Lögberg - 09.07.1931, Page 6

Lögberg - 09.07.1931, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLí 1931. - LYDIA — EFTIR ALICE DUER MILLER Það var orðið dimt, þegar þau komu á járnbrautarstöðvarnar, sem voru rétt skamt frá fangahúsinu, svo dimt, að Lydía gat ekki gert sér grein fyrir hvernig þarna var um- horfs. Hún sá samt hinn mikla múrvegg um- hverfis fangahúsið, og hún fór í gegn um stórt hlið og gekk upp að fangelsisdyrunum- Síðar lærði hún að skilja hina miklu fegurð í bygg- ingarstíl þessa fangelsis. í þetta sinn sá hún ekki annað en hliðið á girðingunni og fram- dyr fangelsisins. Hún kom inn í stóra forstofu. Stigi, breið- ur og haglega gerður, var beint á móti dyrun- um, og dyr bæði til liægri og vinstri. Henni var vísað inn í herbergið til hægri handar, skrifstofu forstöðukonunnar. Meðan verið var að skrifa nafn hennar í 'bækur fang- elsisins, aldur, heimilisfang og all annað, sem þar átti að vera, festi hún augun á stórum bóka- skápum, sem þar voru. Hún þekti ýmsar bæk- ur og kannaðist við höfundana, svo sem Marion Crawford og Mrs. Humphry Ward. Hún tók eftir því, að í kringum hana var hópur af rosknum, alvarlegum konum, en hún vildi ekki einu sinni líta við þeim. Þær voru góðlátlegar, en henni fanst góðvild þeirra alt annað en eðlileg og meira að segja móðgandi, bygð á meðvitundinni um hennar eigin van- mátt. Þær töluðu dálítið við lögreglumann- inn, sem kom með henni- Hvort lestin hefði verið sein í þetta sinn, eins og vanalega, og svo framvegis. Enn fór hún að hugsa um, hvenær hárið yrði klipt af sér. Eftir litla stund var henni vísað gegnum langan gang og inn í rúmgott baðherbergi. Föt hennar voru öll tekin og vafin saman og borin burtu. Lydía gat ekki varist því, að brosa að þessu. Henni fanst það í samræmi við annað, sem fram hefði komið í þessu máli. Það var engu líkara, en fólkið héldi að ekki bara hún sjálf, heldur líka fötin hennar, væru hættuleg. Hún var látin baða sig, og svo fenginn nátt- kjóll úr mjög grófu efni. Svo var hún látin fara inn í klefann, þar sem hún átti að hafast við og dyrunum lokað — en enn hélt hún hárinu. Henni leið álíka eins og dýrinu, sem ný- búið er að veiða og loka inni í járngrindum, eða einhvers konar dýrabúri- Þau eru alt af á ferðinni og alt af að leita að einhverri smugu að komast burt. Það voru dálítil göt á hurðinni og var henni ver við það, heldur en alla lása og járngrindur. Hún sá strax, að gegn um þessi göt var æfin- lega hægt að sjá hana, án þess hún vissi nokkuð af því sjálf.. Hún reyndi sem bezt hún gat, að undirbúa sjálfa sig til að mæta öllu slíku. Það var naumast rétt að kalla þetta herbergi klefa, það var stórt og rúmgott herbergi. Það var hvít ábreiða yfir rúminu og hvítur dúk- ur á borðinu. Glugginn var stór og gaf góða birtu, þrátt fyrir járnrimlana, sem fvrir hon- um voru. En Lydía tók lítið eftir þessu. Það, að hún var í fangelsi, ófrjáls, ekki lengur sjálfri sér ráðandi, var henni ærið umhugsun- arefni. Það var að eins metnaður hennar og greind, sem hélt henni frá því að ráðast á hurðina, þó hún hefði ekkert í höndunum, og reyna að brjótast út, eða þá reka upp þetta óttalega hljóð, sem allir kven-fangaverðir kannast svo vel við. Hún, sem alt til þessa hafði verið eins frjáls eins og fuglinn og aldrei verið þröngvað til neins, varð nú að sætta sig við algert ófrjáls- ræði. Hingað til hafði hún aldrei getað sætt sig við, að nota lengur fötin sín, ef hún sá ein- hverja aðra konu nota samskonar fatnað. Hún varð að hafa alt út af fyrir sig og öðru- vísi heldur en allar aðrar. Nú átti hiin að vera í nákvæmlega samskonar fötum, eins og allar aðrar konur, sem fyrir því óláni höfðu orðið, að lenda í fangelsi, sama efnið, sama sniðið, sami liturinn. Hún hafði aldrei unnið neitt á æfi sinni, aldrei g’ert handarvik, að heita mátti, og hún hafði einstaklega hvítar og mjúkar hendur. Nú var hún dæmd til að vinna erfiðisvinnu, í þrjú ár að minsta kosti, og kannske sjö ár. Hvað var eiginlega erfið- isvinna? Hún var að hugsa um það alla nótt- ina. Hún gekk stöðugt um gólf í fangaklefan- um. Við og við tók hún á hurðinni, til að sannfæra sjálfa sig um, að hún væri virkilega lokuð inni- Hún sofnaði bara ofurlitla stund, þegar komið var undir morgun. Þá litlu stund naut hún góðrar hvíldar og þegar hún vakn- aði, fanst henni, rétt í svip, að hún væri komin heim. Lögin kváðu svo á, að hver fangi skyldi sækja nokkurs konar skóla, sem haldinn var í fang^sinu, eina klukkustund á dag, en þó mátti veita undanþágu frá þeirri skólaskyldu. Lydía var prófuð og reyndist mentun hennar slík, að hún var undanþegin þeirri skyldu að setjast þar á skólabekk. En henni var gefið verk að vinna í skólanum. Ekki var hún látin kenna, en hún var látin úthluta skólabókum og taka þær saman og ýmislegt fleira. Á þenna hátt hafði hún tækifæri til að virða fyrir sér fang- ana, einar sjötíu og fimm konur, sem var skift niður í nokkrar deildir. En hún hafði engan áhuga á þessu og henni fanst það vera leiðin- legt og mundi hafa helzt kosið, að vera bara ein út af fyrir sig. Lydíu var raun að því, að hafa nokkuð sam- an við þetta kvenfólk að sælda. Hún gat ekki látið sér skiljast, að hún hefði nokkuð sam- eiginlegt með þessu fólki. Henni leiddist þær allar, alla leið frá ungu, ítölsku stúlk- unni, .sem fyrir fáum vikum hafði ekki kunn- að orð í ensku, en sem nú stundaði nám af mesta kappi, og upp til kenslukonunnar, sem var alveg undarlega stilt og geðgóð, að Lydíu fanst. Henni fanst þessi skóli líkjast meira skóla fyrir börn, heldur en skóla fyrir full- orðnar afbrotamanneskjur. Henni féll það beinlínis illa, hvað stúlkurnar voru viljugar að læra- Þær reyndu sem bezt þær gátu, að læra að stafa einföldustu orð, sem henni hafði fundist að allir vissu, hvernig ætti að stafa. Átti hún, Lydía Thorne, virkilega að taka þátt í öðj-u eins og þessu, og það með gleði? Samt var ekki laust við, að hún hefði dá- lítið gaman af reikningsfærslunni stundum- Muriel, linmælt negrastúlka, gat ekki betur séð, en átta og sjö væru fjórtán. Hinar stúlk- urnar skellihlógu, en Lydía tók báðum höndum fyrir andlitið. “Hamingjan góða,” hugsaði hún með sjálfri sér, “það hefði verið miklu ærlegra af honum, að ráða mér bana hreint og beint, heldur en að koma mér hingað.” Henni fanst einhver -.eyðandi öfl sækja að sér úr öllum áttum, og hún efaði ekki, að þau mundu fljótlega leggja sig að velli. Hún furðaði sig á því, og henni gramdist það ó- skaplega, að vera talin með glæpamönnum, og það var ein.s og öllum væri algerlega varnað að sjá og skilja þann sannleika, að það var með öllu ranglátt, að hún væri þarna. Hún átti ekkert skylt við það fólk, sem þarna var saman komið. Höfðu áhrif O ’Bannons líka náð inn í fangelsið og lagt svo fyrir, að með hana skyldi farið rétt eins og hinar, svo augljóst sem þa.ð þó hefði átt að vera öllum, að hún var engin glæpamanneskja ? Það var vinnukohan hennah, Evans, sem varð til þess, að hún fékk betri skilning á Iþessu en áðun Hver deild fanganna borð- aði út af fyrir sig, og Evans var í annari deild heldur en Lvdía. Þær sáust því aldrei, nema síðustu klukkustundina áður en þær voru lokaðar inni í svefnklefanum, yfir nóttina. Þessa klukkustund var þeim leyft að vera sam- an í stóru herbergi, þar sem þær máttu lesa, tala saman og masa og það stunduðu þær vanalega með langmestri alúð. Lydía sat aðgerðalaus og þegjandi í stór- um ruggustól- Hún gat ómögulega fest hug- ann við að lesa og hún kunni ekki að sauma og hún hafði ekkert gaman af að skrafa við hinar stúlkurnar. Hún hafði aldrei verið gefin fyrir þetta meiningarlausa mas. Hún var að hugsa með sjálfri sér, að einn dagur væri nú liðinn af þessum langa hörmungatíma, sem fram und- an var, kannske sjö árum. Eftir sjö ár yrði hún þrjátíu og þriggga ára gömul. Hún fann, að einhver kom til hennar og þegar hún leit upp sá hún, að þarna var Evans komin. Þó hún væri öðru vísi til fara, heldur en hún var vön að vera, þegar hún var hjá Lydíu, þá sá hún þó lítinn mun á henni, nema hvað hún var feitari og þótti Lydíu það undarlegt. Göngulagið var rétt hið sama eins og áður, þegar hún stundum hafði komið heldur seint til að hjálpa Lydíu að klæða sig fyrir eitthvert samkvæmið. Henni fanst næstum, eins og hún ætlaði að spyrja sig í hverju hún' ætlaði að vera. Ótal endurminningar komu fram í huga hennar. En sérstaklega mintist hún þess, að skrautgripir henna^- hurfu eina nóttina og Evans var stælt og vildi við ekkert kannast fyrir henni, en játaði alt strax, þegar O’Bannon kom til sögunnar. Lydía leit undan og hélt að Evans mundi skilja það svo, að hún vildi ekkert við hana tala- Henni varð ekki kápan úr því klæð- inu- Evans settist rétt hjá henni og var sjáan- lega ráðin í því, að tala við hana. “Hello, Evans!” sagði Lydía og reyndi að vera glaðleg eins og í gamla daga. “Þú ættir að kalla mig Louisu,” svaraði Evans. “Hér notum við æfinlega skírnar- nöfnin aðeins. Lydía hafði þegar tekið eftir þessu. Mur- iel hafði alt af nefnt hana skírnarnafninu, og nú gerði Evans hið hama. Hún sagði Lydíu allar nýjustu fréttir úr fangelsinu, sem hún hafði heyrt, og hún reyndi með öllu móti að koma henni í gott skap. Lydía svaraði ekki nokkru orði og leit ekki einu sinni upp, en Evans hélt áfram engu. að síður. “Það er alveg rétt, sem forstöðukonan seg- ir,” sagði Evans. “Það versta er búið, þeg- ar við erum komnar hingað. Málarelfstur- inn, dómurinn og ferðin út hingað er það versta. Eftir svo sem vikutíma fer maður að venjast við þetta-” “Eg venst því aldrei,” sagði Lydía. “Eg á ekki hér heima og á ekki hér að vera. Það, sem eg gerði, var enginn glæpur.” Það varð dálítil þögn. Lydía taldi alveg sjálfsagt, að Evans samþykti mótmælalaust það sem hún sagði, eins og hún hafði ávalt gert. En það varð ekki af því í þetta sinn. Þar á móti sagði hún mjög góðlátlega: “Þetta er það, Sem þær halda allar.” “Halda hvað?” “Að það, sem þær hafi gert, hver um sig, hafi ekki verið neitt skaðlegt, eða verulega rangt, og að þær hafi verið óréttlátlega dæmd- ar. Hér er ekki ein einasta, sem ekki segir það. Því verri sem þær eru, því vissari eru þær um þetta.” Lydía leit upp. Hún vissi naumast hvað hún átti að hugsa eða segja. Hér varð sjáan- lega engu um þokað, það var óbifanlegt álit allra, að hún væri hrein og bein glæpamann- eskja, rétt eins og hinar, og engu betri- 1 huga sínum mótmælti hún þessu harðlega. “Hér er um verulegan mismun að ræða. Það sem fyrir mig kom, var slys, ekki laga- brot, sem unnið er af yfirlögðu ráði.” Evans brosti einstaklega góðlátlega, eins og hún átti vanda til. “En lögin segja, að hér sé um glæp að ræða.” Þetta var óttalegt, en það var nú svona engu að síður. Lydía komst fljótlega að því, að það var alveg rétt, sem Evans liafði sagt henni. Allir hugsuðu þessir kvenfangar al- veg eins og hún hugsaði sjálf. Þær héldu all- ar, að það stæði alveg sérstaklega á með sig, hún hefði ekki gert neitt rangt. Það hefði verið lögmönnunum að kenra, að hún hefði verið fundin sek; annað 1 vort hefði lionnar eigin lögmaður ekki gert skyldu sína, eða þá að saksóknarinn hefði níðst á sér, eða þá að kvið- dómendunum hefði verið mútað, eða vitnin svarið rangan eið. Hið fyrsta, sem hver þeirra hafði að segja, alveg eins o.g Lydía, var það, að það stæði alveg sérstaklega á með .sig. Góðlátleg og saklevsisleg ung kona hafði verið dæmd til fangavistar fyrir að vera gift tveimur mönnum í einu. “Þetta er bara fjar- stæða,” sagði hún, “sérstaklega þegar maður hugsar um hvemig karlmennirnir fara með okkur- Og eg var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að vita ekki, hvort hann var dauður eða lifandi. Og hvað gerði það honum svo sem til, þó eg giftist öðrum?” Þarna var roskin kona, sem stjórnað hafði einhvers konar verzlun, sem nokkrir menn áttu í félagi. Einn af þeim hafði vafalaust haft heldur mikið vald yfir henni og komið henni til að gera ýmislegt, sem betur, hefði verið ógert. “Hann sagði, að þetta væri áreiðanlega löglegt,” sagði hún hvað eftir annað, og hún trúði því vafalaust, að hún hefði hér verið höfð fyrir rangri sök. Svona, eða þessu líkt var það með þær all- ar, engin hafði brotið lögin, að því er þeim sjálfum sagðist frá, eða ef það kynni að hafa komið fyrir, þá höfðu þær bara gert það, sem allar aðrar gerðu. Sumar stúlkur máttu til að stela, til að geta lifað. En allar voru þær staðráðnar í því, að lenda ekki í þessu annað sinn. Jafnvel konan, sem hafði reynt að myrða manninn sinn, hélt að hún hefði ekkert gert annað en það, sem hún hafði fullan rétt til að gera, og eftir að Lydía hafði heyrt sögu henn- ar, fanst henni nokkurn veginn hið sama. Evans var sú eina, sem játaði, að hún hefði fengið þá hegningu, sem hún átti skilið. “Nei, það var ekki rétt, það sem eg gerði,” sagði hún og Lydíu fanst nú hún taka öllum hinum fram, vera meiri og betri manneskja, heldur en henni hafði áður fundist, hvernig sem á því stóð. Þar sem Lydía var nú lokuð inni, ein út af fyrir sig, frá því dimt var orðið á kveldin og þangað til birti að morgni, þá hafði hún nóg- an tíma til að hugsa, og hún hugsaði mikið. Hún hafði ekki gert mikið að því um dagana, frekar en margt annað fólk- Hún hafði hagað lífi sínu þannig, að hún þurfti ekki mikið að hugsa. Hún var ekki ein af þeim, sem láta sig dreyma um óorðna hluti. Hún hafði prýðilega glögga greind, en henni hætti við að líta held- ur dökkum augum á lífið. En hún hafði vanið sig á það, að horfa aldrei lengi á hinar dökku hliðar lífsins, heldur snúa sér að fegurðinni, sem allstaðar umkringdi hana, og þægindum lífsins, sem hún naut í svo ríkum mæli, vegna síns mikla auðs. Það var eiginlega nú í fyrsta sinn, sem henni datt í hug að hugsa nokkuð verulega um lífið, tilgang þess og takmark. Hvað var hún sjálf? Til hvers hafði hún fæðst í þenna heim, Hvaða gagn gat hún gert? Hvað var sannleikur? Hún hafði alt til þessa, og það að eigin vild, verið næstum ótrúlega ófróð um alt, sem mannlífinu við kom. Vonleysið, örvæntingin, gagntók hana. Ekki fyrst og fremst af því, að hún var í fangelsi, heldur vegna þess, að henni fanst alt lífið svo óendanlega ömurlegt og vonlaust og tilgangs- laust. Þetta hugarástand gerði hana veika. Hún fór að verða veikgeðja og hQnnar sterki vilji að bila. Hún gat ekki sofið eða borðað og eftir viku var hún flutt á spítalann. Sá orðrómur flaug um alt fangelsið, að hún væri að missa vitið, það byrjaði æfinlega svona- 1 tvo daga var hún svo máttfarin, að hún gat naumast hrært legg eða lið. Hún varð undarlega tor- kennileg á ekki lengri tíma. Læknirinn kom og talaði við hana og hún vildi ekki einu sinni líta á hann. Hún andvarpaði og dró óreglu- lega andann. í næsta herbergi var kona, með sex mánaða gamalt barn. Lydía hafði aldrei haft veru- lega skemtun af börnum, en samt þótti henni vænt um alt ungviði. Sumar af vinkonum hennar áttu ung ibörn, en það var dekrað svo mikið við þau af barnfóstrunum, að þau urðu næstum óeðlileg. Lydíu þóttu jafnvel hvolpar og ketlingar skemtilegri. Þessi litli drengur, sem hét Joseph, og var altaf kallaður Joseph, var öðru vísin en hin börnin. Hann sat löng- um einsamall í hvíta jámrúminu sínu. Þrátt fyrir það, að kringumstæður móður hans höfðu ekki verið sem beztar, var hann rjóður í kinn- um og hraustlegur. Fyrsta daginn, sem Lydía var á fótum, leit hún rétt á drenginn um leið og K.AUPIÐ Avalt LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yartl Offioc: 6th Floor, Hank of Hainilton Chainhcrs. hún gekk fram hjá dyrunum. Henni fanst ein- livern veginn, að þessi snáði væri góður fyrir sig, þótt lítill væri, en það hlaut að koma til af því, að hann þekti ekki hörmungar lífsins- Fyrst horfði hún bara á hann inn um dyrnar; svo fór hún inn í herbergið, kraup niður að litla rúminu og fór að leika við drenginn, og naut þeirrar ánægju, að hann brosti til liennar glaðlega og sakleysislega. Þetta var meira en Lydía gat þolað; hún flýtti sér inn í sitt eigið herbergi og gat ekki varist gráti. Hún grét ekki yfir sínu eigin mót- læti, heldur yfir lífsgleði litla barnsins, sem öll hlaut að verða eintómt tál. Daginn eftir kom Anna, móðir drengsins, inn, þegar Lydía var að leika við hann. Hún þekti sögu hennar. Það var þetta gamla, að góð og heiðarleg stúlka hafði orðið óstjórnlega ástfangin af ungum og laglegum manni; en eftir fáa mánuði komst hún að því, að hann var orðinn leiður á henni og það, .sem verra var, hún liafði aldrei verið konan lians í raun og veru. Hann var giftur maður. Lydía leit á þessa laglegu, ljóshærðu konu, sem hjá henni stóð. Það var ekki auðvelt, að trúa því, að hún væri morðingi. Hún sýndist góðlátleg, heldur óákveðin, kannske nokkuð veikgeðja. Seinna, þegar þær kvntust betur, sagði hún Lydíu hvernig þetta hefði viljað til. Hún hafði furðanlega getað umborið honum ótrúmenskunh, þangað til að hann einu sinni bar það á liana, að hún hefði alt af vitað, að þau væri ekki gift, hún hefði vel vitað, hvað hún var að gera, hún hefði bara verið að njóta lífsins, eins og hann sjálfur. Stór pappírs- skæri voru á borðinu, rétt hjá þeim. Hún greip þau, og það næsta, sem hún vissi, var það, að þau voru komin á kaf inn í síðuna á honum. Lvdía gat ekki stilt sig um að spyrja, hvort hún iðraðist eftir að hafa gert þetta. Stúlkan hugsaði sig um dálitla stund áður en hún svaraði. “Eg held hann hafi átt skilið að deyja,” sagði hún, en hún hafðr miklar á- hyggjur út af Joseph. Innan skamms yrði barn-* ið tekið frá henni og sett á barnaheimili. Það sem hún tók nær sér heldur en alt annað, var það, að mega ekki hafa barnið sitt hjá sér. Lydfa sá þetta, án þess þó að skilja það full- komlega. Stúlkan hafði sagt við hana: “Eg býst við, að þú gætir ekki látið þér detta það í hug, að verða nokkurri manneskju að bana.” Lydía svaraði henni því, að hún gæti hæg- lega látið sér detta það í hug- Hún fór aftur inn í herbergi sitt, sannfærð um, að sjálf hefði hún miklu meira af hugarfari morðingjans, heldur en þessi stúlka, sem nú var ekkert nema móðir. Þegar Lydía var aftur orðin heilbrigð, var hún ekki send í skólann, heldur látin fara að vinna í eldhúsinu. Það var afar stórt, og fyrst þegar inn í það var komið, sýndist það næsta tómt. Svo var þó ekki. Þar voru meðal ann- ars þrír afar stórir koparkatlar, einn fyrir kaffi, annar fyrir te og sá þriðji fyrir heitt vatn, og það leið ekki á löngu þangað til hún komst að því, að þama voru allir skapaðir hlutir, sem í eldhúsi þurfa að vera. Meðal annars var þar stór bakarofn, þar sem bökuð voru ein tólf brauð í einu. Þar var Lydía lát- in vinna, og þetta var eiginlega fyrsta vinnan, sem hún hafði gert á æfi sinni. Hún fann fljótt, að hún gat unnið engu síður en aðrar stúlkur, þegar hún fór að reyna það, og hún reyndi að gera alt vel, sem henni var sagt að gera. To High School Students School is the right time to enter upon a business training. Immediately following the close of High The Holiday months will see you well on your way if you enroll by July 1. Make your reservation now. In any case give us the oppoi^tunity of dis- cussing with you or your parents or guardians the many advantages of such a commercial education as we impart and its necessity to modern business. The thoroughness and individual na- ture of our instruction has made our College the popular choice. Phone 37 181 for an appointment. DOMINION BUSINESS COLLEGE Branches at ST. JAMES and ELMWOOD The Mall DAVID COOPER, C.A. President.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.