Lögberg


Lögberg - 18.06.1931, Qupperneq 3

Lögberg - 18.06.1931, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ 1931. Bla. S. Til að tryggja eignir yðar AÐ hafa peninga yðar á þessum banka, er aðeins til að tryggja eignir yðar. Vér bara geymum 'þá fyrir yður, o'g þér getið tekið sumt af þeim, eða þá alla, þegar þér þurfið þeirra, en því lengur, sem þér látið þá liggja hjá oss, því meiri verða þeir, því vér borgum vexti af öllum innlögum. Peningar yðar á þessum banka eru fyllilega trylgðir, með öllum ’eignum bankans, yfir níu hundr- uð miljónir dollara. iByrjið viðskiftin strax í dag og tryglgið ! peninga yðar. The Royal 8ank of Canada PELimiRS COUNTRY CLUB JPECIAL The BEER that Guards Q.UALITY Phones: 42 304 41111 To High School Students Immediately following the elose of High School is the right time to eqter upon a business training. The Holiday months will see you well on your way if you enroll by July 1. Make your reservation now. In any case give us the opportunity of dis- cussing with you or your parents or guardians the many advantages of such a commercial education as we impart and its necessity to modern business. The thoroughness and individual na- ture of our instruction has made our College the popular choice. Phone 37 181 for an appointment. DOMINION BUSINESS COLLEGE «.. -sí>«-S The Mall Branches at ST. JAMES DAVID COOPER, C.A. and President. ELMWOOD VI Hrein Mjólk Á engan keppinaut á sviði fullkominnar fæðu. Hún sparar yður einnig mest, veitir mesta ánægju og tap- ar aldrei aðdráttarafli sínu. Þér fáið HOLLASTA mjólk •—beztu mjólk, sem hægt er að kaupa, ef þér kaupið CRESCENT ER GERILSNEYDD Mjólk, rjómi, smjör, ísrjómi, áfir, Cottage ostur, o. fl. Crescent Creamery Company Limited LYDIA EFTIR ALICE DUER MILLER. “Þér þurftuð þá að bíða meðan verið var að saáíja bílinn? ” “ Já. ” “Þér hljótið þá að liafa verið þarna svo sem fimm mínútur að minsta kosti, eftir að þetta símtal áti sér stað?” “Ef til vill.” “Gerið þér svo vel, að svara já eða nei.” “Nei.” Hún sagði þetta ]>annig, að auð- heyrt var, að hún var reið. “Gera má ráð fyrir, að samtalið hafi fram farið, ])(>gar klukkuna skorti þrettán mínútur í þrjú; þá getur ekki verið, að þér hafið lagt af stað fyr en 2.52, en slysið kom fyrir 3.12. Vegaléngdin er nákvæmlega þrettán og liálf míla, sem þér hafið þá farið á tuttugu mínút- um, og hafið þér þá farið fjörutíu mílur á klukkustund.” Wiley mótmælti þessu, vegna þess að ekk- ert hefði fram komið, sem sýndi á hvaða tíma ])<‘tta símtal hefði átt sér stað. O’Bannon svaraði, að samkvæmt skýrslu frá símstöðinni væri sá tími nákvæmlega réttur, sem hann hefði til tekið, og þá skýrslu lagði hann nú fyrir réttinn. Eftir að liann liafði sagt þetta, varð dálítil þögn og Lydía hálf stóð á lætur, því hún hélt að yfirheyrslunni væri lokið, en O’Bannon var ekki búinn. “Eg er ekki alveg búinn,” sagði hann. “Þér segið, að þér hafið ekki verið teknar fastar nú í nokkur ár, fvrir að keyra of hart. Hefir það komið fyrir, að lögreglumaður hafi stöðvað ferð yðar af þeim orsökum?” “Eg mótmæli þessari spurningu, vegna þess að hún er málinu með öllu óviðkomandi,” sagði Wiley. “1 hvaða tilgangi er þessi spurning fram- borin?” spurði dómarinn O’Bannon. “Til að leiða sannleikann í ljós, herra dómari. Eg er að sýna fram á, að hin ákærða er ekki ábyggilegt vitni, þegar til þess kemur, hve hart hún keyrir bfl.” “Þó lögreglumaður hafi einlivern tíma stöðvað hana á förnum vegi,” sagði dómar- inn, “sannar það ekkert þessu viðvíkjandi. Hann gat vel hafa álitið, að hún væri að brjóta lögin á einhvem hátt, þó hún færi ekki of hart.” “Ef þér viljið leyfa það, herra dómari, skal ég sýna fram á, að það var einmitt þess vegna, sem lögreglumaðurinn stöðvaði hana.” Eftir nokkurt þref var O’Bannon leyft að spyrja þessarar Sfpurningar. Lydia svaraði með meiri og meiri tre^ðu og fann hún þó sjálf, að með því var hún að vinna sínum mál- s'tað tjón, en hún gat ekki við það ráðið. Hún var neydd til að játa, að haustið áður hefði Drummond einu sinni stöðvað ferð sína, og þegar hún var spurð, hvað hann hefði sagt við þana, svaraði hún með þjósti, að það gæti hún ekki munað. “Spurði hann yður, hvort þér hélduð, að þessi braut væri til þess gerð, að reyna bílana á henni, hve hart þeir gætu farið?” “Eg man það ekki.” “Sagði hann yður, að ef þér hélduð áfram að keyra svona hart, tæki hann yður fasta?” “Nei.” Ef hatrið væri bráðdrepandi, mundi, þá mundi O’Bannon hafa orðið skammlífur úr þessu. ‘ ‘ Svo ])ér munið ekkert af því, ^em ykkar fór á milli?” “Nei.” “Og þér getið ekki gefið neina skýringu á því, hvers vegna hann stöðvaði vður og lét yður svo fara, án þess að gefa yður nokkra frekari aðvörun?” “Nei.” “Þér gætuð kannske munað þetta betur, Miss Thome, ef þér sjáið þetta armband, sem eg hefi héma?” Herra dómari!” hrópaði of seint. Lydía hafði séð levndi sér ekl?i, hvernig ‘Eí ö mótmæli, Wiley, en ofurlítið armbandið og það henni brá við það. Dómarinn leyfði ekki neinar spurningar viðvíkjandi þessu araibandi og lagði svo fyrir, að það, sem þegar hefði verið um það sagt, skyldi ekki verða tekið til greina. En það hafði engu að síður haft sín áhrif ó kviðdómendurna. Wiley spurði Lydíu nokkurra spurninga, og reyndi að koma henni í betra skap, en það hepnaðist ekki. Miss Bennett. Albee og nokkrir fleiri vinir Lydíu bára henni vitni um ágæta hegðun í öll- um greinum, en það gat ekki bætt það tjón, sem hún hafði unnið sjálfri sér, með sinni eig- in framkomu. XI. KAITULI. Lydía var þess fullviss, þegar vitnaleiðsl- unni var lokið, að hún hefði ekki gengið sér í vil. Miss Bennett var vongóð, þegar þær fóru heim, og Bob'by lét mikið yfir því, hve ágæt- lega henni hefði tekist. Albee hafði daginn áður lokið störfum sín- um í New York, með nokkrum heiðri. Hann kom um kvöldið til að kveðja hana. Hann þurfti nauðsynlega að fara burtu úr borginni, og varð að leggja af stað Sim miðnætti. Síðan slysið vildi til, hafði Albee séð Lydíu á hverjum degi og hún hafði spurt hann ráða | og reynt að hafa alt það gagn af honum, sem hún gat, en annars hafði hún svo að segja gleymt því, að hann væri til. Meðan hún beið þess, að hann kæmi inn, flaug það gegn um huga hennar, hve afar nærri því liún hefði( verið komin, að giftast þessum manni, og hún skildi ekkert í því nú, hvernig það hefði einu sinni komið í huga hennar, svo fráleitt fanst henni það nú. Nú mátti búast við, að þau sæjust ekki í nokkrar vikur og það gæti vel skeð, að hann ímyndaði sér, að hún ætlaði að verða konan hans. Henni fanst, að nú Iiefði hún gilda ástæðu til, að taka ekkert slíkt í mál, og eins á stæði gæti það ekki meitt tilfinn- ingar hans. “Kvenmaður, sem eins stendur á fyrir eins og mér, getur ekki lútið sér detta hjónaband í hug,” dat henni í hug að segja við hann, ef til kæmi. Að giftast Albee tók ekki nokkru tali. Hvernig hefði henni nokkurn tíma dottið það í hug? Hann var töluvert fvrirmannlegur í fasi, eins og hann átti að sér, og hann var vel og ríkmannlega til fara. Hahn tók í hendina á henni og leit á hana ástúðlega, rétt eins og hann liefði nlargt að segja henni, en sem hann vildi ekki ónáða hana með, eins og á stóð.” “í]g vildi eg gætj verið hér á morgun og samglaðst yður yfir sigrinum. En eg kem aft- ur eftir svo sem mánuð, eða svo, og á meðan skil eg yður eftir hjá góðum manni. Wiley er ágætur. Eg er viss um, að honum tekst meist- aralega á morgun. En þó sVo skyldi tiltakast, að kviðdómendurnir væru svo heimskir, að þér verðið fríkendar af yfirréttinum. ” Hann smum. Hún sá fullvel, að hann var að flýja burtu frá henni. En henni þótti bara vænt um, að hann skyldi fara, og hún hafði enga freistingu til að hegna honum fyrir það. Morguninn eftir rigndi óskaplega. Það var alt flóandi í vatni. Vatnið strymdi ni gluggana á dómsalnum að utan verðu og inni var andrúmsloftið þungt og erfitt. Það mundi hafa verið dimt þar inni, ef ekki hefði verið fvrir rafljósin. ,Homans dómari var gigtv ur og nú var hann óvanalega illur í skapi. Lydía varð strax fyrir vonbrigðum. I liafði aldrei skilið }>að fvr en nú, að sá, sem verði málið, héldi fyrst sína ræðu, en sækjand inn hefði síðasta orðið, að undanteknum dóm aranum. Það væri bágt að segja, hvað “þessi maður” kynni að geta talið kviðdómendunum trú um, með allri þessari einlægni, sem hann sýndist hafa svo mikið af. Hana granaði ekki, að hann ætlaði ekki að gera það. Hann hafði oft sagt henni, að það væri ekki til neins fiú á dögum, að revna að líkjast Daniel Webster eða öðrum mælskugörpum. Vitanlega væri })ó nauðsynlegt að tala dálítið til tilfinninga kvið- dómendanna. Hún hélt, að O’Bannon mundi hafa meiri álirif á kviðdómendurna. Samt gat vel verið, að Wiley hefði rétt fyrir sér. í’’ó]k var y leitt svo heimskt, að það var ekkert ómögul að það tæki Wiley fram yfir O’Bannon. mjög skýrt og efninu viðkomandi. /30C=30C=OC=OC=>0<=30C=30C=>6C=33C=30C=30C 'OC=t) 0 IMí M® m o við. Heldur væri ekki sannað, að hi sek um neina glæpsalega vanrækslu. f “O ------------ alist upp að mestu leyti án þess að njóta ást- skilið Lydíu eftir munaðaríausa. að slíkir og þvílíkir sleggjudómar mundu eng- in áhrif hafa á þá. Einn af kviðdómendunum, sem hafði grátið yfir Alma Wooley, grét nú í annað sinn, yfir Lydíu. “Háttiúrtu kviðdómendur,” sagði Wiley að lokum. “Eg bið yður að dæma mál þetta að eins eftir þeim sönnunum, sem fram hafa komið við réttarhöldin, en láta ekkert annað hafa áhrif á yður. Látið ekki leiðast að rök- fimi og mælsku hins unga saksóknarat eða á- kafa hans, sem æskunni er oft samfara. Sak- fellið ekki unga og saklausa stúlku, sem virð- ist- hafa það eitt til saka unnið, að vera dóttir verkamanns, sem með dugnaði og framsýni aflaði mikils auðs, sem hann eftirskildi þessari einkadóttur sinni. Ef þér, eins og rétt er, tak- ið ekki tillit til nfcins nema þess, sem fram hefir komið í málinu við réttarhöldin, þá munuð þér komast að þeirri niðunrstöðu, að hér hafi eng- inn glæpur framinn verið. Eg bið yður því, herrar mínir, að fríkenna hina ákærðu.” Lydía sá, að Miss Bennettt vék glaðlega að Elinóru, þegar Wiley settist niður, og einnig að , Bobl)y leit ánægjulega til sín. En sjálf hrevfði hún ekki legg eða lið, þangað til O’BannonVar staðinn upp og farinn þangað sem hann ætlaði að standa, meðan hann flytti sína ræðu. Hún t=>0C=X)C=>0C=>0<=30C=0C=>0C=OC=>0<=>OC=>o<=o« >o< ,0, .nj) — DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 HeimiU 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. CorAGrahom og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba 1 W. J. LÍNDAL ot BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfrœSingar á öðru gólfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru bar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrceOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 | Stundar augna, eyrna, nef og kverka ' Bjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsiml: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaOur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfrœOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Sími: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfrœOingur 809 PARIS BLDG, WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 * Phone: 89 991 , Dr.S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu ' 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af ÖUu tagi. Phone: 26 349 Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST * BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINXIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur að sér að ávaxta spariíé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 506 BOYD BLDG, WINNIPEG Phone: 24 171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Ckiropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og sveínleysi Skriftst. slmi: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 Vlðtals tlmi klukkan 8 til 9 að morgninum DR. A. V. JOHNSON lalenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allsr útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legstelna. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 58 302 fylgdi honum með augunum, en nú mundi hún að hún þurfti að þakka sínum lögmanni, og hún gerði það með því að brosa til lians, ekki ósvip- að og þegar barnfóstran brosir til bamsins, sem hefir bygt sér virki í fjörusandinum, sem næsta alda brýtur alt niður. “Háttvirtu kviðdómendur, ” sagði O’Bannon, og það leyndi sér ekki, að hann var ekki eins stiltur og kaldur eins og hann hafði verið. “Hér er ekki um neina samkepni að ræða, milli hins lærða og mikilsvirta verjanda málsins ann- ars vegar, og mín hins vegar. Það, hve ungur og framgjarn og óvægnnn eg kann að vera, kem- ur málinu heldur ekkert við. Hið eina, sem til greina getur komið, er það, hvort það hefir komið fram við réttarhöldin, að hin ákærða hafi framið þann glæp, sem hún er ákærð fyrir, eða hvort hún hefir ekki gert það.” KAUPIÐ AVALT LUMBER KjA THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of HamUton Chambers.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.