Lögberg - 18.06.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.06.1931, Blaðsíða 4
B!s. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ 1931. RobíniHood FI/ÖUR ir alla heimilisbökun Fyr Úr bœnum Sigurþór Silgurdson, 757 Agn- ss Street, á bréf á skrifstofu Lðg- bergs. * Gimli-söfnuður hefir kosið Mr. F. 0. Lynj^dal sem fulltrúa sinn á næsta kirkjuþing \arafulltrúi var kosin Mrs. H. P. Tergesen. Mr. Guðjón Bjarnason, frá Pembina, N. D.. var staddur í bonginni um helgina. Skemtikvöld verður í stúkunni Hekl^ núna á föstudagskv. 19. Jþ. m. Prof. R. Beck heldur ræðu. Allir G, T. velkomnir. Mr. Bergman, bankastjóri frá Mrs. G. Thorleifson frá Lang- ruth, Man., var stödd í borginni nokkra daga í vikunni sem leið Flin Flon, Man., hefir verið-0g fram yfir helgina. Hún kom staddur í borginni undanfarna fil að sækja þing Women’s Ins- da£a> titute, sem haldið var hér í bún- aðarskólanum Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur fund á fimtudaginn í þess-| Dr> og ^rs_ Richard Beck, fra ari viku á venjulegum stað og' Grand Forks, og dóttir þeirra, tíma. Tryggið yður það bezta Sent sérstaklega er mælt með handa börn- um, yfir hitatímann. CITY MILK — hrein, gerilsneydd og örugg. Kaupið mjólk yðar hjá komu til borgarinnar á föstu- dagskvöl.dið í vikunni sem leið Þau verða hér fram yfir næstu helgi. Sunnudaginn pi. júní messar séra Sigurður Ólafsson i River- ton; fer þar fram ferming og altarisganga. — Messa að kvöld- inu sama dag í Árborg., kl. 8. Safriaðarfundur eftir messu. Eins og auglýst var í síðasta blaði, fer fram uppboðssala við Lundar, Man., á laugardaginn í þessari viku, hinn 20. júní, og byrjar kl. 2 e. h. Verða þar seld- ir ýmsir munir, þar á meðal mikið —af bókum, tilheyrandi dánarbúi Jóhanns sál. Pálssonar. Þetta er fólk beðið að hafa í huga. Mr. Guðmun'dur Magnússon frá Fratnnes, Man., var staddur i ] boriginni á þriðjudaginn. Guðsþjónusta verður haldin, ef guð lofaf, sunnudaginn 21. júní, kl. 3 e. h., í kirkjunni að 603 Alv- erstone St. Ræðumaður: P. John- son. Efni: Andatrúarbréfin frá Kristjáni Albert og Hirti Leó at- huguð í ljósi Guðs orðs. — Fólk er beðið að taka kirkjusálmabók- ina með sér. Allir velkomnir. Fimtudaginn 11. júní andaðist Jón Björnsson, á sextugs aldri, á heimili sínu í Concrete. Hafði hann verið mjög bilaður á heiísu siðustu 3—4 árin. Hann eftirlæt- ur ekkju og nokkur uppkomin börn, auk þess aldraða for, Sig- urð Björnsson og konu hans, er. búa rétt austan við Mountain. Jarðarförin fór fram sunnudalg- inn 14. júní frá heimili forel.dra hins látna og kirkjunni á Moun- tain. Séra H. Sigmar jarðsöng. Dr. A. V. Johnson verður í Riverton á þriðjudaginn, hinn 23. júní. Pbófessor Richard Beck prédik- ar við kveldguðsþjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- daginn kemur. Þeir W. A. Dvidson bygginga- meistari, og Árni Ólafsson, lögðu af stað suður í Bandaríki síðast- liðinn miðvikudag; fóru þeir í bil, og ráðgerðu að vera um hálfs- mánaðar tíma í ferðinni. Mr. Benedikt Clemensson, frá Vancouver, B. C., kom til borgar- innar fyrir síðustu helgi; gerði hann ráð fyrir að dvelja hér um hríð; ihann kom hingað til þess að heimsækja vini og ættmenni, þar á meðal systur sína, Mrs. S. Skaildal, að Baldur, Man. Blaðið Western Prairie Gaz- ette, sem gefið er út í Glenboro, j skýrir frá því, hinn 11. þ.m., að séra Valdimar Eylands hafi tek- j ið köllun frá Blaine söfnuði ogj fari þangað vestur í næsta mán- uði. — Séra Valdimar og frú hans j voru stcMd í Glenboro í vikunni sem leið. Frá Kína Hann veit hvað við á, ef hann hefir bakverk Manitoba-maður Notar Dodd’s Kidney Pills. Phone 87 647 % % /, %t- % SENDIÐ RJOMA yðar til Manitoba Co-operative Dairies Limited WINNIPEG - BRANc/oN DAUPHIN Frá íslandi komu á sunnuídags- kveldið Mr. Ragnar Stefánsson og Mr. Helgi Sigurðsson, sem báðir hafa verið árlangt á Islandi, og á mánudagsmorguninn kom Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnum gagnfræðaskólastjóri á Akur- eyri. Til safnaðanna í lút. kirkju- félaginu. Fulltrúar Garðar-safnaðar leyfa sér vinsamlegast að biðja alla söfnuði kirkjufélagsins að láta ekki brelgðast að tilkynna sér, eins fljótt og frekast er unt, um alla erindreka, sem búist er við að sæki kirkjuþingið, er 'byrjar á Gardar fimtudaginn 25. júní. Æskilegast, að þess væri einnig getið, hvort þeir búast við að koma í bíl eða með járnbrautar- lest, og þá hvenær má vænta þeirra. Tilkynning þessa má senda til Th. Thorleifsson, Gardar, N. Dak. Safnaðarfundur var haldinn í Fyrstu lúterska söfnuði, eftir messu á sunnudagskveldið, til að kjósa erirldsreka til að mæta á kirkjuþinginu, sem sett verður að Gardar, N. Dak., hinn 25. þ. m., kl. 11 f. h. Kosnir voru: Paul Bardal, S. Sigmar, J. J. Swanson, J. J. Vopni, og til vara Jónas.Jó- hannesson. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega næsta sunnudag, þ. 21 júní, í Gimli prestakallinu, sem hér segir: í gamalmenna- heimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 e. h. (ensk messa>. Fólk er beðið að veita þessu athýgli og að fjöl- menna eftir því er bezt má verða. ísleiidingurinn, Mr. iChristian Harold Richter, sem heima á í St. Paul, Minn., hefir nýlega ver- ið endurkosinn forseti í bræðra félagi því, sem Modern Samaritan nefnist. Er þetta í fimta skiftið, er hann hefir verið kjörinn í þetta embætti. Er hér um félagsskap að ræða, er mikla útbreiðslu hef- ir víðsvegar um Bandaríkin. Ungmenni fermd í kirkju Breiðu- víkursafnaðar, af séra Sigurði Ólafssyni, sunniidaginn 14. júní: Halldór Elgill Martin. Ingunn Kristín Martin. Jónína Stefanía Guðjónsson. Valgerður Jórunn Oddný Magnússon. Sigríður ólöf Sigmundsson. Fjóla Sigmundsson. Thórunn Jónsdóttir, ógift, syst- ir Gunnlaugs sál. Jónssonar, er lengi bjó í Fjallabygðinni ísl í grend við Milton, N. Dak., dó á heimili Mr. og Mrs. Stefáns S. Einarssonar, Bantry, N. D., þar sem hún hafði dvalið hjá bróður- dóttur sinni, Mrs. S. S. Einarson, þrjú síðustu árin. Hún dó 2. júní. Hafði lötígum áður vdvalið í Fjallabygðinni. Var hún ættuð úr NorðurJMúlaisiýslu. Verður hennar nánar minst síðar. Hún var jarðsungin í grafreitnum ísh í Fjallasöfnuði 4. júní, af séra H. Sigmar. l[IIIH!l!H!l!!H!IIB!l!H!!|[B!!!!Bi!!!B!IIIBfflH!a!0>BI[»H!l!ia!ll!HllllH!!!!a!!«& BÖRN! i. 2. Sex ástæður fyrir því að þér ættuð að drekka eingöngm “MODERN DAIRY MILK” (Gerilsneydd) Aðferð vor við að hreinsa mjólkina eyðir algerlega öllum bakterium og skaðlegum gerlum. Ein mörk af “MODERN DAIRY MILK” hefir næringargildi, á við þrjú egg. 3. “MODERN DAIRY MILK” er með afbrigðum auðug af holdgjafa efnunum “A” og “B”. 4. Hver drengur og stúlka ætti að drekka pott af “MODERN DAIRY MILK” daglega og safna lífsorku. 5. Prófessor JKenwood frá þiondon Uriiversity mælir - " með fulkomnum myndugleika, með gerilsneyddri mjólk. 6. AÐYÖRUN! Mjólk, sem ekki er gerilsneydd, er á- reiðanlega hættuleg. I henni eru ótölulegar þúsund- ir af hættulegum gerlum. MODCRN DAIRY LTD. f y CANADA’S MOST UP-TO-DATE CREAMERY Phone 201 101 • vBlHH.K'l KUIBIiH Til leiðbeiningar þeim, er bú- ast við að sækja kirkjuþingið í N. Dak. í þessum mánuði, má geta þess, að þeir, sem koma með bílum, geta ferðast eftir þeim brautum, sem nú skal nefna: 1( Norðan (frá Wpeg og víðar) : frá Pembina er keyrt með braut nr. 81 til Hamilton, þaðan með nr. 5 tvær mílur vestur fyrir Hallson og svo beint suður til Gardar; 2) að sunnan (frá Minnesota),: keyrt eftir braut 21 frá Gr. Forks til Grafton, þaðan með braut 17 yfir á braut 32 og eftir henni til 3(Gardar; 3) að vestan (frá Ar- gyle, Saskatchewan og víðar) : eftir braut nr. 5 frá Langdon, var til komið er að braut 32 og eftir henni til Gardar. Á miðvikudaginn 24. júní verða fulltrúar Garðarsafnaðar staddir við bæjarkirkjuna á Gardar frá hádegi til kvelds til að taka móti gestum og leiðbeina þeim' til heimilanna, þar sem þeim er ætl- að að gista. Á fimtudagsmorgun verða þar' einnig einhverjir til staðar að leiðbeina gestum. Sunnudaginn 21. júní messar séra Haraldaur Sigmar í Brown, Man., kl. 2 e. h. Allir velkomnir. Sunnrédaginn 28. júní (kirkju- þings sunnudalginn) er búist við að messað verði í öllum kirkjun- um í prestakalli séra H. Sigmars. Allar þær guðsþjónustur fara fram kl. 11 f. h. Allir velkomnir. Ungmenni fermd af séra Sig- urði Ólafsson, í GeysiskiiJkju, sunnudaginn 7. júní: Guðmundur Sigmar Sigvaldason. Sigfús Jóhann Kristinsson. Ólafur Karl Sigurðsson. Albert Jón Kristinsson. Baldur Franklyn Guttormsson. Sigurður Johnson. Edgar Bárðarson. Sigrún Bárðarson. Victoria Fanny SigurðsSon. Jóna Kristín Johnson. Mr. J. Stasiuk Er Mjög Þakklátur Fyrir Þá Heilsu, Sem Hann Hefir Fengið. Ashville, Man., 18. júní — I (Einkaskeyti) —*t “Eg skrifa yður ti 1 að láta yðurj I vita hvernig -mér hafa reynst ! Dodd’s Kidney Pills,” segir John j Stasiuk, sem hér á heima. “Eg I hefi þjáðst af bakverk lengi. Ýms; 1 meðul hefi eg reynt, en ekkert þeirra hefir gagnað mér. Einn af ! vinum mínum sagði mér af Dodds Kidney Pills. Eg reyndh þær og þær hafa gagnað mér vel. J Eg eyddi ekki alveg úr fullum öskjum. Bakverkurinn hvarf og hefir ekki komið aftur. Eg er Dodd’s Kdney Pills mjög þakk- látur.” Það er undarlegt, hve margtj fólk þjáist dag eftir dag af bak-j verk, gigt og ýmsu öðrú þvílíku. Það kemur til af því, að það veit ekki, að það getur fengið meina-] bót. Styrkið nýrun, því þar er orsök veikindanna, og mun yðurj batna. Dodd’s Kidney Pills eru algengt nýrnameðal. FRÁ ÍSLANDI. Akureyri, 19. maí. Ægir náði út botnsvörpungnum “Frobisher” frá Hull, sem strand- aði á Leirhöfn á Sléttu þ. 9. febr. í vetur. Kom hann hingað með hann í nótt. Botnvörpungur- inn var ekki talinn mikið skemd- ur. Bráðabirgðaviðgerð gerð hér. Síldarafli ágætur. Uppgripa- fiskafli á útmiðum fjarðarins. Frmunaleg kuldatíð undanfarna daga; 5—7 stiga frost um næt- ur. í dag hlýindi. — Vísir. Laugardaginn 6. júní voru þau Robert Wyatt Polson og ungfrú Ólöf Sigríður Egilson, bæði frá Langruth, gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteins- syni. Hjónavígslan var fram- kvæmd í íslenzjku kirkjunni í Langruth. Mun vera fyrsta gift- ing í því guðslhúsi. Kirkjan var fagurlega skreytt mapgvíslegum blómum. • Or'ganisti var Mrs. A. Árnason, Mrs. G. W. Langfdon söng einsöng. Til sætis leiddu: Sveinn Egilsson og Wilfred W. Goodman. Bróðir brúðarinnar, Davíð Egilsson, leiddi hana að altri. Brúðgumsveinn var Jó- hann Konráð Polson, en brúðar- meyjar Fjóla Polson og Jóhanna Thompson. Kirkjan var full af fólki. Brúðguminn er sonur Mr. o gMrs. A. G. Polson í Winnipeg, en brúðurin dóttir Mr og Mrs. Ól. Egilsson, er lengi hafa búið í Langruth-bygð. Til þeirra, for- eldra hennar, var farið að af- staðinni vígslunni og þar haldið fjölment og ánægjulegt samsæti. Að því búnu lögðu brúðhjónin af stað í sl^emtiför. Heimili þeirra verður í Langruth. Er brúðgum- inn starfsmaður verzlunar tengda- bróður síns, Mr. B. Bjarnasonar. H0TEL C0R0NA" Cor. Main St. and Notre Dame. (Austan við Main) Phone: 22 935 GORDON MURPHY, Mgr. Þar sem íslendingar mætast. Spurningar og svör 1. Hver útvaldi þann stað, er Hvíta(hújsi;ð í Washington, D. C., var bygt á? 2. Hver 'gerði uppdrátt að bygg- ing þess? 3. Hver var hinn fyrsti forseti og bjó í Hvítahúsinu? 4. Hvað vildi til í því 1814? 5. Hverjar eru hinar helztu í- búðir í Hvítahúsinu? 6. Eftir hvaða fyrirmynd voru þau skipuð? 7. Hvar er skrifstofubygging forsetans 8. Hvenær var það bygt? 9. Hvenær var byrjað að nefna það Hvítahúsið? (The White House). 10. Á hvað mikið er 'húsið og lóð þess virt? Svör: 1. Forsetinn, Washingtori, og Major iPierr C. l’Enfant, kusu stað- inn, þegar þeir mældu út Wash- ington borgarstæðið 1791. 2. James Hopan frá Dublin. Hans uppdráttur var kosinn í uppdráttar samkepni 15. júlí 1792. 3. Fosetinn John Adams, nóv- ember 1800. 4. Það var brent upp af Bret- um. 5. Austasta stofan, Rauðastof- an, Bláastofan, Grænastofan, Fjölskylduborðsbofan og Umrenn- ingasaluirinn. 6. Það var stælt eftir húsi, er bygt var 1788 fyrir prinsessuna Louise Adelaide de Bourbon- Conde. 7. Hún stendur á vesturhlið Hvítahússins, og inniheldur for- seta skrifstofu, einnig sal fyrir ráðuneyti forsetans (Cabinet), og stofu fyrir forsetaskrifarann. 8. Það var bygt 1902 og síðar stækkað. 9. Þegar þhð var málað hvítt eftir brunann. 10. Yfir $22,000,000 eftir skatt- virðingu; Þýtt af Erl. Johnson, úr L. A. Examiner. 100 herbergi, meö eða án baðs. Sanng-jarnt verð. SEYM0UR H0TEL 8trni: 28 411 Björt og rúmpöð setustofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, elgandi. Winnipeg, Manitoba. LÆKNAR HÆGÐALEYSI. Hægðaleysi orsakar mikil veik- indi, en sem hægt er að komast hjá. Eiturgerlar setjast að í lík- amanum og gera honum mikinn skaða, orsaka magaveiki, nýrna- og blöðrusjúkdóma, höfuðverk, uppþembu og aðra slíka kvilla. Nuga-Tone hreinsar eitrið úr lík- amanum, sem orsakar þessi veik- indi. Það gerir þig sterkan og hraustan. Það veitir veikluðum líkama nýja krafta og þú verður eins og nýr maður. Láttu það ekki bregðast, að reyna Nuga- Tone. Það fæst hjá lyfsölum., Hafi lyfsalinn það ekki við hend- ina, þá láttu hann útvega það frá! heildsöluhúsinu. I Vínáhrif og bílakstur Nýjar rannsóknir í Khöfn. Félag andbanninga í Dan- mörku, “Den personlige Friheds Værn”, gekst fyrir því fyrir tveim árum, að skipuð var nefnd lærðra manna til að rannsaka vandlega áhrif venjulegra áfengisskamta á hæfileika manna til að vinna verk sem útheimta áskifta athygli og taugastyrk. Ameríkumenn höfðu frmkvæmt rnnsóknir á þessu sviði og fund-j ið að vínáhrif, þótt í minna lagi væru, veikluðu að mun líkams- kraftana. En Idönsk blöð báru brigður á þessar rannsóknir, og það var orðið að talshætti með- al bíleigenda, að nokkrir viskí- skaratar gerðu ekki annað en lífga menn upp og styrkja taugarnar. Rnnsóknirnar bafa nú staðið yfir hálft annað ár og nef'ndin skilað áliti sínu. Þær fóru fram á kostnað bæjarins á rannsókn- arstofu hans, “Psykoteknisk In- stitut”, þar sem rannsakaðir eru m- a. Ihæfileikar manna til að stýra vélum. — Teknir voru til rann- sóknar um 70 bílstjórar og jafn- margir stúdentar. — Vegna þess að viský er talið einna mest “styrkjandi”, var það valið til rannsóknanna blandað með sóda- vatni og hverjum gefnir tveir til þrír skamtar eins og þeir tíðkast í veitingahúsum, misjafnt eftir lík-j amsþyngld, til þess að áhrifin yrðu sem jöfnust. Af þessum skömtum finna menn vel á sér, en teljast ekki vera “druknir”. Rannsóknarefnin voru fjögur: 1. Áhrifanæmi heilans. 2 Við- bagðsflýtir handarinnar. 3. Yf- irgrip athyglinns|r. 4. Vöðva- stjórn handarinnar. Allir þessir hæfileikar veiktust við áfengisskamtinn. Fyrstnefndi hæfileikinn rýrðist að meðaltali u mlO af hundrði, nnar um 17% þriðji um 35% o!g hinn fjórði um 60%. Eftirtektavert var það, að yfir- leitt fanst mönnum, að þeir leysa æfingarnar einvel af hendi und- ir áfengisáhrifunum eins og án/ þeirra, en sjálfvirk talningaráhöld sýndu útkomuna eins og 'hún var í raun og veru. Sannar þetta hve áfengisáhrif- in auka bjartsýnina og minka dómgreindnina. Eftirtektavert var það einnig, hvað áhrifin voru misjafnlega1 lerigi að koma fram á mönnun- um.' Sumir voru undir sterkustum áhrifum eftir 15 mínútty, en þess voru dæmi, að sterkustu áhrifin komu ekki fyr en eftir 1% klukku- stund. Blóðrannsóknir) sýndu einnig misjafna útkomu. Enginn var laus við áfengið úr Iíkaman-| um fyr en eftir fjóra kl.tíma og sumir ekki fyr en eftir sex tíma. Sterkust voru áhrifin á fastandi maga, eins og vænta mátti. Ekki er svo að sjá, að andbann- ingablöðin í Danmörku hafi færst neitt nær bannstefnunni fyrir þennan árangur rannsóknanna. þau flytja útdrátt úr skýrslunni án þess að véfengja hana og 'gera hvorttveggja, að ráðleggja bíl- stjórum að smakka ekki áfengi, hvað lítið sem er, og heimta að strangt eftirlit sé haft með þeim í þessu efni. R. —Vísir. ZAM-BUK Græðir Meiðsli og Varnar BLÓÐEITRUN Úr bréfi frá ólafi ólafssyni í kristniboða, dagsett 30. marz s.l.: “í dag, rétt um það leyti, er birti af degi, vöknuðum við. eða vorum vakin nokkuð hranalega. Hófst þá afskapleg skothríð hér innan borgar, er stóð yfir í tvær klukkustundir. Við vissum í fyrstu ekki hvað um var að vera, héld- um að ef til vill væru þetta ræn- ingjar, sem væru að ráðast á borg- ina. Þess háttar árásir eru ekki neitt fágætar um bessar mundir. — Við hjónin hlupurn upp úr rúmunum, vöfðum sængunum ut- an um börnin og flýttum okkur niður í stofu. Húsið, sem við bú- um í, er miklu hærra en húsin umhverfis, og því hættulegt að vera uppi á lofti, er skothríð geis- ar'í nágrenninu. Klæddumst við svo í skyndi. Er eg kom út, hvinu kúlurnar yf- ir höfði mér. Frá götunum heyrð- ust óp og sköll, en vélabyssur eða “kúlusprautrir” yfirgnæfðu þó ált annað háreysti.— Það heyr- ist til þeirra við og við enn, með- an ég er að skrifa þetta kl. 7 að morgni, en þó mun aðal-áhlaup- ið á enda í þetta sinn. Nokkur hundruð manns Ur stjórnarhernum höfðu komið ó- vænt og skyndilega til borgar-j innar í nótt. Hafa þeir nú svift j ”borgaraliðið” vopnum, en það var þorparalýður hinn mesti og því almenn gleði í borginni að dagar þess eru taldir. Eitthvað um 200 eða 300 borgaraliðsins er þó enn undir vopnum; flýði sá ílokkur inn í stórt hof hér skamt frá, heldur hann vörn uppi það- an og þaðan stafa skotin, sem enn heyrast. En fyrst stóð aðalor- ustan báðum megin við trúboðs- stöðina í fárra faðma fjarlægð. Þetta er í níunda eða tíunda skiftið í vetur, sem barist hefir verið hér á götum borgarinnar. Bændaher, borgarlið, og hreinir og beinir ræningjaflokkar, er! kalla sig bolsivikka, hafa barist i um borgina, og ýmsum veitt bet-i ur. Á aðfangadaginn í vetur, vari t. d. foringi varðsveitar úr; bændahernum myrtur, hann var! áður illræmdur ræningjaforingi.: Gekk mikið á þann dag hér í j bæ. 500 vopnaðra riddara þeystu fram hjá trúboðsstöðinni og réð- ust gegn varðsveitinni. Sigurvegararnir hafa látið greipar sóþa hjá íborgurunum oftast nær, svo að hagur almenn- ings er hinn erfiðasti. En nú vonar maður að umskiftin verði góð. Terigchow, Hunan, China, 30. marz 1931. Ólafur ólafsson.” —Vísir. RosE Thurs. Fri. Sat. This Week June IH—19—20 JOHX BARRYMORE “HIOBY DICK ' KIN-TIN-TIN In “THE I.ONE DEFENDER” Chapter 7 Comedy Cartoons Mon. Tues. Wed. Next Week June 22—23—24 ti DRACULA DON’T MISS IT! Sews — Variety — Cartoons íslenska matsöluhúsið Par sem íslendingar f Winnipeg og utanbæjarmenn fá sér máltíðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjöf og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandi. Dr. T. Greenberg Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.in. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Ave., næst við McCullough’s Drug Store, Cor. Sherbrooke and Portage Ave. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTEINSON SIGURDSSON, THORVALDSON COMPANY, LIMITED General Merchants Utsölumenn fyrir Imperial Oil, Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline, Tractor and Lubricating Oils ARBORG Phone I RIVERTON Phone I MANITOBA, CANADA HNAUSA Phone 5 1 — ring 14 J. S. McDiarmid Chas. McDiarmid McDIARMID BROTHERS LIMITED SASH, DOORS and MILLWORIÍ LUMBER Phonb 44 584 600 Penthina Highway Winnipeg, Man. Þetta er sú árstíðin sem fólk notar til þess að kaupa ný húsgögn á heimili sín Höfum nú fengið birgðir af skrautlegum glugga- tjöldum beint frá gamla landinu. Lítið inn tíl vor, er þér þarfnist gólfdúka eða Linoleum Carpets. — Úrval af barnakerrum, Sulkies og Kindergarten Sets. Lánátrauát yðar er gott og gilt! Símið, og farandsali vor heimsækir yður. Qillies Furniture Co.Ltd, 956 MAIN STREET, Winnipeg W. Gillies, eigandi. Sími: 53 533

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.