Lögberg - 11.06.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.06.1931, Blaðsíða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1931. BU. S 1 ▼ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga SELURINN. Hann er sívalur í vexti og allafildur um miðju, en mjór til hauss og hala. Halinn er neíndur dindill á alþýðumáli. Hann er mjög1 hálsstuttur. Hj'öfuðið nálega hnöttátt, trvnið skiimt og digurt og langt og gisið strý um granirnar líkast eins og á ketti. Augun vita npp á við, og nasirnar eru stórar og víðar, en ytra'eyrað vantar alveg. P1æturnir eru stutt- ir og breiðir og kallast hreyfar. Með þeim syndir hann og hreyfir sig í vatni og sjá. Klærnar eru litlar og tærnar nærri því liuldar í húðinni. Skrokkurinn stutthærður og stinn- lnerður og stirnir á hann. Framtennurnar og vígtenmirnar eru mjög svipaðar sem í rán- dýrunum, enda telja nú náttúrufræðingar hann til þeirra. Jaxlarnir eru allir jafnlitlir og með nokkru millibili. Undir húðinni er þykk spik- fylla, bráðfeit mjög, og er selurinn víða nú á dögum veiddur sökum þess og brætt úr henni lýsi. Selurinn er ágæt sundskepna, svo að við bann hefir löngum verið miðað, þá er einhver hefir verið vel fær í sundíþrótt og sagt, að hann væri syndur eins og selur. — Höfuðátt- hagar hans eru íshöfin, firðir þeirra og flóar og ósar og fljót þeirra, sem í þau renna. Sel- urinn er stirður og seinn til gangs, nema helzt í sandi og sjó, þegar hann hefir hreyfafylli. Þó liggur hann oft á landi uppi með sjó fram og á ísnum í höfunum. Selurinn er skaðræðisgripur í veiðistöðum, því að honum þykir lax og silungur mesta sæl- gæti og lifir mjög á þess konar fæðu, þótt hann éti einnig flvðrur, þorsk og fleira fiskmeti. Við Islarid eru margar tegundir sela, og skal nú geta hinna heíztu. Lamdselwinn er alkunnastur, því að hann hefst við nærri landi, liggur oft uppi á skerjum og steinum og gengur upp í fletstar stórár lands- ins. Hann er dökkgrár á bakið, en ljósbleikur a kviðinn. Hann kæpir á skerjum og eru þar kölluð látur, sem hann fæðir kópa sína. Þeir eru víða veiddir í nætur. Landselurinn er ljóm- andi fallegur og er gaman að horfa á hann, þegar hann liggur uppi á skerjum og bakar sig í sólskininu. Honum geðjast mjög vel að horfa a það sem rautt er, og eitir hann stundum báta, ef veifað er rauðri veifu að honum. Útselur er alLstór, grár að lit. Hann er mest a Breiðafirði og kæpir á úteyjum. Vöðuselur kemur oft til landsins síðara hluta vetrar. Hann fer stundum í stórum flokkum, sem kallast vöður. Hann verður um fjórar álnir á lengd. Veturgamall er hann með dökk- leitum dropum og þá kallaður dropaselur; þegar hann er tvævetur, er hann gráskjóttur, en uieð dökkbrúnum flekkjum þegar hann er eldri og þá kallaðrir brúnskjóttur selur. Hann ■syndir ávalt baksund (isnýr bakinu niður, þeg- ar hann syndir), en landselurinn syndir bringu- sund. Vöðuselur er stundum veiddur, bæði í selanætur og með skotum, en nú er það lagt niður. Mest er af honum fyrir norðan land. Hann á kópa sína á hafísnum. Blöðruselur er mjög stórvaxinn; getur orðið á fimtu alin. Hann er isvarbleitur og hef- lr blöðrur ofan á trýninu, þannig að hann get- ur blásið út nashúðina eins og belg. Fyllir hann blöðru þessa oft af lofti, þegar hann fer ] kaf og getur því verið lengur í kafi en aðr- lr selir. Hann orgar illilega, þegar hann er særður og ræðst þá stundum á móti bátum og er heldur en ekki ófrýnilegur. Spikið af hon- um er stundum á þriðja hundrað pund. Kampselur er allstór sedur, gráleitur með löngum kömpum. Hann sést isjaldan við ís- land. — Hringanór er lítil selur, grádröfnótt- Ur. Verður um tvær álnir á lengd. Hann fylg- lr oft vöðusel og syndir á bakið eins og hann. Skemmingur er minstur allra sela. Nær vart tveimur álnum. Hann kemur helzt með bafís, en er miklu sjaldgæfari en vöðuselurinn. Rostungur eða romshvalur er talinn til sel aima. Hann er miklu stórvaxnari en aðrir sel lr» styttri og gildari hlutfallslega, hreyfarnii tengri og líkjast meir ganglimum annara dýra Yeitir honum auðveldara að ganga á landi, er °ðrum selum, þótt hann sé að vísu stirður o< semn á sér. Húðin er afar þykk og sett gisn uþi hárum. Röstungurinn liefir tvær langai ððgigtennur íbjúgar í efra skolti og standa þæi ankt niður fyrir skoltinn. Hann hefir högg tennurnar sér til varaar og urgar upp mei þeim skeljar á mararbotni, sem hann étur. — Hostungarnir hafast við langt norður í íshafi eru þeir oft margir í flokk saman og verjas ^ynii grimd, ef á þá er leitað. Það er sagt I þpir liggi oft margir saman uppi á ísnum o< mldi einn vörð, meðan hinir sofa. Brölta þeii Ulður með orgi og illum látum, ef sty^ð kemui a l>eim, bíta og berja hver annan og bylta séi ^ s<)uinn. gtundum ráðast þeir á báta. og getf ur°tið gat á þá með höggtönnunum. — Rost hí'fxr eru veiHdir sökum tannanna. Þær eri atðar í ýmsa smíðisgripi eins og fílabein of konungsgersemar. Húðin var fyrrun í svarðreipi. Svo kölluðu menn óíar, ei tíðk V°rU r rei^a a sklP 1 st&ð kaðla,, sem ni tij ^ast- — Rostungar koma einstaka sinnun ^Jands einn og einn, og hafa stundum veri? fy . :lr- Einn var skotinn suður á Reykjanes Sý lr n°kkrum árum, og er hauskúpa hans ti ls i náttúrugripasafninu í Reykjavík. Á fyi ri dögum sáust rostungar oftar við ís- land en nú gerist, en þeim hefir verið eytt af selveiðamönnum og fækkar óðum í Ishafinu. Rostungurinn verður um 10 álnir á lengd, bg um tvö þúsund pund að þyngd. — —Unga Island. A L P T I R. Álftir lieita öðru nafni svanur. Það nafn er einkum haft í skáldskap. Af því er dregið orðið “svanasöngur ”, “svanhvítur” o. s. frv. Álptir eru stórvaxnastir allra fugla á ís- landi. Þær teljast til anda-kynsins. Þær eru sundfugl og hafa sundfit á fótunum milli tánna Þær synda ágætlega, en ekki geta þær farið í kaf eins og sumar endur. Þeim veitir heldur erfitt að hefjast til flugs af vatni og berja vatn- ið með vængjum og fótum meðan þær eru að komast á loft. Þær' fljúga oftast hátt og eru styggar og varar um sig. Nefið er beinvaxið, nokkuð breitt og flatt eins og á öðrum öndum, næst við rótina og lækkar fram. Hálsinn er mjög langur og halda þær honum bognum, þegar þær sitja, eins og sjá má á myndum. Álptirnar eru hvítar að lit og þykja mjög fallegar og tignarlegar. Söng þeirra er einn- ig við brugðið og hafa mörg skáld kveðið ljóð um “svanasöng á heiði.” A vetrum hafast álptir við úti á sjó, á vog- um og fjörðum eða úti á hafi. En á vorin, þegar ísa lleysir, fljúga þær inn til fjalla og taka sér bólstaði á tjörnum og vötnum um heiðar og öræfi til þess að verpa. Þær verpa í smáhólmum. Bera þær saman strá og mosa í stóra hrúgu, sem kölluð er dyngja og hafa hreiður sitt ofan á dyngjunni. Stundum hlaða J>ær dyngjuna upp úr grunnu vatni, svo að hún er eins og lítill hólmi. Þær eiga fjögur eða fimm egg. Álptirnar fella flugfjaðrirnar eftir mitt sumar og geta þá ekki flogið mánaðartíma, á meðan nýjar fjaðrir eru að vaxa. Það er kall- að, að þær séu “í sárum” og veitir þeim þá örðugt að forða sér, ef þeim eru árásir gerðar. Hafa menn stundum farið upp á heiðar, þegar álutirnar eru í sárum og elt þær uppi á hest- um, ef þær hafa verið á landi, en róið þær uppi ef þær hafa verið á vötnum þar sem bátur var til taks. Hafa þær þá ekki þurft griða að biðja og margar týnt lífinu fyrir grimd manna, enda hafa þær fækkað meir og meir. Ungarnir verða ekki fleygir fyr en undif harist og eru þá orðnir stórir vexti. Eru þeir þá stundum eltir upp eða skotnir. Álptirnar lifa mest á safakendum jurtum, sem þær slíta upp úr vatnsbökkum og mýrar- flóum. Einnig éta þær smákufunga, skelfisk og síli þar sem til þess næst. Þegar ungamir eru orðnir fleygir og færir og að því líður að vötn leggi, þá fljúga álptirn- ar aftur ofan af heiðunum út á sjó. Hafast þær oft við vetrarilangt á fjörðum og flóum sunnanlands, einkum á Breiðafirfði, en marg- ar fara þó langt út á haf og jafnvel suður í lönd að sagt er. Álptir eru grimmar og heimaríkar og eru dæmi til þess að þær hafa. lamið sauðkindur til bana með vængjunum, éf þær hafa komið í námunda við hreiður þeirra. Einu sinni ætlaði tóa að komast út í hólma, sem álpt varp í. Lagði lágfóta það á sig, að svnda yfir mjótt sund til þess að komast í hólmann, iþótt ekki þætti henni gott að bleyta sig. En ekki varð henni þessi ferð til fjár, því að álptin varð hennar vör, réðist að henni og lamdi hana og barði með vængjupum miskunn- arlaust. Tæfa gat enga björg sér veitt á sund- inu og linti álptin ekki fyr en hún gekk af henni dauðri. Þessi atburður gerðist á Víkingavatni í Kelduhverfi; þar urpu álptir fyrrum. Menn sáu atfarir álptarinnar heiman frá bæ og vissu ekki, hverju sæta mundi. Reru báti út að hólm- anum og sáu þá, hvað í efni hafði verið, því að tæfa flaut þar steindauð á miðju sundinu. Álptafjaðrir voru fyrrum verzlunarvara, meðan skrifað var með fjijðrum. Var ])á farið á hverju hausti þangað sem álptir urpu, til þess að tína fjaðrirnar, sem þær höfðu felt. Erlendis eru álptir víða tamdar og hafðar á tjörnum og síkjum til skrauts og skemtunar. Þarf þá að klippa af vængfjöðrum þeirra, svo að þær geti ekki flogið burt. Ekki hefir Is- lendingum þótt eins mikið koma til þess að sjá þessa fallegu fugla þar frelsi svifta og vængja stífða undir manna höndum, eins og alfrjálsa hér heima við fjallavötnin. Þorsteinn Erlings- son skáld hefir kveðið kvæði um tamdar álptir, sem hann sá erlendis “á forarvætlu.” Þótti lionum ill og aumleg þeirra æfi og hugsaði heim til Islands: “Eg veit hvar álpt að veiði fer frá víði köldum svifin, og fjöður hálf þar engin er og ekki af sauri drifin. Á breiðum vængjum fer hún frjáls með fjallabeltum háum og speglar sinn hinn hvíta háls í heiðarvötnum bláum.” Alptir eiga heima um alla jörðina, en nokk- uð eru þær frábrugðnar á ýmsu stöðum. Á Nýja Hollandi (Ástralíu) eru álftir svartar að lit með rautt nef, og í Suður-Amreíku er álpta- kyn, sem hefir svartan háls og haus, en hvítt að öðru leyti. — Unga Island. / K 0 R N 1 N N. íkorninn er lítið dýr vexti. Hann telst til nagdýi aflokksins. Að sköpulagi er hann lið- legur og rennilcgur. Skottið er langt og mjög loðið. Eyrun eru löng og oft með hárskúf í broddinum. Klærnar eru langar og bognar, en tærnar sviplíkar fingrum. A íkorna þeim, sem alkunnastur er, er skottið mjög lítið og langhært og vita hárin út til hvorrar hliðar sem fanir á fjöður. Hann hefir litaskifti með áristíðum. t norðlægum löndum er hann um sumar mórauður, en grár á vetrum. Hann er rúmir níu þumlungar á lengd, en rófan rúmir sjö þumlungar. Hann hefir löng og stinn kamphár eins og köttur. Hann er mjög liðugt og fjörmikið dýr og elur aldur sinn í skóglöndum og gjörir sér hreysi úr laufblöðum, mosa og kvistum. Stund- um býr hann einnig í holum trjábolum og auð- um krákuhreiðrum. Hann étur fræ jurta og •rætur, og skógarhnetur þykja honum mesta sælgæti, einkum hnetur eiki- og greni-trjáa. Hann aflar sér fræa, róta og hneta á sumr- in og geymir til vetrar, svo að hann megi ti'l þess taka, þegar veður harðnar og ilt er um vistir. .— Þegar svo vetrarforiðann þrýturi, drepst hann oft úr hungri. 1 hreysum sínum eða laufskýlum geymir hann föngin til vetrar- ins og elur unga sína. Verstu óvinir íkorna eru ýmsir ránfuglar og merðir. Þó eru merðirnir honurn öllu skæð- ari og á hann erfitt að forðast þá, enda er lítið íkorna á þeim stöðvum, sem merðir dvelja. Ikorninn á heima hvarvetna í Norðurálf- unni og Suður-Síberíu suður að Altaifjöllum. 1 Norður-Ameríku er íkorni grár að lit og er nokkru stórvaxnari, en Norðurálfu íkorn- inn. Hann er veiddur allmikið og skinnið flritt til Norðurálfunnar og notað til skrauts og skjóls á fötum. Það er kallað loðskinn. —- Ikornar þessir gjöra sér lireysi í holum trjá- stofnum og fóðra innan mosa og stráum. Þang- að draga þeir að sér vetrarforða, en grafa þó sumt á ýmsum stöðum í grendinni. Þegar kalt er og snjór á jöriðu á vetrum, þá halda þeir kyrru fyrir heima í hreysum sínum og lifa á föngum þeim, sem fyrir eru. En þeg- ar hlýnar í veðri, fara þeir til aðdrátta og flytja í búið matvælin, sem grafin eru og geymd hér og þar. Það er mál manna, að þeir viti á sig iH- viðri og veðurbreytingar. Áundan kuldum og frostum eru þeir á ferð og flugi um skóginn. Þá éta þeir sig sprengfulla og flytja að vistir af miklu kappi. Af því má marka, að frost og kuldar fari í hönd. Þá má geta flugs íkornans. Hann er að nokkru frábrugðinn hinum, en einkum þó í því, að hann hefir flughúð þanda í milli framfót- anna og afturfótanna. Flughúðin er mjög þétthærð og gjörir þá færa að stökkva langt til og fljúga ofan úr trjám skógarins. Flug-íkornarnir skiftast í nokkrar tegund- ir, þó skal hér að eins getið þess, er algeng- astur er. Hann er brúnn á bakinu og hvítur á kviðn- um og á heima í austurhluta Norðurálfu norð- anverðum og víðast hvar í Síberíu. En einkum eru bjarkskógarnir heimkynni lians á stöðvum þessum. Hann getur fleytt sér all-langan veg í einu með flughúðinni og hefir þá skottið að stýri. Hann er veiddur á þessum slóðum vegna loðskinnsins, því að það er haft í miklum met- um hjá Kínverjum og keypt dýrum dómum. — Unga tsland. DUGANDI DRENGUR. Holland er á isumum stöðum svo lágt, að menn verða að gera mikla garða úr mold, til þess að verja sjónum landið. Þessir garðar eru kaJllaðir flóðgarðar. Það ber við, að öldurnar brjóta garðana og brýzt þá sjórinn inn um skarðið og flæðir yfir landið. Eitt sinn gekk lítill drengrir heim til sín að kvöldi dags. Þá sá bann holu í einum flóðgarð- inum og vætlaði sjór í gegnum. Faðir hans hafði oft sagt honum, að væri vatnið eigi stöðvað, þegar svo bæri undir, þá stækkaði holan og rynni sjóflóð vfir landið. Honum kom fyrst til hugar að lilaupa heim og segja föður sínum frá. En svo hugsaði hann með sjálfum sér: “Myrkrið gæti dottið á áður en faðir minn kæmi, og þá gætum við ekki fundið holuna. Eða hún getur stækkað svo, að þá verði of seint að fylla hana. Eg verð að vera kyrr og gera það sem eg get, þótt eg sé einn.” Litli drengurinn settist nú niður og stakk hendinni inn í holuna til þess að stöðva vatns- rennslið. Þarna var bann klukkustund eftir klukkustund ií myrkrinu og kuldanum alla lið- langa nóttina. Um morguninn gekk maður þar fram lijá og sá hann. Hann skildi ekki í, hvað drengurinn væri að gera þama. Svo kallaði hann til hans: DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medieal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimill 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur löofraOingur Skriístofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Winnipegr, Manitoba W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNSSON íalenzkir lögfrœOingar 6. öðru gólfl 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talslml: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) ialenzkur lögmaOur 910-911 Electric Rallway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heinvili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BA... LL.B. LögfrasOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt Clty Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aB hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. talenzkur lögfrœOingur 809 PARIS BLDO., WINNIPEO Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yílrsetur Til viðtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá. kl. 6—8 að kveldinu 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af OUu tagi. Phone: 26 349 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bklg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknlr 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Helmilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlarknir 505 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. sími: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 91 FURBY ST. Phone: 36137 Vlðtals tlmi klukkan 8 til 9 að morgninum DR. A. V. JOHNSON lalenzkur Tannlceknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 HeimiUs: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allnr útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talslmi: 58 302 “Það er hola í flóðgarðinum,' ’ sagði dreng- urinn, “og ég er að stöðva vatnsrennslið. ” Yesdings drenghnokkinn var svo kaldur og þreyttur, að hann gat naumast talað. Maðurinn flýtti sér þangað og tók drenginn burt. Hann tróð upp í holuna. Nú var landinu borgið og það áttu menn að þakka þessum litla og duglega Hollendingi. — Unga Islqpd. f-------------- Dœmisaga. Spæta og dúfa höfðu verið í heimboði hjá páfugli. “Hvemig leizt þér á húsbóndann?” spurði spætan á heimleiðinni. “Finst þér ekki hann vera viðbjóðsleg skepna? Hann er reigings- legur, hefir ljóta rödd og klunnalega fætur.” “Því tók ég nú ekki eftir,’ sagði dúfan, “eg hafði ekki tíma til þess , því að ég hafði nóg að gjöra að dást að fegurðinni á höfði hans, fjaðraskrautinu og tíguleiknum í framgöng- unni.” Þannig líta göfugir menn á kostina hjá öðr- um, en sézt heldur yfir smávægis galla. — U. I.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.