Lögberg - 21.05.1931, Síða 3

Lögberg - 21.05.1931, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MAl 1931. Bl>. S. Örlög ráða Skáldsaga eftir H. St. J. Cooper. IV. Hákarla/rnir. Langur dagur og niðdimm nótt voru liðin ^já. Belmont starði þurrum og sárum augum a hvíta glitrandi rönd framundan, og niður af brestandi bylgjum barst að eyrum hans. Hann hafði sagt ungu stúlkunni það fyrir rettum sólarhring, að hann væri ekki sjómaður, °g þó þekti hann svo mikið til hafsins, að hann gat lesið úr augljósum merkjum. Þessi hvikula íroðurák og bylgjuniðurinn hlaut að vera öld- ur, sem brotnuðu á grynrii, og það var að öllum líkindum vottur þess, að land væri í nánd. En það gat einnig boðað, að litli veikbygði bátur- U1n þeirra mundi að fáum mínútum liðnum hanga fastur á hvössu kóralgreinarhorni eða Peytast upp á boða eða sker og tætast sundur stafnanna á milli, — en þá yrði dauðinn líka hægur og skjótur. Belmont sat í skutnum og krepti hnefana utan um hástokkana. Brimniðurinn jókst í sí- fellu og magnaðist ógurlega, brotkambamir hvítnuðu og risu hærra og hærra. Umhverfis bátinn tók sjórinn til að ókyrrast og ólga, og haldar sjógusur skvettust framan í hann; alt í einu tók báturinn að hringsnúast með geisi- hraða; hann hafði lent í hringiðu, og Ralph sá brimlöðrið |>eytast fram hjá stórum flökum. Nú v°ru þau alveg inni í brimgarðinum, sem sauð °g beijaði alt í kringum bátinn. Sjórinn glitr- aði 0g glóði í sólelfunum, sem brutust gegn um úðalöðrið. Hann sá svartar klettasnasirnar stinga upp úr brimrótinu öðm hvoru. Ef einhver þeirra næði í bátinn, var úti um þau. Og nú kom líka að því. Hann sá oddhvassa blettasnös rétt framan við bátinn, sem byltist °g veltist beint í áttina til hennar. Hann tók að hugsa um, live lengi maður mundi verða að úrukna, og hann hugsaði líka um það, hvort hann mundi geta staðist freistinguna. til að selja Hf sitt sem dvrustu verði. En hvað vildi hann annars með lífið núna? Báturinn barst með flughraða beint að hlettasnösinni, en þá kom hliðhalt straumkast þeytti honum á þvert. Klettasnösin seig Hamhjá, brimlöðrandi hringiðan lá að baki, og nú flaut báturinn rólega á blátæru lóni, sem var Vgnt og ládautt eins og á tjöm. Löðurúðinn var horfinn. 1 gullnu sólarflóð- lnu sá hann sendna strönd, tæpa hundrað metra Há sér, og ofan við sandana gljágræna kletta, Hufi þakta, og há og grannvajin pálmatré inn á núlli. Gróðurinn var frumrænn og geisi fjöl- breytilegur, og hingað og þangað glitruðu grannir silfurþræðir, þar sem smálækir blik- ubu í ótal bugðum á leið sinni gegn um kjarrið. Effington lávarður lyfti höfði. Hann var nærri því svartur orðinn í andliti, augun sokkin 1 djúpar holur, og munnurinn gapandi, augna- ráðið var starandi, og tungan hékk bólgin og svÖrt út á milli tannanna. Hann lá ofurlitla stund í hnipri og starði til lands og barðist við ab koma upp einhverju hljóði., Hann veifaði handleggjunum tryllingslega í kringum sig og benti á silfurþræðina inni á laufskrúðugri ströndinni. Svo rak hann upp hást garg og steypti sér útbyrðis. “Hægan, liægan — bíðlð þér við!” kallaði Lelmont ósjálfrátt, en það var of seint. Ef til vill hafði báturinn orðið lekur, er hann byltist >Hr flúðirnar, án þess að hann hefði tekið eftir bví, hann gat ekkert um það sagt, hann vissi að- eins, að augnabliki síðar lá hann sjálfur og °g luislaði í lóninu. Unga stúlkan? Hún var eflaust dáin, hún hafði sjálfsagt dáið fyrir mörgum stundum síð- an; en hann varð þó að ganga úr skugga um bað. Hann fór að hugða um það, hve ótrúlega iifseig hún hefði verið. Ef til vill væri líf með benni enn þá. Og alt í einu kom hann auga á hana, eða Httara ságt á gullið höfuð hennar, sem flaut í Vgnu lóninu. Belmont var duglegur sundmað- nr, hann náði til hennar í einu vetfangi og varð Pess var, að hún var á lífi. Hann fann, live höndin litla greip í hann, er liann kom að henni. HaCnn tók öðrum arminum utan um hana og stefndi til lands. Lað var aðeins örstutt til lands. Fram- nádan lá ströndin glitrandi hvít í morgunsól- lnni. Liti hann niður á við, gat hann séð kór- ail>otninnn í lóninu gegn um tæran sjóinn. Alt 1 einu glumdi við hátt og hræðilegt öskur. Hann upp. Inni á ströndinni stóð Giles og veif- nÖ1 handleggjunum æðislega og barðist við að aha eitthvað. Hann benti og benti út eftir, Helmont leit ósjálfrátt aftur. Sá haim þá s.]on þá fyrir aftan sig, er skotið gat hinum ngaðasta skelk í bringu. Svartur, oddhvass uggi skar eldsnögga ' iaumrák gegn um lygnt sjávarborðið, og 1 .'u U eHir kom annar og sá þriðji — það voru -nflar’ sem ettu bau„ og ströndin var ennþá bojkom framundan. h vebnont hugsaði sig um með • eldingar- ma°a. Að svo stöddu var engrar hjálpar að ta frá manninum inni á ströndinni. Bel- } °nt hafði mælt og vegið Effington lávarð í ha^ Ser homst að þeirri niðurstöðu, að hefív Værl su auðvirðilegasta bleyða, sem hann 1 nokkurn tíma hitt á. Dauðinn var rétt á hælunum á honum — livass þríhyrndur uggi, silfurhvítur skrokkur og margfaldur, hárbeittur tanngarður. Hann liugsaði fyrst og fremst um ungu stúlkuna, sem hann hélt á í fanginu. Hún var rétt að rakna við aftur. En hvers virði var hún eig- ' inlega fyrir hann? Hvaða kröfu hafði hún á liendur lionum? Hún liafði aldrei kært sig minstu vitund um hann. Ekkert væri auðveld- ara en að sleppa henni, láta hákarlana fá sitt, og bjarga sjálfum sér á meðan. Giles hefði ó- efað kosið þenna kost; en Ralph beit . saman tönnunum og sór þess dýran eið, að aldrei skvldi liann fara þannig að. Indíánadans sá, sem Giles steig í ofboði sínu uppi á ströndinni var með öllu áhættulaust fyrir hann sjálfan, en kom þó að nokkni haldi á sína vísu. Hákarlinn er tortrygginn og geðjast ekki að snögum hreyfingum eða ein- kennilegum hljóðum; öskrin og bægslagangur- inn í Giles setti hik á þann fremri í fáeinar sekúndur. En þessar sekúndur voru landa- mærin milli lífs og dauða fyrir liin tvö í sjón- um. Belmont einsetti sér að líta ekki við, livað sem á gengi. Hann neytti allrar orku sinnar til að rífa sig áfram og einbeitti öllum kröftum líkams og sálar. Alt í einu fann hann eitthvað undir rfótum sér — liarðan kóralbotninn. Sjór- inn tók honum undir hendur, er hann reis upp, • lvfti ungu stúlkunni hátt upp og hentist áfram upp að ströndinni. En kraftar lians voru alveg á þrotum. Rauð þokumóða seig yfir augu lians, hann slagaði á báðar liliðar og hlykkjaðist áfram undir byrði sinni. Hann hrópaði til Giles: “Komdu liingað og taktu við henni! Það er hættulaust. Taktu við henni! Eg skal sjá um að tefja fyrir þeim, þeir taka mig fyrst! Bjargaðu henni nú, bleyðan þín!” Giles veifaði handleggjunum, en þverfót- aði samt ekki í áttina til þeirra. Hann stóð grafkvr. Sjórinn tók Belmont nú í mitti. Hann beit saman tönnunum og slagaði áfram. Þá rakst eitthvað á hann að aftan og hann steypt- ist áfram á höfuðið ofan í sjóinn. Hákarlinn hafði velt sér á bakið, til þess að geta beitt tönnunum. Hræðilegur kjaftur glentist sundur, en í sama vetfangi, sem hann ætlaði að hremma bráð sína, rakst ránsfiskur- inn á grunn, og oddlivöss bergsnös stakst í bak- ið á honum og risti langa rauf aftur eftir öllum hrvggnum. Hákarlinn hékk fastur jstundar- korn og lamdi um sig með sporðinum, svo tók hann ákaft viðbragð, reif sig lausan og sneri við til djúpsins með blóðrákina á eftir sér í sjónum. A meðan hafði Belmont staulast á fætur og skreiðst stynjandi og örmagna upp á sandinn með stúlkuna í fanginu. Þar hneig hann niður eins og blaut lirúga. “Taktu hana — gáðu vel að henni!” stundi liann upp. Giles lyfti henrii upp í fang sér, bar hana fáein spor og lagði hana svo niður. Ralph lá á bakinu og starði upp í himin- inn. Hann dró andann djúpt og sogadi. Ivliður af röddum barst að eyrum hans. Unga stúlk- an var röknuð við aftur. Hún leit upp og liorfði framan í Giles, og augu hennar lýstu og Ijóm- uðu af þakklátsemi. “Giles, þú liefir bjargað mér!” Iivíslaði húíi. “Ó, Giles, mig hafði aldrei grunað, að þú værir svona sterkur og hugrakkur! Þú hefir bjargað lífi mínu, vinur minn. Eg hefi aldrei haldið, að þú — —.” Hún þagnaði í miðju kafi. “Jæja, jæja, það er ckkert að tala um það,” taytaði Giles, “Það . er ekkert að tala um, Elsa. Hvað átti eg annað að gera? Karl- maður verður að hjálpa þeirri konu, sem liann ann, það er svo sem sjálfsagt”. Hann leit til Belmonts, en hann lá grafkyrr, starði upp í heiðbláan liimininnn og lét ekki bera á því, að hann liefði heyrt neitt. “Lygalaupurinn sá arnaF’.’ hugsaði Bel- mont. “Jú, jú, látum hana bara trúa honum. Hún ætlar líka að giftast honum, og þá er það æfinlega betra, að hún vænti einhvers góðs af lionum — þangað itil hún kynnist honum betur. “Er hann — er liann dáinn?” hvíslaði Eisa. “Nei, það amar ekkert að honum. Ef til vill væri það þó bezt fyrir hann og okkur, ef liann væri dauður,” tautaði Giles. . Það fór lirollur um stúlkuna. “Nú líður mér betur, Giles. Hjálpaðu méi; á fætur.” Belmont reis einnig á fætur. “Þarna er vatn rétt hjá,” mælti hann og benti í áttina þangað, sem grannur blikandi þráður bugaðist yfir hvíta kóralströndina. Giles rak augun í lækinn. 1 sama vetfangi hafði hann gleymt stúlkunni. Hann lét liana eina um að skreiðast að læknum, en þaut á stað í áttina til svalalindarinnar. “Má eg hjálpa yður,” sagði Ralpb við stúlkuna. “Þér getið stutt yður við mig.” “Nei, þakka yður fyrir,” svaraði hún. “Eg get vel gengið hjáluparlaust. ” Hann drap höfði. Rétt á eftir hrasaði hún og féll á knén. Tár komu í augu hennar af þreytu og örmegnan. Hún sætti sig við, að Belmont hjálpaði henni gætilega á fætur. “Eg lield, að þér ættuð heldur að styðja yður við mig,” sagði hann. “Vinur yðar” — liann kinkaði kolli í áttina til Giles — “hefir sennilega hlaupið eftir vatni handa yður, en hann gleymir því, að hann hefir ekkert til að sækja það í. ” “Eg — eg get vel gengið einsömul,” sagði hún. “Eg---------” “Nei, þér getið það ekki,” sagði liann á- kveðið. “Þér eyðið aðeins kröftum yðar til ónýtis og tefjið fyrir mér. Svona, styðjið yð- ur nú við handlegg minn.” Hún blóðroðnaði, en hlýddi samt, og nú sitauluðust þau bæði saman eftir ströndinni í áttina til lækjarins. Giles lá endilangur á maganum og sötraði vatnið í löngum teygum. Hann leit ékki einu sinni upp, þegar hin tvö komu að læknum. Er Belmont hafði svalað þorsta sínum, stóð hann upp og litaðist um. Aftur við hvíta kóralströndina var belti af fjaðurmynduðum pálmatrjám. Fyrir aftan þau tók við þétt fléttikjarr og eftir holtum og börðum og hingað og þangað inn á milli runnanna blik- aði á stór, litskrúðug blóm. Hvervetna voru vafningasviðarflækjur með blóðrauðum blóm- um, og gnægtir af allskonar aldinum blöstu við á alla vegu. Pálmatrén svignuðu undir kókós- linetunum. Nokkru ofar hvarf allur gróður alt í einu. Berir klettar með livössum brúnum risu þar í beltum, liverju upp af öðru og mynduðu að lokum topp á og tinda, sem voru svipaðir þoku. En hér var vatn og hér var fæða. Maður þurfti því ekki að svelta. Hér voni liundruð tegunda af ávöxtum, ótæmandi birgðir af mat. Belmont hafði gengið spölkorn frá hinum, og er hann niddisit dálítið áleiðis inn í grænt flækjukjarrið, flaug þar upp liópur af fugl- um með gargi og óhljóðum. Lítil geit þaut upp og stökk beint af augum gegnum undir- gróðurinn og var horfin á svipstundu. — Þegar Giles var tekinn fastur, voni öll vopn og vopna ígildi frá honum tekin. En er Pryne var dáinn í bátnum, hafði Belmont tekið afitur hnífinn sinn. Honum þótti vænt um þennan hníf. Hann hafði átt hann árum sam- an. En lionum hafði þó eiginlega aldrei dott- ið í hug, að hann mundi nokkurn tíma fá notað hann, er hann tók hann úr vasa Prynes. Nú þótti honum vænt um, að hann hafði snífinn á sér. Það liefði líka verið æskilegt að hafa riff- il með hundrað skothylkjum, eða liðlega það; en nú var ekki \til neins að vera að óska sér þess, sem ófáanlegt var. Belmont lagðist út af í forsælunni til að hvíla sig, er hann liafði etið sig saddan og sval- að þorsta sínum nægilega. Hann tevgði úr sér og naut hvíldarinnar dýrlega. Sólskinið var búið að þurka þunnu ferðafötin, sem hann var í, og eftir fáeinar sekúndur var liann fallinn í djúpan svefn. Hann svaf þangað til sólin var komin hátt á loft. Þá vaknaði hann dásamlega hress og hvíldur og fann til stökustu vellíðunar. Hann stökk á fætur og hélt á stað ofan að ströndinni. Hann heyrði þrusk fyrir aftan sig og sneri sér við. Það var Effington lávarður, sem skreiddist í áttina til lækjarins til þess að fá sér að drekka. Hann hafði ekki orðið var við Belmont, sem stóð nú kyr og horfði á eftir honum. Þegar Giles liafði svalað þorsta sin- um, stóð hann ó fætur aftur. TIL BARNA. O. þé blíðu englar smá í óspjölluðum blóma, leiki fríða'látið sjá líkt og jólum sóma. Jeg kem líka’ að leika mér, lítinn skal mig gera, að öllu slíkur eins og þér óska’ ég helzt að vera. Læra feginn leiki smá og lætin vil ég fögur, en ég skal segja yður þá æfinitýri’ og sögur. Þegar þið eruð glöð og góð, gullin eldri manna, kinna berið blómstur rjóð, sem blöðin sóleyjanna. Hvarma baugum innan í, eins og stjarna’ á heiði, litlu augun leika frí langt frá sorg og reiði. Hjn, sem skæla sig af sorg, svört í framan verða, þeirra fælast allir org og ásýnd blóma skerða. Leikið kát á léttum fót, laglega fötin berið, eftirlát með ástarhót ykkar milli verið. Óskum mót ef eitthvert sinn eldri bragnar sæma, ei má ljóta ólundin andlits rósir skræma. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœSinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy S(s. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL Og BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfræðingar á öðru gðlfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru har að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Plione: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Sími 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 , Heimlli: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BA, LL.B. Lögfrœðingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 # DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjökdðma. Er aC hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Sími: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfræðingur 809 PARIS BLDG, WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til víðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349 Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœlcnar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINÍIIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. sími: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir 91 FURBY ST. Phone: 36137 Viðtals tlmi klukkan 8 tll 9 að morgninum DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Simi: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allar útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnniavarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 58 302 Veitið Athygli! Soholarshipe við beztu verzlunarskóla Vestur- landsins, fást keypt nú þegar á Skrifstofu Lög- bergs. Leitið upplýsinga sem allra fyrst, annað- hvort munnlega eða bréflega.. Það borgar sig. Ráðið vísa eitt það er okkar fornu vina: Elska og prísa eigum vér alla sköpunina. Barnið háa’ í Bethlehem blómgað náð og friði blessar smáu börnin, sem brúka fagra siði. Sig. Breiðfjörð.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.