleysið dauði. 12. ársþing Þjóðræknisfélagsins (Framh.)i Séra Rögnv. Pétursson baS þá um leyfi að mega leggja fyrir þingiS mál, er flokka mætti undir “ný mál,” en væri þó í raun- inni gamalt og heföi félagiö haft þaö með höndum áður. Tilmæli hefði sér borist frá einni utanbæjardeildinni, þess efnis að fé- lagið á þessu ári veitti, úr sjóði eða á ann- an hátt, einhverja upphæð er þinginu kæmi saman um, í viðurkenningarskyni, fyrir vel unnið starf, sagnaskáldinu góðkunna, J. Magnúsi Bjarnasyni í Elfros. Áleit hann að heppilegast myndi vera, ef félagið tæki mál þetta á dagskrá, að það þar með gerði tilraun til að mynda fastasjóð, stofn- sjóð (Foundation), er bæri eitthvert á- kveðið nafn, er skýrði tilgang hans, og vöxtum þessa sjóðs yrði svo varið árlega tií verðlauna veitingar íslenzkum rithöf- undum vestan hafs, en þó þar fneð skilið að fyrsti veitingahafi yrði skáldið góð- kunna er áður hefði verið nefnt. Sjóð- inn gæti félagið stofnað með því að setja til síðu einhverja ákveðna upphæð til þess að ’byrja með, og leita svo gjafa i hann frá ári til árs, meðal þeirra er styðja vildi þesskonar fyrirtæki. Óskaði hann eftir að þingið tæki þetta til meðferðar. Fór hann þar með nokkrum orðum um ritverk J. Magnúsar Bjarnasonar og benti á hvaða þakklætisákuld lálendingar stæðu í við hann. Að máli þessu var gerður hinn bezti rómur/ Með því töluðu séra Guðmundur Árnason, Jóh. Eiríksson, Ásm. P. Jóhanns- son, er sagðist vera málinu meðmæltur og ef hægt væri að mynda sjóð á viðeigandi hátt, skyldi hann nú þegar gefa til hans $25.00. Halldór Gíslason spurði þá flutn- ingsmann hvaða nafn hann hefði hugsað sér fyrir sjóðinn. R. Pétursson svaraði, að sjóðurinn rnætti heita “Bókmentasjóður Stephans G. Stephanssonar, til styrktar ís- lenzkum rithöfundum,” að öðru leyti hefði hann ekki um nafnið hugsað. Ásgeir Bjarnason mælti með sjóðstofnun, sömu- leiðis Mrs. Byron er kvaðst fús að leggja fram $5.00. J. K. Jónasson mælti með málinu en áleit hepyilegast að ekkert nafn væri við sjóðinn tengt að svo stöddu. Jónas Jónasson talaði með málinu og hét sinni aðstoð. Séra J. P. Sólmundsson mælfi með en kvaðst ekki fella sig við orðalag flutningsmanns að öllu levti. Jón Jónatansson talaði um nafnið, vildi að sjóðurinn yrði nefndur “Viðurkenningar- sjóður.” ' Árni Eggertsson sagðist álita heppilegast að fá þetta mál 3 manna nefnd, er hefði það með höndum að minsta kosti fyrsta árið. Tillaga Ásg. Bjarnason og Halldór Gíslason að kosin sé þriggja manna nefnd er fari með málið til næsta þings. Jón J. Bíldfell benti á að fyrst væri að ganga frá bendingu flutnings- manns um að stofna sjóð, lagði til að þingið aðhyltist þá bendingu og ákvæði að stofna slikan sjóð, og setti fyrir honum reglugjörð um hversu með hann skyldi farið. Samþykt. Ásm. P. Jóhannsson gerði þá breytingartillögu við þá er fram var komin að vísa málinu að svo komnu til stjórnarnefndar. Stutt af Guðj. Frið- riksson og samþ. O. S. Thorgeirsson vakti máls á því hvort ekki væri viðeig- andi að vekja athygli Islands-stjórnar á máli þessu. Á. Eggertsson gat þess að hann hefði minst á þetta mál í sumar og þvi verið vel tekið. Fyrir hönd fræðslumálanefndar flutti J. J. Bíldfell eftirfarandi álit: Það blandast víst engum hugur um það, að fræðslumálin, eru eitt af aðal verkefn- um þjóðræknisfélagsins. Á sama tima og þau eru hið göfugasta hugsjónamið hjá félaginu sjálfu og öllum öðrum, sem að því styðja á einn eða annan hátt, að vekja hugi og hjörtu eldri og yngri Vestur-ís- lendinga til þess sem fegurst er og bezt í fari íslenzku þjóðarinnar. Verkefni þau, sem þjóðræknisfélagið, eða deildir þess hafa sérstaklega haft með höndum á árinu er íslenzku-kensla og framsögn á íslenzku af börnum og ungl- ingum. Hvpru tveggja þetta hefir tekist ágætlega vel á árinu og eiga allir hlutað- eigendur þakkir skilið fyrir áhuga sinn í þeim efnum og vel urinið verk. 1 sambandi við fræðslumáiin, vill nefnd- in benda á, að fræðslumálum, utan þjóð- ræknisfélagsins hefir verið sint all-ræki- lega í sömu átt og þjóðræknisfélagið er að vinna og stefna. Má þar tilnefna söng- kenslu Brynjólfs Þorlákssonar, sem er ó- endanlega mikils virði fyrir þjóðræknis- starfið, því það er ef til vill ekkert, sem nær jafn vel til sálar unglinganna eins og töfraregn söngtónanna. í özru lagi er það Choral Society, sem mikla stund hefir lagt á að æfa íslenzk sönglög og breiða töframátt söngsins út á meðal fólks. Viðskifti við Rússland Einn af nafnkunnustn hagfræðingum Breta, Sir George Paish, virðist standa á næsta öndverðum meið við Mr. Bennett, viðvíkjandi viðskiftum við Rúss- land; staðhæfir hann, að viðskiftabönn, við hvaða þjóð sem er, hvort heldur Rússar eigi í hlut eða aðrar þjóðir, séu með öllu óverjandi. Kemst hann meðal annars þannig að orði: “Eins og nú hagar til, spara flestar þjóðir við sig innkaup; þar eru Rússar undantekning; þeir eru fúsir til að verzla við allar þjóðir og þurfa að kaupa inn ógrynnin öll af vamingi. Frá hagfræðilegu sjónarmiði séð. verður það aldrei varið, að hafna viðskiftum við önnur lönd; slík fásinna hefir óhjá'kvæmilega í för með sér aukið at- vinnuleysi og óróa meðal fólks. Efling atvinnuveganna skapar æskilega festu í þjóðfélaginu, um leið og viðskiftabönn eða hömlur, gefa kenningum kommúnista byr undir báða vængi.’' Og í þriSja lagi, er það Jóns Bjarna- sonar skóli, sem í 17 ár.hefir veriö aS vinna atS því aö kenna íslenzka tungu og innræta íslenzkum nemendum þekkingu á og viröingu fyrir íslenzkum bókmentum og bókvísi. Alt þetta starf miðar í sömu átt- ina og þjóöræknisfélagiö vill stefna. Ber oss því aö viöurkenna þaö, meta og þakka. Ennfremur hefir hér veriö nokkur rækt lögö á sjónleikalist, sem einnig ber aö minnast meö þakkiæti á. Séra Ragnar E. Kvaran á vist mestan þátt i því starfi. Meö alt þetta i hug, leyfir nefndin sér aö ieggja til. 1. Aö íslenzku kenslu veröi haldiö á- fram og aukin ef hægt er, á þéssu ári. 2. Aö framsögn unglinga á íslenzku se haldiö áfram af alefli, og aö þjóöræknis- félagiö styðji þaö starf á sama hátt og ver- iö hefir. 3. Aö stjórnarnefnd þjóöræknisfélags- ins og aðrir félagsmenn og félagskonur séu beðin aö aöstoöa hr. Brynjólf Þorláksson viö væntanlegar söngsamkomur, sem hann hugsar til aö halda í vor, og aö þingið veiti hr. Þorláksson $25.00 úr félagssjóði, sem ofurlítinn þakklætijvott fyrir starf sitt. mm KRISTIN FINNSDÓTTIR SVEINSSON. F. 4. des. 1848—D. 18. jan. 1931. Þann 18. jan. 1931 andaðist að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Mr. og Mrs. L. Hanson, í Seattle, Wash., ekkjan Kristín Sveinsson. Hún var fædd þ. 4. desember 1848, á Sveinsstöðum við Hellis- fjörð í puður-’Múlasýslu á Is- landi. Foreldrar Kristinar voru þau, Finnur prestur Thorsteins- son, lengi prestur að Klifstað við Loðmundarfjörð í Norður-Múla- sýslu, og ólöf Einarsdóttir. Hjá foreldrum sínum ólst Kristín upp þar til hún var 21 árs gömul, er hún fór að Hofi í Vopnafirði til séra Halldórs, til að læra þar hjá dóttur hans Þórunni, fatasaum; varð þar til skautbúningur henn- ar, er hún flutti með sér til þessa .^ands og er nú í geymslu hjá dætr- um hennar sem annað metfé. — Hvar Kristín heitin dvaldi lengst á ættjörðinni, eftir að hún fór úr foreldrahúsum og þar til hún fór af landi burt, er mér ekki kunnugt um, því eg þekti hana mjög lítið fyr en hún kom til Se- attle, þar sem hún hefir dvalið. mér samtíða, í nærfelt 25 ár. þar til hún dó. Kristín var gift Gunnari Sveins- syni, ættuðum af Fljótsdalshéraði á íslandi, og munu þau ,hafa flutt nokkuð snemma á útflutningsár- unum til Ameríku. Settust fyrst að í Winnipeg, Can., en hvað lenlgi þau hjón dvöldu þar, er mér ekki heldur kunnugt um. En um 1903—4 komu þau hér vestur, og settust fyrst að í Blaine, Wash., en fluttu þaðan eftir stutta dvöl og til Seattle, hvar þau hvíla nú bæði í sama reit. Fýrir nokkuð mörgum árum síðan, misti Kristín mann sinn hér í Seattle, og var það sár harm- ur fyrir hana 0g tvær eftirlif- andi dætur og dótturdóttur, því hann var góður og ástríkur eig- inmaður og faðir. Tvær dætur láta þau Gunnar og Kristín eftir sig, Mekkínu og Finnu, báðar giftar hérlendum mönnum, með fastastöður. Sú fyrnefnda, Mekk- ,ín, er nú nefnist Mrs. Perkins, er í þjónustu Bandaríkjastjórnar- innar í Washington, D. C., við að þýða útlend bréf og skjöl, þvl að hún er ágæt í tungumálum; lærði þá fræði í skólum hér og •lagði sig mest eftir frönsku, spönsku, ítölsku og ensku, en kvað vera fær í enn fleiri málum. Mr. Perkins er einnig mentamað- ur og hefir svipaða stöðu á hendi og kona hans, sem þau hafa haldið síðan á stríðsárunum.. — Yngri systirin, Finna, Mrs. Han- son, hefir einnig haft stöðuga at- vinnu á verkstæði í langa tið, er spinnur hamip; (Iþótti hún svo dulgleg og afkastamikil þar, að hún var brátt gerð að forstýru spunavélarinnar, heldur hún þeirri stöðu enn. Mr. Hanson er vélstjóri £ sama iðnaðarhúsi. Þau hjón eiga eina dóttur barna, Lovísu að nafni, 18—20 ára gamla. Var hún augasteinn afa síns, Gunnars, meðan hann lifði. — Tvö systkini átti Kristín heit- in, séra Jón Finnsson, prest að Djúipavogi í S.-)Múlasýslu á Is- landi, á lífi enn að því er eg bezt veit, og Guðfinnu Finnsdóttur, hálfsystur, dáin í Winnipeg síð- astl. ár. Kristín sál. hafði hressa og glaða lund. Var oft skemtilegt að hlusta á hana tala; hún var þaullesin og minnug á það sem hún las; gat líka sagt frá mörgu, hvort heldur var um stjórnmál eða trúmál að ræða. Hún var býsna fróð í hvorutveggju. Þó sjaldan sæist hún í kirkju, þá var hún engu að síður trúkona og tal- aði um trúmál af mikilli greind og skarpleik og djúpri yfirveg un, þegar þau mál lágu henni á hjarta, og engar efasemdir komu henni í hug um að betra og full- komnara líf væri til eftir þetta. Kristín og Gunnar komust í góðar kringumstæður hér í Se- attle; eignuðust tvö heimili í góðum parti borgarinnar, sem voru skuldfrí þegar hann dó. Gunnar var hinn mesti reglu- og sparsemdarmaður, og vann stöð- ugt á áðurnefndu verkstæði, þar til hann misti sjónina að mestu, af stöðugu ryki, sem kom úr hampinum, og varð sá sjónmiss- ir honum að fótakefli um síðir. Nokkru eftir að hann varð að hætta vinnu á verkstæðinu, var hann á heimleið að Iganga yfir stræti skamt frá heimili sínu, að bifreiðarvagn kom á hraðri ferð eftir strætinu, er hann ekki sá, og tók líf hans á svipstundu. — Var það átakanlelga sárt fyrir konu hans, að sjá upp á það, því hún stóð ekki all-langt frá og var sjálf sjónarvottur að atburðinum, eins 0g það var stórt hrygðarefni fyrir alla hans nánustu ættingja og vini. Eftir þetta dvaldist ekkjan hjá dóttur sinni 0g tengdasyni, Mr. og Mrs. Hanson, og leið þar eins vel og nokkru Igamalmenni getu» liðið til síðustu stundar. Þau voru henni alt af góð og um- hyggjusöm. Hún talaði líka oft með miklum hlýleik um dætur sínar og menn þeirra, sem hún var vel ánægð með. Vinur hinnar látnu. i GUNNAR GUNNARSSON f. 28. des. 1871—d. 4. febr. 1930. Foreldrar hans voru hjónin, Gunnar Gunnarsson og Ingveld- ur Eyjólfsdóttir, er bjugfeu á Innri Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd í Gullbringusýslu. Er ætt þeirra feðga talin úr Árnessýslu. Gunnar ólst upp hjá foreldr- um sínum og fluttist með þeim suður að Tjarnarkoti í Vogum. Eftir að hann var fermdur, fór hann í vinnumensku, og stund- aði fiskiveiðar á þilskipum og opnum bátum. Það mun hafa verið á þeim árum, að Gunnar fór til Reykjavíkur og var um hríð með Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra Fjallkonunnar; naut hann tilsagnar hjá Valdimar og fékk góða undirstöðumentun og kyntist mönnum og málefnum höfuðstaðarins, og bar þess merki æ síðan. Ritaði hann góða hönd, hafði gott vald á íslenzku og dönsku og bar glögt skyn á bók- mentaleg efni. Þá fór Gunnar til Fáskrúðs- fjarðar í Suðurmúlasýslu og stundaði fiskiveiðar og barna- kenslu á vetrum á milli vertíða. Þar kyntist hann eftirlifandi ekkju sinni, Gróu J>uriði Magnús- dóttur Bjarnasonar, o'g kona Magn- úsar var María Jónsdóttir, móðir Gróu. Gifti Gunnar sig þ. 1:5. maí 1904, og fluttust þau þá að Ánastöðum og síðan að Búðum þar í sveit. Þau hjón fluttust til Ameríku 1914 og staðnæmdust í Þing- vallabygðinni í Saskatchewan- fylki í Canada. Voru þau hjón með Eyjólfi bróður Gunars um tveggja ára tíma, fluttust síðan á bújörð, sem Eyjólfur á, og þar lézt Gunnar, sem fyr se'gir. Börn þeirra Gunnars og Gróu eru: Karólína, er vinnur að heim- an; Jónína, gift Magnúsi Bjarna- syni, við Churchbridge, Sask., og Hrefna, gift Árna Eyjólfssyni^ í sömu sveit; heima í foreldrahús- um eru þau: Gunnar, Ingveldur Ólöf, Aldís Helga og Eyjólfur, en á íslandi er einn drengur, Magnús að nafni. Systkini Gunnars eru: Eyjólf- ur, ólafur og Ingibjörg Laxdal í grend við Churchbridge, og Guð laug, ekkja, er býr með börnum sínum á íslandi; er til heimiliá í Hafnarfirði. Þeir, sem þektu Gunnar, lýsa honum þannig, að hann hafði námsgáfu góða; var vel að sér í íslenzku og dönsku, og komst allvel niður í ensku, eftir að hingað kom. Las hann mikið og skapaði sér sjálfstæðar skoðan- ir; var fremur seintekinn, en at- hu&ull vel um alt, sem bar fyrir augu; lét litið yfir sér, en var trygglyndur vel, þar sem hann tók því, og viðmótsgóður við alla. Gekk trúlega að hverju verki. Sjálfur þekti ég Gunnar ekki 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverkr gift, þvagteppu og mörgum fleij1 sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf" sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint fr* The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef bor&un fylgir. nema lítið; talaði að eins einu- sinni við hann, sem nokkru nam; varð þess þó vís, að þar var ekki um andleg vanefni að ræða. HugS- aði eg mér að njóta frekari and- legrar samvistar með honum, en leiðirnar skiftu sér fyr en varðf Gunnar er farinn frá okkur, og þeir sakna hans sem þektu. Anu- vari hlýrra endurminninga leik- ur nú um leiðið hans. Blöðin sunnanlands á íslandi eru beðin að geta um fráfaU Gunnars. S. S. C- Þær urðu honum áreið- anlega að miklu gagni Saskatchewan Maður NotaX Dodd’s Kidney Pills. Mr. M. Bartaski Þjáist í Tvö Áí Af Bakverk og Blöðrukvilla. Crowtherview, Sask., 7. maí — (Einkaskeyti— “Eg hefi reynt Dodd’s Kidney Pills, og þær hafa reynst méf mjög vel,” segir Mr. M. Bartaskii sem hér á heima. “í meir en tvö ár þjáðist eg af bakverk og blöðru- velki. Eg reyndi ýmislegt, eIJ fékk enga bót. Vinur minn benti mér á Dodd’s Kidney Pills. fEg tók úr eitthcvað þremur öskjum og batnaði fljótt 0g vel.” Dodd’s Kidney Pills eyða ekki að eins verkjunum, hedur gej® þær nýrun fær um að vinna sitt nauðsynlega verk, hreinsa öll °' holl efni úr blóðinu og eftir þn® ber það lífsmagnið út um allan líkamann. Þess vegna er það, svo margir segja eftir að hafa not- að Dodd’s Kidney Pills: “Eg er eins og önnur manneskja.” HeilsU' bótin er eins og nýtt líf. Þér get' ur ekki liðið vel, ef nýrun erU veik. Dómari (sem er sköllóttur) • Samvizka yðar virðist vera álík® dökk og hárið á yður. Ákærði: Ef maður ætti a“ dæma samvizkuna eftir háralF manna, herra dómari, þá hefðuð þér alls enga Gifts for Graduates A regular treasure trove of them---to commemorate the occasion elahorately or in as simple a way as you wish To suggest a few: FOR YOUNG WOMEN Onyx-tone Toilet Set—like agate, and gracefully shaped. Mirror, Comb and Brush, $15.00. Perfume—Duo D’Orsay, a favorite $5.00 to $10.00. Drug Sectlon, Main Floor, Donald Standard Editions of the Poets, bound in leather, $2.00. “Education of a Princess, ” $3.50. Book-Ends, $1.50 to $20.00. Book Section, Main Floor, South Women’s Wrist Watches, diamónd set, $65.00 to $425.00. Cut Crystal Necklace, $7.50 to $17.50. Fitted Travelling Bags, $35.00 to $95.00. Travelling Clock, $10.00 to $15.00. Multiple Strands of Pearls*, $8.50. A single, brilliant-centred string, $8.50. *Simulated. Jewelry Section, Main Floor, Donald 4. A8 þingið viðurkenni starf Choral | Society. Með því að veita því $25.00 úr sjóði. 5. Að þingið sýni viðurkenningu sína fyrir starf það sem Jóns Bjarnasonar skóli og starfsmenn hans hafa verið að vinna með því að veita skólanum $100.00 úr fé- lagssjóði. J. J. Bíldfell Fred. Swanson B. E. Johnson. Miss H. Kristjánsson lagði til og J. Jónatansson studdi, að nefndarálitið væri rætt lið fyrir lið. Samþ. Fyrsti, annar og þriðji liður samþyktir. Er kom að fjórða lið spurði Mrs. Byron hvort unt væri að samþykkja/hann án þess að vísa honum fyrst til fjárhagsnefndar. W. G. Jóhannsson áleit ekki viðeigandi að minnast ekki karlakórsins íslenzka, ef annað samskonar félag væri styrkt með fjárframlögum. Gerði hann þá breyting- artillögu við liðinn, að Choral Society, Male Voice Choir og Choral Society of Selkirk yrði skrifað viðurkenningarbréf, en fjárveitingin yrði látin falla niður. Til- lagan var studd af Árna Eggertsson og samþykt. Miss H. Kristjánsson taldi fjárveiting- una í fimta lið of háa. Eftir nokkurar umræður var liðurinn samþyktur. Fundi var nú frestað til kl. 8 síðdegis og ákveðið að þingslit færu fram á eftir skemtisamkomu þeirri, sem fram átti að fara um kvöldið. Fundur var settur kl. 8 síðdegis og hófst með því að J. J. Bíldfell sýndi íslenzkar myndir og útskýrði, en þess á milli hlýddu menn á nýjustu ísJenzkar hljómplötur. Að skemtun þessari lokinni var fundar- gjörningur lesinn upp og samþyktur. Rögnvaldur Pétursson gjörði tillögu um að þjóðræknisfélagið sýndi herra bóka- verði Árna Pálssyni t Reykjavík þá sæmd að gjöra hann að heiðursfélaga. Mælti hann nokkur orð um ferð Árna Pálssonar og starf hans vor á meðal. Á. P. Jóhanns- son studdi tillöguna og var hún samþykt með því að þingheimur reis úr sætum sínum. B. E. Johnson lagði til að þingið vottaði fráfarandi forseta, Jónasi A. Sigurðsson þakklæti sitt fyrir vel unnið starf. Tillagan var studd af Árna Egggertsson og sam- þykt með því að þingheimur reis úr sæt- um. Forseti þakkaði með nokkrum velvöld- um orðum. Fundargjörð lesin og samþykt og sleit hinn nýkjörni forseti J. J. Bíldfell, þing- inu með stuttri ræðu. FOR YOUNG MEN A Magazine Subscription— Scientific-American, year, $4.50. Popular Mechanics, year, $2.50 Blue Book, year, $3.50. Golden Book, year, $3.00. American Mercury, year, $5.50. Atlantic Monthly, year, $4.00. Magazine Section, Main Floor, Donald “Humanity Uprooted,” $3.50. “Soviet Russia,” $5.00. Book Section, Main Floor, South Set of Matched Golf Clubs— Gene Sarazen, 5 Irons, $45.00. Gene Sarazen, Driver and Spoon, $18.00 pair. Sporting Goods Section, Third Floor, Hargrave A Strap Watch, $10.00 to $75.00. Dress Studs, $5.00. Case and Lighter, $12.50. A Thin Dress Watch, $12.50 to $50.00. Fitted Travelling Cases for Men, $10.00 to $40.00. Jewelry Section, Main Floor, Donald á‘T. EATON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.