Lögberg - 06.08.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. ÁGÚST 1931.
Bls. 3.
i: ▼ |
Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga
««5««í««««5«««««««.«««««««5«««««««««««««««««4«««í««««««««««««««««««««««««««
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. St. J. Cooper.
(Framh.)
“Æ, Giles, vertu ekki að þessu,” sagði hún
í bænarróm. “Vertu ekki að minna á þetta
voðaverk. ” Hún sneri sér aftur í át.tina til
hafsins og starði út á það með þrá í augum.
“Eg vildi óska, að það kæmi skip, ó, það segi
eg alveg satt! ’ ’
“Það sama segi eg, það geturðu reitt þig
á. Eg skyldi sveimér verða feginn, ef við
losnuðum héðan burt frá þessum bölvaða
stað,” nöldraði hann.
Þau stóðu þarna heila klukkustund og
störðu út á liafið. Þessa voldugu, blikandi víð-
áttu, er breiddist út endalaus á alla vegu, eins
langt og augað evgði.
VIII. KAPITULI.
Ilinn sterkasti.
Belmont var nú að reyna Ibogfimi sína-
Honum brást illa bogfimin í fyrstunni. Hann
kom auga á dýr, sem líktist smágrís, og var
enda lítið villisvín af einhverju tægi. Það var
að grafa niðri í jörðinni undir tré nokkru. Bel-
mont nam staðar. Hann lagði ör á streng, dró
upp bogann og skaut.
Örin þaut út í buskann og hitti tré þrjá
metra vinstra megin við dýrið; það leit við ó-
sköp rólega og lötraði svo af stað.
“Skollinn hafi það!” tautaði Belmont.
Rétt á eftir gafst nýtt tækifæri- Nú var það
villigeit, sem sóð á klettabrún og bar skýrt við
heiðan himininn. Það söng á ný í bogastreng
Belmonts, og örin þaut út í loftið, en ekki í þá
áttina, sem hann hafði miðað í. Geitin sneri
sér við, glápti á hann og lab'baði svo af stað
fremur rólega. Belmont hló, og fór svo að
sækja ör sína- Þetta var svo sem ekki sérlega
uppörvandi, en liann lét það samt ekki á sig
fá.
“Eg skal svei mér komast upp á lagið,”
tautaði hann við sjálfan sig.
Hann reyndi á ný og skaut nokkrum sinn-
um til marícs. Það hepnaðist betur Þegar
fyrsta skotið fór sæmilega í áttina, því örin
hitti á að gizka 10—12 þuml. utan við markið.
Þá kom önnur geit fram úr kjarrinu og fór
bítandi í hægðum sínum. Belmont skaut, og
örin straukst rétt fram hjá. Geitin leit upp
sýnilega hissa og flýtti sér burt.
Nú var Belmont kominn inn í skógarrjóð-
ur. Þaðan gat hann séð alla leið til sjávar,
hvíta sandströndina, lónið og brimgarðinn fyr-
ir utan. Fyrir ofan hann baka til risu kletta-
beltin brött hvert upp af öðru og gnæfðu við
himin. Hann fékk alt í einu óviðráðanlega
löngun til að klifra þar upp- Hann klifraði
hærra og liærra og var nærri búinn að gleyma
til hvers liann hafði farið á stað — að útvega
kjöt. Því hærra sem hann kom, þess rýrari
varð jurtagróðurinn, og að lokum fann hann
aðeins berar klettanibbur fyrir höndum sín-
um.
Þúsundir villifugla áttu liér heimkynni
sín. Þeir sveimuðu í þéttum hópum yfir höfði
hans. Hann skaut ör upp í loftið, og það var
varla hægt annað en að hitta einhvern fuglinn.
Enda féll einn þeirra til jarðar. Belmont tók
hann upp og skoðaði hann. Fuglinn líktist
mest villiönd. Hann stakk honum í vasa sinn
og hélt áfram að klifra upp eftir.
Þá kom hann þar að, sem klettarnir voru
snarbrattir alveg niður að sjávarströnd.
Honum flaug þegar í hug, að hér væri ágætt
vígi, ef maður þyrfti að verjast árásum villi-
dýra eða manna. Hér hafði náttúran mynd-
að nærri óvinnandi vígi- Geysimiklir kletta-
klofningar höfðu myndað eðlilega hvelfingu,
er hæglega gat rúmað 20—30 rpanns. Að
framanverðu var há brík, er reynast mundi
ágætur varnargarður, og á báða bóga var snar-
brött klettahlíðin niður að sjó. •
Með nægum forða matar og drykkjar gætu
tveir eða þrír menn varist hér gegn heilum her
manna alveg takmarkalaust. Hér voru einnig
nægar “skotfærabirgðir”, steinar og steinflís-
ar, stórt og smátt, hnöttóttir hnöllungar og
oddhvassir fleygar. Mátti auðveldlega velta
þeim út yfir bríkina og ofan í höfuðið á óvin-
unum, er sóttu fram að neðan.
Belmont brosti, hann varð þess var, að
hugur hans var að hlaupa með hann í gönur.
Það var alls ekki líklegt, að neitt þess háttar
myndi koma fyrir hann hér á eynni. Hún var
án efa óbygð, og eigi höfðu þau orðið vör villi-
dýra til þessa. Hann klifraði upp úr kletta-
byrginu, og í sömu andránni varð hann var
við geit, sem stóð á klettabrún skamt frá hon-
um. Að þessu sinni gaf hann sér góða stund
til athugunar. Hann tók nákvæmt tillit til
vindsins og þunga örvarinnar, og komst að
þeirri niðurstöðu, að ef liann ætti að hitta
geitina, yrði hann að miða fremur hátt og
nokkuð til vinstri handar.
Bogastrengurinn gall. Geitin tók hátt
stökk og datt svo dauð niður með ör Belmonts
þvert í gegnum sig-
Hún hreyfði livorki legg né lið, er Belmont
kom að henni.
“Veslings dýr!” tautaði hann.
Stundu síðar kom Belmont aftur til ból-
staðar síns með byrði sína. Hann var bæði
þreyttur og móður eftir að hafa rogast með
byrði sína í fullan helming stundar. Hann
fleygði geitinni í grasið og lagðist sjálfur
endilangur rétt hjá henni.
“Berið þér nokkurt skynbragð á að flá?”
spurði hann stuttaralega.
“Eg? Nei,” svaraði Giles.
“Þér getið þó að minsta kosti reynt það!”
Belmont tók hníf sinn og fleygði honum
til hans.
Giles hikaði þrákelknislega.
“Engin vinna, engan mat,” mælti Belmont.
Giles tók hnífinn og fór að flá geitina. Það
var ekki sérlega upplyftileg sjón að sjá til
hans.
0
“Ungfrú Ventor, langar yður ekki til að
kveikja eld og gera þannig vðar hluta af verk-
inu?”
Unga stúlkan leit á dýrið, sem Giles var að
tæta skinnið af.
“Hafið þér — liafið þér drepið það?”
spurði hún.
“Já, eg verð víst að játa það. Það er eng-
in slátrarabúð hér á evnni. Viljið þér gera
eld?”
Henni lá við að svara: “Nei, það dettur
mér ekki í hug!” en hún hugsaði sig nm. Er
öllu var á botiíinn hvolft var eigi nema sann-
gjarnt, að hvert þeirra gerði sinn hluta af
verkinu. Hún hafði áður séð, hvernig hann
kveikti eld, og hún tók nú að sópa saman þurru
laufi og kvistum í stóra hrúgu.
Belmont hvíldi sig og horfði á hana, meðan
hún var að vinna. Hann sá utan á vangann á
henni og hann sá greinilega bregða fyrir hálf-
gerðum þóttasvip á andliti hennar. Hún var
mjög falleg utan á vangann, og hann varð
aldrei leiður á því að virða hann fyrir sér og
dázt að honum. Hann virti einnig fyrir sér
hinar smágerðu og fögru hendur hennar, þær
liöfðu eflaust aldrei fyr fengist við þessháttar
störf.
Belmont brosti með sjálfum sér, er hann
lá í grasinu og fylgdi henni með augunum.
“Og nú þurfið þér að fá brenniglerið,”
sagði hann- “Hérna!”
Hann henti glerinu til hennar, hún gat ekki
gripið það, og glerið datt rétt við fætur henni.
Hún tók það upp og roðnaði dálítið. Hann
kunni enga mannasiðu, hann var mesti ruddi,
auk alls annars.
/Skömmu síðar skíðlogaði í lirúgunni hjá
henni.
“Það er bezt að tína saman dálítið meira
af eldivið til að halda við eldinum,” mælti Bel-
mont. “Þér finnið hann þarna inni í runn-
inum. ”
Skömmu síðar hékk yfir eldinum frem-
ur skringilega löguð steik á fjórum spýtum,
sem voru spelkaðar saman. Belmont tók af-
ganginn af kjötinu og geymdi það á milli
steina, bæði til þess að vernda það fyrir sól-
inni, og til þess að hafa það ekki fyrir augun-
um. Alt í einu kviknaði í einni spýtunni, svo
hún brotnaði þvert af, og steikin datt í glæð-
urnar. prh.
DYGÐIR FRANKLINS.
Benjamín Franklin skifti hinu góða, sem
hann ætlaði að innræta sér í 13 dygðir: —
Sparneyti—Borðaðu ekki þangað til þú linast
ast upp; drekk þú ekki þangað til þú ræður þér
ekki. Þagmælsku—Taaðu ekki annað en það,
sem getur orðið þér eða öðrum til nota. Reglu-
semi—Lát liverja sýslan hafa sinn tíma, hvern
hlut sinn stað. Fastræði—Einsettu þér að gera
það, sem þú átt að gera, og framkvæmdu ná-
kvæmlega það, sem þú einsetur þér. Spar-
semi—Eyddu engu, nema það sé þér eða öðr-
um að gagni, engu til ónýtis. Iðni—Eyddu
ekki tímanum til ónýtis, hafðu ávalt eitthvað
þarft fyrir stafni, hafstu aldrei neitt óþarft að.
Einlægni—Vertu hreinn og ráðvandur í huga
og talaðu samkvæmt því. Réttsýni—Gjör eng-
um mein með rangindum, né með því að láta
velgjörðir falla niður, sem þér er skylt að veita.
Hófsemi—Forðastu hvað of er eða ván.
Þrifnaður. Jafnlyndi—Láttu aldrei smámuni
bíta á þig, né venjulega atburði, sem ekki má
forðast. Skírlífi. Aúðmýkt.
Hann sá bráðlega, að hann mundi ekki fá
vanið sig á dygðir þessar í einu, þess vegna
ásetti hann sér að venja sig á eina í senn, og
þegar hann væri orðinn nokkurn veginn tamur
henni, þá að byrja á annari.
Af því honum skildist, að ein dygð mundi
beina veg til annarar, þá raðaði hann þeim eins
og fyr var sagt„ því sá sýndist honum bein-
astur vegur. Síðan bjó hann sér til kver, strik-
aði á hverja blaðsíðu sjö langstrik og 13 þver-
strik og skrifaði vikudaganöfnin efst milli
langstrikanna, en dygðanöfnin niður á milli
þverstrikanna. Þannig hafði hann reit handa
sérhverri dygð á hverjum degi vikunnar og
merkti hann í hverjum reit hversu oft á dag
honum varð á að gleyma hinni tilteknu dygð.
Hvert kveld hélt hann reikning við sjálfan sig
um hinn iðna dag. — Unffa Isl.
TVÆR HUGLEIÐINGAR.
Eftir Ó.
Mikillæti. — Oflœti.
Mikið er, hvað mennirnir
margir digurt láta,
hreyknir, stoltir, hnarreistir,
hóflaust monta, státa.
Þykjas vita alt sem eitt
og orka býsn að gera,
ráð því brugga og ramba gleitt,
reikna, “spekúlera.”
Hyggjast ráða stað og stund
og stefnu lífs og tíma
eftir eigin lyst og. lund
og láta’ alt annað rýma.
Já, og reyndar reyna það,
í regin yfirlæti,
að gera sig sjálfa guðum að
en Guði víkja’ úr sæti.
En líf og tími líður ótt
og lætur sér ei banna,
og stefnir út í eilífð skjótt
og aðra leið en manna..
Svo öðru vísi en ætlað var
og einatt fyr en varði,
breyttist tími og tíðarfar
og tálið sundur marði.
Því að æðri vizka og völd
veröldinni stýrir, \
heldur en guðlaus öfga öld
sem ofdramb gegnum sýrir.
En fyr’ veraldar völdin sæl,
vinsæld lýða og auði,
þeir brjótast um á hnakka og hæl,
unz heimsækir þá Dauði.
En er Bani ber á dyr,
blikna þeir að vonum,
og verða ekki öðrum fyr
að æðri heima sonum.
Það er betra heims um hvel
heldur minna að státa,
en lúta Guði’ og lifa vel,
að loks sé minna að gráta.
Ef Drottinn byggir ekki húsið.
Hvað eru’ öll mannna handaverk
þótt heita eigi stór og merk,
ef náttúruöflin ógnasterk
sig ýfa þeim á mót?
Sem hrófatildur og hismi eitt
þau hrynja, brenna og fjúka greitt,
svo eftir verður ekki neitt
nema eyðirústin ljót.
Og hvað er maðurinn hver og einn,
þótt hnakkakertur standi og beinn,
ef honum ekki hjálpar neinn,
er harmar sæk.ja á?
Sem biðukolla 'bleik og grá
með blómin fölnuð kolli á
verður maðurinn vesall þá,
eitt veikt og bogið strá.
Því skyldi maður hafa hver
í hverju verki Guð með sér,
því höndin Drottins hollust er,
handaverk hans trygg—.
Sá stendur bezt og stríðir hér,
sem studdur liendi Drottins er;
og allra lengst sinn blóma ber
hver bljúga sálin dygg.
—H eimilisblaðið.
ÁSDIS Á BJARGI.
Af öllum kvenskörungum fornaldarinnor,
þykir mér mest koma til Ásdísar á Bjargi.
Hún var vel viti borin og hin bezta kona. Mað-
ur hennar hét Ásmundur, var kallaður hæru-
langur. Þau bjuggu að Bjargi í Miðfirði.
Börn áttu þap nokkur, og eitt þeirra var
Grettir hinn sterki. Sagan segir, að faðir
hans hafi unnað honum lítið, en móðir hans
aftur á móti mjög heitt. Grettir varð, sem
sem kunnugt er, mjög óhamingjusamur, og
var fyrst dæmdur til að vera þrjú ár utan. Þá
var það móðir lians, sem fylgdi honum á veg,
bað honum fararheilla og fékk honum vopn
og fé.
Þyngsta þraut Ásdísar mun þó óefað hafa
verið sú, er hún lét yngsta son sinn, Illuga, af
hendi, til þess að Gretti gæti liðið skaplega.
Þá var búið að dæma Gretti í hina seinni út-
legð hans, sem ákveðin var í 20 ár. Þeir bræð-
ur fóru þá út í Drangey, og þegar móðir þeirra
skildi við þá, grét hún mjög og kvaðst þá mundi
sjá þá í síðasta sinn. Sú varð líka raunin á.
Bezt kemur þrek Ásdísar í ljós, þegar hrak-
mennið Þorbjörn öngull kemur heim til Bjargs
og hefir með sér höfuð Grettis og ber það í
stofu. Þá sér enginn maður henni bregða, og
svo vinsæl var hún meðal sveitunga sinna, að
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg . Cor. Grahiain og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840
DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoha W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFÁNS80N islenzkir lögfrœOingar & öBru gólfi 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aB Lundar og Gimli og eru þar aB hitta fyrsta miB- vikudag I hverjum mánuBi.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. íslenxkur löfffrœðingur Skrifat.t 411 PAJtlS BLDG. Phone: 24 471
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdóma.—Er aS hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 J. Ragnar Johnson BA.., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaOur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71753
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Löfffrœöinffur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587
DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aB hitta frfi. kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991
Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Til viStals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 aS kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og elds&byrgB af BUu tagi. Phone: 26 349
Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG iim.Bt um fasteignir manna. Tekur aB sér aB ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgB og bif- reiBa ábyrgBir. Skriflegum fyr- lrspurnum svaraB samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328
Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlaeknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 505 BOTD BLDG., WINNIPEG Phoae: 24 171
DR. A. V. JOHNSON tslenxkur Tannlœknir 212 CURRT BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 HeimiUs: 33 328 c. w. MAGNUSSON NudcUœknir 91 FURBT ST. Phone: 36137 VlBtala tlmi klukkan 8 til 9 aB morgninum
Dr. Ragnar E. Eyjolfson CHiropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- vefk, Taugaveiklun og sveínleysi Skriftst. slmi: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá beati Ennfremur selur hann allskonar mlnniavarBa og legsteina. Skrifstofu talstmi: 86 607 Heimilis talslmi: 58 302
allir vildu henni lið veita, eftir dauða Grettis;
jagnvel þeir, sem höfðu verið óvinir hans.
Það sem mest hefir fengið á Ásdísi, mun
óefað hafa verið óhamingja Grettis — þess af
sonum hennar, er hún unni mest, — og marga
nóttina mun hún hafa vakað og beðið fyrir út-
laganum, og margt tárið felt hans vegna.
Minning Asdísar mun lifa, á meðan ísland
er bygt; ekki fyrir fegurð eða yfirlæti, heldur
fyrir hina miklu fórnfýsi og móðurást.
—Smári. Helga Pétursdóttir.
Skrítlur eftir Wessel.
W. hafði orðið það á eitt sinn, er hann
skammaðist við konu nokkra, að kalla hana
giltu. Konan stefndi lionnum fyrir og hann
varð fýrir sekt. Þegar hann hafði borgað sekt-
ina, sneri hann sér að dómaranum og sagði:
“Það er þá ekki leyfilegt, að frú sé köll-
uð gilta, en má ekki kalla giltu frú?”
“Jú, auðvitað,” svaraði dómarinn.
W. sneri sér þá að konunni og sagði, um
leið og hann beygði sig mjög hæversklega: —
“1 guðs friði frú !”