Lögberg - 11.06.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.06.1931, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines Roffi itcd >S" C#1, For Service and Satisfaction idlef i. 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN II. JÚNÍ 1931 NUMER 24 HARALDUR VALDIMAR JÖHANNESSON OLSON F. 8. nóvember 1858 — I). 30. nóvember 1931. ÆFIÁGRIP- Haraldur Olson er fæddur að Húsavík í Þirtgeyjarsýslu. Foreldrar haTis voru: Jóhannes, Ólafssonar students, er maigii kannast við, og Sigríður Jónsdóttir, írá Syðritungu á Tjörnesi. Haraldur ólst upp í foreldrahúsum og þroskaðist snemma til sálar og líkama. f þann tíð voru erfið ár á íslandi, og því ógreitt fyrir unga og félausa menn að brjótast til efnalegs 'Sjálfstæðis. iEn Haraldur lét aldrei erfiðleikana vaxa sér í augum, og ekki var hann nema rétt um tvítugt, er hann hafði eignast fiskifar og hafði útgerð á hendi. Þótti hann iiskinn vel og var í almennu áliti fyrir dugnað og hagsýni. \ar hann nú á léttasta skeiði; kapp og þor þandi hvern vöðva og þaut um hverja taug. En hugur hans nam ekki staðar við fiskimið Húsavíkur. Útiþráin greip hann, sem fleiri unga menn, svo sterkum tökum, að hann fékk ekki móti staðið. Mönnum varð þá tíðrætt um Ameríkuferðir og hauistið 1882 ílutti hann asamt foreldrum sínum til Ameríku, og kom til Winnipeg 7. nóvember það ár. Hér settist hann að, o'g gaf sig í byrjun við þeirri vinnu, er honum bauðst. 31. marz 1883, kvæntist hann ungfrú Karítas Hansínu Ein- arsdóttur, fædd og uppalin á sömu stöðvum og hann. Varð þeim sex barna auðið. Af þeim eru þrjú dáin: Kári dó tveggja og hálfs árs, Kjartan um tvítugt, og Jóhannes Ólafur, tann- læknir, dáinn 20. jan. 1930. Þau, sem á lífi eru, heita: Wil- hjálmur, giftur canadiskri konu; Sigríður, gift Jóni Thorsteins- syn í Wynyard, Sask., o!g Baldur læknir, giftur Sigríði Jóns- dóttur Jónssonar, frá Mýri í Bárðardal, en fósturdóttir Jó- hanns G. ThorgeiriSiSonar og konu hans Hallfríðar Jónsdóttur. Eiga þau öll heima hér íjWinnipeg. í ágústmánuði 1885, flutti Haraldur búferlum til Victoria, B. C. Ekki hafði hann dvalið þar lengi, er hann varð þess vís, að maðurinn lifir ekki á tómri veðurblíðu og fögru útsýni. Horfur virtust honum skuggalegar, svo hann hvarf aftur til Winnipeg í janúar 1886. Rak hann nú viðarverzlun hér í borlg- inni, með alþektum dugnaði, í nokkur ár, eða þar til vorið 1889, að hann flutti búferlum til Argyle-bygðar. Keypti hann þar land og reisti bú. Vegnaði honum þar vel. En haustið 1893 brá hann búi og flutti aftur til Winnipeg. Árið 1898 var afar-mikið ritað og rætt um gulllandið fræga í Klondyke. Kynjasögur Igengu um alt af feiknamikilli gull- auðlegð þar í jörðu. Saman við þessar .sögur spunnust alls- konar æfintýri, svo Klondyke varð brátt nokkurskonar töfra- land í hugum manna. En að komast þangað á þeim dögum, var hin mesta hættuför og afar-torsótt. Enda voru margir, er lögðu upp í þá ferð, er aldrei komust alla leið og aldrei komu til baka. En hættur o!g þrautir héldu möníum ekki frá að fara, þegar gullið glitraði í fjarska. Harldur átti ekki lund til að isitja kyr, er aðrir höfðust að. Æfintýraþráin blossaði upp á ný i brjósti hans. Hann eirði engu unz hann var ferð- búinn, og 23. marz 1899 lagði hann af stað til gulllandsins fræga einn síns liðs. Eftir langa ferð og stran!ga komst hann heilu og höldnu all leið *til Klondyke. Þar erfiðaði hann þar til í júlí 1901, að hann hvarf aftur heim til fjölskyldu sinnar og frændfólks hér í Winnipeg. Hélt hann nú kyrru fyrir um stund og hafðist lítið að. En vorið 1905 veittist honum staða í heilbrigðisdeild Winnipeg-borgar. Ge!gndi hann þeirri stöðu með stakri trúmensku, þar til hann vegna heilsubilunar varð að se!gja af sér í janúar 1923. Heilbrigðisráð iborgarinnar hélt honum þá kveðjusamsæti og gaf honum að skilnaði und»r- fagran iampa. Yfirlæknir heilbrigðisráðsins flutti honum stutt ávarp, og birtist það hér lauslega þýtt: “Kæri herra Olson! Leyfið mér að láta í ljós einlægan söknuð yfir iþví, að J)ér hafið orðið að segja af yður, sem einn af eftirlitsmönnutn heil- brigðisráðsins. í þau átján ár, sem þér hafið starfað með oss, hefi eg lært að meta hina ágætu eiginleika yðar, sem embættis- manns og manns. Það er mönnum sem yður að þakka, er hafa svo trúlega starfað að því að ibæta heilbrigðisástand Winni- Pe!g-borgar síðastliðin átján ár, að dauðsfallatalan er nú svo lág og heilbrigðismálin komin í svo ágætt horf. Vér vonum, að heilsa yðar styrkist brátt, er þér fáið hvíld og Iausn frá öll- um áhyggjum, .sem samfara voru stöðu yðar. Og vér viljhm fullvissa yður um það, að hin dygga þjónusta, er þér hafið veitt heilbrigðisdeild Winnipegborgar, mun ekki gleymast. Með beztu óskum, yðar einlægur, A. J. Douglas, M. D.” Þetta stutta en látlausa ávarp ber ljósan vott um það álit o!g þann hlýhug, er Harldur heitinn naut hjá samverkamönnum sínum og öllum, sem þektu hann. Hann var einn af þeim mönnum, er var öðrum trúr sem sjálfum sér og vildi ekki vamm sitt vita í nokkrum 'hlut. Haraldur var meðalmaður á hæð, vaxinn vel og fríður sýnum, svipurinn hreinn og djarfmannlegur. Á æskuskeiði var hann fjörmaður mikill og fastur í lund alla daga. Kjarkurinn var obilandi; hafði áræði til alls, enda gekk hann að verki hverju með skörungsskap og stökum dugnaði. Kveifaraskap og dáð- leysi þoldi hann ekki. Hann átti ekki samleið með þeim, sem s1 og æ heimta lífeyrir af landsstjórninni. Hann vildi sjá fyrir sér og sínum isjálfur og það gerði hann meðan heilsa og kraftar leyfðu. í stuttu máli, hann dáði manna mest dreng- skap, karlmensku og hreysti, kjark og áræði í baráttu lífsins, en gleymdi þó aldrei að koma fram sem .sannur maður o'g drengur góður. Síðustu árin, sem hann lifði, átti hann við mikið heilsu- Jeysi að búa. Var það honum mikil raun, ,svo eljusamur sem ann að upplagi var. En sitt langa o'g stranga sjúkdómsstríð ar ihann ætíð með ró og .stillingu. Banamein hans var hjarta- bilun. . er oss horfinn sjónum — það er hið órjúfanlega lög- ai lifsins. En það, sem mestu varðar, er, að dagsverkið var agurt og göfugt, lífsferill hans ihreinn og flekklaus, og var 0 rum fyrirmynd að atorku og manngöfgi. Þess vegna verða ss, sem þektum hann bezt, endurminningarnar um hann svo ‘iiandi og kærar. "Fagur var hans lífsdagur, en fe!gri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drotni lifanda.” J. St. “Garden Party,> Viðskifti Canada við Fyrsta sumarskemtun 1931 —1 ^yja Sjáland Allir velkomnir. | Stjórn Nýja Sjálands hefir til- Úr ryki og hita torgarinnar! kynt stjón Canada- að hér eftir Út í dýrð náttúrunnar! — Næsta njóti Canada engrar ívilnunar föstudag, þ. 12. þ.m. Er hér með þar 5 landi’ hvað innfintnings- öllum boðið að taka þátt í margs-,1011 snertir. Þetta er svar stjórn- konar leikjum og hlusta á þjóð- arinna * Hýja Sjálandi við toll- söngvana, ,sem sungnir voru á málastefnu Bennett stjónarinnar. Þingvöllum á þúsund ára hátíð-; 1 mör2 ár hafa hessar tvær hjóð‘ inni í fyrra m fl jir’ sem haðar heyra til brezka rík- „ . inu, haft mikil viðskifti saman Skemtumn byrjar kl. 2 e. h. .. , ,. ,,,, og latið hvor aðra njota tolliviln- o’g endar með fullu tungli. Mal- unar. Canada hefir keypt aítr- tíð 6—8 e.h. 35c., og kaffi 3—5 e. h. verður selt á sanngjörnu verði. — Ágóðinn gengur í sjóð kvenfé- lags Fyrsta lút. safnaðar. Komið öll til okkar og hafið góð- v an dag. Inngangur lOc. Mr. og Mrs. A. S. Bardal, Framboð í Reykjavík Reykjavík, 14. max 1931. Þessir lietar voru komnir til lögmanns í gær. Framboðsfrest- ur er útrunninn í kvöld — eða í síðasta lagi á hádegi á morgun. Listarnir eru þessir: A—listi: Alþýðuflokksins: Héðinn Valdimarsson, frv.stj. Sigurjón Á. Ólafsson. Ólafur Friðriksson. Jónína Jónatansdóttir. B—Iisti: Kommúnistaflokksins: Brynjólfur Bjarnason kennari. Rósinkranz ívarsson. C—listi: Uppskeruhorfur mikið af smjöri frá Nýja Sjálandi, en aftur selt því margskonarl vörur, svo sem bíla, vörur gerð-j Guðjón Benediktsson. ar úr togleðri , timbur, pappírs- fn8Ólfur Jónsson. vörur og niðursoðinn mat, sér- staklega lax. Af þessu Nýja Sjá- lands smiöri var ekki borgaður Hawthorne Ave., North Kildonan. tollur, nema sem svaraði einu! Framisóknarflokksins: centi á pundið, samkvæmt verzl- Helgi Briem bankastjóri. unarsamningi, sem var útrunn- j Jónas Jónsson. inn í haust sem leið, og var þá á- Björn Rögnvaldsson, býggingam. Eins og nú .stendur, eru upp- kveðið að hækka tollinn á smjör'j PálmÍ Loftsson’ útKerðarstb skeruhorfur í VesturÆanada j inu UPP 1 4 cents a Pundið’ Þeg ! D—lxsti: langt frá því að vera góðar. Eru ar Bennett komst til valda, var, Sjálfstæðisflokksins: _ orsakirnar þær, að reígnfall hef-jtollurinn h®khaður UPP í8 centS|Jakob Möller, bankaeftxrhtsm. ir verið alt of lítið í öllum fylkj-’ á Pundið’ sem er nokkurn veginn’Einar Arnórsson, prófessor. unum, Manitoba, Saskatchewan' sama og innflutningsbann. En þó| MagnúS Jónsson, prófessor. og Alberta. Þykir nú fyrirsjáan-' Canada hafi keypt mikið af Helgi H. Eiríksson, skólastj. legt, að hveitiuppskeran verði lít-' smjöri frá Nyja Sjálandi, þá hef-| — Mgbl. il í öllum þessum fylkjum, nema ir t10 Canada selt þangað mikluj því að eins að regn komi nú mik-j meira af vörum, heldur en þaðanj ^ ið og víða rétt um þessar mund-. hcfir verið keypt. Á ,síðastliðn-j Bllslysi 1 grend Vlð ir. Vitanlega er þetta misjafnt,1 um sjö árum, hefir Canada seltj Winnipeg eins og ávalt, en það er þó ekki vörur til Nýja Sjalands fynr Edward Hocking, 249 Ruby St.,J nema tiltölulega mjölg óvíða, sem $105,806,342., en keypt v°iur! Winnipeg, og Mrs. Frank Dart, nægilegt regn hefir fallið. Um þaðan fyrir að eins $49,991,343 átján miljónir hveitiekra í Vest-( Nú má búast við, að ^ þessi við- ur-Canada þarnast nú regns, eða skifti 'hætti, o!g eru nú þegai að um 80 per cent. af öllu hveiti-^ miklu leyti hætt. landi í Sléttufylkjunum þremur.j ------------- Þær skýrslur, sem þetta er bygt| á, eru gefnar um mánaðamótin' síðu.stu, og þar sem enn er skamt liðið sumars, getur þetta la!gast Samveldisfundinum, sem ráð- mikið enn. Mun líka hafa rignt gert hefir verið að haldinn yrði nokkuð síðan um mánaðamótin. í Ottawa í haust, hefir verið frestað til óákveðins tíma. Er því um kent, að fulltrúar frá Ástralíu og Nýja Sjálandi geti ekki sótt fundinn í ihaust vegna Samveldisfundinum frestað Ætlar að kynna sér ástandið 42 Purcell St., Winnipeg, fórust^ í bílslysi, aðfaranótt föstudags-( ins í vikunni sem leið. í sama^ bílnum voru líka tvær aðrar kon-, ur, sem meiddugt nokkuð, en þó ekki skaðlega að haldið er. Fólk; þetta var á heimleið frá Portage la Prairie og slysið vildi til einar tíu milur austan við þann bæ. Slysið vildi þannig til, að bíllinn, sem kom að vestan, o!g stór flutn- ingsbíll, sem kom að austan, rák- ust hvor á annan og hafa vænt- anlega verið á hraðri ferð. Ann- ars vita menn ekki enn greini- þingkosninga. Er nú !gert ráð, lega hvernig þetta hefirviljað G. D. Robertson, verkamalarað-, fyrir, að fundurinn verði hald- ^ Maðurinn) sem dó) keyIfði herra sambandsstjórnarinnar, er í inn einhvern tíma á næsta ári. þann ve!ginn að takast ferð á Þessi fundur átti að vera nokk- hendur og ferðast um alt land-( urs konar áframhald af samveld- ið í þeim tilgangi að reyna sjálf-i isfundinum, .sem haldinn var í ur að kynnast atvinnuleysinu í Dondon í haust sem leið. landinu, eins og það er. Ætlar hann fyrst að ferðast um Vestur- Canada, því þar hefir nú að hnd- anförnu borið meira á atvinnu- leysinu, heldur en í austurhluta landsins. Fer ihann fyrst alla leið til Victoria, B.C., og byrjar verk sitt þar og heldur svo aust- bílinn og ef sagt að hann hafi verið mjög varfærinn bílstjóri. Enn stærra loftskip Blað eitt frá London getur þess, að stjórnin hafi gert ráð-j stafanir til að byggja nýtt loft-j skip í Southampton, sem á að| verða miklu stærra heldur en hið^ mikla þýzka loftskip, Do X. Á ur eftir. Hann ætlar að eiga tal j alþjóðar blaðasamkepni að ræða, við fylkisstjórnirnar í öllumjsvo það er ekki lítill heiður, sem fylkjunum og einnig fulltrúa frái blaðið og ritstjóri þess hefir hér stærrij bæjarfélögum og isveita-i hlotið. Fjöldi vikublaða tók þátt félögum. Mr. Robertson se!gir, að j í þessari samkepni, og eru mörg það sé stefna stjórnarinnar, að þeirra gefin út í miklu stærri veita fylkjunum og bæjunum og| bæjum heldur' en Minneota er. The Minneota Mascot Blaðamacnnafélagið ameríska, National Editorial Association, hefir veitt Minneota Mascot fyrstú verðlaun fyrir bezt ritaða og bezt gerða rifstjórnarsíðu. Hér er um, þag ag hafa sex 900 hestaflaj mótora, geta flutt 40 farþega og ihafa rúm fy'rir tuttugu, og geta flogið 145 mílur á klukku- stund. Loftskipið á að vera full- gert á næsta ári. sveitunum “sanngjarna aðstoð" þessu mikla vandræðamáli. Meiri viðskifti Ein af aðal atvinnugreinum British Columbia fylkis, er skóg- arhögg ög timibursala. Mikil deyfð hefir að undanförnu verið yfir þeim atvinnurekstri, ekki síð- ur en öðrum atvinnugreinum. En nú ihafa timburfélögin í British Columbia fenlgið pöntun fyrir 4,000,000 fetum af timbri frá Ástralíu og 1,500,000 frá Eng- landi. Þykja þetta góð tíðindi og benda í þá átt, að þessi at- vinnuvegur fylkisins muni nú bráðum rétta við og komast í eðlilegt horf, og þá muni aðrir á eftir fara. Meighen tekur við embætti Ontario G. S. Henry, forsætisráðherra í Ontario hefir tilkynt, að hann hafi 'útnefnt Rt. Hon. Arthur Meiighen sem einn af fulltrúum fylkisins í raforkunefnd Ontario fylkis, og hann hafi samþykt að taka við því embætti. Nýr for- maður iþeirrar nefndar hefir líka verið skipaður, Hon. J. R. Cooke, fylkisþingmaður. o!g hafa langt um fleiri kaupend ur heldur en Minneota Mascot. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Minneota Mascot hlýtur iviður- kenningu fyrir að taka öðrum blöðum fram, því það hefir kom- ið fyrir þrettán sinnum áður., á síðustu fimm árum. í meir en þrjátíu ár, ihefir Gunnar B. Björnson gefið út blaðið Minneota Mascot, og lengst af verið ritstjóri þess. En síð- ustu árin hefir elzti sonur hans, E. Hjálmar Björnson, haft rit- stjórnina á hendi, eða síðan 1927, að hann lauk námi við ríkishá- skólann í Minnesota, með ágæt- um vitnisburði. Hann er nú að- eins 27 ára gamall. Við Maiscot byrjaði (hann að vinna með föð- ur sínum, þegar hann var fjórtán ára gamall og hefir alt af síðan unnið við útgáfu blaðsins, þegar hann hefir ekki verið bundinn við nám. Hann hefir því nú þeg- ar mikla æfingu sem blaðamaður. þó ungur sé. Enginn, sem kynst hefir Hjálmari, efast um, að hann sé ágætum hæfiilejikum ;gæddur. sem hann hefir farið prýðilega vel með. Og öllum, sem þekkja hann, er sá heiður, sem hann nú hefir Ihlotið, mikið ánægjuefni, því vinsælda olg trausts nýtur hann hjá öllum, sem hann þekkja. Löng ræða I Prestur nokkur í Washington, D. C., G. Z. Brown að nafni og sem er iblökkumaðuc, flútti prédikun á sunnudaginn var í kirkju sinni og var að því í tólf klukkustundir og tíu mínútur. Mun það lengsta prédikun, sem sögur fara af. Fimtíu þúsundir manna á flótta Samkvæmt fréttum frá Kína, hinn 3. þ.m., er þar í landi alt annað en friðsamlegt ástand um þessar mundir. Heilir herskarar af kommúnistum fara þar nú um Kiangsi fylkið og herja á íbúana og ræna öllu sem hönd á festir. Fimtíu þúsundir af bændalýðnum í þessu fylki hafa lagt á flótta, sérstaklega' börn. Stjórnarhern- um virðist ganga mjög erfitt að halda kommúnistunúm í skefj- um. Ethel Marion Price, R.N. 8. apríl 1903 — 30. maí 1931. Eins og getið var um í blaðinu vikuna sem leið, andaðist þessi unga kona að heimili sínu í Regina, -Sask., föstudag- inn 30. maí s.l. Er sá missir ættingju-m hennar og ástvin- um hinn mesti söknuður og sorgarefni, því hún var í öllum efnum hin mesta hæfileika- o!g myndarkona, og þeim einkar kær og nákomin. Húft var að upplagi glaðlynd og þýðlynd og vildi úr öllu bæta, er hún orkaði, o!g frá því á barnsaldri var þeim til gleði og ánægju, er hana umgengust. Var móður hennar það mikil huggun og styrkur í baráttunni og hinum breytilegu kjörum æfinnar. Ethel Marion Price var fædd í Winnipeg 8. apríl 1903. Foreldrar hennar voru þau hjónin Donald Elding, ensþur að ætt, og Dýrfinna Eggertsdóttir, dóttir Eggerts bónda Jónssonar, Árnasonar frá Leirá í Borgarfirði, og Sigríðar Jónsdóttur, frá Deildartungu í Reykholtsdal. Er ætt þessi úr Borgarfirði og afar fjolmenn hér vestra. Systkyni Mrs. Dýrfinnu Elding eru þeir bræður, Jón og Árni Eggertsson fasteignasali í Winnipeg, o!g Mrs. Kristín Reykdal, í Winni- peg; Mrs. Helga Pálsson, við Mozart, Sask.; Mrs. Eggert- ína Sigurðsson, við Swan River, Man., og Mrs. Guðrún Borgfjörð við Árborg, Man. Eina sy-stur á Ethel Marion heitin á lífi, er heitir Sigríður Alma. Býr hún hér í bænum hjá móður þeirra og stundar skrifstofuvinnu hér í Winnipeg. Ethel Marion heitin ólst upp hér í Winnipeg hjá móður sinni og stundaði hér skólanám. Hún lauk burtfararprófi frá Jóns Hjarnasonar skóla 1922. Lagði hún þá fyrir sig hjúkrunaffræði og var útskrifuð frá Winnipeg General Hospital í þeim fræðum vorið 1925. Stundaði -hún svo hjúkrun um eins árs tima, eða þangað til hún giftist 21. maí 1926, eftirlifandi manni sínum, Mr. J. H. W. Price, er þá var bókari við Royal bankann hér í bænum, en það haust skipaður yfirmatsmaður handveðslána við bankann í Re- gina, Sask.. Fluttust þau þá til Regina og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvo ,sonu, heitir sá eldri Edwin James, og er fæddur 5. apríl 1928, en hinn yngri Frank Elding, fæddur 1. marz á þessu vori. Eftir fæðingu hans náði móðirin ekki heilsu aftur. Var hún rúmföst og lengst af sárþjáð eftir það, þangað til hún andaðist, sem fyr segir, hinn 30. s.l. mánaðar. Stundaði móðir hennar hana allan þann tíma. Jarðarförin fór fram frá Speer.s útfararstofunni í Re- gina mánudaginn þ. 1. þ. m., og stýrði ,séra R. McElroy Thomp-son, prestur Baptistakirkjunnar í Regina, útförinni. Allir nákomnustu ættingjar voru þar viðstáddir til að kveðja hina ungu konu, er úr heimi var horfin og verið hafði þeim til yndis og ánægju meðan samvistanna naut. Blessuð veri minning hennar meðal þeirra. Rejkjav íkurblöðin eru beðin að birta þessa dánarfregn. AÐ LOKNUM LESTRI. (Sbr. ritstjórnargrein: “Farand salinn”) Úr loftsins verstu lognmóðu, hjá lágum sálnahirði, hættið að senda’ út Heimskringlu, hún er lítils virði. Ó. T. J. Þýzkir stjórnmálamenn heimsækja England Þeir Heinrich Bruening, kansl- ari eða forsætisráðherra á Þýzka- landi, og Dr. Julius Curtius, utan- ríkisráðherra, voru á Englandi um helgina sem leið. Á sunnudaginn voru þeir í heimboði hjá Ramsay MacDonald forsætisráðherra, á sveitaheimili 'hans, og áttu þar, eins og vænta mátti, hinum beztu viðtökum að fagna. Hafa þessir þýzku stjórnmálamenn átt langt tal við forsætisráðherrann og utan- ríkisráðherrann og fleiri mikils- ráðandi menn á Englandi, og munu fjárhagsmálin hafa verið aðal- umtalsefnið, tilraun til að finna einhver ráð til að bæta úr þeim, og vilja Þjóðverjar nú gjarnan njóta aðstoðar og góðvildar Breta í þeim efnum. Láta hinir þýzku stjórnarherrar hið bezta yfir viðtökunum, sem þeir hafi mætt á Englandi. Gefið að Betel í maí. 4 pör af vönduðum gluggatjöldum fyrir setustofuna, í minningu um sextánda maí. Frá ónefndri konu í Wpe!g. Innilega þakkað. J. Jóhannesson, féh., 675 McDermot Ave., Wpeg. r

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.